Tilraunaverkefni
Flokka skal allar umbúðir sem ekki bera skilagjald (gosflöskur), s.s. sjampóbrúsa, tómatsósuflöskur, plastbakka undan ýmsum matvörum, plastpoka ýmiskonar, plastílát undan mjólkurdrykkjum, jógúrtdósir, plastílát undan hreinsiefnum o.fl.

Hvernig á að flokka plastumbúðir
Umbúðir skulu vera tómar, án allra aðskotahluta, s.s. matar- eða efnaleifa. Umbúðir skulu vera án loks og tappa en lok og tappar mega þó fylgja með.
Athugið að ekki er hægt að flokka frauðplast til endurvinnslu!

Hvert á að skila?
Heimili skila þessum umbúðum í gáma á endurvinnslustöðvum.

Hvað er gert við umbúðirnar?
Efnið er baggað og sent til Svíþjóðar til endurvinnslu. Þar eru mismunandi plasttegundir flokkaðar frá hver annarri og efnið síðan mulið og nýtt til plastframleiðslu á nýjan leik. Afurð úr endurunnum plastumbúðum eru m.a. rör, bílahlutir og þykkar tunnur.
Birt:
March 28, 2007
Höfundur:
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
NA „Plastumbúðir - heimili“, Náttúran.is: March 28, 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:July 15, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 28, 2007

Messages: