Timbur skal flokka í tvo flokka. 1. Allt timbur nema hvítmálað og plasthúðað2. Hvítmálað og plasthúðað timbur Timbur er kurlað í timburtætara. Flokkur 1 er að mestu endurnýttur sem kolefnisgjafi í framleiðslu járnblendis í Járnblendiverksmiðjunni, Grundartanga. Þesskonar endurnýting á timbri er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Timbur er yfirleitt nýtt sem orkugjafi erlendis en við sem höfum vistvæna orkuframleiðslu með virkjun vatnsafls ný tum timbrið betur á þennan hátt. Járnblendiverksmiðjan þarf þá ekki að flytja inn kol erlendis frá og við ný tum dýrmætt landsvæði urðunarstaðarins betur þar sem þá þarf ekki að urða megnið af timbrinu. Vegna breyttrar framleiðslu á Grundartanga verður verksmiðjan að tryggja að magn "titans" í afurð sinni sé innan vissra marka og hefur komið í ljós að ef timburkurl er notað óflokkað þá er magn "titans" of hátt en "titan" er að finna í allri ljósri málningu. Með því að flokka ljósmálað og plasthúðað timbur frá ólituðu og dökkmáluðu er talið víst að Íslenska járnblendifélagið hf. geti haldið áfram að nota íslenskt timburkurl sem hráefni í sína framleiðslu. Verið er að gera tilraunir með jarðgerð á hvítmáluðu og plasthúðuðu timbri og er því blandað saman við hrossaskít. Afurðina er hægt að nýta sem yfirlag yfir urðunarstaðinn í Álfsnesi.Aukning á timbri milli áranna 2004 og 2005 var um 25% en aukninguna má rekja til mikilla framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Nú er svo komið að SORPA er farin að taka við meira af timbri en Járnblendiverksmiðjan getur notað í sinni vinnslu. Því erum við nú að leita að nýjum endurnýtingarfarveg fyrir það timbur sem ekki ný tist í Járnblendiverksmiðjunni eða í jarðgerðina.

Birt:
Jan. 9, 2013
Höfundur:
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
NA „Timbur“, Náttúran.is: Jan. 9, 2013 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:July 15, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 28, 2007
breytt: Jan. 9, 2013

Messages: