Þúfusteinsbrjótur. Ljósm. Einar Bergmundur.Á degi hinna villtu blóma í Alviðru 2015Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 19. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...

Rifsberjarunni (Ribes rubrum)Rifsber þurfa góðan raka meðan berin eru að þroskast til þess að þau verði stór og safarík. Hefðbundna aðferðin er að gera hlaup úr berjunum. Ef hlaup mistekst hafa berin að öllum líkindum verið orðin of þroskuð. Hleypiefnið er í þeim ljósu og þarna er um að gera að tína snemma og að vera á undan þröstunum. Hlaupið verður samt ...

03. september 2015

Uppskrift af mjaðurtar-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 blómkólfa af mjaðurt í fullum blóma*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af henni.

  • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri (gæti t.d verið helmingur hvítur og helmingur brúnn eða minna unninn sykur).
  • 3 -4 sítrónur (helst lífrænar, annars vel skrúbbaðar) í sneiðum.
  • Leggið ...

Stönglarnir settir í krukku og flórsykri hellt yfir, hrista verður niður í krukkunni nokkrum sinnum til að geta fyllt hana alveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Nú er rétti tíminn til að skera hvönn og margt gott hægt að gera úr stönglum ætihvannarinnar [Angelica archangelica]. Seinna í sumar er síðan hægt að safna fræjum, þurrka og nota í brauð. Einn af eiginleikum ætihvannarinnar er að vinna gegn öndunarerfiðleikum og hósta og því tilvalið að nota þessa frábæru jurt til að útbúa hóstastillandi hálstöflur eða dropa.

Stönglarnir togaðir upp úr krukkunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Einfalt ...

27. júlí 2015

RabarbariSé mikil rabarbarauppskera og ílát takmörkuð til geymslu á rabarbaranum, er heppileg aðferð að þurrka hann. Einnig kemur það sér vel, að minni sykur þarf í þurrkaðan rabarbara en nýjan, þegar hann er matbúinn. Best er að þurrka rabarbarann um hásumarið.

Rabarbarinn er þveginn, þerraður, ekki flysjaður. Skorinn í 10 cm. langa bita, sé leggurinn gildur, er hann skorinn í ...

26. júlí 2015

Mjaðurt haldið á lofti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Mjaðurt [Filipendula ulmaria]

Lýsing: Uppréttur stöngull, blöðin stór, samsett, dökkgræn á efra borði en grálóhærð að neðan. Blómin smá, mörg saman í stórum skúfum. Rósaætt. Algeng í rökum jarðvegi einkum á Suður- og Vesturlandi.

Árstími: Júlí

Tínsla: Takist fullsprottin og nýblómguð, áður en stöngull verður verulega trénaður. Notið sigð eða ljá og skerið stöngulinn 15-20 sm ofan við rót.

Meðferð ...

Blóðberg í skjóðu. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Blóðberg [Thymus praecox ssp. Arcticus]

Lýsing: Afar fíngerður jarðlægur smárunni sem blómstrar mikið, rauðbleikum eða blárauðum blómum, í júní. Algengt í mólendi, melum og sendnum jarðvegi um allt land.

Árstími: Blóðberg þarf að tína í júní, um það leyti sem blómgun er að hefjast. Blómgunin er fyrst á láglendi en síðar eftir því sem það vex hærra. Því má lengja ...

Ljósmynd: Fjalldalafífill í Grímsnesi, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Fjalldalafífill [Geum rivale] er hávaxinn og drúpir höfði eins og sorgmædd rauðlituð sóley. Hann er algengur nánast um allt land en vex best í rökum jarðvegi, í grösugum móum og hvömmum.

Í íslenskum lækningajurtum Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur segir m.a. um fjalldalafífilinn; „Jarðrenglurnar eru bæði bragðgóðar og áhrifaríkar gegn niðurgangi. Fjalldalafífillinn allur er góður við lystarleysi og lélegri meltingu. Fjalldalafífill ...

Blómaskoðun í Flóanum á degi hinna villtu blóma. Ljósm. Einar Bergmundur.Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 14. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...

Njóli. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fögnuður á fardögum er nú haldið í þriðja sinn og er óður til fardagakálsins sem er betur þekkt sem njóli.

Fardagakálið er falleg jurt sem hefur fengið slæmt orð á sig vegna þess hvessu harðgerð og öflug hún er og hversu vel hún höndlar íslenskar aðstæður.

Jurtin er bæði bragðgóð og einstaklega næringarrík og var flutt inn til átu á ...

03. júní 2015

 Þegar villtar jurtir eru tíndar skal ávallt hafa góðar myndir af jurtunum til samanburðar, því það getur oft verið erfitt að greina á milli líkra plantna og hér á landi eru til nokkrar eitraðar jurtir, t.d. ferlaufungur og stóriburkni.

Gætið þess einnig að tína aldrei svo mikið á sama stað að hætta sé á að jurtinni verði útrýmt, því ...

Ýmsar rætur villtra og hálfvilltra jurta eru rammar og ég velti því fyrir mér næstum á hverju vori hvernig formæður mínar hafi farið að því að gera úr þessu mat, jafnvel hungurmat. Það má alveg, sem ígildi fórnfæringar vegna nútímavelgengni, þegar óþolinmæðin eftir nýjum jurtum er komin á ákveðið stig, grafa upp rót og rót og reyna að nota þær ...

21. september 2014

HreindýramosiSé maður úti á gangi um heiðar og finni mjúkan og örlítið rakan hreindýramosa er ekkert á móti því að taka lúkufylli með heim og setja í flatbrauð eða heilhveitibollur. Best er að gera þetta strax því hann molnar þegar hann þornar og þó bragðið breytist ekki verður lítið úr honum. Björn í Sauðlauksdal segir að hann þurfi mikla suðu ...

14. september 2014

Vallhumall (Achillea millefolium)Eftirfarandi frásögn lýsir aðferðum grasalækna snemma á 20. öld. Guðfinna Hannesdóttir frá Hólum í Stokkseyrarhreppi er fædd 1906. Viðtalið var skrifað niður gegnum síma 1993.

Á Loftstöðum í Flóa bjó systurdóttir Þórunnar, Ragnhildur Gísladóttir. Guðfinna segir svo frá: – Ragnhildur fékkst nokkuð við grasalækningar, en var þó meira við búsýslu. Ég lá í brjósthimnubólgu (en hún var oft undanfari lungnaberkla) um ...

13. september 2014

Hvítkálshöfuð, á vaxtarskeyði, ekki alveg mótað.Hvítkál er ekki hægt að frysta svo vel fari. Það er hægt að geyma ferskt hvítkál í þó nokkurn tíma eftir að búið er að taka það upp. Stundum tekst að taka hausana varlega upp með rót og mold og setja í bala, kassa eða hjólbörur, vökva svolítið og geyma þannig á svölum stað, jafnvel fram undir jól. Aðrir vilja ...

09. september 2014

Nýuppteknar hvannarætur.Ætihvönn [Angelica archangelica] hefur sterkar rætur sem búa yfir miklum krafti. Rótin af jurtinni á fyrsta ári er talin best* til notkunar en með haustinu ætti að vera góður tími til að grafa ræturnar upp. Auðveldast er að grafa upp hvannarrætur þar sem jarðvegur er sendinn. Til að geyma rótina er gott að skola hana vel og skræla og skera ...

Bláber soðinÞegar ekki er hægt að torga meiru af ferskum berjum er gott að búa til heita ávaxtasósu. Hún er áreiðanlega frönsk en uppskriftin er svo sem engin. Ég tek til þá ávexti eða ber sem ég á, en vil gjarnan hafa minnst þrjár tegundir og þær þurfa að vera af þeirri gerð sem þýðir að sjóða. Vatnsmelóna passar ekki hér ...

02. september 2014

AðalbláberAðalbláber þarf víst ekki að kenna neinum að borða. Björn í Sauðlauksdal segir í Grasnytjum að Svíar hafi sætukoppana og efstu greinarnar með blöðum á í te og það bæti kvef og örvi blóðrás. Það er eins og við höfum aldrei tekið mark á þessu, kannski fáum við okkur ekki til þess að taka óþroskuð berin, en það er tilvalið ...

30. ágúst 2014

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Kúalubbi (Leccinum scabrum)

Pípusveppur með þurran brúnan hatt og drapplitu pípulagi. Ágætur matsveppur ef hann er ungur og óskemmdur en einstaklega athafnasöm fluga verpir eggjum sínum í pípulagið strax og aldinið sprettur upp úr jörðinni.

Gott að skera burt neðri hluta stafsins ef hann hefur trénað en oft er stafurinn það eina ómaðkaða af sveppnum. Mjög algengur sveppur sem vex ...

Efnisorð:

Grænar síður aðilar

Villt uppskera

Skilaboð: