Þröstur Eysteinsson skipaður í embætti skógræktarstjóra 14.12.2015

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Þröst Eysteinsson í embætti skógræktarstjóra til fimm ára. Þröstur hefur frá árinu 2003 starfað sem sviðsstjóri Þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins.

Þröstur var annar tveggja umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfastan til að gegna embættinu. Hann lauk doktorsprófi í skógarauðlindum frá háskólanum í Maine í Bandaríkjunum og meistaragráðu í skógfræði frá sama skóla. Áður en hann tók við stöðu sviðsstjóra Þjóðskóganna starfaði hann sem fagmálastjóri Skógræktar ríkisins og þar á undan sem sérfræðingur hjá rannsóknarstöð sömu stofnunar ...

Þröstur Eysteinsson nýskipaður skógræktarsjóri. Ljósm. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Þröst Eysteinsson í embætti skógræktarstjóra til fimm ára. Þröstur hefur frá árinu 2003 starfað sem sviðsstjóri Þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins.

Þröstur var annar tveggja umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfastan til að gegna embættinu. Hann lauk doktorsprófi í skógarauðlindum frá háskólanum í Maine í Bandaríkjunum og meistaragráðu í skógfræði frá sama skóla. Áður en hann tók ...

Ísland vill að loftslagssamkomulag í París verði metnaðarfullt, en verði ekki bara einföld umgjörð utan um innsend markmið ríkja. Fjölmörg ríki hafa á síðustu dögum lýst yfir stuðningi við að tryggja hátt metnaðarstig í samningnum undir merkjum „Bandalags um mikinn metnað“. Ísland hefur lýst yfir stuðningi við þessa hreyfingu og mætti Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra á fund ráðherra í ...

Ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja, voru kynnt seint í gærkvöld á aðildaríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21). Þótt ágætlega miði í viðræðunum á enn eftir að komast að niðurstöðu um atriði er varða m.a. fjármögnun aðgerða, ábyrgðarskiptingu milli ríkja og ríkjahópa og eftirfylgni samningsins.

Drögin voru kynnt á ellefta tímanum í gærkvöldi ...

Forseti 21. Aðildaríkjaþings loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21), Laurent Fabius, kynnti í dag ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja.

Í ræðu á stuttum fundi í dag þar sem samningsdrögunum var dreift sagði Fabius að búið væri að ná saman að mestu leyti um mikilvæg atriði á borð við hvernig standa skuli að aðlögun að ...

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til IX. Umhverfisþings 9. október 2015 á Grand hótel í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um samspil náttúru og ferðamennsku.

Heiðursgestur á Umhverfisþingi að þessu sinni verður Susan Davies forstjóri Scottish Natural Heritage en stofnunin hefur með höndum málefni náttúruverndar og sjálfbæra nýtingu náttúru í Skotlandi. Davies mun ávarpa þingið og m.a. fjalla um ...

Verðlaunagripurinn Jarðarberið eftir Finn Arnar Arnarson. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, miðvikudaginn 16. september næstkomandi.

Tilnefnd til verðlaunanna eru Hallgrímur Indriðason, fréttamaður á RÚV, Iceland Review og þáttaröðin „Lífríkið í sjónum við Ísland“.  Rökstuðningur dómnefndar fyrir valinu er eftirfarandi:

Hallgrímur Indriðason, fréttamaður á RÚV, sem gerði hápólitísku deiluefni um virkjanakosti í Þjórsá ítarleg og góð ...

Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru, sem haldinn er hátíðlegur 16. september ár hvert, stendur nú sem hæst. Upplýsingar um viðburði, verkefni og uppákomur sem efnt er til í tilefni dagsins má senda á umhverfis- og auðlindaráðuneytið og verða þær þá birtar á heimasíðu dagsins á vef ráðuneytisins.
Þetta er í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur og hafa æ ...

Bláklukka. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd. Markmiðið með endurskoðun laganna er að skýra betur framkvæmd þeirra og ná fram betri samstöðu um efni þeirra. Unnið var að endurskoðuninni með nefndarálit umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að leiðarljósi.

Lög nr. 60/2013, um náttúruvernd, voru samþykkt á Alþingi 28. mars 2013 og ...

Merki Kuðungsins. Merkið hér að ofan er Kuðungur Náttúran.is sem fékk umhverfisviðurkenninguna fyrir árið 2011.Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2014.

Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum.

Kuðungurinn er viðurkenning á ...

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri sem tók við Fjölmiðlaverðlaununum úr hendi umhverfisráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar fyrir hönd RÚV.Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, RÚV – hljóðvarpi og sjónvarpi, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Tómasi J. Knútssyni, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Tilnefndir til fjölmiðlaverðlaunanna voru:

  • Gunnþóra Gunnarsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu fyrir greinaflokkinn Útivist og afþreying þar sem sjónum var beint að áhugaverðum náttúruperlum í öllum landshlutum ...

Dynkur í ÞjórsáÁ fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði þaðan í frá „dagur íslenskrar náttúru“.  Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Hún sagði að ákvörðun ríkisstjórnarinnar vera viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að ...

Jarðarberið, verðlaunagripurinn hannaður af hannaði Finni Arnari Arnarsyni.Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, þriðjudaginn 16. september næstkomandi.

Tilnefnd til verðlaunanna eru:

Gunnþóra Gunnarsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu
Fréttablaðið birti í sumar greinaflokk undir heitinu Útivist og afþreying eftir Gunnþóru Gunnarsdóttur, þar sem sjónum er beint að áhugaverðum náttúruperlum í öllum landshlutum. Framsetning  efnisins er aðlaðandi og til þess ...

Holtasóleyjar.Íslensk náttúra hefur gegnt lykilhlutverki í efnahagsbata landsins, bæði vegna orkuauðlinda hennar sem og aðdráttarafls fyrir erlenda ferðamenn. Íslendingar njóta mikilla lífsgæða og hreins umhverfis sem býður upp á framúrskarandi vatnsgæði, litla loftmengun og mikið aðgengi að óspilltri náttúru. Þetta er meðal meginniðurstaðna heildarúttektar Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á umhverfismálum á Íslandi árin 2001 - 2013, en úttektarskýrslan var kynnt ...

Illagil að FjallabakiKynning á Hótel Natura, fimmtudaginn 4. september kl. 10:00.

Efnahags-og framfarastofnunin  (OECD – The Organization for Economic Co-operation and Development) kynnir á morgun heildarúttekt á stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi yfir tímabilið 2001-2013.  Þetta er í þriðja sinn sem OECD gerir slíka úttekt á umhverfismálum hér á landi.

Í skýrslunni er m.a. farið yfir stöðu og stefnumörkun í ...

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfesti í dag tvær friðlýsingar innan marka Garðabæjar. Um er að ræða annars vegar friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og eystri hluta Selgjár sem náttúruvætti en alls er þar um að ræða 323 hektara. Hins vegar Garðahraun neðra, Garðahraun efra, Vífilsstaðahraun og Maríuhella í Búrfellshrauni sem nú eru friðlýst sem fólkvangur en alls eru það um ...

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti Kaffitári í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Hvolsskóla á Hvolsvelli útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Kuðungurinn
Kaffitár hlýtur Kuðunginn fyrir öflugt umhverfisstarf fyrirtækisins allt frá stofnun þess árið 1990. Segir meðal annars í rökstuðningi valnefndar að eigendur þess hafi verið ...

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veita rúmlega 20 milljónum króna til uppbyggingar og landvörslu á friðlýstum svæðum og mikilvægum ferðamannastöðum. Um er að ræða verkefni á friðlýstum svæðum í umsjón Umhverfisstofnunar, og í Þórsmörk sem er í umsjón Skógræktar ríkisins.

Stofnanirnar telja þessi verkefni vera í forgangi yfir þær aðgerðir sem ráðast þarf í nú þegar til að koma ...

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2013.

Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum.

Kuðungurinn er viðurkenning á ...

Umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ákvarðað að veiðidagar rjúpu í ár verði tólf talsins sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 25. október til 17. nóvember 2013. Leyfileg heildarveiði á rjúpum er 42.000 rjúpur og er miðað við 6-7 fugla á hvern veiðimann. Áfram verður sölubann á rjúpum og er Umhverfisstofnun falið að fylgja því eftir. Að ...

Örnefni, stjörnur, náttúruljóð, jarðfræði, jurtalitun, útikennsluapp, laxalíf, skipulagsuppdrættir,  náttúruratleikur og kvikmyndafrumsýning er meðal þess sem almenningi gefst kostur á að kynna sér og njóta á Degi íslenskrar náttúru, sem fagnað verður um allt land á mánudag, 16. september.

Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun í tilefni dagsins veita fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á ...

Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru mánudaginn 16. september næstkomandi.

Tilnefnd til verðlaunanna eru:

Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri tímaritsins Í boði náttúrunnar
Guðbjörg ritstýrir vönduðu og fallegu tímariti um íslenska náttúru sem hún stofnaði með manni sínum Jóni Árnasyni árið 2010 og nefnist Í boði náttúrunnar. Áður önnuðust þau útvarpsþætti á ...

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum um leið og þeir hafa notið allt alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lísviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum íslenskrar foldar.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og er undirbúningur fyrir dagskrána í ár hafinn. Einstaklingar, stofnanir ...

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á ...

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur staðfest friðlýsingu Krepputungu, 678 ferkílómetra svæðis sem liggur á milli Jökulsár á Fjöllum og Kreppu. Svæðið verður hluti Vatnajökulsþjóðgarðs en innan þess er m.a. Kverkfjallarani og Hvannalindir. Þegar í sumar verður aukið við landvörslu á hinu friðlýsta svæði.

Hið friðlýsta svæði nær til svokallaðrar Krepputungu sem er ungt eldfjallaland, og er yfirborð hennar ...

Á hátíðarathöfninni í dag undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, viðauka við núgildandi samning um verkefnið Skóla á grænni grein, sem Landvernd stýrir, en það er einnig þekkt sem Grænfánaverkefnið. Viðaukinn kveður á um auknar fjárveitingar á yfirstandandi ári, m.a. í því skyni að styðja sérstaklega þátttökuskóla við að efla menntun til sjálfbærni ...

Nemendur í 5. og 6. bekk Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi hljóta útnefninguna Varðliðar umhverfisins fyrir verkefnið Breytum rétt - mengum minna. Verkefnið gengur út á að nemendurnir safna saman smáraftækjum á borð við farsíma og tónhlöður í sérstök safnílát sem þeir hafa komið fyrir á áberandi stöðum í sveitarfélaginu. Nemendurnir hafa kynnt verkefnið með ýmsum hætti fyrir sveitungum sínum, s ...

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti Íslenskum fjallaleiðsögumönnum í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, Melaskóla í Reykjavík og Patreksskóla á Patreksfirði útnefndir Varðliðar umhverfisins. Við athöfnina var undirritaður viðaukasamningur við Landvernd um verkefnið Skóla á grænni grein (Grænfánaverkefnið) sem felur ...

kort LMÍ borið saman við yahoo kortStafræn kort og landupplýsingar í vörslu Landmælinga Íslands hafa verið gerð gjaldfrjáls, samkvæmt ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra. Gögnin eru notuð við ýmis verkefni á vegum stofnana ríkisins s.s. við eignaskráningu, skipulagsmál, náttúruvernd, náttúruvá, orkumál, rannsóknir og opinberar framkvæmdir en einnig gagnast þau almenningi og fyrirtækjum með margvíslegum hætti.

Markmiðið með því að gera stafræn kort og landupplýsingar ...

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið fyrirkomulag rjúpnaveiða haustið 2012, að fengnu mati og tillögum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar. Veiðar verða heimilar í níu daga líkt og haustið 2011 og dreifist veiðitímabilið á fjórar helgar með eftirfarandi hætti:

 

Föstudagurinn 26. október til sunnudagsins 28. október.

Laugardagurinn 3. nóvember og sunnudagurinn 4. nóvember.

Laugardagurinn 17. nóvember og sunnudagurinn 18. nóvember.

Laugardagurinn 24 ...

Verðlaunahafar á Degi íslenskrar náttúru
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, Rúnari Pálmasyni, blaðamanni á Morgunblaðinu, Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hún Hjörleifi Guttormssyni, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Tilnefndir til Fjölmiðlaverðlaunanna voru:

  • Tímaritið Fuglar fyrir umfjöllun um fugla í náttúru Íslands.
  • Herdís Þorvaldsdóttir fyrir heimildamynd sína „Fjallkonan hrópar á ...

Í dag er haldið upp á Dag íslenskrar náttúru í annað sinn en þ. 16. september árið 2010 ákvað ríkisstjórnin a helga náttúrunni einn dag árlega og var afmælisdagur eins skeleggasta baráttumanns fyrir verndun íslenskrar náttúru, Ómars Ragnarssonar, fyrir valinu (sjá frétt). Deginum verður fagnað á margvíslegan hátt um allt land og er dagskráin sem hér segir:

Allt landið

  • 10 ...

Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru, sunnudaginn 16. september næstkomandi.

Tilnefnd til verðlaunanna eru:

  • Tímaritið Fuglar fyrir umfjöllun um fugla í náttúru Íslands. Fuglar er fróðlegt tímarit sem leitast við að beina sjónum að því helsta sem tengist staðfuglum, farfuglum og sjaldgæfum flækingum, fræða almenning um helstu búsvæði fugla og ...

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti tekur til starfa laugardaginn 1. september við tilflutning verkefna úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Nýtt skipurit tekur þá gildi en það var kynnt á fundi með starfsmönnum í gær.

Við breytingarnar munu rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu þeirra verða verkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Ráðuneytinu er í því sambandi falið að setja viðmið ...

Undirbúningur vegna Dags íslenskrar náttúru er nú kominn á fullt skrið en dagurinn verður haldinn hátíðlegur í annað sinn sunnudaginn 16. september næstkomandi. Sérstakt vefsvæði tileinkað deginum hefur verið opnað á vef umhverfisráðuneytisins.

Dagskráin er í mótun en meðal annars munu stofnanir umhverfisráðuneytisins efna til ýmiss konar viðburða í tilefni dagsins sem verða auglýstir þegar nær dregur. Umhverfisráðherra efnir til ...

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti Náttúrunni.is í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum. Við sama tækifæru voru nemendur í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði og Foldaskóla í Grafarvogi útnefndir Varðliðar umhverfisins. Við athöfnina í dag opnaði umhverfisráðherra einnig nýtt Endurvinnslukort Náttúrunnar.is sem sérstaklega er hannað fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.

Kuðungurinn

Náttúran.is hlaut Kuðunginn fyrir samnefnda „framúrskarandi vefsíðu ...

Dagur umhverfisins verður haldinn hátíðlegur á morgun þann 25. apríl. Að þessu sinni ber daginn upp á 250 ára fæðingarafmæli náttúrufræðingsins og læknisins Sveins Pálssonar sem dagurinn er tileinkaður og bera hátíðarhöldin þeirra tímamóta nokkur merki.

Dagskráin hefst í raun daginn á undan, þ.e. þriðjudaginn 24. apríl, með málþingi um Svein Pálsson þar sem fjallað verður um hann frá ...

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september sl. um verndun og endurreisn svartfuglastofna leggur m.a. til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn hefur skilað af sér og umhverfisráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun.

Starfshópnum var falið að gera tillögur um aukna ...

  • Nýtt lagalega bindandi samkomulag um losun með þátttöku allra náist 2015
  • Gengið verður frá 2. skuldbindingartímabili Kýótó en með takmarkaðri þátttöku
  • Ísland tekur á sig sambærilegar skuldbindingar og önnur Evrópuríki
  • Tillaga Íslands um endurheimt votlendis til að draga úr losun samþykkt

Samkomulag náðist aðfararnótt sunnudags á loftslagsráðstefnunni í Durban í Suður-Afríku um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Meginþættirnir ...

Skólum á grænni grein vex fiskur um hrygg á fullveldisdaginn, 1. desember. Þá verður undirritaður þriggja ára styrktarsamningur milli umhverfisráðuneytisins, mennta- menningarmálaráðuneytisins og Landverndar, sem stýrir verkefninu en það er einnig þekkt sem Grænfánaverkefnið.

Samningurinn verður undirritaður í Kvennaskólanum í Reykjavík, sem er 200. skólinn á Íslandi sem hóf þátttöku í verkefninu. Til gamans má geta að 100. skólinn sem ...

Umhverfisráðuneytið og sveitarfélagið Hornafjörður standa saman að ráðstefnu um deiliskipulag og hugmyndir um friðlýsingu vestanverðs Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi næstkomandi fimmtudag. 

Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að unnið er að nýju deiliskipulagi við Jökulsárlón á sama tíma og komið hafa fram hugmyndir um að vesturhluti lónsins og Breiðamerkursands, sem eru þjóðlendur, verði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

Markmiðið með ráðstefnunni er ...

Umhverfisráðuneytið efnir til almennra kynningarfunda á nokkrum stöðum á landsbyggðinni vegna hvítbókar, sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga skilaði af sér í haust og felur í sér heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Hvíbókin verður grunnur að væntanlegri endurskoðun náttúruverndarlaga sem unnið verður að á komandi mánuðum.

Í hvítbókinni er m.a. fjallað um nýjar aðferðir og viðhorf sem hafa rutt ...

Yfir 300 manns eru væntanlegir á VII. Umhverfisþing sem haldið verður á Hótel Selfossi á morgun. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um náttúruvernd. Meðal annars verður nýútkomin hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Íslands kynnt og rædd á þinginu en bókinni er ætlað að leggja grunn að heildarendurskoðun náttúruverndarlaga,.

Í málstofum verður fjallað um friðlýsingar og framkvæmd náttúruverndaráætlunar, vísindaleg viðmið ...

Umhverfisráðherra hefur fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði árið 2011 upp á 31.000 fugla. Þetta eru ríflega helmingi færri fuglar en árið 2010, sem skýrist af verri stöðu rjúpnastofnsins. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir um 6 rjúpum á hvern veiðimann.

Fyrirkomulagi rjúpnaveiða verður vegna þessa breytt ...

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kynnti í morgun í ríkisstjórn samstarf sem hafið er við bæjarstjórn Vesturbyggðar um að vinna að friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands. Svæðið hefur frá upphafi náttúruverndaráætlunar verið tilgreint sem eitt af þeim svæðum sem mikilvægt er að vernda sem friðland eða þjóðgarð.

Látrabjarg og Rauðasandur einkennast af mikilfenglegu og fjölbreyttu landslagi, stórbrotnu fuglabjargi ásamt minjum um búskap við ...

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu umhverfisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að bæta Torfajökulssvæðinu á yfirlitsskrá Íslands með tilnefningu til heimsminjaskrár UNESCO í huga.

Torfajökulseldstöðin er einstök bæði á landsvísu og á heimsvísu. Hún er megineldstöð, með stærsta líparítsvæði landsins og innan öskjunnar er stærsta háhitasvæði landsins. Mikill hluti gosmyndana varð til við gos í jökli og er þetta hugsanlega ...

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, Ragnari Axelssyni, Rax, ljósmyndara á Morgunblaðinu, fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins - Jarðarberið.

Tilnefndir voru:

  • Morgunblaðið fyrir upplýsandi og vandaða umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga á íslenska náttúru í greinarflokknum Hamskipti lífríkis og landslags. Greinarnar skrifuðu blaðamennirnir  Guðni Einarsson og Rúnar Pálmason en þeim til aðstoðar var Elín Esther Magnúsdóttir sem vann grafík ...

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 16. september. Efnt verður til margra viðburða víða um land í tilefni dagsins, þar sem almenningur, skólabörn, náttúrufræðingar, fjölmiðlar, háskólafólk, ráðamenn, sendiherrar, sveitarstjórnarfólk og fjöldi annarra koma við sögu.

Umhverfisráðherra mun veita fjölmiðlaverðlaun í tilefni dagsins, en ætlunin er að veita slík verðlaun árlega hér eftir.
Eftirtalin eru tilnefnd til verðlaunanna ...

Dómnefnd hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins sem veitt verða í fyrsta sinn 16. september næstkomandi á Degi íslenskrar náttúru.

Tilnefnd til verðlaunanna eru:

  • Morgunblaðið fyrir upplýsandi og vandaða umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga á íslenska náttúru í greinarflokknum Hamskipti lífríkis og landslags. Greinarnar skrifuðu blaðamennirnir  Guðni Einarsson og Rúnar Pálmason en þeim til aðstoðar var Elín Esther Magnúsdóttir sem vann ...

HvítbókinUmhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kynnti í morgun í ríkisstjórn hvítbók sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hefur unnið en í henni felst heildarendurskoðun og -úttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem slík hvítbók er unnin í því skyni að leggja grunn að smíði nýrrar löggjafar hér á landi en það er í samræmi við vinnubrögð sem tíðkast ...

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum á föstudag, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að hafin yrði vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Um viðamikla vinnu er að ræða sem gróflega er áætlað að taki 15 – 20 ár í heildina en fyrsti áfanginn er verkefni til þriggja ára.

Eldgosin í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli hafa undirstrikað nauðsyn þess að vinna hættumat ...

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fundar með hugsuðinum og baráttukonunni Vandana Shiva á mánudag í tilefni af komu hennar hingað til lands. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra taka einnig þátt í fundinum.

Vandana Shiva hefur barist fyrir sjálfbærri þróun með áherslu á umhverfis- og mannréttindamál um áratuga skeið. M.a. er hún þekkt um allan heim fyrir baráttu ...

Ríkisstjórn Íslands ákvað síðastliðið haust, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að tileinka 16. september ár hvert íslenskri náttúru. Markmiðið með Degi íslenskrar náttúru er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum.

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að stofna til fjölmiðlaverðlauna sem veitt verða á Degi íslenskrar náttúru. Verðlaununum er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um ...

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljónum til styrkingar gróðurs á þeim svæðum þar sem mikið öskufall varð í eldgosinu í Grímsvötnum í vor. Markmiðið með verkefninu er að hefta öskufok á þessum svæðum á næstu misserum.

Þrátt fyrir að veður og vindar hafi verið hagstæðir og feykt töluverðri ösku á haf út í kjölfar gossins ...

Umferð skipa eykst vegna hlýnunar loftslags

Á ríkisstjórnarfundi á dögunum kynnti umhverfisráðherra tillögur að auknu samstarfi stofnana og ráðuneyta vegna vaxandi siglinga á Norðurslóðum. Að mati ráðuneytisins er þörf á auknu eftirliti með skipaumferð og viðbúnaði við hugsanlegri mengun vegna aukinna umsvifa og siglinga á Norðurslóðum. Vegna þessa hefur ráðuneytið tekið saman greinargerð um stöðu mála og hugsanlegar aðgerðir.

Þegar ...

Nýtt efni:

Skilaboð: