Náttúran vill vekja athygli á að almanak SORPU sem kom út um áramótin er hægt að nálgast á öllum starfsstöðvum SORPU og kostar ekkert. Almanakið er að þessu sinni gefið út í 10.000 eintökum og er fáanlegt á endurvinnslustöðvum SORPU, í Góða hirðinum og á vigt móttökustöðvar í Gufunesi á meðan birgðir endast. Almanakið er fullt af fróðlegum og gagnlegum upplýsingum um endurvinnslu og umhverfismál og þar má finna ýmis ráð til þess að draga úr því magni úrgangs sem myndast hjá hverjum og einum. Í tilefni af 15 ára afmæli SORPU árið 2006 eru það starfsmenn SORPU sem sjá um myndskreytingu og þema myndverkanna er að sjálfsögðu endurnýting. 


Almanakið inniheldur flokkunartöflu fyrirtækisins, upplýsingar um sögulega viðburði og sérstaka barnasíðu.

Skoða vef SORPU.
Birt:
Jan. 11, 2006
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gott hjálpartæki við flokkunina - Almanak Sorpu 2006“, Náttúran.is: Jan. 11, 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/almanak_sorpu_06/ [Skoðað:Nov. 27, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 22, 2007
breytt: May 17, 2007

Messages: