SORPA eykur enn við þjónustu sína. Nú má skila pappírsumbúðum ásamt fernum í grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu. Pappírsumbúðir falla til í miklu magni á heimilum flestra. Þetta eru umbúðir utan af morgunkorni, ýmsum skyndiréttum, kexi, þvottefni og óteljandi öðrum vörum. Slíkar umbúðir eru fljótar að fylla hjá okkur ruslaföturnar enda oft plássfrekar. Hingað til hefur ekki borgað sig fyrir SORPU að safna slíkum umbúðum til endurvinnslu en með tilkomu úrvinnslugjalds sem lagt var á þessar umbúðir um síðustu áramót opnast nýir möguleikar. Í ruslatunnum íbúa höfuðborgarsvæðisins leynast yfir 3.000 tonn af pappírsumbúðum á ári hverju, sem nú er loksins hægt að endurvinna. Það má draga töluvert úr því magni úrgangs sem endar á urðunarstaðnum í Álfsnesi með því að flokka þessar umbúðir og skila til endurvinnslu.
 
Birt:
1. mars 2006
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýtt! SORPA tekur nú við pappír umfram dagblaðapappír og bylgjupappa.“, Náttúran.is: 1. mars 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/nyjung_sorpu/ [Skoðað:27. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 4. maí 2007

Skilaboð: