Ragnheiður Elín sönn að ósannsögli
Stjórn Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, mótmælir fullyrðingu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem fram kom í hádegisfréttum ríkisútvarpsins þann 21. september síðastliðinn, um að allra leiða hafa verið leitað til þess að ná deiluaðilum saman að lausnum vegna lagningar háspennulína frá Kröflu að Bakka.
Stjórnvöld hafa ekkert samband haft við Fjöregg og má því kalla sáttaumleitanir ríkisstjórnarinnar sýndarviðræður þar sem vilji og skoðanir félagsins hafa verið virt að vettugi. Fjöregg er annar aðili að kæru vegna útgáfu framkvæmdaleyfis Skútustaðahrepps, ásamt Landvernd, vegna lagningar raflínu frá Kröflu að Þeistareykjum.
Stjórn Fjöreggs krefst þess að iðnaðarráðherra dragi þessi ummæli til baka þar sem þau eiga ekki við rök að styðjast.
Ennfremur harmar stjórn félagsins fyrirhugaða lagasetningu vegna málsins þar sem hún brýtur á rétti samtakanna til að fá skorið úr um lögmæti ákvarðana sveitarfélagsins í Bakkalínumálinu, og minnt er á að málið er nú þegar í lögformlegu ferli hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefndin á að njóta fyllsta sjálfstæðis í störfum sínum lögum samkvæmt. Með lagasetningu yrðu oöl völd tekin af nefndinni í þessu máli.
Birt:
Tilvitnun:
Fjöregg – félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit „Ragnheiður Elín sönn að ósannsögli“, Náttúran.is: 24. september 2016 URL: http://nature.is/d/2016/09/24/ragnheidur-elin-sonn-ad-osannindum/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.