Hvernig á að flokka
Í þennan flokk má setja öll dagblöð, tímarit, auglýsingapóst og prentpappír sem til fellur á heimilum. Hefti og smærri gormar eru óskaðleg við endurvinnslu.
Ekki má setja plast, pappa (t.d. morgunkornspakka, skókassa og annað þessháttar), skilaboðamiða með lími, þykkan kartonpappír sem er mikið ámálaður (skólar og leikskólar) og bækur með harðri kápu. Aðskotahlutir rþra endurvinnslugildi pappírsins.

Endurvinnsla – hvað er gert við hráefnið
Dagblöð, tímarit og annar pappírspóstur sem skilað hefur verið í grenndargáma eða á endurvinnslustöðvar er pressaður saman undir miklum þrýstingi og vírbundinn í 400 - 500 kg. bagga. Hann er síðan sendur til Svíþjóðar í 40 feta stórum gámum þar sem fyrirtækið Il recycling tekur við honum. Þeir senda pappírinn t.d. áfram til SCA í Lilla Edet, Þar er t.d. framleiddur salernispappír og eldhúspappír (vörumerkin Edet og Tork).

Magntölur
Á árinu 2006 voru send út til endurvinnslu 8.400 tonn. Það magn dugar til framleiðslu á yfir 36 milljónum af klósettrúllum.
Birt:
March 28, 2007
Höfundur:
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
NA „Dagblöð, tímarit og auglýsingapóstur“, Náttúran.is: March 28, 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:July 15, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 20, 2007

Messages: