Sorpa bs er starfsleyfisskylt fyrirtæki. Starfsleyfisskylda fyrirtækja byggir á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum og lögum nr. 93/1995 um matvæli með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt ofanskráðum lögum. Starfsleyfi nær til staðsetningar, eðli og umsvifa starfseminnar. Starfsleyfi fyrir móttöku og flokkunarstöðina í Gufunesi og urðunarstaðinn í Álfsnesi veitir Umhverfisstofnun og eftirlit með starfseminni hefur Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur. Starfsleyfi og eftirlit með endurvinnustöðvum Sorpu veita: Í Reykjavík: Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur. Í Kópavogi og Garðabæ: Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Í Mosfellsbæ: Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis.

Grænt bókhald sbr. reglugerð nr. 851/2002

Sjá nánar um nákvæma staðsetningu grenndargáma og gámastöðva á Endurvinnslukortinu hér á vefnum eða á Endurvinnslukorts appinu. Staðsetningar grenndargáma og gámastöðva hafa einnig verið merktir inn á allar prentútgáfur af Grænum kortum sem Náttúran hefur gefið út.


Breytt móttaka blandaðs úrgangs á endurvinnslustöðvum SORPU - Ekki Laumupokast! 02/15/2016

Breyting hefur orðið á móttöku úrgangs í gámi 66 á endurvinnslustöðvum SORPU, sem er úrgangur til urðunar, pressanlegur.

Samkvæmt rannsókn á innihaldi þessa gáms kom í ljós að rúmlega 30% af efni í gámnum reyndist vera pappír, pappi, tau og klæði sem hæft er til endurvinnslu.  Annað í gámnum sem ætti að fara í endurvinnslufarveg er plast, málmar og steinefni.

Frá byrjun febrúar verður lögð áhersla á að pappír, pappi, tau og klæði fari í endurvinnslufarveg í stað urðunar.  Í ...

Breyting hefur orðið á móttöku úrgangs í gámi 66 á endurvinnslustöðvum SORPU, sem er úrgangur til urðunar, pressanlegur.

Samkvæmt rannsókn á innihaldi þessa gáms kom í ljós að rúmlega 30% af efni í gámnum reyndist vera pappír, pappi, tau og klæði sem hæft er til endurvinnslu.  Annað í gámnum sem ætti að fara í endurvinnslufarveg er plast, málmar og steinefni ...

15. February 2016

Forsíða almanaks SORPU 2015.Frá árinu 2006 hefur SORPA gefið út almanak sem notið hefur mikilla vinsælda. Ákveðið þema er tekið fyrir á hverju ári en alltaf er unnið út frá því að verkin tengist endurvinnslu eða endurnýtingu á einhvern hátt. Almanakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar og sýna fram á að í úrgangi leynast verðmæti sem geta orðið að einstökum  listaverkum ...

24. December 2014

Ráðstefnan Nordic Biogas Conference verður haldin í fimmta sinn og nú hér á landi dagana 27.-29. ágúst næstkomandi en ráðstefnan verður haldin í Hörpu.

NBC er stærsta ráðstefna sinnar tegundar á Norðurlöndunum þar sem fjallað er um „biogas“ (hauggas/lífgas eins og það hefur verið þýtt). Fjallað er um allar hliðar málefnisins; hráefni til gasgerðar, vinnslu, hreinsun á hauggasi ...

21. August 2014

Þann 28. febrúar sl. fékk SORPA vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum á þremur starfsstöðvum, móttöku- og flokkunarstöð, urðunarstað og skrifstofu. Innleiðing á öðrum starfsstöðvum er hafin.

ISO 14001 staðallinn nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit allra umhverfisþátta SORPU og byggir á sama grunni og ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn sem fyrirtækið fékk vottun samkvæmt árið 2011. Staðallinn gerir kröfu um að ...

Um árabil hefur SORPA gefið út einstaklega falleg og skemmtileg dagatöl.

Myndskreyting almanaks SORPU í ár er unnin af einstaklingum sem sækja þjónustu hjá Ási styrktarfélagi, nánar tiltekið í Lyngási, Bjarkarási, Lækjarási og Ási vinnustofu. Það er til marks um sköpunarkraft þeirra sem tóku þátt í verkefninu að verkin sem bárust voru mun fleiri en mánuðir ársins.

Hér til hliðar ...

Nýtnivikan verður haldin hér á landi vikuna 16. - 24. nóvember en markmið vikunnar er að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur. Vikan er samevrópsk og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að ...

18. November 2013

Endurvinnslupokinn er kominn aftur á endurvinnslustöðvar Sorpu. Pokarnir eru úr 85% endurunnu efni og þola allt að 20 kílóa þyngd. Með pokanum fylgir flokkunartafla sem auðveldar íbúum að flokka og skila til endurvinnslu. Þar má líka finna fjögur einföld skref til þess að byrja að flokka heima fyrir.

Á Endurvinnslukortinu og Endurvinnslukorts appinu er hægt að nálgast ókeypis upplýsingar um ...

Timbur skal flokka í tvo flokka. 1. Allt timbur nema hvítmálað og plasthúðað2. Hvítmálað og plasthúðað timbur Timbur er kurlað í timburtætara. Flokkur 1 er að mestu endurnýttur sem kolefnisgjafi í framleiðslu járnblendis í Járnblendiverksmiðjunni, Grundartanga. Þesskonar endurnýting á timbri er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Timbur er yfirleitt nýtt sem orkugjafi erlendis en við sem höfum vistvæna orkuframleiðslu ...

09. January 2013

Samkvæmt ákvörðun Endurvinnslunnar hf. verður hætt við móttöku á skilagjaldskyldum umbúðum á starfsstöðvum SORPU á Dalvegi og Sævarhöfða frá og með 1.nóvember 2012.

Endurvinnslustöðvar SORPU í Ánanaustum, Jafnaseli, Breiðhellu og Mosfellsbæ munu áfram taka við skilagjaldskyldum umbúðum eins og áður.

Endurvinnslan hf. hefur opnað móttöku fyrir skilagjaldskyldar umbúðir á Dalvegi 28 og Knarrarvogi 4.

Sjá allar móttökustöðvar á landinu ...

16. October 2012

Góði hirðirinn er nytjamarkaður SORPU og liknarfélaga. Markmið Góða hirðisins er að endurnýta nytjahluti til áframhaldandi lífs. Góði hirðirinn er rekinn af Sorpu. Ágóði af sölu nytjahluta í Góða hirðinum rennur til góðgerðarmála, úthlutun fer fram einu sinni til tvisvar á ári.

Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu eru nytjagámar fyrir Góða hirðinn þar sem fólk getur gefið hluti sem það er ...

SORPA og Tækniskólinn efndu til samstarfs í tilefni af 20 ára afmæli SORPU þar sem lagt var upp með að nota hráefni sem berst til SORPU sem úrgangur í skapandi verkefni í höndum nemenda Tækniskólans.

Settur var upp áfangi innan skólans sem nemendur höfðu val um að skrá sig í og alls tóku 11 nemendur þátt í áfanganum af mismunandi ...

15. March 2012

Almanak SORPU fyrir 2012 er komið út. Almanakinu verður dreift á starfsstöðvar fyrirtækisins í kringum helgina og dreift ókeypis á stöðvunum á meðan birgðir endast.

Myndirnar sem prýða almanak SORPU árið 2012 eru verk nemenda í skólum og leikskólum sem eru þátttakendur í verkefninu Skólar á grænni grein. Verkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem Landvernd hefur umsjón með. Skólarnir eiga það ...

SORPA er byrjuð að flokka málma úr blönduðu heimilissorpi.

Þegar þú setur niðursuðudósina, álpappírinn, og brotnu teskeiðina í ruslatunnuna ertu í raun að skila þessum málmum til endurvinnslu. Í vetur var settur upp vélbúnaður í móttökustöð SORPU í Gufunesi sem flokkar með sjálfvirkum hætti málma frá almennu heimilissorpi. Með þessu móti er ekki þörf á sérstakri flokkunaraðstöðu á heimilum fyrir ...

Talning umbúða
Vönduð flokkun og talning skilagjaldsskyldra umbúða er nauðsynleg! Forsenda þess að hægt sé að endurvinna skilagjaldsskyldar umbúðir er að þeim sé skilað vel flokkuðum. Endurvinnslan leggur mikla áherslu á það við viðskiptavini sína að flokka vel eftir umbúðategundum (dósir, plastflöskur og glerflöskur) og framvísa nákvæmri talningu á hverri umbúðategund fyrir sig þegar umbúðum er skilað á endurvinnslustöðvar.

Hvaða ...

Á vef SORPU er kallað eftir hugmyndm fyrir vistvænt  jólaföndur. Nokkrar hugmyndir eru nú  þegar aðgengilegar:

Fólk á öllum aldri er hvatt til að senda inn hugmyndir og deila með öðrum.
Á myndinni er jólatré úr klósettrúllum en hugmyndin kom frá leikskólanum Mánabrekku.

GrenndargámarSORPA bs vill koma því á framfæri við íbúa höfuðborgarsvæðisins að nú um áramótin munu breytingar eiga sér stað á grenndargámakerfinu. Aukin tæki í flokkunarmálum gerir okkur nú kleift að endurvinna pappír og pappírsumbúðir á sama hátt. Móttökuaðili SORPU fyrir endurvinnanlegan pappír í Svíþjóð getur unnið pappírsefnið enn betur en áður hefur þekkst, flokkað það frekar og endurunnið í nýjar ...

29. December 2008

Næstum því allt sem við gerum skapar einhvern úrgang eða hefur einhverja mengun í för með sér. Úrgangsfjallið sem fellur til á hverju ári er stórt og á hverju ári fara stór landflæmi undir urðun sorps. Að draga úr úrgangsmyndun er eitt það besta sem hægt er að gera fyrir umhverfið. Myndun úrgangs felur í sér sóun á hráefnum sem ...

Almanak SORPU bs er nú komið út í áttunda skipti en það var að þessu sinni unnið í samstarfi við Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Almanakinu er dreift á öllum starfsstöðvum SORPU, s.s. á endurvinnslustöðvum og í Góða hirðinum, nytjamarkaði SORPU og líknarfélaga. Það er einnig sent í alla skóla og leikskóla á höfuðborgarsvæðinu, sem og aðra samstarfsaðila SORPU. 

Flest verkin ...

Hvað á að flokka?
Allan bylgjupappa, t.d. pappakassa og aðrar umbúðir úr bylgjupappa. Bylgjupappa er hægt að þekkja af bylgjum sem sjást ef brúnir hans eru skoðaðar. Bylgjupappinn má vera áprentaður, plasthúðaður og litsterkur. Límbönd og hefti eru í lagi.

Hvað fer ekki í bylgjupappagám?

Aðskotahlutir s.s. allur annar pappi, plast eða matarleifar. Það er mikilvægt að taka ...

11. May 2008

Á sýningunni Vistænn lífsstíll sem haldin var í Perlunni þ. 25.-26. apríl kynnti Góði hirðirinn starfsemi sína.

Markmið Góða hirðisins er að endurnýta húsmuni og láta gott af sér leiða, því ágóðinn af sölunni rennur til góðgerðarmála.

Í Góða hirðinum fást m.a. smávörur, bækur, plötur, DVD diskar, barnavörur, raftæki ýmis konar, stólar, sófar, borð, skápar, hillur, hurðir, hjól ...

Hlutverk Úrvinnslusjóðs er skilgreint í lögum nr. 161/2002 um úrvinnslugjald (sjá lögin). Í stuttu máli er markmið laga þessara „að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna“.
Umhverfisráðuneytið vinnur samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu (94/62/EB um umbúðir og umbúðaúrgang ...
SORPA bs. hefur á síðustu árum gefið út skemmtileg og  fróðleg almanök. Almanak SORPU fyrir 2008 fá  allir viðskiptavinir SORPU sér að kostnaðarlausu. Hægt er að nálgast þau á öllum endurvinnslustöðvum SORPU, í Góða hirðinum og á vigt móttökustöðvar svo lengi sem birgðir endast. Almanakið inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar um flokkun úrgangs og endurnýtingu. Eins og undanfarin ár er það ...
04. January 2008

SORPA og Fréttablaðið hafa tekið höndum saman og hvetja lesendur til að skila Fréttablaðinu til endurvinnslu að lestir loknum. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri SORPU, og Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hleypa verkefninu af stað í dag.

Fréttablaðið sem er prentað á pappír unnin úr nytjaskógum er fyrsti prentmiðillinn á Íslandi til að taka þátt í endurvinnsluaðgerð af þessu tagi. Átakið ...

23. May 2007
Spilliefni eru efni sem skaðleg eru umhverfi, mönnum og dýrum. Þau geta borist í gegnum vatn og andrúmsloft í fæðukeðjuna og eru því umhverfisspillin í of miklu magni. Spillefnum ber samkvæmt lögum að skila til eyðingar.

Hvað flokkast sem spilliefni

Á heimilum:
Ýmiskonar hreinsiefni, málning, lím, þynnir, húsgagnabón, leysiefni t.d. terpentína, lyf, rafhlöður, kvikasilfur í hitamælum, lakk, stíflueyðir, skordýraeitur ...
28. March 2007
Skór sem safnað er á endurvinnslustöðvunum eru sendir til Þýskalands. Þar eru þeir flokkaðir, settir í endursölu eða gefnir til líknarstarfa. Gott er að hafa skópörin í pokum svo ekki þurfi að byrja á að para þá saman. Það sparar vinnu og fyrirhöfn.
Hagnaður af endursölu rennur til Samtaka íslenskra kristniboðsfélaga.

28. March 2007
Hvernig á að flokka
Í þennan flokk fer t.d. tölvupappír, skrifpappír, faxpappír, sjálfafritandi nótur (NCR pappír) og hvítur afskurður frá prentsmiðjum.

Hvað fer ekki í þennan flokk
Ekki má setja litaðan ljósritunarpappír, skilaboðamiða með lími, umslög eða þykkan kartonpappír sem er mikið ámálaður (skólar og leikskólar).

Hvert á að skila
Almenningur getur skilað þessum pappír með dagblöðum og tímaritum ...
28. March 2007
Skilum rafhlöðum til eyðingar

Í rafhlöðum geta verið spilliefni sem eru hættuleg bæði heilsu okkar og náttúrunni komist þau í snertingu við umhverfið. Það er því mikilvægt að engar rafhlöður endi í heimilissorpinu heldur sé komið til úrvinnslu til viðurkenndra aðila sem hafa þekkingu til að farga eða eyða rafhlöðunum, og þar með lágmarka umhverfis- og heilsuspjöll af völdum rafhlaðna ...
28. March 2007
Tekið er við rafeindatækjum á öllum endurvinnslustöðvum. Viðskiptavinir athugið að ef þess er óskað að tæki fari í endurnotkun skal setja þau í sérstakan gám fyrir nytjahluti. Óný t raftæki eru send til Furu ehf. í Hafnarfirði þar sem þau eru rúmmálsminnkuð. Raftæki eru síðan send til Bretlands til fyrirtækis sem flokkar þau og endurvinnur.
28. March 2007
Tilraunaverkefni
Flokka skal allar umbúðir sem ekki bera skilagjald (gosflöskur), s.s. sjampóbrúsa, tómatsósuflöskur, plastbakka undan ýmsum matvörum, plastpoka ýmiskonar, plastílát undan mjólkurdrykkjum, jógúrtdósir, plastílát undan hreinsiefnum o.fl.

Hvernig á að flokka plastumbúðir
Umbúðir skulu vera tómar, án allra aðskotahluta, s.s. matar- eða efnaleifa. Umbúðir skulu vera án loks og tappa en lok og tappar mega þó fylgja ...
28. March 2007
Hvað á að flokka

Margskonar málmhlutir falla til á heimilinu t.d. niðursuðudósir, álpappír, málmurinn utan um sprittkerti og málmlok af krukkum en einnig eru húsgögn oft að hluta eða alveg úr málmi.

Hvernig á að flokka
Niðursuðudósir skal skola áður en þeim er skilað til endurvinnslu og álpappír og umbúðir skulu vera án matarleifa. Málmur ætti ekki að fara ...
28. March 2007
Útrunnin lyf eiga ekki heima í ruslatunnunni. Þeim skal skila til apóteka. 
28. March 2007
Gömul kælitæki innihalda kælimiðilinn freon en það er efni sem veldur eyðingu ósonlagsins. Notkun þessa efnis hefur að mestu verið hætt í framleiðslu á nýjum kælitækjum. Að auki innihalda kælitækin olíu sem flokkast sem spilliefni. Kælitæki eru send til Efnamóttökunnar hf. sem flytur þau til fyrirtækisins Uniscrap í Danmörku. Þar eru freon og olía tæmd úr skápunum og þessum efnum ...
28. March 2007
Aðeins er tekið á móti kjöt- og sláturúrgangi til urðunar í stórsekkjum að höfðu samráði við umsjónarmann. Lágmarks þyngd á stórsekk skal vera 500 kg. Nánari upplýsingar veitir verkstjóri á urðunarstað. 
28. March 2007
Hvað á að flokka
Allan húsbúnað, raftæki og annað sem fólk vill að fari í endurnotkun, t.d. borð, stólar, rúm, ísskápar, þvottavélar, bækur diskar og bollar svo eitthvað sé nefnt.

Hvert á að skila
Í nytjagáma á endurvinnslustöðvum.

Endurnotkun
Þessir hlutir fara í Góða hirðinn. Þar eru hlutirnir yfirfarnir og seldir á vægu verði.

Ágóði af sölunni rennur til ...
28. March 2007
Hvað er flokkað
Það sem helst fellur til inn á heimilum eru glerkrukkur undan t.d. sósum ýmiskonar, majónesi og öðru matarkyns og skal skola þessar krukkur áður en þeim er skilað í gáminn. Glerbrot, flísar, keramikmunir og postulín (t.d. klósett, vaskar) fara einnig í þennan gám.

Hvað fer ekki í þennan flokk
Málmlok af krukkunum eru sett í ...
28. March 2007

Hvernig á að flokka?

  1. Gra
  2. Trjágreinar
  3. Annað, s.s. blómaafskurður, illgresi, þökuafgangar eða þökuafskurður

Ofangreindu skal haldið aðskildu.

Hvað fer ekki í þennan flokk?

Grjót og jarðvegur er flokkaður frá garðaúrgangi.

Hvað er gert við hráefnið?

Molta er úrvals áburður eða bætiefni í beðin og á grasflötina. Mikilvægt er að aðskilja trjágreinar frá grasi og blómaafskurði við flokkun á garðaúrgangi ...

28. March 2007
Hvað á að flokka
Allar vefnaðarvörur, t.d. fullorðinsfatnað, barnafatnað, yfirhafnir, gluggatjöld og áklæði, teppi og handklæði.

Hvernig á að skila
Föt og klæði þurfa að vera hrein, þurr og pökkuð í lokaðan plastpoka.
 
Hvert á að skila
Á endurvinnslustöðvar í gáma merkta Rauða krossi Íslands.

Hvað verður um fatnað og klæði
Föt og klæði sem skilað er á endurvinnslustöðvar ...
28. March 2007
Umbúðir úr sléttum pappa falla til í miklu magni á heimilum flestra. Þetta eru umbúðir utan af morgunkorni, ýmsum skyndiréttum, kexi, þvottefni og óteljandi öðrum vörum. Slíkar umbúðir eru fljótar að fylla hjá okkur ruslaföturnar enda oft plássfrekar. Hingað til hefur ekki borgað sig fyrir SORPU að safna slíkum umbúðum til endurvinnslu en með tilkomu úrvinnslugjalds sem lagt var á ...
28. March 2007
Hvernig á að flokka
Í þennan flokk má setja öll dagblöð, tímarit, auglýsingapóst og prentpappír sem til fellur á heimilum. Hefti og smærri gormar eru óskaðleg við endurvinnslu.
Ekki má setja plast, pappa (t.d. morgunkornspakka, skókassa og annað þessháttar), skilaboðamiða með lími, þykkan kartonpappír sem er mikið ámálaður (skólar og leikskólar) og bækur með harðri kápu. Aðskotahlutir rþra endurvinnslugildi ...
28. March 2007
Bylgjupappi frá heimilum

Allur bylgjupappi, t.d. pappakassar og pitsukassar.
Bylgjupappa er hægt að þekkja af bylgjum sem sjást ef brúnir hans eru skoðaðar. Það er í lagi að bylgjupappinn sé áprentaður, plasthúðaður og litsterkur.

Hvað fer ekki í bylgjupappagám
Allur annar pappi t.d. morgunkornspakkar, skókassinn, eggjabakkinn, fernur og ýmsar umbúðir undan matvælum fer EKKI sem bylgjupappi.  Það er ...
28. March 2007

Í tilefni af 10. ára afmæli gassöfnunar í Álfsnesi verður haldin ráðstefna á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík þ. 8. febrúar næstkomandi.
-
Í desember síðastliðnum voru liðin 10 ár frá því að gassöfnun hófst frá urðunarstað SORPU bs í Álfsnesi. Í tilefni þessara tímamóta efna SORPA bs., Metan hf. og Olíufélagið ehf. til ráðstefnu undir yfirskriftinni „Hvernig ökum við ...

SORPA eykur enn við þjónustu sína. Nú má skila pappírsumbúðum ásamt fernum í grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu. Pappírsumbúðir falla til í miklu magni á heimilum flestra. Þetta eru umbúðir utan af morgunkorni, ýmsum skyndiréttum, kexi, þvottefni og óteljandi öðrum vörum. Slíkar umbúðir eru fljótar að fylla hjá okkur ruslaföturnar enda oft plássfrekar. Hingað til hefur ekki borgað sig fyrir SORPU að ...

Náttúran vill vekja athygli á að almanak SORPU sem kom út um áramótin er hægt að nálgast á öllum starfsstöðvum SORPU og kostar ekkert. Almanakið er að þessu sinni gefið út í 10.000 eintökum og er fáanlegt á endurvinnslustöðvum SORPU, í Góða hirðinum og á vigt móttökustöðvar í Gufunesi á meðan birgðir endast. Almanakið er fullt af fróðlegum og ...

Nýtt efni:

Messages: