Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2013.

Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum.

Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem veitt er árlega. Umhverfisráðuneytið veitti Kuðunginn fyrst árið 1995, þá fyrir starf á árinu 1994. Þau fyrirtæki sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru:

2012 – Íslenskir fjallaleiðsögumenn
2011 – Náttúran.is
2010 – Farfuglaheimilin í Reykjavík
2009 – Oddi
2008 – Íslenska Gámafélagið
2007 – Sólarræsting
2006 – Bechtel
2005 – Línuhönnun
2004 – Orkuveita Reykjavíkur
2003 - Hópbílar
2002 – Árvakur
2000 – Íslenska álfélagið
1999 – Borgarplast
1998 – Fiskverksmiðja Haraldar Böðvarssonar á Akranesi
1997 – Olíufélagið
1996 – Fiskverkun KEA í Hrísey
1995 – Prentsmiðja Morgunblaðsins
1994 – Umbúðamiðstöðin, Gámaþjónustan og Kjötverksmiðjan Goði

Í úthlutunarnefnd Kuðungsins 2013 sitja Ásborg Arnþórsdóttir formaður, skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra, Gerður Magnúsdóttir fyrir hönd félagasamtaka á sviði umhverfismála,  Kristján Þórður Snæbjarnarson fyrir hönd Alþýðusambands Íslands og Lárus Ólafsson fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins.

Tillögur skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eigi síðar en sunnudaginn 30. mars n.k. merktar ,,Kuðungurinn” á póstfangið postur@uar.is eða með pósti í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Sjá nánar um verðlaunahafana hér á Grænum síðum.

Birt:
March 7, 2014
Tilvitnun:
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir „Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins“, Náttúran.is: March 7, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/07/oskad-eftir-tilnefningum-til-kudungsins/ [Skoðað:Oct. 3, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 14, 2014

Messages: