Merki Kuðungsins. Merkið hér að ofan er Kuðungur Náttúran.is sem fékk umhverfisviðurkenninguna fyrir árið 2011.Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2014.

Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum.

Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem veitt er árlega. Umhverfisráðuneytið veitti Kuðunginn fyrst árið 1995, þá fyrir starf á árinu 1994. Sjá má hvaða fyrirtæki hafa hlotið viðurkenninguna hingað til á slóðinni www.uar.is/kudungurinn.

Í úthlutunarnefnd Kuðungsins fyrir árið 2014 sitja Ásborg Arnþórsdóttir formaður, skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra, Ásbjörn Ólafsson fyrir hönd félagasamtaka á sviði umhverfismála,  Halldóra Sigríður Sveinsdóttir fyrir hönd Alþýðusambands Íslands og Jóna Björk Guðnadóttir fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins.

Tillögur skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eigi síðar en miðvikudaginn 1. apríl n.k. merktar ,,Kuðungurinn” á póstfangið postur@uar.is eða með pósti í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Birt:
March 10, 2015
Tilvitnun:
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir „Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2014“, Náttúran.is: March 10, 2015 URL: http://nature.is/d/2015/03/10/oskad-eftir-tilnefningum-til-kudungsins-2014/ [Skoðað:Oct. 3, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: