Stakkavík ehf. og Spes ehf. fá MSC-rekjanleikavottun 18.6.2013

Vinnsla og útflutningur fiskafurða úr vottuðum sjálfbærum veiðum við Ísland

Fyrirtækin Stakkavík ehf. og Spes ehf.í Grindavík fá MSC-rekjanleikavottun
Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fiskvinnslufyrirtækið Stakkavík ehf. og fiskútflutningsfyrirtækið Spes ehf. uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC-vottuðum sjálfbærum fiskveiðum. Vottunin var formlega staðfest í vikunni með útgáfu vottorða sem Gestur Ólafsson framkvæmdastjóri Stakkavíkur ...

Íslenskur sjávarútvegur sækir fram í sjálfbærnivottun

Veiðar íslenskra fiskiskipa á ufsa innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hafa nú hlotið MSC (Marine Stewardship Council) vottun um sjálfbærni og góða fiskveiðistjórnun. Vottunin tekur til veiða með sex veiðifærum, þar á meðal botnvörpu, dragnót, netum og línu. Vottunin er veitt í kjölfar átján mánaða ítarlegrar úttektar sem unnin var af sérfræðingum undir stjórn Vottunarstofunnar Túns ...

Vinnsla og útflutningur fiskafurða úr vottuðum sjálfbærum veiðum við Ísland

Fyrirtækin Stakkavík ehf. og Spes ehf.í Grindavík fá MSC-rekjanleikavottun
Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fiskvinnslufyrirtækið Stakkavík ehf. og fiskútflutningsfyrirtækið Spes ehf. uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC-vottuðum sjálfbærum ...

Vettvangsheimsókn og samráðsfundir

Vottunarstofan Tún vinnur að mati á grásleppuveiðum við Ísland samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC) um sjálfbærar fiskveiðar.

Matsnefnd sérfræðinga mun afla upplýsinga um þessar veiðar, m.a. með viðræðum við fulltrúa veiða og vinnslu, rannsóknar-, eftirlits- og stjórnstofnanir og aðra hagsmunaaðila. Í þeim tilgangi mun nefndin funda í Reykjavík dagana 21. - 24. maí n.k.
Hagsmunaaðilar ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Te & Kaffi uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænu kaffi. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í kaffibrennslu félagsins í Hafnarfirði í morgun, föstudaginn 11. janúar 2013. Te & Kaffi er fyrsta vinnslustöðin sem fær vottun til framleiðslu á lífrænu kaffi hér á landi.

Með vottun Túns er staðfest að lífrænt kaffi sem vinnslustöðin framleiðir ...

„Lífræn ræktun getur séð heiminum fyrir nægri og næringarríkari fæðu.“

Lífrænar aðferðir eru í sókn um allan heim, ekki síst í viðskiptalöndum okkar. Þær eru byggðar á gríðarlegri reynslu og vísindarannsóknum. Stjórnvöld Evrópuríkja skynja framlag þeirra til umhverfisverndar, heilbrigðis og fæðuöryggis með virkum stuðningi við ...

11. desember 2012

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Mjólkurbúið Kú ehf. uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænum ostum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í mjólkurvinnslu félagsins í Hafnarfirði í morgun, fimmtudaginn 30. ágúst. Mjólkurbúið Kú ehf. er fyrsta sérhæfða vinnslustöðin sem fær vottun til lífrænnar ostaframleiðslu hér á landi.

Með ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Grand Hótel Reykjavík við Sigtún í Reykjavík uppfylli reglur um meðferð lífrænna matvæla við framreiðslu á lífrænum hluta morgunverðar. Vottorð þessa efnis var formlega afhent við hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík í dag, fimmtudaginn 9. ágúst. Með þessu er brotið blað í sögu vottunar lífrænnar framleiðslu hérlendis þar sem Grand Hótel Reykjavík er fyrsta ...

Reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla og fóðurs er langþráð réttarbót sem verður öllum landsmönnum, atvinnulífi þeirra og heilbrigði til heilla.

Íslendingum er ekki alltaf sýnt um lög og reglur og því er fréttnæmt þegar sett er reglugerð sem sannarlega er öllum borgurum landsins til hagsbóta. Frá og með 1. janúar nýtur þjóðin þess að reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla (og ...

14. janúar 2012

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að lífræn aðlögun er hafin á þremur bújörðum í Dalvíkurbyggð. Um er að ræða jarðirnar Hnjúk í Skíðadal, Velli í Svarfaðardal og Krossa 1 á Árskógsströnd. Vottorð þessa efnis voru formlega afhent við hátíðlega athöfn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík fimmtudaginn 1. desember s.l. Vottunin er áfangi í þróunarverkefninu „Lífræn framleiðsla í Dalvíkurbyggð“ sem Vaxtarsamningur ...

Framleiðsla á matvörum úr vottuðum sjálfbærum þorskveiðum við Íslandsstrendur uppfyllir alþjóðlegar kröfur

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Akraborg ehf. á Akranesi uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC-vottuðum sjálfbærum fiskveiðum. Vottunin var formlega staðfest með útgáfu vottorðs sem Rolf Hákon Arnarson framkvæmdastjóri Akraborgar ehf. hefur nú veitt viðtöku.

MSC-rekjanleikavottun (MSC Chain of ...

Þorsk- og ýsuveiðar á Íslandsmiðum standast alþjóðlegar kröfur um sjálfbæra nýtingu

Sæmark sjávarafurðir ehf. hlýtur nú, fyrst íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, vottun samkvæmt stöðlum Marine Stewardship Council (MSC) um sjálfbærar fiskveiðar. Að baki liggur langt og ítarlegt matsferli sérfræðinga Vottunarstofunnar Túns. Þessi fyrsta íslenska MSC vottun verður formlega staðfest með útgáfu vottorða sem Svavar Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sæmarks, veitir viðtöku fimmtudaginn 23 ...

Þann 17. mars s.l. birtu átta starfsmenn háskólastofnana og líftæknifyrirtækja varnargrein í Morgunblaðinu fyrir erfðatækni. Ekki fer á milli mála að þeir taka eindregna stöðu með henni, á hverju sem gengur, enda eru þeir í réttu liði: Hinn heilagi sannleikur um áhættuleysi erfðatækni er “samdóma álit þeirra vísindamanna sem gerst þekkja”. Og ekki er slegið af í afskriftum ritrýndra ...

Vottunarstofan Tún hefur tilkynnt birtingu skýrslu um mat á sjálfbærni þorsk-, ýsu- og steinbítsveiða við Íslandsstrendur. Um er að ræða mat á nokkrum fiskveiðiútgerðum undir forystu fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks sjávarafurða. Útgerðarfyrirtækin gera út á handfæri, línu og dragnót, einkum við vestan- og norðanvert landið. Matið fer fram samkvæmt vottunarreglum Marine Stewardship Council (MSC), en þær byggjast m.a. á viðmiðunarreglum FAO ...

Fyrir skömmu rituðu 37 vísindamenn, undir forystu Eiríks Steingrímssonar prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, þingmönnum umvöndunarbréf sakir fram kominnar tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að útiræktun erfðabreyttra (eb) lífvera verði ekki heimiluð hér á landi frá og með árinu 2012. Í því segir að „engin hætta er talin stafa af slíkri ræktun“, að áhyggjur tillögunnar séu „byggðar að ...

Vottun býla og fyrirtækja sem framleiða, vinna úr, pakka og markaðssetja lífrænar afurðir.

Hvað eru lífrænar vörur?

Lífrænar vörur eru framleiddar með sjálfbærum aðferðum og án eiturefna, hormóna og erfðabreyttra efna. Þessum aðferðum er beitt í framleiðslu matvæla, snyrtivöru, fatnaðar, áburðar, sáðvöru, dýrafóðurs, byggingarefna og fleiri afurða. Margvíslegur iðnaður, verslun og þjónusta byggja á hagnýtingu lífrænna afurða.

Vottun er lögboðin ...

Sjóvík ehf. og Fram Foods Ísland hf. fá vottun til vinnslu og viðskipta með MSC-vottaðar sjávarafurðir

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækin Sjóvík ehf. og Fram Foods Ísland hf. uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC- vottuðum sjálfbærum fiskveiðum. Vottorð þessa ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Bústólpi ehf. uppfylli kröfur um lífrænar aðferðir við framleiðslu á kjarnfóðri. Vottorð þessa efnis verður formlega afhent í vinnslustöð fyrirtækisins á Akureyri þann 14. desember 2010.

Bústólpi ehf. er fyrsta sérhæfða kjarnfóðurfyrirtækið hér á landi sem hlýtur vottun til lífrænnar ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækið Sóley Organics í Hafnarfirði uppfylli kröfur um lífrænar aðferðir við framleiðslu á snyrti- og heilsuvörum og á tejurtum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent 9. nóvember 2010.

Sjá; Vottað lífrænt - Tún.

Sóley Organics er í hópi fyrstu Hafnfirsku fyrirtækjanna sem hljóta vottun til lífrænnar ...

Línu-, handfæra- og dragnótaveiðar á þorski, ýsu og steinbít - Tilnefningar til setu í matsnefnd.

Vottunarstofan Tún ehf. hefur tilnefnt menn í matsnefnd sem annast mun aðalmat á línu-, handfæra- og dragnótaveiðum á þorski, ýsu og steinbít samkvæmt reglum Marine Stewardship um sjálfbærar fiskveiðar.

Tilkynningu Túns í heild sinni má lesa í meðfylgjandi skjali.

Hagsmunaaðilum sem hafa athugasemdir um efni tilkynningarinnar ...

Vottunarstofan Tún ehf hefur staðfest að fyrirtækið Alkemistinn uppfylli kröfur um lífrænar aðferðir við framleiðslu á snyrti- og heilsuvörum og á tejurtum. Vottorð þessa efnis var afhent á Gamlársdag 2009. Alkemistinn er fyrsta fyrirtækið sem hlýtur vottun til lífrænnar framleiðslu í sveitarfélaginu Reykjanesbæ. Hefur slík starfsemi þar með skotið rótum í ríflega þriðja hverju sveitarfélagi landsins.

Með vottun Túns er ...

Þrír Norðlenskir bændur og fyrirtæki fá vottun á lífræna framleiðslu og náttúrunytjar.

Föstudaginn 17. október voru afhent á Akureyri vottorð Vottunarstofunnar Túns til þriggja Norðlenskra framleiðenda um að þeir uppfylli alþjóðlegar kröfur um lífrænar aðferðir og sjálfbærar náttúrunytjar.

Vottun hlutu bændur á Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit sem stunda blandaðan búskap, bændur á Höfnum á Skaga sem safna æðardún og vinna úr ...

Bandaríski fyrirlesarinn og metsöluhöfundurinn Jeffrey Smith heldur fyrirlestur á opnum fundi í boði Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur þar sem hann fjallar um heilsufarsáhættu og neyslu erfðabreyttra matvæla. Fyrirlesturinn verður á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 27. maí og hefst kl. 16.30.

Jeffrey Smith er einn kunnasti fyrirlesari heims um erfðabreytt matvæli og er tíður álitsgjafi stjórnvalda, almannasamtaka og fjölmiðla um ...

Nýtt efni:

Skilaboð: