Límmiðar á plastílátum 04/18/2015

Rífa fyrst pappírshluta límmiðans af, leysa fyrst upp með vatni ef nauðsynlegt er og rífa af.  Seigar límrestarnar sem eftir verða er hægt að strjúka með olíu og nudda síðan af með eldhússvampi sem dýft hefur verið í olíu.

Grafík: Plastílát, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Rífa fyrst pappírshluta límmiðans af, leysa fyrst upp með vatni ef nauðsynlegt er og rífa af.  Seigar límrestarnar sem eftir verða er hægt að strjúka með olíu og nudda síðan af með eldhússvampi sem dýft hefur verið í olíu.

Grafík: Plastílát, Guðrún A. Tryggvadóttir.

18. April 2015

Engin móða kemur á baðspeglinn ef þið nuddið spegilinn með hálfri hrárri kartöflu, þvoið síðan af með köldu vatni og þurrkið með dagblöðum eða eldhúspappír.

Grafík: Spegill og kartöflur. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

29. March 2015

Kertavax sem runnið hefur á slétta fleti, svo sem gerviefni, tré eða gler, er hægt að losna við með því að hita flötinn með hárþurrku og þurrka svo af með eldhúspappír.

02. December 2014

Dýfið tveim bómullarhnoðrum í kamilluseyði og leggið á lokuð augun og leyfið að vera á í 15 mínútur. Augun róast og svartir skuggar og rendur minnka.

Ljósmynd: Kamilla. Guðrún A. Tryggvadóttir.

15. March 2014

Heitt bað orsakar móðu á baðspeglinum. En það er hægt að koma í veg fyrir móðu á baðspeglinum með því að láta nokkra sentimetra af köldu vatni leka í baðkarið áður en skrúfað er frá heita vatninu.

10. December 2013

Þvoðu andlitið með mildri hreinsimjók, setjið síðan þvottapoka í heitt vatn. Leggið þvottapokann síðan laust á andlitið í eina til tvær mínútur. Setjið síðan bómullarservíettu í volgt vatn með tveim til þremur teskeiðum af eplaediki. Leggið þetta á andlitið og setjið heita þvottapokann yfir klútinn á andlitinu. Látið vera á í 5 mínútur og skolið síðan af með heitu vatni ...

05. November 2013

Ef blettir eru á marmaraplötum eða mósaíkgólfi, má alls ekki þvo þá með sápu eða hreinsiefnum. Nuddið einfaldlega með sítrónusafa og þvoið af með vatni. Einnig er hægt að bæta svolitlu salti á sítrónubörkinn og nudda með honum.

20. October 2013

Til að ná burtu sérstaklega erfiðum blettum af flísum er gott að þurrka flísarnar með blöndu af heitu vatni og ediki í jöfnum hlutföllum.

Einnig er hægt að nudda hálfri sítrónu yfir erfiðu blettina og látið liggja á og síðan þvo af og skola vel.

24. April 2013

Dýfið klút í eplaedik, og strjúkið handarkrikana eftir bað eða sturtu. Það er gott fyrir húðina og heldur bakteríubúskapnum í skefjum en það eru eimitt bakteríurnar sem eiga sök á því að svitalykt myndast. Auk þess virkar eplaedikið frískandi á húðina án þess að hafa neikvæð áhrif á sýrustig húðarinnar.

19. February 2013

Nótnaborðið á píanóinu verður aftur fallegt ef nóturnar eru nuddaðar með tannkremi í blautum klút. Látið þorna á nótnaborðinu og síðan eru nóturnar pússaðar með mjúkum klút.

Grafík: Píanónótur, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Berið avokadoolíu daglega í kringum augun og klappið hana mjúklega inn í húðina. Þurrkið olíuna sem húðin dregur ekki í sig af eftir nokkrar mínútur. Með reglulegri notkun mildast jafnvel djúpar augnhrukkur.

21. January 2012

Eplaedikið jafnar sýrustig húðarinnar. Feit og óhrein húð hreinsast og nærist við eplaediksbað. Setjið 250 ml af eplaediki í baðvatnið. Verið a.m.k. 15 mínútur í baðinu, þannig nær húðin að taka upp nægilega sýru úr edikinu.

25. December 2011

Kalkbletti er auðvelt að fjarlægja með ódýru ediki. Ef um erfiðari bletti er að ræða, t.d. á endum vatnskrana, vefðu blettina með klósettpappír og drekktu pappírnum með ediki. Eftir ákveðinn tíma er auðvelt að þurrka kalkblettina í burtu.

11. November 2011

Olímálverk hreinsar maður með mjúkum klút sem dýft hefur verið í heita mjólk, að lokum þurrkar maður málverkið með silkiklút.

Grafík: Málverk og mjólk, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsóttir ©Náttúran.is.

23. October 2011

Augnhár verða silkimjúk og falleg ef þau eru burstuð (með tannbursta eða sérstökum augnhárabursta) með hveitikímsolíu eða möndluolíu. Best er að gera þetta fyrir svefninn og þvo olíuna svo af morguninn eftir með volgu vatni.

02. October 2011

Lyktin í eldhúsinu: Til að koma í veg fyrir vonda lykt í eldhúsinu er gott að leggja appelsínubörk á heita eldavélahellu.
Fallegir gluggar með salti: Til þess að fá gluggana til að vera sérstaklega fallega er ráðlagt að bæta salti út í sápuvatnið.
Stálull gegn rispum: Fjarlægja má rispur í timburgólfum með stálull sem dýft er í vaxbón.
Glansandi baðkar ...

08. April 2011

Blandið 2-3 matskeiðar af eplaediki í einn líter af vatni. Nuddaðu allan líkamann með þessari upplausn eftir bað eða sturtu. Þannig má hreinsa alla sápuafganga í burtu um leið og edikið fjarlægir lykt. Þetta má gera daglega eða í það minnsta vikulega.

10. February 2011

Hægt er að halda emaleruðum sturtum og baðkörum glansandi með einfaldri blöndu. Blandið saman ediki, salti og súrmjólk og nuddið karið með því. Emaleringin heldur þannig fallegum glans.

04. February 2011

Skrúfið sturtuhausinn af sturtunni og leggið í heitt vatn með salti og ediki.

Ef nauðsyn þykir má endurtaka þetta aftur með því að skipta um vatn.

04. December 2010

Gott er að leggja dagblöð í ruslafötuna áður en ruslapoki er settur í fötuna. Dagblöðin taka þá við rusli og vökva sem getur lekið úr pokanum og vernda þannig fötuna.

04. December 2010

Auðvelt er að fjarlægja flugnaskít af speglum, gluggum og myndarömmum með því að nudda flötinn með hálfum og þurrka síðan með blautri tusku.

04. December 2010

Lím-verðmiða er auðvelt að fjarlægja af vörum með því að hita þá með hárþurrku og losa síðan af. Jafnvel bækur og margmiðlunardiskar skaddast ekki með þessari aðferð.

04. December 2010

Ef vasi er sprunginn er hægt að halda honum saman með því að hella heitu vaxi í hann. Litlar sprungur er hægt að laga með glæru naglalakki.

04. December 2010

Kristalvasar verða oft sjúskaðir af því að erfitt er að hreinsa þá að innan vegna þess hve hálsinn er mjór. Gott ráð er að hálffylla vasann með vatni og setja síðan smáskorinn appelsínubörk í vatnið og hrista duglega. Eftir þessa meðferð glansar kristalvasinn aftur eins og nýr væri.

04. December 2010

Til að þvo gyllaða ramma, ber maður vínedik á rammann með pensli eða svampi. Eftir nlokkrar mínútur þurrkar maður rammann með köldu vatni og leyfir rammanum að þorna.

04. December 2010

Hár á kústum sem eru bogin eftir langa notkun, heldur maður yfir potti með sjóðandi vatni en þannig mýkjast hárin aftur upp og kústurinn verður aftur brúklegur.

Aðeins hægt að gera með bursta með náttúrlegum hárum!

04. December 2010

Dýfið tveim bómullarhnoðrum í sterkt svart te, leggið á lokuð augun og leyfið að vera á í 5 mínútur. Virku efnin í teinu virka róandi á augun og hætta að vera rauð og baugarnir hverfa.

04. December 2010

Til þess að lengja líf kústa og handsópa skal þvo þá af og til með heitu vatni og sápu. Hengið kústa alltaf upp eftir notkun því annars bogna hárin á þeim.

Dýfðu nýjum kústi í kraftmikið saltvatn og hengið til þerris. Það gerir kústinn betri og lengir líftíma hans verulega.

Aðeins hægt að gera með bursta með náttúrlegum hárum!

04. December 2010

Steinflísar, sérstaklega litaðar, þvær maður ekki með vatni og sápu heldur með bóni á nokkurra mánaða fresti.

04. December 2010

Edik- og sítrónubað er gott fyrir illa farna húð. Það hreinsar mjúklega en samt vel.
Sneiðið þrjár sítrónur og setjið í postulínsskál. Hellið hálfum lítra af eplaediki yfir sítrónurnar. Hyljið og látið standa í um 2 klukkutíma. Hellið vökvanum síðan í heitt baðvatn og njótið.

04. December 2010

Límbandsræmur á gjafapappír er hægt að losa með því að strauja yfir þær. Eftir að þær hafa verið straujaðar er auðvelt að losa þær af. Öruggara er að strauja ekki beint yfir límröndina heldur leggja þurran klút á milli.

04. December 2010

Blandið saman lyftidufti og vatni og nuddið í fúgurnar og leyfið að liggja á í eina klukkustund. Þvoið síðan af með heitu vatni og þurrkið með hreinum klút.

Einnig er hæg tað nota salt til að hreinsa fúgur.

04. December 2010

Strekkjandi andlitsmaski:
Andlitsmaskinn inniheldur einungis létthrærða eggjahvítu. Látið maskann virka í u.þ.b. 20 mínútur og liggið í leti á meðan.
Andlitsmaski gegn þreyttri og þurri húð:
Takið eina eggjahvítu og bætið við örlitlum sítrónusafa. Bætið hægt og rólega ólífuolíu út í og hrærið þangað til að blandan er orðin kremkennd. Berið á vel þvegið andlitið og þvoið af ...

18. April 2010

Nýtt efni:

Messages: