Stofnandi og framkvæmdastjóri Náttúran.is.
Ferilskrá: http://natturan.is/samfelagid/efni/6612/


Náttúran óskar gleðilegra jóla 24.12.2016

Helstu skilaboð jólanna eru að hver manneskja leiti ljóssins innra með sér og sýni náttúrunni og samferðarmönnum sínum umhyggju, virðingu og ást.

Með það í huga óskum við lesendum okkar, viðskiptavinum, stuðningsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar.

Gunna og Einar, starfshjón Náttúran.is.

Helstu skilaboð jólanna eru að hver manneskja leiti ljóssins innra með sér og sýni náttúrunni og samferðarmönnum sínum umhyggju, virðingu og ást.

Með það í huga óskum við lesendum okkar, viðskiptavinum, stuðningsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar.

Gunna og Einar, starfshjón Náttúran.is.

Nokkrir af hinu fjölskrúðuga úrvali Kaja innkaupapoka.

Kaja organic, sem rekur tvær lífrænar verslanir, Matarbúr Kaju og Café Kaja á Akranesi og Matarbúr Kaju á Óðinsgötunni í Reykjavík, fer alla leið í umhverfishugsuninni.

Ekki aðeins var Kaja fyrst með lífrænt vottaða matvörurlínu pakkaða á Íslandi og stofnaði fyrstu lífrænt vottuðu verslanirnar heldur er stefna Kaju að skilja sem minnst rusl eftir á þessari jörð.

Ekki nóg með ...

Wirk Zevenhuizen flutti til Íslands fyrir 2 árum og hóf störf sem rekstrarstjóri í Hreðavatnsskála. Wirk er fæddur í Hollandi en ólst upp í Tyrklandi og hefur ferðast um heiminn og eldað mat þ.á.m. á Ítalíu þar sem hann lærði að búa til pasta. Wirk hefur fengið viðurnefnið „pastaman“ enda elskar hann að búa til pasta.

Wirg Zewenhuizen framleiðandi Norðurárdals- pastans.Þar sem ...

Hluti af fósturjörðinni, mosi og ljónslappi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði haldinn hátíðlegur sem „dagur íslenskrar náttúru“. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að efla fræðslu um ...

Appið Húsið skoðað í spjaldtölvu.Föstudaginn 9. september nk. verður sýning undir heitinu „Saman gegn sóun 2016“ haldin í Perlunni auk þess sem samnefnd ráðstefna verður haldin í Nauthóli.

Sýningin „Saman gegn sóun“ opnar föstudaginn 9. september kl. 14:00 og er opin til kl. 18:00. Á laugardeginum 10. september opnar sýningin kl. 12:00 og lýkur kl. 17:30. Aðgangur er ókeypis.

Umhverfisstofnun ...

Útivera er ein skemmtilegasta leiðin til að halda sér og fjölskyldu sinni heilbrigðri og léttri í lund. Ferðalög þurfa ekki að vara lengi en það getur verið yndisleg upplifun fyrir fjölskylduna að komast aðeins út fyrir borgina eða bæinn og út í náttúruna. Keyrið varlega og njótið þess að skoða út um gluggan það sem fyrir augum ber. Mundu að ...

Umhirða bílsins

  • Best er að fara með bílinn í allsherjarskoðun hjá bílaumboðinu að minnsta kosti einu sinni á ári.
  • Ráðlagt er að gá að loftþrýstingnum í dekkjunum reglulega.
  • Dekkin slitna minna ef loftþrýstingurinn er réttur auk þess sem eldsneyti sparast ef dekkin eru ekki of loftlítil.
  • Gott er að bóna bílinn nokkrum sinnum á ári. Þá festist olía og ryk ...

Hinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 3. september frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar ...

Nýja húsnæði Matarbúrs Kaju að Óðinsgötu.Matarbúr Kaju, við Kirkjubraut á Akranesi er fyrsta lífrænt vottaða verslunin á Íslandi en hún fagnar 2ja ára afmæli sínu þ. 23. ágúst 2016. Matvörulínan Kaja er fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi. Kaja opnaðið kaffihúsið Café Kaja, við Kirkjubraut þ. 8. júní sl. og er það í ferli til að fá lífræna vottun.

En Kaja færir ...

Forsíða bókarinnar Íslenskar fléttur.Nýlega kom út bókin Íslenskar fléttur eftir Hörð Kristinsson, grasafræðing. Hún hefur að geyma lýsingu ásamt útbreiðslukortum og litmyndum af 390 tegundum fléttna, en það er nálægt því að vera helmingur allra þeirra tegunda sem þekktar eru frá Íslandi.

Það er bókaútgáfan Opna ásamt Hinu íslenska bókmenntafélagi sem standa að útgáfunni. Auk þess hefur útgáfa bókarinnar verið styrkt af Náttúruverndarsjóði ...

Þúfusteinsbrjótur. Ljósm. Einar Bergmundur.Á degi hinna villtu blóma í Alviðru 2015Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 19. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...


Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita auknu fjármagni í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu.

Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að ...

Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað Endurvinnslukort sem segir þér allt um endurvinnsluflokkana, sýnir þér hvar næsta grenndargám eða endurvinnslustöð í þínu næsta nágrenni er að finna og segir þér einnig hvaða flokkum er tekið ...

Endurvinnslukortið á dalir.isNáttúran.is verður með kynningu á íbúafundi í Búðardal í kvöld þ. 12. apríl kl. 20:00 en fyrir ári síðan slóst Dalabyggð í hóp sveitarfélaga sem er í beinni samvinnu um þróun Endurvinnslukorts sérstaklega fyrir sveitarfélagið og birtist kortið á vefsvæði sveitarfélagsins dalir.is. auk þess að vera aðgengilegt á vef Náttúrunnar og í Endurvinnsluappinu.

Aðstandendur vefsins Nátturan.is ...

Kassar til að safna dósum í fyrir Græna skáta.Grænir skátar hafa sérhæft sig í söfnun á skilagjaldsskyldum umbúðum. Félagið er í eigu Bandalags íslenskra skáta og hefur starfað síðan 1989.

Grænir skátar eru með móttökustöðvar víðsvegar um landið þar sem allir geta losað sig við dósir og gefið áfram. Gámar frá Grænum skátum eru víða staðsettir eins og sjá má á kortinu á veffnum graenirskatar.is.

Gámar Grænna ...

Guðrún og Einar Bergmundur við kynningarbás Náttúrunnar í Hörpu.Náttúran.is verður með fyrirlestur á aðalfundi Fjöreggs - félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, á Hótel Reynihlíð fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00.

Aðstandendur vefsins Nátturan.is, Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur munu kynna vefinn og þau verkfæri sem boðið er upp á til að efla umhverfismeðvitund og draga úr sóun.

Þau fjalla um hvernig almenningur getur sýnt ...

6 dagar frá sáningu. Zuccini summer squash, Black beauty. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir..Sáðtíðin hefur hafist í höfuðstöðvum Náttúrunnar í Alviðru.

Þann 20. mars sl. sáði ég nokkrum kúrbítsfræjum og 6 dögum síðar leit bakkinn svona út (sjá efri mynd).

Daginn eftir höfðu þær næstum tvöfaldast að stærð (sjá neðri mynd) sem þýðir að í síðasta lagi á morgun þurfa þær meira rými, sína eigin potta.

Af reynslunni að dæma veit ég að ...

Teikning: Lóa eftir Jón Reykdal.Lóa sást á vappi við Garðskagavita fyrir hádegi í dag. Hún er örlítið seinni á ferðinni en í fyrra sást fyrsta lóan þ. 12. mars en að meðalkomutími hennar sl. tvo áratugi er þ. 23. mars.

Lóan hefur lengi verið okkar helsti vorboði. Sagt er í þekktu ljóði að hún komi og kveði burt snjóinn og leiðindin en lóan hefur ...

Vorið er seint á ferðinn hér á norðurslóðum og Páskarnir eru því oft það fyrsta sem að minnir okkur á að vorið sé að koma. Páskaundirbúningurinn er því kannski enn mikilvægari á Íslandi en t.d. í mið-Evrópu þar sem vorið er löngu farið að minna á sig hvort eð er.

Það er skemmtilegur siður að nota greinar af runnum ...

Skífa sem sýnir hvernig tímatal og mánaðarheiti í nútíð og hátíð skarast. Grafík Guðrún Tryggvadóttir.Í dag er jafndægur að vori, þ.e. nóttin er jafnlöng deginum. Í Riti Björns Halldórsson Sauðlauksdal segir; „Martíus, eða jafndægramánuður ... nú er vertíð við sjó og vorið byrjar“. Í tilefni jafndægurs að vori og til að tengja okkur náttúrunni í vorbyrjun er tilvalið að rifja upp gamla Bændadagatalið, en svo segir í 6. kafla Ætigarðsins - handbók grasnytjungsins eftir Hildi ...

Forsíða vefsins matarsoun.isÁ morgunverðarfundi sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðaði til fimmtudaginn 17. mars sl. var stefna um úrgangsmál undir yfirsögninni Saman gegn sóun – 2016 – 2027 kynnt og nýr vefur um matarsóun matarsoun.is kynntur til leiks.

Helstu markmið stefnunnar eru að draga úr myndun úrgangs m.a. með því að bæta nýtingu auðlinda. Áhersla er lögð á fræðslu til að koma í ...

Þann 7. apríl næstkomandi standa Vistbyggðarráð og Skipulagsstofnun fyrir námskeiði um vistvænt skipulag. Námskeiðið fer fram í Hannesarholti við Grundarstíg 10 frá kl. 13:00-16:30

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem koma að gerð og framfylgd skipulags- ráðgjöfum og hönnuðum,
sérfræðingum hjá sveitarfélögum og stofnunum.
Það er einnig kjörið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum sem vilja kynna sér umhverfisáherslur ...

Náttúran heldur áfram að birta sáðalmanak og fyrstu hálfa ár ársins 2016 er þegar komið inn. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti hefur tekið saman efni í sáðalmanak Náttúrunnar. Smelltu hér til að skoða sáðalmanakið. 

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak ...

Málstofa um þróun sjálfbærs samfélags

Föstudaginn 19. febrúar kl. 16:00-17:00 stýra þær Ásthildur B. Jónsdóttir og Kristín Ísleifsdóttir umræðum um þróun sjálfbærs samfélags en þær eru meðlimir í rannsóknahópi um menntun til sjálfbærni, sem starfar undir hatti Rann­sóknastofu í listkennslufræðum við Listaháskólann.

Í hringborðsumræðunum munu Allyson Macdonald, Ari Trausti Guðmundsson, Árni Stefán Árnason, Bjartmar Alexandersson, Guðrún Tryggvadóttir ...

Snyrtipinninn var upphaflega hannaður af óþekktum höfundi til að efla snyrtilega umgengi í Bretlandi. Þýðing merkisins er að rusli skuli henda í þar til gerðar ruslakörfur í borgum. Ótal útgáfur hafa síðan verið hannaðar þar sem snyrtipinninn er að henda alls kyns hlutum allt frá blaði til atómsprengju.

Nú þegar árstíðin leyfir ekki uppskeru eigin matjurta og dýrt er að kaupa grænmeti á diskinn mælum við með því að salat sé nýtt betur. Oft er hægt að leyfa salati að vaxa áfram á góðum björtum stað og þá með nægum vatnsbirgðum.

Framleiðendur eru vafalaust ekki par hrifnir af því að mælt sé með þessu sparnaðarráði en við látum ...

Ecotrophelia Ísland er keppni meðal háskólanemenda í þróun vistvænna matvæla. Keppnin felst í að þróa markaðshæf, vistvæn matvæli eða drykki. Keppnin er haldin árlega í síðari hluta maí og er nú kallað eftir keppnisliðum.

Nú stendur yfir skráning nemendahópa sem vilja taka þátt í keppninni í ár. Í hverjum hópi mega vera tveir til tíu nemendur, skráðir í nám á ...

Í dag er Bóndadagur svokallaður eða fyrsti dagur Þorra, en hann á sér langa sögu sem hefur ekkert með kaup á gjöfum að gera heldur á hann meira sammerkt með „ritúölum“ til að vingast við náttúruöflin.

Það er „skylda bænda“ „að fagna þorra” eða „bjóða honum í garð” með því að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann ...

Matvörulínan Kaja - fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi er nú komin í dreifingu hjá Höllu að Víkurbraut 62 í Grindavík en hún opnaði nýlega veitingastað með smáverslun þar í bæ sem hún rekur meðfram veislu- og heimsendingarþjónustu sinni.

Hjá Höllu leggur aðaláherslu á hollusturétti sem hún vinnur frá grunni, m.a. úr lífrænum gæðahráefnum frá Kaja organic ...

Grænt Íslandskort er samvinnuverkefni Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ára rannsóknarvinnu á vistvænum kostum í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi.

Græna kortið er á; íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku, og tengist hinu gríðarlega ...

Af FB viðburði um málstofuna. Höfundur ókunnur.Sunnudaginn 10. janúar kl 13:00-15:00 verður haldið málþing á vegum Rannsóknarstofu í listkennslufræðum, rannsóknarhóps um menntun til sjálfbærni í Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91.

Valgerður Hauksdóttir, myndlistarmaður mun halda stutta kynningu á doktorsverkefni sínu þar sem hún skoðar menntun til sjálfbærni og sjálfbæra efnisnotkun í listsköpun.

Aðal áhersla málþingsins verður að finna út úr því hverjar áherslur rannsóknarhópsins um ...

Viktoría Gilsdóttir ormamoltugerðarleiðbeinandi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Námskeið í ormamoltugerð verður haldið í Matrika Studio Stangarhyl 7 laugardaginn 30 janúar frá kl. 14:00-16:00.

Leiðbeinandi er Viktoría Gilsdóttir en hún hefur gert tilraunir með ormamoltugerð og þróað aðferðir sem virka vel við íslenskar aðstæður. Hægt er að hafa ormamoltukassa t.d. í eldhúsinu eða vaskahúsinu enda kemur engin ólykt af moltugerðinni og moltan sem ormarnir framleiða ...

Áramótakaka....fyrir sprengingu.Nú á nýju ári er við hæfi að líta um öxl og skoða það sem áunnist hefur og það sem við getum gert betur.

Á sviði umhverfismála er það eflaust loftslagssamningurinn, samkomulag 195 þjóða um að takast á við vandann sem óhóflegur útblástur gróðurhúsalofttegunda og eyðing kolefnisbindandi gróðurlendis veldur. Markmiðið, að halda hækkun hitastigs innan við 2°C og helst ...

Gunna prikklar baunir vorið 2015. Ljósm. Einar Bergmundur.Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Myndlistarmaður.
Stofnandi, ritstjóri, hugmyndasmiður og hönnuður Náttúran.is.

Heimili, skrifstofa og vinnustofa í Alviðru, 816 Ölfus.

Gsm: 863 5490

gudrun@tryggvadottir.com
GT á Facebook
tryggvadottir.com
Listamaðurinn GT á Facebook

Nám

1979-1983 Akademie der Bildenden Künste, München, Þýskaland. Málun og grafík, Diploma/MFA, Summa cum laude
1978-1979 École Nationale Supérieure des Beaux-Arts, París, Frakkland. Málaradeild
1974-1978 ...

Jólakryddin. Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.Lyktarskin okkar er ákvaflega næmt á jólunum og sum krydd eru einfaldlega ómissandi. Að ekki sé minnst á lyktina af greninu, jólatrénu í stofunni og hangiketinu.

Lykt kallar fram minningar um liðin jól, bakkelsi og veislumat sem tilheyra hefðinni sem við sköpum til að stilla klukku lífsins sem tifar, ár eftir ár, jól eftir jól.

Reykkelsi og myrra, tvær af ...

Grenitré er sígrænt og minnir á eilíft líf. Með því að skreyta það undirstrikum við gjafmildi jarðar og þá töfra sem náttúran býr yfir. Skrautið sem við setjum á tréð hefur einnig ákveðna þýðingu fyrir sálina. Þríhyrningsform grenitrés vísar upp og er tákn elds. Það er einnig tákn föður, sonar og heilags anda.

Við skreytum með grenigreinum til að minna ...

Það er alls ekki nauðsynlegt að nota keyptan jólapappír enda er hann bæði dýr og óendurnvinnanlegur. Þetta er staðreynd sem að ekki er hægt að líta fram hjá, nú þegar að við þurfum að endurskoða allar okkar neysluvenjur og hugsa upp á nýtt.

Þumalputtareglan er að því meira glansandi og glitrandi sem jólapappírinn er, þeim mun óumhverfisvænni er hann. En ...

Með því að birta auglýsingar hér á vefnum nær fyrirtækið þitt beinu sambandi við markhópinn sem er að leita eftir upplýsingum og lausnum í græna kantinum. Ágóðinn af auglýsingasölunni gerir okkur kleift að veita stöðuga og ókeypis umhverfisfræðslu fyrir alla.

Borði 1 - Stærð B 555p. X H 120p.
Grunnverð 100 þús.* á mánuði. 
Auglýsingum í borða 1 þarf að skila ...

Nýtt app úr smiðju Náttúran.is hefur verið samþykkt hjá Apple og er komið í dreifingu. Appið er ókeypist til niðurhals og tekur fyrir menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi. Áður hefur Náttúran.is gefið út Græn kort í vef- og prentútgáfum

Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ...

Þannig virkar Græna trektin. Grafík af vef VistorkuNýlega var byrjað að safna afgangs matarolíu á Akureyri með því að hvert heimili geti fengið sérhannaða trekt með loki, svokallaða „græna trekt“ sem skrúfuð er á venjulegar plasflöskur undan gosi og vatni og í hana er afgangsolían sett.

Olían er síðan hreinsuð og verður notuð sem eldsneyti á strætisvagna Akureyrarbæjar.

Norðurorka, Orkusetur og Vistorka, hafa keypt 3000 slíkar trektir ...

Hátíðleikinn býr ekki hvað síst í undirbúningi jólanna enda er tilhlökkunin það sem að vekur jólin innra með okkur. Kaldasti og dimmasta tími ársins kallar á von og hlýju, tilhlökkun eftir endurkomu ljóssins og lengri degi. Jól tengjast vetrarsólhvörfum, ekki einungis í kristinni trú. Í flestum trúarbrögðum er um einhverskonar hátið að ræða á þessum árstíma. Þörf mannsins til að ...

Loftslagsráðstefnan COP 21 hófst í París í gær en þar mætast rúmlega 150 þjóðarleiðtogar, fylgilið þeirra, pressan og ýmisir hagsmunaaðilar. Forsvarsmenn Náttúran.is verða ekki á ráðstefnunni enda höfum við litið á það sem okkar hlutverk að uppfræða almenning hér heima um stöðuna og koma með hugmyndir og lausnir að vandanum sem á sér að sjálfsögðu mikið til rætur í ...

Náttúran.is er upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir ...

GAIA - félag meistarnema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands býður þér á sýningu á kvikmyndinnni THIS CHANGES EVERYTHING í Odda, sal 101 fimmtudaginn 26. nóvember 2015.

Myndin er tekin upp á 211 tökudögum í 9 löndum í 5 heimsálfum yfir fjögurra ára tímabil. Myndin er tilraun til að fanga hin gríðarlegu áhrif loftslagsbreytinga á jörðina okkar.

Útskýringarveggmynd með dæmum um hvað talist getur til „óþarfa“ umbúða.

Laugardaginn 14. nóvember frá kl. 12:00 á hádegi hvetur hópurinn „Bylting gegn umbúðum“ fólk til að senda verslunum og framleiðendum skýr skilaboð og skilja óþarfa umbúðir eftir í verslunum. Þjóðverjar stunduðu þessa borgaralegu óhlýðni (eða réttara sagt hlýðni) sem skilaði miklum árangri.

p.s muna líka eftir fjölnota pokunum.

Sjá Facebookviðburðin „Skiljum óþarfa umbúðir eftir við kassann“.

Sjá Facebooksíðuna ...

Nýja flokkunarstöðin. Mynd/HB Grandi: Kristján Maack.Ný sorpflokkunarstöð HB Granda, Svanur – flokkunarstöð, var opnuð formlega þ. 2. nóvember sl. á athafnasvæði félagsins á Norðurgarði.

Það var Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sem bauð gesti velkomna. Í ræðu sinni fjallaði Vilhjálmur m.a. um ástæðu þess að HB Grandi réðist í byggingu flokkunarstöðvarinnar og sagði m.a.:

„Ástæðan fyrir því að félagið réðst í byggingu flokkunarstöðvarinnar er ...

Tómas Knútsson tekur við styrknum frá HB Granda úr hendi Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra. Ljósm. HB Grandi: Kristján Maack.Fjallað var um þau ánægjulegu tíðindi á Víkurfréttum í gær að HB Grandi styrki Bláa herinn um eina milljón króna. Nú þegar það undarlega hátterni stjórnvalda er ríkjandi að skera allan stuðning til umhverfisstarf niður eða alveg upp við nögl er það því sérstaklega ánægjulegt að einstök fyrirtæki skuli stíga fram og sýna samfélagslega ábyrgð með þessum hætti.

Tómas Knútsson ...

Landsbankinn auglýsti styrki til umhverfismála og náttúruverndar í lok árs 2011 og sótti Náttúran um að fá styrk til að standa straum af kostnaði við þróun Endurvinnslukorts-apps fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og fékk úthlutun.

Endurvinnslukorts-appið fór í dreifingu ári síðar og sýnir móttökustaði endurvinnanlegs sorps á öllu landinu og fræðir almenning um endurvinnslumál almennt.

Haustið 2015 fékk Náttúran.is styrk ...

María og Pétur hakka lifur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Að taka slátur er búbót mikil og þó að umstangið sé talsvert fæst mikill matur og hollur fyrir lítið fé.

Þar sem að ég fékk hvorki mömmu mína né mágkonur til að ryfja upp sláturgerð fyrri tíma með mér, svo ég fái nú lært þennan þjóðlega matartilbúning, var ég næstum búin að gefa upp vonina en var loks svo heppin ...

María Pétursdóttir hellir blóðinu í balann. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hér er uppskrift af blóðmör sem á að duga fyrir 5 slátur eða 25 keppi en dugði reyndar aðeins fyrir 15 keppi, en það má kannski hafa þá minni.

  • 2 l. blóð
  • 1/2 l. vatn
  • 2 matsk. salt
  • 1 tsk. pipar
  • 1 tsk. blóðberg
  • 3 bollar heilhveiti
  • 3 bollar haframjöl
  • 3 bollar rúsínur (má sleppa)
  • 1-1,25 kg mör ...

Mýrdalshreppur og Náttúran.is hafa gert með sér samkomulag um þróun Endurvinnslukorts fyrir sveitarfélagið og er það fimmta Endurvinnslukort sveitarfélaga sem hleypt er af stokkunum. Endurvinnslukort Mýrdalshrepps er nú aðgengilegt í tengli t.h. á vik.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til ...

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju eftir hlé miðvikudaginn 21. október 2015.

Hrafnaþing hefst að jafnaði kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00. Það er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð,

Dagskráin til jóla er eftirfarandi:

21. okt. Erling Ólafsson - Smádýr í öskufalli frá Eyjafjallajökli 2010

4. nóv. Birgir ...

Merking við innkeyrslu að Vallanesi, heimili Móður Jarðar.Fjöregg MNÍ 2015 var afhent á Matvæladaginn 15.október en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðmaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins afhenti fjöreggið á Matvæladaginn við hátíðlega athöfn.  Að þessu sinni hlaut Móðir Jörð verðlaunin.

Verðlaunagripurinn er íslenskt glerlistaverk, sem táknar Fjöreggið og hefur verið gefið af SI frá upphafi, í yfir 20 ár.

Fjölbreytt ...

Matvörulínan Kaja er fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi. Í dag samanstendur vörulínan af 56 vörutegundum; 20 kryddtegundum, hráefnum í morgunverðinn, þurrkuðum ávöxtum, hnetum, fræjum, grjónum, pasta og öðru meðlæti. Í lífrænu vörulínuna Kaja munu síðan smám saman bætast við fleiri vörutegundir.

Kaja vörurnar fást nú þegar í Lifandi markaði og Bændum í bænum.

Kaja vörunum er ...

Á fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði haldinn hátíðlegur sem „dagur íslenskrar náttúru“. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að efla fræðslu um ...

Guðrún Tryggvadóttir stofnandi Náttúran.is og Wendy Brawer stofnandi Green Map Sysem.Opnunarhátið Græna kortsins fyrir Suðurland í Listasafni Árnesinga og fyrirlestur í Sesseljuhúsi

Laugardaginn 12. september kl. 15:00 býður Náttúran.is til mótttöku og opinberrar gangsetningar Græns Korts IS - Suður, apps um menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi. Græna kortið er á 5 tungumálum.

Wendy BrawerNýja appið Grænt kort IS - Suður stofnandi Green Map System greenmap.org kemur til landsins að því tilefni og heldur ...

Merkið Vistvæn landbúnaðarafurðLandbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að fella úr gildi reglugerð um vistvæna vottun, því hún sé úrelt og barn síns tíma. Nærri allt íslenskt grænmeti er merkt með vottuninni.

Í kjölfar umræðu sem átti sér stað í júní 2014 setti landbúnaðarráðherra á fót starfshóp sem átti að fara yfir reglugerðina. Í frétt í Fréttablaðinu þ. 28. ágúst sl. tjáði ráðherra sig um ...

Soil Association stendur fyrir lífrænum september nú í ár undir kjörorðinu elskaðu Jörðina - elskaðu lífrænt. Þó að herferðin sé bresk er engin ástæða til að taka ekki þátt því öllum erum við á sömu Jörðinni og höfum sömu hagsmuni þ.e. að viðhalda og auka frjósemi Jarðar og styðja við heilbrigða matvælaframleiðslu í heiminum, með buddunni.

Lífræna vottunarkerfi Vottunarstofunnar Túns ...

Hinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 29. ágúst frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Auk grænmetissölu og veitinga verður börnum boðið að fara á hestbak einnig verða stuttar kynningar:

  • Kl. 14:30  Í Mikjálsbæ: Kynning á búsetu og starfsemi Skaftholts.
  • Kl. 15:30  Í Fjósinu:  Kynning á lífefldum landbúnaði.
  • Kl. 16:30  Í Gróðurhúsum ...

Morgunfrú, Marigold
(Calendula officinalis)

Gamla nafnið yfir þessa jurt er „gull“, Marigold á ensku enda lítur blómið út eins og glampandi gull í sinni tilkomumiklu fegurð. Morgunfrúin hefur unnið sér sess í görðum heimsins vegna þess hve hún er mikilvæg í heimilisapótekið en hún er bæði notuð innvortis og útvortis auk þess sem hún er notuð til matar. Hún er ...

Birki- og mjaðurtar - bað og nuddolía, góð fyrir liðamótin

Mjaðurt lögð til þurrkunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Innihald:       
Birkilauf  2/3 hluti
Mjaðurt 1/3 hluti   
Ólífuolía 2/3 full krukka
Rósmarín kjarnaolía, nokkrir dropar

Til gerðar þarf:
Ílát: Góðan pott og skál
Verkfæri: Sleif, hníf og skurðarbretti

Nýttir plöntuhlutar: Laufið af birkinu og blómið af mjaðurtinni skorið smátt   
Tími söfnunar: Birkið tínt af heilbrigðum plöntum, helst ný ...

Kúrbíturinn þ. 30. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sami kúrbítur 20 dögum seinna, þ. 20. júlí. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kúrbíturinn vegur 1,62 kg. uppskorinn þ. 20. júlí 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kúrbítum eða Succini [Cucurbita pepo pepo] sáði ég til þann 19. apríl 2015. Ég gróðursetti tvær kúrbítsjurtir í óupphituðu plastgróðurhúsi af einföldustu gerði þ. 8. júní.

Þann 30. júní er jurtin orðin stór og myndarleg og einn fallegur kúrbítur kemst á legg en fjöldi blóma blómstraði þó.

Kannski hefði ég átt að pota í blómin og frjóðva þau en það ...

Hnapparnir þrír, Endurvinnslukort sveitarfélags, Endurvinnslukort Ísland og Spurt og svarað samskiptakerfið.

Nú er spurt og svarað samskiptakerfið tilbúið og komið inn á Endurvinnslukort sveitarfélaganna.

Notendur geta skráð sig inn með auðkenni frá samskiptamiðlum.

Spjallkerfið virkar þannig að hægt er að varpa fram spurningum um tiltekið efni og fá svör við þeim.
Svörin geta verið frá öðrum notendum, umhverfisfulltrúum sveitarfélaga eða starfsfólki Náttúrunnar.

Með söfnun spurninga og svara verður tli viskubrunnur þar ...

Uppskrift af kerfils-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 lauf af kerfli*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af honum. Ekki skaðar að taka hann þar sem hann er óvelkominn en kerfill er mjög ágeng jurt og þolir vel góða grisjun, jafnvel þar sem hann er velkominn.

  • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri ...

Hindber (Rubus idaeus L.)Hindber eru allt frá miðöldum þekkt fyrir lækningamátt sinn. Hindberið er í raun ekki ber heldur safn um 20 smárra steinaldina. Ber, blöð og rætur hindberjarunnans eru talin hafa lækningamátt.

Hindberjablaðate er talið geta hjálpað börnum með niðurgang, og á að geta unnið gegn krabbameini í slímhúð og um leið styrkja slímhúðina.

Hindberjablaðate er einnig talið geta styrkt móðurlífið og ...

Paulo Bessa er vistræktari af lífi og sál en hann hefur skrifað greinar og gefið góð ráð um jurtir og annað áhugavert efni hér á vef Náttúrunnar. Greinar hans birtast á Vistræktarsíðunni.

Hér að neðan kynnir Paulo sig stuttlega sjálfur:

Ég fæddist í Portúgal árið 1981 og hef frá barnæsku haft ástríðu fyrir náttúrunni, skoðað stjörnurnar með stjörnukíki og ræktað ...

Í Lystigarðinum á Blóm í bæ 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Helgina 26. - 28. júní 2015 verður Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ haldin í sjötta sinn. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.

Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar ...

Hóffífill [Tussilago farfara] er nú að komast í blóma en á vefnum liberherbarum.com er heilmikið efni að finna um jurtina og hvar frekari fróðleik er að finna.

Á floraislands.is segir Hörður Kristinsson svo um jurtina:

Hóffífill [Tussilago farfara] er slæðingur sem hefur breiðst mjög út á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Hann mun einnig vera kominn til nokkurra annarra bæja ...

Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóley [Caltha palustris] eða lækjarsóley er algeng á láglendi um allt land, lítið á hálendinu, nær þó stundum upp í 300-400 m inni á heiðum. Hæst fundin við jarðhita í 600 m hæð á Hveravöllum og í Landmannalaugum, í köldum jarðvegi hæst í 540 m hæð við Hágöngur í Vopnafirði.  Hún vex í mýrum, vatnsfarvegum og keldum og meðfram lygnum ...

Ljósmynd: Fjalldalafífill í Grímsnesi, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Fjalldalafífill [Geum rivale] er hávaxinn og drúpir höfði eins og sorgmædd rauðlituð sóley. Hann er algengur nánast um allt land en vex best í rökum jarðvegi, í grösugum móum og hvömmum.

Í íslenskum lækningajurtum Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur segir m.a. um fjalldalafífilinn; „Jarðrenglurnar eru bæði bragðgóðar og áhrifaríkar gegn niðurgangi. Fjalldalafífillinn allur er góður við lystarleysi og lélegri meltingu. Fjalldalafífill ...

Njóli. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á sumarsólstöðum mun auðveldast að ná njóla upp með rótum, en hann á að vera næsta laus frá moldu einmitt nú. Þetta ráð kemur frá mætum manni, Bjarna Guðmundssyni, fv. prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og mun því ekki rengt hér heldur fólk hvatt til að láta reyna á rótleysi njólans á sumarsólstöðum, skildi hann eiga sér bústað þar ...

Ein af þeim Jónsmessujurtum* sem Árni Björnsson nefnir í bók sinni Sögu daganna er brönugras [Dactylorhiza maculata]: „Loks er brönugrasið, sem á að taka með fjöru sjávar. Haldið var, að það vekti losta og ástir milli karla og kvenna og stillti ósamlyndi hjóna, ef þau svæfu á því. Það heitir líka hjónagras, elskugras, friggjargras, graðrót og vinagras. Það skal hafa ...

Mjaðurt [Filipendula ulmaria]. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirKyngimagnaðar sögur af undrum sem gerast á Jónsmessunótt* er að finna víða í þjóðsögum og hindurvitnum. Flestir kannast við að kýr geti talað mannamál þá nótt og hafa heyrt að gott sé að rúlla sér berstrípuðum úr dögginni á Jónsmessunótt.

Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir m.a.:

„Nokkrar grastegundir skal vera gott að tína á Jónsmessunótt. Þá má ...

Tíkin Lotta og samferðarmenn njóta útsýnisins í mjúkum mosanum í blómagöngunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í gær var dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur víða um land og á Norðurlöndunum. Guðrún Tryggvadóttir leiðbeindi í göngunni á Suðurlandi en gengið var upp hlíðar Ingólfsfjalls, frá Alviðru. Gestir voru fjórir og veður yndislegt, logn, sól og hiti um 15 stig.

Gróðurinn er mjög stutt kominn, að minnsta kosti 3-4 vikum seinni í þroska en í meðalári. Blóm ...

Sívökvun í gróðurhúsi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ribena flöskur henta vel til sívökvunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Tómatplöntur þurfa mikla vökvun. Það getur tekið stuttan tíma fyrir tómatplöntur að þorna upp ef ekki er hægt að vökva þær daglega eða annan hvorn dag.

Ein leið til að halda nægjanlegum raka í moldinni er að fylla plastflösku af vatni, gera lítið gat (nokkra millimetra) á tappann, loka flöskunni og stinga henni svo í moldina.

Flöskur með löngum stút ...

Nýuppskorin skessujurt.Skessujurt [Levisticum officinale, e. lovage] er hin besta jurt til að fá góðan jurtakraft í næstum hvaða rétt sem er.

Skessujurt, Lovage, Liebstöckel, Maggiurt er einnig nefnd Maggí-súpujurt af því að hún var og er ein mikilvægasta jurtin í gerð súpukrafts. Þar sem skessujurt er eins og nafnið ber með sér „stór og skessuleg“ en hún getur orðið allt að ...

Mandarínukassar sem jarðarberjapottar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Mandarínukassar frá liðnum jólum geta verið ágætis ræktunarílát fyrir jarðarber eða annað sem þarf að koma fyrir í hillum í gróðurhúsi. Nema auðvitað rótargrænmeti.

Í mínu heimatilbúna plastgróðurhúsi reyni ég það allavega. Ég fóðraði kassana fyrst með plasti en klippti smá göt á það í hornum svo vatn geti runnið af þeim.

Hitt ráðið hefði verið að nota venjulega potta ...

Rabarbari er ein flottasta matjurt sem til er. Rabarbarinn er í raun okkar besti ávöxtur. Þetta staðhæfi ég því rabarbarinn er ekki bara stór og mikill heldur er hann sterkbyggður og gefur uppskeru tvisvar sinnum á ári, vor og haust. Duglegir hnausar eru farnir að gefa vel af sér og uppskera má langt fram í júní eða þangað til hann ...

Blómaskoðun í Flóanum á degi hinna villtu blóma. Ljósm. Einar Bergmundur.Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 14. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...

Á myndinni eru tiltekin 17 atriði eða gildi sem unnin eru út frá teikningu Colleen Stevenson „The living principles and living of principles“ en fært í stíl Náttúrunnar af Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsóttur.

Margt hefur verið skrifað um vistrækt (permaculture) á öðrum málum en lítið á íslensku fyrr en hér á Vistræktarsíðu Náttúrunnar http://natturan.is/vistraekt/. Stundum virka fræðin ansi flókin en samt er það svo að með því lifa með hugmyndafræðinni um skeið verður hún einfaldari og virkar svo sjálfsögð og byggð á skynsemi og náungakærleik. Einmitt það sem að við ...

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.

Fjöldi ...

Mold og jarðarberjaplöntur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á örfyrirlestri sem haldinn verður í Kaffi Loka, Lokastíg 28 101 Reykjavík þ. 10. júní frá kl. 12:00 -13:00 verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa undir fyrirsögninni: Mold og menning.

  • „Var þeim sama um moldina“? - Gróður- og jarðvegseyðing í ljósi samfélagsbreytinga á miðöldum.
    Egill Erlendsson lektor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
  • Ræktað land á ...

Grænkál. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Grænkál á rætur sínar, í bókstaflegri merkingu, að rekja til Tyrklands. Yngri afbrigði grænkálsins eru sætari en þau eldri voru en hafa samt viðhaldið svipuðu næringargildi en grænkál er mjög ríkt af K, A og C vítamínum auk fjölda annarra vítamína og steinefna (sjá nánar á whfoods.com).
Grænkál elskar að deila beði með rauðbeðum, hvítkáli, selleríi, gúrkum (ef ræktað ...

Fuglahræða í garðinum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Samkvæmt kenningum sambýlisræktunar þá líður gulrótum vel með laufsalati, lauk, steinselju og radísum. Ég setti því gulrætur, lauk, blaðsalat og radísur saman í beð í eldhúsgarðinn minn í dag.

Gulrótarfræjunum sáði ég beint í garðinn en laukurinn var forræktaður. Það var því ekki hægt að leggja neitt yfir nýsáð fræin án þess að kremja lauklaufin. Til að bægja frá fuglum ...

Baunir, tómatar og graslaukur saman í beði í gróðurhúsi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Samrækt er hugtak sem t.a.m. er notað yfir samrækt jurta og fiska en getur einnig tekið til þess hvaða jurtir hjálpa hvorri annarri, hverjar passi vel saman af ýmsum ástæðum. Hugtakið companion planting mætti einnig þýða sem sambýlisræktun. Við getum notað það til að aðgreina það frá plöntu- og fiskeldinu.

Það er út af fyrir sig merkilegt hve ...

Náttúran.is var að gefa út smákort í snjallsímastærð til kynningar á appi og vefútgáfum Endurvinnslukortsins.

 

Á Endurvinnslukortinu er að finna alhliða fræðslu um allt sem snýr að endurvinnslu og móttökustöðum fyrir endurvinnanlegt sorp á Íslandi.

Náðu þér í Endurvinnslukortsappið fyrir iOS, ókeypis!

Skoðaðu Endurvinnslukortið á Náttúran.is.

 

Einn veggur sýningarinnar Sjálfbæra heimilið í Sesseljuhúsi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sýningin Sjálfbæra heimilið opnar í Sesseljuhúsi laugardaginn 6. júní kl. 14:00 en sýningin er hluti af Menningarveislu Sólheima á 85 ára afmælisári.

Sýningin er unnin í samstarfi við Náttúran.is en hönnun á veggjum Hússins er eftir Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsdóttur og eru úr Húsinu og umhverfinu*, vef- og appi Náttúran.is. Hugmyndavinna, textagerð og hönnun sýningarinnar var ...

Matjurtargarður getur verið stór eða lítill, villtur eða ákaflega vel skipulagður eins og Eldhúsgarðurinn hér á vef Náttúrunnar en hann er hugsaður sem einskonar „fyrirmyndargarður“ sem hver og einn getur síðan breytt að eigin geðþótta og aðlagað aðstæðum svo sem;  fjölskyldu- og garðstærð, tíma og nennu.

Hugmyndin að Eldhúsgarðinum* er sú að útfæra matjurtaræktun sem getur verið flókin á einfaldan ...

Glæra Páls Líndals þar sem vitnað er orð Páls Skúlasonar heitins.

Í dag héldu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands málþing um miðhálendið í Laugardalshöllinni. Málþingið var gríðarvel sótt, húsfyllir var en um 80-90 manns sátu fundinn sem stóð frá kl. 10:30 til kl. 16:00.

Sjá nánar um dagskrána í frétt og viðburði um málþingið hér.

Á málþinginu um miðhálendið í Laugardalshöll.Fyrirlesarar fræddu um hinar ýmsu hliðar er varða hálendið og ástæðuna fyrir verndunar þess til ...

Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic ehf tekur við vottunarskjalinu úr hendi Rannveigar Guðleifsdóttur frá Vottunarstofunni Túni.Fyrirtækið Kaja orgainc ehf. hefur fengið  vottunina „Vottað lífrænt“ frá Vottunarstofunni Túni fyrir pökkun á lífrænum vörum.

Kaja organic getur nú pakkað um 50 tegundum af lífrænt vottuðum vörum í minni einingar sem lífrænt vottaðri matvöru.

Kaja orgainc ehf. er því komið á Lífræna kortið í flokknum Vottað lífrænt.

Náttúran óskar Karenu Jónsdóttur eiganda Kaja organic til hamingju með vottunina ...

  • Blómkál
  • Fennel
  • Hvítkál
  • Oregano
  • Kóríander
  • Sítrónumelissa
  • Hjartafró
  • Brokkólí
  • Steinselja
  • Toppkál

Forræktun tekur um 6 til 7 vikur.

Byggt á upplýsingum Vilmundar Hansen í grein í Bændablaðinu þ. 6. mars 2014.

Á Sáðalmanakinu hér á vefnum getur þú séð hvaða dagar á tímabilinu apríl-maí eru hagstæðastir til sáningar.

Ljósmynd: Sáð til kamillu, ljósmyndari: Guðrún Tryggvadóttir.

Tómatplöntur þurfa að hafa stöðugar vatnsbirgðir upp á að hlaupa. Þegar tómatplöntur eru ræktaðar í pottum í gluggum þarf undirskálin alltaf að vera hálffull af vatni. Með því að hafa steina eða vikur í botni pottsins er tómatplantan með stöðugan aðgang að vatni án þess að beinlínis liggja ofan í því.

Við vökvun tómatplantna sem ræktaðar eru útivið eða í ...

Athyglisverð tilraun er í gangi á nokkrum stöðum í heiminum þ.á.m. í Järna í Svíþjóð, Berlín og Dornach í Sviss.

Tilraunin gengur út á það að reyna að rækta á 2000 m2 allt sem ein manneskja þarf af matvælum á heilu ári.
Því sé ræktunarlandi jarðarinnar deilt niður á mannfjöldann, þá koma 2000 m2 á hvern jarðarbúa.

Með ...

Góð ráð frá sérfróðum um hvernig hægt er að skapa sjálfbæra matarframleiðslu, ásamt ráðleggingum um skiptirækt, búfjárrækt og beitarstjórn. 1-ekru (ein ekra eru 0,4 hektarar) landspildunni þinni má skipta í land fyrir búfé og garð fyrir ávaxta- og grænmetisrækt, auk einhvers korns og trjálundar. Myndskreyting: Dorling Kindersley.Allir geta haft sína skoðun á því hvernig best sé að reka sjálfbært smábú, og það er ólíklegt að tvö 1-ekru bú hafi sama skipulag eða fylgi sömu aðferðum né væru algerlega sammála um hvernig best sé að reka slíkt bú.

Sumir myndu vilja halda kýr; aðrir eru hræddir við þær. Sumir vilja hafa geitur; aðrir gætu ekki haft tök ...

Við Borgartún. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Föstudaginn 8. mai verður haldinn opinn fundur borgarstjóra norrænu höfuðborganna í Norræna húsinu þar sem borgarstjórar, almenningur og fjölmiðlar fá tækifæri til að fjalla um viðbrögð og aðlögun höfuðborganna að loftslagsbreytingum.

Dagskráin fer fram á ensku.

Fundarstjóri er Ellý Katrín Guðmundsdóttir, borgarritari.

Í Kerlingarfjöllum. Hjólspor eftir utanvegaakstur sýnileg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 16. maí næstkomandi munu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands standa fyrir málþingi um miðhálendið.

Miðhálendi landsins hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri. Sú umræða hefur meðal annars átt sér stað í tengslum við hinar ýmsu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á hálendinu og hvernig þær myndu hafa neikvæð ...

Göngufólk í Krísuvík. Ljósm. Ellert Grétarsson.Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, NSVE, kalla félagsmenn til aðalfundar klukkan 20:00 miðvikudaginn 29. apríl 2015 í Gaflaraleikhúsinu, Strandgötu 50 í Hafnarfirði.

Dagskrá:

  • Setning aðalfundar.
  • Kjör  fundarstjóra og annara embættismanna.
  • Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  • Kjör stjórnar.
  • Kjör skoðunarmanns.
  • Ályktanir aðalfundar.
  • Önnur mál.

Nýir félagar geta skráð sig til leiks á fundinum. Fjölmennum!

Í dag, á Degi umhverfisins 2015 fagnar Náttúran.is átta ára afmæli sínu en vefurinn var opnaður af þáverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars við athöfn Dags umhverfisins að Kjarvalsstöðum þ. 25. apríl árið 2007. Þá þegar hafði beinn undirbúningur staðið frá janúar 2004 þegar Guðrún Tryggvadóttir fór á Brautargengisnámskeið til að gera viðskiptaáætlun fyrir umhverfisvef sem hafði þá þegar verið að ...

Dalabyggð gekk nýlega frá samkomulagi við Náttúran.is um þróun Endurvinnslukorts fyrir sveitarfélagið. Endurvinnslukort Dalabyggðar er nú aðgengilegt frá kubbi á forsíðu dalir.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til samstarfs um frekari þróun fá fjölda nýrra þjónustuliða. Öllum sveitarfélögum landsins býðst að ...

earthday.org

Í dag þann 22. apríl er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um ...

Taupokinn sem Djúpavogsbúar fá á sumardaginn fyrsta, báðar hliðar.Í ljósi þeirrar stefnu Djúpavogshrepps að draga úr notkun plastpoka og sorpmyndun í samfélaginu, verður öllum heimilum í Djúpavogshreppi gefinn taupoki úr lífrænni bómull í sumargjöf. Krakkar úr elstu bekkjum Djúpavogsskóla munu bera pokana í hús innan Djúpavogs miðvikudaginn nk., en þeir verða sendir út í dreifbýlið.

Hægt verður að kaupa fleiri poka á skrifstofu sveitarfélagsins.

Pokinn er mun sterkari ...

Kuðungurinn féll í skaut Kaffitárs á síðasta ári. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Dagur umhverfisins á Íslandi á sér ekki ýkja langa sögu. Tilurð hans var með þeim hætti að þann 25. apríl árið 1999 tilkynnti ríkisstjórn Íslands, að ákvörðun hafi verið tekin um að tileinka „umhverfinu“ einn dag ár hvert og var dagsetningin ákveðin 25. apríl fyrir valinu. Það er fæðingardagur Sveins Pálssonar en hann var fyrstur íslendinga til að nema náttúruvísindi ...

Bungubeð (Hügelbett á þýsku) er tegund af gróðurbeðum sem virka eins og vítamínsprauta í matjurtarækt.

Gerð bungubeða var kennd á vistræktarhönnunarnámskeiði í Alviðru í síðustu viku (Permaculture Design Certificate Course) sem Jan Martin Bang frá Norsk Permaculture Association og Nordic Permaculture Institute kenndi ásamt Kristínu Völu Ragnarsdóttur prófessor við Háskóla Íslands.

Námskeiðið var skipulagt af þeim Örnu Mathiesen arkitekt starfandi ...

Ljósmynd: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is handsala samninginn um Endurvinnslukortið undir vökulum augum Ara Eggertssonar umhverfisfulltrúa Hveragerðisbæjar. Ljósm. Einar Bergmundur.Hveragerðisbær hefur gengið frá samkomulagi við Náttúran.is um Endurvinnslukortið og er fjórða sveitarfélagið sem gengur inn í samstarfið og það fyrsta á Suðurlandi. Endurvinnslukort Hveragerðis er nú aðgengilegt frá kubbi á forsíðu hveragerdi.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til samstarfs um ...

Hver á heiður skilinn fyrir að hafa stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum? Nú geta allir lagt fram tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík.

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í 21. sinn á verðlaunahátíð í Hörpu þann 27. október.

Þema verðlaunanna í ár er losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn ...

Inngangur Kjöts og fisks. Ljósm. af facebooksíðu verslunarinnar.Í kvöldfréttum ríkissjónvarpsin þ. 7. apríl var fjallað um matarsóun í verslunum og þá nýlundu verslunarinnar Kjöts of fisks við Bergstaðastræti að gefa mat sem annars væri hent. Vörur sem komnar eru á síðasta söludag og aðeins þreyttar ferskvörur liggja frammi í körfu og geta viðskiptavinir tekið þær með sér án þess að greiða fyrir þær.

Verslunarstjóri Kjöts og fisks ...

Líf í Alviðru. Ljósm. עותקÞann 1. apríl flutti Náttúran.is og aðstandendur sig um set, í beinni loftlínu austar í Ölfusið, þ.e. frá Breiðahvammi við Hveragerði, í Alviðru sem liggur vestan við Sog gegnt Þrastalundi í Grímsnesi.

Árið 1973 gáfu Margrét Árnadóttir og Magnús Jóhannesson Landvernd og Árnessýslu jörðina Alviðru í Ölfusi og Öndverðarnes II í Grímsnesi. Jarðirnar liggja sín hvoru megin við ...

Mjólkin hituð í potti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sparnaður er töfraorðið á mínu heimili og hefur verið um langa hríð. Hvort sem er til að spara í peninga eða minnka aðra sóun. Ég þarf alltaf að vera að láta mér detta eitthvað í hug til að hafa nóg að bíta og brenna nú á síðustu og verstu tímum dýrtíðar og allavega.

Stundum föllum við í þá gryfju að ...

Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki um umhverfisvænan lífsstíl og lykill að umhverfislausnum fyrir heimilið. Skoða Húsið og umhverfið.

Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga í Húsinu og umhverfinu á auðveldan hátt og verið viss um að upplýsingarnar séu vandaðar og ábyggilegar.

Í Húsinu ...

Í byrjun marsmánaðar árið 2013 var umsókn Djúpavogshrepps um inngöngu í Cittaslow-hreyfinguna samþykkt. Aðild sveitarfélagsins að hreyfingunni var í burðarliðnum um nokkuð langt skeið en líta má á hana sem rökrétt framhald þeirrar stefnu sem rekin hefur verið í sveitarfélaginu um árabil.

Í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 er að finna mjög metnaðarfulla stefnu um verndun náttúru og menningarminja. Lögð er ...

Breiðdalshreppur og Náttúran.is hafa gert með sér samkomulag um þróun Endurvinnslukorts fyrir sveitarfélagið og er það þriðja Endurvinnslukort sveitarfélaga sem hleypt er af stokkunum og annað á Austfjörðum. Endurvinnslukort Breiðdalshrepps er nú aðgengilegt í tengli t.v. á breiddalur.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau ...

Verð á plast-sáðbökkum í garðyrkjuverslunum hér á landi eru oft óheyrilega há. Sáðbakkar eru þó hvorki verkfræðileg afrek né dýrir í framleiðslu. Reynum því að hugsa aðeins út fyrir boxið, í orðsins fyllstu merkingu.

Á flestum heimilum safnast upp mikið af plastumbúðum sem eru mjög heppilegar sem sáðbakkar. Plastbökkum utan af matvörum s.s. utan af salati, kjöthakki, grillkjúkling ...

Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is og Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps handsala fyrsta Endurvinnslukortssamninginn í lok janúar 2015.Á síðastliðnum 7 árum hefur Náttúran.is staðið að þróun Endurvinnslukorts sem tekið hefur á sig ýmsar myndir. Endurvinnslukortið er bæði til í vef- og app-útgáfu og fyrirtækið hefur notið stuðnings umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Úrvinnslusjóðs, SORPU bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Reykjavíkurborgar, Umhverfissjóðs Landsbankans og Gámaþjónustunnar hf. við þróun kortsins.

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu, hvetja fólk til ...

Á Endurvinnslukortinu eru upplýsingar um allt sem viðkemur sorphirðu og endurvinnslu í sveitarfélaginu.

Hér finnur þú skilgreiningar á endurvinnslumöguleikum og sorpþjónusta svæðisins með sorphirðudagatali sem tengist heimilisfangi þínu, sem þú virkjar með því að slá heimilisfangið þitt í leitarreitinn, leiðarbestun að næstu móttökustöð og dagréttar veðurviðvaranir á leiðum, áskrift að iCal og Google dagatölum, spurt og svarað samskiptakerfi og tengingu ...

Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, engum til gagns né gleði, hefur Náttúran þróað nýtt Endurvinnslukort. Svona virkar kortið:

Þjónusta:
Á Endurvinnslukortinu er hægt að sjá hvaða þjónusta er í boði í nágrenni, í radíus frá 100 metrum til 100 kílómetra. Staðsetning miðast ...

Danir eru klárir í að upplýsa neytendur á einfaldan og áhrifaríkan hátt. Nú eru t.d auglýsingaherferð í gangi á DR1 og á vefnum tjekdatoen.dk um hvernig skilja á dagsetningar á matvælapakkningum. Eitthvað sem að við getum tekið okkur til fyrirmyndir.

Munurinn á Síðasta söludegi og Best fyrir er nefnilega ekki almennt rétt skilinn.

Þetta er hluti herferðarinnar gegn ...

Urðun. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 30. janúar sl. sendi Umhverfisstofnun bréf til Borgarbyggðar þar sem þess er krafist að urðun við Bjarnhóla í Borgarbyggð verði hætt.

Umhverfisstofnun vill leggja dagsektir sem nema 25 þús. kr. á dag.

Forsvarsmenn Borgarbyggðar eru ósammála túlkun Umhverfisstofnunar því búið sé breyta aðal- og deiliskipulag og stór hluti umrædds svæðis séu gömlu öskuhaugarnir í Borgarnesi.

  

  

  

Þrátt fyrir að það hljómi eins og síendurtekin tugga, þá eru tölurnar yfir matarsóun í bandaríkjunum ógnvænlegar. Bandarískir neytendur sóa 40% af matnum sem þeir kaupa. Á hverju ári hendir bandaríska þjóðin 161 milljarða dollara virði af matvælum í ruslið.

En hvernig lítur þessi gríðarlega sóun matvæla út? Hvað er hér um að ræða, tugþúsundir af útrunnum jógúrtdollum, hundruðir tonna ...

Vindmillurnar í Þykkvabæ. Ljósm. Einar Bergmundur.Í Fréttablaðinu í dag er í forsíðufrétt fjallað um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skuli fjalla um vindorkuver, og aðra óhefðbundna orkukosti, þvert á álit Orkustofnunar. Innan við 30 virkjunarkostir sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórninni verða teknir til skoðunar.

Þar segir:

Þvert á það sem haldið hefur verið fram falla vindorkuver, og aðrir óhefðbundnir orkukostir undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Það ...

Green Key fáni Radisson Blu. Ljósm. Landvernd.Landvernd afhenti í gær Radisson hótelunum á Íslandi umhverfisviðurkenninguna Green Key/Græna lykilinn.

Radisson hótelin eru fyrst íslenskra hótela til að hljóta þessa alþjóðlegu viðurkenningu. Landvernd hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir tengdar þessu spennandi verkefni og að auka útbreiðslu þess á Íslandi.

Green Key /Græni lykillinn er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir hóteliðnaðinn. Um 2.300 hótel í 46 ...

Grenndargámar höfuðborgarsvæðisins skoðað á Endurvinnslukorts appinu.Á undanförnum mánuðum hefur Náttúrans.is ferðast um landið og kynnt forsvarsmönnum sveitarfélaga Endurvinnslukortið og app útgáfu Endurvinnslukortsins með nýrri þjónustu sérstaklega fyrir íbúa sveitarfélaganna sem og ferðamenn, innlenda og erlenda.

Einar Bergmundur tækniþróunarstjóri Náttúrunnar sagði frá þessu í viðtali við Leif Hauksson í Samfélaginu þ. 20. janúar sl. http://www.ruv.is/sarpurinn/samfelagid/20012015. Viðtalið byrjar á 34 ...

Fair trade merkiUmræðan um siðgæði í viðskiptum skýtur upp kollinum með reglulegu millibili en þess á milli er ekki mikil umræða um málið og „hagsmunir og kröfur neytenda“ um lágt vöruverð verða samkennd og sanngirnisvitund yfirsterkari. Til að varpa ljósi á það hvað sanngirnisvottanir eru og hver að slíkum vottunum stendur hefur Náttúran tekið saman eftirfarandi efni:

Sanngirnisvottun beinir sjónum að mannréttindum ...

Það sem skiptir mestu máli, miklu meira máli en að lesa ótal greinar um góð og græn ráð, er að breyta eigin hugsunarhætti. Nota græna heilahvelið, ef svo má að orði komast. Ef þú finnur ekki fyrir græna heilahvelinu í dag gætir þú þurft að þjálfa það aðeins upp. Þú getur byrjað að skoða hvað líf einnar manneskju, þín, þýðir ...

Í dag eru margir sem kaupa tilbúna matvöru í stað þess að matreiða frá grunni innan veggja heimilisins. Slíkur matur inniheldur venjulega þráavarnar- og rotvarnarefni til þess að hann endist lengur. Meira en 3000 slík aukefni eru á markaðnum í dag.

Yfirleitt er bætt salti eða sykri í matinn. Einnig eru notuð álsílíköt (E-559), amínósýrur, ammóníum karbónöt (E-503), bútýlerað hýdroxítólúen ...

Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf.

Ná í Húsið fyrir iOS.

Ná í Húsið fyrir Android

Húsið og umhverfið virkar þannig að þegar þú smellir á einstaka rými innan og utan dyra og síðan á einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting ...

Náttúran.is hefur nú þróað nýtt E aukefnatól í handhægt form sem hægt er að skoða hér á vefnum en einnig á farsímum og spjaldtölvum í búðinni (e.natturan.is). 

Þar er hægt að leita eftir þeim E aukefnum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða og vera þannig upplýstur um hvort að innihaldsefni eru í grænum, rauðum eða gulum flokki.

  1. Grænt ...

International Civil Aviation Organization (ICAO) hefur þróað aðferðafræði til að mæla losun kolefnis frá flugi og gera almenningi þannig auðvelt um vik að reikna út losunina sem flugferðir valda, með Carbon Emission Calculator (kolefnislosunarreiknivél). ICAO hefur gefið reiknivélina út í appi fyrir iOS og er það ókeypis.

Sjá nánar um aðferðafræðina sem notuð er við útreikningana hér.

Fyrirtæki sækja í ...

Viðburðadagal Náttúran.is gefur yfirlit yfir viðburði sem geta af ýmsum ástæðum verið áhugaverðir fyrir náttúruunnendur. Hér sérð þú fundi, ráðstefnur, sýningaropnanir og merkisdaga af ýmsum toga. Með smell á viðburð á dagatalinu birtist fréttin og staðsetning á korti, séu þær upplýsingar fyrir hendi. Viðburðardagatal mánaðarins birtist líka t.h. á forsíðunni.

Sendið okkur tilkynningar um viðburði með mynd og ...

Drykkir með eða án goss sem innihalda blöndu sykurs, sætuefna, litarefna, bragðefna og eru ekki úr hreinum ávaxtasafa eða kolsýrðu vatni.

Í mörgum drykkjum er sykur eða sætuefni þótt gefið sé til kynna að drykkurinn sé nánast hreint vatn.

Eins er með ýmsa ávaxtasafa, þeir eru sykurbættir og með rotvarnar- og bragðefnum þótt hreinleiki sé gefinn til kynna á umbúðum ...

Táknmynd fyrir jólaskraut á Endurvinnslukortinu. Grafík Guðrún A. Tryggvadóttir.Oft fylgja ljúfar minningar jólaskrauti fjölskyldunnar og því ekki óráðlegt að geyma það fallegasta þar til börnin fara að búa. Jólaskraut í góðu ástandi má setja í Góða hirðis gáma á endurvinnslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og nytjagáma víða um land. Ónýtt jólaskraut er oftast nær óendurvinnanlegt en skynsamlegt er að flokka það til endurvinnslu sem flokkanlegt er.

Upplýsingar af Endurvinnslukortinu (Flokkar/Heimilið ...

Drive-In aðstaðan í Safnstöð Djúpavogs.Djúpavogshreppur sker sig nokkuð úr öðrum sveitarfélögum á mörgum sviðum umhverfismála. Ekki aðeins er Djúpivogur CittaSlow bæjarfélag með skýra umhverfisstefnu heldur fer sorphirða- og flokkun einnig fram með mjög áhugaverðum hætti á Djúpavogi þar sem sveitarfélagið vill byggja upp með hvatakerfi, meðal annars umbuna þeim sérstaklega sem flokka samviskusamlega og skila.

Íbúum í Djúpivogi býðst að fá til sín tunnu ...

Fyrir áramótin 2007 skoraði Náttúran.is á söluaðila flugelda á landinu öllu að sýna ábyrgð og taka það upp hjá sér að upplýsa viðskiptavini sína um umhverfisáhrif er af flugeldum og blysum hljótast og hvetja til réttrar meðhöndlunar á því mikla magni úrgangs sem hlýst af sprengigleði landans. Því er skemmst frá að segja að margir dyggir stuðningsmenn björgunarsveitanna tóku ...

Flugeldar á gamlárskvöld. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Við mælingar á efnainnihaldi flugelda á vegum yfirvalda í Danmörku kom í ljós að hluti þeirra innihaldi þrávirka efnið hexaklórbensen sem hefur um langt skeið verið bannað vegna þeirra alvarlegu áhrifa sem það hefur á umhverfið og heilsu manna. Hér á landi hefur hexaklórbensen mælst í andrúmsloftinu um ármót í margfalt hærri styrk en eðlilegt þykir og og er skýringuna ...

Um jól og áramót safnast að jafnaði mikið upp af rusli á heimilum landsins. Mikið af því má þó endurvinna, þó ekki allt. T.a.m. flokkast jólapappír með glimmeri og málmögnum ekki undir venjulegt pappírsrusl og verður að flokka sem óendurvinnanlegt sorp. Sjá meira um jólagjafir og umbúðirnar.

Í flestum stærri bæjarfélögum eru jólatrén sótt á ákveðna söfnunarstaði eftir ...

Það kemur að þessu árlega.
Jólapappír, umbúðir, borðar, kassar, ruslið eftir aðfangadagskvöld er komið og allt þarf þetta að fara eitthvert, en hvert? Það er óskaplega freistandi að troða bara öllu í stóran svartan plastpoka og troða ofan í tunnu...eða eitthvað. En ef allir gerðu það...þvílík sóun. Það er til betri leið, allavega fyrir umhverfið og hún er ...

Stjörnutáknið er elsta tákn mannsins og var notað löngu fyrir ritmál. Stjarnan var notuð sem vörn gegn illum öndum og er tákn öryggis og innri hamingju. Í kristinni trú er stjarnan tákn boðunar og komu frelsarans og vísar okkur veginn að ljósinu.

Grafík: Stjarna, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Sá gamli íslenski siður að borða kæsta skötu á Þorláksmessu er upprunninn á Vestfjörðum. Á Suðurlandi var ekki alltaf kæsta  skötu að fá og var því horaðasti harðfiskurinn oft soðinn og snæddur á Þorláksmessu. Á Þorláksmessu mætti fnykurinn / lyktin af kæstri skötunni hangikjötsilminum, og jók þannig  á tilhlökkunina eftir hangiketinu.

Grafík: Skata, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Ber, könglar og hnetur eru táknræn fyrir frjósemi jarðar, lífið sjálft sem sefur í fræjum og aldinum og ber framtíðina í sér. Sveppir vekja upp svipaða tilfinningu frjósemi og allsnægta.

Þannig færum við náttúruna nær okkur um jólin, inn í stofu, röðum henni upp og byggjum upp helgiathöfn í kringum táknin, einskonar galdraathöfn í tilbeiðslu fyrir fæðingu og frjósemi.

Fæðing ...

Hátíðleiki jólanna felst að stóru leiti í barnslegri tilhlökkun okkar um að óskir geti ræst. Borðar og slaufur binda inn og innsigla leyndarmálin tímabundið. Borðinn bindur saman, tengir og afmarkar. Slaufan er tákn hinnar hátíðlegu stundar og innsiglar leyndarmálið sem afhjúpast ekki fyrr en slaufan er leyst.

Grafík: Borðar og slaufur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Rauður er fyrsti frumliturinn, sá sem hefur hæstu tíðnina og er sá litur sem mannsaugað nemur sterkast. Rauður stendur fyrir líkamann, Jörðina og undirheima sjálfa í fornum trúarbrögðum. Rauður tengist ferhyrningsforminu og er litur hlýju, ástar og kraftsins.

Grafík: Rauður litur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Jólasveinninn er persónugervingur hins góða og ekki fjarri ímyndinni um Guð. Hann er gamall maður með skegg. Hann veitir okkur hlýju og uppfyllir óskir okkar. Rauði liturinn er merki um hlýjuna og skeggið gefur til kynna að hann búi yfir visku. Þríhyrningslaga skotthúfan táknar tengingu jólasveinsins við almættið.

Grafík: Jólasveinninn. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Gildi Jesúbarnsins er vitaskuld fæðing frelsarans; gjöf guðs til okkar. Ekki má gleyma að mennsk börn eru gjöf hans til okkar allra. Þau taka við Jörðinni og í þeim býr sakleysi, von og trú. Flest jólatáknin tengjast einnig frjósemislofgjörð og endurspegla gleði okkar yfir endurnýjun lífsins.

Grafík: Jesúbarnið í jötunni, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Sagan um jólaköttinn hefur ekki mikið vægi á nútímajólum en var áður fyrr notuð til að hvetja fólk til að fá sér nýja flík fyrir jólin. Að öðrum kosti átti jólakötturinn að éta menn. Enn eimir þó eftir af því að okkur finnst nauðsynlegt að fá nýja flík fyrir jólin. Það eru svo mörg leyndarmálin um jólin að óþarfi er ...

Jólin hjálpa okkur í gegnum veturinn og minna okkur á að lífið vaknar aftur eftir langan vetur.
Snjórinn, sem er tákn vetrarins, kaldasta tíma ársins, er í raun lífgjafinn því án vatnsins væri ekkert líf á Jörðinni. Snjórinn og jólin eru tengd órofa böndum í hugum okkar. Jafnvel í heitum löndum er jólasnjór svo sterkur hluti af jólatilfinningunni að búin ...

Árlega standa skógræktarfélögin á landinu fyrir jólatréssölu til styrktar starfsemi sinni. Það er ekki aðeins gaman að velja sér sítt eigið jólatré úr skóginum heldur er það umhverfisvænt því skóginn þarf að grysja og með því að kaupa innlent tré þarf ekki að eyða gjaldeyri og olíu til að koma tré til landins frá öðrum löndum.. Nánar um jólatréð og ...

Jólamarkaðurinn vinsæli við Elliðavatn opnaði laugardaginn 29. nóvember og verður opinn allar helgar fram að jólum frá klukkan 11-16. Mikið úrval af íslensku handverki og hönnun.

Dagskráin hefst við hátíðlega athöfn þar sem Skólakór Norðlingaskóla ætlar að gleðja markaðsfólk og gesti með söng sínum kl.11:30 á hlaðinu og jólaljósin á trénu verða tendruð, en tréð í ár er ...

Jólasokkurinn- eða skórinn gegnir því hlutverki að taka við gjöfum jólasveinsins. Gjöf í skóinn er einskonar ósk um fararheill um lífsins veg. Vestan hafs er sokkur hengdur á arininn á jólanótt, en í Evrópu setja börnin skóinn sinn út í glugga, en aðeins eina nótt, aðfaranótt 6. desembers, á messu heilags Nikulásar. Á Íslandi byrja börnin að setja skóinn sinn ...

Græni liturinn er andstæðulitur rauða litsins. Þeir mynda sterka heild saman en eyðileggjast við samruna. Allt frá frumkristni hefur græni liturinn verið tákn æskublóma og frjósemi Jarðarinnar og hann minnir okkur á lífið sjálft. Rauður og grænn saman endurspegla andstæðurnar í náttúrunni.

Grafík: Grænn litur, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Bjallan (klukkan) er mikilvægt tákn í öllum trúarbrögðum. Henni er ætlað að hjálpa okkur að finna hinn hreina hljóm sálarinnar, samhæfa og færa á æðra stig. Hátíðin hefst þegar klukkum er hringt.

Hringur er hið fullkomna form, án upphafs eða endis, tákn Guðs og eilfíðar. Hin þrívíða kúla er bæði upphafspunkturinn og alheimurinn. Glansandi kúlur endurspegla umhverfið og virka því ...

Jólagjöfin er tákn umhyggju og ástar og vísar til gjafa krists til mannkyns. Ástvinum okkar gefum við meðvitað eftir því lögmáli að gjöfin viðhaldi ást og vináttu.

Hátíðleiki jólanna felst að stóru leiti í barnslegri tilhlökkun okkar um að óskir geti ræst. Borðar og slaufur binda inn og innsigla leyndarmálin tímabundið. Borðinn bindur saman, tengir og afmarkar. Slaufan er tákn ...

Hringur er hið fullkomna form, án upphafs eða endis, tákn Guðs og eilfíðar. Hin þrívíða kúla er bæði upphafspunkturinn og alheimurinn. Glansandi kúlur endurspegla umhverfið og virka því á dularfullan hátt á okkur og minna á stórkostleikann sem umlykur okkur og sem við erum hluti af. Jólakúlan er því eitt mikilvægasta jólatáknað í hugum okkar.

Grafík: Jólakúla, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran ...

Glugginn hefur ákveðna táknræna þýðingu. Hann myndar einskonar skil milli tveggja heima, og tengist jólunum á ýmsa vegu í hugum okkar. Það er útbreyddur siður að skreyta gluggana sína fyrir jólin. Frá 1. til 24. desember opna gluggar víðs vegar um Hveragerðisbæ. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.Jóladagatöl hafa sögulega hefð á Íslandi og víða um heim og eru eitt mikilvægasta „tilhlökkunartækið“ fyrir börnin okkar. Dagatal í formi glugga sem fyrirtæki í Hveragerðisbæ og börn í Grunnskólanum vinna úr ýmsum efnivið ásamt jólabókum um jólatáknin eru „opnaðir“ einn af öðrum fram að jólum en þetta er sjötta árið sem að dagatalinu er komið fyrir í bæjarumhverfinu og ...

Kertaljósið er í hefðbundnu jólahaldi okkar jólaljósið sjálft. Ljósið býr yfir djúpstæðri merkingu um jólaboðskapinn. Það býr yfir frumkraftinum; eldinum sem er táknrænn fyrir lífið sjálft, einkum hið innra líf. Það er ljósið innra með okkur; trúin, vonin og kærleikurinn.

Grafík: Kerti, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Hjartað er tákn ástar og kærleika og vekur samstundis hlýjar tilfinningar með okkur. Það má segja að hjartað sé það tákn sem nýtur hve mestra vinsælda í nútímanum en sögulega séð er hjartaformið fremur nýtt af nálinni. Kærleikurinn kemst vel til skila í þessu samstæða mjúka formi og á því vel við jólin.

Grafík: Hjarta, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Jólasveinninn er persónugervingur hins góða og ekki fjarri ímyndinni um Guð. Hann er gamall maður með skegg. Hann veitir okkur hlýju og uppfyllir óskir okkar. Rauði liturinn er merki um hlýjuna og skeggið gefur til kynna að hann búi yfir visku.

Hann kemur aðeins nokkra daga á ári, gefur, og minnir á að fylgst er með okkur. Jólasveinninn er goðsögn ...

Þeir bera fræ barrtrjánna. Könglarnir sem tréð gefur af sér eru nauðsynlegir fyrir áframhaldandi tilveru stofnsins. Þannig hefur köngullinn án efa ratað inn í undirmeðvitund okkar sem eitt af hinum nauðsynlegu frjósemistáknum jólanna.

Grafík: Könglar, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Aðventukransinn skipar stóran sess í undirbúningi jólanna. Hann er hringur og undirstrikar hið óendanlega og er tákn Guðs og eilífðar. Kertin fjögur á kransinum undirstrika tímamælinguna. Orðið aðventa merkir að það líði að jólum.

Grafík: Aðventukrans, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Á málþinginu Ekkert til spillis sem Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands, Vakandi og Norræna húsið buðu til í Norræna húsinu í tengslum við Nýtniviku Reykjavíkurborgar nú í vikunni var Jesper Ingemann frá fødevareBanken í Kaupmannahöfn einn frummælanda.

Foedvarebanken var stofnaður sem andsvar við samfélagsmeinunum „matarsóun“ og „matarskorti“.

Foedvarebanken hefur verið rekinn af ópólitískum ó-gróða (non-profit) sjálfboðaliðasamtökum ...

Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 8:45 - 10:15 halda stýrihópur um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur og Félag forstöðumanna ríkisstofnanna morgunverðarfund á Grand hóteli um grænan ríkisrekstur.

Dagskrá fundarins:

  1. Græn skref Reykjavíkurborgar - reynsla og árangur: Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Grænna skrefa hjá Reykjavíkurborg.
  2. Græn skref í ríkisrekstri - nýtt verkfæri, tækifæri til árangurs: Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.
  3. Hvað þurfa stofnanir ...

EcocideVistræktarfélag Íslands stendur fyrir fræðslukvöldi fyrir félaga sína (ath. allir geta gerst félagar) þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20:00 - 22:00 í Síðumúli 1, 108 Reykjavík  (í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands)

Dagskrá:

Hvernig er hægt að berjast gegn eyðileggingu mannsins i heiminum? Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir fjallar um og útskýrir hugtakið vistmorð (e. ecocide) og hvað sé á döfinni í baráttunni ...

Greinar, þættir og viðtöl um/eftir Náttúruna á öðrum miðlum:

Valdar greinar, gagnrýni og viðtöl (við/um/eftir G.A.T./E.B.A).

2015 05.11. Dagskráin / dfs.is - Endurvinnslukort Mýrdalshrepps komið í loftið
2015 16.09. Fréttablaðið - Grænt app vísar veg um Suðurland
2015 10.09. Dagskráin - Opnunarhátíð Græna kortsins fyrir Suðurland í Listasafni Árnesinga og fyrirlestur í ...

Hótel Fljótshlíð - Smáratún ehf. hefur hlotið umhverfisvottun Norræna Svansins en Hótel Fljótshlíð er sjöundi gististaðurinn á landinu og þar af fjórða hótelið sem fær Svaninn.

Starfsfólk hótelsins vinnur að því að minnka umhverfisáhrif á mörgum sviðum. Til að fá Svaninn þarf hótelið að vera innan ákveðinna marka í orku-, efna- og vatnsnotkun og myndun úrgangs. Að auki ber hótelinu að ...

Soðið egg. Ljósm. Einar Bergmundur.Það er alltaf jafn merkilegt að læra nýja hluti. Sérstaklega þegar að maður vissi ekki að nokkuð væri við kunnáttu manns að bæta, hvað þá að athuga. En hér koma nokkur góð eggjasuðuráð frá Inga Bóassyni:

Linsoðin egg

Leggið eggin varlega í pott með köldu vatni og kveikið undir. Vatnið á að fljóta yfir eggin.
Þegar suðan er komin upp ...

Að gera heimilið/húsið vistvænna byggist meira á ákvarðanatöku hvers og eins en nokkru öðru. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að fara vistvænar leiðir byrjar langt ferli sjálfsmenntunar sem fer mjög eftir því hve áhuginn er mikill og hvaða möguleikar eru fyrir hendi.

Skilgreining á vistvænni byggingu:
Þó að engin ein sannindi og engar patentlausnir séu til sem virka ...

Pami Sami er frá Portúgal og býr og starfar í bakaríinu á Sólheimum en hún er að ljúka námi í grasalækningum í Bretlandi.

Pami heldur vinnustofu á Sólheimum þ. 15. nóvember nk. og hefst vinnustfona kl. 14:00 og stendur fram eftir degi. Pami  kennir að gera vegan- og hrá-vegan eftirrétti, sykurlausa og einfalda í tilbúningi. Smakk á eftir.

Pami ...

Bændasamtök Íslands og VOR - Verndun Og Ræktun - félag framleiðanda í lífrænum búskap halda málþing um stöðu og horfur í lífrænum búskap í samræmi við ályktun Búnaðarþings 2014, miðvikudaginn 19. nóvember næstkomandi í Heklusal Radisson Blu Hótel Saga, 2. hæð, kl. 13:00 - 17:00.

Dagskrá:

13:00 Stjórnsýslan; lög og reglur um lífræna landbúnaðarframleiðslu, þar með um vottunarkerfið. Samskiptin við ...

Ríkisstjórn Hollands hefur bannað sölu á Roundup, illgresiseyði framleiddum af Monsanto.

Löng barátta fyrir dómstólum liggur þar að baki og hvetur ríkisstjórn Hollands nú önnur ríki til að feta í fótspor sín til verndar jarðvegi og heilsu fólks til framtíðar.

Óháðar vísindalegar rannsóknir liggja banninu til grundvallar.

Sjá nánar á action.sumofos.org.

Sápusmiðjan ehf. hefur fengið lífræna vottun á fjórar gerðir að sápum:

Þær eru:

  • Hrein lífræn sápa ( Lyktarlaus )
  • Hrein lífræn sápa með jómfrúarkókosolíu ( Náttúrulegur kókos-ilmur )
  • Lífræn sápa með Mintu og Poppy seed ( Eucalyptus ilmkjarnaolía )
  • Lífræn sápa með Lavender ( Ensk Lavender ilmkjarnaolía )

Lífrænar náttúrulegar sápur innihalda ekki efni eins og SLS, hreinsiefni, alkahól, parabena, sorbata, silikón, súlföt eða rotvarnarefni.

Sjá alla þá ...

Börn í Waldorfskólanum Lækjarbotnum að búa til þæft grænmeti og ávexti fyrir jólabasarinn.Hinn árlegi Jólabasar Waldorfleikskólans Yls og Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður haldinn laugardaginn 15. nóvember milli kl.12:00 og 17:00.

Margir fallegir hlutir verða í boði í umhverfi og stemmningu sem hverjum og einum er hollt að upplifa; m.a. brúðuleikhús, barnakaffihús, „Waldorfsseríur", jurta apótek, handunnar jólagjafir úr náttúruefnum, kaffi og kökur, Eldbakaðar pizzur og skemmtiatriði í skemmunni

Járnsmiðjan ...

Matarmarkaður Búrsins / haust & jólamarkaðurFull Harpa matar!

Búrið ljúfmetisverslun í samstarfi við u.þ.b. sextínu bændur og smáframleiðendur á landinu fylla Hörpu af gómsætum, gómsúrum og gómgleðjandi matarhandverki helgina 15. til 16. nóvember.

Hlökkum til að sjá þig!

Hér á Grænum síðum Náttúrunnar sérð þú alla þá sem tókum þátt í síðasta matarmarkaði Búrsins helgina 30.-31. ágúst sl.

Merki burðarplastpokalausa sveitarfélagsins Stykkishólms.Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkveldi var fjallað um árangur íbúa Stykkishólmsbæjar við að hætta notkun burðarplastpoka, sem gengur gríðarlega vel og skal þeim hér með óskað til hamingju með árangurinn. Að hætta notkun burðarplastpoka er vissulega mikilvægt skref og Stykkishólmur getur nú státað af því að geta verið fyrirmynd annarra sveitarfélaga á þessu sviði, héðan í frá.

Næsta skref verður ...

Solla með nýtt skilti fyrir Gló í Fákafeni.Gló markaður og veitingastaður með meiru opnaði nýjan stað sl. föstudag, í Fákafeni, þar sem Lifandi markaður var áður til húsa.

Nýja Gló hefur að sögn Sólveigu Eiríksdóttur, Sollu, stærsta úrval af lífrænu grænmeit á landinu og býður upp á nýjungar af ýmsu tagi s.s. Tonik bar og Skálina sem er hollur og lífrænn skyndibitastaður þar sem hægt erð ...

Á Austurvelli þ. 3. nóvember 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á Austurvelli þ. 3. nóvember 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á Austurvelli þ. 3. nóvember 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á Austurvelli þ. 3. nóvember 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Áhöld eru um fjölda fólks sem mætti á Austurvöll í gær. Lögreglan telur að rúmlega 4 þúsund hafi mætt en aðrir nefna 6-7 þúsund manns.

Hvort heldur er rétt þá var vel mætt og greinilegt að mikil óánægja er í þjóðfélaginu, af fjölbreyttum ástæðum.

Endurteknir mánudagsfundir voru nefndir sem næstu skref og þá er að sjá hvort að landsmenn séu ...

Gunnsteinn Ólafsson flytur ávarp fyrir hönd níumenninganna. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Bubbi Mortens stóð fyrir tónleikunum og flutt tvö lög. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Prins Póló flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.KK flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Uni Stefson flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Salka Sól og Abama dama fluttu nokkur lög. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ómar leiðir fjöldasöng í lok tónleikanna. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hér á eftir fer ávarp Gunnsteins Ólafssonar á Gálgahraunstónleikunum í Háskólabíói þ. 29. október sl. en tónleikarnir voru skipulagðir af Bubba Mortens til styrktar níumenningunum í Hraunavinum er handteknir voru sl. haust og dæmdir í fjársektir í Hæstarétti fyrir að verja Gálgahraun friðsamlega:

Undarleg ósköp að deyja
hafna í holum stokki
himinninn fúablaut fjöl
með fáeina kvisti að stjörnum.

Þannig ...

Ómar Ragnarsson ávarpar samstöðufundargesti í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fjölmenni var á boðuðum samstöðufundi um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi, í Gálgahrauni í dag en í dag er eitt ár síðan að hópi náttúruverndara sem mótmæltu vegagerð friðasamlega voru handteknir af 60 manna lögregluliði og tuttugu þeirra handteknir og færðir brott sem ótíndir glæpamenn.Skilti sem náttúruverndafélögin reistu til fróðleiks um vegagerðina í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Undirskriftarlisti til stuðnings níumenningunum var hengdur upp undir nýsteyptri brú í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ljósmyndasýning undir brúnni, frá viðburðinum þ. 21. október 2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn en Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þau ...

Bókin Scarcity in Excess.Bókin „Hörgull í allsnægtum - Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi“, bókartitill á frummálinu: Scarcity in Excess – “The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland“ verður kynnt í Mengi, Óðinsgötu 2 með viðtali við aðalritstjóra bókarinnar.

Húsið opnar klukkan 5 og það verður hægt að fjárfesta í bókinni á sérstöku kynningarverði.

Bók um hrunið og hið byggða umhverfi á ...

Gluggi í Laufási, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Tillögur nefndar um eflingu græna hagkerfisins, voru eins og margir muna eftir, samþykktar einróma, af öllum flokkum, með fullu húsi atkvæða á Alþingi. Sem er sögulegt í sjálfu sér.

Það varð þó ekki til þess að fyrstu fjármununum (205 m.kr.) sem eyrnarmerktir höfðu verið verkefninu yrði varið í samræmi við tillögur nefndar um græna hagkerfið heldur tók ferlið óvænta ...

Ekið yfir Markarfljót, ljósm. Árni Tryggvason.Viðar Jökul Björnsson, umhverfis- og auðlindafræðings segir stefnu vanta á sviði aðgerða til að stemma stigu við mengun af völdum ferðamanna en Viðar Jökull fjallaði einmitt um þetta í meistararitgerð sinni í umhverfis- og auðlindafræði þar sem hann mat kolefnisspor ferðamanna á Íslandi árið 2011.

Víðir bendir á að „ferðaþjónustan geri út á að spila Ísland sem þetta hreina og ...

Fennelblómið Nigella sativa (black seed, black cumin) þarf nú aðstoð okkar til að berjast gegn græðgi Nestlé fyrirtækisins sem sótt hefur um einkaleyfi á fræjum fennelblómsin, svarta kúmeninu, til framleiðslu ofnæmislyfs gegn fæðuofnæmi.

Fennelblómið hefur um árþúsundir þjónað mannkyni, ókeypis, við hinum ýmsum kvillum og sjúkdómum allt frá uppköstum og hitasóttum til húðsjúkdóma og hefur staðið fátækum samfélögum í mið- ...

Vakin hefur verið athygli á því að umfjöllunin og umræðan um notkun erfðabreytts fóðurs í íslenskum landbúnaði er að skila sér.

Margir hafa þegar stigið þetta skref og hætt að nota erfðabreytt fóður og bætt um betur og útbúið sérstakt merki því til stuðnings.

En segir það alla söguna um aðbúnað dýra og gæði til neytenda að hænurnar séu ekki ...

Forsíða bókarinna Náttúrupælingar eftir Pál SkúlasonÁ síðustu áratugum hefur Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, unnið brautryðjandastarf í skipulegri hugsun um náttúruna. Í þeim greinum og erindum sem hér birtast veitir hann nýja sýn á samband manns og náttúru og skýrir á frumlegan hátt hugmyndir og hugtök sem við þurfum til að skilja reynslu okkar og stöðu í tilverunni. Hann íhugar þýðingu þess ...

Sveitamarkaður og fjölskyldudagur verður í Fákasel í Ölfusi sunnudaginn, 5.október, milli kl. 12:00 og 16:00.

Íslenskur matur beint frá býli og einstakt íslenskt handverk til sölu. Ýmisleg skemmtun fyrir fjölskylduna, þrautir, leikir og Sirkus Íslands mætir á svæðið. Brunch á veitingastaðnum okkar og fullt fallegt fyrir augað hjá Kronkron Fákaseli. Hlökkum til að sjá ykkur!

Sjá viðburðinn ...

Ríkisstjóri Kaliforníu tilkynnti sl. föstudag um að plastpokar yrðu bannaðir í ríkinu.

Kalifornía verður þar með fyrsta ríki Bandaríkjanna til að innleiða slíkt bann en nú þegar hafa plastpokar verið bannaðir í meira en hundrað borgum, þ.á.m. San Fransisco og Los Angeles.

Í Maui County á Hawai er matarverslunum bannað að pakka innkaupavörum í plastpoka, að sjálfsögðu í ...

Reglugerð um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs (reglugerðar nr. 1038/2010) tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012 og því er skilt að merkja hvort matvara og fóður innihaldi erfðabreytt efni og því á neytandinn nú val um hvort að hann sniðgangi erfðabreyttan kost eða ekki.

Í Bandaríkjunum er enn sem komið er ekki skilt ...

Allt grænt á Íslandi á einum stað!

Náttúran.is lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að þróa eins fullkomnar „grænar síður“ fyrir Ísland og mögulegt er. Grænu síðurnar™* gefa yfirsýn á hin fjölmörgu fyrirtæki, félög og stofnanir sem tengjast náttúru, menningu og umhverfi á einn eða annan hátt. Grænu síðurnar tengja skilgreiningar, viðmið og vottanir við aðila og gefa ...

Í ágúst 2014 hóf göngu sína nýr þáttur í Grænvarpi Náttúran.is. Það er þátturinn „Með náttúrunni“ í umsjón Steinunnar Harðardóttur sem margir þekkja fyrir þáttinn „Út um græna grundu“ sem hún stýrði á laugardagsmorgnum á Rás 1 til fjölda ára.  

Steinunn tók upp þráðinn hérna á vefnum og sá um viðtalsþætti undir yfirsögninni „Með náttúrunni“.

Í hverjum mánuði var ...

Kæru meðþátttakendur í Sumarmatarmarkaði Búrsins 2014.

Skilaboð (textaauglýsingi) neðst á Náttúran.is með tengli inn á alla þátttakendur.Um rúmlega 7 ára skeið höfum við hjá Náttúran.is lagt okkur fram við að halda utan um alla þá sem eru að sinna vistvænni nýsköpun og matvælaframleiðslu í landinu. Upplýsingarnar birtum við á Grænu síðunum og Græna kortinu.

Til þess að þeir fjölmörgu gestir sem sóttu Sumarmatarmarkaðinn geti fundið ykkur aftur höfum við ...

Húsið, smellt á eldhúsið á inngangsmyndNáttúran.is kynnir iOS og Android útgáfu af nýju appi Húsið um allt á heimilinu og nágrenni þess, fyrir alla fjölskylduna.

Ná í Húsið fyrir iOS.
Ná í Húsið fyrir Android

Appið er ókeypis eins og allt sem Náttúran.is þróar til að skapa sjálfbært samfélag. 

Í Húsinu eru þrír flokkar, Húsið og umhverfið, Merkingar og Leikir.

Húsið og umhverfið ...

Nýtíndir baunabelgir í poka.Vorið 2012 ákvað ég að reyna við baunarækt, jafnvel þó að það hafi ekki gengið nógu vel árið áður. Ástæðan þá var sennilega sú að ég útbjó ekki klifurgrindur fyrir þær svo baunagrösin uxu í flækju við jörð og baunamyndunin varð því ekki mikil.

Baunaræktunin var það sem veitti mér hvað mesta ánægju í garðinum mínum þetta sumar. Það kom ...

Tilgangur „bíllausa dagsins“ er að fá fólk til að huga að öðrum ferðamáta en með einkabílum. Fyrir fjölda fólks eru til valkostir s.s. almenningsvagnar, reiðhjól, ganga eða samflot. Nú á tímum samdráttar hefur dregið úr akstri einkabíla og aukinn áhugi er á öðrum leiðum. En það er náttúrulega ekki nóg að breyta háttum sínum einn dag á ári. Það ...

Hvítkál skolað eftir snögga suðu.Ef hvítkálsuppskeran hefur gengið „of“ vel og erfitt er að torga uppskerunni, jafnvel þó hvítkál geymist mánuðum saman í kæli, hefur þessi aðferð reynst mér vel.

Snöggsjóðið hvítkál:

Hvítkálið er skorið niður og kastað örskotsstund í sjóðandi vatn. Veitt strax aftur upp úr og kælt undir rennandi vatni í sigti. Sett í llitla poka og fryst. Frysta hvítkálið er svo ...

Þátttakendur í vistræktarnámskeiði í Alviðru í sumar gera bingbeð (Hügelbett)Fyrsti aðalfundur Vistræktarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 20. september kl. 14:00 í húsnæði Dýraverndarsambands Íslands að Grensásvegi 12a.

Vistræktarfélag Íslands var formlega stofnað í ágúst sl.

Til að öðlast atkvæðisrétt á fundinum er gestum boðið að gerast félagar við innganginn. Allir velkomnir!

Dagskrá:

  • Setning aðalfundar
  • Hefðbundin aðalfundarstörf s.s. stefnumörkun félagsins, kjör stjórnar og ákvörðun félagsgjalds
  • Aðlfundi slitið
  • Kynningar ...

Útlit korts yfir loftgæðamælingar v. eldgoss í Holuhrauni.Umhverfisstofnun hefur opnað tímabundna upplýsingasíðu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni.

Þar má finna nýjustu fréttir, helstu upplýsingar, ráðleggingar og einnig hægt að senda fyrirspurn til stofnunarinnar.

Smella hér til að sjá nýjustu mælingarnar.

Með því að þrýsta á bláu hnappana sérðu nýjustu mengunarmælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) vegna eldgossins í Holuhrauni. 

Dynkur í ÞjórsáÁ fundi ríkisstjórnarinnar þ. 1. október 2010 var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, yrði þaðan í frá „dagur íslenskrar náttúru“.  Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Hún sagði að ákvörðun ríkisstjórnarinnar vera viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að ...

Íslenskur sjávarútvegur sækir fram í sjálfbærnivottun

Veiðar íslenskra fiskiskipa á ufsa innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hafa nú hlotið MSC (Marine Stewardship Council) vottun um sjálfbærni og góða fiskveiðistjórnun. Vottunin tekur til veiða með sex veiðifærum, þar á meðal botnvörpu, dragnót, netum og línu. Vottunin er veitt í kjölfar átján mánaða ítarlegrar úttektar sem unnin var af sérfræðingum undir stjórn Vottunarstofunnar Túns ...

Grafið fyrir Gálgahrauni haustið 2013.Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi mótmæla aðför að níu-menningunum úr Gálgahrauniog hvetja þau alla þá sem láta sér annt um náttúru Íslands og frelsið til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði kl. 9.00 á fimmtudaginn 11. september til stuðnings níu-menningunum en þá  hefjast vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjanes í sakamáli sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað ...

Jóhanna í Háafelli (2. t.v.) afgreiðir viðskiptavini með geitarafurðis sínar á bás sínum í matarmarkaði Búrsins í Hörpu um þarsíðustu helgi þar sem allur lagerinn seldist upp.Í byrjun ágúst stóðu vinveittir aðilar geitfjárbýlisins að Háafelli fyrir söfnun á indiego.com (sjá grein) til bjargar býlinu og þar með framtíð geitarstofnsins í landinu.

Stefnt var að því að safna 10 milljónum íslenskra króna og hefur markmiðinu nú verið náð. Ástæða söfnunarinnar er sú að til stóð eða stendur reyndar enn, að setja Háafell á uppboð en með ...

Nýuppteknar hvannarætur.Ætihvönn [Angelica archangelica] hefur sterkar rætur sem búa yfir miklum krafti. Rótin af jurtinni á fyrsta ári er talin best* til notkunar en með haustinu ætti að vera góður tími til að grafa ræturnar upp. Auðveldast er að grafa upp hvannarrætur þar sem jarðvegur er sendinn. Til að geyma rótina er gott að skola hana vel og skræla og skera ...

Náttúran.is leitast við að veita upplýsingar um náttúruvá og birtir viðvaranir frá Almannavörnum þegar nauðsyn krefur.

Jarðskjálftar undanfarinna vikna og gosin í Holuhrauni norðan Vatnajökuls gefa tilefni til þess að vera vel á varðbergi og er ferðamönnum bent á að kynna sér lokuð svæði.

Á ruv.is er hægt að fylgjast með atburðarrásinni og viðvörunum. 

Í frétt á Guardian segir að niðurstöður vísindamenn hafi leitt í ljós að með fjölgun jarðarbúa í 9 milljaraða árið 2050 og vaxandi vatnsskorti í heiminum þurfum við að tileinka okkur aðrar matarvenjur. Kjötframleiða útheimtir gríðarlegt magn vatns og ljóst er að við verðum að gerast grænmetisætur til að brauðfæða heiminn.

En þetta eru engin ný sannindi og snerta fleiri ...

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram og þó að öskufall sé ekki farið að hafa áhrif þá vitum við ekkert hvernig málin þróast og því gott að ryfja upp hvernig við getum undirbúið okkur komi til öskufalls á einhverjum tímapunkti. Eftirfarandi upplýsingar fengust frá Umhverfisstofnun í apríl 2010 er eldgosiði í Eyjafjallajökli gekk yfir og gilda enn.

Fínasti hluti gjóskunnar flokkast ...

Rabarbari með þroskuðum fræjumRabarbari eða tröllasúra (Rheum rhabarbarum / Rheum x hybridum) er ein besta matjurt sem völ er á hér á landi.

Mig hefur lengi langað að reyna að rækta rabarbara upp af fræi þó að ég viti að oftast sé honum fjölgað með því að skera hluta af hnaus á eldri plöntu og koma fyrir á nýjum stað. Það hef ég prófað ...

Fréttagátt fyrir alla
Náttúran.is er óháður regnhlífarvefur og birtir skoðanir allra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Hver sem er getur sent inn frétt og tilkynnt um viðburð. Þær fréttir sem birtar eru á Náttúrunni verða að birtast undir nafni höfundar og ber höfundur einn ábyrgð á skrifum sínum. Sjá Fréttir Náttúrunnar.

Siðferðileg mörk
Náttúran.is áskilur sér ...

Kynning á námskeiði Pami.Pami Sami er frá Portúgal og býr og starfar á Sólheimum en hún er að ljúka námi í grasalækningum í Bretlandi.

Pami heldur vinnustofu á Sólheimum þ. 6. september nk. eftir hádegi þar sem hún miðlar af vitneskju sinni um vegan- og grænmetisfæði og tekur það skrefinu lengra en við eigum að venjast.

Pami heldur úti bloggsíðunni receitasdomenuverde.blogspot.com ...

Sólblóm með þroskuðum fræjum.í Birkihlíð í Reykholti hafa sólblómin heldur betur vaxið og dafnað, meira að segja náð svo langt að þroska fræ. Ég fékk eitt blóm með mér heim úr heimsókn þangað um daginn og hér má líta afraksturinn úr einu sólblómi.

Nú geymi ég þessi fræ á þurrum, köldum stað fram á vor og vek þau svo til lífsins á réttum ...

Sólblóm í BirkihlíðSólblóm í Birkihlíð.Sólblóm í Birkihlíð.Sólblómið (Helianthus) á uppruna sinn að rekja til norður Ameríku.

Sólblóm geta orðið stór hér á landi við góðar aðstæður og gríðarstór í gróðurhúsum.

Þau vaxa líka vel úti sé sáð fyrir þeim nógu snemma og þeim komið til innandyra fram í júní og fái síðan að vaxa á skjólgóðum stað. En það fer að sjálfsögðu eftir sumarveðrinu hvernig til ...

Okra, heilOkra*(Abelmoschus esculentus) gefur af sér fræhulstur sem er ávöxtur plöntunnar.

Nú langar mig að safna fræjum úr fræhulstrunum til að planta í gróðurhúsi næsta vor. Ég hef eldrei gert þetta áður og var bara að kynnast þessari frábæru jurt (sjá grein).

Öll góð ráð um fræsöfnun eru vel þegin!

Okra, skorinÉg byrjaði á að leita mér upplýsinga á Wikipedíu en ...

Okrurækt í BirkihlíðOkra* (Abelmoschus esculentus) er blómstrandi planta og skyld bómull, kakó og hibiskus plöntunum. Hún er mikils metin vegna ávaxarins, græna fræhulstursins sem er mjög næringarríkt en það er bæði trefja-, fólínsýru og C vítamínríkt. Okruhulstrin eru einnig full af andoxunarefnum. Olía er unnin úr fræjum Okrunnar.

Fullþroska Okruhulstur OkrublómOkra er upprunninn í vestur Afríku, Eþjópíu og Indlandi en er ræktuð víða í ...

Paulo Bessa stendur við stærsta prinsessutréð í Birkihlið. Prinsessutré (Paulownia tomentosa) er fljótvaxnasta tré veraldar en það er upprunnið í mið- og vestur Kína.

Nú hefur Dagur Brynjólfsson í Birkihlíð í Reykholti í Biskupstungum verið að rækta prinsessutré frá því í fyrra og afraksturinn má sjá á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af stærsta prinsessutrénu í gróðurhúsi Dags í dag en prinsessutré vaxa að jafnaði 3-5 metra á ...

Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum)

Nú er háuppskerutími hinna bláu berja bláberjarunnans (Vaccinium uliginosum) þessum yndislegu vítamín-, (séstaklega C- og E-vítamín) trefja- og andoxunargjöfum sem fást ókeypis úti í móa út um allt land.

Margt er hægt að gera til að geyma þau til vetrarins. Klassíska bláberjasultan stendur alltaf fyrir sínu en einnig er hægt að gera hráberjasultu, sem geymist þó ekki lengi. Fersk bláber ...

Hátíðarkort Menningarnætur 2014Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkur og verður haldin í nítjánda sinn þann 23. ágúst. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Yfirskrift hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn!“ sem vísar til þeirrar gömlu og góðu hefðar að bjóða fólk velkomið og ...

Opinn dagur í SkaftholtiHinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 23. ágúst frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar ...

Fundað var í morgun með starfsmönnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnu þar sem farið var yfir stöðuna.  Jarðskjálftahrinan er enn í gangi og GPS gögn staðfesta að um er að ræða kvikuhreyfingar.

Virknin er mest áberandi á tveimur þyrpingum norðan og austan Bárðarbungu.  Engin merki eru sjáanleg um að gos sé hafið en áfram er fylgst með framvindu mála ...

Brandur með Luizu unnustu sinniBrandur Karlsson er ungur maður sem byrjaði að missa mátt, af óljósum ástæðum, um 23 ára aldur og er nú lamaður fyrir neðan háls.

Það hindrar hann samt ekki í því að lifa lífinu til hins ítrasta en Brandur er góður málari auk þess að vera uppfinningmaður enda er hann vel menntaður og hugmyndaríkur.

Nú er hafið hópfjármögnunarátak á Karolina ...

Garðveisla í SeljagarðiÍ Seljahverfi hefur hópur fólks komið á laggirnar samfélagsreknu borgarbýli undir nafninu Seljagarður.

Seljagarður er skapaður í anda vistræktar og með þekkingu og getu samfélagsins má búast við miklu í framtíðinni. Verið er að reisa gróðurhús og garðræktin er komin vel á veg.

Í Seljagarði er einnig boðið upp á dagksrá en næstkomandi sunnudag þ. 17. ágúst  kl 16:00 ...

Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum)Bláberjadagar er stórskemmtileg hátið sem nú verður haldin á Súðavík í fjórða sinn. Bláberjadagar verða nú haldnir dagana 22. – 24. ágúst.

Fjölbreytt skemmtiatriði verða á boðstólum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fyrir hátíðina verður hefðbundin en lögð er áhersla á lok berjatímabils með fjölbreyttri tónlist og keppnum í hinum ýmsu greinum sem tengjast berjunum.

Dagskráin fyrir hátíðardagana verður birt á ...

Allt grænt á Íslandi á einum stað!

Náttúran.is lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að þróa eins fullkomnar „grænar síður“ fyrir Ísland og mögulegt er. Grænu síðurnar™* gefa yfirsýn á hin fjölmörgu fyrirtæki, félög og stofnanir sem tengjast náttúru, menningu og umhverfi á einn eða annan hátt. Grænu síðurnar tengja skilgreiningar, viðmið og vottanir við aðila og gefa ...

Bláber vigtuðEngin suða, ekkert vesen!

Hráberjasultan geymist ekki eins lengi og soðin og í sótthreinsaðar krukkur lögð sulta en ef ekki á að sulta fyrir allan veturinn heldur gleðjast yfir ferskri uppskeru í nokkra daga, dugir þessi uppskrift vel til:

500 g hrásykur
1 kg bláber
Hrásykrinum er stráð yfir berin í skál og látin liggja í smátíma, hrært varlega í ...

Á Ólafsdalshátiðinni 2013, skólahúsið t.v. á myndinniÓlafsdalur við Gilsfjörð er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann rekinn til 1907.

Á undanförnum árum hefur farið fram mikil uppbygging á staðnum undir handleiðslu Rögnvaldar Guðmundssonar, bæði hefur skólahúsið verið gert upp og þar haldnar sýningar, námskeið og aðrar menningarlegar uppákomur.

Ólafsdalsfélagið hefur haft ...

Hamborgarar frá Íslands Nauti en þó ekkiÍslands Naut er íslenskt vörumerki sem prýðir sig með tveim hornum með íslenska fánann fyrir miðið. Merkið er, eða virkar allavega eins og upprunamerki þar sem framleiðandinn er allt annar. Famleiðandinn er nefnilega fyrirtækið Ferskar kjötvörur.

Ferskar kjötvörir framleiða m.a. hamborgara í pakka með hamborgarabrauði undir vörumerki Íslands Nauts. En þegar betur er að gáð og lesið vel á ...

Bláberjalyng (Vaccinium uliginosum)Hér eru nokkrar góðar og fljótlegar bláberjauppskriftir:

Hrábláberjasulta
500 g hrásykur
1 kg bláber
Hrásykrinum er stráð yfir berin í skál og látin liggja í smátíma, hrært varlega í af og til þangað til að sykurinn hefur sogað til sína nóg af safanum í berjunum til að útlitið sé sultulegt. Tilbúið!

Engin suða, ekkert vesen! Hráberjasultan geymist ekki eins lengi ...

Vegan guide to IcelandÁ dögunum opnaði Ragnar Freyr, hönnuður og „Vegan“ leiðarvísinn Vegan guide to Iceland um Vegan framboð á Íslandi. Vefsíðan er ófullkominn listi yfir Vegan-vingjarnlega veitingastaði á Íslandi eða staði sem bjóða upp á eitthvað Vegan en enginn staður getur talist hreinn Vegan staður hér á landi.

Listinn á vefnum byggir á persónulegri reynslu Ragnars Freys og vina hans og verður ...

Kertafleyting á TjörninniAldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6. ágúst.

Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturbakka Tjarnarinnar, við Skothúsveg kl. 22:30. Flotkerti verða seld á staðnum.

Á Akureyri verður einnig kertafleyting, sem þó hefst hálftíma fyrr eða kl. 22:00. Fleytt verður við Minjasafnsstjörnina.

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt ...

Rifsber í körfuAð gera rifsberjahlaup þykir mér satt að segja nokkuð mikið vesen. Það verður bara að segjast eins og er. Á móti kemur auðvitað að auðvelt er að tína berin af runnunum, sé nóg af þeim á annað borð. Það er seinlegt að leyfa safanum að dropa í gegnum bleiuna klukkutímum saman og óskaplega mikið hrat situr eftir sem ekki virðist ...

Vallhumall (Achillea millefolium)Vallhumall lætur ekki mikið yfir sér en margir telja hann til leiðinda illgresis því hann velur sér gjarnan vegkanta og þurrar brekkur sem búsvæði en oft má einmitt þekkja góðar lækningajurtir á því að þær finna sér bólstað þar sem græða þarf upp landið.

Vallhumall er ein magnaðasta græðijurt sem vex á Íslandi og nú er ágætur tími til að ...

Rauðsmári (Trifolium pratense) lagður til þurrkunarRauðsmári er gullfalleg jurt. Ef maður er heppinn og finnur rauðsmára í nægu magni er um að gera að tína og þurrka hann til vetrarins. Rauðsmári er lækningjurt og hefur m.a. reynst vel í smyrsl við exemi auk þess sem hann styrkir ónæmiskerfið. Rauðsmári er einnig góð tejurt. 

Í Flóru Íslands segir svo um rauðsmára:

Rauðsmári er innfluttur slæðingur ...

TjaldútilegaHann er nú jafnan haldinn fyrsta mánudag í ágúst. Verslunarmenn í Reykjavík fengu sinn fyrsta almenna frídag 13. september 1894. Gekkst Verslunarmannafélag Reykjavíkur þá fyrir hátíð að Ártúni við Elliðarár. Næstu tvö ár var hann ekki haldinn á ákveðnum degi, en þó í ágústmánuði. Árið 1897 var ákveðið, að hann skyldi vera á föstum mánaðardegi, gamla þjóðhátíðardaginn frá 1874, 2 ...

sultukrukkurÞrátt fyrir að hafa safnað krukkum frá því snemma í vor virðist aldrei vera til nóg af góðum og fallegum glerkrukkum þegar kemur að því að sulta og sjóða niður að hausti. Verslanir nýta sér þessa óforsjálni okkar mannanna barna og selja tómar glerkrukkur á uppsprengdu verði frá og með ágústbyrjun. Pirrandi að vera boðið upp á að kaupa tómar ...

Fjöldkylda með sölustand á útimarkaðinum í Laugardal 2013Nú styttist í hinn frábæra, árlega, sprett-upp útimarkað Íbúasamtaka Laugardals, sem að þessu sinni verður haldinn laugardaginn 16. ágúst við smábátahöfnina í Elliðavogi.

Markaðurinn stendur frá kl. 13 til 17 en að honum loknum hefst grillveisla og síðan kvöldvaka með varðeldi og fjöldasöng.

Á markaðnum má selja og kaupa allt milli himins og jarðar; föt, fínerí, geisladiska, grænmeti, leikföng, listmuni ...

Náttúran.is hefur þróað E efna gagnagrunn í handhægt form á sérstökum vef e.natturan.is sem virkar eins og app. Þar er m.a. hægt að leita eftir þeim E aukefnum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða, í snjallsímanum eða á spjaldtölvu í versluninni og vera þannig upplýstur um hvort að innihaldsefni eru í grænum, rauðum eða gulum flokki.

  1. Grænt ...

Plast í heimshöfunum, Atlantshaf fyrir miðjuÍ grein á National Geographic segir frá því að sjávarlíffræðingurinn Andres Cozar Cabañas og rannsóknarteymi hans hafi lokið við fyrstu kortlagningu plastúrgangs sem flýtur um á heimshöfunum í milljónavís, í fimm stórum hringiðum. Afrakstur vinnu þeirra var birtur nú í júlímánuði í Proceedings of the National Academy of Sciences

En það var eitthvað við niðurstöðuna sem passaði ekki. Magnið var ...

Dr. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingurDr. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur furðar sig á að reisa skuli verksmiðju á Grundartanga sem framleiða eigi kísil í sólarsellur. Haraldur birti grein á bloggsíðu sinni þ. 18. júlí sl. þar sem hann fer m.a. ofan í saumana á því hve vökvinn tetraklóríð sem notaður er til að hreins sílíkonið er mengandi. Í framhaldinu hafi forsvarsmenn Silicor, fyrirtækisins sem reisa ...

Hver getur skráð?
Hér getur þú skráð upplýsingar um fyrirtæki, félag eða stofnun sem þú ert ábyrg/ur fyrir. Skráningin verður síðan flokkuð í þá flokka sem við eiga, allt eftir eðli starfseminnar s.s. þjónustu í boði, áherslum í starfi, vottunum o.fl.
Þú stofnar aðgang með staðfestu netfangi eða notar Facebook eða Google til að skrá þig inn ...

Þrívíddarmynd af staðsetningu endurhæfingarmiðstöðvarinnar við VarmáNýlega sýndi Anna Birna Björnsdóttir lokaverkefni sitt á áhrifamikilli sýningu í Listasafni Árnesinga. Sýningin hét „Vítamín Náttúra“ eins og lokaverkefnið en það er afrakstur tveggja ára mastersnáms Önnu Birnu í innanhússarkítektúr við Kunst- og designhøgskolen i Bergen, Noregi.

Verkefnið fjallar um áhrif umhverfis á heilsu og samskipti. Það hefur verið sýnt fram á að náttúran hefur sérstaklega jákvæð áhrif á ...

Paulo Bessa hlúir að hinum ýmsu plöntum sínumPaulo Bessa heldur eins dags vinnustofu í vistrækt og visthönnun á Sólheimum sunnudaginn 27. júlí næstkomandi og er öllum boðið að taka þátt og kynna sér hugmyndafræði vistræktar.

Þátttaka kostar ekkert en þeir sem vilja leggja eitthvað til mega það. Þátttakendur taki með sér eitthvað til að leggja til sameiginlegs hádegisverðar. Annars er boðið upp á kaffi, te og kökur ...

Við afhendingu Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti, en þau hlaut Vigdís Finnbogadóttir og Fjölmiðlaverðlaunanna, en þau hlaut Páll Steingrímsson.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á ...

Grillpartí í SeljagarðiSunnudaginn 20. júlí kl. 13:00 er boðið í vinnu- og grillpartí í Seljagarði í Breiðholti undir mottóinu „Komið og takið þátt í að búa til eitthvað fallegt í hverfinu“. Búið verður til eldsstæði og í lok verksins  verður boðið upp á grillaða banana með súkkulaði og ís. 

Komið með stórar fötur og litlar skóflur og arfatínslugræjur til að auðvelda ...

Þórdís Björk SigurbjörnsdóttirEins og fram hefur komið fór Lifandi markaður í þrot á dögunum (sjá grein). Verslanir Lifandi markaðar var lokað í gær en í fréttum á RÚV í dag var sagt frá því að nýr eigandi hafi tekið við rekstrinum og Lifandi markaður Borgartúni muni opna á ný á mánudag. Hinir staðirnir, þ.e. í Fákafeni og Hæðarsmára verða ekki opnaðar ...

Umhverfi barnsins þarf að vera öruggt og uppfylla þarfir þess nótt sem dag. Foreldrar eiga það til að fara út í öfgar með skreytingu herbergja litlu englanna sinna. Of mikið af dóti getur kaffært hugmyndaflug barnsins og sett þau í þá stöðu að þurfa sífellt að velja og hafna. Börn þurfa ekki allt þetta dót. Einföld sterk leikföng sem vaxa ...

Náttúran.is hlaut virtustu umhverfisverðlaun landsins „Kuðunginn“ umhverfisverðlaun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2012 fyrir „framúrskarandi vefsíðu um umhverfismál, og jákvæð áhrif þess á almenning og fyrirtæki.“
Segir í rökstuðningi valnefndar að stofnendur og eigendur hennar séu brautryðjendur á þessum vettvangi „knúin áfram af áhuga og umhyggju fyrir náttúrunni og umhverfinu.“

Sjá nánar í frétt á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þ ...

Lifandi markaður gjaldþrotaÍ Viðskiptablaðinu í dag er svohljóðandi frétt um gjaldþrot Lifandi markaðar:

Eigendur Lifandi markaðar ákváðu að óska eftir gjaldþroti fyrirtækisins. Nýrra eigenda leitað.

Veitingastaðurinn og verslunin Lifandi markaður hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Fyrirtækið var í eigu Auðar I, sjóðs í rekstri Auðar Capital sem sameinaðist Virðingu í byrjun árs. Það voru eigendur fyrirtækisins sem óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði ...

Býfluga á gulu blómiEfnarisarnir BAYER og Syngenta, stærstu efnaframleiðendur heims, hafa hafið málsókn gegn Evrópusambandinu vegna banns sambandsins á skordýraeitrinu neonicotinoid eða neonic, sem sannað er að sé ábyrgt fyrir dauða milljóna býflugna um allan heim.

Gríðarmikið átak almennings varð til þess að Evrópusambandið bannaði skordýraeitrið að lokum.

Þetta sætta framleiðendurnir, BAYER og Syngenta sig ekki við enda mikill fjárhagslegur ávinningur í húfi ...

Gúrkan okkar fullvaxinGúrkuuppskeran okkar í ár var kannski rýr en þó ekki.

Ég sáði einu gúrkufræi þ. 1. apríl sl. sem spratt upp strax á fjórða degi með risastórum kímblöðum.

Jurtin óx svo við kjöraðstæður í borðstofuglugganum en aðeins ein gúrka komst á legg í orðsins fyllstu merkingu.

Hún er þó gríðarlega falleg og vel metin hér á heimilinu enda erum við ...

Gróðurhúsið í sundlauginniÞar sem ég hef þurft að ferðast nokkra kílómetra til að komast í „eldhúsgarðinn“ minn á sl. árum, þar sem ekkert pláss er í garðinum mínum og trjárgróðurinn þar svo þéttur og hár að varla birtir til á björtustu sumardögum, ákvað ég í vor að rækta ekki langt frá heimilinu. 

Ástæðan er sparnaður, það kostar mikinn pening að keyra bíl ...

HvítsmáriÞað hefur löngum vakið forvitni mína hvernig stendur á því að hvítsmárinn [Trifolium repens] vex í hringi og eins og flokkur fjöldi blóma myndi eyjur eða kransa sem eru jafnan grænni og grónari innan kransins en utan. Þessi dularfulla jurt var í barnæsku minni, lykill að óskabrunni, findi maður fjögurra blaða smára. Mig minnir að ég hafi nokkrum sinnum fundið ...

Þú getur minnkað heimilissorpið þitt um 30-35% með því að jarðgera. Með því að jarðgera garðaúrgang og matarleyfar má búa til dýrindis mold, svokallaða moltu, sem nota má sem áburð í garðinn. Umbreytingin úr úrgangi yfir í moltu tekur að vísu nokkra mánuði og jafnvel ár, allt eftir því hvaða aðferð er notuð, en fyrir þá sem hafa aðgang að ...

Rán Reynisdóttir mundar skærin.Hárstofan Feima hefur um nokkurra ára skeið unnið skv. stöðlum Grøn Salon en Rán Reynisdóttir eigandi Feimu upplifði á eigin skinni hve efnanotkun í faginu getur haft heilsuspillandi áhrif en hún var við það að hrökklast úr starfi vegna eitrunaráhrifa. 

Til þess að geta unnið áfram í fagi sínu sem hársnyrtir leitaði Rán sér upplýsinga erlendis frá sem leiddi hana ...

Framleiðandi ber enga ábyrgð á réttnæmi skráðra upplýsinga eða skorti á upplýsingum. Kortið er birt með fyrirvara um réttar upplýsingar og er aðeins ætlað til glöggvunar en ekki ferða. Náttúran er ehf. tekur enga ábyrgð á afleiðingum sem hlotist geta af tæknilegum orsökum eða röngum upplýsingum. Skráningar á kortið eru unnar af starfsfólki Náttúran er ehf. að höfðu samráði við ...

Velkomin á Endurvinnslukortið

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu, hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki.

Þjónusta

Tákn Endurvinnslukortsins yfir allt landið.Heimilisfang:
Á Endurvinnslukortinu er hægt að sjá hvaða þjónusta er í boði í nágrenni ...

Í Bandaríkjunum er um 40% alls matar hent í ruslið. Þar á sér stað vakning varðandi þetta gríðarlega vandamál líkt og hér á landi og annars staðar í Evrópu. 

Vottuð matbjörg (Food Recovery Certified) er fyrsta matbjargar-vottunarmerkið sem viðurkennt er þvert yfir Bandaríkin. Markmið vottunarinnar er að veita þeim fyrirtækjum viðurkenningu sem gefa ónotaðan mat og matarafganga til góðgerðarstarfsemi og ...

Vöðvabúnt óskast á morgun laugardaginn 28. júní kl. 10:30 í Endurvinnsluna Knarrarvogi 4 til að massa smá stálramma í langþráð gróðurhús sem verður síðan reist í matjurtargarði Miðgarðs - borgarbýlis í Seljahverfi sem fengið hefur nafnið Seljagarður.

Mæting í Seljagarð kl. 12:00 allir sem vettlingi geta valdið. Veðurguðirnir hafa lofað sól og sumaryl og ekkert er skemmtilegra en að ...

Luiza Klaudia Lárusdóttir er margfróð um næringu og heilsu og eldklár í eldhúsinu en Náttúran birtir myndbönd sem hún tekur sjálf.

Myndböndin birtast hér á síðunni í Grænvarpinu og greinar í Vistvæn húsráð og Vistrækt eftir eðli þeirra og innihaldi.

En leyfum Luizu að kynna sig sjálfa:

Ég heiti Luiza og er frá Póllandi. Ég hef búið á Íslandi undanfarin ...

Vistvænn landbúnaður er nokkurs konar millistig milli hefðbundins landbúnaðar og lífræns landbúnaðar (lög nr. 162, 1994; reglugerð landbúnaðarráðuneytis nr. 219, 1995). Ekkert eftirlit er þó með því hver notar merkið „Vistvæn landbúnaðarafurð“ á Íslandi í dag og hefur það því enga merkingu en er oft misnotað til að reyna að „grænþvo“ venjulega landbúnaðarafurð.

Munurinn á milli lífræns og vistvæns búskapar ...

Njótum náttúrunnar á Sólheimum!

29. júní, sunnudagur kl. 15:00 við Sesseljuhús - Jóga úti í náttúrunni
Unnur Arndísar jógakennari mun kenna gestum grunnstöður í jóga og mun leiða stutta hugleiðslu og tengja fólk þannig náttúrunni.

8. júlí, þriðjudagur kl. 17:00 við Grænu könnuna - Lífræn ræktun
Ágúst Friðmar Backmann kynnir lífræna ræktun, moltugerð og Aquaponics. Gengið um ræktunarstöð Sólheima, kíkt ...

Síðasta sumar datt mér í huga að pakka fallega laxinum sem mér var færður beint úr Hvíta inní rabarbarablöð og skella á grillið. Rabarbarblöðin voru svo falleg og stór að þau komu með hugmyndina sjálf. Þetta smakkaðist svo frábærlega að ég man enn eftir bragðinu og er ákveðin í að endurtaka þetta í kvöld, í Evróvisjónveisluna.

Hér kemur uppskriftin:

  • Takið ...

Ljósatvítönn [Lamium album] er innfluttur slæðingur sem vex víða við bæi í sveitum, einna algengust á vestanverðu Norðurlandi og á vestanverðu Suðurlandi. Oft finnst hún einnig á gömlum eyðibýlum. Myndin var einmitt tekin í garði við eyðibýli í Flóabyggð. Heimildaleit leiddi í ljós að ekki virðist vera mikið vitað um virkni jurtarinnar hér á landi, né á hún sér sögu ...

Þrátt fyrir að ég reyni að forðast að kaupa plastpakkaðan mat þá safnast plastumbúðir upp á heimilinu í síauknum mæli.

Eitt af því sem að mikið safnast upp af hjá okkur eru bakkar undan nautahakki. Þessir bakkar hafa lengi valdið mér hugarangri og ég fór að nota þá til að sortera skrúfur og annað verkfærakyns í í bílskúrnum en þeir ...

Hálendisferðir bjóða upp á gönguferðir um hálendið í sumar. Ósk Vilhjálmsdóttir er stofnandi og eigandi Hálendisferða. Leiðsögumenn með henni eru Hjálmar Sveinsson, Margrét Blöndal, Anna Kristín Ásbjörnsdóttir ásamt kokknum og myndlistarkonunni Brynhildi Þorgeirsdóttur.

Hálendisferðir í sumar eru:

Töfrar Torfajökuls
Gönguferð með trússi, fullu fæði og skálagistingu um eitt mesta háhitasvæði í heimi, Torfajökulsvæðið. Könnuð eru hin víðfemu og furðu lítt ...

Tilraunarekstur lofthreinsistöðvar við Hellisheiðarvirkjun, sem felur í sér niðurdælingu brennisteinsvetnis (H2S) frá virkjuninni, hófst þriðjudaginn 8. júní eftir nokkurra vikna gangsetningarprófanir. Stefnt er að því að stöðin hreinsi 15-20% af brennisteinsvetninu og minnki þannig líkur á því að styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti fari yfir mörk í byggð.

Þetta er í samræmi við kröfur þær sem fylgja framlengingu undanþágu ...

Vaskur hópur Seljagarðs-borgarbýlinga tók þátt flutningi skýlis, gróðurkassa og annars efnis sem Endurvinnslan hf. lét af hendi rakna til félagsins Miðgarðs - borgarbýlis sem hreiðrað hefur um sig á fyrrum skólagarðasvæði við Jaðarsel í Breiðholti.

Miðgarður - borgarbýli er fyrir alla sem hafa áhuga á að færa matvælaframleiðslu nær fólkinu og fyrir þá sem hafa áhuga á borgarbúskap. Allir áhugasamir eru hvattir ...

Goodie BagGoodie Bags, útfærsla af Doggie Bag gæti verið þýtt „Gott í poka“ á íslensku en farið er að dreifa þessum pokum til veitingahúsa svo þau geti hvatt veitingahúsagesti til að taka heldur matarafgangana með sér heim en að láta þá fara til spillis.

Vakandi, Landvernd og Kvenfélagasamband Íslands hér á landi ásamt Stop Spild af Mad verkefninu í Danmörku og ...

Úthlutað hefur verið úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups í ár og meðal þeirra verkefna sem styrkt voru að þessu sinni er verkefnið „Húsið og umhverfið“ í vef og app-útgáfu sem Náttúran.is er að ljúka við. Auk þess fékk Steinunn Harðardóttir styrk til að gerðar þáttarins „Með náttúrunni“ í Grænvarpi Náttúrunnar. Samtals var úthlutað til 35 verkefna.

Náttúran.is ...

Föstudaginn 6. júní kl. 8:30 - 10:00 heldur Vegagerðin og VSÓ-ráðgjöf morgunverðarfund á Grand Hóteli um mat á umhverfisáhrifum í tuttugu ár.

Farið verður yfir nýlega rannsókn VSÓ-ráðgjafar sem unnin var fyrir Vegagerðina og ber heitið: „Áhrifamat í vegagerð, endurtekið efni eða viðvarandi lærdómur?". Einnig munu fulltrúar Skipulagsstofnunar og Landverndar halda erindi á málþinginu.

Morgunverður verður í boði frá ...

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Evrópustofa í samvinnu við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, standa fyrir opnum fundi um stefnu Evrópusambandsins um loftslagsbreytingar í Odda 101 fimmtudaginn 5. júní kl. 13-16.

Á málþinginu verður fjallað um stefnu Evrópusambandsins í loftslagsmálum og hvernig hún hefur áhrif á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Er sambandið að standa sig nægilega vel í baráttunni gegn hlýnun jarðar? Á ...

„Búrfellslundur“ er nýtt heiti á 34 km² svæði þar sem fyrirhugað er að reisa nýtt vindorkuver, þ.e. vindlund með allt að áttatíu  2,5-3,5 MW vindmyllum. Fyrirhugaður Búrfellslundur er staðsettur ofan Búrfells, bæði á hraun/sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu, þar sem rannsóknarvindmyllur Landsvirkjunar eru staðsettar. Sjá kort.

Frestur til að gera athugasemdir er til 13. júní ...

Hrafnaklukkan er nú í blóma en hún getur verið annað hvort ljósfjólublá eða hvít á lit. Þetta smáa, að virðist viðkvæma blóm, býr þó yfir ýmsum leyndum kröftum og kostum sem nýta má til heilsubóta. Nú er rétti tíminn til að safna hrafnaklukku og þurrka. Nýttir plöntuhlutar er öll jurtin sem vex ofanjarðar, ekki rótin.

Á floraislands.is segir svo ...

Frá byrjun lífrænnar ræktunar á Íslandi hefur svepparotmassi þjónað sem einn öflugasti áburðargjafinn í ylrækt en svepparotmassinn fellur til sem aukaafurð úr sveppaframleiðslu Flúðasveppa.

Árið 2007 fengu Vottunarstofan Tún og Sölufélag garðyrkjumanna breska sérfræðinginn Dr. Roger Hitchings til að meta kosti og galla lífrænnar ylræktar og möguleika á aukningu hennar hér á landi. Dr. Hitchings taldi m.a. að jarðvegssuða ...

Markmið: Náttúruupplifun og næmni.

Verkefni: Nemendur eiga að setjast niður úti í náttúrunni, loka augunum og hlusta á hljóð náttúrunnar. Þeir eiga að telja á fingrunum hversu mörg hljóð þeir heyra og velta fyrir sér hvaða hljóð eru náttúruleg og hver eru af mannavöldum. Gaman getur verið að prófa leikinn á nokkrum mismunandi stöðum í náttúrunni, t.d. í skógi ...

Hæg breytileg átt er vettvangur þverfaglegrar vinnu þar sem unnar hafa verið hugmyndir er varpa ljósi á vistvænni, samfélagsmeðvitaðri, hagkvæmari og framsæknari íbúðarkosti í íslensku þéttbýli á 64. breiddargráðu í miðju Atlantshafi.

Markmiðið var að fá fram hugmyndir sem fela í sér endurskoðun viðmiða og varpa ljósi á nýja möguleika og ná fram hugmyndum sem mætti útfæra og framkvæma, en ...

Nýsköpunartorg verður haldið í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24 maí 2014. Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja auk spennandi sýningar fyrir almenning þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun.

Nýsköpunartorg er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs. Af þessu tilefni munu nærri 60 fyrirtæki ...

Gróður landsins getur verið óendanlega uppspretta ánægju og aðdáunar. Fjölmargar villijurtir eru einnig prýðilegar við ýmsum kvillum eða til matargerðar.

Að tína jurtir og finna nöfnin á þeim er skemmtileg og gagnleg afþreying fyrir fólk á öllum aldri. Börnum þykir skemmtilegt að meðhöndla blóm og blöð og að þekkja nöfnin á þeim gefur jurtunum aukið gildi. Besta leiðin til að ...

Sveppir eru dularfullar lífverur, reyndar teljast þeir ekki einu sinni til plönturíkisins heldur eru sérstakt fyrirbrigði í lífríkinu.
Á Íslandi eru nú um 2000 tegundir af sveppum þekktir. Þá eru ekki taldir með rúmlega 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni. Sveppir skiptast í marga flokka, en stærstir eru kólfsveppir og asksveppir.

Til að ...

Mikil umræða hefur verið á undanförnum árum um það hvernig hægt sé að fá fólk til að stíga út úr einkabílunum og nota almenningssamgöngur. Í kjölfar þess hefur þróunin verið í þá átt að fjölga strætóferðum frá höfuðborginni á landsbyggðina sem hefur gerbreytt búsetuskilyrðum t.a.m. á suður- og vesturlandi.

Þar sem almenningssamgöngur eru fyrir hendi er tilvalið að ...

Fyrirtæki er samheiti yfir hvers konar formlega skráðan rekstur. Fyrirtækjaskrá heldur utan um öll fyrirtæki og félög sem skráð eru á Íslandi.

Það sem áhugavert er að ræða um hér í Húsinu og umhverfinu eru fyrirtæki sem uppfylla ákveðin viðmið, bæði á sviði samfélags- og umhverfismála. Náttúran.is hefur frá árinu 2007 lagt mikinn metnað í að safna upplýsingum, skrá ...

Í bílskúrnum er oft fullt af eiturefnum s.s. sterkum hreinisefnum, leysiefnum, olíu og málningu fyrir hitt og þetta sem snertir húsið og bílinn.Ósjaldan eru hálftóm, full eða hálffull ílöt geymd árum saman í opnum hillum, til þess eins að henda þeim einhverntíma síðar. Bæði eld- og heilsufarshætta stafar af efnunum og betra er að losa sig við þau ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Í bílskúrnum er oft fullt af sterkum hreinisefnum, leysiefnum, olíu og málningu fyrir hitt og þetta sem snertir húsið og bílinn. Ósjaldan eru hálftóm, full eða hálffull ílöt geymd árum saman í opnum hillum, til þess eins að henda þeim einhverntíma síðar. Bæði eld- og heilsufarshætta stafar af efnunum og betra er að losa sig við þau ef ekki eru ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Nýir bílar seljast ekki lengur.

Þúsundir geymslustæða út um allan heim geyma milljónir af splunkunýjum bílum sem enginn vill kaupa.

Bílaframleiðendur neita þó að selja þá ódýrar því þá hrynur markaðurinn. Samt halda þeir áfram að láta bílaverksmiðjurnar framleiða nýja bíla, í von um að kreppunni ljúki á allra næstu dögum.

En bílarnir halda bara áfram að hrannast upp og ...

Mikið hefur verið í umræðunni í hvaða málmum best er að elda eða baka mat. Ál er ekki lengur talið ákjósanlegt efni í potta og pönnur. Ástæðan er sú að þrátt fyrir vinsældir álpotta hér áður hefur nú komið í ljós að álið tærist og fer út í matinn, sem við síðan neytum. Álið getur safnast fyrir í líkamanum og ...

Tvo þætti þarf að hafa í huga þegar kaffivélin er annars vegar. Í fyrsta lagi notar hún mikla orku og í öðru lagi fer mikill pappír í kaffisíurnar. Það minnkar því álag á umhverfið að kaupa kaffisíur úr óbleiktum, endurunnum pappír. Sumar kaffivélar eru þannig að þær eru með orkusparandi ham.

Espressovélar gera engar kröfur um pappír og eru að ...

Örbylgjuofninn er umhverfisvænn hvað varðar orkunotkun en skiptar skoðanir eru um gæði þess matar sem er hitaður eða eldaður í honum*.

Ekki setja plastílát í örbygljuofn. Ílát sem eru örugg fyrir örbylguofn eru auðkennd merkin sem sýnir disk og bylgjur.

Gæta skal þess að nota örbylguofninn af gát og fylgja leiðbeiningum.

*Örbylgjur eru rafsegulfræðileg orka, svipað ljósbylgjum eða útvarpsbylgjum og ...

Búsáhöld eru til margvíslegra nota í eldhúsinu og það er betra að eiga minna af góðum gæðum en mikið úrval af lélegum gæðum.

Góð glerglös eða kristalsglös geta enst ágætlega sé vel með þau farið en plastglös eru aftur á móti mjög þægileg, sérstaklega þar sem börn eru í heimili. Varast skal þó að velja glös úr PVC því þau ...

Tölvur eru nauðsynleg tæki í hverju fyrirtæki og varla fyrirfinnst tölvulaust heimili á Íslandi í dag. Tölvur eru einfaldlega alls staðar og gera allt fyrir alla.

Þó að tölvur séu stórkostleg tæki að flestra mati hefur tölvuframleiðslu geigvænlega neikvæð umhverfisáhrif. Bæði vegna þeirra náttúrauðlinda sem framleiðsla hráefnis í tölvurnar hefur í för með sér, flutnings efnis heimsálva á milli og ...

Framleiðandi:
Náttúran er ehf. ©2014. Öll réttindi áskilin.
Upplýsingar og grafík má ekki afrita né birta með neinum hætti án leyfis framleiðanda.

Verkefnis- og ritstjórn:
Guðrún A. Tryggvadóttir

Tæknistjórn og forritun:
Einar Bergmundur Arnbjörnsson

Grafík:
Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir

Textahöfundar:
Guðrún A. Tryggvadóttir myndlistarmaður, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir umhverfisfræðingur og þýðandi, Hildur Hákonardóttir listamaður og búkona, Einar Einarsson verkfræðingur ...

Hvað er Húsið og umhverfið?
Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf.

Hvernig nota ég Húsið og umhverfið?
Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga hér á auðveldan hátt og verið viss um að ...

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrkti verkefnið.

Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkti verkefnð.

Aðrir samstarfsaðilar:

Grunnskólinn í Hveragerði

Náttúruskóli Reykjavíkur

Landvernd

Leikjavefurinn.is

Sigrún Helgadóttir

Vistbyggðarráð

 

 

 

Til þess að þurrka jurtir þarf að setja þær undir einhverskonar farg strax eftir tínslu. Best er að nota bók eða bunka af dagblöðum og leggja eitthvað þungt ofan á dagblöðin þegar heim kemur. Ef þú vilt tína jurtir í ferðalaginu er gott að vera með dagblaðabunka í skottinu á bílnum til að leggja jurtirnar í og leggja síðan eitthvað ...

Ef þú hefur aðeins lítið pláss til umráða eða getur fengið smá pláss á svölum eða holað þér niður hjá vini eða kunningja gætir þú komið þér upp Eldhúsgarði í örlitlu útgáfunni. Góð stærð til að miða við er einn fermeter 1m2 en á einum fermeter má rækta ýmislegt og hafa gaman af. Ef reiturinn er ekki plægður fyrir getur ...

Heimilið er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Þar eigum við skjól fyrir veðri og vindum hversdagsins. Þar fáum við hvíld og endurnærum líkama og sál. Með því að stjórna umhverfismálum heimilisins náum við einnig stjórn á umhverfismálum heimsins. Ef hver og einn hugsaði af kostgæfni um heimili sitt og nánasta umhverfi myndi margt fara á betri veg. Húsið er ...

Fair Trade deildin

Við eigum að spyrja spurninga og gera kröfur!

Stofnfundur Fair Trade samtakanna á Íslandi verður haldinn á kaffiteríunni í Perlunni, þann 10. maí kl. 11:00 en 10. maí er alþjóðlegi Fair Trade dagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim.

Við tökum þátt í baráttunni fyrir sanngjörnum viðskiptum við þróunarlöndin og styðjum um leið þá sem vilja gera vel. Fair Trade ...

Hvað er Húsið og umhverfið?
Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf.

Hvernig nota ég Húsið og umhverfið?
Þegar spurningar vakna um einstaka hluti á heimilinu eða þegar þú þarft að kaupa nýja hluti þá getur þú leitað þér uppplýsinga hér á auðveldan hátt og verið viss um að ...

Nauðsynlegt er að hafa lampa við rúmið, bæði til að geta lesið á kvöldin og sem ratljós þegar farið er fram úr á dimmum nóttum. Oft eru lampar í svefnherberginu með góðum skermi eða með dimmer svo hægt sé að stjórna birtunni og forðast þannig að munur á myrkrinu og ljósinu skeri ekki um of í augun. Næturljós eru oft ...

Þegar við notum hugtakið himinn þá eigum við oftast við allt það sem er fyrir ofan okkur, loftið og jafnvel allan himingeiminn, drauma og þrár. Himininn er í hugum margra heimkynni guðanna og sá staður sem við snúum aftur til eftir dauðann. Himininn er því að vissu leiti andlegur staður frekar en það sem við köllum veðrahvolf og geim og ...

Náttúruverndarþing 2014 verður haldið laugardaginn 10. maí, kl. 10:00-17:00 í húsi Ferðafélags Íslands í Mörkinni og eru allir vekomnir á þingið.

Dagskrá:

10:00-10:10 Opnun: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar

10:10-11:00 Náttúruverndarupplýsingaveitur:

  • María Ellingsen frá Framtíðarlandinu kynnir Náttúrukortið
  • Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur frá Náttúran.is kynna Græna kortið
  • Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar kynnir ...

Fimmtudaginn 8. maí kl 15:00 stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi í Norræna húsinu sem ber yfirskriftina, „Háhýsi eða smáhýsi í vistvænu skipulagi“.

Á fundinum verða kynntar tillögur að vistvænum borgarhlutum, annars vegar Vogabyggð við Sundin og hins vegar nýju Hlíðarendahverfi í Vatnsmýrinni. Samspil bygginga og skipulags verður skoðað sérstaklega út frá almennum skilgreiningum um sjálfbæra byggð. 

Í umræðunni um ...

Endurvinnslukortið IconNáttúran.is hefur gefið út Endurvinnslukort fyrir iPhone og iPad og er það nú aðgengilegt í AppStore. Smáforritið er ókeypis og notkun þess líka. Þeir sem nota það yfir 3G eða 4G samband greiða fyrir gagnflutning sem reynt er að halda í lágmarki.

Tilgangur Endurvinnskortsins er að fræða um flokkun og endurvinnslu og einfalda leit að réttum stað fyrir hvern ...

Atvinnulífið er grunnstoð hverrar þjóðar. Það aflar þegnum landsins lífsviðurværis, bæði nauðsynja og atvinnu.

Atvinnulífið er ekki aðeins fyrirtækin sjálf heldur einnig fólkið sem býr til, stjórnar og vinnur hjá fyrirtækjunum. Oft er þó talað um atvinnulífið eins og yfirvald sem fólkið á allt sitt undir en í raunveruleikanum væru fyrirtækin ekki til án fólksins sem vinnur störfin.

Atvinnulífið byggir ...

Mengun er það þegar aðskotaefni komast út í umhverfið þar sem þeir geta valdið óstöðugleika, röskun, skaða og óþægindi í vistkerfinu. Mengun getur verið kemískt efni eða orka eins og hávaði, hiti eða ljós. Mengunarvaldar geta komið fyrir náttúrulega en þeir kallast aðskotaefni þegar þeir eru meira en náttúrulegt magn.

Mengun frá álverum
Útblásturssvæði (þynningarsvæði) álvera er svæðið næst álverum ...

Íslenska sauðkindin er af hinu Norður-evrópska stuttrófukyni. Víkingar fluttu með sér meðal annars skandinavískt sauðfé þegar þeir settust að á Íslandi fyrir meira en þúsund árum síðan. Íslenska sauðkindin er lágfætt miðað við önnur sauðfjárkyn, ýmist hyrnd eða kollótt , ullarlaus á fótum og andliti og litafjölbreytileiki einkennir hana.

Um 500 þúsund kindur eru á íslandi í dag en sauðfjárbúskapur er ...

Orkunotkun tækja s.s. heimabíóa er skilgreind með orkumerkjum s.s. Energy Star og Evrópska orkumerkinu.
Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda ...

Barnamenningarhátíð fer nú fram í Reykjavík í fjórða sinn. Hátíðin stendur yfir dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni og er hátíðin kærkominn vettvangur fyrir menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn.

Hátíðin fer fram víðsvegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi eru höfð að ...

Það er eins með garðáhöld og önnur mannanna verk að gæðin skipta meginmáli. Það er enginn sparnaður í því að kaupa drasl sem dettur í sundur eftir stuttan tíma og þurfa svo að kaupa ný garðáhöld á nokkurra ára fresti.

En það er jafn mikilvægt að fara vel með áhöldin sín svo þau grotni ekki niður. Passa að láta þau ...

Foss eða fallvatn nefnist það þegar á eða fljót fellur fram af klettabrún. Fossar setja sterkan svip á náttúru Íslands. Fossar eru misháir, breiðir og vatnsmiklir og mynda þeir oft stórkostlegt sjónarspil freyðandi vatnsflaums og fyrirstaða á leiðinni niður í hylinn. Fossar eru hluti af hringrás vatnsins en allt vatn á jörðinni er tengt saman.

Litlir vatnsdropar verða að lækjarsprænum ...

Skilagjald er öllum drykkjaumbúðum þ.e. áldósir, gler- og plastflöskur eru skilagjaldsskildar. Það þýðir að fyrir hverja framleidda dós/flösku þarf framleiðandi að borga 16 krónur í Úrvinnslusjóð. Þennan pening innheimtir framleiðandi síðan að sjálfsögðu hjá okkur með því að leggja hann á vöruna. Úrvinnslusjóður greiðir síðan til baka þessar 16 krónur til þess sem skilar umbúðunum á réttan stað ...

Það sparar orku að nota frekar ketil til að hita vatn en að hita það í potti á eldavélinni. Frá umhverfissjónarmiði er best er að fjárfesta strax í vönduðum katli og gæta þess að kveikja ekki á honum tómum því það eyðileggur elementin.

Munum að sjóða aðeins eins mikið vatn og við þurfum á að halda hverju sinni til að ...

Veðrið, þ.e. hitastig, úrkoma og vindar ásamt legu lands, og hæð yfir sjávarmáli stjórna lífsskilyrðum á Jörðinni. 

Veðrahvolf
Innsta lag lofthjúpsins byrjar við yfirborð jarðar og nær 9 km hæð við pólsvæði jarðar en 12 km hæð við miðbauginn. Innan þessa hvolfs dregur jafnt og þétt úr hitastigi með aukinni hæð, frá 18°C meðaltali við yfirborðið niður í ...

Prentarar eru af margvíslegum gerðum og gæðum, bæði dýrir og ódýrir. Hagkvæmast er að velja prentara sem hentar þínum þörfum og sem prentar báðu megin á pappírinn. Passaðu þig á að fá upplýsingar um prenthylkin áður en þú kaupir prentara. Stundum eru prenthylkin svo dýr og óumhverfisvæn (mikið plast og ekki hægt að fylla á þau) að betra hefði verið ...

Stór hluti tekna okkar fara í mat. Rétt geymsla matvæla skiptir því miklu máli, bæði til þess að hann skemmist ekki of fljótt og til þess að hann mengist ekki. Rétt kæling og frysting er að sjálfsögðu grunnatriði við annað en þurrvöru en það er ýmislegt annað sem að við verðum að hafa í huga.

Að nota réttar umbúðir:

  • Notaðu ...

Með skipulagi heimafyrir getur flokkunin verið skemmtileg fyrir alla fjölskyldumeðlimi að taka þátt í. Að hrúga öllu upp í bílskúrinn, kjallarann eða herbergi er ekki góð aðferð.

Til að flokkunin heppnist og gangi snurðulaust fyrir sig, er gott að útbúa eða fjárfesta í kössum fyrir hina ýmsu flokka. Merkt ílát hvort sem það eru pokar eða önnur ílát einfalda flokkkunina ...

Aukin tækni í samskiptum hefur minnkað þörfina fyrir óþarfa ferðalög. Fjarfundarbúnaður, samtöl með mynd í farsímum, skrifstofuveggir geta orðið skjáir og samskiptatæki. Þetta höfum við séð í Star Trek en nú er þessi tækni að verða raunveruleg.

Vinnufélagar og fjölskyldumeðlimir geta búið hver í sinni heimsálfu en verið samt í nánum daglegum samskiptum í gegnum miðla eins og Scype. Fjarlægðir ...

Skrifstofupappír er verðmætur. Hann er dýr og því verðum við að fara sparlega með hann. Best er að sleppa því alveg að prenta sé þess kostur og láta rafræn gögn nægja. Ef nauðsynlegt er að prenta út efni er sparnaður í því að prenta báðu megin á blaðið.

Við val á skrifstofupappír skiptir máli að velja umhverfismerktan pappír t.d ...

Við sofum hluta lífs okkar. Góð dýna skiptir því máli og hún þarf að henta þér. Sumum finnst gott að liggja á mjúkri dýnu en aðrir vilja liggja á harðri dýnu.

Hægt er að kaupa Svansmerktar dýnur úr hreinum nátturuefnum sem anda vel og duga heila mannsævi. Gríðarlegt úrval er til að „heilsudýnum“, marglaga dýnum, vatnsdýnum og Tempur-dýnum. Ýmsar skoðanir ...

Gluggar hleypa mikilli orku út úr húsinu. Vel einangraðir gluggar, tvöfaldir og jafnvel þrefaldir spara til lengri tíma litið mikla peninga því orkan sem smýgur út um gluggann nýtist engum. Því er einangrunargildi glugga nokkuð sem skiptir miklu máli þegar velja skal glugga í ný hús. Á líftíma sínum í húsinu spara þeir allavega fyrir sjálfum sér, fyrir eigendur sína ...

Rafmagnstækjum fjölgar sífellt á heimilum landsins. Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda seytlar hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auðveldasta ...

Tré eru lífsnauðsynleg lífinu á jörðinni. Þau binda jarðveg og stuðla að jarðvegsmyndun gegnum rotnunarferli laufblaða, trjágreina og trjábola. Án jarðvegs væri enginn landbúnaður. Trén eru einnig hluti af innbúi okkar, sumir búa í timburhúsum og húsgögn og parketgólf eru smíðuð úr viði.

Skógar þekja um þriðjung lands á jörðinni og veita lífsnauðsynlega þjónustu um alla veröld. Um 1,6 ...

Í fjórtándu grein í skýrslu um eflingu græna hagkerfisins sem Alþingi samþykkti samhljóma á síðasta löggjafarþingi kveður á um að „allar stofnanir ráðuneyta og öll fyrirtæki í eigu ríkisins birti ársskýrslur í samræmi við leiðbeiningar Global Reporting Initiative (GRI)“. En hvað er GRI?

Global Reporting Initiative (GRI) er sjálfseignarstofnun og  samstarfsvettvangur fyrirtækja og félagasamtaka sem hafa staðlað hvað samfélagsskýrslur fyrirtækja ...

Ruslaurant opnar á Járnbraut á Granda fimmtudaginn 1. maí frá kl. 14:00. 

„Þann 1.maí ætlar Ruslaurant að vekja athygli á öllum þeim góða mat sem fer til spillis daglega og bjóða gestum og gangandi uppá veitingar. Frír matur fyrir alla (á meðan birgðir endast).

Í ferlinu frá framleiðanda til neytenda er árlega 1/3 af öllum mat hent ...

Í dag fórum við hjá Náttúran.is með 2064 Græn kort í póst, fjögur eintök í hvern einasta skóla á landinu, samtals 516 skóla, allt frá leikskólum til háskóla. Sendingunum fylgdi svohljóðandi bréf:

Kæru skólastjórnendur.

Græna kortið er afrakstur áralangrar vinnu við rannsóknir og gagnasöfnun um stofnanir, félög, verkefni, þjónustu- og framleiðslufyrirtæki sem og ...

Náttúran.is óskar Kaffitári til hamingju með Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem fyrirtækið fékk afhend í gær á Degi umhverfisins.

Kaffitár hefur um árbil sýnt mikinn metnað á sviði umhverfismála. Árið 2010 fékk Kaffitár Svansvottun en fyrirtækið rekur sjö kaffihús (sjá kaffihús Kaffitárs hér á Grænum síðum).

Sjá alla sem hlotið hafa Kuðunginn til þessa hér á Grænum síðum ...

Í dag, á Degi umhverfisins 2014 fagnar Náttúran.is sjö ára afmæli sínu en vefurinn var opnaður af þáverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars við athöfn Dags umhverfisins að Kjarvalsstöðum þ. 25. apríl á því herrans ári 2007. Þá þegar hafði beinn undirbúningur staðið frá janúar 2004 þegar Guðrún Tryggvadóttir fór á Brautargengisnámskeið til að gera viðskiptaáætlun fyrir vefinn sem hafði þá ...

Breskur sérfræðingur um lífríki sjávar hefur varað við því að súrnun sjávar - afleiðingar loftslagsbreytinga - muni hafa gríðarleg áhrif á Íslandi.

Dan Loffoley, sérfræðingur í vistkerfum úthafanna (sjá grein hér á vefnum) m.a. helsti ráðgjafi IUCN (International Union for Conservation of Nature) í verkefnum er lúta að verndun úthafanna og heimskautasvæðanna, hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands þ ...

Þann 22. apríl er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í ...

Kaja organic ehf. flytur einungis inn lífrænt vottaðar matvörur.  Slagorð fyrirtækisins er “lífrænt fyrir alla” og er verið að visa beint í boðskapinn og að auki í verðstefnu fyrirtækisins.  Aðaláhersla er lögð á að þjónusta framleiðendur, stóreldhús eins og leik-og grunnskóla auk veitingastaða, yfir 120 vöruliðir í pakknigastærð 5-25kg.  Að auki flytur Kaja inn sælkeravörur / gourmetvörur (lífrænt vottaðar) fyrir smásölumarkað ...

Lóan er komin. En ekki aðeins hún. Á fuglar.is segir:

Mikið kom af farfuglum á suðausturland í dag (15. apríl 2014), stanslaust flug heiðlóa, hrossagauka, stelka og heiðargæsa. Frá Höfn og í Suðursveit mátti sjá tugi hópa af hrossagaukum svona 20-50 saman, mörg hundruð heiðlóur í svona 50-200 fugla hópum. töluvert er komið af heiðargæsum og komu margir hópar ...

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar sem eru á dagskrá yfir vetrartímann, að jafnaði annan hvern miðvikudag kl. 15:15-16:00 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3.hæð.

Fræðsluerindi á Hrafnaþingi eru ókeypis og opin öllum!

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 30. apríl nk. mun Ester Rut Unnsteinsdóttir flytja erindi sitt „Merkilegir melrakkar“.

Sjá flokkinn Melrakkar ...

Grænþvottur (greenwashing) kallast aðferðafræði í markaðssetningu sem felur í sér að fyrirtæki reyna að slá ryki í augu umhverfis- og heilsumeðvitaðra neytenda til að selja þeim vörur sínar og þjónustu á fölskum forsendum. Grænþvottur getur verið af margvíslegum toga og því ekki skrítið að neytendur ruglist í rýminu. Enda leikurinn til þess gerður.

Hér að neðan er leitast við að ...

Félagið Konur í tækni heldur fund í dag og verður fundurinn helgaður sjálfbærni í tilefni Græns apríls. Markmiðið er að gefa gestum innsýn inn í atvinnulífið og að sýna hvernig samfélagsábyrgð getur gefið fyrirtækjum samkeppnisforskot. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í höfuðstöðvum GreenQloud klukkan 17:30 þriðjudaginn 15. apríl.

Á viðburðinu á Facebook segir:

Vissir þú að upplýsingatækniiðnaðurinn er ...

PEFC er umhverfismerki óháðu samtakanna Programme for the Endorsement of Forest Certification. PEFC merkið tryggir að viðkomandi skógarafurðir séu framleiddar úr sjálfbærum skógum. Framleiðsluvörur merktar PEFC eru t.d. pappír, viðarkol, viður, viðarhúsgögn, pappamál o.m.fl.

 

Morgunfrú [Calendula officinalis] - þetta saklausu garðblóm, eins og skapað til að vera bara garðaprýði, býr yfir kyngikrafti sem nýttur er á ýmsa vegu.

Í bókinni Íslenskar lækningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur grasalækni segir svo um notkun morgunfrúar: „Morgunfrú er góð við bólgu og særindum í meltingarfærum, eitlum og vessakerfi. Blómin eru notuð fyrir og eftir uppskurð á krabbameinsæxlum til að ...

Lífræn ræktun matjurta! Frá og með næsta hausti býður Garðyrkjuskóli Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi upp á nám í lífrænni ræktun matjurta. Með þessu vill skólinn koma til móts við sívaxandi áhuga almennings á lífrænt ræktuðum afurðum. Maður spyr sig reyndar hvað veldur því að þessi deild er ekki fyrir löngu komin á námsframboðslista skólans en það er annað ...

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar samþykkti í vikunni að bærinn verði leiðandi sveitarfélag á Íslandi til að sporna við notkun innpaukapoka úr plasti.

Ráðið samþykkti að markmiðinu verði náð með samstilltu átaki íbúa og verslunareigenda, markvissri kynningu, samráði og samstarfi allra hagsmunaaðila.

Verslunareigendur auki framboð á fjölnotapokum og umhverfisvænum ruslapokum sem leysast hratt upp í náttúrunni. Einnig kemur fram að Hafnarfjarðabær ...

Birkielixír til yngingar (eftir 35 ára aldurinn)

Innihald:
Birkilauf*, safinn úr 20 sítrónum, hrásykur.
Hlutföll: 1,5 kg. birkilauf.
Safinn úr 20 sítrónum.
3,5 kg. hrásykur.

Nýttir plöntuhlutar: Ný lauf og óskemmd.
Tími söfnunar: Að vori.

  1. dagur: Soðnu vatni hellt yfir birkilaufin í stórum potti og látið liggja yfir nótt. Vatnið á að fljóta vel yfir laufin.
  2. dagur: Birkilaufin ...

Kjöraðstaða til að geyma ferskvörur er í ísskápnum við 0-4 °C. Kælingin eykur geymsluþol ferskafurða um nokkra daga upp í nokkrar vikur allt eftir fæðuflokkum. Kæling stöðvar ekki örveruvöxt né ensímvirkni en hægir á þeim tímabundið. Á kælivörum er geymsluþol annað hvort sýnt með dagsetningu (best fyrir) eða sagt hve lengi varan er fersk eftir opnun umbúða.

Skilda er að ...

Nordic Built er norrænt fjármögnunartilboð til fyrirtækja sem þróa sjálfbærar vörur og þjónustu til að endurgera byggingar. Verkefnið veitir hlutafjármögnun frá norrænu hagsmunaaðilum.

Nordic Built gerir þær kröfur að verkefnin feli í sér samstarf fyrirtækja eða samtaka frá nokkrum norrænum ríkjum.

Síðla árs 2013 tók Norræna ráðherranefndin þá ákvörðun að tryggja framhald kyndilverkefnis Norræna Nýsköpunarsjóðins, Nordic Built, og var það ...

Þú þarft ekki bara „niðurbrjótanleg“ þvottaefni, þú þarft „engin“ þvottaefni. Undarboltinn þvær án allra sápuefna! Þetta hljómar of vel til að vera satt en er satt.

Nú höfum við fjölskyldan verið að nota Undraboltann í 3 mánuði. Ég vildi bíða með að fjalla um boltann áður en að persónuleg reynslusaga lægi fyrir. Í raun er þetta ótrúlegt og því er ...

Evrópumiðstöð á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Vistbyggðarráð býður til opinnar málstofu um það hvernig vistvæn hönnun getur gagnast fyrirtækjum. Málstofan verður á Hilton Reykjavík Nordica (2. hæð) þann 11. apríl frá kl. 8:00 – 10:30.

Dagskrá málstofu:

8:00-8:30 Morgunverðarhlaðborð og skráning

8:30-8:50 Opnun og kynning á verkefninu ECHOES. Kjartan Due Nielsen, verkefnisstjóri Evrópumiðstöðvar á ...

Fjölmennt var á aðalfundi Landverndar laugardaginn 5. apríl sl. og var mikill baráttuandi í fundarmönnum.

Fundurinn ályktaði um fjögur mál: gjaldtöku af ferðamönnum (náttúrupassa), loftslagsmál, áskorun á verkefnisstjórn rammaáætlunar um að taka ekki fyrir svæði í núverandi verndarflokki í nýrri rammaáætlun, og um aukið, marvisst samstarf og mögulega sameiningu frjálsra félagasamtaka á sviði náttúru- og umhverfisverndar.

Fram kom á fundinum ...

Kort þetta er birt með fyrirvara um réttar upplýsingar og er aðeins ætlað til glöggvunar en ekki ferða. Náttúran er ehf. tekur enga ábyrgð á skaða sem hlotist gæti af tæknilegum orsökum eða röngum upplýsingum. Skrásetningar byggja á upplýsingum frá upprunaaðilum s.s. endurvinnslufyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum sem hafa með úrvinnslumál í landinu að gera.

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki. Í raun er nú engin afsökun lengur til fyrir því að flokka ekki sorpið sitt og koma því til endurvinnslu.

Staðreyndin er sú, að það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða sorp er í ...

Matarsóun hefur verið nokkuð til umræðu hér á landi að undanförnu, loksins, en á málþingi sem haldið verður í tilefni Grænna daga Norræna húsinu fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 11:30 verður matarsóun aðalumræðuefnið.

Að málþinginu standa Slow Food í Reykjavík og GAIA - félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands.

Málþingið fer fram á íslensku fyrir hádegi og ...

Niðurstöður skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPPC) sem birt var í Yokohama í Japan í dag leiða í ljós að áhrif hlýnunar jarðar sé geigvænleg og birtast þau í ýmsum myndum nú þegar s.s. með ofurstormum og flóðum, bráðnun jökla, þurrkum, vatnsskorti og skógareldum, ógnun búsvæða manna og dýra og breytingum á lífríkinu. Allar þessar breytingar hafa aftur áhrif á ...

Samstarfsyfirlýsing

Náttúran.is og Vistbyggðarráð hafa gert með sér samkomulag um miðlun, fræðslu og framsetningu upplýsinga um aðgengi að vistvottuðum byggingavörum hérlendis m.a. í gegnum vefsíðuna natturan.is ásamt því að hafa samstarf um undirbúning og greiningu markaðar fyrir vistvænar byggingavörur. Samkomulagið gildir frá árinu 2013 til ársins 2016.

Ferðamálastofa veitir árlega umhverfisverðlaun til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin eru veitt árlega. Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í ár en þau voru afhent á ráðstefnunni Sjálfbærni sem sóknarfæri? á Hótel Natura í dag. Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar  er sérstaklega vel að verðlaununum komið en fyrirtækið hefur um árabil ...

Vistmennt

Vistmennt er fjölþjóðlegs samstarfsverkefnis í umsjá Arkitektafélags Íslands og kemur samnefnd ritröð „Vistmenn“ út á HönnunarMars. Hún fjallar um sjálfbærni í byggðu umhverfi og byggir á námsefni sem á að nýtast öllum sem starfa við mannvirkjagerð og/eða eru í námi á hinum ýmsu námsstigum. Ritröðin er styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins.

  • Vala á vistvænni byggingarefnum
  • Veðurfar og byggt umhveri ...

Nýlega hóf Ríkissjónvarpið útsendingar á matreiðsluþættiinum Eldað með Ebbu.

Ebba Guðný Guðmundsóttir er tvegga barna móðir, grunnskólakennari, þáttagerðarkona, bókaútgefandi og sjálflærð í næringarfræðunum, sem hefur haldið hollri matargerð að landanum á undanförunum árum.

Ebba gaf út bókina „Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða?“ fyrir nokkrum árum en bókin kom einnig út á ensku undir titlinum What ...

Þann 29 mars 2014 slökkvum við ljósin klukkan 20:30 í klukkutíma til að vekja athygli á orkusparnaði, umhverfismálum og velferð jarðar.

Reykjavík tekur þátt í Earthhour viðamiklum viðburði á heimsvísu þar sem borgarbúar draga úr lýsingu í eina klukkustund. Yfir 150 lönd taka þátt víðs vegar um heiminn.

Jarðarstundin er eitt fjölmennasta samstillta einstaklingsframtak í umhverfismálum í heiminum í ...

Í dag standa Sameinuðu þjóðirnar fyrir alþjóðlegum degi vatnsins en vatn er ein mikilvægast auðlind veraldar. Án vatns er hvorki hægt að rækta jurtir né brynna skepnum. Án vatns er ekkert líf. í ár er dagurinn kenndru við vatn og orku.

Stór hluti íbúa Jarðar líða vatnskort á hverjum degi. Við íslendingar erum svo heppnir að þekkja ekki vatnsskort af ...

Ferðamálastofa stendur fyrir málþingi um ávinning, hindranir og tækifæri í sjálfbærri ferðaþjónustu á Hótel Reykjavík Natura þ. 27. mars nk. kl: 12:30-17:00.

Dagskrá:

12:30    Skráning og afhending gagna.

13:00    Setning. Elías Gíslason, settur ferðamálastjóri.

13:10    Ávarp. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.

13:20    Sustainability – long term engagement at national, local and tour operator level. Ingunn ...

Ráðstefna um samræktun „aquaponics“ fer fram á Sólheimum í Grímsnesi þ. 25. mars nk.

Dagskrá:

  • 8:30-9:00        Skráning og kaffi
  • 9:00-9:10        Velkomin að Sólheimum - Guðmundur Ármann Pétursson, Sólheimar
  • 9:10-9:30        Kynning á aquaponics – Ragnheiður Þórarinsdóttir, Svinna-verkfræði ehf. / Háskóli Íslands
  • 9:30-9:50        Breen - Aquaponics á Spáni – Fernando Sustaeta, Breen
  • 9:50-10:10      Aquaponics í stórborginni Kaupmannahöfn ...

HönnunarMars stendur fyrir dyrum. Margar áhugaverðar sýningar og viðburðir verða í boði á HönnunarMars í ár. Nokkrar sýninganna hafa vistvæna hönnun sem aðalþema. Ein af þeim er ShopShow.

ShopShow er sýning á norrænni samtímahönnun sem hefur verið sett upp á Norðurlöndunum. Þar er vakin athygli á samspili framleiðslu og neyslu og lögð áhersla á rekjanleika vörunnar. Sýningin sem er nú ...

  • Basilika
  • Blaðlaukur / púrra
  • Garðablóðberg / thimian
  • Majoram
  • Rauðkál
  • Rósakál
  • Stikksellerí

Forræktun tekur um 7 til 9 vikur.

Byggt á upplýsingum Vilmundar Hansen í grein í Bændablaðinu þ. 6. mars 2014.

Á Sáðalmanakinu hér á vefnum getur þú séð hvaða dagar á tímabilinu mars-apríl eru hagstæðastir til sáningar.

Ljósmynd: Nokkurra vikna gamlar káljurtir, sem búið er að prikkla í eigin potta, þar ...

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa gefið út veggspjald með yfirskriftinni „Dynkur, fossinn sem ekki má hverfa - Verndum Þjórsárver og fossa Þjórsár“. Veggspjaldinu er ætlað að hvetja almenning til að standa vörð um Dynk og hálendi Íslands.

Friðlýsing í uppnámi:
Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og friðlýsingin var endurskoðuð árið 1987. Haustið 2013 var búið að ganga frá nýrri verndaráætlun fyrir ...

Velkomin/n á Náttúran.is 3.0, nýja útgáfu, en vefurinn var upphaflega stofnaður fyrir tæpum sjö árum síðan eða þ. 25. apríl 2007. Öll uppbygging vefsins hefur verið tekin til gagngerrar endurskoðunar. Nýi vefurinn er skalanlegur á spjaldtölvur og snjallsíma. 

Við vonumst til að með þessu framtaki takist okkur að sinna umhverfisfræðsluhlutverki okkar enn betur en áður og byðjum ...

Vinir Þjórsár láti ekki undir höfuð leggjast að kynna sér síðustu breytingar á Rammaáætlun. Þar er Hvammsvirkjun flutt í nýtingarflokk. Er vit í því? Umsagnafrestur rennur út nk. miðvikudag þann 19. mars.

Á vef Rammaáætlunar segir:

Tillögur verkefnisstjórnar um flokkun virkjunarkosta kynntar -12/19/13
Að afloknu umsagnarferli um drög að tillögu um flokkun virkjunarkosta hefur verkefnisstjórn áætlunar um vernd ...

Á fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar, þann 13. mars mun Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt kynna verkefni sem byggja á endurnýtingu hráefnis sem áður hefur verið sett til hliðar sem úrgangur. Á fyrirlestrinum fjallar hún um hugmyndafræði, hönnun og úrvinnslu þeirra verkefna sem hún er með hugann við þessa dagana.

„Úrgangur“ er vaxandi vandamál, áhugi á vistvænum lausnum og enduvinnslu eykst með ári hverju, sú ...

Föstudaginn 14. mars kl. 13.00-17.00 verður haldið málþing um Guðmund Pál Ólafasson í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Guðmundur Páll Ólafsson (1941-2012) var einkar fjölhæfur maður og lagði gjörva hönd á margt. Hann er án efa þekkastur fyrir bókaflokk sinn um náttúru Íslands en síðasta bókin í þeim flokki, Vatnið í náttúru Íslands, kom út árið 2013, u ...

Ályktun Búnaðarþings 2014 um lífrænar landbúnaðarafurðir:

Búnaðarþing 2014 telur mikilvægt að efla framleiðslu á lífrænum landbnúnaðarafurðum. Búnaðarþing 2014 hvetur bændr í öllum búgreinum til að meta og nýta þau tækifæri sem eru til staðar í framleiðslu og sölu á lífrænum landbúnaðarvörum. Bændasamtökum Íslands verði falið að halda málþing til kynningar og fræðslu á lífrænni landbúnaðarframleiðslu í samstarfi við VOR (Verndun ...

Grænvarpið er mynd- og hljóðvarp Náttúran.is. Grænvarpið flytur vandaðar umfjallanir um samfélags-, ferða- og umhverfismál líðandi stundar, bæði efni úr eigin framleiðslu og aðsent efni.

Sérstök áherslu er lögð á viðtöl við fólk sem er að gera spennandi og uppbyggilega hluti í samfélaginu.

Í þættinum „Með náttúrunni“ í Grænvarpinuer lögð sérstök áherslu á persónuleg viðtöl við fólkið sem stendur ...

Alþjóðlegi baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag undir kjörorðinu „Inspiring Change“. Víða um heim fagna konur deginum og minna á mikilvægi jafnréttis kynjanna og stöðu kvenna í hinum ýmsu menningarheimum. Sjá nánar um hátíðahöld dagsins um víða veröld á Internationalwomensday.org.

Baráttufundur verður haldinn í Iðnó í dag kl. 14:00.

Fram koma:

  • Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir
  • Johanna Van ...

Færeyjar eru bestu eyjarnar fyrir ferðamenn að heimsækja, samkvæmt úttekt bandaríska ferðatímaritsins National Geographic Traveler. Ísland deilir fimmta sæti á listanum með Mackinac-eyju í Michigan í Bandaríkjunum og Kangaroo-eyju í Ástralíu.

Um Ísland er sagt að álver og virkjanir séu ókostir við Ísland. Orðrétt segir m.a.; Dramatic landscapes, unique culture, and high environmental awareness, but “new smelters and hydro-electric ...

Norðurlandaráð auglýsir nú eftir tilnefningum til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2014.

Í ár verða verðlaunin veitt í 20. sinn. Verðlaunin nema 350 þúsund danskra króna.

Einu sinni hefur íslenskt fyrirtæki hlotið verðlaunin en það var Marorka sem fékk verðlaunin árið 2008 fyrir nýsköpun á sviði orkusparnaðartækni (Sjá grein). Á sl. ári fékk Selina Juul verðlaunin en hún hefur um árabil ...

Fimmtudaginn 6. mars milli kl. 17:00 og 19:00 stendur fésbókarhópurinn Matarbýtti í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands fyrir matarbýttum í kjallara Kvennaheimilisins Hallveigarstaða, Túngötu 14 í Reykjavík.

Viðburðurinn, sem kallast Út úr skápnum, gengur út á það að hver sem er getur komið með hráefni úr eldhússkápnum sínum og skipt því út fyrir annað hráefni úr eldhússkáp einhvers annars ...

Þann 28. febrúar sl. fékk SORPA vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum á þremur starfsstöðvum, móttöku- og flokkunarstöð, urðunarstað og skrifstofu. Innleiðing á öðrum starfsstöðvum er hafin.

ISO 14001 staðallinn nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit allra umhverfisþátta SORPU og byggir á sama grunni og ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn sem fyrirtækið fékk vottun samkvæmt árið 2011. Staðallinn gerir kröfu um að ...


Við lífræna ræktun er mikilvægt að byrja rétt og nota lífrænt vottuð fræ. Víða er til afmarkað úrval af lífrænum fræjum en það virðist vera mismunandi milli ára hvort innkaupaðilar hafi áhuga á að kaupa inn lífræn fræ eða ekki.

 Til þess að teljast „lílfræn“ verða umbúðirnar að bera lífænt (Organic) vottunarmerki. Þau geta verið frá ýmsum löndum og þar ...

Kvikmynd Darrens Aronofsky, Noah, var tekin upp hér á landi að hluta til á árinu 2012. Við tökur á myndinni lagði Darren mikla áherslu á valda engu raski á náttúrunni. Kvikmyndin Noah verður frumsýnd í Sambíóunum Egilshöll þann 18. mars kl. 17.30. Um kvöldið þ. 18. mars verða síðan haldnir tónleikar í Hörpu til stuðnings náttúruvernd á Íslandi, þar ...

Sáðalmanak Náttúrunnar er sett þannig fram að þú sérð á tímalínu hvaða tímabil hentar best til að sá til eða gróðursetja hina sex flokka; ávexti, blóm, blöð, rót, tré og ýmislegt. Einnig hvenær óhagstætt er að sá eða gróðursetja. Þú getur valið um að sjá einn dag, viku eða mánuð í senn. Með smelli á reitina sérð þú nákvæmar tímasetningar ...

Náttúran hefur frá upphafi starfrækt Náttúrumarkað, vefverslun með hugsjón en eitt af meginmarkmiðum Náttúrunnar er að veita neytendum samræmdar upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur á óháðu markaðstorgi, þannig að þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á samanburði óvéfengjanlegra upplýsinga um vottanir, uppruna og tilurð vörunnar, hreinleika, samsetningu og förgun innihalds og umbúða.

Hér á nýjum vef Náttúrunnar munum við ...

Grasa-Gudda er guðmóðir Náttúran.is en fyrsta útgáfa vefsins, sem fór í loftið haustið 2005, hét einmitt grasagudda.is og fræddi um jurtir og var ennfremur fréttavefur um umhverfismál.

Tilgangur Grasa-Guddu þáttarins hér á vefnum er að seilast í viskubrunna fortíðar og nútíðar og fræða um villtu jurtirnar og hvernig þær geta fætt okkur og læknað. Fjöldi greina um villtar ...

Náttúran.is verður með kynningarbás á Mataramarkaði Búrsins í Hörpu helgina 1.-2. mars þar sem fjölmargir framleiðendur munu kynna og selja framleiðslu sína beint.

Kíkið við hjá okkur frá kl. 11:00 - 17:00 á laugardag eða sunnudag, fáið kynningu á nýja vefnum og takið með ykkur Grænt kort af Íslandi og höfuðborgarsvæðinu í prentútgáfu.

Hlökkum til að sjá ...

Náttúran.is býr yfir miklu úrvali af myndefni og textum um náttúru og umhverfi sem henta vel til kennslu á hinum ýmsu skólastigum. Við bjóðum upp á að útbúa sérsniðnar veggmyndir með því mynd- og textaefni sem óskað er eftir. Veggmyndirnar geta verið í þeim stærðum sem henta hverjum og einum. Við bjóðum ferðaþjónustuaðilum og öðrum áhugasömum að fá Græna ...

„Þetta er mjög græn stefna. Við viljum hafa matjurtagarða og kaupmanninn á horninu í öllum hverfum“, sagði Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs við undirritun nýs aðalskipulegs Reykjavíkur í Höfða í gær. 

Ekki er gert ráð fyrir nýjum úthverfum. Markmiðið er að þétta byggðina og eiga 90 prósent allra íbúða að rísa innan núverandi þéttbýlismarka. Skapa á heildstæðari borgarbyggð, nýta betur ...

Sóun á mat veldur mikilli umhverfismengun, eykur kostnað á matvælum og þegar við hendum mat erum við á sama tíma að henda peningum. Verum Vakandi og stuðlum í sameiningu að því að hætta að sóa mat.“ 

Vakandi eru samtök sem vilja auka vitundarvakningu um sóun matvæla.
Talið er að á Íslandi endi þriðjungur þeirra matvæla sem framleidd eru sem sorp ...

Vitna má í allar fréttir og greinar á Náttúran.is á öðrum miðlum eða nýta sér RSS fréttafóðrun en vinsamlegast getið uppruna með skýrum hætti og tengið inn á viðkomandi grein með tengli. Við aðstoðum gjarnan við að finna sértækt efni á vefnum og veitum frekari upplýsingar. Hafið samband við okkur á natturan@natturan.is.

Náttúran er ehf. á höfundarrétt ...

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna. Lykillinn er að flokka úrgang rétt til að það sé mögulegt. Röng flokkun getur gert að verkum að ómögulegt sé að endurvinna úrgang á ...

Ferskir ávextir eru oft grunsamlega fagrir. Það er ekki einungis að ljótu ávextirnir hafa verið flokkaðir burt, heldur hafa margir ávextir einnig verið úðaðir eða þvegnir með skordýraeitri til þess að þeir líti betur út. Lífrænir ávextir hafa hins vegar ekki verið þvegnir upp úr eiturefnum, ekki hafa verið notuð fyrirbyggjandi lyf og varnarefni og einungis er notaður lífrænn áburður ...

Heimilið er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Þar eigum við skjól fyrir veðri og vindum hversdagsins. Þar fáum við hvíld og endurnærum líkama og sál. Með því að stjórna umhverfismálum heimilisins náum við einnig stjórn á umhverfismálum heimsins. Ef hver og einn hugsaði af kostgæfni um heimili sitt og nánasta umhverfi myndi margt fara á betri veg. Húsið er ...

Börnin okkar verðskulda það besta og hreinasta sem völ er á. Framleiðsla vörutegunda eins og vefnaðarvöru, leikfanga, húsgagna og matvöru er oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa þó að sum framleiðsla sé sem betur fer umverfisvænni en önnur. En hvernig vitum við hvaða framleiðandi er ábyrgur og hvaða vara er betri og heilbrigðari en önnur? Viðurkenndar vottanir hjálpa okkur til að vita ...

Korn er uppistaða brauðmetis og hreinleiki kornsins er því það sem mestu máli skiptir varðandi brauðmat. Sætt brauð, kökur og kex hafa aftur á móti oft sykur og fitu sem aðaluppistöðuefni. Brauðmatur úr lífrænu korni er almennt umhverfisvænna en annað brauð, sérstaklega ef kornið er ekki flutt um langan veg. Mikil mengun vegna flutninga getur vegið upp á móti öllum ...

Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri. Íslendingar eru menningarþjóð sem leggur mikið upp úr lestri og kaupir mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða áratugi. Hvernig væri að ...

Fair Trade deildin

Fair Trade eða sanngirnisvottun er oft nefnt réttlætismerki enda byggist hugmyndafræðin á því að sanngirni og virðing sé viðhöfð í viðskiptum. Sanngirnisvottun er nokkurs konar viðskiptasamband framleiðanda, innflytjanda, verslana og neytenda, sem er opið, gagnkvæmt og með virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi.
Sanngirnisvottun er staðfesting á því að varan er unnin á siðferðislega sanngjarnan hátt, án skaðlegra áhrifa fyrir starfsmenn og ...

Fatnaður er okkur mannfólkinu nauðsynlegur og stendur okkur næst i orðsins fyllstu merkingu. Húðin snertir efnið og því er mikilvægt að íhuga hvað við berum næst okkur. Mörg litarefni og framleiðsluferli fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks ...

Þegar verslað er hér á Náttúrumarkaði fer pöntunin alltaf í pakka sem er sendur með Íslandspósti samdægurs eða næsta dag eftir því á hvaða tíma dagsins þú pantar. Pöntunin fer af stað samdægurs sé pantað fyrir kl. 12:00 á hádegi og er þá að jafnaði komin á leiðarenda daginn eftir. Þú getur einnig sent pakkann til annarra, sem gjöf ...

Ferskt lífrænt grænmeti er án efa besta grænmeti sem hægt er að fá. Ekki er verra ef það er íslenskt. Lífrænt grænmeti er ræktað á þann hátt sem styður við vistkerfi og viðheldur heilbrigði jarðarinnar. Grænmeti er einnig ein aðaluppistaðan í mörgum unnum matvörum og því tilefni til að lesa vandlega á umbúðirnar. Hér í deildinni eru nákvæmar upplýsingar um ...

Heilsuvörur eru vörur sem stuðla að bættri heilsu á einhvern hátt. Í dag er nokkuð erfitt að skilgreina hvað flokkast undir heilsuvörur og hvað ekki, því úrvalið er gríðarlegt og hugtakið heilsa svo víðfemt. Það sem fyrir einn er hollt er kannski óheppilegt fyrir annan svo það er erfitt að alhæfa í því sambandi. Til að mynda eru þarfir ófrískra ...

Það hefur verið margsannað í rannsóknum að það að eiga gæludýr eykur lífsgæði og lengir lífið. Gönguferð með hundinum er góð líkamsrækt í hvernig veðri sem er. Gæludýrahald er mannvænt en sem slíkt er það ekki talið umhverfisvænt. Það borgar sig að gefa gæludýrinu góðan mat sem er ekki búinn til úr úrgangi heldur hollu hráefni, helst lífrænu. Mikil gróska ...

Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað ...

Kaffi, te og krydd eru þurrkaðar afurðir ýmissa jurta. Líkt og með lifandi plöntur gildir að ræktun sé sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað. Lífræn vottun eða umhverfisvottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni ...

Landsbankinn 2012 og 2015
Uppbyggingarsjóður Suðurlands 2015
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - 2006, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013 og 2014
Sorpa 2012, 2014 og 2016
Úrvinnslusjóður
2012 og 2014
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
- 2009, 2011, 2013 og 2014
Alþingi Íslendinga - 2008, 2009, 2010 og 2011
Norræni menningarsjóðurinn- 2010
Landsvirkjun - 2010 og 2011
Reykjavíkurborg - 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013
Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar - 2009 ...

Að borða lítið af kjöti er eitt það umhverfisvænsta sem hægt er að gera. Það þarf mikið magn vatns, heys, korns og ekki síst lands til þess að framleiða hvert kíló af kjöti. Íslenskt kjöt er þó betra en flest annað kjöt í Evrópu að þessu leyti. Íslenska fjallalambið gengur um frjálst úti í guðsgrænni náttúrunni og er því umhverfisvænt ...

Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð eða lökkuð með óvistvænum efnum sem ekki eru sérstakleg heilsusamleg og jafnveg skaðleg. Góð leikföng þurfa ekki alltaf að vera úr hreinum náttúrlegum efnum þó að þau geti verið það. Gerviefni geta verið jákvæð út frá umhverfissjónarmiðum ...

Green Map® System er alþjóðlegt flokkunarkerfi til að auðvelda þér að taka þátt í því að skapa sjálfbært samfélag. Þú finnur grænni fyrirtæki, vörur, og þjónustu sem og menningarstarfsemi og náttúrufyrirbæri alls staðar á landinu. Athugið að sumir flokkar taka einnig til varhugaverðra fyrirbæra og svæða.

NÝTT! Grænt kort – Suður, sérstök app-útgáfa um Suðurland.

Lífrænar vörur eru þær vörur kallaðar sem bera vottun sem standast reglugerð Evrópusambandsins um lífræna framleiðslu og viðurkennd er af IFOAM, alheims-regnhlífarsamtökum um lífrænan landbúnað. 750 samtök frá 108 löndum eru aðilar að IFOAM. Vottunarmerkin bera ýmis nöfn sem getur verið erfitt að átta sig á. Þess vegna eru viðurkenndar vottanir alltaf skýrðar sérstaklega hér á vefnum og tengjast hverri ...

Í matvörudeildinni finnur þú allar mat og drykkjarvörur eða allt vöruúrval Náttúrumarkaðarins sem er ætlað til manneldis. Hér í deildinni leitumst við við að setja fram sem nákvæmastar upplýsingar og birta innihalds, framleiðslu- og vottunarupplýsingar á sem nákvæmastan hátt. Regla er að allar upplýsingar sem er að finna á umbúðunum séu hér vel læsilegar. Það á við bæði um samsetningu ...

Hildur Hákonardóttir, lista- og búkona með meiru, hefur starfað sem ráðgjafi og greinarhöfundur frá stofnun Náttúrunnar.

Greinar úr bókum Hildar „Ætigarðinum“ og „Blálandsdrottningunni“ birtast hér á vefnum reglulega auk þess sem Hildur hefur verið með í ráðum við þróun liða s.s. Eldhúsgarðsins sem er sameiginlegt hugarfóstur þeirra Guðrúnar Tryggvadóttur og Hildar. Reynsla Hildar af uppeldi plantna og annarra lífvera ...

Framleiðsla á einföldustu raftækjum hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Þess vegna keppast framleiðendur víða um heim nú um að sýna lit og minnka umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En ekki taka allir þátt í því og bíða þangað til að fyrirskipanir berast t.d. frá ESB sem þvinga þá til að minnka umhverfisáhrifin. Við getum tekið þátt í því að „umhverfisvæni verði markaðsforskot ...

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna. Lykillinn er að flokka úrgang rétt til að það sé mögulegt. Röng flokkun getur gert að verkum að ómögulegt sé að endurvinna úrgang á ...

Fiskur er holl uppspretta próteins og vítamína. Hann inniheldur einnig Omega-3 fitusýrur sem eru fyrirbyggjandi gegn mörgum sjúkdómum.

Nokkrir aðilar hafa þróað staðla og vottunarkerfi fyrir sjálfbæra nýtingu sjávarfangs. Umfangsmest þeirra er Marine Stewardship Council (MSC), en einnig hafa Friends of the SeaFriends of the Sea, KRAV í Svíþjóð, Naturland í Þýskalandi og stjórnvöld nokkurra ríkja þróað slík kerfi ...

Snyrtivörur varða daglega umhirðu líkama okkar. Margar snyrtivörur höfða mest til skjótfenginna fegurðaráhrifa en taka lítið tillit til áhrifa á heilsu notandans eða umhverfisáhrifa til lengri tíma. Til eru lífrænt vottaðar snyrtivörur, umhverfisvottaðar og siðgæðisvottaðar. Snyrtivörur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum koma náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft er búið að einangra þau til að fá ...

Plöntur eru ýmist villtar eða framleiddar, þ.e. komið á legg með sáningu fræja eða gróðursetningu t.a.m. stiklinga. Þær jurtir sem eru á boðstólum hérlendis eru ýmist fluttar inn eða framleiddar hérlendis. Eftirlit með innflutningi fræja, lifandi jurta, afskorinna blóma og áburðar er á höndum Matvælastofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er að hindra að sjúkdómar eða meindýr sem berist til ...

Náttúran.is hefur hannað og látið framleiða allar vörur Náttúrubúðarinnar. Hér finnur þú Svansmerktu Náttúruspilin, lífrænt- og kolefnisvottaða stuttermaboli og taupoka merkta Náttúrunni.is sem og græn kort og veggmyndir í ýmsum stærðum og gerðum. Athugið að einnig er hægt að sérpanta veggmyndir með ákveðnum skilaboðum t.d. til notkunar í skólastarfi og einnig er hægt að panta stærri upplög ...

Dominique Plédel Jónsson þýddi efni Græna kortsins hér á vefnum yfir á frönsku svo það mætti nýtast öllum frönskumælandi á ferð sinni um landið.

Dominique Plédel Jónsson er landfræðingur að mennt frá háskóla í París og með réttindi sem leiðsögumaður á Íslandi. Hún hefur verið búsett á Íslandi síðan 1971 með 10 ára hléi er hún var búsett í Danmörku ...

Eins og í sælgæti er ógrynni af litarefnum í ís og frostpinnum.  Sum þessara litarefna eru unnin úr hráolíu eða kolatjöru.  Brilljant blátt FCF (E-133) t.d. er að finna í ís. Efnið var lengi bannað í sumum löndum Evrópu en hefur nú verið leyft vegna reglna innan ESB. Efnið er unnið úr kolatjöru og það getur framkallað ...

Það hefur færst í vöxt að fisk- og kjötvörur séu ekki hrein afurð, jafnvel þó að aðeins sé um niðurskurð og pökkun að ræða. Kjúklingalæri og ýsuflök pökkuð í frauð og plast eru oft sprautuð með vatni, salti og sykri auk bragðaukandi efna.

Unnu fisk- og kjötafurðirnar eru þó enn varasamari hvað þetta varðar. Nítröt og nítrít (natríum og kalíumsölt ...

Steinunn Harðardóttir

Þáttastjórn Með náttúrunni

Steinunn Harðardóttir gekk til liðs við Náttúruna og stjórnaði þáttaröðinni „Með náttúrunni“ í Grænvarpinu á árunum 2014-2015, Grænvarpið er þjónustuliður þar sem áherslan er á vandaðar umfjallanir sem snerta samfélags-, ferða- og umhverfismál líðandi stundar. Grænvarpið leggur ekki síst áherslu á viðtöl við fólk sem er að gera spennandi og uppbyggilega hluti í samfélaginu.

Um ...

Börnin okkar verðskulda það besta og hreinasta sem völ er á. Líkami barna er mun minni en okkar fullorðnu, og börnin þola því minna af hættulegum efnum þar sem áhrif slíkra efna eru oft minni eftir því sem líkamsþyngd er meiri.

Í sælgæti er ógrynni af litarefnum. Sum þessara litarefna eru unnin úr hráolíu eða kolatjöru. Brilljant blátt FCF (E-133 ...

Ísland er land sem þarf að flytja inn megnið af ávöxtum sem hér eru á markaði, en mjög gott íslenskt grænmeti er hins vegar ræktað innanlands. Ávextir og grænmeti sem eru ekki með skýrt upprunavottorð eru oft grunsamlega fallegir. Oft er askorbínsýra (E300) og sítrónusýra (E330) notaðar til að varðveita lit og ferskleika grænmetis og ávaxta einkum þegar flytja þarf ...

Flest ilmvötn í dag eru unnin úr jarðolíu, og til er í dæminu að eitt ilmvatnsglas sé samsull úr um 500 mismunandi efnum. Yfirleitt stendur bara ilmefni á umbúðunum, og ekki kemur fram að þau eru unnin úr jarðolíu eða kolatjöru. Í snyrtivörum geta verið hvimleið aukefni eins og E-240 - formaldehýð sem er þekktur krabbameinsvaldur. E-218 Metýl paraben og önnur ...

Ný útgáfa Græna kortsins yfir Ísland birtist nú hér á vefnum á fimm tungumálum, íslensku og ensku eins og í fyrri útgáfum og á þremur nýjum málum, þýsku, ítölsku og frönsku. Með því að auka við málaflóruna hefur Græna kortið nú möguleika á að ná til mun stærri hóps jarðarbúa en áður.

Þýsku þýðinguna vann Kathrin Schymura, ungur þroskaþjálfi sem ...

Náttúruteymið

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Náttúrunnar vinna nú að nýjum vef sem settur verður í loftið þ. 1. febrúar nk. Vefurinn verður einfaldur í útliti en stórbrotinn í allri virkni. Nýi vefurinn verður skalanlegur á spjaldtölvur og snjallsíma. Við vonumst til að með þessu framtaki takist okkur að sinna umhverfisfræðsluhlutverki okkar enn betur en áður.

Beðist er afsökunar á að ekki er ...

Sjónvarpið er hinn mesti tímaþjófur á heimilinu. Það eyðir líka einna mestri raforku.
Nýju flatskjáirnir eyða t.d. gífurlegri orku, miklu meiri en forverar þeirra túpuskjáirnir.

Nokkrar gerðir sjónvarpa eru á markaði í dag, en algengustu sjónvörpin eru Led-sjónvörp. Auk þess eru til NeoPlasma og Oled-sjónvörp. LCD og Plasma voru algengastir áður fyrr og eru enn til á markaði.

Orkunotkun ...

Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt.

Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað ...

Þriðjudaginn 23. janúar kl. 8:30 - 10:00 standa Festa og Samtök atvinnulífsins fyrir ráðstefnunni "Fyrirtæki og samfélagið: Sameiginlegur ávinningur" á HIlton Reykjavík Nordica.

Á ráðstefnunni fá forsvarsmenn sex fyrirtækja, sem öll hafa innleitt hugmyndafræði um samfélagsábyrgð, sjö mínútur til að segja sína sögu:

- Hvers vegna að innleiða stefnu um samfélagsábyrgð?

- Hverju getur samfélagsábyrgð skilað fyrirtækinu?

- Hverjar eru helstu áskoranirnar ...

Málning frá því að þú málaðir síðast, lakk fyrir bílinn, leysiefni og terpentína eru oft geymd lengi í bílskúrnum. Slík efni eru eldmatur og ættu að vera í lokuðum hirslum, helst í járnskápum. Uppgufun og öndun þessara efna getur legið í loftinu og eldur blossað upp ef opinn glóð er í nágrenninu. Best er að losa sig við málninguna ef ...

Hringið í Neyðarlínuna 112 ef slys ber að höndum.

Ef um minni skrámur eða veikindi er að ræða er góður sjúkrakassi eitt það allra nauðsynlegasta á heimilinu. Einnig er gott að hafa mikilvægustu símanúmer á ísskápshurðinni og á miða í sjúkrakassanum. Plástrar í ýmsum stærðum, sáraumbúðir, teygjubindi, verkjalyf og sótthreinsandi áburður er það allra nauðsynlegasta.

Það er staðreynd að flest ...

Nú er hart í ári fyrir smáfuglana okkar, víða djúpt að kroppa í gegnum snjóinn. Það er því mikilvægt að við hugsum til okkar litlu vina og gefum þeim lítið eitt af borði okkar, það munar um það. Það er auðvitað hægt að fara út í búð og kaupa poka af fuglafóðri en við gömlum eplum, ögn af fitu eða ...

Með vitundarvakningu og þátttöku almennra neytenda er hægt að nota markaðsöflin til þess að leysa mörg af þeim umhverfisverkefnum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag, hvort sem þau eru staðbundin eða hnattræn. Þetta vill Náttúran er ehf. gera með því að vera:

  • fréttamiðill og veita neytendum óháðar upplýsingar um vörur og þjónustu sem tengjast náttúrunni, umhverfis-, félagslegum og/eða ...

Ísland er í 30. sæti hjá New York Times yfir '52 places to go in 2014'. Í blaðinu birtist eftirfarandi grein um Ísland og ímyndið ykkur áhrifin sem að slík frétt getur haft. Þetta er orðsporið sem ríkisstjórnin og umhverfisráðherra eru búin að skapa okkur. Er þetta það sem við viljum?

Náttúruundur í hættu. Farið að sjá þau áður en ...

Um árabil hefur SORPA gefið út einstaklega falleg og skemmtileg dagatöl.

Myndskreyting almanaks SORPU í ár er unnin af einstaklingum sem sækja þjónustu hjá Ási styrktarfélagi, nánar tiltekið í Lyngási, Bjarkarási, Lækjarási og Ási vinnustofu. Það er til marks um sköpunarkraft þeirra sem tóku þátt í verkefninu að verkin sem bárust voru mun fleiri en mánuðir ársins.

Hér til hliðar ...

Ímyndið ykkur framtíðina án plastpoka í öllum skápum og skúffum heimilisins þar sem litlu plastikpokahaldararnir inni í eldhússkápnum ná aldrei að halda utan um allan þann fjölda plastpoka sem læðast inn á heimilið úr búðinni.

Sú framtíð er ekki langt undan á Hawai þar sem öll fjögur byggðu sveitarfélög landsins hafa samþykkt plastpokabann í kjörbúðum en bannið mun taka gildi ...

Myndlist er mikilvæg á hverju heimili ekki síður en tónlist og bækur. Hvort sem um verk virtra listamanna eða teikningu eftir börnin er að ræða, gildir að frágangur, upphenging og samspil við það sem fyrir er í rýminu gerir gæfumuninn. Það góða við „góða myndlist“ er að hún er vönduð, fer ekki úr tísku og er því ákaflega umhverfisvæn.

Um ...

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands og félagið Vinir Þjórsárvera sendu í fyrradag þ. 3. janúar frá sér eftirfarandi bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- og auðlindaráðherra. Í bréfinu eru greinargóðar útskýringar á því hvað það er sem ráðherra er að gera rangt og hvaða lög hann er að brjóta með ákvörðun sinni um að breyta mörkum friðlands Þjórsárvera sem tilkynnt ...

Erfðabreytt matvæli eru í sjálfu sér ekki hluti af E-efna kerfinu. En rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Rannsóknir hafa að mestu verið framkvæmdar og kostaðar af framleiðendum og því verður að taka þeim með fyrirvara.

Óháðir aðilar hafa framkvæmt rannsóknir sem sumar hverjar benda til þess að erfðabreytt matvæli hafi slæm áhrif á meltingarkerfi tilraunadýra ...

Margir hafa tekið eftir því að algengar brauðtegundir eru farnar að endast æ lengur. Samt er það svo að brauð sem er nýbakað úr náttúrulegum hráefnum helst ekki lengi ferskt.

Ýmis efni eru notuð til að lengja geymslutímann. Kalsíum própríónat (E282) kemur þannig í veg fyrir að brauð og kökur mygli. Rannsóknir benda til þess að efnið geti skert athyglisgáfuna ...

Náttúran.is skoraði á söluaðila flugelda á landinu öllu fyrir áramótin 2007 (sjá áskorunina) að sýna ábyrgð og taka það upp hjá sér að upplýsa viðskiptavini sína um umhverfisáhrif er af flugeldum og blysum hljótast og hvetja til réttrar meðhöndlunar á því mikla magni úrgangs sem hlýst af sprengigleði landans. Því er skemmst frá að segja að margir dyggir stuðningsmenn ...

Það hlaut að koma að því; jólapappír, umbúðir, borðar, kassar, ruslið eftir aðfangadagskvöld er komið og allt þarf þetta að fara eitthvert, en hvert?

Það er óskaplega freistandi að troða bara öllu í stóra svarta plastpoka og troða ofan í tunnu...eða eitthvað. En ef allir gerðu það...þvílík sóun. Það er til betri leið, allavega fyrir umhverfið og hún ...

Mennirnir hafa frá fornu fari fórnað skepnu til guða sinna þegar mikið lá við. Valið besta sauðinn eða það dýr sem hendi var næst og í sumum tilvikum lagt mikið upp úr því að innbyrða það með viðhöfn á eftir. Jólasteikinni má líkja við fórn til guðs/guðanna fyrir endurkomu ljóssins. Staðreyndin er að við mennirnir höfum í raun lítið ...

Nú, í aðdraganda jóla og áramóta, á hátindi ársins, lítum við til baka og reynum að gera okkur grein fyrir hvað árið færði okkur, hvað við gerðum fyrir aðra og hvað við hefðum getað gert betur. Eins og Jörðin ferðast hring í kringum sólina á einu ári þá er hugmyndin um tíma einnig eins og hringur sem lokast og byrjar ...

Kertaljósið er í hefðbundnu jólahaldi okkar jólaljósið sjálft. Ljósið býr yfir djúpstæðri merkingu um jólaboðskapinn. Það býr yfir frumkraftinum; eldinum sem er táknrænn fyrir lífið sjálft, einkum hið innra líf. Það er ljósið innra með okkur; trúin, vonin og kærleikurinn.

Grafík: Kerti, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Með því að velja íslenskt jólatré leggur maður sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett.

Skógræktarfélög ...

Grenitré er sígrænt og minnir á eilíft líf. Með því að skreyta það undirstrikum við gjafmildi jarðar og þá töfra sem náttúran býr yfir. Skrautið sem við setjum á tréð hefur allt ákveðna þýðingu fyrir sálina. Þríhyrningsform grenitrés vísar upp og er tákn elds. Það er einnig tákn föður, sonar og heilags anda.

Grafík: Skreytt jólatré, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.


Kort sem ekki eru með aðskotahlutum s.s. málmfilmum eða gerviefnum má setja í venjulega pappírsendurvinnslu en kort með aðskotahlutum eru ekki endurvinnanleg. Það sama gildir um gjafapappír. Jólapappír er oft með mikið af málmum og er því óendurvinnanlegur. Flestan jólapappír má  setja í pappírsgáma. Sterk rauður jólapappír (meirihlutinn rauður) og mikið gylltur pappír er óvelkominn í pappírsgáminn og fer ...

Guðsmóðirin hefur mikið vægi í kaþólskri trú en ekki alveg að sama skapi í lúterskri trú. Móðirin gleymist oft eða er öllu heldur túlkuð í náttúrulögmálinu, samanber móður jörð.

Það að María skuli hafa átt barn sitt eingetið setur mennskum mæðrum stólinn fyrir dyrnar því samkvæmt því eiga þær börn sín í synd.  Hugsanlega er kominn tími til að íhuga ...

Í dag þ. 13. desember 2013 er síðasti dagur framlengingar frests til að senda inn athugasemdir við frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um brottfall laga um náttúruvernd, nr. 60/2013.

Mikil andstaða hefur verið við áform ráðherra um brottfall náttúruverndarlaga en í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands segir m.a.:

Frumvarp það sem ráðherra hefur lagt fram um brottfall laga ...

Vörurleitin á Náttúrumarkaði gefur þér kost á að þrengja leitina til að finna vörur sem uppfylla þær kröfur sem þú gerir til framleiðanda, merkingar eða viðurkenndrar vottunar. Sjá hér til hægri undir Vöruleit á Náttúrumarkaði. Vöruleitin nýtist vel til vistvænna innkaupa opinberra aðila jafnt sem fjölskyldunnar.

Allar vörur sem skráðar eru á Náttúrumarkað koma upp í Vöruleit, hvort sem þær ...

Þriðja árið í röð heldur ljúfmetisverslunin Búrið sinn sístækkandi og gómgleðjandi jólamatarmarkað í Hörpu helgina 14. - 15 des. frá kl. 11:00 - 17:00.

Rúmlega fimmtíu framleiðendur og bændur frá öllum landsfjórðungum koma saman í Hörpunni til að selja og kynna vörur sínar og framleiðslu. Fjölbreytt úrval ljúfmetis hefur aldrei verið meira og hægt verður að krækja sér í eitthvað ...

Elding hvalaskoðun hefur nú tryggt sér hina virtu gullvottun EarthCheck sem eru vottunarsamtök fyrir ferðaþjónustu. Þannig hefur Elding slegist í hóp með leiðandi fyrirtækjum á heimsvísu sem, á fimm ára tímabili eða lengur, hafa sýnt fram á einurð og sett sér háleit markmið í umhverfisstjórnun.

Til að öðlast vottun frá EarthCheck, þarf að gera grein fyrir umhverfisfótspori og fylgja alþjóðlega ...

Fyrirtækin Síminn, Pósturinn og Græn framtíð standa fyrir farsímasöfnunarátaki 6.-16. desember næstkomandi. Pósturinn sendir sérhannaða  plastpoka inn á öll heimili í landinu sem viðtakendur eru hvattir til að nýta undir bilaða eða afgangs farsíma. Símunum er svo skilað til Símans, þaðan sem þeir rata í hendur Grænnar framtíðar, sem kemur þeim í verð með endurnýtingu og endurvinnslu. Fyrirtæki geta ...

Í fyrra kom út Jákvæðar sögur af Svaninum í smærri byggðum hjá Norrænu ráðherranefndinni hefti með 18 frásögnum af reynslu lítilla fyrirtækja í smærri byggðum á Norðurlöndunum sem fengið hafa vörur sínar eða þjónustu vottaða með Norræna umhverfismerkinu Svaninum eða Umhverfismerki Evrópusambandsins. Stefán Gíslason hjá UMÍS ehf. Environice safnaði frásögnunum og bjó þær til útgáfu, en verkið var fjármagnað af ...

Orkuveita Reykjavíkur hefur á undanförnum árum selt upprunaábyrgðir á markað í Evrópu. Það er þó ekki svo að íslensk raforka sé nú flutt úr landi um rafstreng án þess að við höfum tekið eftir því heldur er málið þannig vaxið að með aukinni eftirspurn eftir „vottaðri endurnýjanlegri orku“ á meginlandinu hefur verið komið á kerfi sem að gerir raforkuframleiðendum eins ...

Vistvæn jól - er hugtak sem farið er að nota yfir það að taka örlítið meira tillit til umhverfisins og náttúrunnar þegar að jólaneyslan er annars vegar. Betra væri þó að tala um „minna vistspillandi jól“ því að nútíma jól og jólaundirbúningur getur ekki talist sérlega umhverfisvænn. Það er ekki ætlunin hér að umturna hefðum og ræna börnum gleði jólanna, þvert ...

Þörf okkar fyrir táknmyndir jólanna kemur hvað skýrast í ljós við val á formum fyrir smákökur.

Við notum, hringi, stjörnur, hjörtu, engla.  Á kökurnar má líta eins og oblátur.

Ljósmynd: Piparkökubakstur, Guðrún Tryggvadóttir.

Náttúran.i vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu prentútgáfu Græna Íslandskortsins sem kom út haustið 2013. Án þeirra hefði kortið aldrei litið dagsins ljós. Við viljum þakka öllu því góða fólki, í eftirfarandi fyrirtækjum og stofnunum, sem tók ákvörðun um að Grænt kort® yfir Ísland væri mikilvægt tillegg til samfélagsins. Stuðningsaðilarnir eru:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Áfengis- ...

Endurvinnsla sorps er ein mikilvægasa leiðin til að minnka ágang á gæði jarðar og ætti að vera sjálfsagður þáttur í hverju fyrirtæki og á hverju heimili. Um 1/7 hluti alls úrgangs fellur frá heimilum en 6/7 frá fyrirtækjum heimsins. Með endurvinnslu eykst meðvitund um hvað við sóum miklu og verðmæt efni komast aftur í umferð og hættuleg efni ...

Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri. Við Íslendingar erum sem betur fer menningarþjóð sem leggur mikið upp úr lestri og kaupir mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða ...

Þegar gjöf er valin er ekki síst mikilvægt að hafa í huga að ákvörðun þín hefur alltaf bein áhrif á umhverfið. Ef gjöfin er flutt langt að og er framleidd úr PVC, áli eða öðrum efnum sem hafa óvéfengjanlega slæm áhrif á umhverfið, bæði við framleiðslu og eftir líftíma, þá ertu kannski ekki að gefa eins góða gjöf og þú ...

Vistvæn innkaup snúast um að velja þá vöru sem er síður skaðleg umhverfinu og heilsu manna samanborið við aðrar vörur sem uppfylla sömu þörf og samtímis bera sama eða lægri líftímakostnað.

Til þess að auðvelda innkaup á vörum og þjónustu sem eru síður skaðleg umhverfi og heilsu hefur Náttúran.is tekið saman 11 viðmið sem spanna veigamestu þættina. Viðmiðin eru ...

MAST hefur send út boð til hóps félaga og fyrirtækja um að Skráargatið, sænskt merki sem á að gefa til kynna að tiltekin vara sé „hollari“ en sambærilegar vörur á markaði, verði loks innleitt hér á landi, sem er ánægjulegt.

Minna ánægjulegt hefur þó verið að fylgjast með þessari erfiðu fæðingu og ekki síður furðulegt að Skráargatið hafi verið notað ...

Linda Ólafsdóttir myndskreytir hefur málað stórsnjalla mynd af tré þar sem árstíðirnar og þar með árið allt er sett fram á einu tré. Hugmyndin að myndinni vaknaði þegar að ung dóttir hennar var að reyna að átta sig á hve langt væri í afmælið sitt.

Þann 31 desember í fyrra spurði Lára dóttir mín hvað myndi ske á næsta ári ...

Mörg litarefni og framleiðsluferli vefnaðarvöru fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks. Sum efni eru umhverfisvænni en önnur.

Bómull er eitt skaðlegasta hráefnið vegna mikillar eiturefnanotkunar við ræktun þess. Fyrir hvert kg. af bómull sem er ræktað þarf ...

Nú stendur Umhverfsiþing yfir í Hörpu. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra hélt inngangserindið sem fjallaði um innihald þingsins sem er „Verndun og nýting - framtíðarsýn og skipulag“. Í ræðu ráðherra kom m.a. fram að hann vildi taka af allan vafa um að áformuð stækkun friðlands Þjórsárvera fæli ekki í sér að virkjanaskostir væru innan þess. Aftur á móti gæti ...

Innbú okkar samanstendur af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg.

Yfir 100.000 efni eru notuð í allskyns framleiðslu ...

Sólblómafræ eru ein sú fullkomnasta fæða sem völ er á en ef þú leyfir þeim að spíra margfaldast næringargildi þeirra. Þau eru stútfull af próteinum og C vítamíni og fleiri efnasamböndumn og auðveldara er að melta spíruð fræ en óspíruð. Spírur af sólblómum henta vel t.d. í græna drykki, salöt og bara til að steita úr hnefa því þau ...

Grafíski hönnuðurinn Selina Juul, stofnandi samtakanna Stop Spild Af Mad sem vinnur gegn sóun matvæla með ýmsum aðferðum, hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs nú á dögunum.

Seelina er af rússensku bergi brotinn og blöskraði sóun matvæla en hún hafði upplifað skort á mat á æskuárum sínum í Rússlandi. Seelina starfar sem dálkahöfundur við Jyllands-Posten og sem ráðgjafi danska umhverfisráðuneytisins í ...

Uppi á milli fjalla í Lækjarbotnum (Kópavogi) munu Waldorfleikskólinn Ylur og Waldorfskólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar þann 16. nóvember n.k. kl. 12:00 - 17:00.
Nemendur, foreldrar og starfsfólk hafa lagt alveg gríðarlega vinnu síðast liðna mánuði við að undirbúa þennan dag. Í huga barnanna, stórra og smárra, er þetta einn af stærstu dögum skólaársins.

Margt fallegt ...

Sennilega eru hjólbarðarnir einn mikilvægasti hluti ökutækja, og sá hluti sem verður fyrir fjölbreyttasta álaginu. Hjólbarðar eru mikilvægir varðandi allt öryggi, góðir hjólbarðar geta forðað slysi á sama hátt og lélegir hjólbarðar geta orsakað slys. Hjólbarðar þurfa að uppfylla ýmsar kröfur sem oft eru mótsagnakenndar. Kröfurnar snúa að viðnámi, styrk og endingu en einnig að eldsneytiseyðslu og hávaða.

Almennt má ...

Hin gömlu íslensku mánaðaheiti eru þessi:

  1. þorri hefst föstudag í 13. viku vetrar (19. – 26. janúar)
  2. góa hefst sunnudag í 18. viku vetrar (18. – 25. febrúar)
  3. einmánuður hefst þriðjudag í 22. viku vetrar (20. – 26. mars)
  4. harpa hefst sumardaginn fyrsta, fimmtudag í 1. viku sumars (19. – 25. apríl)
  5. skerpla hefst laugardag í 5. viku sumars (19. – 25. maí)
  6. sólmánuður hefst ...

Hraunavinir skora á almenning að taka þátt í meðmælum með Gálgahrauni og gegn eyðileggingu þess. Í tilkynningu frá Hraunavinum segir „Nú er að duga eða drepast“ og „nú er ljóst að einn af þeim stöðum sem fer undir veginn er álfakletturinn Ófeigskirkja“.

Hraunavinir hvetja fólk til að mæta í orustuna fimmtudaginn 31. október kl. 12:30 og verja hraunið frekari ...

Hreinlætisvörur
Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta ...

Náttúran umfjallanirNáttúran.is byggir hugmyndafræði sína á samstarfi við alla sem eitthvað hafa fram að færi á sviði náttúru og umhverfis.

Náttúran.is vill auka sýnileika annarra en til þess að það geti orðið treystum við á að samvinnuviljinn sé fyrir hendi í báðar áttir. Sýnileiki og vöxtur Náttúran.is er grundvallaratriði svo vefurinn geti sinnt því ábyrgðarfulla hlutverki að gefa ...

Voffi er ein „persónan“ í merki Náttúrunnar og tákn fyrir leitarvélina hér á vefnum en hann þefar uppi og vísar þér á það sem þú ert að leita að hvort sem það er hugtak, fyrirtæki eða ákveðin vara. Prufaðu að slá inn það sem þú hefur áhuga á að finna í leitarreitinn hér til hægri á síðunni og smelltu á ...

Fólk heldur að efni sem eru notuð í dag, t.d í sjampó, fötum, byggingarefni, leikföngum og öðru séu prófuð og viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum. Nær er að segja að þau séu ekki bönnuð því að það er ekki til nein lagasetning sem leggur það á herðar framleiðenda að athuga skaðsemi efna áður en þau eru notuð í vörum eða á ...

Grænkortakerfið Green Map System sem Náttúran.is er í náinni samvinnu við vann í gær til viðurkenningar fyrir verkefni sitt Climate Change Ride frá Human Impacts Institute.org en verðlaunin eru veitt fyrir skapandi loftslagsverkefni (Creative Climate Action Award).

The Human Impacts Institute's hlutverk er að styðja við verkefni sem stuðla að sjálfbærni.

Ljósmynd: Wendy Brawer stofnandi Green Map ...

Þurrvara er eins og nafnið bendir til þurr matvara úr öllum fæðuflokkum sem er þurrkuð sérstaklega til að geymast lengur. Þurrvara þolir ekki raka. Oft er þurrvara pökkuð í rakaþolna poka eða ílát en alls ekki alltaf. Því er nauðsynlegt að geyma þurrvöru á þurrum stað til að koma í veg fyrir að hún skemmist.

Sóun matvæla er gríðarlegt vandamál ...

Í sjálfbæru samfélagi er notað rafmagn sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vatnsorku, vindorku og sólarorku. Ísland er ríkt af vatnsorku og jarðvarma og anna Íslendingar raforkuþörf sinni að 99,9% með þessum sjálfbæru innlendu orkugjöfum. Nýting á orku fallvatna hefur engin áhrif á afrennsli af landinu og því ekki hægt að ofnýta þessa orku. Vinnsla jarðhita er ...

Bækur vekja athygli barna mjög snemma. Fyrsta bókin getur verið myndaalbúm með myndum af mömmu, pabba og systkinunum eða harðspjaldabók með einföldum myndum af húsdýrunum. Þessar bækur geta verið tuggðar og plastbækur sognar. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru vandamál í leikföngum, sérstaklega í mjúku plasti og eru talin sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum ...

Splunkunýtt Grænt kort / Green Map IS sem Náttúran.is stendur fyrir þróun og framleiðslu á verður frumsýnt og kynnt á Vísindavöku Rannís í Háskólabíói föstudaginn 27. september frá kl. 17:00 - 22:00.

Kynningin er á vegum Ferðamálafræði og landfræðideildar Háskóla Íslands og ber yfirskriftina Grænt Ísland - forsenda ferðaþjónustu.

Við munum dreifa Græna kortinu til gesta auk þess að sýna ...

Eftir 10. október nk. verða gráar og grænar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar í Reykjavík. Allur pappír og pappi á að fara í bláu tunnuna, sem Reykjavíkurborg hefur hvatt borgarbúa til að fá sér eða þá koma honum í bláa grenndargáma sem staðsettir eru út um allan bæ, eða í pappírsgámana á gámastöðvunum

Ef pappír finnst í ...

Í dag réðst starfsmaður Íslenskra Aðalverktaka að nokkrum Hraunavinum þar serm þeir voru að kanna aðstæður við Gálgahraun og ógnaði þeim með gröfu. Það er ekki hægt að búa við svona ógnanir í lýðræðissamfélagi og það er því brýnt að allt náttúruverndarfólk standi saman, mótmæli þessu og hindri frekari skemmdarverk á Gálgahrauni. Í dag náðu gröfur verktakanna að hraunjaðrinum að ...

Húsgögn og innbú okkar samanstendur af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg. Yfir 100.000 efni eru notuð í ...

Skógræktarfélag Íslands útnefndi Tré ársins 2012 við hátíðlega athöfn að Brekkugötu 8 á Akureyri, þ. 2. september sl.

Gráösp (Populus x canescens) var valin Tré ársins 2012 en tréð er blendingur milli blæaspar og silfuraspar. Gráösp er sjaldgæf hér á landi en er notuð sem garð- og borgartré víða í Evrópu, Vestur-Asíu og Suður-Rússlandi. Uppruni þessa tiltekna trés er ...

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum um leið og þeir hafa notið allt alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lísviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum íslenskrar foldar.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og er undirbúningur fyrir dagskrána í ár hafinn. Einstaklingar, stofnanir ...

Bensín og dísel úr jarðolíu eru algengustu orkugjafarnir fyrir farartæki en það er mikilvægt að þróa betri tækni og finna nýja orkugjafa til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af völdum þessara orkugjafa. Almenningur og löggjafinn vilja sjá sparneytna, hagkvæma og mengunarlitla bíla en er það framkvæmanlegt og hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Fljótvirkasta aðgerðin til að draga úr bensín og ...

Horblaðka (Menyathes trifoliata) er algeng í votlendi, síkjum og grunnum tjörnum, um allt land. Í plöntunni eru bitrir sykrungar, þ.á.m. lóganín og fólíamentín, einnig flavonar, sápungar, ilmolíur, inúlín, kólín, C-vítamín og joð. Nota má blöð horblöðkunnar til að örva meltingu og hægðir, auk þess sem inntaka virkar bólgueyðandi, þvagdrífandi og hitastillandi. Um notkun segir Arnbjörg Linda Jónhannsdóttir grasalæknir ...

Í 10. grein Reglugerðar um náttúruvernd frá 20.05.1973 segir:

Öllum er heimil berjatínsla á landsvæðum utan landareigna lögbýla.

Á óræktuðu landi er öllum heimilt að lesa villt ber til neyzlu á vettvangi. Óheimilt er að nota tæki við berjatínslu, ef uggvænt þykir að spjöll á góðri hljótist af notkun þeirra. Er Náttúruverndarráði rétt að banna notkun slíkra tiltekinna ...

Baldursbrá [Matricaria maritima] - Í bókinni Íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason, segir í undirtexta sem vísar í þjóðlegar heimildir*:„Tegundin er ein þekktasta lækningaplantan. Einkum var hún notuð við kvensjúkdómum eins og nöfnin fuðarjurt og móðurjurt gefa til kynna (matricaria komið af matrix, leg; skylt mater, móðir). Hún átti að leiða tíðir kvenna og leysa dautt fóstur frá konum, eftirburð ...

Nú eru rannsakaðir margir möguleikar sem miða að því að minnka orkunotkun í samgöngum eða beina notkuninni í annan farveg en bensín og dísel. Í þessari grein eru skoðaðir nokkrir möguleikar sem er verið að vinna með.

Lífdísel er orkugjafi sem mikil áhersla er lögð á í dag. Lífdísel er framleitt úr jurtaolíu eða dýrafitu en einnig eru vonir bundnar ...

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á ...

Þú getur minnkað heimilissorpið þitt um 30-35% með því að jarðgera. Með því að jarðgera garðaúrgang og matarleifar má búa til dýrindis mold, svokallaða moltu, sem nota má sem áburð í garðinn. Umbreytingin úr úrgangi yfir í moltu tekur að vísu nokkra mánuði og jafnvel ár, allt eftir því hvaða aðferð er notuð, en fyrir þá sem hafa aðgang að ...

Náttúran.is fylgir kalli náttúrunnar og birtir stöðugt efni sem tengist hverri árstíð. Nú er berjatíminn genginn í garð og margt hægt að gera, nýta, njóta, frysta, sulta og gerja. Í Grasaskjóðuna er Náttúran að safna uppskriftum af ýmsum grasa- og gróðurráðum og uppskriftum. Gaman væri að fá uppskrift að sultu eða uppskrift af hverju sem er úr ríki náttúrunnar ...

Ber eru sannarlega björg í bú og margt annað hægt að gera úr þeim góðu ávöxtum en sultur þó að þær standi alltaf fyrir sínu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem virka:

Frosin ber
Bláber (eða hvaða ber sem er) eru lögð í plastglas, vatni hellt yfir svo yfir fljóti. Lokað með plastfólíu og sett í frysti. Þannig geymast berin „fersk ...

Endingarnar „stör, grös, finningur, sef, gresi, laukur, puntur, fax, hveiti, reyr, toppa, gras, hæra, skúfur skegg og nál“, eru seinni nafnhlutar hinna ýmsu grasategunda sem vaxa hér á landi. Um þessar mundir eru grösin í sínum árlega fjölgunarham og tún og móar fá á sig litslykju af ríkjandi fræhulstrum á svæðinu. Litirnir eru fjölbreyttir og ægifagrir og leggjast yfir græna ...

Í bók Sigurveigar Káradóttur Sultur allt árið sem Salka gaf út fyrir síðustu jól eru gnægt spennandi uppskrifta. Sigurveig leyfði Náttúrunni að birta nokkrar uppskriftir úr bókinn og hér koma tvær bláberjasultuuppskriftir:

Bláberjasulta

300 g bláber
150 g hrásykur
3 cl koníak
2-3 msk vatn

Allt nema koníakið er sett í pott og látið sjóða í 10-15 mínútur eða þar ...

Guðrún Arndís Tryggvadóttir 37,54%
Einar Bergmundur Arnbjörnsson 25,52%
Lýsi hf. 10,25%
Tryggingamiðstöðin hf. 10,25%
Eignarhaldsfélag Suðurlands hf. 10,25%
Tvídrangi ehf. 1,95%
FSV ráðgjöf ehf. 1,14%
Birgir Þórðarson 0,86%
Bjarnheiður Jóhannsdóttir 0,86%
Prentsmiðjan Hjá GuðjónÓ ehf. 0,51%
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 0,43%
UMÍS - Environice ehf. 0,43%

Eldhúsgarðurinn er þáttur hér á vefnum sem snýst um að gera skipulag garðsins einfaldara og ánægjuna af ræktuninni þeim mun meiri, og gjöfulli uppskeru, vonandi.

Eldhúsgarðurinn er í raun fjórskiptur, en garðurinn er allur hugsaður út frá fermetrum þannig að hægt sé að rótera plöntutegundum á milli ára enda byggir garðurinn á lífrænni ræktun þar sem jarðvegurinn á að fá ...

Uppstillingar á við þessa má nú finna um víðan völl, enda náttúran önnum kafin við að auka kyn sitt og skartar til þess sínu fegursta.

Fremst í hópi þessara sandelsku plantna er geldingahnappur [Armeria maritima] á sínum fallegasta blómgunartíma, til hægri er blóðberg [Thymus praecox ssp. arcticus]. Ofan við blómplönturnar er kattartunga [Plantago maritima].

Heilsumatur.allthitt.is er lífrænt pöntunarfélag á netinu þ.e. þar er hægt að panta lífrænt ræktaðar matvörur í stærri einingum. Stefnumið fyrirtækisins er að lækka verð á lífrænum vörum almennt og stuðla þannig að bættri heilsu. Matvöruflokkarnir sem boðið er upp á til að byrja með eru: hnetur, fræ og þurkaðir ávextir, hunang o.fl. Allar vörur hjá heilsumatur ...

Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð eða lökkuð með óvistvænum og jafnvel skaðlegum efnum. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru talin sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum í líkamanum og hafa því hormónatruflandi áhrif. Eldhemjandi efni og blýmagn ...

Á dögunum hittum við þær Þóru Þórisdóttur og Guðbjörgu Láru Sigurðardóttur sem reka Urta Islandica í Gömlu matarbúðinni að Austurgötu 47 í Hafnarfirði. Í búðinni var mikið um að vera og öll fjölskyldan að störfum við afgreiðslu, pökkun og útkeyrslu á vörum en vörurnar frá Urta Islandica eru nú til sölu út um allt land. Pakkningarnar eru einfaldar og hentar ...

Garðrækt hefur ekki langa sögu á Íslandi. Það var ekki fyrr en seint á 18. öld að farið var að gera tilraunir með kartöflurækt og ræktun annarra matjurta hér á landi. Hins vegar var því þannig háttað í Englandi og víða á meginlandi Evrópu fyrr á tímum, að enginn bóndi lét sér detta í hug að kaupa grænmeti, eða egg ...

Landið er nú eitt blómahaf. Vegkantar eru víða sem skreyttir fyrir brúðkaup. Gulmurur, músareyru, blágresi, hofsóleyjar, fífur, fíflar, grös og blóðberg skarta sínu fegursta.

Myndin var tekin af blóðbergsskjóttum sandi við þjóðveginum milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Hlutverk eldavéla er að hita mat. Sá hluti orkunnar, sem því miður er stór, sem ekki hitar matinn, hitar andrúmsloftið og það er orkusóun. Að lofta eldhús vegna hita er eitt einkenni þessarar orkusóunar. Því skal hafa eftirfarandi í huga þegar eldað er:

  • Setja skal lok á pottana til þess að hitinn gufi ekki upp. Bara þetta minnkar orkunotkunina um ...

Gott skipulag auðveldar vinnuna við þvottinn til muna. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að taka þátt í a.m.k. að ganga frá sínum eigin fötum. Það eykur ábyrgð og sjálfstraust barnsins að koma fötunum sínum í þvott og kunna að ganga frá þeim á rétta staði. Ef álagið er aðeins á einni manneskju getur það verið mjög íþyngjandi.

Best er að ...

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna. Lykillinn er að flokka úrgang rétt til að það sé mögulegt. Röng flokkun getur gert það að verkum að ómögulegt sé að endurvinna úrgang ...

Gæludýr eru mikilvægir fjölskyldumeðlimir í flestum fjölskyldum. Þau veita félagskap og huggun og öll börn hafa gott af að sjá um dýr. Ofnæmi fyrir ákveðnum dýrum er þó ekki óalgengt enda hefur ofnæmi fyrir ýmsum náttúrlulegum hlutum aukist til muna síðustu ár. Hugsanlega vegna þess hve við komumst í snertingu við mörg aukaefni og áreitið á ofnæmiskerfið er svo mikið ...

Að hjóla er ekki aðeins holl íþrótt heldur ákaflega umhverfisvænn ferðamáti. Hægt er að gera flest á hjóli. Minni innkaup má bera í bakpoka eða í hliðartöskum á hjólinu. Einnig er hægt að tengja kerru við hjólið.

Það sama gildir um hjólið og bílinn þ.e. að það þurfi að vera gott og öruggt farartæki.

Hjólreiðar eru vítt svið og ...

Á hverju sumri er haldin röð fræðslufunda um umhverfimsál í Sesseljuhúsi þar sem sérfræðingar á mismunandi sviðum umhverfismála fræða áhugasama um ýmis áhugaverð málefni. Fundirnir eru ýmist haldnir á laugardögum eða fimmtudögum og hefjast kl. 15:00. Allir eru velkomnir á fræðslufundina og er aðgangur ókeypis.

Hér að neðan getur að líta fræðslufundina sem framundan eru:

22. júní. Laugardagur kl ...

Það ótrúlega hefur gerst að sitjandi umhverfisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann muni ekki undirrita skilmála um aukna friðlýsingu Þjórsárvera eins og til stóð og boðskort og fréttatilkynningar höfðu verið sendar út um (sjá hér að neðan). Undirritunin átti að eiga sér stað í Árnesi í Skeiða- og Gnjúpverjahreppi dag kl 15:00 en unnið ...

Samkvæmt Almanaki Þjóðvinafélagsins eru sumarsólstöður nákvæmlega kl.05 :04 morguninn 21. júni. Þá er bara að gera sig tilbúin/nn til að fara út í guðsgræna náttúruna og baða sig í dögginni en hún á að vera svo heilnæm, að menn læknist af kláða og 18 öðrum óhreinindum í holdi við að velta sér í henni allsber. Og um leið ...

Náttúran óskar öllum stelpum stórum og smáum til hamingju með daginn en dagurinn er helgaður kvenréttindabaráttu hér á landi. 19. júní í ár eru liðin 93 ár frá því að konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla.

Baráttunni er þó að sjálfsögðu ekki lokið og raunar er ansi langt i land, ekki aðeins á launasviðinu heldur kannski sérstaklega inni ...

Sortulyng [Arctostaphylos uva-ursi]. Aldinin kallast lúsamulningar, og er vinsæl fæða og vetrarforði hagamúsa. Sortulyngið vex einkum í lyngmóum og skóglendi og er algengt í sumum landshlutum, en vantar annars staðar. Það er viðkvæmt fyrir vetrarbeit, og hefur trúlega horfið að ýmsum svæðum þar sem vetrarbeit var mikil. Í seinni tíð eftir að beit létti breiðist það nokkuð ört út aftur ...

Hér að neðan er vitnað í þá kafla í viðtali við sjávarútvegs-, landbúnaðar, umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurð Inga Jóhannsson sem birtist í Bændablaðinu sem kom út þ. 6. júní sl. og hafa með umhverfismál að gera. Eins og gefur að skilja eru umhverfissinnar sem Náttúran.is hefur haft tal af hér á landi og erlendis gersamlega kjaftstopp yfir yfirlýsingum ráðherra ...

Lúpínan stækkar nú ört og fjólublá blómin farar brátt að sjást og skreyta meli og móa vítt og breytt um landið.

Alaskalúpínan [Lupinus nootkatensis donn ex Simms] var flutt frá Alaska til Íslands árið 1945 af Hákoni Bjarnasyni. Þó er talið að hún hafi áður borist til Íslands, seint á 19. öldinni, þá notuð sem skrautjurt í garða. Lúpínan líkt ...

Aðalfundur Samtaka lífrænna neytenda var haldinn í Reykjavíkurakademíunni þ. 25. maí sl. en fyrir utan afgreiðslu hefðbundinna aðalfundarstarfa héldu nokkrir lykilaðilar tölu um lífræn málefni. Þeirra á meðal var Skúli Helgason fráfarandi alþingismaður og hvatamaður að Græna Hagkerfinu sem var samþykkt á þingi nú fyrr í ár. Greindi hann frá því að alls verða samtals fjórir milljarðar settir í verkefnið ...

Yfir tvöþúsund manns mættu á fund sem Landvernd boðaði til við Stjórnarráðið í dag þar sem ætlunin var að afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig var ætlunin að afhenda þeim áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar ...

Landvernd mun afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig verður þeim afhent áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar, þar á meðal svæði á hálendinu.

Afhendingin fer fram við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg þriðjudaginn 28. maí kl. 17:15 ...

Náttúran birtir nú fimmta sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

1 ...

Laugardaginn 25. maí nk. halda Samtök lífrænna neytenda aðalfund sinn í ReykjavíkurAkademíunni Hringbraut 121. Húsið opnar kl. 13:30 en dagskráin er sem hér segir:

  • 13:30 Húsið opnar
  • 14:00 Aðalfundarstörf
  • 14:30 Guðfinnur Jakobsson bóndi í Skaftholti heldur fyrirlestur um lífræna ræktun.
  • 15:00 Skúli Helgason fv. þingmaður fjallar um Græna hagkerfið.
  • 15:15 Hlé
  • 15:30 Afhending ...

Ég, eins og aðrir umhverfissinnar á Íslandi, velta nú vöngum yfir því hvernig næstu fjögur ár eigi eftir að líta út hjá okkur. Verðum við að efna til stórra meðmælagangna fyrir náttúruna með reglulegu millibili og jafnvel krefjast nýrrar ríkisstjórnar, eða verður náttúrunni kannski hlíft og allt verður gúddí. Þetta er alls ekki ljóst af því sem komið er fram ...

Með svolítilli hagræðingu og snyrtimennsku er hægt að gera hina vistlegustu vinnuaðstöðu í bílskúrnum, þó að hann sé smár. Skúffur, hillur og snagar (naglar) til að hengja verkfæri á, t.d. með teiknuðum útlínum, einfalda mjög alla reglu á hlutunum. Þannig er gott að fylgjast með hvort að verkfæri vanti á sinn stað eða ekki.

Við kaup á verkfærum er ...

Fatasöfnun Rauða krossins í samstarfi við Eimskip fer fram á höfuðborgarsvæðinu helgina 25. - 26. maí. Gámum verður komið fyrir við allar sundlaugar ÍTR í Reykjavík, við sundstaði í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ.

Á landsbyggðinni taka móttökustöðvar Eimskips Flytjanda við fatnaði. Einnig er hægt að setja föt í söfnunargáma deildanna.

Fatasöfnunarpokum verður dreift með Íslandspósti í öll heimili á landinu ...

Laugardaginn 25. maí kl. 11:00 - 13:00 verður líf og fjör í nytjajurtagarði Grasagarðs Reykjavíkur. Þá kynna garðyrkjufræðingar garðsins ræktun mat- og kryddjurta. Spurt og spjallað um sáningu, forræktun, útplöntun, umhirðu og annað sem viðkemur ræktuninni.

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

Ljósmynd: Dill, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Laugardaginn þ. 25. maí verða haldnar.m.k. 330 göngur í 41 löndum til að mótmælum ægivaldi Monsanto í heiminum.

Undirbúningsfundur fyrir göngu hér á landi verður haldinn í kaffihúsinu Stofunni við Ingólfstorg, þriðjudaginn 21. maí kl. 17:30.

Monsanto risinn er eins og flestir vita leiðandi í þróun erfðabreyttra fræja og svífst einskis til að auðgast. Monsanto komst á ...

Kartöflur [Solanum tuberosum].

Íslensku afbrigðin (yrkin) eru þrjú; rauðar íslenskar, gular íslenskar og bláar íslenskar.

Vaxtarrými: 33X33cm
Dýpt: Fer eftir yrki, 5-10 cm
Gróðursetning: Maí
Uppskera: Ágúst-september

Kartöflugrös eru viðkvæm og falla við fyrsta frost. Talið er þó að kartöflurnar sjálfar geti þroskast í moldinni í eina tíu daga eftir að grösin eru fallin svo það er engin ástæða til ...

Að rækta garðinn sinn getur verið bæði einfalt og flókið en hugmyndin að Eldhúsgarðinum hér á Náttúran.is er að koma skipulagi á hugmyndina þannig að útfærslan verði sem allra einföldust og skemmtilegust. Þó að skipulagningin sem slík geti auðvitað orðið svolítið þrúgandi og virki stíf á stundum er það alveg örugglega einfaldari leið en að misreikna sig í garðinum ...

Þurrkarinn notar næstum því jafn mikla orku og ísskápurinn (en ísskápurinn eyðir að jafnaði mestri orku á heimilinu). Best er að nota þvottasnúruna til að þurrka en ef þú þarft að kaupa þurrkara hafðu þá í huga að hann noti sem minnsta orku.

Þurrkarar með barka blása hita og raka út um barkann en barkalausir þétta rakann í sérstök hólf ...

Græningjar úr öllum flokkum og stéttum þjóðfélagsins flykktust að Hlemmi uppúr hádegi í dag til að taka þátt í „grænu göngunni“ sem náttúruverndarsamtök landsins höfðu boðað til. Tilefnið var að hvetja nýkjörið Alþingi til góðra verka í umhverfismálum og til að minna á að þingið hefur ekki umboð til að framfylgja virkjanastefnu á kostnað náttúrunnar. Þúsund grænir fánar kláruðust fljótt í ...

Bensín og dísel úr jarðolíu eru algengustu orkugjafarnir fyrir farartæki en það er mikilvægt að þróa betri tækni og finna nýja orkugjafa til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af völdum þessara orkugjafa. Almenningur og löggjafinn vilja sjá sparneytna, hagkvæma og mengunarlitla bíla en er það framkvæmanlegt og hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Fljótvirkasta aðgerðin til að draga úr bensín og ...

Náttúran birtir nú fjórða sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

1 ...

Fyrir nokkrum árum sá ég svo fallega kamillujurt við gróðurhús í Skaftholti að ég fór að trúa því að kamilla gæti vel vaxið hér á landi. Í mörg ár hef ég þó verið að bíða eftir því að sá kamillu úr bréfi sem ég keypti í Skotlandi fyrir nokkrum árum. Hélt jafnvel að fræin væru orðin óvirk. En svo er ...

Í dag, á hátíðahöldum sumardagsins fyrsta í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi (við Hveragerði) fékk Björn Pálsson fv. héraðsskjalavörður, umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar fyrir skelegga baráttu að umhverfis- og náttúruverndarmálum á síðastliðnum árum. Þakkarræða Björns var svohljóðandi:

Orður og titlar, úrelt þing,
eins og dæmin sanna,
notast oft sem uppfylling
í eyður verðleikanna.

Þessi gamla staka Steingríms Thorsteinssonar skálds kom mér fyrst ...

Í dag, á Degi umhverfisins og sumardeginum fyrsta fagnar Náttúran.is sex ára afmæli sínu en vefurinn var opnaður af þáverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars við athöfn Dags umhverfisins að Kjarvalsstöðum þ. 25. apríl á því herrans ári 2007. Síðan þá hafa þrjár konur sest í stól umhverfisráðherra, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og nú síðast Svandís Svavarsdóttir. Hver sest í ...

Náttúran.is er upplýsingaveita, fréttamiðill og söluaðili fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem ...

Samfélagssjóður Landsbankans veitir fimm milljónum króna í umhverfisstyrki í ár. Umhverfisstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkir til umhverfismála byggja á stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur.

Sérstök dómnefnd skipuð þremur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 6. maí 2013 ...

Þann 22. apríl er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í ...

Á vefnum alftanesvegur.is standa Hraunavinir fyrir söfnun mótmælum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við færslu Álftanesvegar út í Gálgahraun. Hraunið er á náttúruminjaskrá og nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum. Umhverfismat rann úr gildi 22. maí 2012 og þarfnast endurskoðunar, þar sem forsendur þess eru brostnar. Ekki er lengur gert ráð fyrri 8.000 manna byggð í Garðaholti og 22.000 bíla ...

Náttúran birtir nú fyrsta sáðalmanak fyrir sáningu trjáplantna og runna og gildir það fyrir allt árið 2013. Um trjáplöntur og runna gilda aðeins önnur viðmið en sáning blóm-, blað-, rótar- og ávaxtaplantna. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og ...

Grænn aprílGrænn apríl stendur fyrir dagskrá á Degi Jarðar í ár. Dagskráin verður haldin í Háskólabíói, sunnudaginn 21. apríl kl. 15:00. Þema dagsins er birting loftslagsbreytinga.

Víða um heim hefur alþjóðlegum Degi Jarðar (22. apríl) verið fagnað í meira en fjörutíu ár. Í fyrstu var um að ræða áhugamannasamtök í Bandaríkjunum en síðar tilnefndu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag sem Dag ...

Í Eldhúsgarðurinn er virkni um matjurtirnar í garðinum þar sem upplýsingar um sáningartíma þ.e.; sáning innandyra „innisáning“ og sáningartími utandyra þ.e. beint í jörð „útisáning“, gróðursetning þeirra fræja sem vildu koma upp og eru tilbúnar til að fara út í íslenska veðráttu „gróðursetning innisáningar“ og uppskerutími „uppskera“ birtist um hverja matjurt fyrir sig.

Einnig er hægt að sjá ...

Verið velkomin í Garðyrkjuskólann Reykjum í Ölfusi (við Hveragerði) á sumardaginn fyrsta þ. 25. apríl nk. frá kl. 10:00-18:00

Nú eru ríflega 50 nemendur við nám á garðyrkjubrautum LbhÍ að Reykjum, á fjórum brautum, blómaskreytingum, garð- og skógarplöntuframleiðslu, skrúðgarðyrkju og ylrækt. Hefð er fyrir því að bjóða vorið velkomið með hátíðardagskrá á sumardaginn fyrsta.

Á markaðstorgi verður til ...

Vettvangsheimsókn og samráðsfundir

Vottunarstofan Tún vinnur að mati á grásleppuveiðum við Ísland samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC) um sjálfbærar fiskveiðar.

Matsnefnd sérfræðinga mun afla upplýsinga um þessar veiðar, m.a. með viðræðum við fulltrúa veiða og vinnslu, rannsóknar-, eftirlits- og stjórnstofnanir og aðra hagsmunaaðila. Í þeim tilgangi mun nefndin funda í Reykjavík dagana 21. - 24. maí n.k.
Hagsmunaaðilar ...

Í boði náttúrunnar og Lífrænt ÍslandskortTímaritið Í boði náttúrunnar kom út í byrjun mars með nýju útliti og ríkulegu innihaldi. Blaðið er að þessu sinni tileinkað handverki og heilsu. Fjallað er um heilann og afkastagetu hans, baunaspírur og morgunvenjur, sparperur og stjörnuskoðun, svo fátt eitt sé nefnt.

Blaðið er að vanda listrænt og fallegt með eindæmum. Áskrifendur blaðsins fengu Lífrænt Íslandskort Náttúrunnar sent með eintaki ...

Ljósmyndir og myndir gegna mikilvægu hlutverki á hverju heimili ekki síður en tónlist og bækur. Hvort sem um verk virtra listamanna eða ljósmyndir af fjölskyldunni gildir að frágangur, upphenging og samspil við það sem fyrir er í rýminu gerir gæfumuninn. Það góða við „góða myndlist“ og „ekta“ ljósmyndir er að þær eru vandaðar, fara ekki úr tísku og eru því ...

Á aðalfundi Landverndar sem haldinn var í dag Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður félagsins nýjan tón og afgerandi í lok inngangsræðu sinnar:

„Ég held að það sé kominn tími til að sprengja stíflur staðnaðs hugarfars og hyggja að nýjum lausnum þar sem sjálfbærni og virðing fyrir náttúrunni eru í öndvegi.“

Guðmundur Hörður Guðmundsson var endurkjörinn formaður Landverndar.

Kosið var til stjórnar ...

Náttúru- og umhverfisverðlaunin eru veitt norrænni stofnun, fyrirtæki eða einstaklingi, sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir náttúru og umhverfi í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum náttúru og umhverfi til góða. Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í 18. sinn. Verðlaunin eru 350 þúsund danskar krónur. Tekið á ...

Þriðjudaginn 16. apríl, 8:30-12:30, stendur Vörustjórnunarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi. Þrír erlendir sérfræðingar auk innlendra aðila sem starfa við aðfangakeðju matvæla og matvælaöryggi munu halda erindi á raðstefnunni sem verður á Grand Hótel Reykjavík.

Á ráðstefnunni verður leitað svara við hvernig hægt er að tryggja matvælaöryggi og koma í veg fyrir uppákomur líkar þeim sem ...

Það er ótrúlegt, en Monsanto og Co. eru komnir aftur af stað.  Þessir hagnaðar-gráðugu líftækni-fyrirtæki hafa fundið leið til að "eignast" eitthvað sem í frelsi ætti að tilheyra okkur öllum --- maturinn okkar ! Þeir eru að reyna að fá einkarétt á daglegu grænmeti okkar og ávöxtum eins og gúrkum, brokkoli og melónum, með því að þvinga ræktendur til að borga þeim ...

Á síðustu þrjátíu árum hefur Helga Mogensen tekið þátt í uppbyggingu margra helstu grænmetisveitingastaða landsins og deilt reynslu sinni og þekkingu í grænmetismatargerð, landanum til ánægju og heilsubótar.

Helga Mogensen hefur nú sett á markað sælkeramat undir heitinu „Úr eldhúsi Helgu Mogensen“. Hugmyndafræði Helgu er einföld. Hún vill bjóða landsmönnum og -konum upp á hollan og hreinan sælkeramat, sem er ...

Innkaupaferð fjölskyldunnar í Nettó á Selfossi í gær endaði með því að ekkert var keypt. Ástæðan var að kjötborðið uppfyllti engan veginn okkar gæðakröfur. Sem meðvitaður neytandi leyfi ég mér að röfla yfir þessu.

Það er reyndar algengara en ekki að kjöt og kjúklingar sem hafa aðeins verið skornir niður og eða hakkaðir sé pakkað með ýmsum E-aukefnum, fylliefnum, salti ...

Náttúran birtir nú þriðja sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

1 ...

Í gær var haldin málstefna um Þingvelli, nánar tiltekið um hvort að „Blámi og tærleiki Þingvallavatns sé í hættu“. Sjá frétt. Fundurinn var haldinn í fundarsal Ferðafélags Íslands og varð húsfylli. Að málstofunni stóðu Náttúruverndarsamtök Suðurlands og  Suðvesturlands en heiðurinn af skipulagningunni á Björn Pálsson alræmdur náttúruverndarsinni, leiðsögumaður og fyrrverandi héraðsskjalavörður á Selfossi.

Góð og ítarleg erindi voru flutt á ...

Nýja kremið frá NIVEA hefur verið auglýst mikið í fjölmiðlum að undanförnu. I auglýsingunni er það fullyrt að kremið stinni húðina og auki teygjanleika  „á tveimur vikum“. Ennfremur er sagt er að kremið sé 95% náttúrulegt sem vekur spurningar um hvað hin 5% af ónáttúrulegum efnum séu. Skilgreiningin á „náttúruleg“ getur svosem þýtt næstum hvað sem er enda ekki viðmið ...

Í hitteðfyrra var í fyrsta sinn efnt til Græns apríls en aðalsprautan í því verkefni er Guðrún Bergmann. Maríanna Friðjónsdóttir var henni til halds og trausts fyrstu tvö árin en í ár fyllir Ingibjörg Gréta Gísladóttir hennar skarð. Verkefnið fór vel af stað og hvatti fjölda fyrirtækja til góðra verka.

Markmið Græns apríls rímar vel við markmið Náttúran.is* sem ...

Justina Lizikevičiūtė umhverfisleiðtogi hjá sjálfboðaliðasamtökum SEEDS og félagar hennar hrundu af stað skemmtilegu ljósmyndaverkefni á Grænum dögum í Háskóla Íslands á dögunum. Þau báðu nemendur og aðra að setja fram skilaboð „My green step“ eða „Mitt græna skref“ og skrifa þau á töflu.

Þar sem að Justina og félagar hennar komu síðan í kynningu og hugmyndavinnu hér hjá okkur á ...

Fræðslu- og heimildamyndin Krýsuvík - Náttúrufórnir í fólkvangi eftir Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndara er nú aðgengileg á YouTube . Smelltu hér til að skoða myndina

Í myndinni er fjallað um náttúru og sögu Krýsuvíkur og annarra svæða innan Reykjanesfólkvangs sem til stendur að taka undir virkjanir samkvæmt rammaáætlun. Sagt er frá merkilegri jarðfræði svæðisins og reynt að varpa ljósi á þau áhrif sem ...

Heimildamyndin HVELLUR, eftir Grím Hákonarson, verður sýnd í Ríkissjónvarpinu i kvöld kl. 19:25 og verður síðan endursýnd þ. 7. apríl kl. 14:50.

HVELLUR fjallar um einstakan atburð í Íslandssögunni. Að kvöldi 25. ágúst 1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. Bændurnir höfðu mótmælt harðlega virkjanaáformum á svæðinu en ...

Ungir umhverfissinnar eru nýstofnuð samtök sem hvetja til upplýstrar umræðu um umhverfismál og berjast fyrir sjálfbærri þróun, náttúruvernd og grænu hagkerfi.

Kynningarfundur samtakanna verður haldinn í Hinu húsinu fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00. Allir áhugasamir á aldrinum 15-30 ára eru hvattir til að mæta.

Um félagið:

Félagið Ungir umhverfissinnar er félag fyrir alla á aldrinum 15-30 ára sem vilja ...

Nýlega opnaði í Skipholtinu verslunin Rafmagnshjól ehf. en hún selur fjórar gerðir rafmagnshjóla frá af gerðinni QWIC Trend en þau hafa hlotið nokkur fyrstu verðlaun í óháðum hjólaprófunum í Hollandi á undanförnum árum . Hjólin uppfylla alla ströngustu Evrópustaðla. Að sögn Ragnars Kristins Kristjánssonar eiganda verslunarinnar verður von á enn fleiri tegundum með vorinu.

Hjálparmótor í framhjóli er 250 W og ...

Alþingi samþykkti í gær frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga með þeirri breytingu að gildistími þeirra verði frá 1. apríl 2014. Breytingartillaga þess efnis var samþykkt með 46 atkvæðum gegn 1. Frumvarpið var samþykkt í heild með 28 atkvæðum en 17 sátu hjá.

Í atkvæðaskýringu sagði Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, að málið væri stórt og að með því væri staða náttúrunnar ...

Námskeið verður haldið á vegum Lífrænu akademíunnar í Reykjavík föstudaginn 19. apríl 2013 um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit og vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða. Kjörið tækifæri fyrir bændur og aðra sem hyggjast hefja lífræna ræktun og afla sér þekkingar.

Skráning: ord@bondi.is og tun@tun.is eigi síðar en 10. apríl.
þátttökugjald: Kr. 6.500
Fundarstaður ...

Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli lýstu í dag þ. 26. mars 2013 yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu.

Veðurstofa Íslands hefur upplýst almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um óvenjulegar jarðhræringar í Heklu. Jafnframt hefur Veðurstofan hækkað eftirlitsstig Heklu í gult vegna flugumferða, sem þýðir að eldfjallið sýni óvenjulega virkni.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari ...

Ein mikilvægasta fjáröflunarleiðin fyrir vefinn Náttúran.is eru birtingar auglýsinga fyrir fyrirtæki sem hafa eitthvað fram að færa í sambandi við umhverfisvænar vörur og þjónustu hér á landi. Fjölmörg fyrirtæki hafa auglýst hér á vefnum frá upphafi og þannig stuðlað að því að vefurinn er lifandi í dag. Þeim er hérmeð þakkaður stuðningurinn!

Auglýsingar hér á vefnum ná til ört ...

Iðnaður er mikilvægur hluti af atvinnulífi hverrar þjóðar. Hann hefur þó margvísleg áhrif á umhverfi og náttúru sem ekki eru öll af hinu góða. Stór iðnfyrirtæki losa t.d. mikið af gróðurhúsalofttegundum* út í andrúmsloftið þótt gerðar séu strangar kröfur til mengunarvarna í starfsleyfum.

Umhverfisstjórnun er því mikilvægur þáttur í allri slíkri starfsemi. Gerðar eru kröfur um „grænt bókhald“ hjá ...

Jarðarstund verður haldin hátíðleg þ. 23. mars. Markmið Jarðarstundar er að hvetja íbúa heims til aðgerða gegn loftlagsbreytingum með því að slökkva ljósin í eina klukkustund.

Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund skipulögðu Earth Hour í fyrsta sinn árið 2007. Árið 2007 voru ljósin slökkt í einni borg, Sydney í Ástralíu. Árið 2008 tóku alls tóku 370 borgir í 35 löndum þátt ...

Þau dýr sem algengust eru á bæjum og býlum kallast húsdýr. Það eru kýr, hestar, kindur, geitur, svín, hænur og fleiri tegundir dýra svo sem eins og gæsir og kanínur. Öll þessi dýr eiga það sameiginlegt að þau eru á býlinu af ákveðinni ástæðu. Hún er sú að maðurinn getur nýtt sér dýrin á einhvern hátt s.s. til átu ...

Munu komandi kynslóðir erfa gruggugt vatn með fátæklegra lífríki?

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Náttúruverndarsamtök Suðurlands standa sameiginlega fyrir málstofu um Þingvelli miðvikudaginn 3. apríl 2013. Málstofan verður í fundarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 í Reykjavík, hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Dagskrá málstofunnar verður þessi:

  1. Fulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum:  Inngangserindi
  2. Guðrún Ásmundsdóttir ...

Ergo fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka veitir tvo styrki að fjárhæð 500.000 kr. hvorn til að styrkja frumkvöðlaverkefni á sviði umferðar- og umhverfismála. Þannig vill Ergo leggja sitt af mörkum við þróun framtíðarlausna til sjálfbærrar nýtingar og verndunar náttúrunnar.

Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkina til ergo.is. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt greinargerð fyrir því til hvers nýta skal ...

Í dag standa Sameinuðu þjóðirnar fyrir alþjóðlegum degi vatnsins en vatn er ein mikilvægast auðlind veraldar. Án vatns er hvorki hægt að rækta jurtir né brynna skepnum. Án vatns er ekkert líf.

Stór hluti íbúa Jarðar líða vatnskort á hverjum degi. Við íslendingar erum svo heppnir að þekkja ekki vatnsskort af eigin raun en þeim mun mikilvægara er að við ...

Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var dagana 13. og 14. mars sl. kemur fram að umhverfismálin virðast vera ofar í huga yngra fólksins en kjósenda almennt. Um 84,8 prósent þeirra telja mjög eða frekar mikilvægt að ganga harðar fram í að vernda umhverfið, en 72,6 prósent kjósenda allra deila þeirri skoðun.

Könnunin var tvískipt. Annars ...

Síðan að við mannfólkið fórum að hreiðra um okkur innan dyra hafa plönturnar fylgt okkur eftir. Nálægð við gróðurinn er mikilvæg á margan hátt. Plöntur þjóna því hlutverki í náttúrunni að fylla loftið af súrefni* svo að á jörðinni þrífist líf. Plöntur innan dyra auka súrefnisflæði, jafna rakastigið og hreinsa eiturefni úr loftinu. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa plöntur ...

Miðvikudaginn 20. mars efnir Íslandsstofa til ráðstefnu um heildarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica kl. 09:00 – 12:00. Ný skýrsla um íslenska ferðaþjónustu verður kynnt þar sem tekið er á málefnum sem snerta innviði, markaðssetningu, fjárfestingar, uppbyggingu á ferðaþjónustu, stefnumótun ásamt aðgerðaráætlun. Skýrslan var framkvæmd af PKF viðskiptaráðgjöf í Bretlandi fyrir Íslandsstofu og Græna ...

Mörg litarefni og framleiðsluferli við framleiðslu vefnaðarvörum eins og gardínum fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks. Sum efni eru umverfisvænni en önnur.

Bómull er eitt skaðlegasta hráefnið vegna mikillar eiturefnanotkunar við ræktun þess. Fyrir hvert kg. af ...

Sjötta árið í röð stendur Gaia félag meisaranema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands fyrir Grænum dögum.

Allir fyrirlestrar og aðrir viðburðir Grænna daga fara fram á ensku.

Mánudagur - 18. mars

12:00-12:30 Opnunarathöfn Grænna daga á Háskólatorgi - Ávörp flytja; Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Davíð Fjölnir Ármannsson formaður Gaia auk þess ...

Lóan er komin. Á fuglar.is segir:

Stök heiðlóa sást við Útskála í Garði nú í dag.  Þessi fugl er mun fyrr á ferðinni en hefðbundið er fyrir vorkomu heiðlóa og allt eins mögulegt að þarna sé um að ræða fugl sem verið hefur í vetursetu hérlendis.

Lóan hefur lengi verið okkar helsti vorboði. Sagt er í þekktu ljóði að ...

Tímaritið Í boði náttúrunnar var að koma út með nýju útliti og ríkulegu innihaldi. Blaðið er að þessu sinni tileinkað handverki og heilsu. Fjallað er um heilann og afkastagetu hans, baunaspírur og morgunvenjur, sparperur og stjörnuskoðun, svo fátt eitt sé nefnt. Blaðið er að vanda listrænt og fallegt með eindæmum.

Áskrifendur blaðsins fá Lífrænt Íslandskort Náttúrunnar sent með eintaki sínu ...

Endurvinnslupokinn er kominn aftur á endurvinnslustöðvar Sorpu. Pokarnir eru úr 85% endurunnu efni og þola allt að 20 kílóa þyngd. Með pokanum fylgir flokkunartafla sem auðveldar íbúum að flokka og skila til endurvinnslu. Þar má líka finna fjögur einföld skref til þess að byrja að flokka heima fyrir.

Á Endurvinnslukortinu og Endurvinnslukorts appinu er hægt að nálgast ókeypis upplýsingar um ...

Þær fréttir voru að berast að Fjarðarkaup hafi nú danska lífrænt vottaða kjúklinga til sölu en það er þá í fyrsta skipti sem að lífrænt vottaðir kjúklingar standa Íslendingum til boða. Enn hefur enginn íslenskur kjúklingaframleiðandi tekið skrefið til framleiðslu á lífrænt vottuðum kjúklingum og ekki heldur lífrænt vottuðum eggjum. Neytendur hafa þó í æ ríkari mæli sýnt áhuga á ...

Alþjóðlegi baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur í dag. Víða um heim fagna konur deginum og minna á mikilvægi jafnréttis kynjanna og stöðu kvenna í hinum ýmsu menningarheimum. Hér á landi verður m.a. fundað á Grand Hótel í dag kl. 11:15 - 13:00 undir fyrirsögninni „Kynhlutverk og kynskiptur vinnumarkaður - ný kynslóð, nýjar hugmyndir?“ og Menningar- og friðarsamtök MFÍK heldur ...

Prentsmiðjan Litróf hefur fengið vottun Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra afhenti Konráði Inga Jónssyni Svansleyfið í húsnæði fyrirtækisins seinasta föstudag.

Svansmerktar prentsmiðjur eru nú orðnar tíu talsins og því ætti enginn að lenda í vandræðum með að verða sér úti um Svansmerkt prentverk.

Litróf Prentmyndagerð var stofnuð árið 1943 af Eymundi Magnússyni og á ...

Norræna húsið í Reykjavík verður vettvangur áhugaverðra vangaveltna um matarleifar og matarmenningu þann 18. mars n.k. og hefst kl. 9:30 og stendur til kl. 15:00. Málþingið er tvískipt, fyrri hluti þess fjallar um sóun á mat og sjónum beint að þeim miklu verðmætum sem er sóað í hverju skrefi matvælaframleiðslu. Skoðað verður hvað er til ráða við ...

Hægt er að breyta eða endurnýta fatnað, gefa vinum eða auglýsa hann til gjafar eða sölu. Í gáma merkta Rauða krossi Íslands fara allar vefnaðarvörur, t.d. fullorðinsfatnaður, barnafatnaður, yfirhafnir, gluggatjöld, áklæði, teppi og handklæði. Föt og klæði þurfa að vera pökkuð í lokaðan plastpoka. Föt og klæði nýtast til hjálparstarfs innanlands og erlendis á vegum Rauða kross Íslands.

Upplýsingar ...

Tölvur eru stolt hvers fyrirtækis, næstum allra og varla fyrirfinnst tölvulaust heimili á Íslandi í dag. Tölvur eru einfaldlega alls staðar og gera allt fyrir alla.

Þó að tölvur séu stórkostleg tæki að flestra mati hefur tölvuframleiðslu geigvænlega neikvæð umhverfisáhrif. Bæði vegna þeirra náttúrauðlinda sem framleiðsla hráefnis í tölvurnar hefur í för með sér, flutnings efnis heimsálfa á milli og ...

Austræn trúarbrögð og heimspeki byggja á því sem staðreynd að innra með okkur séu sjö orkustöðvar sem eru eins og höfuðstöðvar ákveðinna hvata og þarfa mannsins, hvort sem þær eru andlegs eða líkamlegs eðlis. Tilvist þeirra er óumdeilanleg þó að nútíma læknavísindi vinni ekki með þær á þann hátt sem gert er með austrænum aðferðum.

En mannslíkaminn er flókið fyrirbrigði ...

Gert er ráð fyrir að fjárfesting í evrópskum sorporkuverum verði komin í 5 milljarða dollara (tæplega 650 milljarða ísl. kr.) árið 2016. Þetta er afleiðing af viðleitni stjórnvalda til að draga úr urðun og losun gróðurhúsalofttegunda. Á næstu árum þarf fyrirsjáanlega að leggja mikið fé í endurbætur á eldri stöðvum til að þær nái að uppfylla nýjustu kröfur um hreinsun ...

Náttúran birtir nú annað sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Dagur ...

Fjölskylda sambýliskonu minnar á yndislegt afdrep á fallegum stað í dæmigerðu sumarhúsahverfi fyrir austan fjall. Góður staður til að njóta þess að slaka á og auk þess er örstutt að skreppa þangað úr bænum. Þarna er fjöldi bústaða, misjafnlega mikið notaðir sem eru þó sami sælustaðurinn fyrir eigendur þeirra.

Algengastir eru þessir „venjulegu“ bústaðir eins og maður kallar þá og ...

Hrossakjöt í tilbúnum matvörum af erlendum uppruna vakti neytendur um allan heim af værum blundi fyrir nokkrum vikum. Matvælaeftirlitsaðilar fengu ærlegt sjokk og gerðu sér grein fyrir hve máttlaust eftirlit þeirra hefur verið hingað til. Grunur um að eftirlit með þeim matvörum sem okkur manneskjunum er boðið upp á væri ekki nægjanlegt hefur svo sem verið fyrir hendi en við ...

Leikvellir eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir eru staðsettir á skólalóðum og í hverfum og jafnvel í heimagörðum.

Hér áður fyrr voru „gæsluvellir“ í hverfum Reykjavíkurborgar þar sem hægt var að koma með börnin til að leika úti í nokkra klukkutíma á dag undir eftirliti gæslufólks. Nú eru slíkir vellir ekki lengur í boði nema án gæslu enda ganga ...

Á Landsþingi Vinstri grænna er nú verið að ræða stefnumál hreyfingarinnar í landbúnaðarmálum m.a. eftirfarandi:

Svo drepið sé niður í þeim kafla er varðar erfðabreytta ræktun þá segir í línum 29-35:

„Viðhafa þarf skýra varúðarreglu við erfðabreytta ræktun, sérstaklega ef heimila á útiræktun í ljósi þess að þekking og reynsla er enn mjög takmörkuð. Setja þarf skýrt verklag um ...

HugmyndinHugmyndin að Náttúrunni.is fæddist sumarið 2002 og hefur verið í þróun æ síðan. Frumkvöðull verkefnisins er Guðrún Arndís Tryggvadóttir myndlistarmaður (sjá ferilskrá). Hugmyndin byggir á því að nota veraldarvefinn sem tæki til að skapa sjálfbært samfélag. Vefurinn er bæði fréttamiðill og upplýsingaveita um umhverfisvænan lífsstíl. Markmiðið er að gera neytendum umhverfisvænar lausnir sýnilegri og aðgengilegri með því að tengja ...

Geymsla matvæla hefur ekki alltaf verið jafn einföld og nú til dags. Mikilvægt er þó að hafa í huga að ísskápurinn notar mesta orku af öllum tækjum á heimilinu eða um 20%. Það skiptir því verulegu máli fyrir umhverfið og orkureikning heimilisins að kaupa í upphafi ísskáp sem notar sem minnsta orku.

Orkumerkin Energy Star og Evrópska orkumerkið gefa til ...

Gaskútar fást fylltir á flestum bensínstöðvum og nýtast því til fjölda ára. Þú skilar tómum gaskút og færð fullan kút í staðinn. Illa förnum og ónýtum gashylkjum skal koma til endurvinnslustöðva og flokka sem spilliefni þannig að þeim verði fargað á réttan og áhættulausan hátt. Gashylkjum úr sódastream vélum og rjómasprautum skal einnig skila sem „Spilliefni“ innihaldi þau gas en ...

Skrúður við Núp í Dýrafirði hlaut nýlega alþjóðlega viðurkenningu ítalskrar stofnunar, sem árlega velur einn skrúðgarð sem vakin er sérstök athygli á. Árið 2013 er Skrúður valinn. Nýlega barst Brynjólfi Jónssyni skógfræðingi og formanni Skrúðsnefndar bréf, þar sem fram kemur að dómnefnd Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Giardino [Alþjóðaverðlaun Carlo Scarpa fyrir garða] samþykkti einróma að tileinka sína árlegu ...

Náttúran birtir nú fyrsta sáðalmanak ársins 2013. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Dagur ...

Sæng barnsins ætti ekki að vera of þung og ekki of stór. Útöndun og einangrunargildi í ekta dúnsæng (æðadún eða gæsadún) er auðvitað betri en úr gerviefnum og því í flestum tilfellum hollari. Nauðsynlegt er að viðra sængina reglulega og helst láta hreinsa hana eftir þörfum.

Við val á sængurfötum ættum við m.a. að taka tillit til þess að ...

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi.

Félagsmönnum í Landvernd fjölgaði um rúm 15% starfsárið 2011-2012 og hefur nú þegar fjölgað um svipaða prósentutölu ...

Nú liggur fyrir Alþingi eftirfarandi þingsályktunartillaga sem að þingmennirnir Þuríður Backman, Birgitta Jónsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lögðu fram.

Þess er óskað að undirritaðar umsagnir um „Tillögu til þingsályktunar um bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum“ berist fyrir 22. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is eða bréflega til Nefndasviðs Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 ...

Oft eru lyf geymd í baðskápnum en hann þarf að vera nógu hátt á vegg eða læstur til að litlu mannverurnar nái ekki til þeirra. Barnalæsingar þurfa að vera á neðri skápum ef þar eru geymd lyf, hreinsivörur eða hreinlætisvörur.

Ef slys ber að höndum og lyf hafa af einhverjum ástæðum verið gleypt eða misnotuð skal leita strax til Eitrunarmiðstöðvarinnar ...

Náttúran.is hefur þróað og hannað Lífrænt Íslandskort í prentútgáfu.

Ástæðan fyrir útgáfu Lífræns Íslandskorts er einfaldlega sú að nauðsynlegt er orðið að gera upplýsingar um lífrænan landbúnað og framboð á lífrænum vörum aðgengilegri fyrir alla. Upplýsingar um lífræna aðila hafa verið framreiddar á ýmsa vegu á vef Náttúrunnar sl. 5 ár og upplýsingarnar hafa verið uppfærðar reglulega á grundvelli ...

Frysting matvæla við kjöraðstæður í frysti er góð leið til að stöðva örvervuöxt og minnka ensímvirkni lífrænna afurða. Geymsla í frysti getur þó aðeins verið tímabundin og er háð þvi að hitastiginu sé haldið jöfnu þ.e. -18 °C út allan geymslutímann og að frágangi matvæla, hreinlæti og afhýðingu sé rétt staðið. Talað er um að ekki eigi að geyma ...

Laugardaginn 2. febrúar frá kl. 11:00 til 13:00 verða þrír áhugaverðir fyrirlestrar fluttir hjá Toppstöðinni við Rafstöðvarveg.

Dagný Bjarnadóttir

Áhugi á vistvænum lausnum og endurvinnslu eykst með ári hverju. Sú staðreynd að úrgangur er vaxandi vandamál, ásamt því að hráefnisskortur er fyrirsjáanlegur í nánustu framtíð, leiðir hugann að því að nýta betur hráefni sem við köllum "úrgang“. Í ...

Smáfuglarnir eru ekki einungis skemmtilegir félagar í garðinum heldur þjóna þeir ákveðnu hlutverki í lífskeðjunni. Þeir éta orma og skordýr en stundum líka berin sem ætluð voru í sultugerð. Hægt er þó að forða berjunum með einföldum aðferðum eins og að leggja net yfir runnana þegar líður að þroskatíma berjanna. Að laða fugla í garðinn er tvímælalaust gott fyrir garðinn ...

Náttúruverndarsamtök Íslands voru að opna nýja vefsíðu Natturuvernd.is en samtökin opnuðu einnig Facebooksíðu fyrir nokkrum dögum. Á nýju vefsíðunni gætir ýmissa grasa en aðalflokkar eru; Náttúruvernd, Loftslagsbreytingar og Lífríki sjávar en markmið Náttúruverndarsamtaka Íslands er að vera málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða og stuðla að verndun náttúru Íslands til láðs, lagar og lofts, málefna sem eru í senn íslensk og ...

Sum bókasöfn taka við bókum séu þær áhugaverðar fyrir safnið og nokkur sveitarfélög hafa sérstakt ílát fyrir bækur á stærstu móttökustöðunum. Þær rata þá til Góða hirðisins eða annarra aðila sem geta komið bókunum í nýtingu eða verð. Hægt er að gefa vinum bækur eða auglýsa þær til gjafar eða sölu. Ef um verðmætar bækur er að ræða væri skynsamlegt ...

Ökutækjum er skilað til viðurkenndra móttökuaðila*. Vinsamlegast hafið samband við viðkomandi sveitarfélag/móttökustöð til að fá upplýsingar áður en farið er með ökutækið. Skilagjald fæst greitt fyrir bíl sem komið er með til förgunar. Til að fá skilagjaldið greitt þarf að sýna skilavottorð sem staðfestir að bifreiðinni hafi verið skilað til endurvinnslu og hún afskráð af götum landsins. Einnig þarf ...

Vatnið sem kemur úr krananum á Íslandi er yfirleitt af besta gæðaflokki sem þekkist. Ef eitthvað er að kranavatninu þínu þá er það yfirleitt vegna tæringar í þeim vatnslögnum sem liggja að húsinu frá stofnæðinni.

Þótt við Íslendingar séum svo lánsamir að eiga nóg af vatni þá er óþarfi að bruðla með það. Betra er að venja sig á að ...

Að henda mat er í raun að lifa í ótrúlegri forheimskun. Um tveim milljörðum tonna er hent á ári, helming heimsframleiðslunnar. í Bretlandi einu saman er 7,2 milljónum tonna hent af mat á ári hverju. Að meðaltali hendum við 120 kg. af mat á ári. Hver og einn okkar. Mest er hent af kartöflum, síðan banönum.

Þar sem helmingi ...

Heimildamyndin HVELLUR, eftir Grím Hákonarson, verður frumsýnd í Bíó Paradís 24. janúar nk.

HVELLUR fjallar um einstakan atburð í Íslandssögunni. Að kvöldi 25. ágúst 1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. Bændurnir höfðu mótmælt harðlega virkjanaáformum á svæðinu en sjónarmið þeirra voru virt að vettugi. Með sprengingunni tókst bændunum að ...

Blátunna er í boði í sveitarfélaginu Ölfusi, Árborg, Bláskógarbyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi, í Rangárþingi eystra, Rangárþingi ytra, Ásahreppi, Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ og Mosfellsbæ. Í Blátunnuna má setja öll dagblöð, tímarit, fernur, bylgjupappa, markpóst og annan prentpappír.

Upplýsingar úr Endurvinnslukorts smáforriti (appi) Náttúrunnar fyrir iPhone og iPad, nú aðgengilegt ókeypis í AppStore.

Grafík: Guðrún A. Tryggvadóttir.

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Te & Kaffi uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænu kaffi. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í kaffibrennslu félagsins í Hafnarfirði í morgun, föstudaginn 11. janúar 2013. Te & Kaffi er fyrsta vinnslustöðin sem fær vottun til framleiðslu á lífrænu kaffi hér á landi.

Með vottun Túns er staðfest að lífrænt kaffi sem vinnslustöðin framleiðir ...

Í frétt á vef Íslenska gámafélagsins í dag segir;

„Auður I fagfjárfestasjóður hefur keypt nýtt hlutafé í Íslenska gámafélaginu og eignast helmingshlut í félaginu. Með þessum kaupum hefur sjóðurinn alls fjárfest fyrir um 3 milljarða króna og er fullfjárfestur.

Íslenska gámafélagið starfar á sviði sorphirðu fyrir fyrirtæki og sveitarfélög og veitir tengda þjónustu s.s. ráðgjöf, heildsölu, endurvinnslu og útflutning ...

Barnahúsgögn eru oft stækkanleg, t.d. hægt að lengja rúm og hækka borð og stóla. Slík húsgögn geta verið mjög umhverfisvæn þar sem þau er hægt að nota lengi. Það er þó margt annað sem hafa ber í huga eins og t.d. hvort að þau séu raunverulega það sterkbyggð að þau þoli margra ára ef ekki áratuga notkun.

Vönduð ...

Reykjavíkurborg hefur nú sett upp vefsíðuna pappirerekkirusl.is þar sem íbúum er kynnt þjónusta borgarinnar með blátunnuna sem er valkvæð þjónusta fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg vinnur nú að því fram til næstu áramóta að innleiða kerfi, í hvert hverfi á fætur öðru, sem felur í sér að ef skilagjaldsskyldar umbúðir eða pappír finnst í gráu heimilistunnunni (sem er nú einnig ...

Jólin eru há-tíð ársins. Grunntónninn er sá að upplifa galdur lífsins, þakka gjafir jarðar, vegsama lífið og frjósemina sjálfa og gefa af okkur til annarra.

Með því að gefa sýnum við af okkur elsku, og það fyllir okkur sjálf innri gleði. Samhljómur og friður eru aukaverkanir af því að gefa. Þess vegna eru gjafir svo mikilvægur hluti hátíðar ársins. Jólagjöfin ...

Jólaseríur eru óendurvinnanlegar en rafvirkjar geta vafalaust gert við vandaðari gerðir, svari það kostnaði. Oftast þarf aðeins að skipta út perum sem getur þó verið svo tímafrekt að einfaldara þykir að kaupa nýja. Jafnvel þó að LED ljósaseríur séu töluvert dýrari en hefðbundnar seríur þá endast þær margfalt lengur, spara orku og eru því mun ódýrari og umhverfisvænni kostur þegar ...

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni er opinn um helgina frá 11-16. Þar er jólastemmning þar sem ýmsir hönnuðir og handverksmenn eru að kynna og selja vörur sínar. Skógræktarfélag Reykjavíkur selur jólatré af ýmsum stærðum og gerðum, þ.á.m. hin geysivinsælu tröpputré. Jafnaframt er kaffihús á staðnum þar sem gestum gefst kostur á að gæða sér á kakó og vöfflum og hlusta ...

Gleraugnaverslunin Sjónarhóll í Hafnarfirði sér um að safna fyrir verkefnið „Vision Aid Overseas“. Tekið er við öllum gleraugum, lesgleraugum, göngugleraugum, barnagleraugum, skiptum gleraugum og sólgleraugum með og án styrks. Gleraugun eru send til Englands þar sem þau eru þrifin, mæld og merkt og síðan send til Afríku þangað sem breskir augnlæknar / sjónfræðingar fara reglulega, oftast á sinn kostnað, og mæla ...

Árlega kaupa íslendingar um 40.000 jólatré, flest þeirra eru innflutt eða um 75% hin 25% eru framleidd hér á landi. Umhverfisáhrif innfluttra trjáa er mun meiri en þeirra sem vaxa hér á landi. Bæði er að við ræktun þeirra eru notuð varnarefni þ.e. illgresislyf og skordýraeitur og auk þess þarf að flytja þau um langan veg með skipum ...

Eymundur Magnússon og Eygló  Björk Ólafsdóttir bændur í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hafa á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].

Allt sem Eymundur og Eygló framleiða hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú þeirra vottun frá vottunarstofunni Túni um 100 ...

Samtök Lífrænna Neytenda bjóða til kvikmyndasýningar á heimildar myndinni Hungry for Change fimmtudaginn 13.desember n.k. kl 20:00 í Norræna húsinu.

Í myndinni ræða ýmsir aðilar úr heilsugeiranum um núverandi stöðu matvæla í heiminum og megrunarbransann. Í Myndinni er tekið fyrir hvernig maturinn sem við borðum getur annað hvort hjálpað okkur eða beinlínis unnið gegn okkur.

Sjá trailer ...

Svansmekta prentsmiðjan GuðjónÓ fannst við hæfi að bjóða upp á umhverfisvænni jólapappír. Pappírinn er prentaður báðu megin. Á annarri hliðinni skoppar jólakötturinn um örkina og vitnað er í vísur Jóhannesar úr Kötlum um Jólaköttinn. Hin hliðin skartar litríkum teikningum af fatnaði og minnir á að sá fer í jólaköttinn sem ekki fær nýja flík!

Jólapappírinn er gerður í samstarfi við ...

Jólamarkaður Búrsins og Beint frá býli verður haldin laugardaginn 8. desember frá kl. 12:00 - 16:00 við verslunina Búrið, Nóatúni 17 í Reykjavík.

Grasfóðrað nautakjöt, hangerðir ostar, tvíreykt hangikjöt o.m. fleira.

Eftirfarandi aðilar eru með á jólamarkaðinum:

Móðir Jörð, Saltverk, Búrið, Bjarteyjarsandur, Erpsstaðir, Kiðafell, Kaffitár, Sandholt, Vínekran, Þorvaldseyri, Sogn í Kjós, Sæluostar, Roberto Tariello, Hrökkur & ...

Árlega kaupa íslendingar um 40.000 jólatré, flest þeirra eru innflutt eða um 75% hin 25% eru framleidd hér á landi. Umhverfisáhrif innfluttra trjáa er mun meiri en þeirra sem vaxa hér á landi. Bæði er að við ræktun þeirra eru notuð varnarefni þ.e. illgresislyf og skordýraeitur og auk þess þarf að flytja þau um langan veg með skipum ...

Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

Hægt er að skila ónýtum símtækjum og hleðslutækjum til endurvinnslustöðva. Símum og farsímum er einnig hægt að koma til verslana Símans og nokkurra fyrirtækja* sem taka símana í sundur og koma innvolsi og hulstrum til réttrar förgunar eða gera við símana, gefa til góðgerðarstarfsemi eða selja áfram á lágu verði.

*Símabær og Græn framtið ehf.

Upplýsingar úr Endurvinnslukorts smáforriti (appi ...

Á aðalfundi Geitfjárseturs sem fram fór í gærkvöldi var kosin ný stjórn, í henni sitja: Jón Ingi Einarsson, formaður, Jónína Margrét Bergmann, gjaldkeri, Eirný Sigurðardóttir, ritari, Dominique Plédel Jónsson, meðstjórnandi og Ari Hultqvist, meðstjórnandi.

Dagur íslensku geitarinnar verður haldinn föstudaginn 30. nóvember nk. þann dag verður málþing í Þjóðminjasafni Íslands og stendur það frá kl. 13:00-16:00

Dagskrá:

  • 13 ...

nokkur náttúruspilNáttúran.is hefur gefið út 52 náttúruspil með góðum ráðum sem tengjast árstíðunum. Efnið kemur úr ýmsum ábyggilegum áttum. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir hönnuðu spilin, eins og reyndar alla grafíska umgjörð vefsins. Að textum vann einnig valinkunnur hópur starfsmanna auk áhugamanna og sérfræðinga á sviði náttúru, lista og umhverfisfræða. Spilin samanstanda af vistænum húsráðum, uppskriftum, fornri visku og ýmiskonar ...

Góð hjól sem engin not eru lengur fyrir má gefa eða selja. Á vefnum hjoladot.is er hægt að skrá, selja, og kaupa hjólavörur sínar. Tekið er við hjólum og öðrum hlutum sem eru með óskert notagildi og tilheyra heimilishaldi s.s. húsgögnum, rafmagnstækjum, innanstokksmunum, leikföngum, bókum, plötum og geisladiskum í nytjagáma Góða hirðisins á endurvinnslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. Ef hjól eru ...

Einnota bleyjur (bleiur) eru óendurvinnanlegar og gríðarlega umhverfisspillandi. Samkvæmt norskum tölum frá 2006 skilur hvert bleyjubarn eftir sig um þriðjung úr tonni af notuðum einnotableyjum á ári, en þetta er talið nema um 5% af öllum heimilisúrgangi í Noregi. Taubleyjur eru taldar mun umhverfisvænni kostur og sífellt fleiri foreldrar kjósa að nota taubleyjur.

Upplýsingar úr Endurvinnslukorts smáforriti (appi) Náttúrunnar sem ...

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar sagði m.a. í ræðu sinni á haustfundi Landsvirkjunar í gær:

Annað öflugt verkfæri í átt til sáttar er orðræðan. Ég tel að þar getum við öll gert miklu betur. Við verðum að virða ólík sjónarmið hvers annars og nálgast umræðu um þau af fagmennsku. Við verðum að hlusta á hvert annað og gera okkur grein ...

Ökutækjum er skilað til viðurkenndra móttökuaðila*. Vinsamlegast hafið samband við viðkomandi sveitarfélag/móttökustöð til að fá upplýsingar áður en farið er með ökutækið. Skilagjald fæst greitt fyrir bíl sem komið er með til förgunar. Til að fá skilagjaldið greitt þarf að sýna skilavottorð sem staðfestir að bifreiðinni hafi verið skilað til endurvinnslu og hún afskráð af götum landsins. Einnig þarf ...

NáttúrumarkaðurVefverslun með hugsjón

Eitt af meginmarkmiðum Náttúrunnar er að veita neytendum samræmdar upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur á óháðu markaðstorgi, þannig að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun byggða á samanburði óvéfengjanlegra upplýsinga um vottanir, uppruna og tilurð vörunnar, hreinleika, samsetningu og förgun innihalds og umbúða.

Náttúran starfrækir netverslun sem býður söluaðilum tvo möguleika til að tengja vörur viðmiðum og ...

Waldorfleikskólinn Ylur og Waldorfskólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar laugardaginn 17. nóvember frá kl. 12:00 -17:00.
Margir fallegir hlutir verða í boði bæði í umhverfi og stemmningu sem hverjum og einum er hollt að upplifa, m.a. brúðuleikhús, barnakaffihús, veiðitjörn, eldbakaðar pizzur, jurta apótek, tónlist á vegum nemenda, tívolí og munir þar sem hugur mætir sköpunarkrafti handanna ...

Með vitundarvakningu og þátttöku almennra neytenda er hægt að nota markaðsöflin til þess að leysa mörg af þeim umhverfisverkefnum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag, hvort sem þau eru staðbundin eða hnattræn. Þetta vill Náttúran er ehf. gera með því að vera:

  • fréttamiðill og veita neytendum óháðar upplýsingar um vörur og þjónustu sem tengjast náttúrunni, umhverfis-, félagslegum og/eða ...

Til marks um þann taugatitring sem gætir nú vegna stöðu Rammaáætlunar sem nú er á höndum alþingismanna að taka ákrörðun um, og þá í fyrstu lotu í höndum atvinnuveganefndar, þá óskar Dofri Hermannsson formaður Græna netsins Árna Páli til hamingju með „ágætt kjör“ á kaldhæðinn hátt á bloggsíðu sinni í dag en þar segir hann m.a.

„Nú býst ég ...

Þann 8. nóvember síðast liðinn tóku sveitarfélögin á Vestfjörðum þýðingarmikið skref inn í framtíðina með því að gerast meðlimir hjá EarthCheck og hafa þau nú hafið vinnu sem miðar að því að umhverfisvotta öll níu sveitarfélögin á Vestfjörðum. Með þessu eru sveitarfélögin að skuldbinda sig til þess að taka mið af náttúrunni í öllum ákvörðunum sínum og tryggja sjálfbærni þeirra ...

Lifandi markaður opnaði á dögunum nýja glæsilega verslun og veitingastað í Fákafeni 11 í Reykjavík. Á morgun verður haldin opnunarhátíð frá kl. 17:00-19:00 með opnunartilboðum og líflegum vörukynningum. Þetta er stærsta verslunin til þessa og má segja að hún muni þjóna sem nokkurskonar flaggskip fyrir Lifandi markað. Fyrir utan eitt breiðasta úrval lífrænna vara sem í boði er ...

Málefnahópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunfundi  um rannsóknir og samfélagsábyrgð í Háskólanum í Reykjavík þ. 8. nóvember frá kl. 8:30-10:00

Á fundinum verða kynntar þrjár nýlegar meistararitgerðir íslenskra nemenda við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) en þær fjalla allar um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn hefur verið leiðandi í kennslu um samfélagsábyrgð og skipar nú 3 sæti yfir ...

Skipulagsverðlaun SSFÍ verða afhent í Iðnó, fimmtudaginn 8. nóvember, sem er alþjóðlegur skipulagsdagur. Athöfnin hefst kl. 15:00 en þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt.
Markmið skipulagsverðlaunanna er að hvetja til umræðu um skipulagsmál og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipulagsmála á Íslandi a ...

Snyrtivörur varða daglega umhirðu líkama okkar. Margar snyrtivörur höfða mest til skjótfenginna fegurðaráhrifa en taka lítið tillit til áhrifa á heilsu notandans eða umhverfisáhrifa til lengri tíma. Til eru lífrænt vottaðar snyrtivörur, umhverfisvottaðar og sanngirnisvottaðar. Snyrtivörur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum koma náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft er búið að einangra þau til að fá ...

Á vef Umhverfisstofnunar er frétt um skýrslu sem stofnunin ásamt heilbrigðisstofnunum sveitarfélaga þ.e. Efnavöruhópur Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga hafa gert um ástand efnanotkunar á bílaþvottastöðvum landsins. Smelltu hér til að lesa skýrsluna.

„Könnuð var framfylgni við þær reglur sem þykja helst eiga við þegar kemur að efnanotkun á bílaþvottastöðvum. Má þar helst nefna að merkingar hættulegra efnavara voru skráðar ...

Fjöldi veitingahúsa um allan heim koma nú til móts við viðskiptavini sína með því að ábyrgjast að hráefnið sem notað er í eldhúsinu sé hreint og óerfðabreytt. Eitt dæmi eru samtök í Þýskalandi „Veitingahús án erfðabreyttra lífvera“ (Gentechnikfreie Gastronomie). Á vef samtakanna segir:

„Markmið þýsks- og evrópsks landbúnaðar er framleiðsla hágæða landbúnaðarafurða. Meira en 80% neytenda vijla afurðir án erfðabreyttra ...

Páll Jakob Líndal doktorsnemi í umhverfissálfræði* flutti fyrsta fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni „Frá vitund til veruleika“ í Norræna húsinu í gær en Norræna húsið og Landvernd standa fyrir fyrirlestraröðinni í vetur.

Í fyrirlestri Páls kom fram að gildi náttúrunnar sem endurheimtandi** afls þ.e. til streytulosunar og endurnýjunar krafta mannsins sé veruleg en hann sagði frá nokkrum rannsóknum sem leiddu með ...

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar Íslands sem eru á dagskrá yfir vetrartímann og er að jafnaði annan hvern miðvikudag. Hrafnaþing hefur verið haldið allt frá árinu 2003, þar kynna starfsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi. Hrafnaþing er vettvangur fyrir umræður um náttúrufræði.

Fræðsluerindi á Hrafnaþingi eru ókeypis og opin öllum!

Hrafnaþing er haldið í ...

Það er óhætt að segja að Lífrænt Ísland 2012 sem Samtök lífrænna neytenda stóðu fyrir í Norræna húsinu í sunnudaginn hafi slegið í gegn en viðburðurinn sprengt húsið gersamlega utan af sér.

Þetta var fyrsta árlega uppskeruhátíð Samtaka lífrænna neytenda en þau voru stofnuð á sama stað þ. 7. mars 2010 (sjá frétt).

Biðröð myndaðist fyrir utan Norræna húsið fyrir ...

Fimmtíu ár frá útgáfu bókarinnar „Raddir vorsins þagna“ eftir Rachel Carson. Skilaboð móttekin en án viðbragða?

Að því tilefni verður haldinn opinn fyrirlestur miðvikudaginn 17. október 2012 í Öskju, stofu 132, kl. 12.25-13.15 en þá mun Joni Seager, prófessor í hnattrænum fræðum við Bentley-háskóla, halda erindi sem ber heitið „Fimmtíu ár frá útgáfu bókarinnar „Raddir vorsins þagna“ eftir ...

Árið 2000 fékk prentsmiðjan GuðjónÓ fyrst Svansvottun. Á þeim tíma var umhverfisstarf komið vel á veg á Norðurlöndum og í Þýskalandi, en prentsmiðjur hér heima ekki byrjaðar að skoða sín mál. Það var því mikið brautryðjendastarf að koma á fyrstu vottuninni  og tók 2 ár að breyta starfsemi prensmiðjunnar innanfrá til að uppfylla kröfur Svansins.

Nú hefur GuðjónÓ haft Svansvottun ...

Samtök lífrænna neytenda standa fyrir viðburðinum Lífrænt Ísland í Norræna húsinu sunnudaginn 14. október nk. frá kl. 12:00-17:00 en þar verður leitast við að gefa sem gleggsta mynd af stöðu hins lífræna Íslands eins og það er í dag.

Lífrænir framleiðendur kynna vörur sínar og gefa að prufa og smakka af framleiðslu sinni. Stuttir og fræðandi fyrirlestrar verða ...

Nú þegar að Pandorubox Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélagsins Ölfuss hefur verið opnað af virðulegri nefnd og þetta spillta samband afhjúpað er almennum fréttamiðlum loksins óhætt að rugga bátnum. Löngu eftir að hann er sokkinn.

Það er þó mikilvægt að hlutunum sé haldið til haga og minnt á að náttúruverndarfélögin, þá aðallega Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, einstaklingurinn Lára Hanna og við ...

Náttúran.is hefur nú þróað og hannað Lífrænt Íslandskort í prentútgáfu en það verður kynnt á Lífrænu Íslandi 2012 fyrsta árlega viðburði Samtaka lífrænna neytenda sem haldinn verður í Norræna húsinu sunnudaginn 14. okt. nk. frá kl. 12-17.

Ástæðan fyrir útgáfu Lífræns Íslandskorts nú er einfaldlega sú að nauðsynlegt er orðið að gera upplýsingar um lífrænan landbúnað og framboð á ...

Austfirskar Krásir - Matur úr héraði er gæðamerki á matvælum úr austfirsku hráefni, afurðir sem byggja á sérstöðu, handverki og hefðum á Austurlandi. Austfirskar Krásir matreiða og framreiða hráefni af hjartans list undir kjörorðunum Upplifun - Vitund - Sérstaða.

Tilgangur samtakanna Austfirskar Krásir - Matur úr héraði er að efla austfirska matarmenningu og vera samstarfsvettvangur þeirra aðila sem stunda rekstur með hráefni svæðisins.

Sjá ...

Námskeiðið „Lifandi víxlverkan, kosmískir straumar - jarðneskt ferli“ á grundvelli 2. fyrirlestrar úr Landbúnaðarnámskeiði Rudolf Steiner, verður haldið í Skaftholti laugardaginn 13. október frá 10:00-16:00.

Leiðbeinandi er Henk-Jan Meijer.

Námskeiðsgjald eru þrjúþúsund krónur og er hádegisverður innifalinn.

Vinsamlegast skráið þátttöku á skaftholt@simnet.is.

Sjá Skaftholt hér á Grænum síðum.

Snyrtivörur varða daglega umhirðu líkama okkar. Margar snyrtivörur höfða mest til skjótfenginna fegurðaráhrifa en taka lítið tillit til áhrifa á heilsu notandans eða umhverfisáhrifa til lengri tíma. Til eru lífrænt vottaðar snyrtivörur, umhverfisvottaðar og sanngirnisvottaðar. Snyrtivörur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum koma náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft er búið að einangra þau til að fá ...

Græna netið, félag jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina stendur fyrir opnum fundi um Rammaáætlun og ný náttúruverndarlög í kvöld, mánudaginn 1. október kl. 20.00 á Hallveigarstíg 1. Sérstakur gestur fundarins verður Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem mun fjalla um tvö mikilvæg mál á málasviði nefndarinnar og taka þátt í umræðum um stöðu þeirra og ferlið framundan í ...

Námsflokkar Hafnarfjarðar – Miðstöð símenntunar gengst fyrir námskeiði um íslenskar lækningajurtir í gamla Lækjarskóla við Skólabraut í Hafnarfirði. Það mun garðyrkjufræðingurinn Steinn Kárason miðla af reynslu sinni.

Á námskeiðinu verður fjallað um algengar íslenskar drykkjar- og lækningajurtir og leiðbeint um söfnun þeirra, þurrkun, verkun og notkun. Stikklað verður á stóru í sögulegu samhengi og áhersla lögð á sjálfbærni og virðingu við ...

Vistvænar byggingar er hugtak sem enn er ekki alveg komið inn í íslenska tungu. Í raun er átt við að bygging þurfi að vera heilbrigð þ.e. að hún skaði ekki heilsu íbúanna, gangi ekki of nærri auðlindum jarðar og hafi ekki neikvæð áhrif á náttúruna á líftíma sínum og eftir. Það er því margt sem að spilar þar inní ...

Góði hirðirinn er nytjamarkaður SORPU og liknarfélaga. Markmið Góða hirðisins er að endurnýta nytjahluti til áframhaldandi lífs. Góði hirðirinn er rekinn af Sorpu. Ágóði af sölu nytjahluta í Góða hirðinum rennur til góðgerðarmála, úthlutun fer fram einu sinni til tvisvar á ári.

Á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu eru nytjagámar fyrir Góða hirðinn þar sem fólk getur gefið hluti sem það er ...

Eftirfarandi frétt var að birtast á vef ruv.is:

Stjórnvöld á Grænlandi og í Danmörku ræða nú hvort leyfa eigi influtning þúsunda lágt launaðra verkamanna frá Kína til Grænlands, til að vinna í járnnámu Kínverja og álbræðslu stórfyrirtækisins Alcoa.

„Deilt um kínverska þræla", var fyrirsögn frétta um málið í grænlenskum og dönskum fjölmiðlum á dögunum. Málið snýst um hótanir Alcoa ...

Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslugöngu laugardaginn 22. september um Guðmundarlund í nágrenni Elliðavatns undir leiðsögn Kristins H. Þorsteinssonar garðyrkjufræðings. Lagt verður upp í gönguna frá aðalinngangi Guðmundarlundar kl. 11:00 og lýkur fræðslugöngunni kl. 13:00.

Hægt verður að safna fræi af ýmsum tegundum trjáa og runna. Kristinn ætlar að fræða fólk um gróður í Guðmundalundi, sýna hvernig tína á ...

Norman Ernest Borlaug

Í nýúkomnu Bændablaði (18 tbl. ná í hér) birtist á sömu opnu, grein um Norman Ernest Borlaug*, föður „Grænu byltingunnar“ svokölluðu og auglýsing um námskeið hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, en þar af eru þrjú námskeið helguð erfðatækni. Greinin um Borlaug er fróðleg þó minna fari fyrir hörmulegum áhrifum Grænu byltingarinnar en þeim sem margir hafa talið vera með ...

Náttúran.is minnir á að allar upplýsingar um umhverfistengda starfsemi, samtök, stofnanir, hugtök, vottanir, viðurkenningar og verkefni svo fátt eitt sé nefnt er að finna hér á síðunni undir hinum ýmsu flokkum, öllum aðgengilegar og frjálsar til afnota.

Öllum er velkomið að nota fréttir og greinar af síðunni sé uppruna getið en einnig er hægt að nota fréttafóðrun RSS (sjá ...

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2012. Verðlaunin hefur stofnunin veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

Ferðaþjónustan byggir afkomu sína að miklu leyti á umhverfislegum gæðum og er það trú Ferðamálastofu að verðlaunin geti orðið hvatning til ...

Kvikmynd Herdísar Þorvaldsdóttur Fjallkonan hrópar á vægð er nú sýnd í Regnhboganum. Næstu sýningar eru föstudaginn 14. sept., laugardaginn 15. sept., og sunnudaginn 16. sept. og hefst sýning myndarinnar kl. 18:00 alla dagana.

Fjallkonan hrópar á vægð hefur verið tilnefnd til Fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytsinsin í ár ásamt tveimur öðrum verkefnum en úthlutun verðlaunanna fer fram á Degi íslenskrar náttúru nú ...

Sýning um fuglana, gróðurinn og mannlífið í Vatnsmýrinni, um náttúruna í borginni og mikilvægi endurheimtar votlendisins var opnuð við athöfn í gær. Sýningin er samvinnuverkefni á milli Norræna hússins, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og felst í að virkja friðinn í varplandinu, opna rásirnar, auka vatnsflæðið um svæðið og tengja það hringrás vistkerfanna. Í raun hefur verið settur upp náttúruskóli og ...

Hraunvinir, félag áhugamana um byggðaþróun og umhverfismál í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, hafa boðað aftur til hreinsunarátaks í hrauninu sunnan og vestan við Straumsvík. Átakið er unnið í samvinnu við grunnskóla, fyrirtæki og stofnanir í Hafnarfirði og ýmsa aðra sjálfboðaliða. Sambærilegt átak var fyrir ári og tókst með afbrigðum vel.

Hreinsunarátakið hefst föstudaginn 14. september með þátttöku grunnskólabarn í ...

Myndlist þ.e. litir og form í barnaherberginu þarf að fylgja aldri og persónuleika barnsins. Barnaherbergið er veröld barnsins og það á að fá að taka þátt í að móta hana. Myndir eftir barnið, ljósmyndir af fjölskyldunni eða mynd af uppáhalds dýrinu eru vinsæl myndefni.

Veggir sem ekki eru ofhlaðnir kalla jafnvel frekar á frjóa hugsun en veggir sem eru ...

Gengt inngangi IKEA í Kauptúni hefur verið komið upp lítilli móttökustöð fyrir nokkra endurvinnsluflokka ásamt fræðslu um hvernig viðkomandi efni eru endurunnin. IKEA hefur skýra umhverfisstefnu á heimsvísu og IKEA á Íslandi tekur alltaf fleiri og fleiri skref í þá átt að vera fordæmisgefandi á þessu sviði sem er mikilvægt því fáir staðir eru betur sóttir en IKEA í Kauptúni ...

Matreiðslunámskeiðið „Grænt og gómsætt, hollustan í fyrirrúmi“ með Þorkeli kokki verður haldið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði næstkomandi laugardag, þann 8. september 2012.

Á námskeiðin verða matreiddir í sýnikennslu girnilegir, hollir grænmetis- og baunaréttir og gómsætur eftirréttur. Í lokin er síðan sameiginlegt borðhald.
Kennt er frá kl. 13:00 - 16:00 og kostar 4.000 kr. fyrir félagsmenn en 5 ...

Síðan 2020.is (tuttugututtugu.com) hefur að geyma dagleg fróðleikskorn um umhverfismál. Síðan er eign Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. (Environice). Heiti síðunnar vísar til ártalsins 2020 og mikilvægis þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld nái að snúa þróun umhverfismála til betri vegar fyrir þann tíma.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður 2020.is er Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur í Borgarnesi, en hann ritstýrði á sínum ...

Guðmundur Páll Ólafsson náttúruverndari og doktor í sjávarlíffræði með meiru er látinn. Guðmundur Páll var um áratuga skeið ein skærasta fyrirmynd íslenskra náttúruverndarsinna en hann hefur bæði unnið að því að fræða almenning um náttúru Íslands með bókum sínum og ljósmyndum sem og tekið þátt í áralöngum og ströngum báráttumálum s.s. Kárahnjúkabaráttunni og baráttunni fyrir verndun Þjórsárvera. Guðmundi Páli ...

Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Mjólkurbúið Kú ehf. uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænum ostum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í mjólkurvinnslu félagsins í Hafnarfirði í morgun, fimmtudaginn 30. ágúst. Mjólkurbúið Kú ehf. er fyrsta sérhæfða vinnslustöðin sem fær vottun til lífrænnar ostaframleiðslu hér á landi.

Með ...

Uppskeruhátíð býflugnabænda* verður haldin í veitingatjaldi í Fjölskyldu og húsdýragarðinum laugardaginn 1. september milli kl 14:00 og 16:00.

Býflugnabændur af sunnanverðu landinu kynna býflugnarækt og koma með sýnishorn af uppskeru sumarsins. Þeir munu gefa gestum að smakka eigin framleiðslu af hunangi sem verður slengt beint úr búinu á staðnum. Einnig verður takmarkað magn af íslensku hunangi til sölu ...

Bio-Bú sérhæfir sig í framleiðslu á lífrænt vottuðum mjólkurvörum. Bio-Bú ehf var stofnað af hjónunum Dóru Ruf og Kristjáni Oddssyni árið 2002 en fyrsta varan, lífræn jógúrt, koma á markað ári seinna.

Fyrirtækinu hefur uxið fiskur um hrygg og framleiðslan er stöðugt að verða fjölbreyttara enda mikill áhugi á lifrænum vörum hjá neytendum. Úrvalið í dag samanstendur af grískri jógúrt ...

Ágætis byrjun er verkefni sem Umhverfisstofnun stendur fyrir til að kynna umhverfismerkið Svaninn en það felur í sér að dreifa Svanspokum til nýbakaðra foreldra.

Verkefnið er unnið að norskri fyrirmynd en þar hefur sambærilegt verkefni verið í gangi síðan árið 2005. Í pokunum er bæklingur sem fjallar um umhverfismerkið Svaninn og kosti þess að velja umhverfisvottað fyrir ungabörn. Í pokanum ...

Þriðjudagsganga um jarðfræði Viðeyjar verður farin í fylgd Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur á morgun þ. 28. ágúst kl. 19:15 - 22:00.

Jarðfræði er Íslendingum hugleikin og ekki þarf nema rétt að bregða sér af braut malbiksins til að finna merkar jarðmyndanir.  Í Viðey er elsta berg borgarlandsins að finna og víða í eyjunni sjást stórbrotnar bergmyndanir, meðal annars fallegt stuðlaberg ...

Í viðtali við Guðjón L. Sigurðsson form. Ljóstæknifélags Íslands á Bylgjunni í gær kom fram að lýsing af sparperum (compact ljósaperum) sé mjög ólík glóperum og það sé ekki auðvelt fyrir neytendur að finna réttu sparperurnar í lampana sína þegar að bann á glóperum tekur gilid þ. 1. september nk. Guðjón segir að sparperurnar séu lengi að tendrast og ná ...

Það finnst sjálfsagt mörgum það hálfkjánalegt að tala um „umhverfisvæna“ farsíma þegar að „minna umhverfisspillandi“ væri meira við hæfi. En hvað sem því líður þá var fjallað um „7 of the Most Eco-Friendly Cell Phones on the Market“ í grein á Treehugger í gær. Innihald greinarinnar er á þessa leið:

Farsímar eru nú í höndum meira en helmings jarðabúa og ...

Skiptbokamarkadur.is er hugsaður sem sameiginlegur skiptibókamarkaður fyrir nema í framhalds- og háskólum þar sem hægt er að auglýsa bækur til sölu, eða óska eftir þeim, milliliða- og kostnaðarlaust.

Þeir sem vilja selja/óska eftir bók skrá sig inn á síðuna og geta síðan skráð viðkomandi bók í framhaldinu. Þeir notendur sem eru að leita sér að bók geta annaðhvort ...

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar sem þeir búa og vinna í nánum tengslum við náttúruna. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar. Í kúabúi ...

Má bjóða þér að ganga í bæinn á Menningarnótt? Kíkja í vöfflur í Þingholtunum, læra tangó á Hótel Borg, fara á tónleika í Hörpu, þiggja heimboð í Ráðhúsinu, dansa salsa á Lækjartorgi, fá faðmlag á Laugaveginum, fara í menningargöngu um Skólavörðuholtið, taka þátt í götu- og garðveislum eða litlum listahátíðum sem leynast víðsvegar í miðborginni? Kynntu þér dagskrána hér á ...

Monsanto risinn er eins og flestir vita leiðandi í þróun erfðabreyttra fræja og svífst einskis til að auðgast. Monsanto komst á legg með því að framleiða Agent Orange sem Bandaríkjamenn notuðu í Víetnam stríðinu. Afrekalisti Monsanto er langur og dökkur (sjá nánar á Wikipediu).

Þeir sem styðja ekki heimsyfirráðastefnu Monsanto geta forðast að styrkja fyrirtækið með því að sniðganga eftirfarandi ...

Skráargatið, merki sem á að gefa til kynna að tiltekin vara sé „hollari“ en sambærilegar vörur á markaði hefur verið notað á nokkrar íslenskar vörur, aðallega mjólkur- og brauðvörur, jafnvel þó að Matvælastofnun hafi ekki enn fengið leyfi til notkunar merkisins frá Livsmedelsverket í Svíþjóð, sem er rétthafi merkisins. Ekki hefur heldur verið ákveðið hver fer með eftirlit og úttektir ...

Bláberjadögum verður fagnað í annað sinn í Súðavík dagana 24. – 26. ágúst n.k. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá alla dagana:

Föstudagur 24. ágúst

  • Mæta á Melrakkasetrið, fá upplýsingar um dagskrá og kort af góðum berjastöðum. Bláberjavöfflur; Bláberjapæja.
    Allir í berjamó!
  • 18:00 Veislumatseðill: Jón Indíafari og Heydalur.
  • 20: Bláberjatónleikar. Byrjum í Melrakkasetri og fáum far með Bláberjalestinni milli staða. Amma ...

Náttúran birtir nú sjöunda sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum ...

Sveit köllum við oft landið fyrir utan þéttbýlið. Þar komumst við í tengsl við náttúruna og þann lífsstíl sem hefur tíðkast í landinu öldum saman. Sveitin er í raun hin stórkostlega náttúra í allri sinni dýrð. Jöklar, fjöll, hraun, sandar, vötn og lækjarsprænur mynda landslagið en lífríkið samanstendur af flóru (trjáplöntum og villtum jurtum) og fánu (spendýrum, skordýrum, fiskum og ...

Næstkomandi sunnudag þ. 29. júlí kl. 14:00 mun Lystigarður Akureyrar fagna hundrað ára afmæli sínu með afmælishátíð. Stemningin verður mjög fjölskylduvæn. Boðið er í lautartúr í Lystigarðinum í anda liðinna tíma. Harmonikkan mun hljóma fyrsta hálftímann áður en hátiðin verður sett. Hljómsveit Ingu Eydal leikur síðan við hvurn sinn fingur og flytur hin ljúfustu lög fyrir gesti og gangandi ...

Ólafsdalsfélagið býður upp á áhugaverð námskeið sem munu fara fram í Ólafsdal við Gilsfjörð og í nágrenni hans - í ágúst og september n.k.

  • Sölvafjara og Sushi með Rúnari Marvinssyni og Dominique Pledel
  • Sápur - Sápugerð með Önnu Sigríði Gunnarsdóttur
  • Lífrænt grænmeti - með Sollu í Gló og Dominique Pledel
  • Eyðibýli og tóm hús á Vestfjörðum

Sölvafjara og Sushi með Rúnari Marvinssyni ...

Hjörtur Benediktsson og Helga Hjartardóttir opnuðu grænmetismarkað sinn á bílastæði Leikfélags Hveragerðis við hliðina á gamla Eden þ. 13. júlí sl. Þetta er þriðja árið sem þau fegðin slá upp grænmeitsmarkaði í Hveragerði.

Opið er allar helgar fram á haust; föstudaga kl. 14:00-18:00 og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00 - 18:00.

Nýtt grænmeti úr gróðurhúsum og nýupptekið ...

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands var haldinn á Hellu á Rangárvöllum miðvikudaginn 6.júní 2012. Fram kom að félagar samtakanna eru nú 91 talsins og að stjórn samtakanna er skipuð fólki af öllu Suðurlandi. Fjárhagsstaða samtakanna er góð og mörg baráttumál framundan. Anna S. Valdimarsdóttir og Aníta Ólöf Jónsdóttir voru kosnar nýjar í stjórn  og endurkjörin í stjórn voru þau Gunnar Ágúst ...

Í frétt á treehugger.com frá 9. júlí 2012 segir:

„Í síðustu viku tilkynnti Electronic Product Environmental Assessment Tool (EPEAT), sem er vottunarverkefni fyrir raftæki sem krefst þess að fyrirtæki sem taka þátt uppfylli vissa umhverfisstaðla, að Apple hefði tekið allar 39 tegundir af fartölvum sínum, skjám og hefðbundnum tölvum sem höfðu verið vottaðar, út úr verkefninu (verkefnið nær ekki ...

Leikur er nám og nám getur verið leikur. Það er þó ekki alltaf raunin, allt fer eftir því hvernig litið er á hlutina. Þetta á við hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Börn ættu að fá að vera börn eins lengi og unnt er, helst langt fram á elliár.

6 ára börn sem sett eru niður við skrifborð (skólaborð) klukkutímunum saman ...

Ari Hultqvist, áður verslunarstjóri í Yggdrasil, opnar sölubása fyrir lífrænar og íslenskar vörur á miðju Lækjartorgi í dag undir nafninu LÍFgRÆNT en markaðurinn er rekinn í samvinnu við Græna Hlekkinn. Ari var einnig með LÍFgRÆNT á Lækjartorgi í fyrrasumar.

Á torginu selur Ari grænmeti, brauð, kökur, sultur, safa, söl, þara, fjallagrös, te o.fl. frá öllum helstu framleiðendum lífrænna vara ...

Í dag þ. 8. júlí er íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur vítt og breitt um landið. Söfn og önnur menningarsetur opna dyr sínar og bjóða mörg hver upp á sérstakar uppákomur og ókeypis aðgang í tilefni dagsins.

Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði safnmanna sjálfra. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra ...

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni og í garðinum eru varðveittar um 5000 tegundir plantna í átta safndeildum.

Litir blóma í beðum verður umfjöllunarefni leiðsagnar um safndeild í Grasagarðsins í Reykjavík á íslenskum safnadeginum sunnudaginn 8. júlí kl. 13:00.

Á Safnadeginum verður athyglinni beint að litanotkun blóma í beðum en í Grasagarðinum hafa verið útbúin tvö falleg ...

UNA skincare eru háþróuð íslensk húðkrem sem eru nýkomin á markað. Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Marinox, sem er að hluta til í eigu Matís, framleiðir þessi krem eftir áralanga rannsókna- og þróunarvinnu. Rannsókna- og þróunarvinna lífvirku efnanna og kremanna hefur farið fram í náinni samvinnu við Matís í Reykjavík og á Sauðárkróki.

Sjávarþörungar eru mjög vannýtt auðlind á Íslandi, en þeir innihalda ...

Um þessar mundir er Náttúran í allsherjar uppfærslum skráninga, með sérstaka áherslu á vottaða aðila, verðlaunaða og annarra sem af bera á sviði umhverfismála á Íslandi. Í dag unnum við að uppfærslum á EarthCheck vottuðum aðilum á Íslandi, sem í stuttu  máli sagt var ekki uppörvandi vinna.

Fimm aðilar hafa hellst úr lestinni á þeim stutta tíma síðan GreenGlobe var ...

Náttúran birtir nú sjötta sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum ...

Náttúran.is vill koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem stutt hafa þróun Endurvinnslukorts í formi smáforrits (apps) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Án þeirra hefði okkur ekki verið unnt að vinna verkið og gefa forritið gjaldfrjáls áfram til almennings. Endurvinnslukortið fyrir iPhone og iPad er tilbúið og má nálgast ókeypis í App Store.

Við vonumst síðan til að fleiri ...

Haugarfi [Stellaria media] er af flestum talið hið leiðinlegasta illgresi, en eins og svo margt annað í náttúrunni leynir hann á sér. Hann er m.a. notaður í mörg krem og áburði, þá sérsaklega í vörum frá tveimur íslenskum framleiðendum sem á síðustu árum hafa verið að slá í gegn með framleiðslu sína. Í 24-stunda kreminu frá tær icelandic er ...

Samkvæmt Almanaki Þjóðvinafélagsins eru sumarsólstöður nákvæmlega kl. 23:09 kvöldið 20. júni. Þá er bara að gera sig tilbúin/nn til að fara út í guðsgræna náttúruna og baða sig í dögginni en hún á að vera svo heilnæm, að menn læknist af kláða og 18 öðrum óhreinindum í holdi við að velta sér í henni allsber. Og um leið ...

ÞJÓRShÁtíð er tónleikahátíð með meiru sem verður haldin þann 16. júní 2012 í mynni Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi, sem er rétt rúmum einum og hálfum tíma frá Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Hugmyndin með ÞJÓRShÁtíð er að vekja fólk til umhugsunar um náttúruna og mikilvægi hennar og jafnframt að fólk hugleiði afleiðingar óafturkræfra framkvæmda.

ÞJÓRShÁtíð verður sett kl 13 ...

Nú standa yfir uppfærslur á grunnupplýsingum um aðila og fyrirbæri sem skráð eru á Grænar síður og birtast á Grænum kortum Náttúrunnar. Auk þess vinnum við að gerð Græns Íslandskorts-apps fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.

Við hvetjum því alla þá sem skráðir eru á Grænar síður nú þegar að yfirfara skráningar sínar og láta vita ef eitthvað hefur breyst, s.s ...

Tré eru lífsnauðsynleg lífinu á jörðinni. Þau binda jarðveg og stuðla að jarðvegsmyndun gegnum rotnunarferli laufblaða, trjágreina og trjábola. Án jarðvegs væri enginn landbúnaður. Trén eru einnig hluti af innbúi okkar, sumir búa í timburhúsum og húsgögn og parketgólf eru smíðuð úr viði. Tré eru einnig lífsnauðsynleg mörgum vistkerfum jarðar, vistkerfum sem veita samfélögum mannanna ómetanlega vistvæna þjónustu. Við myndum ...

Sem hluta af þróun Græna Íslandskortsins hefur Náttúran tekið saman yfirlit yfir útsýnisskífur á Íslandi en 39 útsýnisskífur hafa nú verið skráðar og kortlagðar á Græna kortið hér á vefnum. Þrátt fyrir ítarlega leit að útsýnisskífum má vel vera að einhversstaðar á landinu leynist fleiri útsýnisskífur sem við höfum ekki fundið og væri því mikilvægt að fá upplýsingar um þær ...

Eldhúsið er einn helsti samverustaður fjölskyldunnar. Nútímaeldhúsið er mjög tæknivætt með fjölda mismunandi heimilistækja sem flest nota rafmagn. Eldhúsið er því sá staður heimilisins þar sem einna mest orkunotkun fer fram. Í eldhúsinu er hægt að spara orku, heitt og kalt vatn, og flokka sorp alveg frá grunni. Einnig skiptir máli að velja lífrænar, uppruna-, umhverfis- og/eða sanngirnisvottaðar vörur ...

Vorið 2009 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar um styrk til frekari þróunar „Grasa-Guddu“ vefuppflettirits um íslenskar jurtir til Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups. Grasa-Gudda fékk styrk úr sjóðnum sem gerir okkur kleift að halda áfram með þróun Grasa-Guddu.

Vorið 2012 varð sjóðurinn við umsókn Náttúrunnar um styrk til þróunar Græns Íslandskorts fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.

vorið 2014 varð sjóðurinn við umsókn Náttúrunnar ...

Úthlutað hefur verið úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups í ár og meðal þeirra verkefna sem styrk voru að þessu sinni er verkefnið Grænt Íslandskort í app-útgáfu sem Náttúran.is vinnur nú að. Samtals var úthlutað 18.900.000.- kr til 27 verkefna.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

Sjá nánar um öll verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni:

 

Sunnudaginn 3. júní munu íbúar við Borgarstíg bjóða gestum og gangandi á flóamarkað og götuhátið. Borgarstígur er göngustígur sem liggur á milli Seljavegs, Framnesvegs og Holtsgötu í gamla Vesturbænum.

Á dagskrá verður m.a. kennsla í nytsamlegri endurvinnslu, tónlistaratriði, götulist, sneisafullur markaður af fötum, bókum, plötum, geisladiskum og allskyns geymsludóti.

Náttúran.is gefur gestum og gangandi Græn Reykjavíkurkort og Náttúruspil ...

Náttúran birtir nú fimmta sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Dagur ...

Blóm og aðrar jurtir eru ýmist villtar eða framleiddar, þ.e. komið á legg með sáningu fræja eða gróðursetningu t.a.m. stiklinga. Þær jurtir sem eru á boðstólum hérlendis eru ýmist villtar, fluttar inn eða framleiddar innanlands. Eftirlit með innflutningi fræja, lifandi jurta, afskorinna blóma og áburðar er í höndum Matvælastofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er m.a. að hindra að ...

Í áraraðir hefur Herdís Þorvaldsdólttir kveðið sér hljóðs, á fundum, í blöðum og alls staðar sem hún hefur stigið niður fæti, og bent á það, með góðum rökum, að lausaganga búfjár sé aðal-umhverfisvandi Íslendinga.

Oftar en ekki hefur hugprútt fólk látið sem hér væri um nöldur í elliærri kerlingu að ræða og frekar þótt uppákoman fyndin en nokkuð annað. Eru ...

Framleiðsla á einföldustu raftækjum hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Þess vegna keppast framleiðendur víða um heim nú um að sýna lit og minnka umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En ekki taka allir þátt í því og bíða þangað til að fyrirskipanir berast t.d. frá ESB sem þvinga þá til að minnka umhverfisáhrifin. Við getum tekið þátt í því að „umhverfisvæni verði markaðsforskot ...

Náttúran birtir nú fjórða sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

Dagur ...

Stjórnarskrárfélagið stendur fyrir borgarafundi í Iðnó þriðjudagskvöldið 15. maí frá kl. 20:00 til 22:00 undir heitinu: „Náttúran, auðlindirnar og nýja stjórnarskráin – Hvaða áhrif mun ný stjórnarskrá hafa á auðlindanýtingu og náttúruvernd?“

Tilefnið er boðuð þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp að nýrri stjórnarskrá í haust.

Frummælendur og þátttakendur í pallborðsumræðum:

  • Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar
  • Gísli Tryggvason, lögmaður
  • Kristinn Einarsson, yfirverkfræðingur ...

Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakennari með meiru heldur jógakennaranámskeið í Bláfjöllum dagana 2.- 13. ágúst.

Kristbjörg býður einnig til „Vorhreingerningar“ dagana 16. maí - 30. maí en hún hún kallar það „listina að detoxa á auðveldan og léttan máta með gleði og krafti“.

Vorið er rétti tíminn til að hreinsa líkamann með breyttu mataræði og jafnvel föstu fyrir þá sem eru tilbúnir að ...

Fjarðarþrif ehf. er ræstingarfyrirtæki sem er staðsett á Eskifirði og er jafnframt tuttugasti leyfishafi Svansins á Íslandi. Náttúran óskar Fjarðarþrifum til hamingju með metnaðinn og viðurkenninguna sem felst í að hafa náð viðmiðum Svansins.

Kröfur Svansins fyrir ræstiþjónustu:

  • Strangar kröfur um efnanotkun. Að minnsta kosti 50% hreinsiefna verða að vera umhverfismerkt, bann við notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu og ...

Að koma á framfæri íslenskum vörum úr hreinum náttúruafurðum er eitt mikilvægasta hlutverk Náttúrunnar. Að velja íslenska list og hönnun, hugvit og þjónustu eða framleiðslu úr íslensku hráefni styrkir ekki aðeins stoðir íslensks atvinnulífs heldur getur það verið mun umhverfisvænna en að velja erlenda framleiðslu. Ástæðan er sú að mikil kolefnislosun á sér stað við alla flutninga, þá ekki síst ...

Eftir hrun hóf Jónas Guðmundsson í Bolungarvík að velta fyrir sér hvernig hægt væri að fá fólk til að samnýta bíla sína betur og eftir miklar pælingar, fyrirspurnir, hvatningar og úrdragelsi, svona eins og gengur og gerist fór boltinn að rúlla.

Ferðamálastofa og Samband íslenskra sveitarfélaga lýstu að lokum yfir stuðningi við hugmyndina og hófst Jónas þá handa og setti ...

Önnur ályktun Náttúruverndarþings 2012 frá hópi um náttúruvernd og ferðmennsku hljómar þannig:

Náttúruverndarþing 2012 vill að tryggt verði með öflugri stefnumótun og samvinnu mismunandi hagsmunaðila, þ.m.t. heimamanna, að aukinn ferðamannastraumur á láglendi og hálendi komi ekki frekar niður á náttúrugæðum en nú er. Nýting auðlindarinnar verður að vera sjálfbær bæði til styttri og lengri tíma litið. Í þessu ...

Hvert er markmiðið með rekstri fyrirtækja og hvert er framlag þeirra til samfélagsins? Er hugmyndin um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja tískubóla í stjórnun, „mjúk“ reglusetning, eða aðferð til að styðja við samfélagslega og umhverfislega framþróun?

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Festa bjóða til morgunverðarfundar samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 4. maí 2012 frá kl. 8 ...

Ergo auglýsir styrki til frumkvöðlaverkefna á sviði umferðar- og umhverfismála til umsóknar

Í frétt á vef Ergo segir: Eitt af markmiðum fyrirtækisins hefur verið að stuðla að fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. Liður í því hefur meðal annars verið að bjóða viðskiptavinum upp á græn bílalán á hagstæðum kjörum sem eru sérstaklega sniðin að umhverfishæfum bílum.

Til að fylgja eftir ...

Fjölmenni situr nú Náttúruverndarþing 2012 í í Háskólanum í Reykjavík þar sem rætt hefur verið staða mála hvað varðar verndun og orkunýtingu landssvæða, stöðu, skipulag og samtarf félagasamtaka í náttúruvernd á Íslandi. Auk þessa voru þrjár samliggjandi málstofur starfandi er tóku fyrir þrjú málefni.

Í málstofu 1: Náttúruvernd og ferðaþjónusta var Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum með innlegg ...

Laugardaginn 28. apríl verður Hjóladagur í Vesturbænum þar sem hjól og hjólreiðafólk af öllum stærðum og gerðum verða í forgrunni. Skrúðhjólatúr, hjólakeppni, flóamarkaður, skiptihjólamarkaður og fleira.

Dagskrá:

Kl. 10:00-12:00 - Viðgerðatorg - Fáðu aðstoð og góð ráð við að koma hjólinu í stand.

Kl. 10:00-12:00 - Skiptihjólamarkaður - Tilvalið tækifæri til að hreinsa úr görðum, skúrum og geymslum. Skipta út ...

Í dag, á Degi umhverfisins og 5 ára afmæli vefsins, kynntum við Endurvinnslukorts-app sem er fyrsta græna appið af þremur sem við áformum að klára nú í ár.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra var fyrst til að prófa appið á hátíðarhöldum dagsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi. Appið er til samtykktar hjá Apple fyrir iPhone og ætti að birtast á næstu ...

Í dag, á Degi umhverfisins 2012, fagna aðstandendur Náttúrunnar fimm ára afmæli vefsins en hann opnaði á Degi umhverfisins árið 2007 og hafði þá verið í þróun um þriggja ára skeið.

Í ár höldum við upp á afmælið með því að gefa þjóðinni ókeypis aðgang að ítarupplýsingum um endurvinnslumöguleikana á öllu landinu, beint í símann sinn.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun ...

Aðalfundur Íslandsstofu verður haldinn föstudaginn 27. apríl, kl. 11:00 - 13:00 á Grand Hótel Reykjavík.

Dagskrá

  • Setning fundar - Friðrik Pálsson, formaður stjórnar
  • Ávarp utanríkisráðherra - Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra
  • Litið yfir árið - Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri
  • Þrautseigja lítilla þjóða - David Gardner, ritstjóri alþjóðamálefna hjá Financial Times

Fundarstjóri er Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors og fulltrúi í stjórn Íslandsstofu.

Að loknum framsöguerindum kl ...

Í dag er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í heiminum ...

Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir erindi Kristins P. Magnússonar sameindalíffræðings á NÍ um „Erfðabreytta náttúru“ en erindið verður flutt kl. 15:15 nk. miðvikudag þ. 25. apríl, sem er Dagur umhverfisins.

Í frétt á vef stofnunarinnar koma fram fullyrðingar sem eru í meira lagi vafasamar. Þar segir m.a. „Afkastamikill landbúnaður byggist á skipulagðri rækt á einsleitum kvæmum tegunda sem gefa ...

Dr.phil. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emiritus var í dag veitt Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2012. Verðlaunin voru veitt á hátíð Jóns Sigurðssonar sem haldin var í Jónshúsi í Kaupmannhöfn. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi ...

Bréfasendingar eru mun sjaldgæfari en áður fyrr. Ýmis símþjónusta, netpóstur og upplýsingar á vefsíðum hafa leyst pappírspóstinn að mestu af hólmi. Það ætti að þýða að álag á póstkassana okkar hafi minnkað en því er öðru nær. Enn berst ýmis „leiðinlegur póstur“ heim, bankayfirlit og reikningar sem mörg hver er hægt að afpanta í prentuðu formi og spara með því ...

Náttúran birtir nú þriðja sáðalmanakið fyrir árið 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar í fyrra og heldur áfram að taka þau saman fyrir okkur í ár.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ...

Umhverfisráðuneytið, í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, Læknafélag Íslands og Mýrdalshrepp boðar til málþings um ævi og störf fyrsta íslenska náttúrufræðingsins Sveins Pálssonar í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli hans sem er á Degi umhverfisins, 25. apríl næstkomandi. Til að heiðra minningu hans var fæðingardagur Sveins valinn sem Dagur umhverfisins á Íslandi árið 1999.

Sveinn var annálaður fræðimaður, rithöfundur, læknir og ...

Samfélagssjóður Landsbankans hefur auglýst umhverfisstyrki til umsóknar og er þetta í annað sinn sem bankinn veitir slíka styrki. Alls veitir bankinn fimm milljónum króna til að styrkja umhverfis- og náttúruvernd.

Verkefni sem einkum koma til greina eru:

  • Verkefni á sviði náttúruverndar, t.a.m. skógrækt, landgræðsla og hreinsun landsvæða.
  • Verkefni er tengjast rannsóknum á náttúrugæðum.
  • Verkefni er styðja betra aðgengi ...

Fyrsti aðalfundur Samtaka lífrænna neytenda verður haldinn laugardaginn 14. apríl, kl. 14:00 - 17:00, í Reykjavíkurakademíunni, Hringbraut 121, 101 Reykjavík (JL húsinu). Fundurinn er öllum opinn. Þeir sem ekki hafa þegar skráð sig í samtökin munu geta gert það á staðnum en einnig er hægt að skrá sig á heimasíðu samtakanna www.lifraen.is.

Á dagskrá verða meðal annars ...

Háskólinn í Geuelph í Kanada hefur hætt rannsóknum sínum á hinum umdeildu erfðabreytingum á svínum sem gekk undir því undarlega nafni „Enviropig“ en „Umhverfissvínið“ hefði orðið fyrsta erfðabreytta dýrið ætlað til átu. Mótspyrna 18 félagasamtaka gegn rannsóknunum hefur án efa haft mikil áhrif en erfðabreyting á svínum hefði getað haft í för með sér að hæstbjóðandi fyrirtæki hefði getað fengið ...

Splunkuný heimildarmynd Helenu Stefánsdóttur „Baráttan um landið“ kemur til sýningar í Bíó Paradís frá og með nk. miðvikudegi.

Myndin segir sögu þeirrar náttúru sem er í hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda og raforkuframleiðslu fyrir stóriðju á Íslandi. Einnig drepur sagan á þeim ómetanlegu náttúruperlum sem nú þegar hefur verið fórnað fyrir stóriðju, en í dag fara u.þ.b. 80% af ...

Þann 2. janúar sl. tók ný reglugerð gildi hér á landi en hún felur í sér að merkja þarf sérstaklega allar þær matvörur og dýrafóður sem inniheldur eða samanstendur af erfðabreyttum lífverum eða er framleitt úr eða inniheldur innihaldsefni sem eru framleidd úr erfðabreyttum lífverum. Reyndar átti reglugerðin að taka gildi þ. 1. september 2010 en þáv. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ...

Í dag kl. 17 flytur Rúrí gjörninginn, VOCAL VI í LIstasafni Íslands en yfirlitssýning á verkum hennar stendur nú yfir í safninu.

Undanfarin ár hefur Rúrí flutt gjörninga sem hafa yfirskriftina VOCAL, þar sem hún blandar saman videóvörpun, hljóði og texta. Vocal VI er nýjasta verkið í þessari röð gjörninga, en það var frumflutt í Ars Electronica Center í Linz ...

Búlandsvirkjun mun hafa verulega neikvæð áhrif á þann búskap sem stundaður er í Skaftártungu, að mati íbúa.

Frá íbúum í Skaftártungu: „Í framhaldi af umræðu í fjölmiðlum og vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar og afgreiðslu Rammaáætlunar á Alþingi viljum við íbúar í Skaftártungu koma skoðunum okkar á framfæri.“Í framhaldi af umræðu í fjölmiðlum og vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar og afgreiðslu Rammaáætlunar á ...

Þriðjudaginn 27. mars mun Hildur Hákonardóttir halda fyrirlestur um Röggvarfeldinn í hádegiserindi í Þjóðminjasafni Íslands. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Fræðslufyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands“. Hildur mun í fyrirlestri sínum fjalla um röggvarfeldinn sem var í senn flík og ábreiða. Hún rekur upphaf feldarins, blómatíð og afdrif, en hann er ein af grunngerðum fatnaðar og því lífseigur og má enn finna  afleiddar ...

Slow Food í Reykjavík heldur aðalfund sinn nk. sunnudag þ. 25. mars kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á Veitingastaðnum Gló og er aðgangur er ókeypis og opinn öllum.

1. Venjuleg aðalfundarstörf og kosning stjórnar

Dominique Plédel Jónsson, Eygló Björk Ólafsdóttir, Eirný Sigurðardótir, Ingi Steinar Ingason, Sigurrós Pálsdóttir, bjóða sig fram til áframhaldandi setu í stjórn, Nanna Rögnvaldardóttir, og Sigurveig ...

EcoTrophelia Iceland er nemandakeppni í vistvænni nýsköpun matar- og drykkjarvara. Meginmarkmið keppninnar er að stuðla að sköpun og þróun nýrra, umhverfisvænna matvara meðal þverfaglegra teyma nemenda af háskólastigi. Þess utan mun keppnin laða nemendur að matvælasviðinu, samhliða því að þróa umhverfismeðvitund og frumkvöðlahugsun í framtíðar vinnuafli fyrir íslenskt atvinnulíf. Sérstök áhersla er lögð á að nota meðvitaða hönnun á öllum ...

Dokkan stendur fyrir ráðstefnu um vistvænar byggingar, samgöngur og umhverfisstaðla, á Háskólatorgi Háskóla Íslands, stofu 101, þ. 17. apríl kl. 8:30 til 11:50.

Dagskrá:

8:30 Húsið opnar

  • Martha Árnadóttir, forstjóri Dokkunnar - Setning
  • Örn Alexandersson, sérfræðingur hjá BSÍ á Íslandi - ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi: Frá innleiðingu til vottunar.
  • Jóna Bjarnadóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur - IISO 14001: Nýr staðall, breyttar áherslur, allir ...

Í dag standa Sameinuðu þjóðirnar fyrir alþjóðlegum degi vatnsins en vatn er ein mikilvægast auðlind veraldar. Án vatns er hvorki hægt að rækta jurtir né brynna skepnum. Án vatns er ekkert líf.

Stór hluti íbúa Jarðar líða vatnskort á hverjum degi. Við íslendingar erum svo heppnir að þekkja ekki vatnsskort af eigin raun en þeim mun mikilvægara er að við ...

Snúast samgöngur eingöngu um kostnað? er yfirskrift málþings um samfélagsleg áhrif skipulags samgöngukerfisins sem haldið verður í Reykjavík fimmtudaginn 22. mars. Málþingið er haldið að frumkvæði innanríkisráðherra í samstarfi við Vegagerðina og Skipulagsfræðingafélag Íslands sem hefur átt veg og vanda að undirbúningi þess.

Tilgangur málþingsins er að fjalla um samspil skipulags og áhrif þess á samgöngukerfið og raunar allt samfélagið ...

Landvernd og Félag umhverfisfræðinga á Íslandi efna til fundar um tillögur að grænu hagkerfi miðvikudaginn 11. apríl n.k. í Þjóðminjasafninu frá 12-13:30.

Frummælendur verða:

  • Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.
  • Skúla Helgason, alþingismaður og formaður nefndar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi.
  • Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar.

Fundarstjóri verður Kjartan Bollason, formaður Félags ...

Sumarið 2009 tók Náttúran.is þátt í samkeppni á vegum Höfuðborgarstofu um hugmyndir sem fælust í nýrri þjónustu við ferðamenn í borginni. Náttúran.is lagði til að Reykjavíkurborg kostaði þróun græns korts fyrir borgina og myndi birta tengla á Green Map Reykjavík af vefsetrum á vegum borgarinnar. Grænt Reykjavíkurkort/Green Map Reykjavík var eitt af sjö verkefnum sem hlaut viðurkenningu ...

Á vef Skessuhorns birtist eftirfarandi frétt í gær:

Fyrsta heiðlóan sem sannanlega kemur til landsins á þessu voru vappar nú á heimtúninu við bæinn Ytri Hólm í Hvalfjarðarsveit, skammt sunnan við Akranes. Það var Erling Þór Pálsson, hafnsögumaður sem býr í Lindási sem var að viðra sig og hundinn á túninu skammt frá bænum þegar hann sá til lóunnar síðdegis ...

Prentsmiðjan Umslag hefur nú fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.

Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar afhenti Sölva Sveinbjörnssyni, framkvæmdarstjóra prentsmiðjunnar Umslags ehf. vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins í húsnæði fyrirtækisins að Lágmúla 5. Allir starfsmenn prentsmiðjunnar Umslags ehf., ásamt fyrrum eiganda prentsmiðjunnar, voru viðstaddir afhendingu vottunarinnar þann 16. mars.

Umslag ehf. hefur lengi sinnt umhverfismálum ...

Sojamjólk er oft notuð fyrir börn sem þola ekki kúamjólk eða ef móðurmjólkin nægir ekki fyrstu mánuðina. En það er hægt að gera mjólkursígildisdrykk úr öðru en sojabaunum, sumir hafa líka ofnæmi fyrir sojabaunum. Sagt er að forða megi ungum börnum frá því að fá ofnæmi seinna á ævinni ef að þeim er ekki gefin kúamjólk of snemma.

Þegar dóttir ...

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt ársfund sinn á Hótel Nordica í gær. Á fundinum voru sjónarmið og hugmyndir NMÍ um grænkun atvinnulífsins m.a. kynntar. Nýtt merki fyrir nýja hugsun, undir nafni Siðvistar: Siðferði og sjálfbærni, var kynnt á fundinu og bæklingur um hugmyndafræðina dreift á fundinum.

Í inngangi bæklingsins segir m.a.:

„Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur í samvinnu við íslenskt atvinnulíf unnið ...

Verkfræði- og náttúruvísindasvið (VoN) Háskóla Íslands hlaut umhverfisverðlaun Grænna daga, Plöntuna, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag. Að Grænum dögum stendur GAIA, félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands.

Í frétt frá GAIA segir; „Plantan er veitt einstaklingi, hóp, sviði eða stofnun innan Háskóla Íslands sem hefur starfað að umhverfismálum. Horft er til frumleika, frumkvæðis og ...

Grænt Íslandskort en samvinnuverkefni Náttúran.is og alþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Græna Íslandskortið byggist á flokkunarkerfi Green Map og umfangsmikilli forvinnu Náttúran.is við skráningar aðila á Grænar síður™ en verkefnið snýst um að finna og kortleggja vistæna kosti í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi. Kortið birtist á íslensku á Náttúran.is, á ...

Laugardaginn 10. mars kl. 11-13 verður haldið málþing í Listasafni Íslands um listir og menntun til sjálfbærni.

Rúrí - yfilitssýning

Í nær fjóra áratugi hefur Rúrí staðið framarlega í fylkingu íslenskra listamanna í gjörningalist, innsetningum, rafrænum miðlum og höggmyndagerð. Dirfska hennar sem tilraunalistamanns hefur birst í gjörningnum sem hafa þótt ganga undrum næst. Eftir að hafa brotið með sleggju gullna Mercedes-bifreið ...

Kristján Karlsson (Kiddi konsept) grafískur hönnuður per excellence og eigandi Kraftaverks teiknaði þessa skemmtilegur seríu  „Vöxtur - Gegn erfðabreyttu grænmeti og ávöxtum!“.

Sem minnir okkur á að vísindaleg sannindi dagsins í dag endurspegla aðeins kunnáttu nútíðar og úreldast fljótt. Náttúran er flókið fyrirbæri og tekur til sinna ráða á hátt sem að við getum ekki alltaf séð fyrir.

Vorið 2006 fékk verkefnið styrk frá Umhverfisráðuneytinu. Umhverfisráðuneytið styrkti Náttúruna ennfremur við opnun vefsins og tók þátt í kynningarátaki. Sjá vef umhverfisráðuneytisins.

Vorið 2009 fékk Náttúran.is síðan styrk frá Umhverfisráðuneytinu til áframhaldandi þróunar Græna Íslandskortsins.

Umhverfisráðuneytið styrkti prentun Græna Reykjavíkurkortsins er það kom út í fyrst sinn haustið 2010 og aftur þegar það kom út árið 2011. Náttúran.is ...

Í byrjun árs 2012 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar um styrk til Sorpu bs. til að standa straum af kostnaði við þróun Endurvinnslukorts-apps fyrir snjallsíma og spjaldtölvur en það verður framhald af Endurvinnslukorti Náttúrunnar hér á vefnum.

Endurvinnslukorts-appið mun sýna móttökustaði endurvinnanlegs sorps á öllu landinu og fræða almenning um endurvinnslumál almennt.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn.

Náttúran birtir nú annað sáðalmanak fyrir árið 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar í fyrra og heldur áfram að taka þau saman fyrir okkur í ár.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ...

Í dag, laugardaginn 3. mars kl. 13:00 hefst fyrirlestraröðin „Panora – Listir, náttúra og stjórnmál“ en hún verður haldin í Listasafni Íslands samhliða yfirlitssýningu Rúríar sem opnaði í gær, 2. mars

Sýning Rúríar stendur til 6. maí eins og fyrirlestrarröðin en á henni verða fjölþætt tengsl myndlistar náttúru og pólitíkur skoðuð, velt verður upp spurningum eins og hvort myndlist geti ...

Grænt Reykjavíkurkort er samvinnuverkefni vefsins Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Tilgangur grænna korta víða um heim er að gera vistvæna kosti á sviði viðskipta, menningar og ferðaþjónustu sýnilegri og aðgengilegri. Græn kort hafa nú verið þróuð í yfir 600 sveitarfélögum, borgum og hverfum í 55 löndum. Ísland er fyrsta landið sem flokkar allt landið ...

Uppþvottavélin notar mest af orkunni til þess að hita upp vatn. Umhverfisvænstu uppþvottavélarnar nota helmingi minna af vatni en þær vélar sem nota mest af vatni. Þrátt fyrir orkueyðslu uppþvottavélarinnar er í flestum tilfellum umhverfisvænna að nota uppþvottavél en að þvo upp.

Þú eyðir miklu meira magni af heitu og köldu vatni ef þú vaskar upp handvirkt. Auðvitað má þó ...

Náttúran ræktuð

Náttúran.is er upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir ...

Á undanförnum árum hefur Solla Eiríksdóttir náð miklum vinsældum sem hráfæðikokkur, ekki hvað síst í Bandaríkjunum og hér á Íslandi auðvitað.

Eins og undanfarin ár var Solla aftur tilnefnd í samkepninni um besta hráfæðikokk heims, Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef, einni virtustu kosningu innan hráfæðiheimsins. Solla hefur oft komist langt en að þessu sinni vann vann hún ...

Félagið Matur- Saga- Menning býður til fundar um kornrækt og kornneyslu fyrr og nú. Kornrækt hefur aukist á Íslandi og margar nýjungar komið fram. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20:00 - 22:00 í Matvís, Stórhöfða 31 110 Rvk, aðkoma að neðanverðu við húsið.

Framsögumenn eru:

  • Jónatan Hermannsson - Kornrækt fyrr og nú.
  • Eymundur Magnússon í Vallanesi - Kornrækt, framleiðsla ...
  • Húsgögn samanstanda af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg. Yfir 100.000 efni eru notuð í allskyns framleiðslu í ...

    Litir eru magnað fyrirbæri og hafa gífurleg áhrif bæði á sál og líkama. Það er því ekki hægt að komast hjá því að lýsa áhrifum þeirra hér í stuttu máli:

    Rauður = Heitur litur, æsir upp, ekki ráðlegur litur fyrir órólegt barn en góður í hófi fyrir rólegt barn. Heilt herbergi í skærrauðum lit myndi þó vera allt of yfirgnæfandi. Það ...

    Fyrsta sáðalmanak fyrir árið 2012 lítur nú dagsins ljós en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar í fyrra og heldur áfram að taka þau saman fyrir okkur í ár.

    Efnið er unnið úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á ...

    Síminn er eitt mikilvægasta hjálpartæki mannsins. Nú eru komnir á markaðinn farsímar sem eru knúnir sólarrafhlöðum og framþróun á farsímamarkaðinum er hröð. Snjallsíminn er orðinn hluti af stafrænum lífsstíl. Snjallsímanotkun er orðin mjög útbreydd í dag og þjónar bæði til upplýsingaöflunar og innkaupa.

    Mikilvægt er að velja síma sem hentar manni. Óþarfi er að kaupa síma með möguleikum sem maður ...

    Læknadeild HÍ býður nú upp á námskeið á MS stigi sem er opið nemendum Heilbrigðisvísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Námskeiðið verður kennt sem lotunámskeið aðra vikuna í ágúst. Samkvæmt kennsluskrá er efni námskeiðsins lýst á eftirfarandi hátt:

    Erfðatækni hefur verið í örri þróun síðustu ár og er nú orðið ómissandi tæki í margskonar grundvallarrannsóknum í lífvísindum. Hún hefur einnig verið ...

    Á undanförnum árum hefur Solla Eiríksdóttir náð miklum vinsældum sem hráfæðikokkur, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Eins og undanfarin ár var Solla tilnefnd í samkepninni um besta hráfæðikokk heims, Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef, einni virtustu kosningu innan hráfæðiheimsins. Nú er ljóst að Solla er komin í úrslit og því hvetur

    Við hvetjum alla þá sem þekkja ...

    Kristin Vala Ragnarsdottir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, hefur verið kjörin varaformaður The Balaton Group, sérfræðingahóps um sjálfbærni.

    Balaton hópurinn hefur hist árlega síðan 1982 til að ræða efni sem tengjast sjálfbærni, en hópurinn hélt m.a. vinnuviku hér á landi í september 2010 og þar af voru tveir ráðstefnudagar opnar almenningi. Þar velti hópurinn fyrir sér spurningunni – eru ...

    Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda hvalaskoðunarfyrirtækisins Elding / Hvalaskoðun Reykjavík ehf. hlaut í gær viðurkenningu FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri. Rannveig Grétarsdóttir stofnaði og stýrir Eldingu og hefur gert fyrirtækið að einu framsæknasta fyrirtæki landsins á sviði umhverfismála en Elding hefur EarthCheck vottun og Bláfánaveifuna.

    Náttúran.is óskar Rannveigu hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.

    Ljósmynd: Rannveig Grétarsdóttir, af vef Eldingar.

     

    Þann 31. janúar nk. munu fjölskyldubú vestan hafs taka þátt í fyrstu umferð lögsóknar til varnar þeim bændum sem orðið hafa fyrir því að fá erfðabreytt fræ sem risafyrirtækið Montano hefur „einkaleyfi“ á yfir á akra sína, með þeim afleiðingum að lífrænir bændur og aðrir bændur sem stunda ekki erfðabreytta ræktun hafa orðið fyrir því að uppskera þeirra hefur mengast ...

    Á undanförnum árum hefur Solla Eiríksdóttir náð miklum vinsældum sem hráfæðikokkur, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Eins og undanfarin ár er Solla tilnefnd í samkepninni um besta hráfæðikokk heims, Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef, einni virtustu kosningu innan hráfæðiheimsins. Það er mikill heiður fyrir Sollu að vera enn á ný tilnefnd ásamt öllum þeim bestu í faginu ...

    Á mánudaginn leið afhenti Landsbankinn 17 aðilum umhverfisstyrki sem auglýstir höfðu verið lausir til umsóknar í nóvember 2011. Umhverfisstyrkjunum er ætlað er að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkirnir byggja á nýrri stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur í samfélaginu. Sjá nánar í frétt hér.

    Eitt af verkefnunum sem fengu styrk var Endurvinnslukort sem Náttúran ...

    Landsbankinn og Íslandsstofa standa fyrir málþingi um fjárfestingar í ferðaþjónustu miðvikudaginn 25. janúar nk. frá kl. 10:00-15:00 á Hilton Nordica hóteli.

    Fyrirlesarar, bæði innlendir og erlendir, fjalla um efnið frá ýmsum hliðum og boðið verður upp á léttan hádegisverð.

    Þátttaka er endurgjaldsslaus og fer skráning fram á islandsstofa@islandsstofa.is og í síma 511 4000. Nánari upplýsingar ...

    Náttúran vill benda sveitar-og bæjarstjórnum á að Náttúran.is útbýr myndtengla inn á Græna Íslandskortið og Endurvinnslukortið í þeirri stærð sem óskað er eftir. Við getum einnig boðið einstaka sveitarfélögum, borgum og bæjum upp á að fá Grænt kort og Endurvinnslukort sérstaklega fyrir afmarkað svæði sem tengist síðan með myndtengli frá heimasíðu viðkomandi sveitarfélags eða bæjar. Einnig bjóðum við upp ...

    Nú hefur vefur Náttúrunnar verið í þjónustu umhverfisins í næstum 5 ár og langaði mig því að skoða þann möguleika að vefurinn yrði tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna sem veitt eru árlega á vegum SVEF Samtaka vefiðnaðarins. Að baki hugmyndar minnar liggja ýmsar forsendur sem mér sem frumkvöðuls verkefnisins finnst kannski ekki endilega við hæfi að ég tiltaki sjálf heldur er ...

    Hér á Náttúrumarkaði, vefverslun Náttúran.is, er úrval af lífrænum, náttúrulegum og umhverfisvottuðum vörum á boðstólum. Til þess að geta veitt neytendum upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur tengist hver vara ítarlegum upplýsingum um innihald, vottanir og endurvinnslumöguleika. Hugmyndin er að þegar að vafrað er um verslunina læri maður hvað merkin þýða með því að renna yfir þau. Þetta á ...

    Fréttagátt fyrir alla
    Náttúran.is er óháður regnhlífarvefur og birtir skoðanir allra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Hver sem er getur sent inn frétt og tilkynnt um viðburð. Þær fréttir sem birtar eru á Náttúrunni verða að birtast undir nafni höfundar og ber höfundur einn ábyrgð á skrifum sínum.

    Siðferðileg mörk
    Náttúran áskilur sér rétt til að taka ...

    Þann 1. janúar sl. tók gildi Reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs. Náttúran.is beindi þeirri spurningu til Matvælastofnunar þ. 3. jan. sl. „hvernig eftirliti og merkingum á matvörum með erfðabreyttu innihaldi skuli háttað og hvort að enn séu á markaði vörur sem ekki hafa verið merktar skv. hinni nýju reglugerð og ef ...

    Á bæjarráðsfundi í Hveragerðis nú í morgun var lögð fram greinargerð (sjá greinargerðina) um forsendur og álitamál vegna fyrirhugaðrar ræktunar erfðabreyttra lífvera að Reykjum í Ölfusi og hún tekin til umfjöllunar.

    Ennfremur var lögð fram skýrsla unnin af „Kynningarátaki um erfðabreyttar lífverur“ en að því standa Landvernd, Matvæla- og veitingafélag Íslands, Náttúrulækningafélag Íslands, Neytendasamtökin, Slow food Reykjavík og Vottunarstofan Tún ...

    Þann 1. janúar sl. tók gildi Reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs.

    Náttúran.is beinir þeirri spurningu til Matvælastofnunar, hvernig eftirliti og merkingum á matvörum með erfðabreyttu innihaldi skuli háttað og hvort að enn séu á markaði vörur sem ekki hafa verið merktar skv. hinni nýju reglugerð og ef svo er, hvenær stofnunin ...

    Náttúran.is býður upp á kennsluefni s.s. sérsniðin plaköt, mynd- og textaefni sem nýst getur til kennslu og upplýsingagjafar, utan vefsins. Plakötin geta verið í þeim stærðum sem henta hverjum og einum.

    Einnig er hægt að fá kynningar til félaga, fyrirtækja, stofnana og skóla og er kynningin þá sérsniðin að áhugasviði eða þörfum hvers hóps fyrir sig. Vægt gjald ...

    Afþreying er fullorðinsorð yfir það sem börn myndu kalla leik eða skemmtun. Oft heldur fullorðið fólk að það þurfi stöðugt að hafa ofan af fyrir börnum, þ.e. finna þeim eitthvað til að hafa fyrir stafni. Barnið venst fljótt á það að allt eigi að vera skemmtilegt og lærir aldrei að fást við leiðann. Ef börnum er alltaf fundið eitthvað ...

    IKEA í Bretlandi hefur keypt 12MW vindorkubú og hefur í hyggju að setja upp 39 þúsund sólarrafhlöður á verslunum sínum og stefnir að því að nota 100% endurnýjanlega orku, úr eigin framleiðslu. Sænska húsbúnaðarrisakeðjan í Bandaríkjunum hefur nýlega aukið við sólarrafhlöður sínar í Kaliforníu og einnig á austurströndinni, og hefur gefið yfirlýsingar um, skv. Market Watch, að sólarrafhlöður muni vera ...

    70 jólatré fylla nú Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur en Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður hefur haft umsjón með verkefninu. Í jólaskóginum er handverk frá hinum ýmsu hópum fatlaðra nemanda og umhverfisvænt jólaskraut m.a. frá nemendum textildeildar Myndlistaskóla Reykjavíkur. Jólaskraut úr ruslu, þ.e. endurvinnsluskraut, handprjónaðir jólasveinar og snjókarlar, jólatré úr eggjabökkum, og miklu meira.

    Sjón er sögu ríkari!

    Ljósmynd af vef Reykjavíkurborgar.

     

    Á sýningu Norrænu ráðherranefndarinnar á COP17 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Durban er vakin athygli á 14 bestu staðbundnu lausnunum á Norðurlöndum á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsumbóta en 14 umhverfislausnir voru tilnefndar í samkeppni um norrænt orkusveitarfélag 2011 sem Norræna ráðherranefndin stóð fyrir með þátttöku fyrirtækja, einstaklinga, sveitarstjórna og svæða í hvetjandi aðgerðum til að stuðla að vistvænum breytingum.

    Danska ...

    Eymundur Magnússon og Eygló  Björk Ólafsdóttir bændur í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hafa á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].

    Allt sem Eymundur og Eygló framleiða hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú þeirra vottun frá vottunarstofunni Túni um 100 ...

    Almanak SORPU fyrir 2012 er komið út. Almanakinu verður dreift á starfsstöðvar fyrirtækisins í kringum helgina og dreift ókeypis á stöðvunum á meðan birgðir endast.

    Myndirnar sem prýða almanak SORPU árið 2012 eru verk nemenda í skólum og leikskólum sem eru þátttakendur í verkefninu Skólar á grænni grein. Verkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem Landvernd hefur umsjón með. Skólarnir eiga það ...

    Jólamatarmarkaður Búrsins og Beint frá býli verður haldinn á planinu fyrir framan Búrið og Nóatún þ. 10.desember 2011 frá kl. 12:00-16:00 og lengur ef veður, sala og stemmning leyfir.

    Seljendur verða:

    • Matarbúrið - Doddi og Lísa mæta með grasfóðrað holdanautakjöt (aberdeen angus og galloway) sem er bragðmikið og meyrt þar sem það fær að hánga í 3 vikur ...

    Orkunotkun tækja s.s. hljómflutningstækja er skilgreind með orkumerkjum s.s. Energy Star og Evrópska orkumerkinu.
    Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda ...

    Voffi er ein „persónan“ í merki Náttúrunnar og tákn fyrir leitarvélina hér á vefnum en hann þefar uppi og vísar þér á það sem þú ert að leita að hvort sem það er hugtak, fyrirtæki eða ákveðin vara. Prufaðu að slá inn það sem þú hefur áhuga á að finna hér í leitarreitinn ofarlega til hægri á síðunni.

    Vöruleit flipinn ...

    Ársfundur Úrvinnslusjóðs verður haldinn á Grand Hótel, 4. hæð, Háteigi A, þriðjudaginn 22. nóvember kl. 13:30.

    Dagskrá:

    • Formaður stjórnar setur fundinn
    • Ávarp umhverfisráðherra
    • Ávarp formanns stjórnar Úrvinnslusjóðs
    • Ársreikningur 2010 kynntur
    • Yfirlit yfir starfsemi Úrvinnslusjóðs
    • Umræður

    Fundargögn munu liggja frammi á fundarstað.

    Sjá nánar um Úrvinnslusjóð á www.urvinnslusjodur.is.

    Á dögunum kom út bókin Heilsudrykkir eftir Auði Ingibjörgu Konráðsdóttur en Auður hefur getið sér gott orð sem „heilsukokkur“ í orðsins fyllstu merkingu. Hún stendur einnig fyrir vinsælum námskeiðum í hollustu, matargerð og lífsstíl.

    Í bókinni er fjöldi uppskrifta að einföldum, hollum og gómsætum drykkjum en bókin er ekki einungis uppskriftabók því hún inniheldur einnig fræðandi efni um heilsu og ...

    Dagana 21., 23. og 28. nóvember nk. heldur Tækniskóilnn námskeið sem nefnist „Smíði úr íslenskum viði“. Námskeiði hefst með kynningu á innlendum við og sýnikennslu. Fjallað verður um kosti og galla einstakra trjátegunda og hvernig hægt er að nýta þann við sem fellur til við grisjun og fellingu trjáa, ekki síst í görðum.

    Verkleg þjálfun verður skipulögð í samráði við ...

    Við hvað starfar þú Anna Birna eða hvert er viðfangsefni þitt:

    Ég er hómópati og rek fyrirtækið htveir hómópatíubækur ehf með Guðnýju Ósk Diðriksdóttur. Á því rúma ári sem við erum búnar að starfrækja htveir höfum við skrifað og gefið út tvær bækur, „Meðganga og fæðing með hómópatíu“, sem kom út fyrir síðustu jól og „Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu ...

    Crymogea stendur fyrir fyrirlestri þýsk-bandaríska ljósmyndafræðingsins og sýningarstjórans Celina Lunsford sem ber heitið "Er íslenskt landslag asnalegt?" í ráðstefnusal Arion banka, Borgartúni 19,  á morgun miðvikudaginn 16. nóvember kl. 12:00.

    Celina Lunsford er sýningarstjóri FotografieForum International og spannar sýningarstjóraferill hennar yfir 20 ár. Sérsvið hennar er alþjóðleg ljósmyndun. Lunsford er myndastjóri bókarinnar Ný náttúra / Frontiers of Another Nature sem ...

    Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2012 verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur með góðu fordæmi og á árangursríkan hátt unnið að því að efla líffræðilega fjölbreytni í nærumhverfi sínu eða á alþjóðavettvangi og/eða aukið þekkingu almennings á þessu sviði.

    Tilnefningar skal senda inn í síðasta lagi 12. desember 2011.
    Dómnefnd tilnefnir allt að 13 aðila í ...

    Samfélagssjóður Landsbankans veitir fimm milljónir króna í umhverfisstyrki. Markmið umhverfisstyrkja Landsbankans er að styðja við umhverfis- og náttúruvernd.

    Verkefni sem einkum koma til greina eru:

    • Verkefni á sviði náttúruverndar, t.a.m. skógrækt, landgræðsla og hreinsun landsvæða.
    • Verkefni er tengjast rannsóknum á náttúrugæðum.
    • Verkefni er styðja betra aðgengi fólks að náttúru landsins.
    • Verkefni er nýtast til verndar landsvæðum, t.d ...

    Út er komið fimmta tímarit Í boði náttúrunnar, Vetur.

    Frí gjafaáskrift fylgir nú keyptri áskrift af tímaritinu (4 tölublöð) og er sendingarkostnaður innifalinn í verðinu. Áskriftin kostar 5.050 krónur.

    Blaðið er að vanda innihaldsríkt og vandað í alla staði. Í blaðinu nú er m.a. að finna grein um söl og sjávargróður til matar, ketti, heimatilbúnar matargjafir, ostagerð ...

    Vegna fjölda fyrirspurna um hvort að Náttúran.is hafi kennsluefni s.s. plaköt og myndir sem nýst gætu til kennslu og upplýsingagjafar, utan vefsins, bjóðum við nú upp á að afhenda sérsniðin plaköt með því mynd- og textaefni sem óskað er eftir. Plakötin geta verið í þeim stærðum sem henta hverjum og einum.

    Einnig er hægt að fá kynningar til ...

     

    Náttúrumarkaðurinn er vefverslunin hér á vefnum en hún hefur það að markmiði að vera tengiliður milli neytenda og söluaðila sem stunda vistvæn og umhverfismeðvituð viðskipti. Náttúrumarkaðurinn er óháð markaðstorg sem selur og kynnir rúmlega þrjúhundruð vörutegundir frá fjölmörgum fyritækjum á Íslandi. Takmarkið er að auka veg umhverfisvænna viðskipta og efla vefverslun með ólíkar vörutegundir sem síðan eru sendar beint heim ...

    Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt:

    Ég starfa hjá fyrirtækinu mínu Grænna landi sem staðsett er á Flúðum. Ég er svo heppin að vera í mjög flölbreyttri vinnu. Á sumrin er ég í útivinnu í garðyrkjuþjónustu sem ég stjórna. Við þjónustum sumarhúsaeigendur, fyrirtæki og sveitarfélagið Hrunamannahrepp. Í lok sumarsins sker ég hvönn sem ég sel svo til ...

    Á dögunum kom út bókin Anna Rósa grasalæknir og íslenskar lækningajurtir notkun þeirra, tínsla og rannsóknir. Höfundur bókarinnar, Anna Rósa, er grasalæknir og nuddari að mennt, og hefur, auk þess að skrifa þessa fallegu bók um íslenskar lækningajurtir á síðastliðnum tveimur árum, þróað eigin vörulínu úr lífrænum jurtum, einnig undir eigin nafni og starfsheiti Anna Rósa grasalæknir. Sjá grein.

    Af ...

    Í tilkynningu frá Gámaþjónustunni segir að á árinu 2010 hafi 99,6% af úrgangi frá Fjarðaáli, álveri Alcoa í Reyðarfirði, farið til endurnýtingar. Því fóru eingöngu 0,4% til urðunar. Þetta verður að teljast frábær árangur og í takt við það metnaðarfulla markmið Fjarðaáls að allur úrgangur frá álverinu fari til endurnýtingar.

    Gámaþjónusta Austurlands dótturfyrirtæki Gámaþjónustunnar hf er þjónustuaðili Fjarðaáls ...

    Í vikunni sem leið (43. viku 2011) náði vefur Náttúrunnar 32. sæti í samræmdum vefmælingum Modernus. Einstaka gestir voru 10.621 og 26.262 síðum var flett. Í vikunni þar á undan (42. viku 2011) var Náttúran í 43. sæti og vikunni þar á undan (41. viku 2011) í 45. sæti.

    Við skynjum gríðarlegan áhuga á málefnum umhverfisins en vefurinn ...

    Innbú okkar samanstendur af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg.

    Yfir 100.000 efni eru notuð í allskyns framleiðslu ...

    Á þriðjudag var haldin ráðstefna um ESB og umhverfismál. Að ráðstefnunni stóðu utanríkisráðuneytið og umhverfisráðuneytið í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB. Sjá frétt um ráðstefnuna, smella hér.

    Ráðstefnan var mjög fróðleg og varpaði ljósi á það sem að gæti áunnist með þátttöku í Evrópusambandinu hvað varðar umhverfismál. Náttúruvernd og líffræðileg fjölbreytni, þ.e. verndun búsvæða fugla og annarra lífvera er megininntak ...

    Í dag afhenti Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, nýbökuðum foreldrum, Auði Jörundsdóttur og Benedikt Hermannssyni fyrsta pokann í verkefninu Ágætis byrjun á heilsugæslunni Miðbæ. Ágætis byrjun er verkefni sem Umhverfisstofnun stendur fyrir til að kynna umhverfismerkið Svaninn og hvetja foreldra til að nota slík merki sem hjálpartæki við vöruval. Svandís lýsti yfir mikilli ánægju með verkefnið og benti á mikilvægi þess að ...

    Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðlegt óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar hvort sem þeir eru íslendingar eða annars staðar að úr heiminum ...

    Klasar eru samstarfsform, einskonar „samstarf í samkeppni“ * sem hefur þann tilgang að styðja við uppbyggingu og samstarf milli aðila (fyritækja, stofnana og sveitarfélaga) til framgangs ákveðinna málefna s.s. matvælaframleiðslu, menningartengdrar ferðaþjónustu o.fl. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur að tilstðuðlan opinberra aðila haft umsjón með því að kynna klasaformið í samvinnu við atvinnuþróunarfélögin og fjöldi klasa hafa verið stofnaðir um allt ...

    Utanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB standa þann 25. október fyrir málþingi um ESB og umhverfismál. Ráðstefnan verður haldin í CenterHotel Plaza Aðalstræti 4.

    Á málþinginu verður fjallað um hvaða áhrif þátttaka Íslands í Evrópska efnhagssvæðinu (EES) hefur haft á umhverfislöggjöf landsins og hvaða breytingar hugsanleg aðild að Evrópusambandinu myndi hafa í för með sér á því sviði ...

    Sæl Svandís. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum að sjá heimagerðan brjóstsykur hjá þér og minntist þess þá að amma mín Guðbjörg Pálsdóttir gerði oft brjóstsykur. Hvítan piparmyntubrjóstsykur með rauðum röndum sem hún klippti í mola á listifenginn hátt. Við börnin sátum agndofa og horfðum á þennan galdur. Hún amma mín gekk í húsmæðraskóla í Danmörku og hefur sennileg ...

    Taubleiumarkaður verður haldin nk. laugardag, 22. október frá kl. 12:00 til 16:00 í Lifandi markaði, Borgartúni 24.

    Notkun taubleia er betri fyrir umhverfið auk þess að spara heimilum töluverð útgjöld. Því hafa taubleiur notið aukinna vinsælda hér á landi. Hvert barn notar, að meðaltali, um 6.000 bréfbleiur á bleiutímabilinu. Þetta gerir u.þ.b. tvö tonn af ...

    Grænt loðdýr að nafni Berti hefur verið áberandi í auglýsingamiðlum landsins að undanförnu. Berti leikur í auglýsingum um „græn bílalán“ fyrir Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka. Grænt, þýðir í þessu samhengi að Ergo felli niður öll lántökugjöld af bílalánum til kaupa á visthæfum bílum. Tilboðið gildir til lok árs 2011.

    Jón Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka segir að „viðtökur á grænu ...

    Í dag kl. 15:15 mun Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun, flytja erindi um verndun jarðminja á Hrafnaþingi.

    Í erindinu verður farið yfir stöðu jarðminja í náttúruvernd á Íslandi og jafnframt rakin hnignun jarðminja í landinu frá landnámsöld til okkar tíma. Fjallað verður um verndun jarðminja á Íslandi og kynntar hugmyndir um flokkunaraðferð sem hentar íslenskum aðstæðum og ætlað er ...

    Náttúran.is fagnar því að áður fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík hafi verið slegið út af borðinu. Reyndar er löngu ljóst að fyrirbærið var aldrei nema skýjaborgir fáfróðra stjórnmálamanna og gráðugra heimamanna, en nú er málinu s.s. lokið.

    Þann 1. mars 2006 var fjallað um undirritun samkomulags álrisans ALCOA og ríkisstjórnar Íslands um að hefja hagkvæmnikönnun á því ...

    Veislusalur Hótel Arkar var troðfullur á fundi sem Orkustofnun boðaði til í kvöld en málefni fundarins voru skjálftahrinur (sjá grein) sem skakið hafa umhverfi Hengilssvæðisins á undanförnum vikum. Fulltrúar Orkuveitunnar, Orkustofnunar, ÍSOR og Veðurstofunnar höfðu langt mál um hvernig jarðskjálftar verða til og hve eðlilegt sé að skjálftar eigi sér stað við niðurdælingu, spennan þyrfti hvort eð er að leysast ...

    Te og flest krydd eru þurrkaðar afurðir ýmissa jurta. Líkt og með lifandi plöntur gildir að ræktun sé sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað.

    Lífræn vottun eða umhverfisvottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni ...

    Undanfarið hefur hópur áhugafólks um náttúruvernd undirbúið stofnun náttúruverndarsamtaka á Reykjanesskaga. Stofnfundur samtakanna verður haldinn í Gaflaraleikhúsinu (áður Hafnarfjarðarleikhúsinu), Víkingastræti í Hafnarfirði, þriðjudaginn 18. október næstkomandi kl. 20:00 og er markmiðið að sameina náttúruverndarfólk á Suðvesturlandi í eina öfluga breiðfylkingu sem muni láta til sín taka í umhverfis- og náttúruverndarmálum í landnámi Ingólfs.

    Á dagskrá fundarins er að samþykkja ...

    Fyrir nokkrum vikum fékk nýtt fyrirtæk, Organic lífstíll ehf., lífræna vottun frá vottunarstofunni Tún (sjá grein) og í kjölfarið setti fyrirtækið fyrstu lífrænu hráfæðivörur sínar á markað. Það er ekki á hverjum degi sem að lífrænar hráfæðivörur eru framleiddar fyrir íslenskan markað og af því tilefni spurði Náttúran Jóhann Örn, einn eigenda fyrirtækisins nokkurra spurninga um þetta merka framtak.

    Hverjir ...

    Umhverfisþing var haldið á Selfossi í gær. Fjölmenni var, um 300 gestir sátu þingið og var dagskráin ágætlega skipulögð.

    Áherslur Umhverfisþings 2011 voru náttúruvernd og umræða um hina svokölluðu Hvítbók sem er tæplega 500 síðna rit sem unnið var af hópi lögfræðinga og nokkurra sérfræðinga, nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga,  með það fyrir augum að gera tillögur að nýrri heildarlöggjöf fyrir ...

    Í svefnherberginu er rúmið í flestum tilfellum það húsgagn sem hefur mesta persónulega þýðingu. Gott rúm hvort sem það er einstaklings- eða hjónarúm þarf að vera bæði sterkt og þægilegt. Gæði dýnunnar skiptir einnig miklu máli.

    Hægt er að kaupa Svansmerktar dýnur úr hreinum nátturuefnum sem anda vel og duga heila mannsævi. Gríðarlegt úrval er til að „heilsudýnum“, marglaga dýnum ...

    Mánudaginn 17. október verður haldinn hádegisfundur í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri undir yfirsögninni „Matvælaframleiðsla morgundagsins - verður nóg af mat fyrir íbúa jarðar“. Fyrirlesari er Julian Cribb, höfundur bókarinnar „The Coming Famine: The global food crisis and what we can do to avoid it“.

    Fæðuöflun fyrir sífellt fleiri jarðarbúa á tímum loftslagsbreytinga, umhverfisvandamála, vaxandi vatnsskorti og dvínandi framboðs af áburðarefnum ...

    Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málþingi um sjálfbær sveitarfélög á Hótel Selfossi fimmtudaginn 13. október kl. 13.00-17:00. Málþingið er haldið í samvinnu við umhverfisráðuneytið.

    Málþingið ber yfirskriftina: „Sjálfbær sveitarfélög - lífvænlegt umhverfi – félagslegt réttlæti  – ábyrg fjármálastjórn“.

    Á málþinginu verða kynnt verkefni sem tengjast sjálfbærni með einum eða öðrum hætti og eru í gangi víðs vegar um landið.

    Dagskrá:

    13 ...

    Laugardaginn 8. október nk. kl:14:00, flytur finnski hönnuðurinn Pia Holm fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ.

    Pía er myndskreytir og textílhönnuður og nefnir hún fyrirlesturinn Naturally Happy Patterns eða Náttúrulega hamingjusöm mynstur. Pía mun fjalla um finnska textílhönnun og eigin verk. Hún hefur um árabil unnið fyrir stór norræn fyrirtæki, meðal annars fyrir hið heimsþekkta fyrirtæki MARIMEKKO og ...

    Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt:

    Ég starfa við margt, mest þó skriftir og alþýðurannsóknir. Ég rækta matjurtir til heimilisins og stunda svolitla tóvinnu í hjáverkum. Svo er ég ættmóðir og félagsvera og það tekur allt sinn tíma.

    Hvaða menntun eða reynslu hefur þú að baki?

    Ég er með myndlistarnám en annað er flest sjálflært í gegnum ...

    Sérviðburður á RIFF: Hvað getum við gert?

    Hinn víðfrægi heimildargerðarmaður, þáttastjórnandi og umhverfisfræðingur Dr. David Suzuki, fyrrum prófessor við University of British Columbia, heldur hátíðarfyrirlestur þ. 1. október 16:00-18:00 á málþingi í Háskóla Íslands, Háskólatorgi stofu 105.

    Myndin Frumkraftur verður einnig sýnd kl. 14:00, áður en málþingið hefst en í myndinn heldur hann „síðasta fyrirlestur“ sinn sem ...

    Niðurstöður vinnu nefndar Alþingis um eflingu Græns hagkerfis liggur nú fyrir í skýrslunni „Efling græns hagkerfis á Íslandi - sjálfbær hagsæld - samfélag til fyrirmyndar“ (sjá skýrsluna) en nefndin* hefur nú starfað í um eitt ár. Í skýrslunni er m.a. fjallað um skilgreiningar á grænu hagkerfi og grænum störfum og nefnd dæmi um atvinnugreinar sem annað hvort teljast grænar skv ...

    Nú stendur yfir undirbúningur að stofnun Náttúruverndarsamtaka Reykjanesskaga.

    Fundur undirbúningsnefndar um Náttúrverndarsamtök Reykjanesskaga verður haldinn miðvikudagskvöldið 28. sepember kl. 20:00 í höfuðstöðvum Landverndar að Skúlatúni 6 í Reykjavík.

    Áhugasamir um náttúruvernd á Reykjanesskaga eru velkomnir að slást í hópinn.

    Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Ágústsson í símum: 5 54 54 95/ 6 59 74 59 og Ellert Grétarsson í síma ...

    Mikil gróska er í gerð kvikmynda sem fjalla um náttúru- og umhverfismál með einum eða öðrum hætti. Fjórða árið í röð veitir RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, þessum myndum sérstaka athygli í flokki mynda sem kallast Nýr heimur og veitir verðlaun fyrir bestu kvikmyndina að mati dómnefndar.

    Smellið á myndirnar hér að neðan til að fá nánari upplýsingar um sýningarstaði ...

    Vegagerð Póstur Húsdýr Gróður Eldsneyti Almenningssamgöngur Samgöngur

    Bréfasendingar eru mun sjaldgæfari en áður fyrr. Ýmis símþjónusta, netpóstur og upplýsingar á vefsíðum hafa leyst pappírspóstinn að mestu af hólmi. Það ætti að þýða að álag á póstkassana okkar hafi minnkað en því er öðru nær. Enn berst ýmis „leiðinlegur póstur“ heim, bankayfirlit og reikningar sem mörg hver er hægt að afpanta í prentuðu formi og spara með því ...

    Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt?

    Ég starfa sem formaður stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hef unnið fyrir samtökin síðan 1997.  Hef einnig starfað semráðgjafi fyrir ýmis alþjóðleg samtök, Greenpeace, IFAW, Deep Sea Conservation Coalition, WWF og Pew Foundation. Í stuttu máli er mitt viðfangsefni að vera talsmaður náttúruverndar á Íslandi. Öfugt við stór samtök erlendis höfum við hvorki ...

    Í bílskúrnum er að finna upplýsingar um fjölmörg atriði sem velta þarf vöngum yfir og taka ákvarðanir um varðandi bílinn. Það má fullyrða að allt sem í bílskúrnum fer fram snerti umhverfið og auðvitað heilsu okkar. Hér í þættinum Húsið og umhverfið er hvert rými hússins tekið fyrir og kafað ofan í einstök atriði sem snerta hið daglega líf okkar ...

    Á morgun, mánudaginn 19. september kl. 10, opnar verslunin og veitingastaðurinn, áður Maður lifandi, í Borgartúninu undir merkjum LIFANDI markaðar eftir gagngerar breytingar. Fyrir skömmu voru samsvarandi breytingar gerðar í áður Manni lifandi í Hæðasmára.

    Loforð LIFANDI markaðar felst í því að viðskiptavinurinn þurfi ekki að rýna í innihaldslýsingar enda sé búði að sjá um það, lið fyrir lið. Val ...

    Í kvöld, sunnudagskvöldið 18. september kl 20:00 mun Margrit Kennedy hitta áhugasama aðgerðasinna sem hafa hug á að ná fram róttækum breytingum á fjármálakerfinu. Margrit Kennedy er vikulangt hér á landi en hún hélt fyrirlestur um fjármálakerfið, kæfandi áhrif veldisvaxtar og lausnir í formi nýrra gjaldmiðla í Háskólabíó þ. 16. september (sjá grein) og í framhaldi af honum frekari ...

    Í dag kl. 15:00 opnar listakonan og náttúrubarnið Hildur Hákonardóttir einkasýningu í Listasafni ASÍ Ásmundarsal. Sýningarstjórar eru Unnar Örn og Huginn Þór Arason.

    Hildur Hákonardóttir (f. 1938) hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 26 ára gömul og eftir útskrift þaðan 1968 fór hún í framhaldsnám við Edinburgh Collage of Art og aflaði sér  frekari menntunar í myndvefnaði. Á ...

    Undanfarna daga og vikur hafa auglýsingar frá Orkusölunni, massíft stuð og raftækin þín eiga skilið smá stuð, tröllriðið fréttamiðlum landsins. Við undirleik hljómsveitarinnar Ham er alls konar yfir sig hresst og svalt fólk sýnt nota rafmagnstæki eins og fíklar, alveg burtséð frá því hvort að nauðsynlegt sé að nota rafmagnstækið til verkanna eða ekki. Hamingjan er sýnd felast í því ...

    Kristbjörg Kristmundsdóttir blómadropaþerapisti og jógakennari með meiru er að fara af stað með jóganámskeið vetrarins.

    Jóga frá og með 19. september:

    Jógatímarnir vinsælu eru haldnir í Gerðubergi á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:15 til 18:30 og hefjast þ. 19. september.

    6 vikna Yamajóga námskeið frá 21. til 26. september:

    Yama jóga námskeið er haldið í Gerðubergi á ...

    Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt?

    Ég starfa sjálfstætt og hef gert síðustu 6 árin, rek Vínskólann sem ég stofnaði en ég hef starfað víða á lífsleiðinni. Ég er líka blaðamaður á Gestgjafanum, verktaki, og sé um annars vegar vínsíðurnar og hins vegar um þátt sem snertir það sem gert er hjá smáframleiðendum, bændum, þess vegna húsmæðrum ...

    NON-GMO verkefnið byggir á því að allir eigi rétt á því að vita hvaða afurðir eru erfðabreyttar og hverjar ekki. Eitt af því sem verkefnið hefur komið á fót er merki sem framleiðendur geta fengið á vörur að því tilskildu að þær innihaldi engar erfðabreyttar afurðir.

    En enn bíða íslenskir neytendur eftir því að reglugerð um merkingar á matvörum og ...

    Náttúrumarkaðurinn er vefverslun með náttúrlegar og vottaðar vörur, og er byggður upp eins og markaður með mörgum deildum. Þú velur deild eða sérverslun „Deildir“ sem þú vilt skoða vöruúrvalið í og getur síðan farið úr einni deild í aðra hvenær sem er þvi deildirnar eru alltaf sýnilegar hér til hægri á síðunni. Þú getur einnig leitað eftir vöru eftir leitarorðum ...

    Nýlega opnaði Jurtaapótek Kolbrúnar Björnsdóttur grasalæknis vef þar sem kennir margra grasa í orðsins fyllstu merkingu. Vefurinn jurtaapotek.is inniheldur mikið magn upplýsinga og uppskrifta auk þess sem þar er hægt að kaupa allar helstu vörurnar sem Kolla grasalæknir hefur þróað á sl. árum, og meira til. Má þar nefna vörur eins og krydd, olíur, ofurfæði, ilmkjarnaolíur, blómadropa og tinktúrur ...

    Enn á ný halda Endur-skoðendur nytjamarkað á Óðinstorgi.

    Endur-skoðendur borgarinnar er hópur sem einsetti sér að lífga upp á torg í Reykjavík í sumar. Bílastæðum hefur verið lokað og markaðir haldnir á Óðinstorgi frá kl. 11:00 - 17:00.

    Vinna hópsins er hluti af verkefninu Torg í biðstöðu sem starfrækt er í samvinnu við Reykjavíkuborg í sumar.

    Afrakstur annarra hópa ...

    Oft er talað um eldhúsið sem hjarta heimilisins. Í eldhúsinu tökum við oft hvað stærstu ákvarðanir varðandi heilsuna og umhverfið. Hér í þættinum „Húsið og umhverfið“ er hvert rými hússins tekið fyrir og kafað ofan í einstök atriði sem snerta hið daglega líf okkar. Kíktu á eldhúsið, þú þarft ekki annað en renna yfir myndina og smella á einstaka hluti ...

    Í dag opnar áður nefndur Maður lifandi í Hæðasmáranum í Kópavogi aftur eftir gagngerar breytingar, á nafni jafnt sem útliti. Nýja nafnið er LIFANDI markaður. Samtímis lokar Maður lifandi í Borgartúni og mun opna aftur sem LIFANDI markaður upp úr miðjum september. Veitingastaðnum í Menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg, Hafnarfirði verður einnig breytt í LIFANDI markaður en mun ekki loka á ...

    Gámaþjónustan býður upp á fjölbreytt hjálpartæki við flokkunina, hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki og stofnanir. Eitt af nýjungum fyritækisins eru Ecodepo flokkunarbarir sem eru léttir og endingargóðir pokastandar þar sem mismunandi litir eru notaðir til að greina sundur úrgang og koma honum í réttan farveg.

    Ecodepo hefur fengið fjölda verðlauna bæði fyrir hönnun og fyrir það hve auðveldir ...

    Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt?

    Ég starfa aðallega við tæknilegar og raunvísindalegar þýðingar, ásamt ráðgjöf á sviði umhverfismála.

    Hvaða menntun eða reynslu hefur þú að baki?

    Er með BA próf í rússnesku og sagnfræði, B.Sc. gráðu í jarðfræði, M.Sc. gráðu í umhverfisefnafræði og er að ljúka MA gráðu í þýðingafræði.

    Hvað lætur þig tikka ...

    Nýlega gaf Tammerraamat útgáfan út barnabók Sigurðar Brynjólfssonar (SÖB) „Jääkaru Polli“ en bókin fjallar um hnattræna hlýnun. Bókin kom út í Eistlandi nú á dögunum. SÖB stefnir að því að fá bókina gefna út á íslensku en hún mun þá bera nafnið „Ísbjörninn Polli“.

    Hugmyndin að bókinni er „hnattræn hlýnun” og að tímabært er að börnum sé gerð grein fyrir ...

    Byggrækt hefur náð fótfestu hér á landi og æ fleiri bændur rækta nú bygg til að fóðra skepnur sínar og enn aðrir rækta bygg til manneldis.

    Nokkrir rækta bygg á grundvelli lífrænnar ræktunar* en þar má helst nefna Móðir jörð fyrirtæki þeirra hjóna Eymundar Magnússonar og Eyglóar Ólafsdóttur í Vallanesi en lífrænt bankabygg frá Vallanesi hefur verið á boðstólum í ...

    pappamassiNei þetta er ekki heilagrautur heldur pappamassi. Það er einfalt og skemmtilegt að gera pappamassa.

    Eins og við erum alltaf að hamra á hér á síðunni er rusl ekki bara rusl heldur hráefni sem hægt er að vinna aftur og aftur. Þú getur gert ýmislegt úr pappírsruslinu, t.a.m. búið til skál úr úr dagblöðunum sem safnast upp hjá ...

    Hér á eftir fer ávarp umhverfisráðherra Svandísar Svavarsdóttur v. dags íslenskrar náttúru sem haldin verður hátíðlegur í fyrsta sinn þ. 16. september nk.

    Vart þarf að tíunda hversu mikilvæg íslensk náttúra er okkur öllum. Náttúra landsins gegnir lykilhlutverki í sjálfsmynd okkar sem þjóðar, í menningu okkar, efnahags- og atvinnulífi, ferðamennsku og afþreyingu. Í aldanna rás hefur íslensk náttúra gefið okkur ...

    Í gær samþykkti bæjarráð Hveragerðis eftirfarandi ályktun samhljóða:

    Hvergerðingar og aðrir fylgjendur skilyrðislausrar verndunar Bitru, Reykjadals og Grænsdals fagna tillögu til þingsályktunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða sem gerir ráð fyrir verndun á umræddu svæði. Með því er sérstaða dalanna og svæðisins hér ofan byggðar í Hveragerði viðurkennd en fyrir þessu höfum við barist allt frá því fyrsta hugmynd um ...

    Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt?

    Ég er forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og ég vinn að því að fá sjálfbærnihugsun inn í alla starfsemi skólans.

    Hvaða menntun eða reynslu hefur þú að baki?

    Ég er með BS próf í jarðfræði frá HÍ og MS í jarðvísindum og PhD í jarðefnafræði frá Northwestern University í Evanston ...

    Hvað varðar orkunotkun þá eyða bæði þvottavélin og þurrkarinn miklu rafmagni. Það skiptir því máli að nota orkunýtna þvottavél. Orkumerkin Energy Star og Evrópska orkumerkið hjálpa okkur að finna orkunýtnustu tækin.

    • Mælt er með því að fjárfest sé í umhverfismerktri þvottavél sem er í orkuklassa A - A+++.
    • Ráðlagt er að nota umhverfismerkt þvottaefni án ilmefna og umhverfismerkt mýkingarefni.
    • Best er ...

    Yfir 1200 manns komust inn í Háskólabíó á fyrirlestur Vandana Shiva í kvöld en 300 manns þurftu frá að hverfa. Vandana Shiva hreif salinn með sér með persónutöfrum og orðræðu sem málaði mynd af stöðunni sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag á áhrifamikinn og auðskiljanlegan hátt. Skilaboðin sem Vandana færði okkur um þá ógn sem stafar af einræktun og ...

    Bíó Paradís sýnir myndina Scientists under attack í kvöld kl. 20:00 en myndin er sýnd í tengslum við komu vísinda- og baráttukonunar Vandana Shiva til Íslands.

    Vandana Shiva er hugsuður og baráttukona á sviði sjálfbærrar þóunar, umhverfis- og mannréttindamála. Hún er þekkt um allan heim fyrir baráttu sína fyrir hag indverskra bænda og starf sitt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni ...

    Eftir að drög að þingsályktunartillögu til Rammaáætlunar var kynnt nú á dögunum hefur fréttamaskínan haft í nógu að snúast við að segja sorgarsögur úr munni hinna og þessara sem telja sig hlunnfarna með drögum að þingsályktunartillögunni.

    Þetta er sama maskínan og fór í gang til að hrópa húrra fyrir Kárahnjúkavirkjun og bankaútrásinni sálugu. PR maskína virkjanaiðnaðarins sparar ekkert til og ...

    Kyle Vialli er lífsorkuþjálfari, einn vinsælasti fyrirlesari Bretlands og einn  fremsti heilsufræðingur Evrópu.  Kyle hefur einbeitt sér að rannsóknum á mataræði og næringu í u.þ.b. áratug ásamt því að halda fyrirlestra víða um Evrópu. Kyle er Íslendingum að góðu kunnur eftir að hafa komið hingað til lands í fyrrahaust og vetur með fyrirlestra sem nutu mikilla vinsælda.

    Kyle ...

    Í Skaftholti í Gnúpverjahreppi er stundaður lífrænn og lífefldur (bíódýnamískur) búskapur. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf í 31 ár. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar. Þar lifa og starfa nú um 20 manns. Mikil uppbygging hefur átt sér stað en þeir einstaklingar sem búa í Skaftholti þurfa friðsælt umhverfi og mikilvægur þáttur í meðferðarstarfinu ...

    Er ég ferðaðist með fjölskyldu minni yfir Kjöl í sumar sló mig mjög hve mikið af sauðfé var þar á beit. Ég hugsaði til Herdísar Þorvaldsdóttur og hennar löngu baráttu við að opna augu landsmanna fyrir þögguninnni sem á sér stað um þetta vandamál. Ógrynni fjár er varið í landgræðslu en viðkvæmustu svæðin látin óáreitt fyrir ofbeit, eins og ekkert ...

    Hráfæðinámskeið Sollu hafa fyrir löngu skipað fyrsta sæti á sviði fræðslu um hráfæði og er það reyndar raunin víðar en á Íslandi því Solla er heimsfræg í hráfæðibransanum.

    Hráfæðinámskeið Sollu eru frábær námskeið fyrir byrjendur í hráfæði. Á þessu námskeiði kennir Solla ykkur matreiðsluaðferðina á bak við hráfæðið og að taka hráfæðið meira inn í matseðilinn, útbúa einfalda, fljótlega, holla ...

    Samtök lífrænna neytenda standa fyrir sýningu heimildamyndarinnar um Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur stofnanda Sólheima í Norræna húsinu í kvöld kl. 20:00.

    Myndin er söguleg heimildamynd um Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur sem trúði á hugmyndfræði Rudolfs Steiners og leiðarljós frelsarans til að breyta félags- og uppeldismálum á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Frásögn af konunni sem óhrædd synti gegn straumnum og ...

    Hráfæðikokkurinn Kate Magic frá Brighton í Englandi verður með tvö námskeið hér á íslandi, dagana 19. & 21. ágúst.

    Námskeiðin eru tvennskonar:
    Föstudeginum 19. ágúst verður Kate með fyrirlestur þar sem hún fer í Hráfæði heimspekina og hvernig auðvelt er að skipta um mataræði sem og gæði þess að vera á góðu mataræði.

    Sunnudaginn 21. ágúst verður Kate með sýnikennslu ...

    Plastmerkin eru sjö og gefa til kynna að plastefnið sé endurnýtanlegt eða endurvinnanlegt. Á Íslandi er úrvinnslugjald á heyrúlluplast og umbúðaplasti úr plastfilmu, stífu plasti, frauðplasti og öðru plasti. Gjaldið er lagt á til að greiða fyrir meðhöndlun umbúðanna og endurnýtingu eftir að þær hafa þjónað upphaflegum tilgangi sínum. Sjá nánar á vef Úrvinnslusjóðs.

    Til þess að gera endurvinnslu plasts ...

    Ari Hultqvist, áður verslunarstjóri í Yggdrasil, starfrækir nú sölubás fyrir lífrænar og íslenskar vörur á miðju Lækjartorgi undir nafninu LÍFgRÆNT en markaðurinn er rekinn í samvinnu við Græna Hlekkinn.

    Á torginu selur Ari grænmeti, brauð, kökur, sultur, safa, söl, þara, fjallagrös, te o.fl. frá öllum helstu framleiðendum lífrænna vara á Íslandi auk þess sem hann selur lífræna innflutta ávexti ...

    Náttúran.is framleiðir dömu- og herra stuttermaboli til að upphefja  náttúruna og græn gildi. „Nature.is love“ bolirnir eru af gerðinni EarthPositive® sem er verðlaunuð lífræn og loftslagsvæn framleiðsla* með myndum af Náttúru-konu og Náttúru-karli í íslenskri náttúru.

    Bolirnir eru framleiddir í þremur stærðum og tveimur litum, rauðum og grænum, bæði fyrir herra og dömur. Bolirnir fást hér á Náttúrumarkaði ...

    Að gera sína eigin gróðurmold er ekki einungis umhverfisvænt og skemmtilegt heldur sparar það einnig öllum peninga. Sveitarfélagið þitt þarf að greiða minna fyrir urðun og þú sparar þér kaup á gróðurmold því moltan sem verður til í moltugerðarílátinu er dýrindis áburður „molta“ og grunnurinn að lífrænni gróðurmold í hæsta gæðaflokki.

    Þeir sem einu sinni byrja á að safna lífræna ...

    Heyannir er tíundi mánuður ársins og fjórði sumarmánuður samkvæmt gamla norræna tímatalinu. Heyannir hefjast alltaf á sunnudegi eftir aukanætur á miðju sumri.

    Hin gömlu íslensku mánaðaheiti eru þessi:

    1. þorri hefst föstudag í 13. viku vetrar (19. – 26. janúar)
    2. góa hefst sunnudag í 18. viku vetrar (18. – 25. febrúar)
    3. einmánuður hefst þriðjudag í 22. viku vetrar (20. – 26. mars)
    4. harpa hefst ...

    Ný útgáfa af Grænu Reykjavíkurkorti var að líta dagsins ljós og byrjað var að dreifa kortinu nú í vikunni. Hægt verður að nálgast kortið hjá styrktaraðilum okkar og víðar um bæinn á næstu dögum. Einnig er hægt að panta kortið og fá sent heim gegn sendingarkostnaði. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að gleðja viðskiptavini sína með Grænu Reykjavíkurkorti geta ...

    Endurvinnsla sorps er ein mikilvægasa leiðin til að minnka ágang á gæði jarðar og ætti að vera sjálfsagður þáttur í hverju fyrirtæki og á hverju heimili. Um 1/7 hluti alls úrgangs fellur frá heimilum en 6/7 frá fyrirtækjum heimsins. Með endurvinnslu eykst meðvitund um hvað við sóum miklu og verðmæt efni komast aftur í umferð og hættuleg efni ...

    Í dag þ. 10. júlí er íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur vítt og breitt um landið undir slagorðinu „fyrir fjölskylduna“. Söfn og önnur menningarsetur opna dyr sínar og bjóða mörg hver upp á sérstakar uppákomur og ókeypis aðgang í tilefni dagsins.

    Smella hér fyrir dagskrá íslenska safnadagsins 2011 í pdf skjali.

    Um þrjúhundruð safna og menningarsetra eru um allt land og ...

    Árlega stendur Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna fyrir sýningu á skrautlegum hænum og hönum í eigu félagsmanna. Í ár verður sýningin haldin í Alviðra, umhverfisfræðslusetri Landverndar dagana 9. og 10. júlí, en í Alviðru er landnámshænsnabú og öll aðstaða til sýningarhalds eins og best verður á kosið. Þetta er sannkölluð uppskeruhátið landnámshænsnaræktenda sem koma alls staðar af að landinu með pútur ...

    Með vitundarvakningu og þátttöku almennra neytenda er hægt að nota markaðsöflin til þess að leysa mörg af þeim umhverfisverkefnum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag, hvort sem þau eru staðbundin eða hnattræn.
    Grænu síðurnar hjálpa þér að finna náttúrulegar og umhverfisvænar vörur og þjónustu og þau fyrirtæki sem huga að umhverfinu í starfsemi sinni.
    Grænt Íslandskort sýnir þér hvar ...

    Prentmet í Reykjavík hefur nú fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Prentmet hefur frá stofnun lagt sig fram við að minnka neikvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja við umhverfisvernd. Markmiðin eru skýr og skuldbinding eigenda og stjórnenda fyrirtækisins er augljós og greinilega mikill áhugi meðal alls starfsfólks.

    Svansvottun prentsmiðjunnar tryggir ...

    Náttúran.is vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu útgáfu Græna Reykjavíkurkortsins sem kom út nú í júlí 2011. Án þeirra hefði kortið aldrei litið dagsins ljós. Við viljum þakka öllu því góða fólki, í eftirfarandi fyrirtækjum og stofnunum, sem tók ákvörðun um að Grænt Reykjavíkurkort væri mikilvægt tillegg til samfélagsins. Þau eru:

    • Elding - Hvalaskoðun Reykjavík
    • Farfuglaheimilin ...

    Á vef IKEA á Íslandi er tengill á umhverfisstefnu fyrirtækisins á fostíðunni en stöðugt er verið að uppfæra hana og aðlaga kröfum um sjálfbærni í rekstri og vöruframleiðslu á heimsvísu. Ingvar Kamprad, eigandi IKEA, var t.a.m. valinn langgrænasti ofurmilljarðamæringur Norðurlandanna og þriðji grænasti í heiminum skv. árlegum lista Sunday Times árið 2009.

    Umhverfisstefna IKEA á Íslandi hljómar þannig ...

    Í samgönguþættinum er að finna upplýsingar um fjölmörg atriði sem velta þarf vöngum yfir og taka ákvarðanir um frá degi til dags. Flestallt varðandi samgöngur snertir umhverfið og auðvitað heilsu okkar. Hér í þættinum Húsið og umhverfið er hvert rými innan húss og utan tekið fyrir og kafað ofan í einstök atriði sem snerta hið daglega líf okkar, eitt af ...

    Hvalaskoðunarfyrirtækið Sérferðir ehf / Special Tours fékk á dögunum leyft til að flagga Bláfánaveifu og hefur að því tilefni undirritað yfirlýsingu um vistvæna starfshætti og góða umgengni á sjó og við höfnina í Reykjavík.

    Bláfáninn (Blue Flag) er umhverfismerki sem úthlutað er þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði sem miða að því að auka umhverfisgæði og umhverfisvitund gesta staðanna ...

    Garðurinn Skrúður á Núpi í Dýrafirði var formlega stofnaður þ. 7. ágúst 1909 og varð því 100 ára á þarsíðasta ári. Upphaflegur stofndagur Skrúðs var ekki valinn af handahófi en þ. 7. ágúst 1859 voru 150 ár liðin frá því að fyrstu kartöflurnar voru settar niður í Sauðlauksdal af séra Birni Halldórssyni*. Ári áður hafði kartöfluuppskera heppnast á Bessastöðum, en ...

    Svefnherbergið er persónulegasta rýmið í húsinu. Svefnherbergið ætti því að miðast við að dekra við sálina og gæla við tilfinningarnar. Umhverfisvæn hugsun passar þar vel við því við erum hluti af umhverfinu sjálfu. Hér í þættinum „Húsið og umhverfið“ er hvert rými hússins tekið fyrir og kafað ofan í einstök atriði sem snerta hið daglega líf okkar. Allir hlutir snerta ...

    Náttúran umfjallanirNáttúran.is byggir hugmyndafræði sína á samstarfi við alla sem eitthvað hafa fram að færi á sviði náttúru og umhverfis.

    Náttúran.is vill auka sýnileika annarra en til þess að það geti orðið treystum við á að samvinnuviljinn sé fyrir hendi í báðar áttir. Sýnileiki og vöxtur Náttúran.is er grundvallaratriði svo vefurinn geti sinnt því ábyrgðarfulla hlutverki að gefa ...

    Litlu álfaspilinLitlu álfaspáspilin komu út um Jónsmessuna árið 2009. Þessi einstöku spil eru gerð af Ragnhildi Jónsdóttur myndlistarmanni og spámiðli en Raghnhildur byggir spilin á sambandi sínu við álfheima og íslenska náttúru en Ragnhildur er í þann mund að opna LItla álfahúsið, nýtt álfasetur í Hellisgerði í Hafnarfirði.

    Í inngangi í litla bæklingnum sem fylgir stokknum með Litlu álfaspáspilunum segir:

    „Á ...

    WGBCWorld Green Building Council er óháð ráð sem er stjórnað af aðilum uúr byggingariðnaðinum og hefur það að meginmarkmiði að flýta fyrir framþróun ií vistvænni hönnun í byggingariðnaði ií heiminum. Hlutverk ráðsins er að veita samtökum um vistvænar byggingar aðstoð og upplýsingar. Auk þess veitir ráðið þjóðum leiðbeiningar við að stofna sambærileg samtök. WGBC var stofnað árið ...

    Í baðherberginu og þvottahúsinu er hægt að finna fjölmörg atriði sem velta þarf vöngum yfir og taka ákvarðanir um. Flest þar snertir umhverfið með einum eða öðrum hætti og auðvitað heilsu okkar. Hér í þættinum „Húsið og umhverfið“ er hvert rými hússins tekið fyrir og kafað ofan í einstök atriði sem snerta hið daglega líf okkar.

    Kíktu á baðherbergið og ...

    Hefur þú séð Food Inc.? Heldur þú að það séu draumórar að hugsa sér öðruvisi landbúnað og matvælaframleiðslu? FRESH, tekur við þar sem Food Inc. sleppir og sýnir okkur að það er hægt að breyta hlutunum og það er þegar byrjað á því. Myndin leitar fanga í bókinni Omnivore's Dilemma eftir Michael Pollan, en hann hefur bent á margar ...

    Alþjóðlegi Umhverfisdagurinn (World Environment Day) er árlegur viðburður þar sem markmiðið er að fá heimsbyggðina til að taka þátt í jákvæðum aðgerðum í þágu umhverfisins. Sjaldan eða aldrei hefur deginum verið fagnað hér á landi svo nokkru nemi en ástæðan er líklega sú að við höfum stofnað til eigin umhverfisdags þ. 25. apríl sem haldinn hefur verið hátíðlegur til fjölda ...

    Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti heldur áfram að taka saman fyrir okkur efni úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs síðastliðin 60 ár a.m.k. og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

    Júní 2011

    Dagur  Tími

    1. júní      00 – 24 ...

    Á vef Orkustofnunar`* kemur fram að stofnunin hafi veitt Sunnlenskri orku leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum við Grændal í Ölfusi. Með „við“ er að sjálfsögðu átt við „í“ Grændal. Þetta þýðir með öðrum orðum að Grændalur skuli vera lagður undir jarðboranir, vegagerð og annað jarðrask sem mun án efa gerbreyta hinum ónsortna Grændal með óafturkræfum hætti ...

    Til að auka yfirsýn á það sem er að gerast í umhverfissamfélaginu hefur Náttúran nú virkjað RSS* fréttafóðrun frá öðrum umhverfismiðlum hér neðarlega til hægri á síðunni en þar birtast yfirsagnir síðustu fimm frétta hvers miðils og þegar rennt er yfir yfirsagnirnar birtast fyrstu línur fréttanna. Með því að smella á fréttina ferð þú á viðkomand miðil og getur lesið ...

    Táknrænt gildi Gullfoss í íslenskri náttúrusýn er umfjöllunarefni Upplits, menningarklasa uppsveita Árnessýslu, sunnudagskvöldið 29. maí kl. 20.00. Segja má að staðarvalið sé táknrænt – en viðburðurinn fer fram á Hótel Gullfossi í Brattholti og það er Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur sem flytur fyrirlestur.

    Hvernig blandaðist Gullfoss inn í fossamálin í byrjun 20. aldar? Um hvað snerist „fossmálið“ og af hverju ...

    Í gær var aðalfundur Landverndar haldinn í Nauthól í Nauthólsvík. Svandís Svavarsdóttir setti fundinn en á dagskrá var m.a. að kjósa á milli tveggja frambjóðanda til formanns og kjósa sex stjórnarmenn. Baráttan um formannsstólinn stóð á milli Björgólfs Thorsteinssonar sem verið hefur formaður samtakanna í sex ár og Guðmundar Harðar Guðmundssonar umhverfisfræðings og fyrrum kynningarfulltrúa umhverfisráðuneytisins.

    Þar sem aldrei ...

    Á aðalfundi Landverndar sem haldinn verður í Nauthól fimmtudaginn 26. maí kl. 16:00  (sjá frétt), verða fimm nýir aðilar kosnir í stjórn og er staða formanns þar með talin. Núverandi stjórn Landverndar skipaði þau Heiðrúnu Guðmundsdóttur, Tryggva Felixson og Þóru Ellen Þórhallsdóttur í uppstillingarnefnd vegna aðalfundarins og tóku þau við tilnefningum og tilkynningum um framboð stjórnarmanna og formanns.

    Eitt ...

    Á aðalfundi Landverndar sem haldinn verður í Nauthól nk. fimmtudag (sjá frétt), verða fimm nýir aðilar kosnir í stjórn og er staða formanns þar með talin. Núverandi stjórn Landverndar hefur skipað þau Heiðrúnu Guðmundsdóttur, Tryggva Felixson og Þóru Ellen Þórhallsdóttur í uppstillingarnefnd vegna aðalfundarins og taka þau við tilnefningum og tilkynningum um framboð stjórnarmanna og formanns. Skilaboð sendist á landvernd ...

    Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið ...

    Margfald meira flúor hefur mælst í beinum hesta í Hvalfirði en í beinum hesta af norðanverðu landinu. Ragnheiður Þorgrímsdóttir bóndi á Kúludalsá sagði í viðtali við í kvöldfréttum RÚV í gærkveldi að í byrjun júní 2007 hafi fyrsti hesturinn veikst. Síðan veiktist hver hesturinn á fætur öðrum. Hestarnir eru stirðir í hreyfingum og hófar aflagast og háls og makki bólgna ...

    Björk Þorleifsdóttir vinnur nú meistarprófsrannsókn í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands en hún fjallar um sögur af merkum trjám í Reykjavík og gildi þeirra fyrir borgarbúa.

    Björk leitar því nú að gömlum trjám, sérstökum og sjaldgæfum tegundum, trjám sem eru stór, bein, kræklótt og síðast en ekki síst trjám sem hafa sögulegt gildi og hafa sérstaka merkingu fyrir íbúa ...

    Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti heldur áfram að taka saman fyrir okkur efni úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs síðastliðin 60 ár a.m.k. og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.

    Maí 2011

    Dagur  Tími

    1.      00 – 24 blað ...

    Sú hugmynd að stofna verndarsvæði fyrir hvítabirni innan borgarmarka Reykjavíkurborgar er grunnur verkefnisins, Reykjavik Polar Bear Project.

    Verkefnið er alþjóðlegt, en nýlega hófst söfnun á fjárframlögum meðal fyrirtækja og almennings um allan heim. Vefsíða verkefnsins birtist nú á þremur tungumálum; íslensku, ensku og þýsku.

    Ísbirnir eru friðaðir á Íslandi, samkvæmt íslenskum dýraverndarlögum nema þar sem fólki eða búfénaði er talin ...

    Sigríður Ævarsdóttir, dóttir Ævars Jóhannessonar og konu hans Kristbjargar Þórarinsdóttur, hóf nýlega framleiðslu og markaðssetningu á Lúpínuseyði Ævars eftir uppskrift frá föður sínum sem sauð lúpínuseyði um árabil fyrir sjúklinga sem leituðu til hans í von um bata. Ævar hætti að sjóða lúpínuseyði fyrir þremur árum síðan og söknuðu þá margir drykkjarins göruga sem hjálpað hafði svo mörgum. Það er ...

    Í dag þann 14. maí, er alþjóðlegi Fair trade dagurinn, en hann snýst um að berjast gegn fátækt og misskiptingu með því að vekja athygli fólks á mikilvægi Fair trade eða sanngjarnra viðskipta alls staðar í heiminum.

    Berjumst gegn fátækt! Berjumst gegn misskiptingu! Berjumst gegn ósanngjörnum viðskiptum!

    “Fátækt, loftslagsbreytingar og efnahagskreppan eiga sér alla sameiginlega rót – græðgi og fáfræði. Það ...

    Þann 12. maí nk.verður haldin ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Vistbyggðarráðs og Vistmenntarverkefnisins, sem ber yfirskriftina: Vistvænni byggð!heilbrigðara umhverfi=betri líðan=bjartari framtíð! Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 16:00.

    Fyrri hluti ráðstefnunnar er á ensku en meðal fyrirlesara eru aðilar sem hafa komið að hönnun og skipulagningu verkefna í mannvirkjageiranum sem vinna með ...

    Hótel Náttúra (á ensku Hot Springs Hotel) verður rekið sem sumarhótel í tvo mánuði á tímabilinu 20. júní til 20. ágúst 2011. Hótelið er í húsakynnum Heilsustofnunar NLFÍ. Heilsustofnun verður lokuð á þessu tímabili en verður með óbreytta starfsemi aðra mánuði ársins. Hótelið er í eigu Náttúrulækningafélags Íslands.

    Hótelið er skilgreint sem heilsuhótel vegna hins heilnæma matar sem er á ...

    Talning umbúða
    Vönduð flokkun og talning skilagjaldsskyldra umbúða er nauðsynleg! Forsenda þess að hægt sé að endurvinna skilagjaldsskyldar umbúðir er að þeim sé skilað vel flokkuðum. Endurvinnslan leggur mikla áherslu á það við viðskiptavini sína að flokka vel eftir umbúðategundum (dósir, plastflöskur og glerflöskur) og framvísa nákvæmri talningu á hverri umbúðategund fyrir sig þegar umbúðum er skilað á endurvinnslustöðvar.

    Hvaða ...

    Sambúðarslit fela í sér margar „ógrænar“ gjörðir, af þeirri einföldu ástæðu að parið sem deildi hlutum þarf nú að skipta dótinu á milli sín og þá vantar oftast nær eitthvað í skörðin, báðu megin borðsins. Hluti sem þarf að kaupa og það oft með hraði og að óyfirveguðu máli geta verið mikil sóun á náttúruverðmætum, utan þess sem vera þyrfti ...

    Vistvernd í verki* býður upp á 15 klst. námskeið fyrir leiðbeinendur visthópa dagana 26.-28. maí nk. Námskeiðið er liður í að efla visthópastarf og stuðla að vistvænum lífsstíl og sparnaði í rekstri heimila.
    Á námskeiðinu læra þátttakendur listina að leiðbeina. Farið verður í gegnum helstu verkefni leiðbeinandans, s.s. að stýra fundum, kveikja áhuga, vinna saman í hóp og ...

    Í tilefni af Grænum apríl bjóða Farfuglar öllum áhugasömum upp á gönguferð í Valaból í Hafnarfirði í dag þ. 28. apríl.

    Lagt verður af stað frá bílaplani rétt fyrir ofan Kaldársel kl. 18:00 og reiknað er með að gangan taki um 2 tíma. Göngufólk taki með sér hlýjan og skjólgóðan fatnað en Farfuglar bjóða upp á heitt kakó og ...

    Fríkirkjan við Tjörnina tekur þátt í Grænum apríl með umhverfihugvekju í kvöld miðvikudaginn 27. apríl og hefst hún kl. 20:00.

    Þau Ellen Kristjánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Mónika Abendroth, ásamt Fríkirkjukórnum, syngja og leika af sinni alkunnu snilld.

    Talað hefur verið um að séra Hjörtur Magni Jóhannsson veiti „græna syndaaflausn“, sem er auðvitað orðaleikur enda engum mögulegt að veita ...

    Dagur umhverfisins á Íslandi á sér ekki ýkja langa sögu. Tilurð hans var með þeim hætti að þann 25. apríl árið 1999 tilkynnti ríkisstjórn Íslands, að ákvörðun hafi verið tekin um að tileinka „umhverfinu“ einn dag ár hvert og var dagsetningin ákveðin 25. apríl fyrir valinu. Það er fæðingardagur Sveins Pálssonar en hann var fyrstur íslendinga til að nema náttúruvísindi ...

    Í dag, á Degi umhverfisins, fagna aðstandendur Náttúrunnar fjögurra ára afmæli vefsins en hann opnaði á Degi umhverfisins árið 2007 og hafði þá verið í þróun um þriggja ára skeið.

    Á opnunarárinu var þenslan og útrásin í fullum gangi og fáir að hlusta á tuð um sjálfbæran lífsstíl og nægjusemi í neyslu. En tilgangurinn með vefnum var ekki að öðlast ...

    Nú á dögunum kom út þriðja tölublað tímaritsins Í boði náttúrunnar undir heitinu VOR en efni hvers blaðs tengist hverri árstíð. Áður hafa komið út tímaritin SUMAR og VETUR. Blaðið er fallegt og þægilegt viðkomu og inniheldur margar áhugaverðar greinar s.s. um ræktun, útiveru, umhverfismerki, matargerð og grein um Íslenska bæinn. Blaðið er prentað á mattan pappír í Svansvottaðri ...

    Í dag er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í heiminum ...

    Nýlega fékk Náttúran.is styrk frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að standa straum af hluta kostnaðar við að senda „Náttúruspil 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið“ í hina 273 leikskóla landsins. Stokkarnir fóru í póst í dag svo allir leikskólarnir mega því búast við að fá stokkinn sinn með póstinum á morgun eða í síðasta lagi á miðvikudaginn.

    Náttúran ...

    Laugardaginn 16. apríl s.l. var stofnað „félag um samfélagsbanka“ á fjölmennum fundi í ReykjavíkurAkademíunni.

    Markmið félagsins er samkvæmt stofnsamþykktum að stuðla að stofnun fjármálafyrirtækis sem byggir á siðferðilegum gildum og hefur samfélagslega uppbyggingu og sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Auk þess er ætlunin að stefna að gagnsæju útlánaferli þar sem eigendur sparifjár geta fylgst með og haft áhrif á hvernig ...

    Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur, áður upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins, hóf fyrir skemmstu stjórn útvarpsþáttar um umhverfismál á Útvarpi Sögu.

    Þátturinn gengur undir nafninu Grænmeti, eins og bloggsíða Guðmundar, þaðan sem hægt er að hlusta á einstaka þætti sem útvarpað hefur verið.

    Grænmeti er á dagskrá frá kl. 10:00-11:00. á sunnudagsmorgnum.

    Samklippa: Guðmundur Hörður og grænmeti.

    Stofnfundur Geitfjárseturs verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87, kl 17.30.

    Jóhanna B. Þorvaldsdóttir í Háafelli, á Hvítársíðu, hefur sl. 20 ár ræktað upp íslenska geitastofninn en hann var fyrst fluttur hingað til lands með landnámsmönnum en síðan hafa geitur ekki verið fluttar til landsins, þ.e. í 1100 ár. Stofninn telur í dag aðeins um 500 ...

    Í tikynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur er minnt á að nagladekk eru bönnuð á götum Reykjavíkur eftir 15. apríl. Í tilkynningu frá Umferðastofu í morgun er þó tekið fram að í lögum sé kveðið á um að bannið gildi „nema að veður gefi tilefni til annars“.

    Um leið og snjóa linnir og færð verður eins og vordögum sæmir mun ...

    Gæðapappír er flokkaður til endurvinnslu undir Fenúrmerkinu Skrifstofupappír. Sjá merkið hér til hægri. Skrifstofupappír/ljósritunarpappír og annar hvítur pappír fellur undir þennan flokk. Einnig umslög og gluggaumslög úr hvítum pappír. Hefti og bréfaklemmur mega fara með. Gegnum litaður pappír er ekki flokkaður sem gæðapappír. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi til að koma slíkum verðmætum sem gæðapappír er til endurvinnslu.

    Flestar ...

    Heilsukokkurinn Auður I. Konráðsdóttir býður nú upp á páskaegg, framleidd úr lífrænt vottuðum afurðum. Þau eru handgerð úr 100% hreinu, lífrænu súkkulaði og lífrænu agave sírópi.

    Eggin eru fyllt með lífrænum mórberjum og goji berjum ásamt uppskrift frá Heilsukokkinum fyrir stóra fólkið en smáfólkið fær blandað, lífrænt krakkanammi og skemmtileg skilaboð frá Halla holla, sem veit allt um það hvernig ...

    Þriggja flokka sorpflokkunarkerfi Íslenska gámafélagsins er nú þegar við lýði í tólf bæjarfélögum á landinu, þ.e.; Stykkishólmi, Nónhæð í Kópavogi, Hveragerði, Flóahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Skaftárhreppi, Fljótsdalshéraði (Egilsstöðum), Fljótsdalshreppi, Langanesbyggð, Fjallabyggð, Hvalfjarðarsveit og Fjarðabyggð.

    Önnur fimm bæjarfélög nota tveggja tunnu kerfi Íslenska gámafélagsins þ.e. gráu tunnuna og grænu tunnuna þ.e.; Arnarneshreppur, Fjarðarbyggð, Akranes, Borgarbyggð og Skorradalshreppur.

    Þriggja ...

    Umræður um aðbúnað dýra á Íslandi magnast frá degi til dags en Sirrý Svöludóttir markaðsstjóri Yggdrasils setti inn fyrirspurn á umræðuborð Facebook síðu Matfugls fyrir nokkrum dögum, þar sem hún segir:

    „Getið þið tekið myndir innan úr kjúklingabúunum ykkar hingað á Facebook og sýnt okkur hvernig aðstæður eru á íslensku kjúklingabúi? Langar rosalega til að sjá með berum augum þar ...

    Formlegur stofnfundur „Félags um Samfélagsbanka“ verður haldinn í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð, laugardaginn 16. apríl kl 17:00.

    Áhugi á stofnun samfélagslega ábyrgum banka, eða sparisjóði, vaknaði upp úr bankahruninu og í aðdraganda komu verðlaunahafa umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2010 en þau féllu í hlut þriggja banka; hins danska Merkur bank, hins norska Cultura bank og Ekobanken frá ...

    Velbú eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi.

    Á heimasíðu samtakanna segir:

    „Við erum fólk úr ólíkum áttum sem deilum ákveðnum lífsskoðunum varðandi velferð dýra og þá slæmu þróun sem hefur átt sér stað seinustu áratugi á mörgum sviðum búfjárræktar. Tilhneigingin hefur verið í átt að auknum verksmiðjubúskap þar sem velferð dýra hefur verið fórnað fyrir ...

    Lífrænir neytendur stofnuðu með sér samtök „Samtök lífrænna neytenda“ í Norræna húsinu þ. 7. mars sl. Mikill mannfjöldi tók þátt í stofnfundinum og um hundrað skráningar voru í framkvæmdanefnd og starfshópasem og hafa flestir tekið til starfa.

    Heimasíða hreyfingarinnar lifraen.is var opnuð nú á dögunum en þar er hægt að skrá sig í samtökin, í starfshóp, gerast styrktaraðili og ...

    Á undanförnum dögum hafa átta sjálfboðaliðar frá SEEDS samtökunum unnið fyrir Náttúruna að því að sortera „Náttúruspil - 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið“ í stokka og kassa til dreifingar en Náttúran.is mun út aprílmánuð dreifa hundruðum þúsunda góðra og grænna ráða í Reykjavík og á landsbyggðinni í tilefni Græns apríls.

    Frá og með föstudeginum 8. apríl erum við ...

    Í framhaldi af fyrirspurn Sifjar Friðleifsdóttur þ. 30. mars sl. varðandi viðhald gervigrasvalla sem eru með gúmmíkurli úr notuðum dekkjum mun umhverfisráðuneytið fara fram á það við Umhverfisstofnun að stofnunin gefi út almenn tilmæli um að ávallt verði leitast við að nota hættuminni efni en notuð dekk sem innihalda eiturefni og krabbameinsvaldandi efni.

    Á vef Alþingis segir svo:

    Svar umhverfisráðherra ...

    Upphaf Græns apríls var markað í Ráðhúsi Reykjavíkur þ. 1. apríl sl. er Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, klippti á borðann, Edda Björgvins flutti fjallkonuræðu um umhverfið og okkur og Óli rappar tók frumsamið lag um Grænan apríl.

    En aprílinn græni er rétt að byrja og sífellt bætast við nýir þátttakendur. Enn er hægt að gerast Grænjaxl og/eða þátttakandi með því ...

    Lóan hefur lengi verið okkar helsti vorboði. Sagt er í þekktu ljóði að hún komi og kveði burt snjóinn og leiðindin en lóan hefur oft verið yrkisefni skálda. Lóan er algengur varpfugl hér á landi og er stofn hennar sterkur. Hún er farfugl og sjást fyrstu lóurnar oftast í lok mars eða byrjun apríl. Hún heldur sig að fyrstu við ...

    Grænn apríl byrjaði með pompt og pragt í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun þar sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra klippti á borða Græns apríls og sagði hann settann og minnti á að maí, verði grænni, júni ennþá grænni o.s.fr.

    Fyrir Grænum apríl standa samnefnd samtök sem hafa það að markmiði að hvetja ríkisstjórnina, sveitarstjórnir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að ...

    Þátttakendur í Grænum apríl hafa nú fengið sérstakan flokk á Græna Íslandskortinu hér á vefnum.

    Grænkortakerfið/Green Map® System, er alþjóðlegt flokkunarkerfi sem skilgreinir aðila/fyrirbæri sem talist geta hluti af grænu hagkerfi, menningu og náttúrunni. Flokkarnir hér á landi eru 100 að tölu og skráðir aðilar og fyrirbæri um 3.000. Þátttakendur í Grænum april falla undir Grænt hagkerfi ...

    Hótel Rauðaskriða í Aðaldal hefur nú fengið vottun Norræna Umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Strangar kröfur Svansins tryggja að hótelið er í fremstu röð varðandi lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa frá starfseminni. Rauðaskriða er eina hótelið á Íslandi með Svansvottun, en alls bera 15 fyrirtæki nú merki Svansins. Elva Rakel Jónsdóttir starfsmaður Svansins hjá Umhverfisstofnun afhenti leyfið á ...

    Sparperur nota einungis um 15-20% af orku venjulegra glópera auk þess sem líftími þeirra er allt að 10 sinnum lengri. Glóperubann tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012. Bannið byggir á Evróputilskipun (Ecodirective 32/2005) til að stuðla að rafmagnssparnaði en um 19% af raforkunotkun heimsins fer í lýsingu.

    Þegar öllum glóperum hefur verið skipt út fyrir sparperur ...

    Endurmennt LbhÍ og Vottunarstofuna Tún ehf. standa fyrir námskeiði í lífrænni sauðfjárrætk en námskeiðið verður haldið þ. 1. apríl nk. kl. 12:45-17:00 (5 kennslustundir) og er haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ, Dölum. Umsjón: Ásdís Helga Bjarnadóttir

    Námskeiðið er ætlað þeim sem stunda sauðfjárrækt í meira eða minna mæli og hafa áhuga á að kynna sér möguleika sína á ...

    Sýningin Heilsa & hamingja verður haldin í Smáralind, dagana 25. - 27. mars. Á sýningunni munu sérfræðingar, um bætta líkamlega og andlega heilsu gefa góð ráð. Aðgangur á sýninguna er ókeypis og hún er fyrir alla. Sýningin verður glæsileg og ótrúlega margt spennandi að sjá og prófa og skoða og smakka.

    Fjöldi sýnenda taka þátt en þeir eru:
    Young Living, actavis ...

    Í byrjun árs 2009 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar um styrk til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins (þá Menntamálaráðuneytisins) til dreifingar „52ja góðra ráða fyrir þig og umhverfið“ í alla grunn- og framhaldsskóla landsins.  Ráðuneytið veitti styrk til verkefnisins. Árið 2011 var aftur sótt við um styrk, nú til að standa straum af kostnaði við sendinga Náttúruspilanna til allra leikskóla í landinu og veitti ...

    Geymsla matvæla hefur ekki alltaf verið jafn einföld og nú til dags. Mikilvægt er þó að hafa í huga að ísskápurinn notar mesta orku af öllum tækjum á heimilinu eða um 20%. Það skiptir því verulegu máli fyrir umhverfið og orkureikning heimilisins að kaupa í upphafi ísskáp sem notar sem minnsta orku. Orkumerkin Energy Star og Evrópska orkumerkið gefa til ...

    Kaffitár hefur á undanförnum misserum kafað æ dýpra í umhverfismálin innan fyrirtækisins en Kaffitár fékk Svansvottun í maí 2010, fyrst allra kaffihúsa á Íslandi (sjá frétt).

    Ég spurði Aðalheiði Héðinsdóttur forstjóra fyrirtækisins út í það hvernig Kaffitár hagi málum varðandi pappamál versus keramikmál og hver stefna fyrirtækisins væri í þeim efnum. Svar hennar má lesa hér að neðan;

    „Ef við ...

    Einnota gafflar, hnífar, skeiðar, diskar, glös og bollar eru ákaflega óumhverfisvæn fyrirbæri. Notkun þeirra fer þó ört vaxtandi og nú er svo komið að varla er hægt að kaupa sér skyr eða jógúrt án þess að þessar hvimleiðu litlu samanbrjótanlegu skeiðar fylgi með. Í raun er þetta komið út í algerar öfgar og ekki er umræðan áberandi um umhverfislega neikvæð ...

    Sprenging varð í kjarnorkuveri við borgina Fukushima í kjölfar hins gríðarlega öfluga jarðskjálfta (8,9 á Richter) sem reið yfir Japan í gærmorgun. Ótölulegur fjöldi eftirskjálfta skekja nú landið, eldar geisa í borgum og iðnaðarverum og flóð sópa burtu heilu borgunum. Yfir 700 manns hafa fundist látnir nú þegar en langt er frá því að yfirsýn sé komin á endanlegan ...

    Náttúran fékk sendar myndir sem teknar voru á bökkum Hálslóns við Töfrafoss í Kringilsá, í september 2010, með þeim skilaboðum að „við skulum ekki gleyma því sem var sökkt og látum það ekki koma fyrir annarsstaðar!“

    Ljósmyndirnar tók Völundur Jóhannesson.

    Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð með óvistvænum og jafnvel skaðlegum efnum. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum í líkamanum og geta því haft hormónatruflandi áhrif. Eldhemjandi efni og blýmagn yfir mörkum ...

    Á stofnfundi Samtaka lífrænna neytenda, í fyrradag, færði Vottunarstofan Tún stofnfundinum að gjöf sérprentun á yfirlitsriti Söndru B. Jónsdóttur „The Benefits of Organic Agriculture - Review of Scientific Research & Studies“ um niðurstöður nokkurra helstu rannsókna sem gerðar hafa verið á lífrænum aðferðum á undanförnum árum.

    Í inngangi ritsins segir:

    Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning meðal vi ...

    Vel á annað hundrað manns sóttu stofnfund nýrra samtaka Samtaka lífrænna neytenda í Norræna húsinu í gærkveldi. Undibúningur að stofnun samtakanna hefur staðið yfir í nokkra mánuði en mikill áhugi vaknaði á stofnun formlegra samtaka eftir að óformleg samtök lífrænna neytenda fengu frábærar undirtektir á Facebook.

    Oddný Anna Björnsdóttir, hvatamaður að stofnun samtakanna flutti inngangsorð þar sem hún gerði grein ...

    Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð án skordýraeiturs og tilbúins áburðar þar sem fylgt er reglugerð Evrópusambandsins um lífræna ræktun. Innan Evrópusambandsins er bannað að kalla vörur „lífrænt ræktaðar“ nema þær uppfylli reglugerð sambandsins. Merkingin metur ekki umhverfisáhrif vörunnar eða umbúða hennar. Mælt er með að keyptar séu lífrænar vörur ræktaðar á Íslandi frekar en erlendar sem ...

    Nú í vikunni var undirritaður samningur milli Náttúran.is og EVEN sem felur í sér staðfestingu á því að Náttúran.is mun taka þátt í uppbyggingu hleðslukerfis fyrir rafbíla og hjálpa til við fræðslu um verkefnið.

    EVEN vinnur að þjóðarátaki um orkuskipti í samgöngum sem gerir rafbílavæðingu Íslands mögulega. Verkefnið er byggt upp með þátttöku lykil fyrirtækja og stofnana í ...

    Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn fyrir árið 2010. Kuðungurinn verður afhentur á degi umhverfisins 25. apríl.

    Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur sem er tilnefnt sig sjálf ...

    Opinn fundur verður haldinn í umhverfisnefnd um málefni Vatnajökulsþjóðgarðs föstudaginn 4. mars kl. 16.00. Einkum verður fjallað um nýsamþykkta verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn. Gestur fundarins verður Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.

    Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

    Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og ...

    Stofnuð hafa verið samtökin Grænn apríl sem hafa það að markmiði að hvetja ríkisstjórnina, sveitarstjórnir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að vinna saman að því að gera apríl að „grænum mánuði“.   

    Sá mánuður var meðal annars valinn vegna þess að Dagur jarðar er haldinn hátíðlegur víða um heim 22. apríl og hinn íslenski Dagur umhverfisins er 25. apríl. Jafnframt er ...

    Nú þegar að áhrif loftslagsbreytinga eru gersamlega augljós er „grænt“ hitt og þetta og að lifa umhverfisvænna lífi orðið einskonar tískufyrirbrigði.

    Um allan heim spretta upp aðilar og fyrirtæki sem sjá sér leik á borði og „selja“ upplýsingar um hvernig hægt er að lifa umhverfisvænna lífi. Boðið er upp á bækur og styttri og lengri námskeið fyrir heimilið, svo eitthvað ...

    Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakennari með meiru er að fara af stað með jógakennaranám að Sólheimum í Grímsnesi sem hefst þ. 18. mars nk. og stendur í hálfan mánuð.

    Kristbjörg býður áhugasömum að koma í opið hús á matsölustaðinn Gló í Listhúsinu í Laugardal, nk. sunnudag, þ. 27. febrúar frá kl. 14:00 - 15:00. Þar mun hún fjalla um fyrirkomulag jógakennaranámsins ...

    Nú um helgina verður haldin Heilsuveislu í Súlnasal Hótel Sögu. Veislan er í formi fyrirlestra, kynninga, sýnikennslu og skemmtiatriða. Gestir fá heilsumat og ógrynni af upplýsingum og uppskriftum. Einnig verður heilsumarkaðstorg þar sem fyrirtæki er starfa innan þessa ramma kynna vörur sínar og þjónustu. Sérstök áhersla er lögð á llífrænar vörur.

     

    Einar Bergmundur og Guðrún Tryggvadóttir frá Náttúran.is verða ...

    Á undanförnum mánuðum hefur hópur fólks á Facebook síðu, sem stofnuð var til að kanna áhuga á því að stofna samtök lífrænna neytenda, farið sívaxandi. Ljóst er að mikill áhugi er á að stofna formleg samtök eða hreyfingu sem að vinna mun að því að efla allt sem viðkemur lífrænni ræktun, framleiðslu og neyslu út frá sjónarhóli neytandans.

    Í síðustu ...

    Þjónustustöð og verkstæði N1 við Bíldshöfða fékk í dag afhenda staðfestingu á vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum. N1 Bíldshöfða er því fyrsta fjölorkustöðin á Íslandi sem fær staðfestingu á vottun samkvæmt ISO 14001. Stöðin selur bæði metan- og bíódísel sem og hefðbundið eldsneyti en bifvélaverkstæði N1 ber einnig vottunina. N1 áformar að fá ISO 14001 vottun á þrjár stöðvar til ...

    Blásið er til Heilsuveislu í Súlnasal Hótel Sögu dagana, 19. - 20. febrúar 2011. Veislan er í formi fyrirlestra, kynninga, sýnikennslu og skemmtiatriða. Gestir fá heilsumat og ógrynni af upplýsingum og uppskriftum. Einnig verður heilsumarkaðstorg þar sem fyrirtæki er starfa innan þessa ramma kynna vörur sínar og þjónustu. Sérstök áhersla er lögð á llífrænar vörur.

    Hér verða meistarakokkar á borð við ...

    Varðandi nýlegan úrskurð Hæstaréttar um að umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir hafi brotið lög með því að neita að samþykkja hluta aðalskipulags Flóahrepps á sínum tíma skal hér ryfjað upp hvernig þetta leit út og hvað olli því að jafn mikil andstaða varð við áætlanir um virkjanir við neðri hluta Þjórsár og raun bar vitni.

    Í grein sem höfundur skrifaði eftir kynningu ...

    Það er margt sem ber að hafa í huga við val leikfanga fyrir börnin okkar. Leikföng eru oft algert drasl, þola ekki meðhöndlun barnsins og veita því engum gleði, hvorki gefanda né þyggjanda. Þau lenda fljótt í ruslinu og áhrif þeirra á umhverfið geta því aðeins verið neikvæð.

    Hér á vefnum er að finna upplýsingar um hvernig hægt er að ...

    Eins og undanfarin ár er Solla tilnefnd í samkepnninni um besta hráfæðikokk heims, (Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef),  í virtustu kosningu hráfæðiheimsins. Það er mikill heiður fyrir Sollu að vera þarna ásamt öllum þeim bestu í faginu og frábært fyrir Íslending að ná svo langt.

    Við hvetjum alla sem að taka þátt í kosningunni en henni lýkur ...

    Árið 2000 fékk prentsmiðjan GuðjónÓ fyrst Svansvottun. Á þeim tíma var umhverisstarf komið vel á veg á Norðurlöndum og í Þýskalandi, en prentsmiðjur hér heima ekki byrjaðar að skoða sín mál. Það var því brautryðjendastarf að koma á fyrstu vottuninni  og tók 2 ár að breyta starfsemi prensmiðjunnar innanfrá til að uppfylla kröfur Svansins. Hægagangur var mikil í öllu sem ...

    Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið ...

    Practicing Nature-Based Tourism er alþjóðleg, þverfagleg ráðstefna tileinkuð fræðslu um náttúrutengda ferðamennsku og umræðu um Ísland sem áfangastað ferðamanna. Ráðstefnan er hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur „Án áfangastaðar“ sem fjallar um sívaxandi straum innlendra sem erlendra ferðamanna um Ísland er viðfangsefni sýningarinnar þar sem áleitnum spurningum er snerta ferðamennskuna er velt upp. Verkin á sýningunni endurspegla hugmyndir samtímalistamanna um ferðalög ...

    Umhverfis- og náttúruverndarsamtök á Íslandi fagna ábyrgri afstöðu Landsvirkjunar, sem hefur lýst því yfir að ekki verði ráðist í rannsóknarboranir í Gjástykki áður en fyrir liggi niðurstaða stjórnvalda um friðlýsingu Gjástykkis.

    Engum vafa er undirorpið að Gjástykki er svæði - gjár, misgengi, hraun, eldgígar - sem er einstakt á heimsvísu og ríkisstjórn Íslands er einhuga um að friðlýsa svæðið algerlega.

    Leyfi Orkustofnunar ...

    Út er komin bókin„ Candida sveppasýking - einkenni og lyfjalaus meðferð“ eftir þau Guðrúnu G. Bergmann og Hallgrím Þ. Magússon. Þessi bók kom upphaflega út árið 1995 og var svo endurprentuð 1997 og 1999. Vegna mikillar eftirspurnar er hún nú gefin út aftur en í þetta skipti betrumbætt og endurskrifuð í ljósi ýmissa nýrra rannsókna um þennan algenga en leynda kvilla ...

    Söfnun undirskrifta til varnar orkuauðlindum Íslands gengur gríðarlega vel: Þegar þetta er skrifað hafa safnast 37.742 undirskriftir á áskorun til stjórnvalda um orkuna okkar á orkuaudlindir.is !  Stefnt var að 35.000 sem hefur nú náðst og nokk betur!

    Söngurinn þagnaði aldrei í gær og fyrradag. Í Norræna húsinu, á Selfossi og í Bolungavík. Og Maraþon-orku-karókí heldur áfram í ...

    Sveitarfélög viða á landinu hafa á undanförnum árum sótt jólatré fólki að kostnaðarlausu að lóðarmörkum en aðeins fá sveitarfélög bjóða þessa þjónustu gjaldfrjálst árið 2011 eftir hrun.

    Akranes, Álftanes og Borgarbyggð sjá ekki um að losa fólk við trén sín í ár. Á Akureyri eru trén sótt að lóðarmörkum dagana 6.-11. janúar, á Blönduósi eru þ. 10. janúar, á ...

    Í umfjöllun um díoxínmengun í Fréttablaðinu í dag er rætt við þá Árna Finnsson en þar kemur fram að undanþágan sem Ísland sótt um gangi gegn meginþema utanríkisstefnunnar. Eining er rætt við Stefán Gíslason sem telur að Umhverfisstofnun hefði átt að bregðast við og að regluverkið sé meingallað.

    Baráttumál Íslands

    Árni Finnsson formaður Náttúrverndarsamtaka Íslands, segir að síðustu tvo áratugi ...

    Fyrri hluta vetrar 2007 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar til fjárlaganefndar Alþingis um framlag til verkefnisins á fjárlögum 2008 enda sinni vefurinn því hlutverki að samtvinna upplýsingar úr öllum áttum og þjónar þannig almannahagsmunum án þess að sérstakt gjald sé tekið fyrir þjónustuna. Eftir kynningu í umhverfismálanefnd Alþingis fékk verkefnið úthlutað styrk á fjárlögum ársins 2008.

    Náttúran sótti um framlag fyrir árið ...

    Reykjavíkurborg mun ekki hirða jólatré í ár, frekar en síðasliðin ár. Nokkur íþróttafélög bjóða upp á þá þjónustu að sækja jólatré gegn gjaldi. Hvorki mun Gámaþjónustan né Íslenska Gámafélagið hirða jólatré í ár heldur þetta árið

    Í flestum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins verða jólatré hirt séu þau sett út fyrir lóðamörk. Hjálparsveit skáta og þjónustumiðstöðin í Garðabæ munu hirða jólatré þar. Þau ...

    Ný kynslóð söfnunarbíla var kynnt hjá Gámaþjónustunni í Berghellu í Hafnarfirði í morgun. Tæknibúnaður söfnunarbílsins gerir það mögulegt að taka við úrgangi úr endurvinnslutunnunni og almennu sorptunnunni í einni ferð og fækka þannig ferðum sorpbílsins um götur borgarinnar.

    Bíllinn sjálfur er Volvo FM 6x2 en búnaður bílsins er frá Norba í Svíþjóð. Fyrsti bíllinn verður tekinn í notkun á Norðurlandi ...

    Ein mikilvægasta fjáröflunarleið Náttúran.is eru birtingar auglýsinga fyrir fyrirtæki sem hafa eitthvað fram að færa í sambandi við umhverfisvænar vörur og þjónustu hér á landi. Ágóðinn af auglýsingasölunni gerir okkur kleift að veita stöðuga og ókeypis umhverfisfræðslu fyrir alla.

    Með því að birta auglýsingar hér á vefnum ná fyrirtæki beinu sambandi við markhóp sem er að leita eftir upplýsingum ...

    Tilgangur umhverfismerkinga er að hjálpa neytendum að velja vörur sem hafa minni áhrif á umhverfi og heilsu en aðrar sambærilegar vörur á markaði. Merkjunum má skipta í þrennt:

    1. Viðurkennd merki vottuð af þriðja aðila
    2. Umhverfismerki sem framleiðendur sjálfir merkja vörur sínar með
    3. Merki sem hafa ekkert með umhverfisstarf fyrirtækisins að gera og geta beinlínis verið villandi

    Undir „Merkingar“ er að ...

    Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið ...

    Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hefur á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].

    Allt sem Eymundur framleiðir hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú hans vottun frá vottunarstofunni Túni um 100% lífræna ræktun í Vallanesi. Bygg, olíur ...

    Komin er á markað ný vara „Byggflögurfrá Móður Jörð, vörumerki lífræna bús Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur í Vallanesi. Byggflögur Móður Jarðar er valsað lífrænt bygg og hentar vel í grauta, bakstur (brauð, kökur og kex), slátur, músli og aðra matargerð.

    Byggflögurnar innihalda trefjaefni úr hýði byggsins sem eru mikilvæg fyrir heilsuna auk vítamína og steinefna og þær ...

    Þyngdaraflið er ævintýri sem er ætlað börnum á aldrinum 5-11 ára og leitast við að efla umhverfisvitund, skilning barna á eðli jarðarinnar og sjálfstraust þeirra. Bókin er listavel skrifuð og myndskreytt og er hver myndopnan annarri skemmtilegri.

    Boðskapur bókarinnar er að við sýnum jörðinni virðingu. Bókin er afrakstur af samstarfi þeirra Önnu Ingólfsdóttur og Elísabetar Brynhildardóttur sem hófst með því ...

    Hið gamalgróna fyrirtæki Ísafoldarprentsmiðja hlaut 15. nóvember síðastliðinn vottun norræna umhverfismerkisins Svansins. Þetta þýðir að búið er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfsemi fyrirtækisins svo að þau eru nú undir viðmiðunarkröfum Svansins.  Ísafoldarprentsmiðja er tíunda íslenska fyrirtækið sem hlýtur slíka vottun. Ísafoldarprentsmiðja er fjórða prentsmiðjan á Íslandi til að uppfylla strangar Svansins um lágmörkun á neikvæðum umhverfisáhrifum og fyrsta dagblaðaprentsmiðjan ...

    Óðinsauga hefur gefið út nýja barnabók „Skýjahnoðra“ en hugmyndin að bókinni er að ýta undir umhverfisvitund barna. Skýjahnoðrar tengir hreint loft við fagra drauma en draumarnir standa fyrir framtíðina. Huginn Þór höfundur bókarinnar segir söguna um Skýjahnoðrana vera viðleitni til að fá börn til að hugsa um umhverfi sitt og að komandi kynslóðir leiti leiða til að takmarka ágang á ...

    Út er komið annað tölublað tímarits Í boði náttúrunnar og er það kennt við veturinn. Fyrsta tölublað tímaritsins „Sumar í boði náttúrunnar kom út í sumar og gaf fyrirheit um að hér væri á ferð metnaðarfull útgáfa, bæði  hvað innhald og útlit varðar.

    Útgáfan er heldur ekki á höndum neinna aukvissa þar sem Guðbjörg Gissurardóttur hönnuður og maður hennar Jón ...

    Elsta jólatré landins var skreytt í dag og verður til sýnis á jólasýningu Hússins á Eyrarbakka eins og siður er fyrir.

    Tréð var smíðað af Jóni Jónssyni bónda í Þverspyrnu  Hrunamannahreppi um eða rétt eftir 1873. Tréð var smíðað fyrir Kamillu Briem prestfrú í Hruna. Dóttir hennar Elín húsfreyja Steindórsdóttir í Oddgeirshólum í Flóa átti það eftir hennar dag og ...

    Prentsmiðjan Svansprent hlaut á dögunum vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Svansprent er þriðja prentsmiðjan á Íslandi til að uppfylla strangar Svansins um lágmörkun á neikvæðum umhverfisáhrifum. Hinar prentsmiðjurnar eru Hjá Guðjón Ó og Prentsmiðjan Oddi.

    Um Svansprent:

    Prentsmiðjan Svansprent var stofnuð árið 1967 og á því langa sögu að baki. Stofnendur fyrirtækisins voru hjónin ...

    Og enn bætist við á lista yfirlýstra náttúruunnandi stjórnlagaþingsframbjóðenda en þónokkrir hafa skrifað okkur og sóst eftir að vera á listanum og sagst standa fyrir náttúru- og umhverfisvernd og að auðlindir landsins verði í eigu þjóðarinnar. Allar frekari tillögur eru vel þegnar en uppröðunin hér að neðan er af handahófi en þó í næstum jöfnum kynjahlutföllum 24 konur og 19 ...

    Kosið verður til stjórnlagaþings nk. laugardag og er mikilvægt að umhverfisvinveittir aðilar nái kosningu. Hér að neðan eru tillögur að 27 aðilum sem hægt er að treysta til að standa vörð um náttúru Íslands á stjórnlagaþingi. Kynjahlutfall er næstum jafnt 13 konur og 14 karlmenn. Allar frekari tillögur eru vel þegnar og uppröðunin hér að neðan er af handahófi.

    1. Krístin ...

    Til þessa hafa eftirfarandi frambjóðendur til stjórnlagaþings verið „spottaðir“ sem öruggir talsmenn sjálfbærrar framtíðar á Íslandi. Hér á lista eru 23 frambjóðendur, 11 konur og 12 karlmenn sem Náttúran.is treystir til að tala máli náttúru og umhverfis á stjórnlagaþingi. Ef einhver veit af tveimur til viðbótar, helst þannig að kynjahlutfall verði sem jafnast, þá látið okkur endilega vita:

    1. Krístin ...

    Háskólinn í Reykjavík, Innovit og Landsvirkjun bjóða til hádegisfundar fimmtudaginn 18. nóvember kl. 12:00 –13:00. Fundurinn er hluti af Alþjóðlegri athafnaviku. Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Fönix 1.

    Dagskrá:

    • Áhrif loftslagsbreytinga á rennsli og nýtingu virkjana - Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar
    • Vindorka: Möguleikar á Íslandi - Úlfar Linnet, sérfræðingur í orkuathugunum hjá Landsvirkjun
    • Sæstrengur til ...

    Eigenda- og ræktendafélag Landnámshænsna var stofnað árið 2003. Markmið félagsins er margþætt og í lögum þess er bent á kynningu, viðhald og verndun stofnsins og að skapa hænunni sess meðal landsmanna, jafnvel sem gæludýrs á heimilum í þéttbýli.

    Eigendum landnámshænsna hefur fjölgað gífurlega síðan félagið var stofnað árið 2003 félagsins og er fjölmiðlaumfjöllun og áhuga landans að þakka þá breytingu ...

    Náttúran.is vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem styrktu útgáfu Græna Reykjavíkurkortsins sem kom út nú í byrjun mánaðarins. Án þeirra hefði kortið aldrei litið dagsins ljós. Við viljum þakka öllu því góða fólki, í eftirfarandi fyrirtækjum og stofnunum, sem tók ákvörðun um að Grænt Reykjavíkurkort væri mikilvægt tillegg til samfélagsins. Þau eru:

    Elding - Hvalaskoðun Reykjavík
    Háskóli ...

    Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið ...

    Norræni loftslagsdagurinn er haldinn hátíðlegur í annað sinn í dag 11. nóvember. Dagurinn er sameiginlegt verkefni allra norrænu menntamálaráðherranna og felst meðal annars í því að efla kennslu um loftslagsmál á Norðurlöndum og jafnframt að auka og efla samstarf kennara og nemenda á Norðurlöndum. Í ár er dagurinn í samvinnu við norrænt tungumálaátak og gefst nemendum tækifæri á að taka ...

    Til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau heimili sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála fái heimild til að kalla sig Græn farfuglaheimili. Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna*. Þessi viðmið byggja á almennum gæðastöðlum sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla en til að ...

    Fyrrverandi samgönguráðherra Kristján Möller er víst enn ráðandi herra í samgöngumálum þjóðarinnar ef marka má fréttir síðustu daga af áformuðri vegagerð á Suðurlandi þar sem kemur fram að innheimta eigi veggjöld af notkun veganna (sjá grein: http://vefblod.visir.is/index.php?netpaper=1481. Slíkt mun að sjálfsögðu bitna mest á íbúum á svæðinu og vera enn einn steinninn í ...

    Viðtal við Lars Pehrson framkvæmdastjóra Merkur Andelskasse dn, einum af bönkunum þremur sem hlutu Umhverfisverðlaun Norðurlandsráðs nú á dögunum, verður sjónvarpað í Silfri Egils nú á eftir.

    Sjá Silfur Egils í dag.

    Ljósmynd: Lars Pehrson á hádegisverðarfundi í Waldorf skólanum í Lækjarbotnum með undibúningshópi málþings sem haldið var seinna um daginn í Norræna húsinu  þ. 2. nóvember sl. T.h ...

    Safnahelgi Suðurlands var sett í Listasafni Árnesinga í dag að viðstöddu fjölmenni. Sýningin Þjóðleg fagurfræði var opnuð og Kammerkór Suðurlands flutti undurljúfan söng.

    Yfir 80 aðilar taka þátt í þessari þriðju Safnahelgi á Suðurlandi og bjóða upp á enn fleiri viðburði um allt Suðurland dagana 5.-7. nóvember. Það eru Samtök safna á Suðurlandi og Matarklasi Suðurlands sem standa fyrir ...

    Viðarkurl og sag hefur verið flutt inn í miklum mæli sem undirburður fyrir hin ýmsu dýr s.s. kýr, hesta og hænsn jafnvel þó að nú sé nóg af viði úr nytjaskógum fyrir hendi í hina ýmsa framleiðslu. Ég furðaði mig á þessu er ég var nýverið að leita eftir viðarkurli fyrir landnámshænsnasetrið í Alviðru. Ég fór í Fóðurblönduna  á ...

    Eftirvinnsla heimildarmyndar Hörpu Fannar Sigurjónsdóttur and Helgu Sveinsdóttur um heitar laugar á Íslandi er nú í fullum gangi. Síðustu vikur hafa farið í að færa efnið af myndavélum á tölvutækt form, fara yfir klippurnar, fá klippara til að skoða efnið og svo fram eftir götunum, allt með aðstoð þess frábæra teymis er hefur verið að aðstoða þær við gerð þessarar ...

    Fyrir rúmri viku síðan fóru hænurnar í nýstofnuðu Landnámshænsnasetri í Alviðru, sem er umhverfisfræðslusetur Landverndar við Sogið í Grímsnesi, að verpa eggjum. Í morgun voru síðan bakaðar pönnukökur úr fyrstu 6 eggjunum og smökkuðust þær sérstaklega vel.

    Hugmyndin með stofnun landnámshænsnaseturs í Alviðru er bæði að fræða hópa sem koma til dvalar í Alviðru um sjálfsþurftarbúskap sem þennan og að ...

    Icelandic Group, áður Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, sendi frá sér frétt fyrr í dag þar sem fram kemur að félagið vinni að fá  vottun MSC Marine Stewardship Council. Áður hafði íslenska fyrirtækið Sæmark sótt um MSC-vottun en Vottunarstofan Tún hefur nýverið aflað sér réttinda til að sjá um úttektir vegna MSC-vottunar.

    Margir höfðu séð fyrir að það yrði ekki til farsældar að ...

    Í dag er haldið upp á kvennafrídaginn. Þar sem ritstjórinn er kona verða ekki fleiri færslur hér á Náttúrunni í dag, og síma og tölvupósti ekki svarað. Á morgun verð ég aftur til þjónustu reiðubúin eins og venjulega.

    Baráttukveðjur til allra kvenna,
    Guðrún A. Tryggvadóttir.

    Sjá nánar um kvennafrídaginn á www.kvennafri.is.

    Alviðra er umhverfisfræðslusetur Landverndar við Sogið í Ölfusi en þar var stofnað landnámshænsasetur er sex hænur og einn hani fluttu inn í nýuppgert hænsnabú í gamla mjólkurhúsi fjóssins í Alviðru þ. 26. september 2010.

    Staðarhaldari í Alviðru er Guðrún A. Tryggvadóttir en hugmyndin er að mynda hóp félaga í Landvernd sem tæki að sér að hirða um dýrin og skipta ...

    Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið ...

    Nokkur umræða er nú meðal fólks sem ber hag umhverfis og náttúru og þar með núlifandi og komandi kynslóða fyrir brjósti, að mikilvægt sé að sem flestir af þeirri gerðinni bjóði sig fram til stjórnlagaþings. Tíminn sem til stefnu er styttist óðum og því mikilvægt að þeir sem hug hafa á framboði byrji að undirbúa framboð sitt hið fyrsta. Frestur ...

    Hér á eftir fara punktar af blaðamannafundi með Evu Joly, Jóni Þórissyni, Oddnýju Eir Ævarsdóttur og Björk Guðmundsdóttur í Norræna húsinu um Magma-málið í gær.

    Oddný Eir Ævarsdóttir hóf fundinn á að gera viðstöddum grein fyrir stöðu mála og aðdraganda þess að Eva Joly hafi nú bæst í hóp þeirra sem vinna að því að vinda ofan af kaupum Magma ...

    Iðnaðarnefnd Alþingis ( Skúli Helgason, form., frsm, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Gunnarsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Margrét Tryggvadóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir ) mæltu með þingsályktun sem samþykkti var á Alþingi þ. 10. júní sl. um að koma á fót nefnd um eflingu græns hagkerfis. Sjá þingsályktunartillöguna hér.

    Sjá yfirlit yfir feril málsins á vef Alþingis.

    Í nefndarátliti ...

    10. október 2010 stefnir í að verða mesti baráttudagur á heimsvísu hingað til, gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Það fyrirfinnst varla það land þar sem ekki eru hópar sem taka þátt. Sjá nánar á www.350.org.

    Í Reykjavík hefur verið blásið til eftirfarandi uppákoma:

    Dagskrá:

    14:00 Fjölda-hjólreiðalest hittist á Austurvelli
    15:00-19:00 Uppákomur á Hlemmi
    15:00 - Playground ...

    Verndarar Jarðar (Earth Keepers) eftir leikstjórann Sylvie van Brabant, hlaut umhverfisverðlaun RIFF nú í kvöld.

    Earth Keepers er kraftmikil heimildamynd um umhverfis-aktivista og hið mikilvæga hlutverk þeirra í mótun samfélaga heimsins í dag.  Heimildarmynd Sylvie van Brabant nær að fanga kjarna málsins og undirstrikar þörfina og jafnframt möguleikana sem eru nú þegar fyrir hendi.

    Myndin fylgir sögupersónunni Mikael Rioux, á ...

    Í dag 2. október kl: 20:00 mun fjöldi samtaka, þ.a.m. MFÍK, standa fyrir myndun mannlegs friðarmerkis á Klambratúni, sem felst í því að taka stöðu með friði með kyndil í hönd og mynda þannig mannlegt friðartákn. Samskonar friðarmerki eru mynduð um allan heim á þessum degi sem jafnframt er fæðingardagur Mahatma Gandhi.

    Sendiherra Indlands heldur ræðu og ...

    Grænt Reykjavíkurkort er nú komið út í prentútgáfu og er dreifing hafin. Kortið er í stærðinni 100 x 70 cm, brotið í 24 síður. Kortið spannar 35 flokka en á bakhliðinni er veggspjald af Húsinu, með inngangstextum fyrir hvert rými. Græna Reykjavíkurkortið kemur út í 10 þúsund eintökum og verður kortinu dreift ókeypis í borginni. Hafist verður handa við að ...

    Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna (Millennium Development Goals, MDG) skal náð 2015 - eftir einungis fimm ár. Til að herða róðurinn hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, boðið leiðtogum heims til fundar í New York dagana 20. - 22. september.

    Þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru:

    Markmið 1: Eyða sárri fátækt og hungri
    Markmið 2: Grunnmennta allt mannkyn
    Markmið 3: Vinna að jafnrétti og styrkja konur ...

    Mikil gróska er í gerð kvikmynda sem fjalla um umhverfismál með einum eða öðrum hætti. Þriðja árið í röð veitir RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, þessum myndum sérstaka athygli í flokki mynda sem kallast Nýr heimur. Sjö myndir verða í flokknum að þessu sinni og verða verðlaun veitt fyrir bestu myndina í flokknum. Flokkurinn er unninn í samvinnu við okkur ...

    Umræðufundur sem Edda öndvegissetur og Framtíðarlandið boðuðu til í Háskóla Íslands kl 15:00 í dag, var tilkominn vegna greinar sem Andri Snær Magnason skrifaði og birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn var. Titill greinarinnar „Í landi hinna klikkuðu karlmanna“ lýsir innihaldinu ágætlega enda ásakar Andri Snær íslenska karlmenn í áhrifastöðum fyrir óábyrga ákvarðanatöku sem standist ekki neina skoðun.

    Grein Andra ...

    Ómar Ragnarsson, náttúruverndarsinni með meiru, er sjötugur í dag, jafnvel þó að ekkert í fari hans rími við árafjöldann sem hann hefur lagt að baki. Nema auðvitað reynslan og viskan.

    Í tilefni afmælisins tekur hann á móti gestum i Salnum í Kópavogi í kvöld. Í morgun var virðingaskjöldur afhjúpaður honum til heiðurs við Útvarpshúsið. Stofnuninni sem hann hefur unnið hvað ...

    Í dag laugardaginn 11.september kl. 13:00 verður boðið upp á klukkutíma langa fræðslu og gönguferð á vegum Sesseljuhúss þar sem Michele Rebora mun leiðbeina og fræða fólk um íslenska nytjasveppi.

    Gestum er bent á að taka með sér hnífa og bastkörfur til að geta tínt sveppi.

    Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!

    Sesseljuhús er umhverfis- og fræðslusetur um umhverfismál ...

    Laugardaginn 18. september munu frumkvöðlar, sprotafyrirtæki, smærri og meðalstór fyrirtæki fá tækifæri til að hitta fulltrúa alþjóðlegra fjárfesta og sérfræðinga í styrkveitingum til samgöngumála sem haldin verður í tengslum við ráðstefnuna Driving Sustainability í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, eða O2 húsinu við Ofanleiti 2.
    Skráning er á Facebook.

    Aðilar m.a. frá samgöngunefnd norræna ráðherraráðsins og Evrópuráðinu munu kynna sín ...

    Sýningin Facing the Climate sem opnar í Norræna húsinu á morgun tekst á við loftlagsbreytingarnar frá skoplegu sjónarhorni.

    Hópur 25 sænskra skopmyndateiknara komu með húmoríska en jafnframt ógnvekjandi sýn á loftlagsbreytingarnar í tilefni af loftlagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn í desember 2009. The Swedish Institute á frumkvæði að sýningunni og er henni ætlað að vekja athygli á sjálfbærri þróun.

    Skopmyndateiknararnir sem taka ...

    Ráðstefnan Driving Sustainability verður nú haldin fjórða árið í röð dagana 16.-18. september nk. á Hótel Nordica.

    Chris Bangle fyrrverandi hönnunarstjóri BMW, Chris Paine leikstjóri Who Killed the Electric Car?, Jim Motavalli rithöfundur og blaðamaður og “framtíðarfrömuðurinn” Rohit Talwar leggja línurnar í líflegri umfjöllun um framtíðina og hvað við getum gert í dag til að hafa jákvæð áhrif á ...

    Hugtakið Ecological Footprint (vistfræðilegt fótspor) er notað um mælieiningu þess sem við mennirnir þurfum/notum mikið af landi á líftíma okkar, bæði til að koma á móts við neyslu og til að taka á móti sorpinu sem frá okkur kemur, miðað við þá tækni sem nútíminn bíður upp á við öflun og förgun. Mælieiningin sýnir hvað við skiljum eftir okkur ...

    Á dögunum afhentu forsvarsmenn Náttúran.is Helenu Óladóttur verkefnisstjóra Náttúruskóla Reykjavíkur eitthundrað stokka af Náttúruspilunum að gjöf til notkunar í tengslum við starfsemi Náttúruskóla Reykjavíkur en spilin hafa notið sívaxandi vinsælda sem kennslutæki í umhverfisfræðslu í skólum landsins.

    Í fyrra var öllum grunn- og framhaldsskólum landsins sendur stokkur að gjöf en það var Mennta- og menningarmálaráðuneytið sem gerði það átak ...

    Á átjándu öld var lífið allt öðru vísi en það er nú. Rétt eða rangt? Rétt að því leiti að framfarir hafa orðið á flestum sviðum þjóðlífsins en rangt að því leiti að manneskjan er í grunninn alltaf eins og náttúran líka. Einn fremsti fræðimaður Íslendinga á átjándu öld, séra Björn Halldórsson (f. 1724 d. 1794), náttúrufræðingur, íslenskumaður og frömuður ...

    Sem hluta af þróun Græna Íslandskortsins hefur Náttúran tekið saman yfirlit yfir allar náttúrulegar baðlaugar á Íslandi*, samtals 56 og falla þær undir yfirflokkinn „Náttúra/Land og vatn“. Baðlaugarnar hafa nú verið skráðar og kortlagðar á Græna kortið hér á vefnum en auk staðsetninga má sjá viðvörun varðandi aðgengi og hitastig.

    Þó að ekki hafi verið til flokkur fyrir náttúrulegar ...

    Á undanförnum vikum hefur hópur SEEDS sjálfboðaliða frá ýmsum löndum unnið að því að gera Alviðru umhverfisfræðslusetur Landverndar við Sog í Ölfusi lifandi og spennandi fyrir gesti vetrarins auk þess sem hópurinn hefur unnið að viðhaldsverkefnum s.s. að mála hlöðu, útihús, palla, borð, brýr og skiltisstanda í hinu víðfeðma landi Alviðru. Verkefnin voru unnin undir leiðsögn Guðrúnar Tryggvadóttur sem ...

    Ecoist taskaKolors.is er ný netverslun sem selur handunnar töskur úr endurnýttu efni s.s. umbúðum af ýmsum vörum t.d. sælgætisbréfum, gosflöskumiðum, strikamerkjum, dagblöðum og tímaritum sem annars hefðu endað í landfyllingu. Kolors er með einkaleyfi fyrir sölu tasknanna hér á landi en þær eru framleiddar af bandaríska fyrirtækinu Ecoist.

    Samstarfsaðilar Ecoist eru meðal annars: The Coca-Cola Company, Disney, Mars ...

    Árið 2008 var ár kartöflunnar haldið hátíðlegt um heim allan en Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir átakinu.

    Sama ár var 250 ára afmæli kartöfluræktar hér á landi haldið hátíðlegt með ýmsum uppákomum og útgáfum en bókin Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar eftir fjöllistakonuna Hildi Hákonardóttur var án efa stærsta og í heimildasögulegum skilningi mikilvægasta útgáfan sem tengdist afmæli karföflunnar á ...

    Natursutten snuðVefverslunin Litla kistan www.litlakistan.is hefur hafið sölu á Natursutten snuðum en þau eru heilsteypt gúmmísnuð, framleidd úr náttúrulegu gúmmíi, unnið er úr gúmmítrénu Hevea brasiliensi.

    Snuðin innihalda engin af þeim efnum sem nýlegar rannsóknir hafa sýnt að séu hormónatruflandi s.s. pthalöt og BPA. Engir parabenar, litarefni né PVC-efni eru í snuðunum. Protein sem framkallað getur latexofnæmi hefur ...

    SkaftholtÍ Skaftholti í Gnúpverjahreppi er stundaður lífrænn og lífefldur (bíódýnamískur) búskapur. Þar hefur ennfremur verið unnið meðferðarstarf í 30 ár. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar. Þar lifa og starfa nú um 20 manns. Mikil uppbygging hefur átt sér stað en þeir einstaklingar sem búa í Skaftholti þurfa friðsælt umhverfi og mikilvægur þáttur í meðferðarstarfinu er róandi nærvera ...

    EndurvinnslukortiðFlokkarinn.is er vefur sem Íslenska gámafélagið stendur að en vefurinn á að hjálpa fólki og fyrirtækjum að flokka ruslið sitt auk þess sem hann þjónustar sveitarfélög með kynningu og fræðslu um flokkunarmál, ekki sýst um þriggja tunnu kerfi Íslenska gámafélagsins sem er nú starfrækt í tíu sveitarfélögum víðs vegar um landið. Sveitarfélögin eru: Stykkishólmsbær, Skaftárhreppur, Flóahreppur, Fljótsdalshreppur, Kópavogur, Skeiða- ...

    Fjöldi félaga sem koma að náttúruvernd á Íslandi eykst stöðugt sem vísar til gríðarlegs áhuga breiðs hóps landsmanna á að taka þátt í verndun náttúrunnar. Hér er stutt yfirlit yfir félagaflóruna og starfsemi félaganna en þau hafa flest ákveðna sérstöðu og verja ákveðna hagsmuni umfram aðra:
    -

    Umhverfisverndarsamtök á Íslandi:

    Landvernd1)

    • Umhverfisverndarsamtök í víðum skilningi, náttúruvernd er hér einn undirflokkur ...

     

    Náttúran.is kynnir nýja taupoka sem framleiddir hafa verið til að minnka plastpokanotkun og upphefja náttúruna og græn gildi. „Nature.is love“ taupokarnir eru af gerðinni EarthPositive® sem er verðlaunuð lífræn og loftslagsvæn framleiðsla* með mynd af Náttúru-konu í íslenskri náttúru.

    Pokarnir eru af tveimur gerðum og litum, annars vegar óbleiktur innkaupa- taupoki og hins vegar þykkari grænn taupoki, Taupokarnir ...

    Valgerður og Seeds sjálfboðaliðar

    Sjálfboðaliðar frá SEEDS samtökunum eru þessa dagana að vinna í Alviðru umhverfisfræðslusetri Landverndar við Sogið í Ölfusi. Eitt af verkefnunum sem sjálfboðaliðarnir vinna að er undirbúningur landnámshænsnabús en til þess að kynna sér aðbúnað og umhirðu landnámshænsna var í dag farið í kynnisferð til Valgerður Auðunsdóttir að Húsatóftum á Skeiðum. Að Húsatóftum rekur Valgerður bú þar sem hún ræktar landnámshænsn ...

    Sjónvarpið er hinn mesti tímaþjófur á heimilinu. Það eyðir líka einna mestri raforku.
    Nýju flatskjáirnir eyða t.d. gífurlegri orku, miklu meiri en forverar þeirra túpuskjáirnir. Flestir eru þó sammála um að LCD skjáir séu skárri en Plasma skjáir hvað þetta varðar.

    Orkunotkun tækja er skilgreind með orkumerkjum s.s. Energy Star og Evrópska orkumerkinu.

    Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer ...

    Einn af þjónustuliðunum hér á Náttúrunni er rafrænn fréttapóstur. Með því að skrá þig á póstlistann. Þú skráir þig hér lengst til vinstri á vafranum (flipinn með RSS, Twitter, Facebook og umslagi, fyrir póstlistaskráninguna) ert þú að gerast áskrifandi að ókeypis fréttapósti sem berst þér vikulega án allra skuldbindinga. Einnig eru birtar upplýsingar um nýjar vörur á Náttúrumarkaði, sérstök tilboð ...

    Á blaðamannafundi sem ríkisstjórnin boðaði til kl. 16:30 og stendur enn yfir lýsti hún því yfir að það væri ásetningur ríkisstjórnarinnar að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum og tryggja að orkufyrirtæki séu í eigu opinberra aðila. Þetta voru orð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á blaðamannfundinum nú rétt áðan. Hún mun skipa nefnd sem á að rannsaka einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja ...

    Magma yfirsýnAllar náttúruauðlindir Íslands eiga að vera í almannaeigu og allur arður af þeim á að ganga óskiptur til þjóðarinnar - er fundarefni borgarafundar sem Attac* samtökin hafa boðað til í Iðnó annað kvöld, 28. júli frá kl. 20:00 - 22:00

    Fundarstjóri er Benedikt Erlingsson, leikari.

    Frumælendur eru Björk Sigurgeirsdóttir viðskiptafræðingur, Jón Þórisson arkitekt og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur.

    Í pallborði verða ...

    Grænt og grillað á SelfossiÍ fyrrasumar opnaði Guðmundur Erlendsson matreiðslumaður heilsumatstað á hjólum við Hallærisplanið við hringtorgið að Ölfusárbrú á Selfossi. Grænt og grillað er nafn matsölustaðarins.

    Það mega teljast nokkur tíðindi að heilsumatstaður opni dyr (lúgur) sínar á landsbyggðinni, sérstaklega með hliðsjón af því að hamborgaramenningin virðist hafa rutt sér svo gersamlega til rúms að jafnvel metnaðarfyllstu veitingahús við þjóðveginn bjóða nú aðeins ...

    Magma og ÍslandÍ framhaldi af blaðamannafundi um undirskriftarsöfnun á orkuaudlindir.is sem Björk og félagar hrintu úr vör í Norræna húsinu á á mánudaginn hefur Ross Beaty forstjóra Magma Energy Canada reynt að fá Björk til fylgilags við sig með því að bjóða henni persónulega að kaupa 25% hlut af Magma á kostnaðarverði. Sjá greinina „Björk segir forstjóra Magma reyna að kaupa ...

    Gunna í berjamó í Ingólfsfjalli 20. júlí 2010Það er ótrúlegt en satt, berjatíðin er að ganga í garð. Ég tíndi þroskuð bláber og krækiber í austurhliðum Ingólfsfjalls í gær. Fyrsta bláberjaskyr ársins var því borðað með bestu lyst þann 20. júlí í ár. En þetta er auðvitað ekkert meðalárferði. Bláberjatínsla í Ingólfsfjalli 20. júlí  2010Eitt er að veðrið í sumar hefur verið ákaflega berjavænt og annað að hlýnun jarðar hefur sannanlega sitt ...

    Björk og Jónas í Norræna húsinuKl. 16:00 í dag kynnti Björk Guðmundsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og Jón Þórisson áskorun til stjórnvalda í formi undirskriftarsöfnunar en undirskriftasöfnunin miðar að því að vinna gegn samningi um sölu HS orku til skúffufyrirtækisins Magma Enegy Sweden sem ráðgert er að verði undirrituð eftir tíu daga. Átakið var kynnt á blaðamannafundi í Norræna húsinu í Reykjavík þar sem Jón ...

    Í frétt á vef RÚV er í dag fjallað um fjölda vinnuslysa sem átt hafa sér stað við stífluframkvæmdirnar að Kárahnjúkum síðan framkvæmdir hófust þar árið 2002. Það leiðir hugann að raunum þeirra manna sem lentu í slysum og sorgum aðstandanda þeirra en um leið vekur furðu hve lítið hefur verið rætt um fjölda óhappa við Kárahnjúka og raun ber ...

    Sem hluta af þróun Græna Íslandskortsins hefur Náttúran tekið saman yfirlit frá Siglingastofnun yfir alla vita á Íslandi, samtals 110 vita og falla þeir undir yfirflokkinn „Opinber verk/kennileiti“. Vitarnir hafa nú verið skráðar og kortlagðar á Græna kortið hér á vefnum en auk staðsetningar má sjá byggingarár, hæð, ljóshæð og hlutverk og hver rekstaraðili vitans er.

    Þó að ekki ...

    Andri Ottesen framkvæmdastjóri Carbon Recycling International* mun halda fræðsluerindi í Sesseljuhúsi , Sólheimum, laugardaginn 17. júlí kl 13:00. Þar mun hann fjallar um vistvæna tækni og vistvænar áherslur í atvinnuuppbyggingu. 

    Hann mun fjalla um endurnýtingu á CO2 útblæstri frá iðnaðarframleiðslu til eldsneytisframleiðslu (metanól sem er blandað í bensín til lækkunar á CO2 útblæstri frá umferð). Einnig fjallar hann um uppbyggingu ...

    Miðaldadagar að GásumLíf og starf fólks í Gásakaupstað miðalda er endurvakið á Miðaldadögum 17. - 20. júlí. Kynnist vígfimum Sturlungum og vígamönnum í för erlendra kaupmanna. Kaupstaðurinn iðar af lífi og starfi miðaldafólks með  fjölbreyttustu viðfangsefni.  Iðnaðarmenn með brennisteinshreinsun, tré- og járnsmíðar, útskurð, leirgerð og viðgerðir á nytjahlutum. Bogar og örvar eru smíðaðir. Knattleikur er iðkaður af miklu kappi. Gestir kynnast vígfimum Sturlungum ...

    VínberjasaftÚrval bændamarkaða á Íslandi eykst frá ári til árs enda áhugi aukist mikið á heimaræktuðu og framleiðslu beint frá býli nú á síðustu og „verstu“ eða að sumra mati „bestu“ tímum.

    Náttúran hefur lagt mikið upp úr því að veita nákvæmar upplýsingar um það sem í boði er á þessu sviði á landinu öllu en við fjöllum bæði um einstaka ...

    Í boði náttúrunnarÚt er komið nýtt tímarit „Í boði náttúrunnar“ en blaðið fjallar um allt frá hönnun tengdri náttúrunni til hugmynda fyrir bústaðinn, uppskriftum og ráðum um ræktun og villtar jurtar. Útgáfan er á höndum Guðbjargar Gissurardóttur hönnuðar en hún hefur ásamt manni sínu Jóni Árnasyni staðið fyrir samnefndum útvarpsþætti á rás eitt sem notið hefur mikilla vinsælda. Blaðið er ákaflega fallegt ...

    Laufás í Eyjafirði kemur við sögu skömmu eftir að Ísland byggðist og þar hefur staðið kirkja frá fyrstu kristni. Í katólskum sið var hún helguð Pétri postula. Prestssetur hefur verið í Laufási frá fyrstu kristni og er enn. Síðasti presturinn sem bjó í gamla bænum, séra Þorvaður Þormar, flutti árið 1936 í nýtt prestssetur og þar bjuggu Laufássprestar fram til ...

    Náttúran.is hvetur frumkvöðla og framleiðendur á landinu öllu til að nýta sér þann vettvang sem vefurinn er orðinn til að koma sér og sinni framleiðslu á framfæri. Við setjum inn fréttir eða greinar um það sem þið eruð að fást við og hafið áhuga á að koma á framfæri. Þið getið einnig selt vörur hér á Náttúrumarkaði með engri ...

    Matarklasi Suðurlands og Vestmannaeyja hefur það að markmiði að varðveita og hefja til vegs og virðingar hefðir úr héraði í matargerð í anda hinna alþjóðlegu „Slow Food/Hægrar matarmenningar“ samtaka. Með því að nýta hráefni úr næsta nágrenni okkar svo sem unnt er styrkjum við matvælaframleiðslu og aukum fæðuöryggi þjóðarinnar. Það styttir auk þess flutningsleiðir, minnkar mengun og sparar flutningskostnað ...

    Fjallagrös [Cetraria islandica] eru algeng um allt land og hafa verið mikilvæg björg í bú hér áður fyrr enda góð til matar og lækninga. Grösin voru soðin í mjólk og heitir það grasamjólk. Grösin vour einnig notuð í brauðbakstur og í dag eru Fjallagrasabrauð m.a. bökuð í Brauðhúsinu í Grímsbæ auk þess sem fyrirtækið Íslensk fjallagrös ehf þróa og ...

    FrístundabíllinnFrístundabíllinn er metnaðarfullt samfélagsverkefni sem fyrirtækið Hópbílar* í Hafnarfirði hrundu af stað í janúar sl. og snýst um að auðvelda börnum, og foreldrum þeirra, að ferðast á mili staða. Samvinna var við Hafnarfjarðarbær en fyrirtækin Rio Tinto, N1 og Fjarðarkaup styrktu verkefnið. Megintilgangurinn með verkefninu var að veita örugga og góða akstursþjónustu sem tekur mið af frístundastarfi í Hafnarfirði fyrir ...

    Kálver í ÖlfusiðÍ frétt á DV segir frá því að í ónefndir aðilar séu að skoða það að reisa risagróðurhús á 10 hektara svæði á Suðvesturlandi án þess að tiltekinn sé ákveðinn staður í því sambandi. Gróðurhúsið yrði sett upp nálægt jarðvarmaveitu, sem gefur tilefni til að ætla að staðsetning sé annað hvort í Ölfusi, á Hellisheiðinni sjálfri eða á Reykjanesi.

    Skynsamlegast ...

    Eiríkur rauði og kona hans Þjóðhildur reistu sér bú að Eiríksstöðum í Haukadal eftir því sem segir í Eiríks sögu rauða. Þar er talið að Leifur heppni og bræður hans séu fæddir. Eiríkur var gerður útlægur af Íslandi fyrir víga sakir og leitaði þá landa í vestri. Fann hann land er hann nefndi Grænland. Þangað flutti hann með fjölskylduna árið ...

    AOL félagar á ÍslandiArt of living er „öndunartækni“, sem er streitulosandi og hefur reynst vel sem áfallahjálp. Aðferðin hefur m.a. verið notuð eftir flóðbylgjuna miklu í Asíu, eftir stríðið í Kósóvó og á Haítí eftir jarðskjálftann mikla þar núna í vor. Art of Living, AOL, er öndunartækni og hugmyndafræði, sem Sri Sri Ravi Shankar  er höfundur að. Upprunnið úr fræðum Yoga, Bhagavad ...

    Fjögurra daga gönguferð um Jökulsárgljúfur dagana 16. - 21. júlí 2010 og aftur 29. júlí – 3. ágúst 2010. Í undraveröld Gljúfranna er að finna dulmagnaða náttúru og langa sögu byggðar, bæði manna og vætta. Yoga kvölds og morgna. Dvalið er á tjaldstæðinu í Vesturdal.

    Í Yndisferðum er notuð náttúrutúlkun - Environmental Interpretation - sem er ákveðið form fræðslu sem þróaðist í fyrstu þjóðgörðum ...

    Hans og Grétu húsGarðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ er nú haldin í  annað sinn, í Hveragerði, en með sýningunni í fyrra var í fyrsta sinn á Íslandi haldin heildstæði garðyrkjusýning sem tók mið af faginu í heild sinni. Garðplöntur, afskorin blóm, skrúðgarðyrkju, blómaskreytingar, landslagsarkitektúr, grænmetisræktun og annað sem tengist græna geiranum á Íslandi mátti sjá á sýningunni. Ýmsar uppákomur voru í gangi ...

    JónsvakaJónsvaka er ný og spennandi listahátíð sem haldin verður í hjarta Reykjavíkur dagana 24.-27. júní. Hátíðin dregur nafn sitt af Jónsmessunótt sem er fimmtudagin 24. júní en hér á árum áður voru dagurinn fyrir Jónsmessu og Jónsmessunóttin sjálf nefnd einu nafni Jónsvaka.

    Samhliða hinum ýmsu listviðburðum með ungt fólk í brennidepli verður boðið upp á þriggja daga tónleikadagskrá þar ...

    Þann 11. júní 2010 var í annað sinn úthlutað styrkjum úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups. Samtals var úthlutað 22.100.000.- kr til 26 verkefna.

    Lilja Pálmadóttir stofnaði Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar vegna einlægs áhuga á náttúruvernd og jafnframt til að heiðra minningu föður síns sem ávallt sýndi djúpa virðingu fyrir náttúrunni og umhverfi sínu. Með Lilju eru í stjórn ...

    Hildur og KristbjörgHelgina 19. - 20. júní munu þær Kristbjörg Kristmundsdóttir yogakennari og blómadropaframleiðandi og Hildur Hákonardóttir myndlistarmaður og höfundur bókanna Ætigarðurinn og Blálandsdrottningin miðla af visku sinni og reynslu úr heimi jurtanna, á námskeiði í Heiðmörk undir heitinu Jurtaveisla.
    Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir kennir um lækningajurtir og Hildur Hákonardóttir um nýtanlegar villtar jurtir í matargerð.

    Dagskrá Jurtaveislunnar:

    • Laugardaginn 19. júní, frá kl. 10 ...

    Maríustakkur [Alchemilla vulgaris] er algeng jurt á Íslandi og hefur frá örófi verið notuð til að koma á jafnvægi á tíðarverki og miklar blæðingar hjá konum. Hún er því sannkölluð kvennajurt. Maríustakkur er einnig notaður í græðismyrsl og krem. Daggardroparnir sem glitra svo fallega í laufblöðum maríustakksins eru kennd við Maríu mey og nefnd „tár Maríu“.

    Sjá nánar um maríustakk ...

    Sag og Jökull kortSaga og Jökull á Vesturlandi er vöruþróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu með áherslu á afþreyingu, náttúru- og menningarfræðslu fyrir alla fjölskylduna. Að verkefninu standa 10 aðilar víðsvegar á Vesturlandi.

    Hver aðili er kynntur á ævintýrakorti (sjá mynd) þar sem sérstaklega vel er tekið á móti fjölskyldum og börnum. Á Eiríksstöðum í Dölum og í Landnámssetrinu í Borgarnesi er hægt að kynnast ...

    Metanbill.isÞann 12. maí sl. var fyrsta formlega metanverkstæði landsins Vélamiðstöðin opnað en verkstæðið er sjálfstætt einkahlutafélag í eigu Íslenska Gámafélagsins ehf.

    Metanverkstæð Vélasmiðjunnar hefur það að markmiði að uppfæra bensínbíla og díselbíla með metanbúnaði og nýta þannig íslenska orku sem er mun ódýrari og stuðlar að hreinna umhverfi. Áætlað er að 30 ný störf geti skapast á þessu ári á ...

    Bláfáninn afhentur i NauthólsvíkYlströndin í Nauthólsvík fékk í gær endurnýjað leyfi til að flagga Bláfánanum en Ylströndin fékk fánann fyrst árið 2003 en endurnýja þarf umsóknina árlega.

    Bláfáninn (Blue flag) er umhverfismerki sem er virkt í 41 landi og er eitt af verkefnum FEE (The Foundation for Environmental Education). Sjá vef Blue Flag Programme. Yfir 3450 baðstrendur og smábátahafnir flagga Bláfánanum víða um ...

    FurukönglarMjúk aðferð til að lina slæman hósta er að útbúa bakstur úr því náttúrulegasta sem til er þ.e. bývaxi og furukönglum og leggja við brjóstið. Furukönglar eru lítið notaðir hér á landi en þar getur enn orðið breyting á. Það er þess virði að opna þennan ofursmáa köngul og finna hvað innihaldið er magnað að styrkleika og nýta sér ...

    Ólafur Áki Ragnarsson fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss hlýtur að hafa sett heimsmet í ótímabærum yfirlýsingum, gervisamningum og sýndarmennsku í stjórnartíð sinni. Hann var rekinn úr bæjarstjórastólnum af móðurflokki sínum Sjáfstæðisflokknum, en hyggst nú snúa aftur með nýju framboði undir merkjum A-listans. Sjálfstæðisflokkurinn býður einnig fram sem og tveir aðrir listar, B-listi framfarasinna (Framsóknarflokks) og Ö-listi félagshyggjufólks (sameiginlegt framboð Samfylkingar og VG ...

    Fréttir herma að fátt geti komið í veg fyrir að kanadíska fyrirtækið Magma Energy Corp eignist 98% hlut í HS orku sem þýðir að þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins sé komið í hendur erlendra aðila, eða réttara sagt sænsks leppfyrirtækis sem frontar fyrir kanadíska fyrirtækið. Hagnaður af orkusölunni flyst því úr landi vegna þess að álver Árna J. Sigfússonar skal reisa ...

    Nordisk KulturfondNáttúran.is fékk á dögunum styrk frá Norræna menningarsjóði Norrænu ráðherranefndarinnar til að vinna í samvinnu við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) að því að sýna kvikmyndir sem hafa umhverfið að viðfangsefni á hátíðinni í haust, auk þess að standa fyrir uppákomum þeim tengdum.

    „Til þess að halda uppi samræðum um þær öru breytingar sem heimurinn stendur frammi fyrir í ...

    Snemma árs 2010 sótti Náttúran.is til Norræna menningarsjóðsins um styrk til að vinna í samvinnu við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) að því að sýna kvikmyndir sem hafa umhverfið að viðfangsefni á hátíðinni í haust og standa fyrir uppákomum þeim tengdum. Styrkumsóknin fékk jákvæðar viðtökur og styrkurinn fékkst.

    Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

    Hefur þú það stundum á tilfinningunni að framleiðendur láti sér í léttu rúmi liggja hvaða áhrif framleiðsla þeirra hefur á heilsu þína, hvað þá umhverfið?

    Eins og við höfum komist að að undanförnu er því miður oftar en ekki þannig í pottinn búið. Þeim er sama, svo lengi sem gróðinn fer í rétta vasa. Spillingin er allsstaðar og allt um ...

    Lífrænar varnirÍ nýjum auglýsingum auglýsir Sölufélag garðyrkjumanna að íslenskir tómatar séu komnir í nýjar og endurvinnanlegar umbúðir sem eru góðar fréttir. Það er löngu tímabært að úthýsa frauðinu sem er algerlega óendurvinnanlegt og brotnar alls ekki niður í náttúrunni. Enn sem komið er eru það þó aðeins hinir ýmsu tómatar frá Sölumiðstöð garðyrkjumanna sem eru komnir í endurvinnanlegar umbúðir en vonandi ...

    Um þessar mundir heldur prentsmiðjan hjá GuðjónÓ upp á að hafa borið Svansleyfi á rekstur prensmiðjunnar í 10 ár. Fyrst fékk GuðjónÓ Svansleyfi árið 2000, endurnýjun árið 2002 og aftur 2008 en þá fyrir prentsmiðjuna í heild, en reglum Svansins var breytt árið 2007, þannig að slíkt varð mögulegt. Skilyrði norræna umhverfismerkisins eru hert í samræmi við framýróun í umhverfismálum ...

    „Túnfífillinn [Taraxacum officinale] er sennilega sú jurt sem nú er mest notuð til lækninga. Margir blanda sama rót og blöðum til að nýta verkun beggja hluta sem best. Blöðin, sem eru mjög næringarík, verka lítið á lifrina, en eru þvagdrífandi og innihalda mikið af kalíum. Þau eru því mikið notuð við bjúg, einkum ef hann orsakast af máttlitlu hjarta. Rótin ...

    3ja ára afmæliðÍ dag sunnudaginn 25. apríl, er dagur umhverfisins haldinn hátíðlegur á Íslandi í tólfta sinn, en í ár er dagurinn tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Þennan dag heldur vefurinn Náttúran.is upp á þriggja ára afmæli sitt og opnar um leið nýja útgáfu Náttúran.is 2.0 en Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun opna nýja vefinn við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu kl. 12:00 ...

    Í heiminum eru til um 10 þúsund tegundir grasa. Meðal þeirra eru korntegundirnar hafrar, rúgur, hveiti, bygg, hrís og maís. Fyrir um 10 þúsund árum byrjaði fólk að hagnýta sér þessar tegundir til matar, þegar það uppgötvaði gæði fræjanna. Frá þeim tíma hafa þessar tegundir verið ein meginstoð í mat manna. Allt frá landnámi hefur þurrt hey verið nýtt sem ...

    Á fimmtudaginn er „Dagur Jarðar“ haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tóku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í heiminum ...

    Þú getur minnkað heimilissorpið um 30-35% með því að jarðgera. Með því að jarðgera garðaúrgang og matarleifar má búa til dýrindis mold, svokallaða moltu, sem nota má sem áburð í garðinn. Umbreytingin úr úrgangi yfir í mold tekur að vísu nokkra mánuði og jafnvel ár, allt eftir hvaða aðferð er notuð, en fyrir þá sem hafa aðgang að garðskika og ...

    Til þess að auðvelda innkaup á vörum og þjónustu sem eru síður skaðleg umhverfi og heilsu hefur Náttúran.is tekið saman 11 viðmið sem spanna veigamestu þættina. Viðmiðin eru einföld og hjálpa til að nálgast markmiðið, það er að velja bestu vöruna út frá sjónarmiði heilsu, umhverfis og jafnvel félagslegum aðstæðum sem í daglegu tali eru nefnd sjálfbær þróun.

    Viðmiðin ...

    Fátt er skemmtilegra en að fara í tjaldútilegu og njóta náttúrunnar beint í æð í góðra vina hópi. Á Íslandi má tjalda við aðalvegi og á óræktuðu landi yfir nótt. Á ræktuðu landi í einkaeign þarf leyfi. Ef tjöldin eru fleiri en 3 þarf leyfi, einnig ef tjalda á í fleiri en 3 nætur.
    Að jafnaði er leyfilegt að tjalda ...

    Það getur verið umhverfisvænna að ferðast innanlands en fljúga yfir hálfan hnöttinn. Taktu þér tíma til að kynnast undrum íslenskrar náttúru, upplifa landið. Tilvalið er að blanda saman bílferðum, hjólreiðum og gönguferðum. Mundu bara að ganga vel um landið þitt og skilja við það eins og þú komst að því.

    Samkvæmt tölum frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar er 60% ferða á bíl innan við 3 kílómetrar. Af hverju ekki að taka fram hjólið og hjóla þessar stuttu vegalengdir í stað þess að keyra þær, mundu bara að vera á vel útbúnu hjóli og nota hjálm. Þú getur einnig nýtt þér almenningssamgöngur eða verið samferða öðrum, sameinast í einn bíl. Með þessu móti ...

    Á Íslandi eru starfandi fjölmörg umhverfis- og náttúruverndarfélög og grasrótarsamtök: NSÍ-Náttúruverndarsamtök Íslands, NV-Náttúruverndarsamtök Vesturlands, NAUST-Náttúruverndarsamtök Austurlands, SUNN-Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi NSS-Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, NVV-Náttúruverndarsamtök Vestfjarða, Landvernd, Náttúruvaktin, Íslandsvinir, Framtíðarlandið, Saving Iceland, Sól á Suðurlandi, Sól í Straumi, Sól á Suðurnesjum, Sól í Hvalfirði, Sól í Flóa o.fl.

    Að taka slátur er hefð sem hefur verið þekkt lengi hér á landi. Venjan var að nýta allan innmat, blóð, lifur og mör í slátrið. Til eru tvær tegundir af slátri, lifrarpylsa og blóðmör. Það getur verið skemmtilegt að taka slátur. Hér eru tvær einfaldar uppskriftir: Blóðmör: 1 l blóð, 4 dl vatn, 1 hnefi gróft salt,100 gr haframjöl ...

    Staðreyndir um nagladekk:
    Nagladekk spæna upp malbikið á götunum og skapa svifryksmengun. Í sumum dekkjum eru einnig hættuleg efni sem geta borist út í umhverfið. Það er því betra fyrir umhverfið og heilsu okkar allra að nota harðkornadekk, harðskeljadekk eða heilsársdekk frekar en nagladekk. Það á ekki að vera nauðsynlegt að aka á nagladekkjum ef aksturinn er aðallega innanbæjar.

    Eins og úti í hinni villtu náttúru þá eiga sér hér á vef Náttúrunnar einnig umbreytingar stað. Við erum að ljúka við að tengja efni og lagfæra villur á nýju útgáfunni svo það má vera að furðulegir hlutir gerist en það stendur allt til bóta.

    Ferðamálasamtök Vestfjarða standa fyrir metnaðarfullri ráðstefnu undir yfirskriftinni Umhverfisvottaðir Vestfirðir laugardaginn 17. apríl n.k. Ráðstefnan verður haldin í tengslum við aðalfund samtakanna á Hótel Núpi í Dýrafirði og hefst kl. 11:00. Ráðstefnan er öllum opin, en meðal framsögumanna verður Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.

    Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa unnið að stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu undanfarna mánuði og haldið fundi um allan fjórðunginn ...

    Sleðinn er farartæki hins góða. Jólasveinninn kemur á sleða og gerir okkur fært að ferðast yfir freðna jörð.

    Hann býr yfir ævintýraljóma því hann kemst svo hratt yfir og getur jafnvel flogið með okkur á vit ævintðýranna.

    Hvað býr að baki lífefldri ræktun?

    Námskeið um lífeflda ræktun verður haldið á Sólheimum í Grímsnesi  dagana 9 .- 11. apríl.
    Hollendingurinn Henk-Jan Meyer heldur fyrirlestra á ensku. Vettvangsferðir í Skaftholt sem byggir starf sitt á lífefldri ræktun.

    Upplýsingar um námskeiðsgjald og gistingi í síma 486 6002 & skaftholt@simnet.is.

    Sjá nánar um námskeiðið á skaftholt.is.

    www.mannspeki.is ...

    Þriðja árið í röð stendur Gaia félag meisaranema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands fyrir Grænum dögum. Þemað í ár er líffræðilegur fjölbreytileiki.

    Líffræðilegur fjölbreytileiki styður fjölbreytni gena, tegunda og vistkerfa sem mynda líf á jörðinni. Við erum núna stöðugt að verða vitni af tjóni á líffræðilegum fjölbreytileika, sem hefur djúpstæð áhrif á náttúru heimsins og velferð manna. Megin ...

    Mikið verður um að vera á HönnunarMars nú þegar hann er haldinn í annað sinn en honum er ætlað að vekja athygli á íslenskum hönnuðum og hönnun þeirra hjá almenningi, fjölmiðlum og stjórnvöldum. Íslenskir hönnuðir hafa verið að sækja mjög í sig veðrið undanfarin ár sem sést í þeirri miklu grósku sem er í íslenskri hönnun í dag.

    Eitt af ...

    Í dag var tilkynnt um að Erlendur Björnsson bóndi í Seglbúðum við Kirkjubæjarklaustur hljóti umhverfisverðlaun ELO samtakanna 2010 \342\200\236European Landowner's Organization\342\200\234 fyrir uppgræðslu lands.

    Erlendur hefur unnið að þessu verkefni í tengslum við verkefnið \342\200\236Bændur græða landið" í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Verðlaunin verða afhent á ráðstefnu ELO á morgun. Bændur ...

    Á bandaríska umhverfisvefnum Treehugger.com stendur nú yfir skoðanakönnun þar sem lesendur geta valið það sem þeim finnst skara fram úr á græna sviðinu í ár. Hægt er að velja úr 8 flokkum, þ.e.; Hönnun og arkitektúr, Menning og fræga fólkið, Tækni og vísindi, Viðskipti og stjórnmál, Ferðalög og náttúran, Bílar og samgöngur, Matur og heilsa og Tíska og ...

    Húsbúnaðarrisinn Ikea hefur um árabil verið leiðandi afl á sviði umhverfisstarfs og íslenska verslunin tekur stöðugum framförum á því sviði. Lengi vel var erfitt að finna út úr því hvernig íslenska verslunin hygðist taka á umhverfismálum og fylgja stefnu keðjunnar en smátt og smátt bætast við þjónustuþættir gagnvart neytendum sem og innanhússvinna sem vert er að vekja athygli á.

    Ingvar ...

    gPóstur er hagkvæm lausn fyrir fyrirtæki sem prenta efni til dreifingar í miklu magni, eins og reikninga, yfirlit, launaseðla, markpóst o.fl. gPóstur sparar umtalsverðan kostnað sem fellur til vegna viðhalds tækja, dreifingar og vinnustunda.

    Lokur eru helsta viðbótin við gPóstinn. Lokur eru umslagalaus póstur sem notar helmingi minna magn pappírs samanborið við hefðbundinn póst í umslagi og er góður ...

    Iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, afhenti í dag Ford Focus FCV vetnisrafbíla til notenda sem munu taka þátt í stóru vetnisverkefni á næstunni. Um er að ræða fyrirtækin Brimborg, Íslenska Nýorku, Keili, Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun, Icelandic Hydrogen, Eldingu hvalaskoðun, Nýsköpunarmiðstöð og Skeljung. Fyrirtækin munu nota vetnisrafbílana daglega, við krefjandi aðstæður svo hægt sé að safna upplýsingum um eiginleika vetnisrafbíla í daglegri notkun ...

    Náttúran.is vinnur nú að gerð græns bókhaldskerfis fyrir heimili og smærri fyrirtæki til ókeypis afnota fyrir alla. Landsvirkjun tekur þátt í kostnaði við verkið ásamt ríkissjóði sem úthlutaði verkefninu styrk á fjárlögum 2010. Græna bókhaldið er unnið af Náttúruteyminu, Landsvirkjun og öðrum sérfræðingum og verður aðgengilegt hér á vefnum innan tíðar.

    Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

    Um áramótin var Lárus Vilhjálmsson, áður varaformaður Framtíðarlandsins, ráðinn framkvæmdastjóri Landverndar, en samtökin hafa verið án framkvæmdastjóra síðan Bergur Sigurðsson lét af störfum fyrir þingkosningarnar sl. vor er hann settist á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Bein stjórnmálaþátttaka þótti ekki sæma starfi framkvæmdastjóra og kaus Bergur því að hætta störfum. Landvernd hefur því lotið framkvæmdastjórnar stjórnarforrmannsins Björgólfs Thorsteinssonar ...

    Náttúruteymið er á síðustu metrunum* við endurnýjun og stækkun vefsins og eru lesendur beðnir velvirðingar á að fréttir berist sjaldnar á meðan. Allir þættir vefsins eru þó að sjálfsögðu virkir. Þegar skipt verður yfir á nýja vefinn mun gamli vefurinn hætta að birtast en allt efni sem nú er inni fer inn í þann nýja.

    Þeir sem vilja taka þátt ...

    Á bandaríska vefnum Treehugger er grein um stöðu kortagerðar á sviði umhverfismála. Bent er á 22 kort sem öll hafa það sameiginlegt að gefa yfirsýn yfir eitt eða fleiri atriði sem geta hjálpað okkur að sjá, skilja og taka þátt í að við högum okkur af meiri ábyrgð gagnvart umhverfinu en hingað til hefur verið raunin. Eitt af kortunum er ...

    Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þ. 30 des. sl. var ný heildarstefna fyrirtækisins samþykkt. Nær stefnan meðal annars til hlutverks, framtíðarsýnar og meginmarkmiða fyrirtækisins. Sjálfbærni rekstursins er leiðarstef stefnunnar og er í skjalinu skerpt á umhverfissjónarmiðum, afkomuviðmiðum og samfélagslegum þáttum rekstursins. Samstaða var um stefnumótunina í stjórn og hún samþykkt einróma.

     

    Stefnumótunin er unnin samkvæmt ákvörðun eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur í ...

    Náttúran.is skoraði fyrir þarsíðustu áramót á söluaðila flugelda á landinu öllu (sjá áskorunina) að sýna ábyrgð og taka það upp hjá sér að upplýsa viðskiptavini sína um umhverfisáhrif er af flugeldum og blysum hljótast og hvetja til réttrar meðhöndlunar á því mikla magni úrgangs sem hlýst af sprengigleði landans. Því er skemmst frá að segja að margir dyggir stuðningsmenn ...

    Komin er á markað ný vara frá Móður Jörð og nefnist hún „Rauðrófugló“. Rauðrófugló Móður Jarðar er bragðmikil grænmetisblanda sem bragðast vel með villibráð, lambasteikum, svínakjöti og flestum grænmetisréttum. Einnig með ýmsum ostum, t.d. gráðaostum.

    Rauðrófur eru þekktar fyrir hollustu og við mælir framleiðandinn Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi með þeim sem hollri viðbót með öllum mat.

    Innihald: Rauðrófur ...

    Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur flutti jólahugleiðingu í þættinum „Uppskeruhátíð orðanna“ í Ríkisútvarpinu á jóladag. Pistill Steinunnar var mögnuð hugleiðing um jólin, þjóðina og bjánaganginn sem leyfir einhliða stóriðjustefnu að kaffæra þjóðina, aftur og aftur.

    Steinunn skefur ekki utan af því þegar hún sendir fyrrverandi og núverandi stjórnarliðum kaldar kveðjurnar og minnir á þá staðreynd (vitnar þar í grein eftir Stefán Hafstein ...

    Kæri Náttúrunnandi

    Vefurinn Náttúran.is hefur sannarlega haldið mér og mínu samstarfsfólki á iði á síðastliðnu ári. Viðhorfin eru önnur en fyrir ári síðan. Umhverfismál eru ekki lengur sérviskumálefni sem fólk hváir yfir að við séum að eyða öllum tíma okkar í heldur eru þau nokkuð sem enginn getur lengur lokað augunum fyrir og þykja meira að segja spennandi. Það ...

    Allir fá þá eitthvað fallegt

    Í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10 stendur nú yfir jólasýning Handverks og hönnunar. Þetta er í tíunda sinn sem Handverk og hönnun  heldur jólasýningu. Þetta er sölusýning þar sem 32 aðilar sýna íslenskt handverk, listiðnað og hönnun og eru munir afhentir í sýningarlok. Dómnefnd valdi muni á sýninguna.
    Drífa Hilmarsdóttir útstillingahönnuður sá  um uppsetningu.

    Sýnendur ...

    Ef að þú varst ekki í göngunni í Kaupmannahöfn á laugardaginn gæti verið að þú trúir frásögn fjölmiðla um allan heim af því að í göngunni hafi einungis ríkt ofbeldi og mótmæli. Það var allavega ofan á í umfjöllunum netmiðla og annarra fréttamiðla af göngunni.

    Dæmi; „Hundruðir mótmælenda handteknir á Loftlagsráðstefnunni“ og „Mótmælendum líkt við Hitlers-æskuna“.

    En ef þú varst ...

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

    Um 25 þúsund manns taka nú þátt í kröfugöngu fyrir því að árangur náist á Loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Gengið er frá Kristjánsborg niður Amager að Bella Center þar sem ráðstefnan er haldin.

    Á kröfuskiltunum má lesa hvað fólkið vill vekja athygli á en bæði einstaklingar, félög, samtök og baráttuhópar af ýmsum toga taka þátt í kröfugöngunni.

    Sjá vef Loftslagsráðstefnunnar COP15 ...

    Sveitarfélög viða á landinu hafa undanfarin ár sótt jólatré á ákveðna safnstaði. Jólatré höfuðborgarbúa verða sótt í hverfin dagana 7.-14. janúar en borgarbúar eru hvattir til að setja tré sín á áberandi staði utan lóðamarka sinna þannig að auðvelt sé að sjá þau. Einnig er hægt að koma trjám beint á endurvinnslustöðvarnar.

    Nokkuð hefur verið um það að „beinagrindur ...

    Í dag laugardaginn 5. desember frá 12:00 til 17:00 mun Handverkstæðið Ásgarður vera með sinn árlega jólamarkað í húsnæði sínu að Álafossvegi 22 í Mosfellsbæ. Allar leikfangalínur Ásgarðs verða til sýnis og sölu, einnig verða
    kaffi / súkkulaði og kökur til sölu gegn vægu gjaldi.

    Góðir gestir líta í heimsókn til okkar og að þessu sinni mun góðvinur Ásgarðs ...

    Þrjár tegundir af „Lífsklukkum“ frá Lumie eru nú komnar á Náttúrumarkaðinn hér á vefnum.

    Þær eru; Útvarps-Lífsklukkan, Gæða-Lífsklukkan og Barna-Lífsklukkan.

    Læknisfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á að notkun á Lífsklukkunnu (eftirlíking af sólarupprás) bætir skap, dugnað, framtakssemi og gæði svefns og vöku. Hún dregur einnig sannanlega úr einkennum skammdegisþyngsla. Lumie Lífsklukkur, sem þróaðar eru af fremstu sérfræðingum Evrópu í birtumeðferð ...

    Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hefur á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].

    Allt sem Eymundur framleiðir hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú hans vottun frá vottunarstofunni Túni um 100% lífræna ræktun í Vallanesi. Bygg, olíur ...

    Á Náttúrmarkaðinum hér á vefnum eru nú hægt að kaupa sjö tegundir af sælusápum frá Sælusápum í Kelduhverfi og fá sendar beint heim.

    Þær eru:
    Heiðasæla,
    Sveitasæla, JurtasælaRósaæla, Sjávarsæla, Skítverkasápa og Jólasæla.

    Sælusápur eru handgerðar íslenskar gæðasápur úr náttúrulegum hráefnum. Uppskriftirnar eru allar hannaðar af frumkvöðlinum Guðríði Baldvinsdóttur sem er sauðfjárbóndi og skógfræðingur að mennt.
    Hráefnisöflun er sem mest ...

    Móðir Jörð, lífrænt vottað framleiðslufyrirtæki Eymundar Magnússon í Vallanesi á Héraði, hefur nú tekið upp nýtt merki.

    Merkið er hannað af Igor hjá Designgroup Italia í Mílano.

    Tilgangurinn með nýja merkinu er að senda einfaldari og skýrari skilaboð um nálægð Móður Jarðar við móður jörð, ef svo má að orði komast.

    Það mun taka nokkurn tíma að skipta út umbúðum ...

    Hátíðleiki jólanna er ekki sjálfgefinn og verður ekki raunveruleg upplifun nema við tökum þátt í ákveðnum menningar- og sögulega tengdum athöfnum og gjörðum sem hafa djúpa þýðingu fyrir okkur sem manneskjur, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. 

    Tákn jólanna eru klassísk og tengjast bæði náttúrunni sjálfri og andlegum og trúarlegum hlutum, verum og hugmyndum. Táknin tala ...

    Hveragerðisbær mun innleiða þriggja tunnu sorpflokkunarkerfi í bæjarfélaginu frá og með morgundeginu 1. desember. Þjónustuaðili Hveragerðisbæjar í hinu nýja kerfi er Íslenska gámafélagið en það hefur áður innleitt þriggja flokka kerfi í nokkrum sveitarfélögum. Genngur það í daglegu tali undir heitinu „Stykkishólmsleiðin" þar sem Stykkishólmur var fyrsta sveitarfélagið til að gera samning við Íslenska gámafélagið um svokallað þriggja flokka kerfi ...

    Elsta jólatré landins verður til sýnis á jólasýningu Hússins á Eyrarbakka eins og siður er fyrir. Sýningin opnar á morgun, fyrsta í aðventu kl. 14:00 o glokar kl. 17:00. Tréð var smíðað af Jóni Jónssyni bónda í Þverspyrnu  Hrunamannahreppi um eða rétt eftir 1873. Tréð var smíðað fyrir Kamillu Briem prestfrú í Hruna. Dóttir hennar Elín húsfreyja Steindórsdóttir ...

    Föstudag 27. nóvember frá kl. 14:15 til 16:15 verða haldnir tveir áhugaverðir fyrirlestrar um loftslagsmál í Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101. Þeir eru:

    • Möguleikar Íslands til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda - Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent við Háskóla Íslands
    • Vinna að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og þátttaka Íslands í COP-15 - Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri stefnumótunar og alþjóðamála, umhverfisráðuneyti

    Dr. Brynhildur Davíðsdóttir ...

    Á vef SORPU er kallað eftir hugmyndm fyrir vistvænt  jólaföndur. Nokkrar hugmyndir eru nú  þegar aðgengilegar:

    Fólk á öllum aldri er hvatt til að senda inn hugmyndir og deila með öðrum.
    Á myndinni er jólatré úr klósettrúllum en hugmyndin kom frá leikskólanum Mánabrekku.

    Nú eru aðventudagar Sólheima hafnir með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Vinnustofur, Listhús Sólheima og kaffihúsið Græna kannan verða með lengdan opnunartíma auk dagskrár aðventudaganna.

    28. nóvember, laugardagur:
    kl. 14:00. Íþróttaleikhús, Sögur og tónar, Herdís Anna Jónsdóttir og Steef Van Oosterhout leika á ýmis hljóðfæri og segja sögur
    kl. 13:00 - 16:00 Ingustofa, ullarþæfing, Umsjón: Ólafur ...

    Ræstingarsvið ISS Ísland hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins fyrir ræstingarþjónustu. ISS er annað fyrirtækið í ræstiþjónustu til að fá Svansvottun en í fyrra fékk fyrirtækið Sólarræsting Svaninn.

    Strangar kröfur Svansins tryggja  að fyrirtækið er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa starfseminnar. ISS Ísland sem starfar á sviði fasteignaumsjónar er jafnframt fyrsta ISS fyrirtækið á heimsvísu ...

    Þjóðfundurinn tókst ekki bara heldur tókst hann stórkostlega. Allt gekk eins og ekkert væri sjálfsagðara en að 1500 manns, úrtak þjóðarinnar, kæmi saman á einum stað og gæfi sér tíma til að setjast niður til að finna út úr því hvað væri það besta til handa þjóðinni.

    Forsvarsmenn, skipuleggjendur og sjálfboðaliðar allir eiga heiður skilinn fyrir frábært framtak. Ef þetta ...

    Hveragerðisbær hefur á undanförnum árum sýnt að áhuginn á umhverfismálum er mikill innan sveitarstjórnar og markið sett hátt, bæði í umhverfistengdum viðburðum, fráveitu- og sorpmálum sem og náttúruvernd. Bæjarstjóri Hveragerðis er Aldís Hafsteinsdóttir og mannvirkja- og umhverfisfulltrúi bæjarins er Elfa Dögg Þórðardóttir.

    Nú þegar hefur vinna hafist við umsókn að Green Globe (Græna hnettinum) og fetar Hveragerðisbær þannig í fótspor ...

    Sem hluta af þróun Græna Íslandskortsins hefur Náttúran tekið saman yfirlit yfir þá aðila sem bjóða upp á skipulagðar hvalaskoðunarferðir, samtals sex aðiila og falla þeir því undir yfirflokkinn „Náttúra/Land og vatn“.

    Þó að ekki hafi verið til flokkur fyrir hvalaskoðun undir alþjóðlegu flokkunarkerfi Green Map þótti okkur það vera í anda vistvænnar ferðamennsku að vera með sérstakan flokk ...

    Umbúðalaus umræða, málþing um neyslu og úrgangsmál verður haldið á Hótel Sögu, Sunnusal, föstudaginn 20. nóvember frá kl. 10:00-16:00.

    Markmið ráðstefnunnar er að vekja umræðu um stöðu neyslumenningar og úrgangsmála hérlendis, hvetja til hraðari innleiðingu vistvænni leiða í vöruhönnun og úrgangsmálum og skapa vettvang fyrir samvinnu milli ólíkra aðila er tengjast þessum málaflokkum.

    Að þessari ráðstefnu standa Félag ...

    Ráðstefna um forvarnir og lífsstíl  - fyrir fagfólk og almenning verður haldið á Grand Hótel dagana 13. - 14 nóvember 2009.

    Ráðstefnan er sú viðamesta forvarnar- og lífsstílsráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi. Margir þekktustu vísindamenn þjóðarinnar á sviði heilsu, læknisfræði, næringar, íþrótta ofl. eru í hópi frummælenda. Heiðurgestur ráðstefnunnar er Dr. Louis Ignarro, prófessor í lyfjafræði við Læknaskóla UCLA en ...

    Söfn um allt Suðurland og í Vestmannaeyjum bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá helgina 5. – 8. nóvember 2009. Yfirskrift dagskrárinnar verður Safnahelgi á Suðurlandi með undirtitilinum Matur og menning úr héraði því auk hins sögulega og menningarlega hluta dagskrárinnar verður minnt á gamlar og nýjar hefðir í matargerðarlist í héraðinu.

    Það eru Samtök safna á Suðurlandi og Matarkista Suðurlands sem standa ...

    Náttúran.is tekur þátt í Safnahelgi Suðurlands með sýningu og kynningum í Listasafn Árnesinga um næstu helgi.

    Laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. nóv. frá kl. 14:00-15:00 mun Anna Karlsdóttir lektor við Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands rekja sögu Green Map verkefnisins og  segja  frá hugmyndafræði Green Map og grænkortagerðar um allan heim* og Einar Bergmundur Arnbjörnsson tækniþróunarstjóri mun ...

    Brekkulækur er bóndabær í Húnaþingi vestra, 200 km frá Reykjavík. Bærinn stendur við Miðfjarðará og næsta þettbýli er Hvammstangi, 20 km í burtu.

    Nú eru rúm 5 ár liðin síðan kjötið frá Brekkulæk var vottað af vottunarstofunni TÚN ehf. og hefur það fengið góð meðmæli kaupenda. Lífræn ræktun felur í sér að ekki er borinn tilbúinn áburður á túnin, lyfjagjöf ...

    Í tilefni þess að vetur konungur gengur í garð í dag 1) og gormánuður 2) tók við af haustmánuði, er ekki úr vegi að rifja upp hvernig vetrarfar var lesið af náttúrufari hér áður fyrr. Í ritinu „Atli, eður ráðagjörðir yngismanns um búnað sinn, helst um jarðar- og kvikfjárrækt aðferð og ágóða, með andsvari gamals bónda. Samanskrifað fyrir fátækis frumbýlinga ...

    Samtökin Beint frá býli hlutu viðurkenninguna „Fjöreggið 2009“, verðlaun Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ), fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Þetta er í 17. sinn sem verðlaunin eru veitt og þykir mikill heiður fyrir aðila í matvælaframleiðslu að fá þau. Verðlaunin eru afhent á árlegum matvæladegi MNÍ sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Matvælaframleiðsla og gjaldeyrissköpun“.

    Hlédís Sveinsdóttir, formaður Beint frá ...

    „Náttúran í ull“ er nýtt fyrirtæki ungrar konu í Miðfirði, Pálinu F. Skúladóttur, en hún hannar prjónavörur úr einbandi sem hún jurtalitar sjálf en jurtirnar tínir hún að mestu leiti í nágrenni við heimili sitt á Laugarbakka í MIðfirði.

    Nú hefur Pálina opnað vefinn natturaniull.is en tilgangur vefsins er að markaðssetja prjónaðar vörur Pálínu úr jurtalitaðri ull. Þar má ...

    Íbúasamtökin Betra Breiðholt standa fyrir markaði í göngugötunni Mjódd, í tengslum við Breiðholtsdaga 2009, laugardaginn 17. október kl. 11:00 - 14:00. Þarftu að rýma geymsluna? Er bílskúrinn fullur? Sultaðir þú of mikið? Geturðu ekki borðað allar rófurnar og berin? Viltu skipta á skólabókum og plötum? Er saumaklúbburinn, kórinn, foreldrafélagið, bekkurinn eða íþróttafélagið að safna? Þetta er tilvalið tækifæri til ...

    Vegna stigvaxandi þrýstings frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, Landbúnaðarnefnd Evrópusambandsins, Samtökum fjárfesta og fjölda annarra hagsmunaaðila, vina vandamanna og velunnara, hefur verið ákveðið að blása enn einu sinni til Sauðamessu í Borgarnesi. Sauðamessan verður eins og undanfarin ár haldin í Skallagrímsgarði í Borgarnesi þ. 17. október n.k. og hefst kl. 13:30.

    • Fjárrekstur í gegnum Borgarnes- Réttarstemmning.
    • Ærlegt handverk og fleira ...

    Fyrir nákvæmlega einu ári síðan kom út bók Þorsteins Úlfars Björnssonar Hjalladalur –síðasta sumarið en um er að ræða sérstæða ljósmyndabók með rúmlega 200 ljósmyndum, einskonar Road-Movie“ í bókarformi, grafískt verk um dal sem ekki er lengur sýnilegur enda kúrir hann nú á botni Hálslóns. Minningin um Hjalladal og fagra ásýnd hans er haldið á lofti í orði og myndum ...

    Frú Lauga er bændamarkaður eða sveitavörumarkaður sem selur Reykvíkingum og nærsveitamönnum góðar vörur frá metnaðarfullum íslenskum bændum, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Frú Lauga er að Laugalæk 6 í Reykjavík en opnunartímar eru miðvikudaga til föstudaga frá kl. 12:00-18:00 og á laugardögum frá kl. 12:00-16:00.

    Alls kyns fisk og kjötafurðir má finna hjá Frú Laugu s.s ...

    IKEA hefur í hyggju að hætta að selja hefðbundnar glóperur og selja í staðinn umhverfisvænni sparperur. Dagsetning á þessu breytta fyrirkomulagi er 1. september 2010 en þá mun IKEA skipta Glöda glóperum út fyrir Sparsam orkusparandi perur og Halogen perur með skrúfgangi.

    Þessi ákvörðun er í samræmi við reglugerð evrópska efnahagssvæðisins en í Ecodirective 32/2005 kveður á um að ...

    Sveitarfélagið Ölfus auglýsti tillögur að breytingum á aðalskipulagi 2002-2014 þ. 20. ágúst sl. en athugasemdir við tillögurnar (sjá hér) skulu sendast í formi venjulegs pappírsbréfs í frímerktu umslagi (ath. tölvupóstur nægir ekki) til: Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

    Það nægir sem sagt ekki að hafa verið einn/ein af þeim 678 sem sendu athugasemdir við umhverfismat að sömu framkvæmdum ...

    Verkefnið í Ríki Vatnajökuls WOW!, matarupplifun úr hafi og haga, opnaði búð við höfnina í Höfn í Hornafirði í sumar undir heitinu „Heimamarkaðsbúð“ en þar eru til sölu staðbundin matvæli beint frá bændum úr héraðinu. Heimamarkaðsbúðin er opin á mánudögum og föstudögum frá kl. 15:00 til 19:00.

    Þú getur séð alla aðila í Ríki Vatnajökuls hér og aðra ...

     

    Bogi Jónsson sýnir myndskreyttar skráningarskýrslur í formi 100 blýants- og vatnslitateikninga af smáum sjávardýrum sem fundist hafa í fjörum að Hliði og í Fossvogi. Sýningin verður opnuð að Hliði í Álftanesi þ. 27. september og mun standa til októberloka.

    Sýningin ætti að vera gott innlegg í umræðuna um verndun náttúrufars Skerjafjarðar.

    Sveitavöfflur og kakó á boðstólum.

    Mynd: Ein af myndum ...

    Fyrirtækið Te & Kaffi hefur fyst íslenskra fyrirtækja tekist að fá Fair Trade vottun (sanngirnisvottun, einnig þýtt sem réttlætismerking) á vöru hér á landi.

    Kaffihrábaunir sem upprunanlega eru ræktaðar á grundvelli Fair Trade má ekki selja unnar (brenndar, malaðar og pakkaðar) sem slíkar án þess að framleiðsluyrirtækið sjálft fái leyfi FLO Fairtrade Labelling Organization til að merkja vöru sína sem ...

    Í dag er vekjaraklukkan stillt á „Climate wake-up call“ um víða veröld en tilgangurinn er að fá þjóðir heims til að sameinast í átaki sem hvetja á þjóðarleiðtoga heims til ná samkomulagi um aðgerðaráætlun gegn loftslagsbreytingum á CP15 lofslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember næstkomandi.

    Á Íslandi hefur verið tilkynnt um 6 uppákomur, tvær í Reykjavík, eina á Akureyri, eina á ...

    Ógnin sem stafar af loftslagsbreytingum er eitt aðalviðfangsefnl Avaaz samtakanna sem standa fyrir uppákomum og undirskriftasöfnunum og hvetja til þátttöku sem flestra til að berjast fyrir agðerðum „með“ loftslaginu.

    Á mánudaginn er blásið til „Climate wake-up call“ eða vitundarvakningar um lofslagsmál. Næstum alls staðar í heiminum er blásið til aðgerða.

    Það er ekki lengra síðan en janúar 2007 að margir ...

    Meat the Truth / Sannleikurinn um kjötheiminn nefnist ein myndanna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni i Reykjavík sem hefst í dag. Leikstjórar myndarinnar eru Karen Soeters & Gertjan Zwanikken

    Myndin fjallar um skuggahliðar kjötneyslu og raunveruleg umhverfisáhri þar af valdandi. Myndin er sýnd í Norræna húsinu í kvöld kl 22:00, aftur þ. 22. september kl 16:00 og að lokum þ. 25 ...

    Landvernd,  Cervantes-setrið á Íslandi og Gaia - félag framhaldsnema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands hafa skipulagt fyrirlestur um umhverfismál með Francisco L. Winterhalder undir yfirsögninni „Towards a New Concept of Development“.

    Fyrirlesturinn verður fluttur Cervantes-setursins á Íslandi, þriðjudaginn 22. september frá kl. 12:15 til 13:15.

    Allir velkomnir!

    Sveitarfélagið Ölfus auglýsti þ. 20 ágúst sl. um breytingu á aðalskipulagi 2002-2014 vegna Bitruvirkjunar, Hellisheiðavirkjunar, iðnaðarsvæða við Þorlákshöfn og Gráuhnúka, niðurfellingu flugvallar, breytingar á vatnsverndarmörkum og akstursíþróttasvæðis, samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br.

    Vorið 2008 átti sér stað hatrömm barátta gegn skipulagstillögum sem þá lágu fyrir um Bitruvirkjun sem enduðu með því að Orkuveita ...

    Eldað úr íslenskum þörungum - með Rúnari Marvinssyni.

    Námskeið er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á spennandi matargerð úr íslenskum hráefnum. Á námskeiðinu verður farið í þörungatínslu á Keilisnesi. Siðan verður farið í Rannsóknarþjónustuna Sýni Lynghálsi 3, þar sem haldinn verður fyrirlestur um þörunga, næringargildi þeirra, meðhöndlun og geymslu. Þá verða eldaðir nokkrir réttir úr þörungunum og námskeiðinu ly ...

    Fyrir síðustu jól kom út bókin „Uppeldi fyrir umhverfið“ eftir Susannah Marriott hjá Bókaútgáfunni Sölku en þau Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir, nú menntamálaráðherra, þþddu bókina í sumarfríinu sínu á sl. ári. Bókin kom fyrst út á Stóra Bretlandi og heitir „Green babycare“ á frummálinu.

    Bókin er vel hönnuð og aðgengileg, góð „handbók fyrir ný bakaða foreldra, ömmur og afa ...

    Nýlega birtist á forsíðu vefs Höfuðborgarstofu visitreykjavik.is stöðugur tengill inn á gagnvirkt Grænt Reykjavíkurkort Náttúrunnar í enskri útgáfu en kortið tekur borgarumhverfi Reykjavíkur sérstaklega fyrir.

    Nú er unnið að því að bæta 25 flokkum við kortið, þáttum sem eru hluti af grænu hagkerfi, náttúrunni, menningunni og þeim stoðkerfum samfélagsins sem hafa með sjálfbæra þróun að gera. Græna Reykjavíkurkortið er ...

    Nú styttist í þriðju ráðstefnuna um orkugjafa framtíðar í samgöngum Driving Sustainability '09 sem haldin verður á Hilton í Reykjavík eftir rúma viku; dagana 14. og 15. september.

    Rafmagnssportbíllinn Tesla hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim og ekki síst ný legt samstarf Tesla við Daimler, móðurfyrirtækis Smart og Mercedes Benz um þróun á rafmagnsbílum. Fyrsta Tesla Íslands sem er ...

    Fimmtudaginn 3. september hefst vetrardagskrá Fuglarverndar með fyrirlestri Gunnars Þórs Hallgrímssonar og Jóhanns Óla Hilmarssonar en þeir munu segja frá fuglalífi og mannlífi á Ammassalik svæðinu og við Zackenberg á norðaustur Grænlandi.

    Fyrirlesturinn er haldin í húsakynnum Kaupþings í Borgartúni 19 og hefst klukkan 20:30.

    Sjá nánar á vef Fuglaverndar.

    Skilgreining á íslensku grænmeti er:

    Íslenskt grænmeti er grænmeti, sveppir og krydd sem ræktað er upp af fræi/grói á Íslandi. Íslensk jarðarber eru jarðarber af plöntum ræktuðum á Íslandi af smáplöntum eða órótuðum græðlingum.

    Eins og sést af ofangreindri skilgreiningu hefur verið erfitt fyrir íslenska neytendur að velja „íslenskt grænmeti“ umfram erlent vegna þess að ekki var skilda að ...

    Töðugjöld voru haldin í blíðskaparveðri í Viðey í dag en eitt af atriðum Töðugjaldanna í ár var uppskriftasamkeppnin „Viðeyjarhnossgæti“.

    Hlutskarpast þátttökurétta voru kúmenpönnukökur en í öðru sæti voru rúg- og kúmen brauðstangir en í þriðja sæti rabarbarasulta nokkur gómsæt.

    Eina skilyrðið fyrir þátttöku matarrétta til Viðeyjarhnossgætiskeppninnar var að a.m.k. hluti hráefnis væri úr ræktaðri eða villtri flóru Viðeyjar ...

    Að fara í réttir var fastur liður í lífi flestra Íslendinga, fyrir ekki svo löngu síðan. Við réttir hittast sveitungar og fagna því að fé sé komið af fjalli og stutt í ný slátrað. Oft er kátt í réttunum og gaman fyrir börn og fullorðna að upplifa óðagotið og lætin.

    „Oft er miðað við að réttað sé föstudag eða fimmtudag ...

    Páll Steingrímsson vann á dögunum til verðlauna á Japan Wild Life Film Festival fyrir kvikmynd sína Undur vatnsins.

    Páll hefur um áratugaskeið unnið að kvikmyndum, flestum nátengdum náttúrunni og umhverfisbaráttu. Mörg verk hefur Páll unnið með konu sinni Rúrí og eru vatnaverkin orðin æði mörg sem Páll hefur komið nálægt. Páll hefur með starfi sínu sem kvikmyndagerðarmaður og náttúruverndarsinni lagt ...

    Sumarið hefur verið einstaklega gott og uppskeran úr matjurtagörðum Viðeyjar verður til sölu á sanngjörnu verði. Sjálfboðaliðar frá SEEDS samtökunum sjá um markaðinn og þar verður aðeins hægt að taka við krónum og aurum. Ágóðinn af sölunni verður notaður til áframhaldandi uppbyggingar á matjurtagörðum í Viðey. Bænastund verður í Viðeyjarkirkju kl.14:00 og skátar úr skátafélaginu Landnemum munu stjórna ...

    Leikskólarnir Álfaheiði, Fífusalir og Furugrund í Kópavogi hafa fengið viðurkenningu umhverfisráðs 2009 fyrir athyglisvert framlag til umhverfismála. Viðurkenningin er veitt vegna framúrskarandi vinnu og fræðslu til barna varðandi umhverfismál almennt.

    Leikskólinn Álfaheiði fékk Grænfánann á degi umhverfis 25. apríl 2008 og hefur starfið gengið mjög vel. Umhverfisnefnd starfar við skólann og eru elstu börnin virkir þátttakendur í nefndinni. Mikil áhersla ...

    Villt jarðarber [Fragaria vesca) vaxa hér á landi, einkum á suður- og suðvesturlandi. Garðajarðarber fást hjá garðyrkjustöðvum og auðvelt er að koma plöntunum til hér á landi en þær fjölga sér ört með sprotum sem skríða með jörðu og skjóta rótum. Ekki sþst líður þeim vel í köldum gróðurhúsum.

    Jarðarberjajurtin gefur ekki af sér ber fyrsta árið en þeim mun ...

    Ný framleiðsla Fíflasíróp, er nú komið í sölu hér á Náttúrumarkað en fíflasírópið er unnið úr blómum túnfífilsins [Taraxacum officinale].

    Fíflasíróp (Dandelion syrup) er þekkt í flestum löndum heims og vinsælt viðbit t.d. með ostum en ekki er okkur kunnugt um að nokkur hafi hafið framleiðslu á fíflasírópi hér á landi fyrr en nú. Fífillinn er þó ein allra ...

    Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir var valin Handverkskona ársins á Handverkshátíðinni að Hrafnagili nú fyrr í mánuðinum. Guðrún vinnur verk sín að mestu úr horni og beinum auk annars náttúrulegs efniviðs svo sem ull og skinni. Guðrún hefur fullkomnað handverk sitt jafnt og þétt en hún fór fyrst á námskeið hjá dananum Sören Nordenkjær árið 1993 til að læra að vinna úr ...

    Laugardaginn 15. ágúst 2009 munu netverslanirnar ISbambus, Kindaknús, Krútt, Montrassar, Perlur, Snilldarbörn, Tamezonline og Þumalína halda sameiginlegan taubleiumarkað þar sem mikið úrval taubleia verður til sölu og sýnis á einum stað.

    Taubleiumarkaðurinn verður haldin á neðri hæð verslunarinnar Maður Lifandi við Borgartúni 28, 105 Reykjavík, kl. 11:00 - 17:00.

    Notkun taubleia er góð fyrir umhverfið segir í fréttatilkynningu um ...

    Hugmyndaráðuneytið býður til fundar á Háskólatorgi Háskóla Íslands þann 5. ágúst frá kl. 20:00 til 21:30 en á fundinum mun Alice-Marie Archer umhverfisfræðingur frá Háskólanum í Bristol í Englandi tala um:

    23.5% af íbúum jarðar, u.þ.b 1.6 milljarðar manna, eru nú „á netinu“, að nota veraldarvefinn til að miðla upplýsingum og eiga í einhverskonar ...

    Náttúran.is hefur nú annað árið í röð látið merkja sér EarthPositive™ stuttermaboli en við fyrstu innkaup hér á Nátttúrumarkaði yfir 7.000 IKR netto fylgir bolur með sem gjöf. Bolirnir eru til í mismunandi stærðum og þremur litum, bæði fyrir dömur og herra. Einnig er hægt að kaupa bolina staka. Sjá gjafavörudeildina.

    Hvað er EarthPositive?
    EarthPositive™ er byltingarkennd græn ...

    Christopher Vasey heldur fyrirlestur á Háskólatorgi i dag kl. 17:00 undir yfirsögninni: Þekking heimsins á náttúruvættum.

    Þjóðsögur margra landa fjalla um samskipti manna við álfa og dverga. Frásagnir af þessu tægi er að finna í öllum heimshornum frá örófi alda. Hvernig stendur á því að sumir sjá þessar verur en aðrir ekki? Hvaða þýðingu hefur vitneskja um þessar verur ...

    Hálendisferðir er ferðaþjónustufyrirtæki í eigu Óskar Vilhjálmsdóttur þar sem hugmyndafræði hægs ferðamáta (slow travel) er í hávegum hafður. Tilgangurinn á ekki að vera að flýta sér að sjá sem mest heldur að njóta þess sem séð er og hafa tíma fyrir upplifunina sjálfa.

    Hálendisferðir hafa m.a. staðið fyrir ferðum í Kerlingafjöll og Þjórsárver nú í sumar og hafa ferðirnar ...

    Kaffi Hvönn er nýtt kaffihús starfrækt við Norræna húsið í Reykjavík en kaffihúsið opnaði á þjóðhátíðardaginn þ. 17. júní sl. Í gróðurhúsinu er hægt að tilla sér niður og njóta stórkostlegs útsýnis yfir mýrina og þar er hlýtt sama hvernig viðrar!

    Umhverfis Kaffi Hvönn er matjurtargarður sem settur hefur verið upp sem eldhúsgarður fyrir Norræna húsið en val jurta í ...

    Græna kortið hefur verið tilnefnt til verðlauna INDEX*– Design to improve Life, í flokknum social networks fyrir árið 2009. Þá hefur opna græna kortið Open Green Map (www.opengreenmap.org) verið tilnefnt til  alþjóðlegu hönnunarverðlaunanna í flokknum Community. Sjá nánar á designtoimprovelife.dk

    „Sjáðu heiminn í fersku grænu ljósi með gagnvirkum kortum sem vekja athygli á náttúru, menningu og sjálfbærum ...

    Margaret Lydecker stofnandi Green Drinks heimsótti Ísland á dögunum og fengum við tækifæri til að hitta hana og kynna henni vefinn og grænu kortin okkar og fleira sem tengist umhverfismálum hér á landi. Það var mjög ánægjulegt að hitta þessa atorkukonu sem fyrir átta árum stofnaði óformlega hreyfingu sem stendur fyrir því að fólk sem áhuga hefur á að stuðla ...

    Grettishátíð er árlegur viðburður í Húnaþingi, sem verður nú haldin í 13. skipti helgina 8.-9. ágúst næstkomandi. Hátíðin er skemmtun heimafólks haldin til heiðurs kappanum Gretti sterka Ásmundarsyni. Fjölbreytt dagskrá er á hverju ári, sögustund að Bjargi, aflraunakeppni heimafólks, leikir fyrir börn, veitingar og ýmis önnur skemmtan, breytilegt á milli ára. 

    Grettis saga er ævisaga Grettis Ásmundarsonar frá Bjargi ...

    Sveitamarkaður með sögualdarívafi er nú starfræktur í Grettisbóli á Laugarbakka.

    Sveitamarkaðurinn býður uppá sögualdartengt handverk, matvæli úr héraði og ýmsar uppákomur og skemmtanir. Markaðurinn er opinn laugardaga og sunnudaga frá kl. 13:00 til 19:00 fram yfir miðjan ágúst. Sveitamarkaðurinn er liður í verkefninu Laugarbakkinn – sagnasetur og er samstarfsverkefni Grettistaks, Gallerí Bardúsu, Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu, Reykjahöfða og ýmissa áhugasamra einstaklinga ...

    Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldin í 17. sinn dagana 7.-10. ágúst 2009.

    Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni. Aðilar víðsvegar af landinu mun kynna og selja handverk sitt og hönnun.

    Námskeið í tengslum við Handverkshátíðina í ár eru:

    • Horn og bein með Guðrúnu Steingrímsdóttur
    • Þráðarleggur með Oddný Magnúsdóttur
    • Þæfingarnámskeið fyrir börn 8-12 ára með Nönnu Eggertsdóttur
    • Taulitun með Procion MX ...

    Miðaldamarkaðurinn að Gásum við Eyjafjörð var opnaður síðastliðinn laugardaginn en í Gásakaupstað hinum forna, um 11 km. norðan Akureyrar er talið að viðskipti við erlenda sæfara hafi farið fram allt frá 12. til 15. aldar, áður en Akureyri varð „kaupstaður“ svæðisins.

    Á undanförnum árum hefur farið fram víðtækur fornleifauppgröftur að Gásum og samfara þeim var ákveðið að endurvekja Gási sem ...

    Rafskinna - sjónrit í stafrænu formi, kynnti á dögunum útkomu ný s tölublaðs undir merkjum „endurskoðunar og endurvinnslu“ en sjónritið Rafskinna er vettvangur fyrir sjónlistir og annað sjónrænt efni á Íslandi og hvati til framleiðslu á slíku efni. Rafskinna kynnir mynd- og tónlistarmenn, hönnuði, arkitekta, skáld og aðra skapandi einstaklinga og hópa, íslensks jafnt sem erlenda.

    Sjá vef Rafskinnu rafskinna.com ...

    Á undirbúningstíma Kárahnjúkavirkjunar var skynsömu fólki oft hugsað til þeirra hörmunga sem hlotist gætu af uppfoki úr bökkum Hálsóns þegar minnst er í lóninu yfir sumarmánuðina. Aðgerðirnar sem talað var um að gripið yrði til hljómuðu aldrei sannfærandi, þó ekki væri nema vegna umfangs svæðisins.

    Ólafur Sigurjónsson í Forsæti var á dögunum staddur við Hálslón og tók þessar myndir af ...

    Gásir við Eyjafjörð eru einstakur staður 11 km norðan við Akureyri. Gásakaupstaður, verslunarstaður frá miðöldum eru friðlýstar fornleifar í umsjón Fornleifaverndar ríkisins.   Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem voru við lþði allt frá 12.öld og jafnvel allt að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld..

    Miðaldamarkaður á Gásum 18.-21. júlí 2009 .  Ath ...

     

     


    Í dag er íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur vítt og breitt um landið. Söfn og önnur menningarsetur opna dyr sínar og bjóða mörg hver upp á sérstakar uppákomur og ókeypis aðgang í tilefni dagsins.

    Um þrjúhundruð safna og menningarsetra eru um allt land og fjölbreytnin er gríðarleg. Það má fullyrða að það sé eitthvað spennandi fyrir alla á söfnum ...

    Börn eru tvímælalaust bestu uppalendur fullorðna fólksins. Það sem þeim dettur í hug er oft svo skemmtilegt að þroskaðar heilasellur hressast allar við.

    Þessi ungi maður var önnum kafinn við að útbúa sína eigin fartölvu úr tré en hún var hluti af stærra dæmi, geimflaug en til að stjórna flauginni var auðvitað nauðsynlegt að hafa tölvu.

    Á myndinni er Valdimar ...

    „Örlandið Ísland er oft tekið sem fyrirmyndardæmi um virkjun endurnýjanlegrar orku. Næstum allt rafmagn er framleitt í jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum. Ég var nýlega í bíltúr á Íslandi og sá gufustrókana bera við himinn, öruggt merki um borholur á háhitasvæði. Sumir íslendingar spyrja sig hvursu lengi endurnýjanlega orkan er í raun endurnýjanleg“ en þannig byrjar blogggrein Kate Galbraith  í New York ...

    í maímánuði var tilkynnt um samkeppni um hönnun úr íslenskri ull undir yfirskriftinni „Þráður fortíðar til framtíðar“ en markmiðið með samkeppninni er að auka áhuga á fjölbreyttri hönnun þar sem notuð er íslensk ull, annað hvort eingöngu eða með öðrum efnisviði og verðlauna þá sem fara þar fremstir í flokki.

    Því er skemmst frá að segja að metþátttaka var í ...

    Hrísgrjónagrautur með grænmeti - fyrir börn sem farin eru að borða spónamat.

    • 1 hluti lífræn brún hrísgrjón (stutt eða löng)
    • 1/3 hluti niðurskorið spergilkál (brokkólí)
    • 1/4 hluti niðurskornar gulrætur
    • 3-4 hlutar af vatni

    Léttsteikið grænmetið í örlítilli olíu (t.d. kókosolíu), fyrst gulræturnar og siðan spergilkálið. Það er að sjálfsögðu hægt að velja eitthvað annað grænmeti, en best er ...

    Lítill bæklingur með titlinum „Gerum bílana græna“ liggur nú frammi á eldsneytisstöðvum Olís en bæklingurinn er hluti af alþjóðlegu átaki. Innlendir aðilar að verkefninu eru Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Olís en FIA og Bridgestone auk fjölda annarra styrktaraðila kemur að verkefninu á heimsvísu. Sjá makecarsgreen.com.

    Megintilgangurinn er að draga úr neikvæðum áhrifum bíla á umhverfið og leiðbeina ökumönnum um ...

    Á leiðinni um landið er fjöldi safna sem fróðlegt og skemmtilegt er að sjá í fríinu*. Eitt þeirra er Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi en meginý ema sýninganna sem settar eru upp í safninu er „þráður“ en þráðurinn er grunnur handíða og tenging sögunnar, þ.e. fortíðar við samtímann.

    Sumarsýning safnsins nefnist Hring eftir hring en sýningin er samvinnuverkefni Handverks og hönnunar ...

    Á Náttúrmarkaðinum hér á vefnum eru nú hægt að kaupa tvær vörur, Heiðasælu - blóðbergssápu og  Sveitasælu - með íslensku byggi, mjólk og hunangi, frá hinu nýja fyrirtæki „Sælusápum“ í Kelduhverfi sem framleiðir og selur handgerðar íslenskar gæðasápur úr náttúrulegum hráefnum. Uppskriftirnar eru allar hannaðar af frumkvöðlinum Guðríði Baldvinsdóttur sem er sauðfjárbóndi og skógfræðingur að mennt.
    Hráefnisöflun er sem mest í heimabyggð ...

    Um næstu helgi verður Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ haldin í Hveragerði en sýningin stendur í þrjá daga, frá 26. til 28. júní. Bærinn verður undirlagður blómum og mannfólki en dagskráratriðin eru allt frá brúðkaupi á bökkum Varmár til smágarðasamkeppni, kynningum umhverfisverkefna- og lausna, handverks, íslenskrar framleiðslu og alls kyns afþreyingar fyrir börn jafnt sem gamlingja.

    Náttúran.is kynnir ...

    Samkvæmt Almanaki Þjóðvinafélagsins eru sumarsólstöður nákvæmlega kl. 05:46 sunnudagsmorguninn 21. júni. Þá er bara að gera sig tilbúin/nn til að fara út í guðsgræna náttúruna og baða sig í dögginni en hún á að vera svo heilnæm, að menn læknist af kláða og 18 öðrum óhreinindum í holdi við að velta sér í henni allsber. Og um leið ...

    Náttúran óskar öllum stelpum stórum og smáum til hamingju með daginn en dagurinn er helgaður kvenréttindabaráttu hér á landi. 19. júní í ár eru liðin 89 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla.

    Baráttunni er þó að sjálfsögðu ekki lokið og raunar er ansi langt i land, ekki aðeins á launasviðinu heldur kannski sérstaklega inni á ...

    Sú staðreynd að Ölfus hafi forgang á orkuna sem virkjuð verður í Hverahlíð, þegar þar að kemur, hafi Ólafur Áki, sá knái sveitarstjóri í Ölfusi nógu skjótar hendur og festi sér orkuna fyrir 1. júlí í ár en þá verður Helguvík ekki gangsett „period“ því samkvæmt samningi sveitarfélagsins Ölfuss við Orkuveitu Reykjavíkur á Ölfus forgang á nýtingu orkunnar í heimabyggð ...

    Í fyrsta skipti síðan á tímum annarrar heimstyrjaldar eru nú ræktaðar matjurtir í hallargarðinum við Buckingham höll, við hlið skrautjurtanna sem ekki þurftu að víkja á uppgangstímum.

    Framkvæmdin fylgir í kjölfar ákalls frá þjóðinni um að fá tækifæri til að rækta eigin matjurtir í kreppunni segir í frétt á telegraph.co.uk

    Lífrænn eldhúsgarður drottningar er 10x8 metrar (eða 1x8 ...

    Nú stendur yfir undirskriftasöfnun gegn leyfisveitingu til handa Orf líftækni hf. til að stunda rannsóknarræktun (framleiðslu) á erfðabreyttu byggi fyrir lyfjaiðnaðinn en nú liggur fyrir Umhverfisstofnun umsókn um leyfi til að rækta erfðabreytt bygg á 10 hektara landsvæði við Gunnarsholt, untandyra.

    Komið hefur fram sterk andstaða við áfrom Orf líftækni um að taka ræktun á erfðabreyttu byggi út úr húsi ...

    Náttúran.is vinnur nú í samvinnu við Hildi Hákonardóttur að Eldhúsgarðinum, vefútgáfu af matjurtargarði fyrir heimilið, aðferð sem hugsuð er til að auðvelda fólki að skipuleggja matjurtargarðinn sinn.

    Hnappur á Eldhúsgarðinn hefur nú verið virkjaður hér á síðunni en vinna við garðinn stendur nú yfir, bæði í raunverulegum Eldhúsgarði og við teikningar og forritun vefútgáfunnar. Athugið að vefútgáfan er á ...

    Verkefnisstjórn Rammaáætlunar boðar til opins kynningarfundar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 9. júní kl. 14:00 undir yfirskriftinni „Vernd eða nýting?“ en eins og kunnugt er er nú unnið að 2. áfanga undir sama heiti og vonir bundnar við að faghóður 2. áfanga skili niðurstöðum í lok árs.

    Á fundinum verður kynnt staða verkefnisins en stjórnin mun skila stjórnvöldum niðurstöðum ...

    Grasaganga verður farin frá Klængshóli í Skíðadal þ. 7. júní nk. kl. 13:00 - 18:00 og nýting jurta til matar, lækninga og litunar kynnt. Kennarar eru Anna Dóra Hermannsdóttir og Guðrún Hadda Bjarnadóttir.

    Jurtir til lækninga og matar: kennari Anna Dóra. Á grasagöngunni er fjallað um hvaða jurtir er hægt að nota í seyði og krydd og hvenær best ...

    Urriði í Þingvallavatni er ekki lengur hæfur til manneldis vegna kvikusilfursmengunar. Hvað veldur?

    Í viðtalli við Hilmar Malmquist í Ríkistútvarpinu þ. 20. maí sl. sagði hann m.a. að viðmikil samanburðarrannsókn hafi farið fram á kvikasilfursgildi í 10 vötnum á Íslandi. Umfangsmikil rannsókn hafi verið gerð á líffræði Þingvallavatns, á grunni vöktunarverkefnis. Mælingar á þungmálmum í gróðri og dýrum voru ...

    Skólagarðarnir hafa að markmiði að kenna börnum umgengni við náttúruna og ræktun matjurta. Hverjum einstaklingi er úthlutað garði og fræi, útsæði og grænmetisplöntum til ræktunar. Með börnunum starfa leiðbeinendur við ræktunina. Það er mikilvægt að börnin mæti vel og séu virk.

    Fyrstu tvær vikurnar fara einkum í gróðursetningu og sáningu. Þá tekur við tímabil þar sem börnin læra að hlúa ...

    Dagana 26. til 28. júní verður haldin þriggja daga garðyrkju- og blómasýning í Hvergerið þar sem bærinn verður allur undir blómin lagður og fjöldi dagskráratriða, samkeppna og sýninga verður í boði. Meðal dagskrárliða verða:

    • Ráðstefnan „Íslensk garðlist“
    • Heimsmet sett í lengstu blómaskreytingunni
    • Markaðir og sýningarbásar
    • Frumlegar blómaskreytingar
    • Laukaball fyrir yngstu kynslóðina
    • Blómaskrúðgöngur
    Samkeppni:
    • Hönnun smágarða
    • Samsetning blóma í kerjum
    • Blómaskreytingar ...
    Námskeið um ræktun kryddjurta verður haldið í Endurmennt HÍ, í samstarfi HORTICUM menntafélagsins, þiðjudaginn 23. júní kl. 19:30-22:00.

    Áhugi fólks á kryddjurtum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og framboð af ferskum kryddjurtum í verslunum hefur aukist mikið. Ferskleikinn er afar mikilvægur til að kryddjurtir njóti sín til fulls og því fátt betra en að hafa aðgang að ...

    Hans heilagleiki 14. Dalai Lama, Tenzin Gyatso, handhafi Friðarverðlauna Nóbels og andlegur og veraldlegur leiðtogi Tíbeta, mun dvelja á Íslandi dagana 1.-3. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem Dalai Lama heimsækir Ísland en hann hefur heimsótt fjölda landa undanfarin 50 ár, ýmist sem gestur trúfélaga, ríkisstjórna eða í boði einkaaðila.

    Meðan á dvöl hans stendur mun Dalai Lama ...

    Samtök um bíllausan lífsstíl er hópur fólks sem hefur að sameiginlegu áhugamáli að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri kosti en nú er. Samtökin halda aðalfund sinn í kvöld kl. 20:00 á efri hæð Sólon.

    Stjórnarmeðlimir munu kynna starfsemi félagsins í vetur og þau verkefni sem nú eru á döfinni, en auk þess verða ...

    Í Frumkvöðlasetrinu á Höfn í Hornafirði starfrækir Rannveig Einarsdóttir, garðyrkjufræðingur, fyrirtæki sitt Náttúrulega ehf. en það sérhæfir sig í umhverfisfræðslu í víðum grundvelli.

    Náttúrulega sinnir ýmsum umhverfisverkefnum og hannar „náttúruleg“ fræðsluskilti og umhverfisbæklinga þar á meðal utanhússmerkingar á tréskilti fyrir Fræðslustíga í Þórsmörk en þeir eiga að benda fólki á ýmis náttúrugæði og gefa fólki ábendingar og hvetja það til ...

    Félag garðplöntuframleiðenda opnaði í vikunni nýjan vef gardplontur.is en vefurinn er afrakstur verkefninu „Selja“ sem félagið hefur unnið að um nokkurt skeið þar sem markmiðið hefur verið að safna myndum og helstu upplýsingum um allar garðplöntur sem íslenskar garðplöntustöðvar bjóða til sölu. Upplýsingarnar hafa verið skráðar í gagnagrunn sem er grunnurinn fyrir vefinn gardplontur.is. Með aðgangi að vefnum ...

    Gámþjónustan hf. býður nú upp á nýja þjónustu „Garðatunnuna“ sem ætti að hjálpa fólki að losa sig við garðaúrgang af lóðum sínum en slíkur úrgangur verður ekki sóttur í hverfin á stór-Reykjavíkursvæðinu í sumar vegna sparnaðarráðstafana.

    Garðatunnan er 240 lítra tunna á hjólum sem setja má allan garðaúrgang í og losuð er reglulega. Hún er ætluð garðeigendum sem vilja þægilega ...

    Á sama tíma og vitundarvakning á sér stað víða um heim gegn erfðabreyttum lífverum (GMO's) erum við Íslendingar á bestu leið með að gefa óskabarni þjóðarinnar ORF Líftækni hf. leyfi til að fara út með ræktun á erfðabreyttu byggi, en fyrirtækið hefur nú um nokkurra ára skeið stundað ræktun erftðabreytts byggs til framleiðslu lífvirkum prótínum fyrir lyfjaiðnaðinnn, síðan í ...

    Náttúran.is vinnur nú í samvinnu við Hildi Hákonardóttur að því að þróa aðferð sem auðveldar fólki að skipuleggja garðinn sinn, út frá efnum og aðstæðum hvers og eins. Eldhúgarðurinn birtist síðan smám saman hér á vefnum, eftir því sem árstíðirnar hafa áhrif á jurtirnar og garðverkunum fleytir fram.

    Oft er erfiðast að byrja að útbúa matjurtargarð og erfið jarðvegsvinna ...

    Umhverfisráðuneytið hefur veitt vefnum Náttúran.is styrk til áframhaldandi þróunar Græna Íslandskortsins/Green Map, en grænkortagerðin er samvinnuverkefni milli Náttúran.is, alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Land- og Ferðamálafræðistofu Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

    Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

    Sjá Græna Íslandskortið, og ensku útgáfuna Green Map Iceland.

    Á Náttúrumarkaðinum, búðinni hér á vefnum, fæst umhverfisvænn þvottalögur „Bjarmi“ en hann er framleiddur af Kaupverki ehf. Sápuóperunni á Hvolsvelli.

    Bjarmi er handunnin íslensk framleiðsla án allra ilm- og litarefni eða annara aukaefna. Bjarmi hefur reynst mjög vel til allra mögulegra þrifa og vinnur vel á erfiða bletti og erfiða fitu. Bjarmi fæst í tveimur stærðum, annars vegar í 5 ...

    Græna netið, félag um umhverfismál inna Samfylkingarinnar býður til fundar um nýja ríkisstjórn og afstöðu hennar í umhverfis- og atvinnumálum. Þórunn Sveinbjarnardóttir mun hefja fundinn. Fundurinn verður haldinn á Glætunni við Laugaveg (gegnt Máli og menningu) á sunnudaginn 17. maí frá kl. 11:00.

    Í fréttatilkynningu frá Græna netinu segir: „Í nýju stjórninni eru tveir vinstriflokkar sem báðir hafa einarða ...

    Fræðslufundaröðin „Lesið í landið“ hefst þ. 16. maí. Þrjá laugardaga verða stutt fræðsluerindi flutt í Sesseljuhúsi sem fylgt verður eftir með náttúruskoðun í umhverfi Sólheima. Erindin fjalla um fugla, jarðfræði og íslenskar lækningajurtir og hefjast þau öll kl. 13.00 í Sesseljuhúsi. Þetta eru tilvaldar fræðslustundir fyrir alla fjölskylduna.

    Hvernig myndaðist fjallahringurinn?

    Laugardaginn 16. maí kl. 13:00 flytur Jón ...

    Út er kominn bæklingurinn „Upp í sveit 2009“ en þar eru birtar upplýsingar um bæi í Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og í Opnum landbúnaði. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir þrír aðilar vinna saman að kynningarstarfi á gistingu, mat og afþreyingu í sveitinni.

    Opinn landbúnaður er á vegum Bændasamtakanna en hann gengur út á að opna býlin fyrir ...

    Norræna Húsið og Slow Food Reykjavík standa sameiginlega að málþingi um svæðisbundna matarmenningu á Íslandi, stöðu og möguleika til þróunar í framtíðinni. Málþingið verður haldið laugardaginn 9. maí  og hefst kl. 14:00. Fundarstjóri er Þröstur Haraldsson ritstjóri Bændablaðsins.

    Dagskrá

    14:00-15:00: Umhverfi og aðkoma stjórnvalda

    • Landbúnaðarráðherra flytur opnunarávarp
    •  - Kjartan Hreinsson, dýralæknir heilbrigðiseftirlit MAST, lagalega umhverfið frá sjónarmiði hollustu- ...

    „Dagur umhverfisins“ verður haldinn hátíðlegur í Höfn í Hornafirði á sunnudaginn 3. maí með dagskrá í Nýheimum en í lok málþingsins verður farið í gönguferð með leiðsögn í náttúruperluna Ósland.

    Dagskrá málþingsins:

    • 9:00 Setning Sigurlaug Gissurardóttir, formaður Umhverfisnefndar
    • 9:10 Þróun sorpmála í Sveitarfélaginu Hornafirði frá 2007 og næstu skref - Haukur Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri tækni‐ og umhverfissviðs Hornafjarðar
    • 9 ...

    Á morgun 2. maí mun leikstjórinn Davið Lynch „leikstýra“ fundi Hugmyndaráðuneytisins en þetta mun verða 17. fundur Hugmyndaráðuneytisins sem kemur saman á hverjum laugardagseftirmiðdegi kl 17:30 og standa fundirinir að jafnaði til 19:30. Fundirnir hafa verið mjög vel sóttir í vetur og margt verið tekið fyrir til að kryfja ástandið og skoða það sem vð gætum gert og ...

    Vorið 2008 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar til styrkjar til útgáfu „52ja góðra ráða fyrir þig og umhverfið“ enda ráðin prentuð í stóru upplagi til dreifingar og útbreyðslu umhverfisráða til almennings. Ráðuneytið veitti styrk til verkefnisins.

    Vorið 2009 fékk Náttúran.is síðan styrk frá Iðnaðarráðuneytinu til áframhaldandi þróunar Græna Íslandskortsins/Green Map, en grænkortagerðin er samvinnuverkefni milli Náttúran.is, alþjóðlega verkefnisins Green ...

    Í gær barst Náttúrunni bréf um að vefurinn hafi fengið styrk til áframhaldandi þróunar Græna Íslandskortsins/Green Map frá Iðnaðarráðuneytinu, en grænkortagerðin er samvinnuverkefni milli Náttúran.is, alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og Land- og Ferðamálafræðistofu Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

    Styrkurinn gerir okkur kleift að halda áfram með rannsóknarvinnu og skráningar aðila á græna kortið með viðbótarflokkum sem spanna ...

    Nýr vefur um tjaldstæði opnaði á dögunum en hjónin Jónína Einarsdóttir og Geir Gígja reka vefinn. Þar er hægt að leita að upplýsingum um tjaldstæði á hinum ýmsu landshlutum og fræðast um aðsæður á hverjum stað, opnunartíma, verð og séð myndir frá stöðunum. Einnig eru fréttir um opnanir tjaldstæða víða um land, grilluppskrfitir eru á síðunni auk þess sem hægt ...

    Myndin The World According to Monsanto verður sýnd í Iðnó í kvöld kl. 18:30 en Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier stendur fyrir dagsrá á alþjóðlega frædeginum (International Seeds Day) sem samanstendur af sýningu myndarinnar, erindi um erfðabreyttar lífverur og pallborðsumræðum. Charlotte Ólöf er nemandi í líffræði við Háskóla Íslands en hún mun halda erindi um stöðu erfðabreyttra lífvera í heiminum ...

    Gavia Travel var eitt þeirra fyrirtækja sem kynnti starfsemi sína á málþinginu Græn störf - vistvænar áherslur í atvinnuppbyggingu sem umhverfisráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Félag umhverfisfræðinga á Íslandi stóðu fyrir í Iðnó á Degi umhverfisins sl. laugardag.

    Gavia Travel er ferðaþjónustufyrirtæki sem skipuleggur náttúru- og fuglaskoðunarferðir á Íslandi. Fyrirtækið er nýtt af nálinni en eins og frumkvöðullinn Hrafn Svavarsson sagði í ...

    Í dag á „degi umhverfisins“ stóð umhverfisráðuneytið fyrir málþingi um græn störf í Iðnó en auk þess var úthlutað umhverfisverðlaunum umhverfisráðuneytisns „Kuðungnum“. Að þessu sinni hlaut sorphirðufyrirtækið Íslenska gámafélagið ehf Kuðunginn.

    Áður hafa 14 fyrirtæki hlotið Kuðunginn en umhverfisráðuneytið veitti Kuðunginn fyrst árið 1994. Sjá nánar um hver hefur fengið Kuðunginn hér á Grænum síðum.

    Íslenska gámafélagið hefur verið leiðandi ...

    Fyrir nokkrum vikum fékk Náttúran.is styrk frá Menntamálaráðuneytinu til að standa straum af kostnaði við að senda „Náttúruspil 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið“ í skóla landsins. Stokkarnir fóru í póst í dag svo allir grunn- og framhaldsskólar mega því búast við að fá stokkinn sinn með póstinum á mánudaginn eða í síðasta lagi á þriðjudaginn.

    Náttúran.is ...

    Náttúran.is hefur látið merkja sér EarthPositive™ stuttermaboli en við innkaup hér á Nátttúrumarkaði yfir 7.000 IKR netto fylgir bolur með sem gjöf. Bolirnir eru til í þremur stærðum og þremur litum, bæði fyrir dömur og herra. Einnig er hægt að kaupa bolina staka. Sjá gjafavörudeildina.

    Hvað er EarthPositive?
    EarthPositive™ er byltingarkennd græn markaðssetning á fatalínu fyrir auglýsingaiðnaðinn en ...

    Vefur um Kaupmannahafnarfund Rammaáætlunar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsbreytingar COP15  hefur litið dagsins ljós en á fundinum munu þjóðir heims reyna að ná samkomulagi um framhaldsaðgerðir við Kyoto bókunina en hún fellur úr gildi árið 2012. Kaupmannahafnarfundurinn verður haldinn dagana 7. - 18. desember nk. og er undirbúningur í fullum gangi á öllum vígstöðvum. Bæði undirbýr hver þjóð sig og leggur mikla ...

    Í dag er Dagur Jarðar haldinn hátíðlegur um allan heim en Dagur Jarðar var fyrst haldlinn hátíðlegur þ. 22. apríl 1970 í Bandaríkjunum þegar um 20 milljónir manna tólku þátt í hátíðahöldunum. Ákvörðun um að efna til Dags Jarðar var tekin árið áður á ráðstefnu grasrótarsamtaka á sviði umhverfisverndar í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var umræðan um offjölgun í heiminum ...

    Á höfuðborgarsvæðinu er úrval heilsumatstaða orðið mjög fjölbreytt þó að það sama sé ekki upp á teninginn þegar fjær dregur borginni.

    Aðeins á nokkrum stöðum á landinu t.d.. á Staðnum - náttúrulega og Friðriki V á Akureyri, Heislustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði og Grænu könnunni að Sólheimum eru starfandi matstaðir sem gefa sig sérstaklega út fyrir að elda heilsusamlega grænmetisrétti með ...

    Peysanmin.com er nýtt vefsetur þar sem háskólanemar hafa látið hugmynd, sem fæddist við vinnu skólaverkefnis, verða að veruleika. Hugmyndin er sú að hver og einn geti látið prjóna á sig lopapeysu í óskalitunum, með óskamynstrinu og í nákvæmlega réttri stærð.
     
    Þetta er ein af góðu hugmyndunum, svo eðlileg virðist hugmyndin vera að maður furðar sig á því að engum ...

    Á vef Fuglaáhugamanna í Hornafirði fuglar.is segir að fyrstu kríurnar séu komnar til landsins, en 10-15 fuglar hafa sést við Ósland á Höfn. Það var Björn Arnarson sem sá fuglana. Fyrstu kríurnar sjást yfirleitt á bilinu 20.-22. apríl en meginn þorri fuglana kemur svo um mánaðarmótin apríl/maí.

    Krían var einn þeirra fugla sem nefndur var sem mögulegur ...

    Michelle Obama forsetafrú Bandaríkjanna hóf matjurtarækt við Hvíta húsið í gær. „Eldhúsgarðurinn“ er staðsettur nálægt gosbrunninum á suðurflötinni.

    Nemendur úr Bancroft grunnskólanum frá Columbia hjálpuðu forsetafrúnni með fyrstu handtökin í garðinum og munu halda áfram að taka þátt í sáningu og ræktun í matjurtagarðinum. Á dagskrá er að gróðursetja ávextatré, grænmeti og kryddjurtir á næstu vikum og munu börnin einnig ...

    „Ímynd Íslands“ fyrirlestraröð INOR og ReykjavíkurAkademíunnar heldur áfram í kvöld með fyrirlestrunum:

    • Hinir nýju víkingar - Katja Kjartansdóttir
    • „Íslensk hönnun” sem minjagripur - Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
    • Kynjaímyndir í fortíð, nútíð og framtíð? - Þorgerður Þorvaldsdótti

    Athugasemdir og viðbrögð: Guðmundur Oddur Magnússon. Allir velkomnir.

    ReykjavíkurAkademían er í gamla JL-húsinu að Hringbraut 121, 4 hæð í Reykjavík. Sjá nánar um Ísland og ímynd norðursins á ...

    Samtök um sögutengda ferðaþjónustu (SSF) stendur fyrir málþingi í Þjóðmenningarhúsinu þ. 16. apríl n.k. í samvinnu við Menntamálaráðuneytið og Útflutningsráð Íslands. Fjallað verður um menningar- og söguferðaþjónustu á Mön, Gotlandi og á Íslandi og tækifæri til nýsköpunar á þeim vettangi hérlendis.

    Dagskrá:

    • 13:00 Ávarp - Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
    • 13:10 Útflutningsráð - ferðaþjónustuverkefni - Þorleifur Þór Jónsson, forstöðumaður nýrra markaða hjá ...
    Nú bþðst einstakt tækifæri til að koma í Brimborg og skoða og reynsluaka fyrsta rafknúna jeppanum í fullri stærð. Brimborg og Ford, í samstarfi við Íslenska NýOrku, hafa flutt til landsins Ford Explorer 4x4 FCV jeppa sem knúinn er rafmagni, sem framleitt er með vetni. Bíllinn er sá eini sinnar tegundar og verður hann á landinu til loka árs 2010 ...

    Draumalandsins í kvikmyndaformi hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og á forsýningu myndarinnar gærkveldi var Háskólabíó pakkfullt.

    Kvikmyndin Draumalandið er allt öðruvísi en bókin enda var ekki við öðru að búast. Draumalandið er heimildamynd þar sem efni bókar er tekið úr hugarfylgsum höfundarins Andra Snæs Magnasonar og fært inn í raunveruleikann. Verkið, sem áður var hreint hugverk eins manns, Andra ...

    Michael Hudson rannsóknarprófessor í hagfræði í Missouriháskóla kom fram í Silfri Egils á sunnudaginn og vakti framsaga hans að vonum mikla athygli. Michael Hudson telur það óraunhæft að íslenska þjóðin taki á sig skuldir „sem hún geti hvort eð er ekki greitt“. Með því að semja við IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðinn) værum við að kalla yfir okkur ógæfu sem aðeins gæti haft ...

     

    Umhverfisnefnd Alþingis tók í gærkvöldi ákvörðun um að stefna að því að Íslendingar verði enn meiri umhverfismengarar á grundvelli ákvæðis 14/CP.7, [íslenska ákvæðið]* en þegar er raunin með því að samþykkja þingsályktunartillögu meirihluta nefndarinnar, Framsóknar- og Sjáflstæðismanna sem fjallar um svokallaða „hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum“. Hugmynd nefndarinnar með samþykkt tillögunnar er að knýja á um að ríkisstjórnin ...

    John Perkins, höfundur metsólubókar1 um sinn eigin feril sem  „efnahagsböðuls“ (Economic Hit Man) er staddur hér á landi vegna væntanlegrar frumsýningar á Draumalandinu kvikmyndar byggðri á samnefndir metsölubók Andra Snæs Magnasonar, en John Perkins kemur einmitt fram í myndinni. John kom í viðtali til Egils Helgasonar í Silfri Egils í gær og var viðtaiðl sannarlega áhrifaríkt, þó ekki sé ...

    Nordic Tourism - Inspiration - Innovation - Destination

    Iðnaðarráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Norræna Nýsköpunarmiðstöðin, í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, efna þann 28. apríl næstkomandi til norrænnar ráðstefnu á Ísafirði sem fengið hefur heitið Nordic Tourism. Ráðstefnustjóri er Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.

    Á ráðstefnunni verður áhersla lögð á nýsköpun í ferðaþjónustu, uppbyggingu áfangastaða og viðbrögð ferðaþjónustunnar við efnahagserfiðleikum.

    Fjölmargir fyrirlesarar munu koma og miðla ...

    Í viðtali í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær furðar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sig á því að fram sé komin skýrsla um mat á umhverfisáhrifum jarðvarmavirkjunar við Gráuhnúka, þegar ekki liggi fyrir rammaáætlun um svæðið. Rannsóknarboranir voru leyfðar við Gráuhnúka í lok nóvember 2007 (Sjá frétt)

    Skipulagsstofnun birti á vef sínum seint í gærkvöldi tillögu að áætlun um mat á ...

    Samtök um bíllausan lífsstíl hafa það meginmarkmið að stuðla að bættum ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu og telja það afar þýðingarmikið málefni í nútímasamfélagi.

    Flestir Íslendingar fara til vinnu einir á einkabíl, með tilheyrandi umferðarþunga, slæmum loftgæðum og kostnaði, sem lendir á þeim sjálfum, vinnuveitendum þeirra og samfélaginu öllu. Þær ferðavenjur verða ekki skýrðar með landfræðilegri legu, veðráttu, þéttleika byggðar eða öðrum ...

    Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í 466 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið sér ...

    Í fréttaumjölun Björns Malmquist á ríkistútvarpinu þ. 26. mars segir að mál þetta hafi komið upp í kjölfar þess að sveitarstjórn Flóahrepps skrifaði í júlí 2007 undir samkomulag við Landsvirkjun um mál sem varða byggingu og rekstur Urriðafossvirkjunar, vegna aðalskipulags sveitarfélagsins - eins og segir í samkomulaginu.

    Landsvirkjun ætlaði þannig að bera allan kostnað af gerð deiliskipulags vegna þessarar virkjunar, auk ...

    Hugrún Ívarsdóttir er einn þátttakenda matarklasans Matur úr Eyjafirði (Matur úr héraði)1. Hugrún er Akureyringur, menntuð í útstillingahönnun frá Dupont Danmarks Dekoratørfagskole í Kaupmannahöfn. Hún er sjálfstætt starfandi hönnuður og starfar jöfnum höndum við útstillingar og eigin verkefni þeirra á meðal er verkefnið, Mynstrað munngæti, sem sný r að munsturgerð í mat með aðaláherslu á laufabrauð. Laufabrauðsserviettur Hugrúnar komu ...

    Lýsi er alíslensk hollustuvara og verðmæt útflutningsvara. Snemma á síðustu öld uppgötvuðu menn loksins D-vítamín og heilsusamleg áhrif þess. Þar sem þorskalýsi er ein mesta uppspretta D-vítamíns varð það fljótt vinsælt hráefni til framleiðslu D-vítamíns. Það var einmitt í kjölfar þess sem LÝSI var stofnað árið 1938.

    Neysla á lýsi eykst með hverju árinu sem líður og rannsóknir sanna aftur ...

    Á ráðstefnu um tískuiðnaðinn og sjálfbærni sem haldin var í Norræna húsinu þ. 24. mars sl. (sjá grein) var sýnd mynd sem lýsir því hvernig „ólífræn“ bómull er framleidd í Indlandi nútímans. Notkun skordýraeiturs, slæmur aðbúnaður verkafólks og gríðarleg umhverfisspjöll eru afrakstur einhliða bómullarræktunar. Vandamálið er að miklu leiti fólgið í kröfu vestrænna þjóða um ódýra vöru þar sem engu ...

    Framleiðslu á hálmkögglum sem undirburð fyrir hross hefur verið í tilraunaferli við Landbúnaðarháskóla Íslands um nokkurt skeið en niðurstöður gefa fyrirheit um að hægt verði að nýta hálminn, sem fellur til sem aukaafurð við byggræktunina, til framleiðslu á vöru sem er jafnvel meira virði en fræ jurtarinnar, byggið sjálft. Bygghálmur er sérlega rakadrægur og hentar því vel sem efni í ...

    Til undirbúnings lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember næstkomandi hefur verið þróaður vefur sem bæði á að gefa mynd af því sem verið er að gera í heiminum til að berjast gegn lofslagsbreytingum og auka möguleika á því að það framboð sem fyrir hendi er komi umhverfinu virkilega til góða. Á vinnufundi samtakanna Road to Copenhagen ...

    Umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, opnaði nýja útgáfu af vef Veðurstofu Íslands í dag, á alþjóðaveðurdeginum 23. mars.

    Nýja útgáfan er birtingarmynd þess að sameining Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar er um garð gengin. Er það vel við hæfi þar sem í gær var dagur vatnsins.

    Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 70 frá árinu 2008 og hefur fengið nýtt merki (lógó) sem ...

    Að undanförnu hafa risið upp meðal borgara háværar kröfur og vilji til beinnar þátttöku í mótun samfélagsins. Samhliða því vex vantrú á að allt frumkvæði í þeim efnum eigi að koma frá fjármagnseigendum, stjórnmálaflokkum og ríkisvaldi.
    Um allan heim hafa frjáls félagasamtök, einstaklingar og þverpólitískir hópar hugsjónafólks til hliðar við meginstrauma samfélagins sannað hæfni sína til að takast á við ...

    Innan Listaháskóla Íslands var fyrr í vetur unnið að verkefni um hönnunaraktívisma en það er það nefnt þegar verkfæri hönnunar eru notuð til að varpa fram spurningum eða koma með andsvör sem vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar. Verkefnið heitir Project M Reykjavík 48 hour Design Blitz en hver hópur/einstaklingur vann í hugmyndavinnu í tvær vikur og ...

    Það styttist í páska og kannski hefur þú áhuga á lífrænt vottuðum lambahrygg í páskasteikina? Að Brekkulæk í Miðfirði er rekið lífrænt saufjárbú sem býður nú heila skrokka, niðursagaða að þínum óskum. Kjötið er sent með Landflutningum til Reykjavíkur eða annara áfangastaða. Viðtakandi borgar flutninginn. Reikningur fyrir kjötið fylgir inni í kassanum með öllum upplýsingum um bankareikning.

    • Frampartur og hryggur ...

    Þrívíddartölvuforrit og önnur hjálpartæki stafrænnar tækni sem geta hjálpað hönnuðum að taka umhverfisviðmið inn í hönnunarferlið voru kynnt á ETech sýningunni í byrjun mánaðarins. Hönnuðir þurfa því ekki að gerast umhverfisfræðingar per exellence áður en hið skapandi ferli getur hafist, aðeins sett sig lauslega inn í málin, unnið faglega á sínu sviði og látið forritið um að segja sér hvaða ...

    Náttúran.is hefur tekið að sér að að vera óháður vettvangur þeirra aðila sem bjóða þjónustu á sviði endurvinnslu.


    Tll þess að gera það gagnsærra og auðveldara fyrir almenning að bera saman endurvinnsluþjónustuna sem í boði er á Íslandi hefur Náttúran.is tengt allar vörur á vefverslun sinni Náttúrumarkaðinum við þá endurvinnsluþjónustu sem í boði er, bæði fyrir innihald og ...

    Menningarráð Suðurlands boðar til málþings um menningartengda ferðaþjónustu undir yfirsögninni „Máttur menningar“ fimmtudaginn 12. mars. kl 10:00-17:00 í Árnesi.

    Dagskrá:

    • Velkomin - Ásborg Arný órsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu - Tónlistaratriði,  þjóðleg tónlist.
    • Opnunarerindi - Jón Jónsson  þjóðfræðingur, menningarfulltrúi  Vestfjarða - Hraðstefnumót með þátttöku fundarmanna
    • Galdrasýning á Ströndum,  Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Strandagaldurs.

    12:00- 14:00  Hádegisverður og ferð í Þjórsárdal í samvinnu ...

    Ferðamálaráð hefur sent iðnaðarráðherra, ráðherra ferðamála, yfirlýsingu þess efnis að ráðið taki undir þær áhyggjur sem Samtök ferðaþjónustunnar og fyrirtæki í Hvalaskoðunarsamtökum Íslands, hafa þegar lýst af fyrirhuguðum hvalveiðum Íslendinga. Í yfirlýsingunni segir einnig:

    „Mikil vinna er framundan við að styrkja ímynd og orðspor landsins á erlendum vettvangi og er ekki síst horft til ferðaþjónustunnar í þeim efnum. Með því ...

    Miðvikudaginn 18. mars mun iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa gangast fyrir ráðstefnu um heilsuferðaþjónustu undir yfirskriftinni Heilsa – Upplifun – Vellíðan. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13:00-17:00.

    Mörg áhugaverð erindi verða flutt. Inngangserindið flytur Melanie Smith frá Corvinus University í Budapest og nefnist það “Health Tourism Trends: Back to the Future.” Einnig ávarpar Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, ráðstefnuna ...

    Guðrún Arnalds hjá Andartak býður nú aftur upp á reglulega tíma í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan en námskeiðin eru haldin í Fagralundi við Furugrund* í Kópavogi.

    Yogi Bhajan, meistari í Kundalini jóga um Kundalini jóga:

    “Kundalini jóga er einstök tækni sem hefur það markmið að vekja vitund þína og leiða þig inn í þitt upprunalega sjálf. Það leyfir ...

    Framkvæmd Rammaáætlunar um nýtingu vatnsorku og jarðvarma hófst með skipun verkefnisstjórnar vorið 1999. Vönduð, fagleg og trúverðug áætlun kallaði á rannsóknir, aðkomu hagsmunaaðila og sérfræðinga og skildi verkið unnið í tveim áföngum. 1. áfanga var hrint úr vör árð 1999 og lauk árið 2003. Í 1. áfanga voru 19 virkjunarkostir í 10 jökulám og 24 kostir á 11 háhitasvæðum metnir ...

    Nýlega opnaði eitt af jákvæðu afsprengjum kreppunnar en það er vefurinn samlagid.is. Þar er hægt að gefa og fá gefins jafnframt því að kaupa og selja ódýrt. Skráning kostar ekkert og er framtakið því samfélagsleg þjónusta sem getur skipt sköpum fyrir fólk í dag enda ófáir búnir að missa vinnuna, húsið, bílinn og berjast við að halda krökkunum og ...

    Þriðja heimskaffið, sem er hugarflugs samseta, verður laugardaginn 7. mars frá kl 17:00 - 19:30 á Háskólatorgi sal 101.

    Þessar samsetur eru hugsaðar til að finna hugmyndir og viðhorf grasrótarinnar til ákveðinna málefna. Á fyrsta heimskaffinu var tekið á nýsköpun og möguleikum á framleiðslu hönnunarvöru hérlendis, á öðru heimskaffinu var fjallað um sjálfbærni og gildi fyrr og nú. Þriðja ...

    Græna netið – félag jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina, býður frambjóðendum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi til fundar á Grand Hotel laugardaginn 7. mars kl. 11:00. Tilefni fundarins er að gefa frambjóðendum færi á að kynna áherslur sínar í umhverfismálum og kjósendum kost á að spyrja. Nú fyrir kosningar hefur fólk úr Framtíðarlandinu og Íslandshreyfingin gengið til liðs við ...

    Í kvöld kl. 18:00 - 24:00 stendur GAIA félag meisaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ lokaveislu Grænna daga sem staðið hafa alla vikuna. Veisluhöldin byrja kl. 18:00 á tónlist Sudden Weather Change sem samanstendur af Bergi Thomas Anderson, Degi Stephensen, Benjamin Mark Stacey, Loji Höskuldssyni og Oddi Guðmundssyni. Eftir tónleikana flytur Kristín Vala Ragnarsdóttir forseti Verkfræði- og ...

    Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Útflutningsráðs verður haldið fimmtudaginn 12. mars nk. kl. 8:00–10:00 á Grand Hótel Reykjavík. Á Nýsköpunarþinginu verður kastljósinu beint að „opinni nýsköpun“.

    Á þinginu verða veitt Nýsköpunarverðlaun fyrir árið 2009. Fundarstjóri er Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

    Dagskrá

    • Léttur morgunverður
    • Ávarp - Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
    • Nýsköpun ...

    Í dag hófust „Grænir dagar“ en félag meistaranema við umhverfis- og auðlindafræðideild Háskóla Íslands standa að uppákomunni. Dagskráin er þétt og spennandi út alla vikuna. Fyrirlestrar og kynningar eru í Norræna húsinu á Háskólatorgi og í fyrirlestrarsölum Háskólan.

    Meðal dagskráliða er fatavelta á Háskólatorgi, þar sem menn geta komið með notuð föt og skipt þeim fyrir önnur sem verða á ...

    Victor Lebow segir:

    The Story of STUFF eftir Annie Leonard hefur verið þýtt sem „Neyslusaga“ á íslensku en myndin var sýnd á 2. heimskaffii sem haldin var í Háskóla Íslands í gær. Þessa litlu stóru teikni-kvikmynd var ég ekki að sjá í fyrsta skipti og margir heimskaffisgesta höfðu vafalaust séð hana áður en í samhengi umræðunnar um gildi, sjálfbærni og stöðu Íslands og ...

    Vantar þig hressan hóp af sjálfboðaliðum nú í sumar?

    Veraldarvinir - Worldwide Friends eru félagasamtök sem vinna að umhverfis- og menningartengdum verkefnum og hafa unnið náið með fjölda íslenskra sveitarfélaga og einnig með frjálsum félagasamtökum t.a.m á sviði skógræktar.

    Á síðustu tveimur árum hafa samtökin meðal annars staðið fyrir skipulagðri hreinsun strandlengju Íslands og munu halda þessu verkefni áfram ...

    Uppkast að frétt:

    Nú hefur Te & Kaffi hafið framleiðslu á Fairtrade vottuðu kaffi sem nú er fáanlegt í öllum fjórum sérverslunum fyrirtækisins sem staðsettar eru á Laugavegi 27, Smáralind, Suðurveri og Kringlunni. Fairtrade vottað kaffi er fáanlegt í þremur tegundum; Espressoblöndu, Colombia Brazil og lífrænu Mandheling frá Sumatra í Indónesíu.

    Með því að kaupa Fairtrade vottað kaffi taka viðskiptavinir ...

    Loftslagsbreytingar í mannfræði: Hnattræn ögrun og staðbundin áhrif. Háskólatorgi HT 105.

    Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 12:00 - 13:00 heldur dr. Kirsten Hastrup, prófessor við Kaumannaháskóla, fyrirlestur undir yfirsögninni „Loftslagsbreytingar í mannfræði: Hnattræn ögrun og staðbundin áhrif.“  Um er að ræða opinberan fyrirlestur á vegum námsbrautar í mannfræði og Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands.

     

    Sýningin Sjálfbær þróun á heimsvísu, verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 8.-22. mars nk. Áhugafólk um sjálfbæra þróun stendur fyrir sýningunni. Sýningin er opin frá kl. 13:00 - 19:00 á virkum dögum og 12:00 - 18:00 um helgar. Leiðsögn fyrir skólahópa er fyrir hádegi á virkum dögum, pantanir í síma: 698 1040.

    Sýningin var upprunalega sýnd á ...

    Samtökin almannaheill - samtök þriðja geirans eru samstarfsvettvangur félaga og sjálfseignarstofnana sem vinna að almannaheill á Íslandi. Samtökin voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum frjálsra félagasamtaka sem starfa í almannaþágu, jafnframt að vera málsvari þeirra gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá ætla samtökin að vinna að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg ...

    Á vettvangi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er stefnt að því að ná samkomulagi um framhald svokallaðrar Kyoto-bókunar í lok þessa árs. Miðað við núverandi forsendur á vettvangi ESB má ætla að Ísland muni þurfa að takast á hendur skuldbindingar um 15-20% samdrátt í almennri losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020, þar sem miðað er við losun árið 2005. Hér á landi verða ...

    Sigríður Guðmarsdóttir heldur fyrirlestur í fimmtu stofu (2.h.) aðalbyggingar Háskóla Íslands mánudaginn 23. febrúar n.k. kl. 15:00-16:00.
     
    Um efni fyrirlestursins segir Sigríður:
     "Ein af algengustu líkingum um texta fyrstu vistfemínísku guðfræðinganna er líkingin um nauðgun náttúrunnar. Eru þessi tengsl milli arðráns og nauðgunar gagnleg fyrir vistguðfræðiumræðu nútímans eða hæfa aðrar betur umhverfisumræðum nútímans? Ég hef valið ...

    Íslensk ný orka er að hefja metanframleiðslu á bænum Hraungerði í Flóahreppi en það eru feðgarnir Guðmundur Stefánsson og sonur hans Jón Tryggvi Guðmundsson, tæknifræðingur að mennt, sem standa að virkjun mykjunnar sem kþrnar á bænum framleiða. 

    Framleiðsla er ekki hafin en aðstaðan er tilbúin, vel falin í hólum á bæjarstæðinu þar sem komið hefur verið upp aðstöðu með 70 ...

    Carbon Recycling International ehf er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað tækni til framleiðslu á metanóli úr koltvíoxíði en frumgerð vélar sem getur breytt útblæstri í orku „metanól“ sem getur knúið bifreiðar er fullbúin.

    Fyrirhugað er að reisa stöð á Svartsengi, nærri orkuveri HS Orku. Vísindamenn Carbon Recycling hafa fengið einkaleyfi á Íslandi á aðferðinni sem hefur vakið mikla athygli enda myndi ...

    Fyrirtækið ÍSAGA ehf. framleiðir náttúrulega kolsýru CO2 úr hveravatni og selur til notkunar í iðnaði, heilbrigðisþjónustu og rannsóknum um allt land en framleiðsla fyrirtækisins annar allri landsþörfinni. Umhverfisvænleiki er margþættur með framtaki ÍSAGA; innflutningur sparast og þar með gjaldeyrir og mengun af flutningum, störf skapast innanlands, kolsýra sem annars myndi losna út í andrúmsloftið fær nýjan tilgang til iðnaðar, garðyrkju ...

    Umhverfisstofnun boðar til málstofu við upphaf átaks um eflingu Svansins á Íslandi en málstofan verður haldin fimmtudaginn 26. febrúar kl. 12:30-16:00 á Grand Hóteli í Reykjavík. Salur Gullteigur.

    Umræðuefnið er hvernig auka megi eftirspurn og framboð Svansmerktrar vöru og þjónustu í samstarfi við helstu hagsmunaaðila merkisins.

    Dagskrá:
    12:30 Svanurinn hefur sig til flugs - Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri ...

    Kristján Helgason heldur fyrirlestur um „Goodheart hlátur- markþjálfun“ fimmtudag 19. febrúar. - 17.30 - 19.30.

    Goodheart hlátur-markþjálfun er kennd við Annette Goodheart, bandarískan sálfræðing, sem undanfarin 38 ár hefur notað hlátur sem sitt aðal hjálpartæki við að hjálpa fólki að greiða úr sínum málum. Hún er höfundur bókarinnar Hláturmeðferð - Hvernig er hægt að hlæja að öllu því í þínu lífi ...

    Meistaranemar við umhverfis- og auðlindafræðideild Háskóla Íslands halda Græna daga í annað sinn dagana 2. – 6. mars nk. Markmið daganna er að vekja nemendur og starfsfólk skólans til vitundar um vistvæna neyslu og endurvinnslu.

    Meðal dagskráliða er fatavelta á Háskólatorgi, þar sem menn geta komið með notuð föt og skipt þeim fyrir önnur sem verða á markaðinum, eða keypt notuð ...

    Driving Sustainability, þriðja alþjóðlega ráðstefnan um sjálfbærar orkulausnir í samgöngum fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, 14.-15. september nk. Alþjóðlegir sérfræðingar og leiðtogar í tækni, skipulagi, stefnumótun og framtíðarsýn í vistvænum samgöngum verða á meðal ræðumanna í ár og líkt og áður gerir Framtíðarorka, félagið sem stendur að ráðstefnunni, ráð fyrir að hafa nýjungar í samgöngutækni á staðnum. Nánari ...

    Í Neytendahorni Dr. Gunna sem birtist á vísir.is og í Fréttablaðinu var nýlega fjallað um það að verslunin Símabær, Hverafold 8-10 í Grafarvogi sé farin að taka við notuðum farsímum sem síðan eru endurunnir á staðnum. Eigandi Símabæs er Gylfi Gylfason sem hratt endurvinnslunni af stað eftir að kreppan skall á og símaæðið rann af landsmönnum.

    Undanfarin ár hafa ...

    Stærsta vandamál sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag eru lofslagsbreytingar. Miðað við þá ógn sem stendur af þeim er efnahagskreppan sem skollin er á smávægileg. Vakning hefur átt sér stað á undanförnum árum og margt hefur verið ritað og rætt, rannsóknir gerðar og skýrslur út gefnar, stórar yfirlýsingar og markmið ríkisstórnarinnar opinberuð en fátt virðist samt raunverulega ...

    Húsbúnaðarrisinn IKEA vinnur hröðum skrefum í átt að sjálbærni á heimsvísu en grunnhugmyndafræði keðjunnar hefur frá byrjun verið nátengd ákveðinni skynsemishugsun svo sem ný tni og samlegðaráhrifum stórinnkaupa og hagkvæmra flutninga í flötum kössum. Allt þetta hefur ekki aðeins betri áhrif á umhverfið sem slíkt heldur er uppistaðan í velgengninni og sannar að það að hugsa um umhverfið er ekki ...

    Nú þegar að kreppir að eru margir farnir að huga að því hvernig best sé að byrja á að undirbúa garðinn og matvælaframleiðslu sumarsins. Sumarhúsið og garðurinn stendur fyrir vönduðum námskeiðum um garðrækt, fuglalíf og náttúru en þau fara af stað strax í næstu viku og er kennt í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík.

    Kennarar á námskeiðunum eru garðyrkjufræðingarnir ...

    Sögumiðlun hefur hannað ýmiskonar fræðsluefni fyrir Sorpu en nú síðast samstæðuspil sem ber heitið „Trjálfarnir heimsækja SORPU“ og fá nemendur leik- og grunnskóla það afhent í lok vettvangsferða til fyrirtækisins.

    Söguhetjurnar eru Trjálfarnir Reynir Víðir Lyngdal og Börkur Birkir en þeir birtust fyrst í Stundinni okkar jólin 2006. Þeir heimsækja starfsstöðvar SORPU og fræðast um ýmislegt sem tengist rusli, flokkun ...

    Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að staðfesta Árósasamninginn en bæði þessi samtök hafa um árabil barist fyrir því að Íslandi staðfesti samninginn. Í stuttu máli felur Árósasamningurinn í sér umtalsverðar réttarbætur fyrir þau samtök sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd, styrkir stöðu þeirra og eflir lýðræðislega umræðu um umhverfismál í samræmi við 10. gr. Ríó-yfirlýsingarinnar frá 1992 ...

    Margir hafa endurskoðað val á sorptunnum við heimili sín eftir að sendur var út upplýsingamiði um breytta sorphirðu í Reykjavík um síðustu mánaðarmót. Fólk hefur ýmist skipt úr svörtum tunnum yfir í bláar tunnur undir dagblöð og sléttan pappa og/eða skipt yfir í grænar tunnur sem losaðar eru hálfsmánaðarlega.

    Sorphirðugjald í Reykjavík tekur mið af gerð sorpíláta, fjölda og ...

    RÁÐ 76 - Umbun er rauðsyn:
    Ef þér finnst lífið snúast um eintómar kröfur og að umbun sé sjaldgæfur draumur, skaltu taka málin í þínar hendur og gera eitthvað sem gleður þig og lætur þér líða betur. Þú gætir t.d. skroppið í blómabúð og valið þér fallegan blómvönd, komið við í uppáhaldsbakaríinu þínu, skotist til að hitta vinkonu eða vin ...

    Nú um helgina verður Vetrarhátíð og Safnanótt í Reykjavík. Á tveim dögum er boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem ætti að höfða til allra aldurshópa og áhugasviða.

    Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setur Vetrarhátíð í Fógetagarðinum við Aðalstræti við upphaf Safnanætur. Að setningu lokinni er gestum boðið á fortíðarflakk í Grjótaþorpinu. Grjótaþorpið er elsti hluti Reykjavíkur og alls ekki ...

    Dr. Gunný óra Ólafsdóttir heldur fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Náttúrutengsl og upplifanir ferðamanna á Íslandi. Fjögur tengslamynstur vellíðunar.“ í Reykjavíkurakademínunni, Hringbraut 121,þ. 11. febrúar 2009 kl. 12:05.

    Erindið kynnir niðurstöður doktorsverkefnis sem rannsakaði heilunaráhrif ferðalaga um náttúruleg svæði. Breskir ferðamenn í tveimur skipulögðum hópferðum til Íslands voru til rannsóknar. Kannað var ferlið frá draumi ferðamannsins um að fara ...

    Fræðaþing landbúnaðarins 2009 verður haldið dagana 12. - 13. febrúar. Fræðaþingið er samvinnuverkefni 9 stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Dagskrá Fræðaþingsins er full af áhugaverðu efni sem snertir það nýjasta í þróun og rannsóknum fyrir landbúnaðinn og matvælaframleiðsluna í landinu. Fræðaþing landbúnaðarins endurspeglar það sem fræðasamfélagið er að vinna fyrir landbúnaðinn í dag og gefur einnig góða ...

    Hlynur Bárðarson meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ heldur fyrirlestur um meistaraprófsverkefni sitt í dag föstudaginn 6. febrúar kl. 16:30 í sal N-132 í Öskju, náttúrufræðahúsi, Sturlugötu 7.

    Viðfangsefni Hlyns er „Flokkun á íslensku landslagi og fylgni við jarðfræðilega þætti, Icelandic landscape classification and correlation with geological factors.“

    Nýlega hefur verið þróuð aðferð við flokkun á íslensku landslagi ...

    11. Stefnumót Stofnunar Sæmundar Fróða og Umhverfisráðuneytisins sem haldið var í hádeginu í gær og fjallaði um náttúruverndaráæltun var vel sótt og margt áhugavert kom þar fram. Frummælendur voru þeir Sigurður Á. Þráinsson frá umhverfisráðuneytinu og dr. Hilmar J. Malmquist  frá Náttúrustofu Kópavogs en þeir fjölluðu um kosti, galla og efndir náttúruverndaráætlunar 2009-2013.

    Sigurður Á. Þráinsson byrjaði á að lýsa ...

    Ráðstefna Landverndar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands „Orka og umhverf - hvernig skal standa að orkunýtingarmálum á Íslandii“ sem haldin var á Grand Hóteli þ. 20. janúar sl. markaði viss tímamót í sögu stóriðju og orkunýtingarstefnu undanfarinna ára þar sem mætir menn og konur á sviði orku- og umhverfis færðu rök fyrir því að alls ekki hafi verið staðið svo skynsamlega að ...

    Nýlega var vefnum utinam.is settur í loftið en tilgangur vefsins er að safna saman upplýsingum um hvað er í boði á sviði útináms á landinu og byggja upp vettvang fyrir skoðanaskipti um útinám og útikennslu. Um þessar mundir er verið að leita til skóla um upplýsingar um það sem er í boði í hverjum skóla fyrir sig.

    SNÚ - Samtök ...

    Starfmenn undirritaðra hvalaskoðunarfyrirtækja harma mjög þá ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um að leyfa veiðar á langreyðum og hrefnum til ársins 2013. Hvalaskoðun er nú orðinn einn af vinsælli afþreyingarkostum fyrir erlenda ferðamenn. Á síðasta ári fóru yfir 115.000 farþegar í hvalaskoðun á landinu og starfa um 200 manns í greininni. Hvalaskoðun er mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn og hefur íslenskum ...

    Að sögn fyrrverandi ríkisskattstjóra Indriða H. Þorlákssonar er lítill efnahagslegur ávinningur af stóriðju, og hefur farið minnkandi á síðustu árum. Hann er nú vart meiri en 0,1-0,2% af þjóðarframleiðslu sem verður að teljast rþr uppskera þegar dýrar fjárfestingar og umhverfiskostnaður er tekin inn í myndina. Þannig tekur Indrið tii orða í nýrri grein um efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju ...

    Nú er hægt að kaupa Essiak jurtablönduna hér á Náttúrumarkaði en jurtablandan er upphaflega komin frá Ojibwaya “indíánum” (fyrstu þjóðar) þjóðflokknum í Kanada, en hefur verið framleidd allt frá árinu 1922.

    Það var kanadíska hjúkrunarkonan Rene Caisse sem hóf rannsóknir og lækningar, m.a. á krabbameini, með jurtablöndu sem hún byggði m.a. á reynslu grasalækna Ojibwaya manna. Allar jurtir ...

    Í gær opnaði sýning um Samkeppni um hönnun miðbæjar Hveragerðis í Listasafni Árnesinga. 17 tiilögur bárust í samkeppninni en Hveragerðisbær vildi hafa umhverfissjónarmið í hávegum höfð og sjá ímynd Hveragerðis sem ferðamanna- og heilsubæ styrkjast verulega.

    Tillögur skyldu taka mið af því og endurspegla þessa stefnu bæjarfélagsins með skýrum hætti. Dómnefnd var sammála um að gæði innsendra tillagna væru mikil ...

    Maður lifandi stendur fyrir ýmsum fyrirlestrum og námskeiðum sem miða að því að efla meðvitund um heilsutengd málefni. Skráning fer fram á madurlifandi@madurlifandi.is og fyrirlestrarnir eru haldnir á þriðjudögum hjá Manni lifandi í Borgartúni 24 frá 17:30 til 19:00 en aðgangseyri er stillt í hóf. Næsti fyrirlestur verður um heilun og hvað það eiginlega þýði.

    Hvað ...

    Kolbrún Halldórsdóttir er ný skipaður umhverfisráðherra í ríkisstjórn en síðdegis í dag tók minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs við stjórn landsins.

    Kolbrún útskrifaðist sem leikari frá Leiklistaskóla Íslands árið 1978. Kolbrún hefur starfað bæði sem leikstjóri og leikari við Þjóðleikhúsið og önnur leikhús, starfað sem framkvæmdastjóri Bandalags Íslenskra leikara og Kramhússins, verið dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, verið fulltrúi og í ...

    Food not bombs (Matur en ekki sprengjur) eru samtök sem eiga sér 30 ára sögu og eru í stöðugum vexti um allan heim. Hundruðir óháðra deilda gefa jurtafæði til sveltandi fólks og berjast um leið gegn fátækt og stríðsrekstri. Food not bombs eru ekki góðgerðasamtök í klassískum skilningi þess hugtaks.

    Þessi sterku grasrótarsamtök eru virk í Ameríku, Evrópu, Afríku, Mið-Austurlöndum ...

    Í dag rofaði til og samkomulag um myndun nýrrar ríkisstjórnar var tilkynnt í kvöldfréttunum. Ráðherraskipan og formlegur frágangur á að vera yfirstaðinn á morgun. Samfylkingin og VG undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, með stuðningi Framsóknar, mun því taka við rústunum og sigla þjóðarskútunni í 85 daga eða þar til boðaður kjördagur 25. apríl mun leiða í ljós vilja þjóðarinnar með lýðræðislegri ...

    Á síðasta ári hóf ung kona, Guðríður Baldvinsdóttir, framleiðslu á náttúrulegum sápum á býli sínu í Kelduhverfi. Guðríður er sauðfjárbóndi og skógfræðingur að mennt en langaði til að fara út í að gera áhugamál sitt, sápugerðina, að smáiðnaði meðfram öðrum störfum á býlinu.

    Fyrir jólin hóf Náttúrumarkaðurinn sölu á tveim tegundum af Sælusápum Heiðasælu - blóðbergssápu og Sveitasælu - með íslensku byggi ...

    Nú er hægt að panta bókina „Beinar aðgerðir og borgaraleg óhlýðni“ hér í bókadeild Náttúrumarkaðarins og fá senda beint heim. Höfundur bókarinnar er Sigurður Harðarson en Andspyrna gefur bókina út. Bókin er full af skemmtilegum grafík en um útlit og uppsetningu sá Sigvaldi Ástríðarson.

    Prentað af Prentlausnum á endurunnin pappír. 

    Á baki bókar segir:
    Andspyrna við valdbeytingu og óréttlæti er ...

    Einar K. Guðfinnsson fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gerði það að einu af sínum allrasíðustu embættisverkum, nú í morgun, að leyfa aftur hvalveiðar með setningu reglugerðar um hrefnu- og langreyðaveiðar. Reglugerðin á að gilda til ársins 2013 en samkvæmd henni má veiða 150 langreiðar og 100 hrefnur árlega.

    LÍÚ fagnaði en fjöldi aðila hafa lýst óánægju sinni með ákvörðunina þ.á ...

    Fyrirtækið FordonGas Sverige AB er fyrst allra fyrirtækja sem fær eldsneyti sitt umhverfisvottað. Eldsneytið metan er því fyrsta eldsneytið á markaði til að hjóta gæðavottun sem umhverfisvænt eldsneyti. 
     
    Svarnsmerkið vottar að viðkomandi vara er heilnæm og umhverfisvæn, merkið ný tur mikils traust meðal neytenda á norðurlöndum og fer hróður þess vaxandi. Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin kynnti merkið fyrst árið 1985 ...

    Nú þegar að fyrstu embættismennirnir eru að drattast til að taka ábyrgð á efnahagshruninu ógurlega er við hæfi að byrja að líta örlítið yfir farinn veg og skoða atburðarrásina sem leiddi til þess að yfirgnæfandi meirihluti íslendinga hafa ekki þolinmæði til að taka þátt í hinu ólýðræðilega Íslandi stundinni lengur og krefjast algerrar uppstokkunar á kerfinu.

    Undanfarna daga hefur mér ...

    Alþingi hefur samþykkti framlengingu ákvæðis um lækkun gjalda af vistvænum ökutækjum.  Um er að ræða lög nr.175 2008, þar sem veitt er undaný ága frá greiðslu vörugjalda af umhverfisvænum ökutækjum eins og metanbifreiðum. 


    Það er fagnaðarefni að Alþingi hafi samþykkt þessi lög enda eru þau mikilvæg í þeirri viðleiti að gera samgöngur á Íslandi vistvænni. Lögin stuðla að því ...

    Náttúrumarkaðurinn hefur ásett sér að kynna og selja sem breiðast úrval af íslenskum náttúruvörum og byggja upp náttúrumarkað sem sýnir þversnið af því sem er að gerast í náttúrutengdri frumkvöðlastarfsemi á landinu.

    Mikill fjöldi frumkvöðlaverkefna á sviði vöruþróunar komast aldrei á framleiðslustigið en aðra sögu er að segja um vörur Hollustu úr hafinu sem bætir stöðugt við vöruúrvalið enda hafa ...

    Gamestöðin tekur við notuðum tölvuleikjum og leikjatölvum, lagar rispur á diskum og „sjænar“ þá upp fyrir nýja eigendur. Hugmyndin er ekki bara snjöll heldur alveg í takt við umhverfishugsun og meðvitaða neyslu. Krakkarnir eru hrifnir enda fá þeir eitthvað fyrir gömlu leikina og geta keypt sér nýja/notaða mun ódýrara en ef þeir væru glænýir. Gamestöðin greiðir þriðjung af söluverði ...

    Nátturan.is hefur nú fengið staðfestingu á því að fyrirtækið Náttúran er ehf. sem stendur að vefnum fái nú framlag á fjárlögum Alþingis í annað sinn en vefurinn fékk einnig úthlutun árð 2008. Við erum óumræðinlega þakklát fyrir þá viðurkenningu sem felst í úthlutuninni og lítum björtum augum til framtíðarinnar og þess að vefurinn verði enn öflugra tæki til þess ...

    Sama dag og hinn ný ji forseti Barack Hussein Obama tekur við völdum í Bandaríkjunum nær mótmælaaldan á Íslandi því að verða borgarastyrjöld í eiginlegri merkingu þess orðs. Um tvöþúsun manns komu saman við þingsetningu við Alþingishúsið í gær og stóðu stigmagnandi mótmæli langt fram á nótt. Fjöldi manns var handtekinn og piparúða og kylfum beitt gegn börnum og gamalmennum ...

    Náttúran.is er rekin af styrkjum og tekjum af auglýsingum sem hafa undanfarið dregist verulega saman. Mikil vinna fer fram í sjálfboðavinnu. Þeir sem vilja leggja Náttúrunni lið með fjárframlögum geta gert það hér til vinstri á siðunni í gegnum PayPal kerfið (undir póstlistaskráningunni). Einnig er hægt að leggja framlag beint inn á bankareikning Náttúrunnar ef það kemur sér betur ...

    Menntun, reynsla, fyrri störf og aðdragandi vefsetursins Náttúran.is

    Ég byrjaði 16 ára gömul í Myndlista og handíðaskóla Íslands. Útskrifaðist úr málaradeild árið 1978 fór svo til Parísar í nám við École Nationale Supérieure des Beaux-Arts og síðan til München í Akademie der Bildenden Künste þaðan sem ég lauk námi í málun og grafík árið 1983 með Diploma (M.F ...

    Ecofont er nafn á letur-fonti sem þróaður hefur verið með það fyrir augum að gera prentun umhverfisvænni með því að minni prentsvertu þurfi til prentunarinnar. Ecofont.eu er sameiginlegur vettvangur fyrir þróun á þessu sviði og er vefurinn ecofont.eu sá staður sem hægt er að nálgast fontinn til notkunar í stafrænni prentun. Fonturinn er ókeypis.
     
    Fyrirtækið SPRANQ creative communications ...
    Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra kynnir nýjar áherslur Tækniþróunarsjóðs við opnun kynningar á starfsemi sprotafyrirtækja í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 9. janúar kl. 14:00.

    Sprotafyrirtæki kynna starfsemi sína bæði föstudag og laugardag.

    Á laugardag kl. 13:00 verður fjallað um brúarsmíði milli sjóða og sprota og gerð grein fyrir opinberum stuðningi við nýsköpun.

    Meðal þáttakenda eru Marorka, Mentor, Mentis Cura, ORF,  Kine ...

    Atvinnusköpun á Íslandi mikilvægt málefni einmitt núna. Heimskaffimálþing verður haldið á Háskólatorgi Háskóla Íslands þ. 12. janúar nk. frá kl. 17:45-21:00 og mun það fjalla um það hvernig unnt sé að framleiða íslenska hönnun á Íslandi.

    Í svokölluðum heimskaffisamræðum eru engir sérfræðingar og allir taka þátt í að þróa nýjar hugmyndir sjá theworldcafe.com
    Allir hönnuðir, frumkvöðlar, fjárfestar ...

    Landsmenn fjölmenntu á mótmælafundi á þremur stöðum á landinu í dag. Í fyrsta sinn var mótmælt á Ísafirði, og í 12. sinn á Akureyri. Til 13. mótmælafundar eftir Kreppu kerlingu var boðað undir yfirsögninni „Breiðfylking gegn ástandinu“ í suddanum í miðborg Reykjavíkur í dag. Átta ára stúlka Dagný Dimmblá Jóhannsdóttir var einn framsögumanna og var ræða hennar full af eldmóði ...

    Náttúran.is hefur fjallað um málefni sem snerta náttúru og umhverfi frá opnun vefsins þ. 25. apríl árið 2007. Fréttir sem birtust fyrir þann tíma á vefnum Grasagudda.is eru einnig birtar hér á Náttúrunni og spannar Náttúran.is því umhverfistengdar fréttir allt aftur til ágústmánaðar 2005. Til að fá sem best yfirlit yfir það sem borið hefur á góma ...

    Næstum því allt sem við gerum skapar einhvern úrgang eða hefur einhverja mengun í för með sér. Úrgangsfjallið sem fellur til á hverju ári er stórt og á hverju ári fara stór landflæmi undir urðun sorps. Að draga úr úrgangsmyndun er eitt það besta sem hægt er að gera fyrir umhverfið. Myndun úrgangs felur í sér sóun á hráefnum sem ...

    Almanak SORPU bs er nú komið út í áttunda skipti en það var að þessu sinni unnið í samstarfi við Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Almanakinu er dreift á öllum starfsstöðvum SORPU, s.s. á endurvinnslustöðvum og í Góða hirðinum, nytjamarkaði SORPU og líknarfélaga. Það er einnig sent í alla skóla og leikskóla á höfuðborgarsvæðinu, sem og aðra samstarfsaðila SORPU. 

    Flest verkin ...

    Kæri Náttúrunnandi

    Vefurinn Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund, verður tveggja ára eftir rúma fjóra mánuði og er því eins og aldurinn segir til um, enný á að þroskast og vaxa. Á árinu tókum við nokkur risastór skref til að auka sýnileika á grænu hliðunum á tilverunni og gera þær sýnilegri öllum. Við aðstandendur Náttúrunnar trúum því að ekki sé hægt ...

    Nokkuð óvænt munum við íbúar Sólheima vera með jólamarkað á göngugötu Kringlunnar næstu þrjá daga, fimmtudag, föstudag og laugardag. Markaðurinn verður staðsettur á neðstu hæð og verður opið á sama tíma og verslanir Kringlunnar eða frá kl. 10-22.

    Sólheimar verða með vörur frá öllum vinnustofunum sem og vörur frá Garðyrkjustöðinni Sunnu, þ.e. Gulrótarmarmelaði, Jólachutney og annað góðgæti. Allir eru ...

    Um þessar mundir er Landvernd að kynna Bláfánann fyrir rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda og er frestur til að sækja um og/eða endurnýja aðild fyrir árið 2009 til loka febrúar nk. Sjá hér á Græna Íslandskortinu hverjir eru með Bláfánann og Bláfánaveifu og hvar þeir eru á landinu (veljið „Land og lögur/Strendur og smábátahafni“..

    Nú líður að því að ...

    Íslenskir blómadropar Kristbjargar hafa að geyma innsta eðli ferskrar og óspilltrar náttúru landsins. Þeir eru framleiddir úr tæru, íslensku vatni hlöðnu tíðni villtra, íslenskra jurta. Jurtirnar eru einungis tíndar fjarri mannabyggð og allri umferð, þar sem þær eru ósnortnar, hreinar og í sínum fulla krafti. Blómadroparnir innihalda íslenskt vatn og tíðni eða útgeislun plantnanna. Segja má að útgeislun þeirra sé ...

    Síðan fréttir af uppstokkun í ríkisstjórn Íslands voru boðaðar í fyrradag hafa náttúruverndarsinnar, félög og grasrótarsamtök á náttúru- og umhverfisverndarsviði slegið skjaldborg um sitjandi umhverfisráðherra Þórunni Sveinbjarnardóttir en hún hafði verið nefnd sem einn af þeim ráðherrum sem hugsanlega yrði hrókerað í tilraun ríkisstjórnarinnar til að halda velli í stöðugt sterkari mótbyr vegna stöðunnar og þeirri ringulreið og ráðaleysi sem ...

    Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hefur á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].

    Allt sem Eymundur framleiðir hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú hans vottun frá vottunarstofunni Túni um 100% lífræna ræktun í Vallanesi. Bygg, olíur ...

    Rabarbía rabarbarakaramellur og tvær tegundir af rabarbarasultum eru nú komnar í sölu hér á Náttúrumarkað en bændurnir á Löngumýri á Skeiðum, þau Kjartan Ágústsson og Dorothee Lubecki framleiða vörurnar. Rabarbaraakrarnir á Löngumýri eru lífrænt vottaðir af vottunarstofunni Túni og er rabarbarinn undirstaðan í öllum vörum Rabarbía. Vörurnar sjálfar bera ekki lífræna vottun enn sem komið er en stefnt er að ...

    Laugardaginn 13. desember kl. 14.00 heldur Paul Hawken opinn fyrirlestur í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu 15, í Bókasal á annarri hæð. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!

    Björk Guðmundsdóttir frumflutti lag sitt Náttúra á vinnufundi um íslenskt samfélag, sem hún skipulagði í október. Lagið var síðan selt á vef Nattura.info. Ágóðinn af sölunni fer í að flytja til landsins ...

    Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna en best er að forðast að kaupa „rusl“. Flest sveitarfélög taka á móti helstu endurvinnsluflokkum og er þar stuðst við Fenúrflokkana. Með skipulagi heimafyrir ...

    Smíðafélagið ehf í Keflavík hefur um nokkurra ára skeið endurnýtt tréspænir sem falla til á verkstæðinu og framleitt úr þeim eldivið fyrir arna og kamínur. Eldiviðarkubbarnir eru úr samanpressuðu sagi og spænum, án allra aukaefna. Bruni kubbanna er hægur og neistalaus. Eldiviðarkubbarnir eru náttúrulegur eldiviður úr efni sem annars væri sópað í ruslið og hent á haugana. 

    Sjá vef Smíðafélagsins ...

    Auðlind - Náttúrusjóður var kynntur við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands þann 20. júní sl. (sjá frétt) og síðan stofnaður við aðra hátíðlega athöfn á sama staða mánudaginn 1. desember. 

    Á vef sjóðsins audlind.org segir m.a.: Náttúra Íslands er þjóðararfur, sameign núlifandi og komandi kynslóða. Náttúrusjóðurinn Auðlind er stofnaður til að standa vörð um auðlindir, lífsgæði og fjölbreytni íslenskrar ...

    Litli Þorlákur er haldinn hátíðlegur í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit en það er laugardagurinn fyrir fyrsta í aðventu. Þennan dag er fólk að klára undirbúninig aðventunnar, huga að kransinum, jóladagatölum, aðventukertunum og Húskarlahangikjötinu sem allt þarf að vera komið á sinn stað fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.

    Þessi dagur hefur eftir því sem árin hafa liðið orðið mikill stemnings-dagur í Jólagarðinum ...

    Viltu deila þekkingu þinni til að rækta nýjan sprota?
    Ertu með viðskiptahugmynd en vantar liðsstyrk?
    Viltu stofna fyrirtæki en vantar viðskiptahugmynd?

    Koma svo! hjálpa þér að finna fólk með þekkingu eða hæfni sem passar við þína hæfileika.
    Koma svo! þjálfar teymi um fyrirtæki eða viðskiptahugmynd.

    Þrír fundir eru fyrirhugaðir á vegum Koma svo! en að framtakinu standa Kaffitár, Útflutningsráð, Samtök ...

    Í tilefni af 50 ára afmæli VSÓ Ráðgjafar býður fyrirtækið til morgunverðarfundar miðvikudaginn 3. desember kl. 8:30 til 10:00 á Grand Hótel.
    Á fundinum verður fjallað um landslagsgreiningu og þau tækifæri sem hún býður upp á í tengslum við skipulagsvinnu og ákvörðun um útfærslu framkvæmda.  

    Dagskrá:

    • Hugtakið „Landslag“ og regluverkið - Rut Kristinsdóttir, sviðstjóri á Skipulagsstofnun
    • Landslagsgreining  við mat ...

    Saga Medica ehf gerði í dag samning um dreifingu á vörum sínum í Norður Ameríku og Bretlandi en fyrirtækið hefur um langt skeið stefnt að því að koma vörum sínum á framfæri á erlendum mörkuðum. Vörurnar verða í smásölu á netinu en hvannartöflurnar SagaPro verður fyrsta varan til að fara formlega í dreifingu og sölu í Bandaríkjunum. SagaPro hvannartöflur eru ...

    Á Náttúrmarkaðinum hér á vefnum eru nú fáanlegar tvær vörur frá Urtasmiðjunni á Svalbarðsströnd. Urtasmiðjan fékk nýlega vottun um að jurtirnar sem notaðar eru í framleiðsluna séu tíndar á landi í lífrænni/sjálfbærri aðlögun. Meðal jurtanna má nefna blágresi, blóðberg, vallhumal og ætihvönn. Vottunin tryggir að meðferð lands og nytjastofna sé í samræmi við kröfur um sjálfbæra nýtingu. 

    Skoðið Græðismyrslið ...

    Í dag laugardaginn 1. nóvember boða Nýir tímar til borgarafundar í Iðnó kl. 14:00 og mótmæla á Austurvell kl. 15:00. Nýir tímar er ekki stjórnmálaafl heldur sameiningartákn fyrir þá sem sætta sig ekki við að núverandi valdhafar, þeir sem sigldu okkur í kaf, fái að „greiða úr“ óreiðunni líka.

    Vefurinn kjósa.is er óháð framtak og safnar undirskriftum ...

    Hitt Húsið, Neytendasamtökin og Reykjavíkurborg standa fyrir ókeypis fjármálafræðslu fyrir ungt fólk, 16-25 ára,í Hinu Húsinu Pósthússtræti. Námskeiðið er ókeypis!
    Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera færir um að stjórna eigin fjármálum á ábyrgan hátt. Allir þátttakendur fá í hendur USB lykil sem hefur að geyma persónulegt bókhaldsforrit og fjármálafræðslu á mannamáli.

    Námskeiðið er fyrir þá sem:

    • Vilja ...

    Söfn, setur, sýningar, gestastofur, garðar, gallerí, matsölustaðir og matarverkefni verða í forgrunni á Suðurlandi helgina 7.-9. nóvember á Safnahelgi Suðurlands. Framboðið er mikið og fjölbreytilegt, allt frá listsýningum til markaða og fjölskylduleikja, tónleika og hlaðborða.

    Á vefnum sofnasudurlandi.is má lesa sig nákvæmlrga til um dagskrána, hver býður uppá hvað hvar, klukkan hvað og hvernig. Hér á græna kortinu ...

    Á Náttúrumarkaðinum, vefversluninni hér á vefnum fæst umhverfisvænn þvottalögur „Bjarmi“ en hann er framleiddur af Kaupverki ehf. Sápuóperunni á Hvolsvelli.

    Bjarmi er handunnin íslensk framleiðsla án allra ilm- og litarefni eða annara aukaefna. Bjarmi hefur reynst mjög vel til allra mögulegra þrifa og vinnur vel á erfiða bletti og erfiða fitu. Bjarmi fæst í tveimur stærðum: Sjá Bjarma í 5 ...

    SagaMedica er tvímælalaust eitt áhugaverðasta fyrirtæki sem sprottið hefur upp á Íslandi á síðustu árum.

    SagaMedica - Heilsujurtir ehf. var stofnað þann 27. júní árið 2000. Tilgangur með rekstri fyrirtækisins var að þróa og framleiða hágæða heilsuvörur úr íslenskum lækningajurtum og markaðssetja heima og erlendis. Að stofnun fyrirtækisins stóðu Dr. Sigmundur Guðbjarnason, Steiný ór Sigurðsson, Bændasamtök Íslands, Ævar Jóhannesson og Þráinn ...

    Náttúrulækningafélagið opnaði nýlega verslunina og veitingastaðinn Krúsku við Suðurlandsbraut 12. 

    Tilgangur staðarins er að bjóða upp á úrval lífrænna tilbúinna rétta, meðlæti, eftirrétti, súpur og salöt auk heimabakaðs brauðs. Hægt er að borða á staðnum, fá sent eða tekið með í vinnuna eða heim. Krúska býður upp á úrvals grænmetis- og kjúklingarétti auk þess sem þar eru seldar vottaðar lífrænar ...

    Barack Obama var í nótt kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna. Griðarleg fagnaðarlæti brutust út um gervöll Bandaríkin þegar að úrslitin voru ljós. Ríki um allan heim fagna einnig og sjá Bandaríkin í nýju ljósi vonar og bjartsýni en eitt aðalslagorð Obama í kosningunum var „CHANGE“.

    Obama hefur boðað róttækar aðgerðir gegn lofslagsbreytingum en hann mun nú á næstu árum hafa tækifæri ...

    Viðbrögð íslenskra almannaheillasamtaka við afleiðingum fjármálakreppunnar? Á hvern hátt ættu þau að breyta forgangsröðun verkefna sinna? Hvernig förum við að því að styrkja þessi samtök til að takast á við krefjandi aðstæður?

    Hin ný stofnuðu samtök „Samtök um almannaheill“ boða til fundar að Hallveigarstöðum Túngötu 14, Reykjavík fimmtudaginn 6. nóvember kl. 09:00 - 12:00 um breytt hlutverk almannaheillasamtaka á ...

    „Íslenskt á tankinn, já takk!“ er yfirskrift málstofa á vegum Brimborgar, í samstarfi við Íslenska NýOrku og Ford, sem fram fer miðvikudaginn 5. nóvember í sýningarsal Brimborgar að Bíldshöfða 6 á milli klukkan 15:00 og 17:00.

    Málstofan er öllum opin. en þar verður fjallað um vetni sem orkubera framtíðarinnar. Fjallað verður um vetni sem framtíðarkost fyrir samgöngur, nýjungar ...

    „Nýjar leiðir í atvinnusköpun á umbrotatímum“ var yfrisögn kynningar samvinnuverkefnis nema úr Listaháskólanum og Háskólanum í Reykjavík í Þjóðleikhúskjallaranum í gær föstudag. Hugmyndin var að kynna hugmyndirnar fyrir dómnefnd Klaks nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og fjárfestum eins og um raunverulega viðskiptahugmyndir væri að ræða. Auðvitað geta hugmyndirnar einnig þróast í að verða framleiðsluverkefni en framtíðin mun skera úr um það, alveg eins ...

    Fyrr í mánuðinum fékk Elding / Hvalaskoðun Reykjavík ehf. fullnaðarvottun Green Globe „Green Globe Certified“. Fyrirtækið hefur  unnið að þessu markmiði síðastliðin tvö ár. Green Globe setur viðmið um umhverfis- og samfélagslega frammistöðu fyrirtækjanna í þeim tilgangi að þau fái vottun og bæti sig sífellt á því sviði.

    Helstu markmið Eldingar eru:

    • Kappkosta að finna lítið/minna mengandi orkugjafa fyrir dagleg ...

    Gogoyoko.com er tónlistar-markaðstorg byggt á hugmyndafræði siðgæðis- eða sanngirnis í viðskiptum.

    Á vefnum segir m.a. „Við erum engir gaurar í háhþsum sem eyða tíma og peningum. Við erum listamenn sem erum að gera draumavettvang fyrir okkur sjálfa og aðra listamenn og auðvitað fyrir hlustendur.“

    Gogoyoko er afsprengi samvinnu milli tónlistarmanna- og annarra listamanna sem hafa komið upp nýjum ...

    Að gerast græn er ekki eitthvað sem maður montar sig af. Það er mjög mikilvægt. Mórölsk skylda hvers manns og mikill ábyrgðarhlutur! Þess vegna erum við rosaleg glöð að tilkynna að MAD GERIST GRÆNT!  Ekki hafa áhyggjur, við ætlum ekki að birta heilsíðuauglýsingar, en þú átt eftir að lesa um þetta á auglýsingaskiltum, á strætó og á veggspjöldum í neðanjarðarlestunum ...

    Fjölmenningarsamfélagið Ísland spratt fram á örfáum árum. Nú er að verða breyting þar á þar sem farandverkamenn og heilu fjölskyldur innfllytjenda flþja nú land svo hundruðum og þúsundum skiptir. Sumir vegna þess að þeim hefur þegar verið sagt upp störfum og aðrir vegna þess að þeir sjá sér og sínum ekki lengur hag í því að vera hér áfram. Fyrir ...

    Útflutningsráð Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir ráðstefnu á Hilton Nordica  miðvikudaginn 15. október kl. 13:00-17:00 , þar sem m.a. hollenski hönnuðurinn Max Barenburg mun halda fyrirlestur.

    Max Barenburg er þekktastur fyrir að hafa hannað Bugaboo barnakerruna sem nú er ein mest selda barnakerra í heimi og úr varð milljarða evra fyrirtæki þar sem kerran er táknmynd hins ...

    Sunnudaginn 12. október kallaði Björk Guðmundsdóttir og samstarfshópur um Náttúra.info saman hóp fólks og stefndi til vinnubúða í Háskólann í Reykjavík. Tllefnið var að velta upp möguleikunum sem eru í stöðunni hér á landi til framýróunar og nýsköpunar.

    Náttúran.is, Klak nýsköpunarmiðstöð, atvinnuþróunarfélög víðs vegar af landinu, listamenn, frumkvöðlar og fjárfestar tóku þátt í vinnunni sem verður áfram haldið ...

    Á morgun hefst Airwaves tónlistarhátíðin í Reykjavík og er dagskráin ótrúlega fjölbreytt í ár. Sjá vef hátiðarinnar.

    Á Kaffi Hljómalind er frítt inn en á alla atburði en samskotatunnur verða á staðnum fyrir klink sem flækist fyrir í vösum þakklátra tónleikagesta :)

    Dagskráin í Hljómalind:

    Miðvikudagur 15. október:

    15.00 - 17.00
    SESAR A
    ROTTWEILER
    WC EINAR KRAUSFIELD
    SPACEMEN
    MÆLGINN MC ...

    Hrun á peningamörkuðum hefur haft gríðarleg áhrif á okkur öll og margir góðir menn og konur eru á barmi gjaldýrots og fyrirtæki í mörgum geirum að verða óstarfhæf. Það er þó mikilvægt að loka sig ekki af með vandamálin heldur fara út á meðal fólks og borða hollan og góðan mat til að styrkja taugar og kropp.

    Á höfuðborgarsvæðinu er ...

    EFLU var formlega hleypt af stokkunum 10. október 2008 þegar sameiningarferli fjögurra verkfræði- og ráðgjafarstofa var lokið og nýtt fyrirtæki orðið til, en það er meðal stærstu ráðgjafarfyrirtækja landsins. Að EFLU stóðu: Verkfræðistofan Afl (stofnuð 1987), Verkfræðistofan Línuhönnun (stofnuð 1979), RTS – Verkfræðistofa (Raftæknistofan - stofnuð 1988) og Verkfræðistofa Suðurlands (stofnuð 1973).

    EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki, öflugt þekkingarfyrirtæki, sem veitir ...

    Á síðum Treehugger.com, einum flottasta umhverfisvef í heiminum í dag segir:

    Sigurrós fer í hljómleikaferð til Japan í næsta mánuði, og þegar er uppselt á alla tónleikana. Þeir munu spila eina aukatónleika, sem lýsir vel þeim gífurlegu vinsældum sem hljómsveitin ný tur nú um allan heim. Eins og við vitum er Ísland lítið land með stór vandamál, efnahagslega. Sigur ...

    Gálgahúmor á nú kannski ekki við þess dagana en ýmislegt annað hljómar óviðkunnanlega og merking peninga er að umbreytast í hugum fólks og ekki bara þar. Sumir segja að kapitalisminn hafi hreinlega runnið sitt skeið og nú verði að koma til nýtt hagkerfi, nýtt konsept. Félagasamtök og stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar vinna nú að því að reyna að hugsa skýrt ...

    Marorka hlaut í umhverfisverðlaun Norðarlandaráðs í dag en fyrirtækið var eitt af 37 einstaklingum og fyrirtækjum sem tilnefnd voru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár.

    Þetta er í fjórtánda sinn sem norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunin eru veitt. Verðlaunafé nemur 350.000 dönskum krónum. Þema umhverfisverðlaunanna í fyrra var sjálfbært borgarumhverfi og komu verðlaunin þá í hlut danska sveitarfélagsins Albertslund.

    Náttúru- og ...

    Vefsíðan Birkiland.is tekur afstöðu með íslenskri hönnun af fullum krafti. Verslunin sem er bæði vefverslun og sprettur einnig upp öðru hvoru, í samhengi við sýningar og kaffisölu. Einnig mun fyrirtækið standa að ýmsum útgáfum sem varpa ljósi á íslenska hönnun. Vefur Birkilands er aðeins á ensku í samræmi við markhópinn sem talað er til.
    • Við trúum því að Ísland ...

    Verkefnið Beint frá býli fór af stað fyrir nokkrum árum fyrir tilstuðlan Landbúnaðarráðuneytisins undir handleiðslu Bændasamtaka Íslands en hefur nú verið landað í hendur bændanna sjálfra sem stofnað hafa Beint frá býli - Félag heimavinnsluaðila en félagið var stofnað að Möðrudal á Fjöllum nú í byrjun árs. Sjá þátttakendur og staðsetningu hér á grænum síðum og grænu Íslandskorti.

    Merki félagsins var ...

    Í ljósi algerlega nýrra aðstæðna er nauðsynlegt að skoða stöðuna og velta upp spurningunni hvað peningar eiginlega séu. Staðreyndin er að vandamál peningaumhverfisins nú eru ekki byggðar á tímabundnum vandræðum sem strauja má á stuttum tíma. Vandamálið leysist kannski ekki við það að flett hefur verið ofan af leyndarmálinu á bak við hugmyndina að peningum en það gefur allavega möguleika ...

    Í ljósi atburða dagsins, mestum örlagadegi Íslandssögunnar, einmitt nú, í miðri sláturtíð, hitnar blóðið í landanum og krafan um að ekki bara einhverjir taki ábyrgð á fjármálakreppunni í landinu heldur mjög ákveðnir menn, og aðrir menn í bönkum o.fl menn. Mér og örugglega allnokkrum öðurm hafa borist hvetjandi skeyti í formi facebook-grúppu-þátttöku-hvatninga netskeyta þar sem boðið er til hóps ...

    Brekkulækur er bóndabær í Húnaþingi vestra, 200 km frá Reykjavík. Bærinn stendur við Miðfjarðará og næsta þettbýli er Hvammstangi, 20 km í burtu.

    Nú eru 5 ár liðin síðan kjötið frá Brekkulæk var vottað frá vottunarstofu TÚN ehf. og hefur það fengið góð meðmæli kaupanda. Lífræn ræktun felur í sér að ekki er borinn tilbúinn áburður á túnin, lyfjagjöf ...

    Í grein á Green Guide síðum The National Geographic er öfundast út í Íslendinga fyrir að eiga gnægt orku en yfirsögn greinarinnar sem birtist þ. 28. ágúst á síðum thegreenguide.com er Iceland's Energy Eden.

    „Ímyndið ykkur stað þar sem hægt er að fara í heita sturtu án þess að vera með slæma samvisku; þar sem það að skrúfa ...

    Landvernd stóð fyrir kynningu á Vistvernd í verki fyrir atvinnulífið í sal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 1. okt. Á fyrirlestrinum sögðu brautryðjendur Global Action Plan (GAP) í Evrópu, þau Marilyn og Alexander Mehlmann og Peter van Luttervelt, frá vinnustaðaverkefni GAP í Evrópu og víðar. Farið var yfir helstu þætti verkefnisins og rætt um mögulega þróun þess á Íslandi. Hollendingurinn Peter van Luttervelt ...

    Fyrirtækið Grænar lausnir ehf við Mývatn var stofnað á árinu 2005 með það í huga að þróa aðferðir til framleiðslu á vörubrettum úr pappír og pappa. Eftir langt þróunarferi og 600 milljónir króna hefur verksmiðjan nú hafið framleiðslu á vörubrettum úr dagblaðaúrgangi en tilraunir leiddu í ljós að dagblöð henta ágætlega sem hráefni í bretti til vöruflutninga. Tæknin munu vera ...

    Rauðpunktaherferð Glitnis sem dundi á þjóðinni í allt of langan tíma hefur nú loks verið sjúkdómsgreind og meðhöndluð sem „græðgi, sólund og forsjárleysi“.

    Í annarri herferð bankans fyrir Save&Save sparnaðarreikninginn var einnig auglýst út í hið óendanleg að verið væri að bjarga náttúrunni þar sem bankinn myndi leggja 0,1 prósent mótframlag „til umhverfismála“ í Glitnir Globe, sjóð sem á ...

    Gísla Tryggvasyni talsmanni neytenda var boðið til Silfur Egils í hádeginu á sunnudaginn og dró hann þar fram skýra mynd af stöðu mála neytenda í landinu. Gísli kallaði eftir aðgerðum „strax“ því staða heimilanna væri nú þannig orðin að fólk gæti hreinlega ekki mætt fjárhagslegum skuldbindingum sínum sem hækkað hafa um tugir prósenta við hrun krónunnar og vaxtaprósentuna á undanförnum ...

    Vatnsverksmiðja Icelandic Water Holdings ehf. var gangsett á föstudag en verksmiðjan mun veita um 60 manns vinnu og annar hún í fyrsta áfanga átöppun um hundrað milljón lítra af vatni á ári og áætlanir eru um að auka framleiðslugetuna verulega þegar fram líða stundir. Verksmiðjan er í landi Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn og er um 6.700 fermetrar að ...

    Í Fréttablaðinu í dag birtist auglýsing frá Kópavogsbæ um kynningarfund um breytt skipulag á Kársnesi. Þar sem auglýsingin er lþtt áberandi sjá Náttúruverndarsamtök Íslands ástæðu til að benda íbúum sérstakleg á mikilvægi fundarins.

    Fundurinn er haldinn til að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti kynnt sér tillögu bæjarins um 1.000 nýjar íbúðir og 13 ha. landfyllingar á Kársnesi. Áhrifin verða stórfelld ...

    Í frétt í 24 stundum í dag er fjallað um að snyrtivöruframleiðandinn Clarins skoði nú möguleikann á því að framleiða vörur sem Birgir Þórðarson hjá Sunnan Vindum hefur þróað fyrir nuddstofuna Nordica Spa um nokkurra ára skeið. 

    Um „eldfjallameðferðina/Volcano treatment - the power of Icelandic nature“ sem boðið er upp á á Nordica Hilton Spa segir Birgir þetta í stuttu ...

    Á Sjávarútvegssýningunni sem haldin verður 2.-4. október nk. mun íslenskt umhverfismerki fyrir fiskafurðir verða kynnt til leiks. Merkið á að vísa til íslensks uppruna afurðanna og ábyrgra fiskveiða. Heimilt verður að nota það á öllum mörkuðum fyrir sjávarafurðir. Merkið má einnig nota á afla íslenskra fiskiskipa úr deilistofnum sem lúta heildarstjórnun. Frá þessu er skýrt í frétt frá Fiskifélagi ...

    Námstefna Vistverndar í verki „Menntun til sjálfbærni - sjálfbær lífstíll - sjálfbær fyrirtækjarekstur - sjálfbær samfélög“ verður haldin að Sólheimum í Grímsnesi dagana 3.-5. október 2008.

    Ætlunin með námskeiðinu er að hleypa nýju blóði í æðar Vistverndar í verki á Íslandi. Frumkvöðlar verkefnisins þau Marilyn og Alexander Mehlmann koma til landsins til að leiðbeina á námsstefnunnni en þau hafa unnið að því ...

    Vikuna 15. – 19. september verður haldin endurvinnsluvika í fyrsta sinn á Íslandi. Úrvinnslusjóður stendur að átakinu í samvinnu við umhverfisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Sorpu, Gámaþjónustuna, Íslenska gámafélagið og Endurvinnsluna.

    Lögð verður áhersla á að kynna mikilvægi endurvinnslu fyrir íslenskt samfélag, sérstaklega á pappa, pappír og plasti. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu fyrir unglinga þar sem kannanir benda til að fólk á ...

    Á vef umhverfisráðuneytisins var í gær birt frétt um að ráðuneytið hafi sett sér umhverfisstefnu og umhverfisstefnan birt í heild sinni (sjá fréttina) Sú staðreynd að áður hafi sjálft ráðuneyti umhverfismála ekki sett sér stefnu í eigin málaflokki er í sjálfu sér fréttnæmt og líklega fréttnæmt út fyrir landsteinana.

    Sjálfsagt er því að nota tækifærið og benda á að á ...

    Breska fyrirtækið Natracare hefur á undanförnum árum unnið brautryðjendastarf við þróun á umhverfisvænum lausnum til framleiðslu á hreinlætusvörum. Natracare framleiðir dömubindi af öllum gerðum, brjóstapúða fyrir mæður með börn á brjósti, tíðatappa, blautþurrkur og nú eru bleiur á teikniborðinu hjá Susie Hewson frumkvöðli fyrirtækisins.

    Nú hefur Natracare fengið umhverfisvottunina Svaninn á allar vörur sínar sem gera þær enný á áhugaveraðari ...

    Dagana 17. - 19. október nk. verður haldið námskeið að Sólheimum í Grímsnnesi og munu önnur þrjú námskeið fylgja í kjölfarið. Námskeiðin byggjast á mannspekikenningum/anthroposopy Rudolf Steiner um 7 ára tímabil lífsins og möguleika manneskjunnar til andlegs þroska. Leiðbeinandi er hollendingurinn Henk-Jan Meyer.

    17. - 19. okt. 2008 - „7 ára tímabilin“ - Leiðbeinandi: Henk-Jan Meyer

    14. - 16. nóv. 2008  -  „Heilsa og sjúkdómar ...

    Að fara í réttir var fastur liður í lífi flestra Íslendinga, fyrir ekki svo löngu síðan. Við réttir hittast sveitungar og fagna því að fé sé komið af fjalli og stutt í ný slátrað. Oft er kátt í réttunum og gaman fyrir börn og fullorðna að upplifa óðagotið og lætin. „Oft er miðað við að réttað sé föstudag eða fimmtudag ...

    Sýning í anddyri Norræna hússins í Reykjavík frá 06.09. -14.09.2008.

    Tilgangur grænna korta víða um heim er að gera vistvæna kosti á sviði viðskipta, menningar og ferðaþjónustu sýnilegri og aðgengilegri. Græn kort hafa nú verið þróuð í 475 borgum, þorpum og hverfum í 54 löndum. Ísland er fyrsta „landið“ til að þróa grænt kort fyrir allt landið ...

    Að undanförnu hefur Náttúran.is greinilega náð athygli kennara í skólum landsins. Mikið er hringt og spurt um hvort nota megi upplýsingar af vefnum og af Náttúruspilunum okkar til kennslu og kynningar á hinum ýmsu umhverfisþáttum daglegs lífs.

    Náttúran.is gefur að sjálfsögðu leyfi til slíks enda hlutverk vefsins að rata sem viðast og hafa sem mest áhrif á neysluvenjur ...

    Vorið 2008 hófst samvinna milli Náttúrunnar og Önnu Karlsdóttur lektors í mannvistarlandfræði og ferðamálafræðum við Verkfræði og Náttúruvísindasvið Háskóla Íslands um gerð Græns Íslandskorts/Green Map og fjámagnaði Háskóli Íslands einnig hluta verksins. Sjá vef Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

    Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

    Í kvöld var haldinn undirbúningsfundur um „Samtök um bíllausan lífsstíl“ á Kaffi Sólon en hópurinn var orðinn það stór á Facebook að tími þótti til að ganga í að undirbúa stofnun samtaka í hinum þrívíða heimi. Hópurinn sem telur nú þegar um þúsund manns hefur það sameiginlega áhugamál að vinna að því að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri ...

    Menningarnótt verður haldin laugardaginn 23. og aðfaranótt sunnudagsins 24. ágúst nk. Á Menningarnótt lifnar yfir miðborginni sem aldrei fyrr, viðburðir eru í boði innan dyra sem utan, hverjir öðrum skemmtilegri. Í ár verður dagskráin fjölbreyttari en nokkru sinni (að sögn skipuleggjenda) og á fjórða hundrað viðburðir eru í boði fyrir gesti.

    Á vef Menningarnætur er að finna allt um nóttina ...

    Á hálfrar aldar afmæli mínu sem kom mér gersamlega að óvörum fyrir nokkrum dögum síðan, gaf dóttir mín....sem veit að ég hef ekki tíma né áhuga á neinu nema því sem kemur yngsta beibíinu mínu og áhugamáli númer 1,2 og 3 (fyrir utan hin tvö, þessi þrívíðu sem ég fæddi auðvitað og karlinum sem kþs að eyða sólarhringunum ...

    Í Skaftholti í Gnúpverjahreppi er stundaður lífrænn búskapur. Þar hefur ennfremur verið unnið meðferðarstarf í 28 ár. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar. Þar búa nú um 16 manns en 20 manns koma að starfseminni á einn eða annan hátt. Mikil uppbygging hefur átt sér stað en þeir einstaklingar sem búa í Skaftholti þurfa friðsælt umhverfi og mikilvægur ...

    Sveitamarkaður verður haldinn á Landbúnaðarsýningunni Hellu frá föstudeginum 22. til sunnudagsins 24. ágúst*. Í boði er allt að 300 fermetra svæði undir markaðinn sem haldinn verður í stóru tjaldi á steyptu plani fyrir ofan reiðhöllina á Hellu, en í sama tjaldi verða veitingar seldar. Markaðurinn er hugsaður sem staður þar sem einstaklingar og félagasamtök geta selt heimagerðar afurðir og/eða ...

    Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar sagði í gær að það veki undrun sína hve margir ráðamenn og leyfisveitendur séu reiðubúnir til þess að gera upp hug sinn og taka afstöðu til matsskyldra framkvæmda þó fullkomin óvissa ríki um umhverfisáhrifin“. Hann segir ennfremur að þessi viðhorf komi í veg fyrir að lögin um mat á umhverfisáhrifum ný tist sem tæki í ákvörðunartöku ...

    Í tilefni af Blómstrandi dögum í Hveragerði um næstu helgi verður bænum skipt upp í þrjú hverfi, hvert hverfi hefur sinn lit; bláan, rauðan eða bleikan lit og hafa allir bæjarbúar verið hvattir til að taka þátt í að lita bæinn með því að skreyta húsið sitt, garðinn sinn og jafnvel bílinn sinn með tilheyrandi lit, td. með því að ...

    Út er komin bókin „Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar“ eftir Hildi Hákonardóttur. Útgefandi er bókaútgáfan Salka. Í bókinni er rakin saga ræktunar  á Íslandi, og reyndar víða um heim, með sérstakri áherslu á upphaf kartöfluræktar. Höfundurinn, Hildur Hákonardóttir, hefur ferðast allt frá Suður – Ameríku til Eyrarbakka og kynnt sér hvernig fólk þróaði ræktunaraðferðir. Hún fjallar um mismunandi tegundir og ...

    Nú um helgina lýkur sýningarröð kennd við dali og hóla en átta listamenn eiga hér hlut að máli. Þau eru: Eric Hattan, Hildigunnur Birgisdóttir, Hreinn Friðfinnsson, Kristinn G. Harðarson, Magnús Pálsson, Sigurður Guðjónsson, Þóra Sigurðardóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir sem er ennfremur sýningarstjóri. Dalir og hólar í Dölunum og Reykhólasveit er umgjörð verkanna ef svo mætti að orði komast. Listamennirnir vinna ...

    Handverkshátíðin „Uppskera og handverk“ verður haldin í 16. sinn dagana 8.-10. ágúst. Þema sýningarinnar í ár er „miðaldir“. Opnunartími sýningarinnar er kl. 10.00-19.00 alla dagana. Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni. Handverksfólk víðsvegar af landinu mun kynna og selja handverk sitt, einnig mun fjölbreyttur hópur handverksmanna erlendis frá sækja okkur heim.

    Samsýning á verkum ellefu leirilstakvenna frá Íslandi ...

    Opinn landbúnaður er vettvangur bænda til þess að bjóða gesti velkomna í sveitina. Nýlega gáfu Bændasamtökin út bækling um búin sem bjóða fólk velkomið í sumar. Bæklingurinn er snilldarlega myndskreyttur af Brian Pilkington. Bæklingnum er ætlað að veita allar nauðsynlegar upplýsingar um þá sveitabæi sem starfa undir merkjum Opins
    landbúnaðar.

    Gestir eru hvattir til að kynna sér vel þá starfsemi ...

    Veraldarvinir eru samtök sjálfboðaliða sem standa nú að verkefni sem m.a. sný r að því að hreinsa alla strandlengju Íslands. Verkefnið er 7 ára í ár en síðan árið 2002 hafa tvöþúsund sjálfboðaliðar tekið þátt í verkefninu bæði af íslenskum og erlendum uppruna.

    Leiðin að umhverfis- og menningarlegri samkennd:

    Sjö ár eru ekki langur tími í lífi sjálfboðaliðasamtaka en ...

    Í frétt á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að prentsmiðjan hjá GuðjónÓ hafi fengið endurnýjað Svansleyfi sitt, í þetta skiptið fyrir prentsmiðjuna í heild, en reglum Svansins var breytt á síðasta ári, þannig að slíkt varð mögulegt.

    Hjá GuðjónÓ, vistvæn prensmiðja, fékk fyrst vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins í ársbyrjun 2000. Skilyrði fyrir að fá Svansmerkingu eru hert á nokkurra ára fresti ...

    Miðaldasteming mun ríkja á Gásum helgina 19. og 20. júlí milli kl 11 og 17. Á Laugardeginum 19. Júlí kl 12:30 mun Svanfríður I. Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, bregða sér i gervi héraðshöfðingja og setja kauptíðina á Gásum að fornum sið og sönghópurinn Hymnodia syngur lög frá miðöldum. Að því loknu gefst gestum miðaldadaganna kostur á því að upplifa starfshætti ...

    Bændur og aðrir framleiðendur eru í auknum mæli farnir að efna til markaða þar sem framleiðsluvörur þeirra eru á boðstólum. Vörurnar eru ýmist matvara, blóm, jurtir eða handverk af ýmsum toga. Hér er listi yfir þá markaði sem vitað er um í sumar:

    Í Mosskógum Dalsseli Mosfellsbæ, hefur verið starfræktur vinsæll bændamarkaður til fjölda ára og þangað kemur fjöldi íbúa ...

    Skógargöngur með fræðsluívafi, jafnt fyrir unga sem aldna eru haldnar í Vaglaskógi í sumar. Ávallt er lagt af stað frá plani við búðina.

    Njótið náttúrufegurðar og fræðist um leið:
    26. júlí - Sveppafræðsla kl 13:30 Guðríður Gyða leiðir gönguna og fræðir um sveppina í skóginum.
    2. ágúst jurtaskoðun kl 14:00 Ketill Tryggvason leiðir gönguna og fræðir um jurtirnar sem ...

    Frá og með árinu 2012 verður allt flug til og frá EES-svæðinu skattlagt vegna kolefnislosunar skv. tilskipun sem samþykkt var í Evrópuþinginu nú í vikunni. Flugfélögin munu þá þurfa að greiða kolefnisskatt fyrir 15% af losun sinni. Ennfremur munu flugfélögin þurfa að draga markvisst úr útblæstri eða um 3% á árinu 2012 og síðan um 5% árlega til 2020.

    Reiknað ...

    34. leiðtogafundur G8-ríkjanna

    Í gær hófst 34. leiðtogafundur G8-ríkjanna í Toyako borg á Hokkaido eyju í Japan. Á dagskrá fundarins eru m.a.umhverfis- og efnahagsmál og þróunaraðstoða við fátækustu löndin. Eitt aðalviðfangsefni fundarins er matvælaskorturinn í heiminum og síhækkandi olíuverð. Leiðtogar Afríkuríkin hvöttu iðnveldin á hádegisfundinum í gær til að gera ráðstafanir vegna hækkandi matar- og olíuverðs enda ...

    Þessi litli lóuungi var á vappi í Grímsnesinu í dag, sennilega í leit að móður sinni. Unginn stikaði stórum skrefum í háu grasinu og var á hraðferð út í heim. Heiðalóan [Pluvialis apricaria] kemur til landsins snemma vors og boðar sumarið. Þegar sést til fyrstu lóunnar er vorið sannarlega komið. Lóan yfirgefur landið í lok október og er þá stutt ...

    Alþjóðlega ráðstefna um möguleika og hlutverk hönnunarrannsókna sem tæki til að efla sjálfbæra þróun verður haldin í Torino á Ítalíu dagana 10.-13. júlí nk.

    Ráðstefnan sem ber yfirsögnina „Að breyta breytingunum“ (Changing the change) hefur það að markmiði að breyta af leið og taka þátt í sjálfbærri mótun samfélagsins með hönnun sem verkfæri.

    Sérstök áhersla verður lögð á að ...
    Sýning á útsaumsverkum verður haldin í Fjárhúsinu að Núpi 1, undir Vestur Eyjafjöllum (vegur nr. 246). Sýningin var opnuð laugardaginn 28. júní og stendur til sunnudagsins 13. júli og verður opin alla daga frá kl. 13:00-18:00. en þar verða til sýnis og sölu útsaumslistaverk sem unnin eru í samvinnu við Margréti Einarsdóttur Long, myndlistarmann og yfir 80 konur ...

    John McCain lýsti því yfir þ. 23. júní sl. að hann myndi verðlauna þann bílaframleiðands sem þróað gæti næstu kynslóð rafhlöðu í rafdrifna bíla. Verðlaunaféð á að nema 300 milljónum dollara en auðvitað kemur ekki til þeirrar úthlutunar verði McCain ekki kosinn næsti forseti Bandaríkjanna en McCain er nú í kosningarferð í Kaliforníu. Forsetaframbjóðandinn leggur áherslu á að hvetja til ...

    Á fimmtudagskvöldum í júní og júlí býður þjóðgarðurinn fræðimönnum og öðrum áhugamönnum um staðinn að fjalla um hugðarefni sín tengd Þingvöllum. Allar gönguferðirnar hefjast kl. 20:00 við fræðslumiðstöðina við Hakið og taka um 2 kls. Næstkomandi fimmtudag þ. 3. júlí verður gengið með Guðrúnu Nordal prófessor í íslensku og fjallar hún um Sturlungu og Þingvelli en þingstaðurinn er sögusvið ...

    Náttúrukortið er kort af Íslandi sem gefur yfirsýn yfir þau svæði sem fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða raska á annan hátt vegna stóriðjuáforma á Íslandi. Svæðin eru flokkuð eftir því hvort þau eru óröskuð, röskuð eða fullvirkjuð.

    Auk ljósmynda af hverju svæði um sig eru veittar ítarlegar náttúrufarsupplýsingar. Sum þessara svæða eru þegar horfin, önnur langt gengin og ...

    Yfir þrjátíu þúsund manns sóttu tónleikana Náttúru í köldu blíðskaparveðri í Laugardalnum í kvöld. Fólk tók að streyma í Laugardalinn seinnipartinn og um þann mund sem Sigur Rós steig á svið var hlíðin á móti sviðinu orðið þétt setinn. Jafnvægi og kærleikur lá í loftinu enda tilefni tónleikanna stuðningur við náttúruna og allt sem við verndun hennar styður. Þegar Björk ...

    In just a couple of hours you will be able to view Náttúran.is in an English version under the url Nature.is. The Nature.is - an eco-conscious network team has been working relentlessly at translations for months now and it is finally getting there.

    Nature.is presents local and global news and practical tips on; nature, health related issues ...

    Grænt Íslandskort er samvinnuverkefni Náttúran.is og alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems™ og Háskóla Íslands. Græna Íslandskortið byggist á flokkunarkerfi Green Map og umfangsmikilli forvinnu Náttúran.is við skráningar aðila á Grænar síður og slær smiðshöggið á kortlagningu vistænna kosta í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi. Kortið birtist á íslensku á Náttúran.is og á ensku á Nature.is í ...

    Björk, Sigur Rós, Ólöf Arnalds, Ghost Digital og Finnbogi Pétursson koma fram á útitónleikum í Laugardal í kvöld. Tónleikarnir hefjast í brekkunni fyrir ofan Þvottalugarnar kl. 17:00 og standa til kl. 22:30 Listamennirnir vilja með þeim vekja athygli á náttúru Íslands og náttúruvænum atvinnugreinum.

    Tónleikahaldarar treysta því að umhverfisvænir tónleikagestir sýni vistvernd í verki og gangi vel um ...

    The idea for Nature.is was born during the ‘lost’ fight for the preservation of Kárahnjúkar during the winter of 2002-3 and has been developing ever since. The idea is based on the fact that by raising environmental awareness and the environmental participation of the general consumer it is possible to use the market forces to solve many of the ...

    Fréttagátt fyrir alla
    Náttúran.is er óháður regnhlífarvefur og birtir skoðanir allra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Hver sem er getur sent inn frétt og tilkynnt um viðburð. Þær fréttir sem birtar eru á Náttúrunni verða að birtast undir nafni höfundar og ber höfundur einn ábyrgð á skrifum sínum.

    Siðferðileg mörk
    Náttúran áskilur sér rétt til að taka ...

    Urmæðan um vistænt eldsneyti tekur reglulega kippi og dalar svo aftur í umræðunni hér á landi. Nokkrar atrennur hafa verið gerðar til að fá stjórnvöld til að rýmka fyrir tollum á bíla sem ganga fyrir vistvænni orku en olíu en útkoman varð sú að rýmkað var fyrir tollum á pallbílum sem gerði landann snarvitlausan í þau tæki. Afleiðingarnar urðu svo ...

    Fyrirtækið Sögumiðlun ehf. hefur starfað frá árinu 2002 og aðsetur þess er í náttúruparadísinni í Kjós í nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Helsta verkefni Sögumiðlunar er hönnun og uppsetning sögusýninga af ýmsu tagi en einnig hönnun á ýmiss konar kynningarefni, s.s. bæklingum, upplýsingaskiltum og fleiru.  Sögumiðlun kemur að viðburðarstjórnun og hönnun sýninga vítt og breytt um landið.

    Útilegumenn í Ódáðahrauni - goðsögn ...

    Í dag var margt um manninn skammt frá bökkum Þjórsár í landi Skaftholts í Gnúpverjahreppi en Sól á Suðurlandi og Náttúruverndarsamtök Suðurlands höfðu boðað til gróðursetningar þúsund bjarka í landi Skaftholts.

    Þúsund bjarkir voru gefnar af Garðyrkjustöðinni Sunnu á Sólheimum. Í Bjarkarlundinum miðjum var síðan plantað þyrnirósum sem tákni fyrir hljómsveitina Sigur Rós. Skógræktin tengist söngkonunni Björk og hljómsveitinni Sigur ...

    Í dag var Auðlind - Náttúrusjóður kynntur við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands. Fjöldi manns var viðstaddur kynninguna og andi náttúruverndar og bjartsýni ríkti í salnum þegar að þau Andri Snær Magnason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, frú Vigdís Finnbogadóttir og Guðmundur Páll Ólafsson fluttu erindi um gildi auðlindarinnar „náttúru“, hver með sínum áherslum og lagi. Í stuttu máli er hlutverk sjóðsins að stuðla ...

    Þrátt fyrir mikinn viðbúnað, sérfræðinga og umhverfisráðherra á staðnum var björninn við Hraun veginn eftir að hann styggðist og hljóp í átt til sjávar var sagt í beinni útsendingu á Rás 1. þegar að atburðurinn átti sér stað.

    Í frekari umfjöllunum hefur síðan komið fram að dýrið hafi hlaupið „í átt að fjölmiðlafólki“ en Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn nefnir það ...

    Lambagras [Silene acaulis] skartar nú sínu fegursta á kjvörsvæðum sínum um allt land. Lambagrasið er ein af algengustu jurtum landsins segir á floraislands.is.

    Það vex á melum, söndum og þurru graslendi. Það vex jafnt á láglendi sem hátt til fjalla, víða í 1100-1200 m hæð á Tröllaskaga. Það hefur hæst fundist í 1440 m hæð á Hvannadalshrygg. Lambagrasið myndar ...

    Fjölpóstur eru dagblöð og auglýsingaefni sem kemur óumbeðið í póstkassann okkar. Hvert heimili fær að meðaltali um 176 kg. inn um lúguna á ári. Þeir sem ekki telja sig hafa gagn af fjölpósti geta nú afþakkað hann á pósthúsum og fengið miða til að líma á póstkassann hjá sér um að ekki sé óskað eftir fjölpósti „Engan fjölpóst - takk!“. Nú ...

    Í dag fagna sveitarfélögin á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull þeim tímamótum að fá vottun Green Globe sem sjálfbær og umhverfisvæn samfélög.
    Snæfellsbær er fyrsta samfélag í Evrópu til að ná þessum áfanga og þau fjórðu í heiminum.

    Sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru: Eyja og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

    Áður hafði Snæfellsnes áunnið sér Green Globe. Sjá hér á ...

    Í dag er haldið upp á dag umhverfisins hjá Sameinuðu þjóðunum, sjá vef Sameinuðu þjóðanna um daginn.

    Að því tilefni er vel við hæfi að benda á að umhverfisráðuneytið hefur gefið út fræðslubækling um loftslagsmál.

    Í bæklingnum er sagt frá orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Þá er einnig greint frá aðgerðum sem grípa verður til svo koma megi í veg fyrir ...

    Líkan að þjóðgarðsmiðstöð fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð verður til sýnis í Sparisjóði Ólafsvíkur til 6. júní en fyrirhugað er að reisa miðstöðina á Hellissandi á næstu árum. Líkanið er vinningstillaga arkitektastofunnar ARKÍS í samkeppni sem haldin var vorið 2006.

    Í tengslum við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kvótaskerðingu fékk Snæfellsbær fjárveitingu til byggingar hússins. 50 milljónum verður úthlutað árlega næstu fjögur árin. Stefnt er ...

    Fjárfestingarsjóðurinn Arev N1 hefur keypt upp fyrirtækið Yggdrasil en höfðu áður keypt helming í fyrirtækinu.

    Fyrirtækið Yggdrasill var stofnað af Hildi Guðmundsdóttur og Rúnari Sigurkarlssyni en þau hjónin byrjuðu með litla verslun á horni Frakkastígs og Kárastígs árið árið 1986 og var tilgangurinn með stofnun félagsins að selja eingöngu lífrænt ræktaðar matvörur og aðrar vörur af bestu fáanlegu gæðum. Í ...

    Gríðarlegt los varð á grjóti og stórum björgum úr Ingólfsfjalli en upptök skjálftans voru einmitt í sprungu sem liggur suður og norður í gegnum fjallið. Stór björg rúlluðu niður hlíðar fjallsins og mikinn reykarmökk lagði af fjallinu á meðan á skjálftunum stóð og þar á eftir. Nokkur björg lentu ofan í skurðum og fóru hoppuðu einnig yfir skurði. Fjallið er ...

    Við jarðskjálftann stóra á Suðurlandi þ. 29. maí sl. opnuðust nýir hverir á annars lítt virku hverasvæði fyrir ofan Garðyrkjuskóla ríkisins sem nú er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands.

    Um nokkra samliggjandi hveri er að ræða sem að sýna mikla virkni. Hverasvæðið fremst í Grænsdal/Grændal hafa einnig eflst við jarðhræringarnar og leggur mun meiri gufu upp frá efri hluta Hveragerðis ...

    Jarðskjálftinn í gær hafði meðal annars þau áhrif að virkni í einnar þriggja borhola Orkuveitu Reykjavíkur í Hverahlíð tvöfaldaðist. Það er holan sem nú blæs undir hlíðinni og þá telja kunnugir sig einnig hafa orðið vara við aukna yfirborðsvirkni í hverunum sem hlíðin er kennd við og blasa við frá þjóðveginum.

    Viðbúið er að hverir á Hengilssvæðinu hafi eflst og ...

    Orð dagsins 30. maí 2008

    Lífhermun (e: Biomimicry) felur í sér mikla nýsköpunarmöguleika. Þannig getur stýring hnúfubaka á eigin hjartslætti kennt mönnum nýjar leiðir í hönnun hjartagangráða, vængir eyðimerkurbjöllu fela í sér vísbendingar sem gætu leitt til framfara í söfnun vatns - og þurrkþolin upprisuplanta í Afríku getur kennt mönnum að geyma bóluefni án þess að setja þau í kæli.

    Þetta ...

    Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun hafa lagt til að Reykjadalur og Grændalur og svæðið þar fyrir norðan og að Bitru verði verndað sem friðland.

    Svæðið er nr. 752 á Náttúruminjaskrá.

    Svæðislýsing:
    Grændalur og Reykjadalur liggja upp af Hveragerði. Grændalur sem er næst ósnortinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls norðvestan hans. Dalirnir eru hluti af eldstöð sem kennd er við Hengil ...

    Íslenska geitin var flutt hingað til lands með landnámsmönnum en síðan hafa geitur ekki verið fluttar til landsins, þ.e. í 1100 ár. Stofninn telur í dag aðeins um 400 dýr, sem er trúlega einn minnsti einangraði geitastofn heims og er hann því í bráðri útrýmingarhættu vegna fæðar hér á landi. Geitin er talið elsta nytjadýr mannsins en geitamjólk er ...

    Skipulagsstofnun leggst gegn því að Bitruvirkjun á Hellisheiði verði reist vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Þá setur stofnunin skilyrði fyrir Hverahlíðarvirkjun.

    Á vef Skipulagsstofnunar, má nálgast álitið en þar segir m.a. að um sé að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og búi svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist ...

    Í dag opnaði sýningin „Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist“ að Kjarvalsstöðum en á sýningunni eru mörg ný verk eftir framsæknustu listamenn landsins sem byggja á ólíkum hugmyndum þeirra um náttúruna sem fyrirbæri í ljósmynda- og vídeólist.

    Sýningin spannar allt frá ljósmyndum frá fyrri hluta tuttugustu aldar til innsetninga sem ungir og þekktir, íslenskir listamenn hafa gert. Sýningarstjóri er Æsa ...

    Martha Scwhartz sýnir á Kjarvalsstöðum en sýningin opnar þ. 18. maí og stendur til 20. júlí. Martha Schwartz er einn kunnasti, núlifandi landslagsarkitekt í heiminum.

    Innsetning hennar í garði Kjarvalsstaða skírskotar í senn til sýningarinnar Ægifegurðar og upplifunar listamannsins á náttúrunni og umræðunni um nýtingu og verndun náttúrunnar. Martha hefur unnið fjölmörg verk í þéttbýli og fer jafnan ótroðnar slóðir ...

    Grænt bókhald er hvorki tískuhugtak né bóla heldur ákveðin viðurkennd aðferðafræði til að halda utanum mælanleg áhrif starfsemi fyrirtækja á umhverfið.

    Landsvirkjun hefur staðið fyrir þróun á grænu bókhaldsforriti sem öllum er boðið að sækja, kynnast og nota að vild án endurgjalds. Aðeins þarf að óska eftir að fá forritið sent með tölvupósti á vef Landsvirkjunar. Skoða nánar á vef ...

    Á Degi umhverfisins, þ. 25. apríl sl. var liðið eitt ár síðan að Náttúran.is fór í loftið. Til að kynna vefinn og innihald hans hönnuðum við svokölluð Náttúruspil, úrval góðra ráða af vefnum í formi stokks þá með 48 góðum ráðum. Spilunum var dreift víða en einungis í kynningarskyni. Nú á eins árs afmæli vefsins er fyrsta upplagið uppurið ...

    Á þriðjudaginn 13. maí rennur út frestur til að gera athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Ölfuss 2002-2014 sem varða atriði nr. 1 í auglýsingunni, Bitruvirkjun; bygging allt að 135 MW jarðvarmavirkjunar.

    Gert er ráð fyrir að senda þurfi útprentað bréf með undirskrift sem auk þess gæti verið ítrekað með netpósti á Sveitarfélagið Ölfuss en það nægir víst ekki að ...

    Á Náttúrumarkaðinum hér á vefnum bjóðum við upp á úrval af Svansmerktum hreinlætisvörum sem fyrirtækið Servida flytur inn.

    Markmiðið með Svaninum, Norræna umhverfismerkinu, er að auðvelda þér og öðrum neytendum að velja vörur sem hafa sem minnst skaðleg áhrif á umhverfið. Kröfur Svansins miðast við allan lífsferil vörunnar/þjónustunnar, frá vöggu til grafar. Það þýðir að áhrif vörunnar eru metin ...

    Afgerandi meirhluti atkvæða í netkonsingu Landverndar um Gjábakkaveg vill að núverandi vegstæði verði fært til betri vegar. Gild atkvæði voru 1.351 en 15 atvæði reyndust ógild. Aðferðafræðin sem kosningin byggðist á nefnist raðval og gefur kost á að velja um 1.-5. sæti. Útkoma stigareikninga var þessi:

    Leið 1, lagfæring núverndi vegstæðis: 4.039,0
    Leið 2, vegur norðan ...

    Málþingið Spor til framtíðar - menntun til sjálfbærni verður haldið í Kennaraháskóla Íslands þann 16. maí nk. frá kl. 12:30 - 17:00.

    Inngangserindi flytur Kennert Orlenius lektor frá Svíþjóð. Í málstofum munu kennarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum og fulltrúar sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka kynna og ræða verkfefni og aðgerðir sem stuðlað gætu að menntun til sjálfbærrar þróunar. Í kjölfarið ...

    Á aðalfundi Greenpeace Nordic sem haldinn var í Stokkhólmi um helgina 26.-27. maí var Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands endurkjörinn í stjórn samtakanna til næstu þriggja ára.

    Stjórn Greenpeace Nordic mótar stefnu í samræmi við stefnu Greenpeace International og er ábyrg fyrir fjármálum samtakanna en daglegur rekstur er í höndum framkvæmdastjóra. Stuðningsmenn Greenpeace Nordic voru á síðasta ári 137 ...

    Á sýningunni Vistænn lífsstíll sem haldin var í Perlunni þ. 25.-26. apríl kynnti Marianne Guckelsberger verslunina Klausturvörur. Sérstaða verslunarinnar felst í innflutningi og sölu á vörum sem framleiddar eru í klaustrum víðs vegar í Evrópu. Mörg hráefnanna eru ræktuð í klausturgörðum á vistvænan eða lífrænan hátt og framleiðslan byggist á aldgömlum hefðum.

    Kaþólsk klaustur hafa verið starfrækt í u ...

    Í tilefni Dags umhverfisins þ. 25. apríl stóð umhverfisráðuneytið, SORPA og Úrvinnslusjóður fyrir sýningunni Vistvænn lífsstíll í Perlunni. Frú Vigdís Finnbogadóttir veitti m.a. bæklingnum Skrefi framar viðtöku en frú Vigdís er verndari Landverndar og flutti hugvekju í kjölfar móttöku bæklingsins. Eitt af því sem að hún tók til meðferðar í ræðu sinni var nafn Staðardagskrár 21 á Íslandi en ...

    Með það fyrir augum að leiða í ljós vilja landsmanna varðandi Gjábakkaveg hefur Landvernd í samvinnu við Lþðræðissetrið, Morgunblaðið og mbl.is efnt til netkosninga um legu vegarins. Fimm leiðir eru kynntar og kostir þeirra og gallar dregnir fram á óhlutdrægan hátt. Undirbúningur efnis var á höndum Freysteins Sigurðssonar, Þórunnar Pétursdóttur og Guðrúnar Tryggvadóttur stjórnarmanna í Landvernd.

    Kosningaraðferðin sem beitt ...

    Á sýningunni Vistænn lífsstíll sem haldin var í Perlunni þ. 25.-26. apríl kynnti verslunin Þumalína vöruúrval sitt sem samanstendur m.a. af umhverfisvænum mæðra- og ungbarnafatnaði og lífrænum húðvörum. Þumalína hefur á boðstólum viðurkennd vörumerki s.s.:People Tree, JoHa og Organic Babies.

    Á vef Þumalínu segir m.a.:

    • Vörur okkar eru framleiddar með efnum og aðferðum sem endurspegla ...

    Á sýningunni Vistænn lífsstíll sem haldin var í Perlunni þ. 25.-26. apríl kynnti Garðyrkjufélagið starfsemi sína sem er bæði fjölbreytt og fræðandi. Ýmislegt fríðindi eru í boði fyrir nýja félagsmenn.

    Á vef félagsins gardurinn.is er m.a. skemmtilegt dagatal garðyrkjumannsins. Um apríl-maí er þetta sagt:

    Apríl – maí

    Nú er verulega farið að halla að vori, sólin farin að ...

    Á sýningunni Vistænn lífsstíll sem haldin var í Perlunni þ. 25.-26. apríl kynnti verslunin Börn náttúrunnar Demeter-vottuð leikföng, fatnað úr ull, silkislæður o.m.fl.

    Börn náttúrunnar er í eigu fimm einstaklinga, heillar fjölskyldu. Fjölskyldumeðlimirinir heita; Sigrún Halldóra, John, Ynja Blær, Kara Lind og Þula Gló.

    Verslunin er ofarlega á Skólavörðustígnum en hægt er að skoða hluta af því ...

    Á sýningunni Vistænn lífsstíll sem haldin var í Perlunni þ. 25.-26. apríl kynnti Góði hirðirinn starfsemi sína.

    Markmið Góða hirðisins er að endurnýta húsmuni og láta gott af sér leiða, því ágóðinn af sölunni rennur til góðgerðarmála.

    Í Góða hirðinum fást m.a. smávörur, bækur, plötur, DVD diskar, barnavörur, raftæki ýmis konar, stólar, sófar, borð, skápar, hillur, hurðir, hjól ...

    Dagur umhverfisins var haldinn hátiðlegur á marga vegu á Íslandi í dag

    Umhverfisverndarsinnar Samfylkingarinnar flykktust til byggingarsvæðis álvers í Helguvík og gróðursettu tvö tré, eitt nefnt Össur og hitt Þórunn, Gísli Marteinn Baldursson komst aftur í sviðsljósið með því að ætla að spyrja Reykvíkinga hvernig hægt sé að lifa „enn umhverfisvænna lífi“ í Reykjavík, Félag umhverfisfræðinga stóð fyrir málþingi um ...

    Á íbúafundi sem bæjarstjórn Hveragerðis efndi til í Grunnskóla Hveragerðis í gærkvöldi til kynningar og umræðu um áformaðar virkjanir Orkuveitu Reykjavíkurvið í Hverahlíð og við Bitruháls. Ingólfur Hrólfsson sviðsstjóri hjá Orkuveitunni kynnti áformaðar virkjanir, Eyþór H. Ólafasson formaður skipulags og byggingarnefndar kynnti sjónarmið Hveragerðisbæjar og Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar lýsti sjónarmiðum náttúruverndarsinna.

    Fundurinn stóð í heilar fjórar klukkustundir enda var ...

    Á föstudaginn var birtist á heimasíðu Landsvirkjunar frétt um nýja stjórnarskipan fyrirtækisins. Þar á meðal var formaður Landverndar Björgólfur Thorsteinsson sem skipaður hefur verið fyrsti varamaður í stjórn Landsvirkjun. Að sögn Björgólfs bar boð um setu í stjórninni brátt að og var tekið með fyrirvara um að sátt væri um það í stjórn Landverndar.

    Svart-hvítur raunveruleikinn kristallast í umræðunni sem ...

    Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24.apríl verður vetnisefnarafala -ljósavél um borð í hvalaskoðunarskipinu Eldingu tekin í notkun. Við sama tækifæri mun Nýsköpunarmiðstöð Íslands taka við kraftmiklum vetnisdrifnum Ford Focus. Ráðstefnugestir af ráðstefnunni North Atlantic Hydrogen Association sem haldin verður á morgun þ. 23. apríl hjá Orkuveitu Reykjavikur að Bæjarhálsi 1 er boðið að koma með í bátsferðina.

    Hvalskoðunarskipip Eldingin mun ...

    Nú liggja fyrir drög að stefnu um vistvæn innkaup ríkisins. Þau hafa verið í vinnslu frá árinu 2003. Það var fjármálaráðuneytið sem kallaði eftir stefnunnii og hún á að verða undirstefna innkaupastefnu ríkisins sem samþykkt var nóvember 2007. Stýrihópur um vistvæn innkaup stóð að undirbúningsvinnu vegna stefnunnar, en í stýrihópi eru fulltrúar frá Ríkiskaupum, umhverfisráðuneyti, Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær en þau ...

    Korn var ræktað á tæplega 4000 hekturum lands á liðnu sumri og voru ræktendur tæplega 500 að tölu. Eitt afkastamesta kornræktarbýli lansins Eyrarbúið á Þorvaldseyri kynnti afurðir sínar á sýningunni Handverk 2007 í Hrafnagili í Eyjafirði um síðustu helgi.

    Í 47 ár hefur Ólafur og áður faðir hans Eggert stundað kornrækt á Þorvaldseyri. Ólafur og Guðný kona hans kynntu bygg ...

    Nýlega var kynnt nýtt merki Umhverfisstofnunar sem auglýsingastofan Fíton hefur hannað fyrir stofnunina. Með nýjum forstjóra og nýjum áherslum má eiga von á að stofnunin anni hlutverki sínu enn betur en verið hefur undanfarin ár, á meðan að hún var í barnsskónum. Forstjóraskipti hafa verið ör en á skömmum tíma hefur í tvígang verið ný mannað í stól forstjóra. Nýr ...

    Kaupþing hefur stofnað nýjan verðbréfasjóð sem býður fólki að fjárfesta í verkefnum sem falla undir umhverfisvæna framleiðslu og tækniþróun á vistvænum nótum. Lágmarkskaup eru 10 þúsund kr. og 5 þúsund kr. í áskrift.

    Um fjárfestingastefnuna segir eftirfarandi á vef Kaupþings: Kaupthing Green Growth er hlutabréfasjóður þar sem lögð er áhersla á fjárfestingar í fyrirtækjum sem framleiða vörur sem stuðla að ...

    Hér á Náttúrumarkaðinum getur þú keypt gjafir og við sendum þær hvert á land sem er. Þú fyllir einfaldlega út nafn og heimilisfang þess sem á að fá gjöfina sem viðtakanda og málið er afgreitt. Ef þú óskar eftir því að viðkomandi fái sendan netpóst um að gjöf sé á leiðinni eða þú vilt að gjöfin verði send af stað ...

    „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að það eru aðeins tveir möguleikar í stöðunni. Þ.e. að afkomendur okkar spyrji sig af hverju í ósköpunum við hefðum ekkert aðhafst til að sporna við þróuninni á meðan enn var tækifæri til eða að þeir spyrji sig hvernig í ósköpunum okkur tókst að finna styrk og hugrekki til að sporna ...

    Í kvöld átti Al Gore umhverfisverndarsinni per excellence, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fv. varaforseti Bandaríkjanna vinnukvöldverð með forsetanum og boðsgestum að Bessastöðum. Á fundinum voru flutt sjö erindi tengd loftslagsmálum. Al Gore sagði á blaðamannafundi þar fyrr í kvöld að Ísland myndi skipa mikilvægt hlutverk í þessum málum.

    Fjöldi fólks var samankominn aðl Bessastöðum í tilefni heimsóknarinnar, bæði boðsgestir og ...

    Kolviður - Icelandic Carbon Fund - er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti.

    Kolviður reiknar losun koldíoxíðs bifreiða og flugferða ásamt því hversu mörgum plöntum þarf að planta til kolefnisjöfnunar og kostnað við plöntun. Gegn greiðslu reiknaðrar upphæðar til Kolviðar telst fyrirtæki kolefnisjafnað. KPMG ...

    Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra boðaði til blaðamannafundar í dag kl. 16:00 þar sem tilkynnt yrði um úrskurða ráðuneytisins varðandi kæru sem Landvernd lagði fram v. álits Skipulagsstofnunar á umhverfismati v. álvers í Helguvík. Því er skemmst frá að segja að ráðherra úrskurðaði á þann veg að kæru Landverndar er vísað frá. Það þýðir með öðrum orðum að ekki verði gerð ...

    Austurlamb er nýjung í kjötviðskiptum á Íslandi og mikilvægt framfaraskref í sölu á íslensku lambakjöti. Félagið Austurlamb ehf. var stofnað árið 2007. Það yfirtók þá söluverkefnið Austurlamb af Sláturfélagi Austurlands og þjónar þeim bændum, sem selja vörur sínar beint til neytenda.

    Tilgangur félagsins er að sala lambakjöts og annarra kjötafurða ásamt skyldri starfsemi og tengdri þjónustu. Hluthafar í Austurlambi ehf ...

    Áralöng barátta Péturs M. Jónassonar vatnalíffræðings gegn áformaðri lagningu Gjábakkavegar #365 yfir Lyngdalsheiði, frá Þingvallavatni til Laugarvatns, hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum á síðustu dögum og vikum. Landvernd vann m.a. skýrslu og kort um möguleikana í stöðunni og kynnti nú á dögunum. Sjá frétt. Í kjölfarið hafa fjölmiðlar sýnt málinu meiri skilning og fjallað um málsmetandi atriði frá ...

    Baráttumaður um umhverfisvakningu, handhafi Friðarverðlauna Nóbels 2007 og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna Al Gore mun flytja fyrirlestur um hlýnun Jarðar á opnum morgunverðarfundi sem haldinn verður á vegum Glitnis og Háskóla Íslands þriðjudaginn 8. apríl og hefst fundurinn stundvíslega kl. 8:30.

    Fundarstjóri verður Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Al Gore verður staddur á Íslandi dagana 7.-8. apríl í boði ...

    Nýlega kynnti Landvernd samgönguráðherra skýrslu sem samökin hafa unnið í því augnamiði að rýna stöðuna, þörfina og möguleikana sem fyrir hendi eru með tillitil til kosta og galla. Rétta lausnin virðist á köflum vera vandfundin en niðurstaða Landverndar er sú að best væri, með tilliti til umhverfisáhrifa, að bæta þann veg sem fyrir er og mælir eindregið gegn lagningu hraðbrautar ...

    Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur hefur langa reynslu af matjurtarrækt og hefur náð undraverðum árangri með fjölda tegunda sem hún ræktar í garði sínum að Dalsá í Mosfellsá. Hún stendur nú fyrir námskeiði í ræktun matjurta í heimilisgörðum, á svölum og sólpöllum dagana 3. og 19. apríl og 22. maí, samtals 8 klst.

    Allar nánari upplýsingar og skráning til þátttöku hjá ...

    The Carbon Trust er kolefnissjóður sem settur var á laggirnar af bresku ríkisstjórninni árið 2001 en starfar sem sjálfstætt fyrirtæki. Sjóðurinn hefur það að markmiði að hvetja til minnkunar á losun kolefnis CO2 og vinna með samtökum og fyrirtækjum að þróun tækniaðferða sem geti stuðlað að minnkun kolefnislosunar í atvinnulífinu.

    The Carbon Trust er á þróunarstigi með CO2 Carbon label ...

    Í gær voru fréttir um byggingarleyfi í fæðingu fyrir álver í Helguvík áberandi í fjölmiðlum. Fréttamiðlar virðast taka upp slíkar fréttir að algerlega órannsökuðu máli. Í raun þýðir byggingarleyfi alls ekki að álver sé í höfn í Helguvík eins og látið er líta út fyrir. Nú þegar að efnahagsástandið er eins og það er og annað fyllerí myndi kaffæra þjóðarbúið ...

    Að Brekkulæk í Miðfirði er stunduð lífræn sauðfjárrætkt en kjötið er vottað af vottunarstofunni TÚN ehf. Athygli skal vakin á því að panta þarf snemma fyrir páskana! Sagað verður mánudagana 3. og 10. mars, óvíst er með 17. mars.
    Kjötið er selt í heilum skrokkum, frosið og sagað að óskum kaupanda. Hver skrokkur er frá 13-20 kg. Sent er frá ...

    Yfir 30 manns mættu á stofnfund Beint frá býli - Félags heimavinnsluaðila sem haldinn var á Möðrudal á Fjöllum á hlaupársdag. Fundarmenn ræddu um tilgang og markmið þessa nýstofnaða félags og bundu miklar vonir við verkefni næstu ára.

    Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun:
    Stofnfundur Beint frá býli – Félags heimavinnsluaðila, haldinn að Fjallakaffi í Möðrudal á Fjöllum þann 29. febrúar 2008, lýsir ánægju ...

    Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar var einn af frummælendum bæði á þingi Fjórðungssambands Vestfjarða dagana 23. og 24. febrúar sl. og á spjallfundi Græna netsins laugardaginn 1. mars sl.

    Bergur spyr hvort að olíuhreinsistöð sé það sem þarf til þess að viðhalda blómlegu lífi á Vestfjörðum og hvort að hún samræmist áformum um skuldbindingar og markmið Íslensku ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum? Bergur ...

    Væri ekki skemmtilegt fyrir borgarbörnin stór og smá að eignast lamb í sveitinni og fá að fylgjast með því þroskast og dafna. Ekki er langt síðan að Íslendingar voru bændaþjóð og  börnin fengu tækifæri til að dvelja á alvöru sveitabæ á sumrin. Nú er sagan önnur en eins og margir muna kannski eftir var það alveg sérstök tilfinning að eignast ...

    Hlutverk Úrvinnslusjóðs er skilgreint í lögum nr. 161/2002 um úrvinnslugjald (sjá lögin). Í stuttu máli er markmið laga þessara „að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna“.
    Umhverfisráðuneytið vinnur samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu (94/62/EB um umbúðir og umbúðaúrgang ...

    Í síðustu viku var tilkynnt um tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands en í hóp þeirra sem tilnefningu hlutu var verkefnið ICCE - Icelandic Carbon Credit Exchange.

    Viðskiptahugmyndin og nýsköpunarverkefnið ICCE fól í sér að undirbúa stofnun á íslenskri viðskiptastofu með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda og rannsaka ítarlega grundvöll og forsendur slíkrar viðskiptastofu. Niðurstaða verkefnisins er skýr og er það samdóma álit þeirra sem ...

    Í dag lýkur Norrænu matarhátíðinni Kræsingar og kæti í Norræna húsinu í Reykjavík en í kjallara Norræna hússins er vörusýning þar sem framleiðendur frá Íslandi og Norðurlöndunum kynna framleiðslu sína og gefa að smakka af kræsingunum. Náttúran.is kynnir einnig þjónustu vefsins enda er áhersla sýningarinnar á vistvæna og lífræna framleiðslu

    Auk sýningarinnar er fjölbreytt dagskrá fyrirlestra. Dagskráin í dag ...

    Nú stendur yfir Norræn matarhátíð Kræsingar og kæti í Norræna húsinu í Reykjavík og vörusýningin heldur áfram í kjallara Norræna hússins en síðasti dagur hennar er á morgun sunnudag. Fjöldi erlendra og íslenskra framleiðenda og þjónustuaðila kynna framleiðslu sína og gefa að smakka af kræsingunum.

    Auk sýningarinnar er fjölbreytt dagskrá fyrirlestra. Dagskráin í dag er:

    • 13:00 Kvikmynd. Nýr norrænn ...

    Nú stendur yfir Norræn matarhátíð Kræsingar og kæti í Norræna húsinu í Reykjavík en í dag opnar vörusýningin í kjallara Norræna hússins almenningi og verður opin fram á sunnudag. Fjöldi erlendra og íslenskra framleiðenda og þjónustuaðila kynna framleiðslu sína og gefa að smakka af kræsingunum.

    Auk sýningarinnar er fjölbreytt dagskrá fyrirlestra. Dagskráin í dag er:

    • 13:00 Keimur frá Þingeyjarsýslu ...

    Á undanförnum dögum hefur hver fréttin af annarri dunið á varðandi leyfisvæntingar, orku og flutningsleiðir fyrir áformað álver í Helguvík. Yfirlýsingar um að framkvæmdir væru í þann mund að skella á hafa verið gagnrýndar og rök færð fyrir því að alls ekki sé allt klárt í því sambandi. Vegur þar hvað þyngst að Landvernd kærði ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki ...

    Nú stendur yfir Norræn matarhátíð Kræsingar og kæti í Norræna húsinu í Reykjavík en hátíðin tengist Food & Fun hátíðinni að nokkuru leiti.

    Kræsingar og kæti snýst um að kynna hugtakið „ný Norræn matargerðarlist“ sem hefur vakið alþjóðlega athygli enda er verkefnið samnorrænt með fjölda erlendra sem íslenskra þátttakenda og snýst um að þróa, efla samvinnu um og vekja athygli ...

    Nú stendur yfir hátíð um Norræna matarmenningu í Norræna húsinu en hátíðin var sett á sunnudaginn var og stendur fram á næsta stunnudag. Í dag miðvikudaginn 20. febrúar er dagkráin sem hér segir:

    • 13:00 Íslenski draumurinn – útflutningsævintþri. The Icelandic dream – an export success story. Fyrirlestur / Lecture. Baldvin Jónsson.
    • 14:00 Blaðamannafundur / Press meeting. Í samvinnu við / In cooperation with ...

    Nú stendur yfir hátíð um Norræna matarmenningu í Norræna húsinu en hátíðin var sett á sunnudaginn var og stendur fram á næsta stunnudag. Í dag þriðjudaginn 19. febrúar er dagkráin sem hér segir:

    • 11:00 Keimur úr norðri. Börn og matarvenjur. Fyrirlestur og vinnustofa. Tastes from the north. Children and food habits. Lecture and workshop. Claus Meyer / Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ...

    Á sunnudaginn kl 14:00 hefst hátíðin Kræsingar og kæti - Ný norræn matargerðarlist í Norræna húsinu í Reykjavík. Max Dager opnar hátíðina kl. 14:00 en kl.14:15 hefst fyrirlestur og pallborðsumræður undir yfirsögninni „Er íslenskur matur bestur í heimi?“. Þátttakendur í pallborðsumræðunum eru; Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Emilía Marteinsdóttir deildarstjóri Matís, Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna, Einar ...

    Um síðustu helgi var 10. landsráðstefna Staðardagskrár 21 haldin að Hótel Örk í Hveragerði. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Sjálfbær þróun, betri heilsa og ný störf“. Á fyrri degi ráðstefnunnar var fjallað um tengsl umhverfis og heilsu út frá ýmsum sjónarhornum. Niðurstöður úr könnunum sem og reynsla af útikennslu og öðru samneyti manneskjunnar við óskpillta náttúru, sýna ótvírætt fram á mikilvægi þess ...

    Fræðaþing landbúnaðarins 2008 verður haldið dagana 7. - 8. febrúar í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar og í Ráðstefnusölum Hótel Sögu.

    Umhverfismál eru að verða stór þáttur í landbúnaðarstjórnun í nágrannalöndum okkar og ber þess glöggt merki í dagskrá Fræðaþingsins í ár að stjórnsýslan í kringum bændasamfélagið er að reyna að ná í skottið á sér með því að gefa heilsu- og umhverfisþáttum ...

    Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir jógakennari með meiru er ný komin heim frá Indlandi þaðan sem hún sækir sér visku og jóga þjálfun hjá kennurum sínum í litlu þorpi í Gujarat héraði. Kennsla hjá henni verður sem hér segir í vetur:
     
    Jóga á mánudögum og miðvikudögum í Kramhúsinu kl 12:00 – 13:15 og í Gerðubergi kl 17:15 – 18:30. Dans ...

    Um hundrað manns sóttu málþingið Suðurland bragðast best sem haldið var á Hótel Selfossi í gær. Dagskráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg en tilgangur hennar var fyrst og fremst að kynna möguleikana sem felast í matvælaframleiðslu byggða á hefðum og staðbundnum hráefnum í bland við nýjar hugmyndir t.d. í hönnun og umgjörð matarins.

    Alþjóðlegt vandamál, svæðisbundnar lausnir.
    „Klasi“ er ...

    Undir yfirskriftinni Suðurland bragðast best...lystaukandi fyrirlestrar boðar Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja til málþings að Hótel Selfossi þ. 30. janúar 2008 k. 13:00 - 17:00.

    Markmið málþingsins er að vekja athygli á framboði og nýsköpun í matvælaframleiðslu á Suðurlandi og að hvetja Sunnlendinga til þess að nýta matvæli úr heimabyggð. Þá er átt við heimamenn alla, en ekki síst ...

    Í dag hefst vika hinna endurnýjanlegu orkugjafa hjá Evrópusambandinu (European Union Sustainable Energy Week 2008). Þetta er annað árið í röð sem að slík vika er skipulögð og viðkvæðið í ár er „Taktu vikuna í að hugsa um morgundaginn“. Ný aðgerðaráætlun sambandsins um hvernig það hyggist stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum verður sérstaklega kynnt. Sjá frétt um ...

    Vík Prjónsdóttir er samvinnuverkefni Brynhildar Pálsdóttur, Egils Kalevi Karlssonar, Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, Hrafnkels Birgissonar, Þuríðar Rósar Sigurþórsdóttur og prjónastofunnar Víkurprjón í Vík í Mýrdal.

    Verkefninu var í upphafi ætlað að taka íslenska prjónaframleiðslu til rækilegrar endurskoðunar og hanna nýjar spennandi prjónavörur úr íslenskir ull. Það hefur tekist frábærlega vel. Frá byrjun var áhersla lögð á finna leiðir til að tengja ...

    Ferðaþjónustan í Vogafjósi á Vogum 1 í Mývatnssveit rekur kaffihús í fjósinu en þar geta kþrnar horft á gestina í gegnum gler og öfugt. Vogafjós býður uppá heimagerðan mat, t.d. heimagerða osta, kæfu, silung, hangikjöt og hverabakað brauð. Stutt er á Sandfell eða göngu um Dimmuborgir og Námaskarð og stuttur bíltúr í Jarðböðin.

    Hjá Vogafjósi er hægt að fá ...

    Um nokkra hríð hefur N1 undirbúið það að geta boðið upp á Biodísel á þjónustustöðvum sínum. Nýlega voru síðan opnaðar dælur fyrir Biodísel á þremur N1 þjónustustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og stefnt er að því að hafa þær víðar. Biodísel er nú í boð á þjónustustöðvunum við Hringbraut, Skógarsel og Reykjavíkurveg.

    Nokkur fyrirtæki hafa keyrt á Biodísel undanfarið við mjög góða ...

    Helgi Hjörvarr þingmaður Samfylkingarinnar spurði Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra í þingsal í dag um afstöðu hennar til olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum. Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði svaraði því að mengun frá olíuhreinsistöð á Vestfjörðum yrði gríðarlega mikil og að hún myndi auka losun gróðushúsalofttegunda á Íslandi um 30 prósen.

    Ráðherra sagði að stefnt væri að því að draga úr losun gróðurhúsaloftteguna á Íslandi um ...

    Pétur Mikkel Jónasson vatnalíffræðingur hyggst stefna umhverfisráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins til þess að fá hnekkt úrskurði ráðherra þess efnis að heimilt sé að leggja Gjábakkaveg (Lyngdalsheiðarveg) á milli Þingvalla og Laugarvatns eftir leið 7, nálægt ÞIngvallavatni. Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður Péturs mun leggja kæruna fram innan skamms. Ákvörðun ráðherra hafði á sínum tíma verið tekin án tillits til umsagnar ...

    Ölvisholt Brugghús ehf., er að hefja framleiðslu á nýjum sunnlenskum bjór „Skjálfta“ í Ölvisholti í Flóahreppi. Skjálfti mun koma á markað innan skamms. Bjarni Einarsson er framkvæmdastjóri Brugghússins sem sett var upp á seinni hluta síðasta árs.
    Valgeir Valgeirsson bruggmeistari mun stjórna framleiðslunni en hann er menntaður bruggmeistari og hefur verið starfandi í Skotlandi. Valgeir fékk sérstaka þjálfun hjá Gourmet ...

    Japaninn Dr. Yoshinori Nakagawa hefur þróað tannbursta sem hreinsar bakteríur og örverur úr munninum með virkni neikvæðra jóna.
    Neikvæðar jónir hafa lengi verið notaðar til hreinsunar vatns og lofts og gagnast því einnig vel við tannhreinsun. Lósvirk titan málmstöng er innan í skafti tannburstans og haus burstans. Þegar ljós frá ljósaperu, flúorljósi eða dagsbirtu fellur á málmstöngina gefur málmurinn frá ...

    Sérfræðingar Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna spá því að yfirborð sjávar muni hækka um sem nemur tveim og hálfum metrum til næstu aldamóta. Þetta er um fjörum sinnum meiri hækkun en Lofslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hafði spáð fyrir um á miðju síðasta ári. Ástæðan fyrir þessari geigvænlegu þróun er rakin til þess að bráðnun heimskautanna og jökla er mun örari en talið var fyrir ...

    Gríðarleg snjókoma er nú á Suðurlandi. Á Selfossi snjóar í dag álika mikið og í gær og virðist aukast frekar en hitt. Mjallarhólar eftir snjóruðningstæki og gröfur sem unnu af miklum krafti við að hreinsa götur og bílastæði í morgunsárið eru allt upp í 4 metra háir. Ótal slíkir hólar eru nú við götur bæjarins. Gullfallegt og rómantískt er þetta ...

    Hér t.v. á síðunni hefur nú verið opnað fyrir nýja áhugasviðsflokka og undirflokka sem eiga að auðvelda beint aðgengi að einstaka efnisflokkum sem hugur hvers og eins stendur til. Náttúran biður um biðlund lesenda sinna á meðan að verið er að virkja flokkana en það mun taka einhverjn tíma að ljúka við að flokka efni og setja fram á ...

    Ríkisstjórnin samþykkti í á föstudag þ. 11. janúar nýtt frumvarp um orkulög sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur unnið. Samkvæmt því mega opinber orkufyrirtæki ekki framselja auðlindir sínar með varanlegum hætti. Það á þó ekki við um Hitaveitu Suðurnesja, þar sem hún er að hluta til í einkaeigu.

    Svandís Svavarsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir nýtt frumvarp um orkulög ekki vera jafn ...

    Á meðan að Kárahnjúkavirkjun var í byggingu og í aðdraganda fyllingar Hálslóns var mikið rætt um að við þyrftum að doka við og bíða niðurstöðu af djúpborunarverkefninu áður en náttúra Íslands biði óbætanlegt tjón. Nú er verkefnið komið á skrið þó alls ekki sé víst hvort að hægt verði að beisla orku af slíku dýpi og enn óljósara hvenær niðurstöður ...

    Náttúran.is þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að birta auglýsingar hér á vefnum:

    Brimborg hf.
    DV
    Eldhestar
    Ergo - fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka
    Farfuglaheimilin í Reykjavík
    Gámaþjónustan hf.
    Happy Green KidsHertz bílaleiga
    Hjá GuðjónÓ ehf.
    IKEA
    Íslandsbanki
    Íslenska gámafélagið ehf.
    Kaffitár
    Landsbankinn
    Landsvirkjun
    Lýsi hf.
    Lifandi markaður
    Móðir jörð
    Náttúruverndarsamtök Íslands
    N1 hf.
    Netið markaðs- og rekstrarráðgjöf
    Norræna húsið
    Orkuveita Reykjavíkur hf.
    Prentsmiðjan Oddi ...

    Íslenska drykkjarvatnið sem framleitt er af félagi Jóns Ólafssonar í Ölfusi, Icelandic Glacial, hefur fengið útnefningu BevNET sem besta vatnið 2007  „Best Water of 2007“.

    Vatnið hefur verið markaðssett sem hrein náttúruafurð og fékk sl. haust verðlaun fyrir bestu umhverfisáæltun fyrirtækis og getur skv. því notað titilinn „Carbon Neutral“ product.

    Umhverfisleg ábyrgð fyrirtækja er metin mikils í heiminum í dag ...

    Hvað er andoxunarefni?

    Á Vísindavef HÍ er því svarða þannig til:
    Orðið oxun (e. oxidization) merkir upphaflega það að ein eða fleiri súrefnisfrumeindir bætast við frumeindir eða sameindir annarra efna. Af efnafræðilegum ástæðum er orðið síðan einnig haft um það þegar vetnisfrumeind er fjarlægð. Við oxun geta myndast svokölluð sindurefni (e. free radicals) sem hafa eina eða fleiri óparaðar rafeindir ...

    Heilsumeistaraskólinn - School of Natural Medicine

    Heilsumeistaraskólinn býður upp á 3ja ára nám í fræðum sem helst mætti kalla lífsstílsnám. Skólinn tók til starfa sl. haust og hægt er að sækja um skólavist fyrir næsta vetur til 15. júní nk. Heilsumeistaranámíð miðlar þekkingu í heilsuvernd sem er án inngripa s.s. skurðaðgerða og lyfja og styðst við faglega leiðsögn og náttúrulegar ...

    Sá séríslenski ávani fjölmiðla að taka rannsóknir, niðurstöður umhverfismats og aðra útreikninga frá framkvæmdaaðilanum sjálfum sem heilagan sannleik kristallaðist á nokkuð spaugilegan hátt í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins nú í kvöld. Þar var því haldið fram sem blákaldri staðreynd að „vegna lofslagsbreytinga og minnkunar jökla muni Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fyllast af aurburði á 10.000 árum en ekki 500 eins og áður var ...

    Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarin ár sótt jólatré til íbúa svæðisins og veita þau nánari upplýsingar um það hvert fyrir sig. Það sama gildir um önnur sveitarfélög á landinu. Jólatré höfuðborgarbúa verða sótt í hverfin dagana 7.-10. janúar. Þeim sem ekki geta nýtt sér þjónustu sveitarfélaganna er bent á endurvinnslustöðvar SORPU, þar sem einnig er tekið við jólatrjám.

    Borgarbúar ...

    Í viðtali við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðhera, í fréttum á Stöð2 í gær, kemur skýrt fram að honum finnist að slá eigi áformuðum virkjunum með tilheyrandi lónum í neðri hluta Þjórsár á frest eða hætta alfarið við framkvæmdirnar. Ljóst sé að engin sátt sé um það í samfélaginu að fara í vatnsaflsvirkjanir sem hafa með sér neikvæð umhverfisáhrif.

    Björgvin er ...

    Nýr múr er risinn í Berlín, ekki til að króa íbúa austurhlutans frá kapítalismanum heldur til að minnka mengun í miðborginni.

    Frá ársbyrjun 2008 verða ökumenn sem keyra vilja um 88 km2 stórt svæði innan miðborgar Berlínarar sem afmarkast af neðanjarðarlestarhringnum sem umlykur miðju borgarinnnar, að sýna fram á að bílar þeirra uppfylli kröfur um að útblástur nítrógen díoxíðs ...

    Í gær birtist á forsíðu Morgunblaðsins frétt um nýja virkjanaleið á teikniborðinu en með nýrri tækni væri hægt að framleiða um sjö terawattstundir af orku við íslenskar árósa. Slíkar virkjanir ganga undir nafninu osmósuvirkjanir eða saltorkuver en orkan fæst með í því að skilja vatn og sjó með himnum sem hafa osmótíska eiginleika og framkalla þannig mikinn þrýsting sjávarmegin við ...

    Í viðtali við Ríkistútvarpið í dag sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra að Íslendingar þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á öllum sviðum samfélagsins án tillits til þess hvort alþjóðlegir samningar um það nást eða ekki. Ráðherrann segir orka tvímælis, svo ekki sé meira sagt, að fara í virkjanir í neðri hluta Þjórsár miðað við þau umhverfisáhrif sem myndu hljótast af þeim ...

    Náttúran.is hefur fjallað um málefni sem snerta náttúru og umhverfi frá opnun vefsins þ. 25. apríl sl. Fréttir sem birtust fyrir þann tíma á vefnum Grasagudda.is eru einnig birtar hér á Náttúrunni og spannar Náttúran.is því umhverfistengdar fréttir allt aftur til ágústmánaðar 2005. Til að fá sem best yfirlit yfir það sem borið hefur á góma á ...

    Náttúran er ehf. óskar öllum jarðarbúum nær og fjær farsældar í verkefnum komandi árs og sendir öllum lesendum, vildarmönnum, samvinnuaðilum, viðskiptamönnum, styrktaraðilum og starfsmönnum hugheilar áramótakveðjur.

    Við manneskjurnar virðumst á krossgötum þegar hver árhringur lokast og ný r tekur við. Árið sem er að líða er tekið til rækilegrar skoðunar og einbeittur ásetningur betrunar og yfirbótar algengari en ekki. Táknmynd ...

    Hótel Anna á Moldhnúpi undir Eyjafjöllum fékk í gær afhent umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2007. Country Hotel Anna var opnað árið 2002 og hóf ári seinna að aðlaga starfsemi sína umhverfisstjórnun skv. viðmiðum Green Globe sem eru alþjóðleg samtök sem vinna að umhverfismálum með ferðaþjónustuaðilum að vottun umhverfisvænna starfshátta. Sumarið 2006 náði Hótel Anna síðan fullnaðarvottun „Green Globe Certified“ Sjá frétt.

    Ferðaþjónusta ...

    í gær birtist hér á Náttúrunni og víðar áskorun til hjálparsveita á landinu og snerist greinin fyrst og fremst um að koma af stað umræðu um einhverskonar ábyrgð söluaðila á umhverfisáhrifum af viðskiptum sínum. Þar sem að umræðan um umhverfisáhrif af flugeldadýrkun landsmanna virtist ekki ætla að hrökkva í gang hvorki hjá fréttamiðlum né opinberum aðilum þótti okkur nauðsynlegt að ...

    Fjáröflun hjálparsveita á Íslandi byggist að stórum hluta á ágóða af sölu flugelda, ristaterta og annara áramótaleikfanga. Á undanförnum árum hafa vaknað spurningar um hvort að hjálparstarf og sala sprengiefnis eigi vel saman. Neikvæð umhverfisáhrif af sprengiefni eru óumdeilanleg og magnið sem sprengt er eykst ár frá ári. Talið er að hér á landi verði nú um áramótin skotið á ...

    Í gær, jóladag, hlómaði frétt í ríkisútvarpinu þess efnis að nokkrir prestar telji að góða kirkjusókn í aftansöng á aðfangadagskvöld megi rekja til aukinnar og nú á siðustu vikum heitrar umræðu um stöðu kristinnar trúar innan samfélagsins og þá sérstaklega innan skóla landsins. Þessi yfirlýsing minnir helst á yfirlýsingar stjórnmálaflokka sem að berjast fyrir auknu fylgi og byggja ekki á ...

    Kæri Náttúruunnandi

    Þann 25. apríl í ár opnaði vefurinn Náttúran.is gáttir sínar í netheima og verður því 7 mánaða á jóladag. Á ársafmæli vefsins þ. 25. apríl n.k. verður enska útgáfan Nature.is komin í loftið og mun Náttúrumarkaðurinn þá geta þjónað allri heimsbyggðinni með náttúrulegar, lífrænar og umhverfismerktar vörur. Vefurinn hefur vaxið og dafnað á þessum fyrstu ...

    Nátturan.is hefur nú fengið þær góðu fréttir að fyrirtækið Náttúran er ehf. sem stendur að vefnum fái framlag úr fjárlögum 2008 frá Alþingi Íslendinga. Við erum óumræðinlega þakklát fyrir þá viðurkenningu sem felst í úthlutuninni og lítum björtum augum til framtíðarinnar og þess að vefurinn verði enn öflugra tæki til þess að sem flestir geri umhverfisvitund að ábyrgum lífsstíl ...

    Þjórsárdeilan er að verðalifandi dæmi um nauðsyn þess að Árósarsamningurinn verði fullgiltur. Afskipti almennings af skipulags- virkjanaáformum er einn af þeim þáttum sem verða að vera í lagi og koma til tímanlega. Fullgilding Árósarsamningsins kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir heildarskipulag eða rammaáætlun fyrir landið. Hún ætti að koma fyrst. Eins og staðan er nú eiga félagasamtök sífellt við ...

    Ellý Katrín Guðmundsdóttur núverandi forstjóri Umhverfisstofnunar sótti nýlega um gamla starfið sitt sem sviðsstóri Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, og hlotnaðist það. Því er starf forstjóra Umhverfisstofnunar aftur laust til umsóknar. Ellý Katrín hóf störf á Umhverfisstofnun í byrjun apríl á þessu ári.

    Í auglýsingunni á vef stofnunarinnar segir:

    Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hefur á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].

    Allt sem Eymundur framleiðir hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú hans vottun frá Vottunarstofunni Túni um 100% lífræna ræktun í Vallanesi. Bygg, olíur ...

    Albert Arnold Gore Jr. og Rajendra Pachauri, fyrir hönd loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC, veittu í dag friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. Friðarverðlaunin skiptust að þessu sinni mill þessara tveggja aðila, eins einstaklings annars vegar og einnar stofnunar hins vegar. Verðlaunin eru veitt fyirir framlag þeirra til að vinna með vísindalegum aðferðum að því að kanna eðli og ...

    Bandaríkin tilkynntu á Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Balí í gær að þau muni ekki skrifa undir neinar bindandi takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir mikinn þrýsting frá vestrænum iðnríkjum um að taka forystuna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

    Harlan Watson yfirmaður lofslagsmála hjá Bandaríkjastjórn sagði að Balí væri ekki rétti staðurinn til að ræða bindandi markmið á skerðingu losunar Bandaríkjanna. Þess ...

    Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir á fundi Framtíðarlandsins um Árósarsamninginn í Norræna húsinu í morgun að Árósarsamningurinn yrði fullgiltur á kjörtímabilinu. Hvenær nákvæmlega liggur þó ekki fyrir enda margt sem gera þarf áður en hann getur tekið gildi. Þingsályktunartillagan einsömul tryggi það ekki að almenningi/félagasamtökum verði tryggð aðkoma að skipulagsmálum á réttmætan hátt.

    Að sögn Þórunnar eru fyrstu ...

    Í dag hélt Græna netið samtök umhverfis- og náttúruverndarmanna í tengslum við Samfylkinguna fund undir yfirsögninni Fagra Ísland – hvenær kemur þú? á Sólon í Bankastræti, Reykjavík, í morgun.

    Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir var gestur fundarins og ræddi um náttúruvernd og auðlindir, stóriðjuáform, þjóðgarða og verndarsvæði.

    Í viðtali sem birt var í kvöldfréttum Sjónvarpsins í kvöld kom fram að Þórunn hafi gagnrýnt ...

    Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að rannsóknaborun við Gráuhnúka, Sveitarfélaginu Ölfusi sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum enda er hægt að lesa út úr ákvörðun Skipulagsstsofnunar að þegar sé búið að valda það miklum skaða á svæðinu að meira geri ekkert til. Fyrir stuttu úrskurðaði Skipulagsstofnun aftur á móti að tilraunaboranir við Litla Meitil þurfi að fara í umhverfismat.

    Um ...

    Völundur Jónsson í Grágæsadal heldur því fram í grein í Morgunblaðinu í gær að Töfrafoss sem átti ekki að hverfa heldur fara til hálfs á kaf í Hálslón sé nú horfinn og stæði hans liggi nú 7-8 metrum undir vatnsyfriborðinu.

    Vöndur segir m.a. þetta í greininni: ...„Fyrir tæpum mánuði tók ég hins vegar ljósmynd sem sýnir glögglega að líklega ...

    Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna birti í dag árlega skýrslu sína um þróun mannkyns þar sem er m.a. að finna lista þar sem mat er lagt á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu á mann. Ísland er nú í fyrsta sæti á listanum sem sú þjóð sem býr við bestu lífskjörin. Norðmenn höfðu vermt fyrsta sætið ...

    Eins og fram kom í síðustu viku rakst Orkuveita Reykjavíkur á áður óþekkt virkjanleg svæði á heiðinni og áformar í framhaldinu rannsóknir á svæðinu við Litla-Meitil sem er suðvestan við Hengil. Til stendur að bora þrjár rannsóknarholur allt að 3000 metra djúpar.

    Skipulagsstofnun hefur nú úrskurðað að rannsóknarboranir við Litla-Meitil og Eldborg í sveitarfélaginu Ölfusi þurfi að fara í umhverfismat ...

    Í nýrri skýrslu Oxfam góðgerðarsamtakanna kemur fram að náttúruhamfarir, sem rekja megi til veðurs séu nú fjórum sinnum algengari en fyrir tveimur áratugum. Að meðaltali eiga sér nú 500 náttúruhamfarir á heimsvísu stað á móti 120 áður. Í skýrslunni er fullyrt að ástæðuna megi reka til hlýnunar jarðar af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda.

    Oxfam lýsir einnig yfir ánægju um að niðurstöðu ...

    Sænsku neytendasamtökin leggja til að nýir bílar verði merktir á sama hátt og ný heimilistæki miðað við hversu orkusparandi þeir eru og hversu mikið þeir menga. Heimilistæki eins og ísskápar og þvottavélar eru merkt með tilliti til orkunotkunar með mjög skýrum hætti þar sem notkunin er greind í nokkra flokka. Á sama hátt væri hægt að merkja nýja bíla til ...

    Lamb skorið út úr trjástofniÁ morgun hefjast aðventudagar Sólheima og standa þeir til 16. desember. Aðventutemningin á Sólheimum er einstök, hátíðleg og skemmtileg dagskrá fyrir alla aldursflokka.
    Jólamarkaður, námskeið, tónleikar, guðþjónusta, Kaffihúsið Græna kannan, Verslunin Vala Listhús, opnar vinnustofur

    Laugardaginn 24. nóvember:

    • Kennsla í gerð aðventuljósa í kertagerðinni hefst kl. 13:00, Leiðbeinendur: Auður Óskarsdóttir og Erla Thomsen
    • Tónleikar í Grænu könnunni kl. 15 ...

    Samkomulag sem Sveitarfélagið Ölfus gerði við OR (eða öfugt) þ. 28. apríl 2006 um greiðslur v. orkuvera á Hellisheiði og á Hengilssvæðinu ber nú aftur á góma.

    Ástæða þess að farið er að skoða þetta samkomulag nú í kjölinn (Samkomulag milli OR og Sveitarfélagsins Ölfuss um ýmis mál sem tengjast virkjun á Hellisheiði*) er einfaldlega sú staðreynd að hann lyktar ...

    Allmargir jarðskjálftar hafa fundist á og við Selfoss í kvöld. Hrina smáskjálfta hófst í morgun og voru skjálftarnir framan af degi flestir, skv. óyfirförnum mælingum á vef Veðurstofu Íslands, af stærðargráðunni 1 til 1,5 á Richter og fundust ekki.

    Páll Bjarnason tæknifræðingur sagði í viðtali við Rás 2 að þegar að fyrri stóri skjálftinn reið yfir (um 3 á ...

    Til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau farfuglaheimili sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála fái heimild til að kalla sig „Græn farfuglaheimili“.

    Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna. Þessi viðmið byggja á almennum gæðastöðlum sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla. Til að fá ...

    660 athugasemdir bárust til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats Bitruvirkjunar sem Orkuveita Reykjavíkur vill reisa á Hellisheiðinni. Vefurinn hengill.nu hafði án efa mikið að segja enda var almenningi þar auðveldað að senda inn athugasemdir, nokkuð sem flækst getur fyrir fólki. Fjölmargir aðilar kveða sér hljóðs og lýsa andúð sinni á framkvæmdunum.

    Nú síðast í dag lýsti Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis (en ...

    Í Morgunblaðinu í dag er spurt stórt á forsíðu „Er hægt að byggja grænt á Íslandi?“. Yfirsögnin er eins og inngangur í greinarflokkinn „Út í loftið“ sem verið hefur í blaðinu síðustu sunnudaga og fjallar um umhvefisáhrif neyslu og hvað venjuleg fjölskylda getur gert til að taka ábyrgð gagnvart umhverfinu.

    Niðurstöðu spurningarinnar ætti engan að undra og hvað síst okkur ...

    Umhverfisráðuneytið hefur nú óskað efitr samþykki þess við sveitarstjórn Skafrárhrepps í Vestur-Skaftafellssýslu að Langisjór verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs ein Langisjór er eitt tærasta fjallavatn á Íslandi og rómuð náttúruperla.

    Landsvirkjun var með áform um að veita Skaftá í Langasjó og nýta vatnið til virkjunar í Tungnaár og Þjórsársvæðinu en við það myndi vatnið missa rómaðan tærleika sinn. Einnig var ætlunin með ...

    Í dag 16. nóvember er „dagur íslenskrar tungu“ en að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar ...

    Árlegur jólabasar Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður haldinn laugardaginn 17. nóvember frá kl. 12:00-17:00.

    Á basarnum er hægt að horfa á brúðuleikhús, súpuleikhús, veiða í veiðitjörn og fá sér kaffi, heitt súkkulaði og dýrindiskökur og annað meðlæti. Llítlir dvergar og álfar reka einnig lítið kaffihús fyrir börnin og bjóða upp á smátt góðgæti af öllum gerðum.

    Jólabasarinn er löngu ...

    Stykkishólmsbær hefur unnið ötullega að umhverfismálum í sveitarfélaginu á undanförnum árum og hefur metnaðarfulla umhverfisstefnu að leiðarljósi. Nú þegar hefur sveitarfélagið fengið Green Globe Benchmarked vottun sem er merki þeirra fyrirtækja og samfélaga sem hafa náð viðmiðum Green Globe og vinna að fullnaðarvottuninni Green Globe Certified. Til þess að hljóta endanlega vottun þarf sveitarfélagið því að uppfylla margþætt umhverfisskilyrði þ ...

    Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti. Viðskiptavinir Kolviðar kaupa kolefnisbindingu til þess jafna útblástursmengun ökutækja sinna og vegna flugferða. Reiknilíkan á vefsíðu Kolviðar býður viðskiptavinum að leggja fé í sjóðinn sem síðan fjármagnar skógræktaraðgerðir s.s. gróðursetningu trjáa á svæðum ...

    Framtið byggðar á Vestfjörðum hefur um langa hríð hangið á bláþræði. Framtíð í ferðamannaiðnaði gæti orðið björt enda búa Vestfirðir yfir stórkostlegri náttúrufegurð. Hvað aðra uppbyggingu áhrærir eru bættar samgöngur einna miklivægasti þátturinn og tekur það að sjálfsögðu líka til framtíðar ferðamannaiðnaðarins. Lengi hefur staðið til að bæta úr því en betur má ef duga skal. Óþolimóðir Vestfirðingar vilja bjarga ...

    Hvort er umhverfisvænna að nota pappabolla eða keramikbolla?

    Eða réttara sagt „hvort hefur minni neikvæð umhverfisáhrif“, notkun einnota pappabolla eða margnota keramikbolla? Það fyrsta sem hvarflar að okkur er að margnota keramikbollinn hljóti tvímælalaust að vera umhverfisvænni. Í grein eftir grænu drottninguna Lucy Siegle veltir hún þessu fyrir sér á alla vegu. Hún vitnar í rannsóknir sem leiddu í ljós ...

    Í vor stofnuð mæðgurnar Ásdís Ósk Einarsdóttir og Arndís Harpa Einarsdóttir búð með sanngirnissvottaðar vörur. Fair Trade búðin býður upp á fjölbreyttar vörutegundir, bæði gjafavörur, búsáhöld, leikföng, skartgripi, ritföng vefnaðarvörur og matvörur.

    Sanngirnisvottun er nokkurs konar viðskiptasamband framleiðanda, innflytjanda, verslana og neytenda, sem er opið, gagnkvæmt og með virðingu fyrir öllum hlutaðeigendum. Sanngirnisvottun eru ekki styrkir eða niðurgreiðsla til bænda ...

    Félagar í samtökunum Saving Iceland reistu ábyrgðaraðilum Kárahnjúkavirkjunar niðstöng á föstudagskvöldið 9. nóvember. Á níðstönginni var stytta Jóns Sigurðssonar látin halda þangað til hún (þ.e. níðstöngin) var tekin niður af vörðum íslenskra laga.

    “Við höfum reynt allar löglegar leiðir og jafnvel ögrað ramma laganna í viðleitni okkar til að sporna gegn viðurstyggð eyðingarinnar. Það er auðvitað svolítið galið að ...

    Við uppbyggingu Náttúrumarkaðarins er markmiðið að vera tengiliður milli neytenda og söluaðila sem stunda vistvæn og umhverfismeðvituð viðskipti.

    Eitt af þeim góðu fyrirtækjum sem Náttúran á samleið með er Litla kistan* sem sérhæfir sig í vistvænum og náttúrulegum vörum fyrir litlu börnin en hefur einnig fleiri vistvænar vörur á boðstólum í vefverslun sinni. Litla kistan kemur nú inn með þrjár ...

    Nú stendur yfir á Ísafirði vetrarþing sem Framtíðarlandið stendur fyrir undir yfirsögninnni „Vestfirðir á teikniborðinu“.

    Í kynningu á þinginu segir m.a.: „Í þröngum fjörðum Vestfjarðakjálkans hafa Íslendingar í hundruð ára lifað í sambýli við myrkur, einangrun og óútreiknanleg náttúruöfl. Í gegnum þá sögu hafa Vestfirðingar tileinkað sér atgervi, ósérhlífni og þor sem á sér fáa líka. Þessir eiginleikar sjást ...

    Nú, daginn eftir að Landsvirkjun viðurkennir loks opinberlega að kostnaðaráætlun Kárahnjúkavirkjunar standist ekki og að framkvæmdir séu komnar nokkra milljarða framúr áætlun, lýsir Friðrik Sóphusson forstjóri því yfir að ekki verði samið við álfyrirtæki á Suður og Vesturlandi „í bráð“ um raforkukaup en viðræður séu í gangi við tvö orkufrek fyrirtæki af annarri gerð, annars vegar netþjónabú og hinsvegar kísilhreinsunarstöð ...

    Fréttablaðið birti í dag á forsíðu sinni í stóru letri „Fokið í flest skjól ef við virkjum ekki“. Þetta var haft eftir Ólafi Áka Ragnarssyni sveitarstjóra Ölfuss.
    Sveitarstjórinn segir að neikvæð afstaða Hvergerðinga til Bitruvirkjunar hafi ekki úrslitaáhrif um hvort að af virkjunum í Henglinum verði eður ei og rafmagnið hafi þegar verið eyrnamerkt álveri í Helguvík og því verði ...

    Verslunin Toys'R'Us hefur tilkynnt Neytendastofu að hún hafi ákveðið að innkalla föndurperlur sem geta reynst lífshættulegar ef börn gleypa þær. Um er að ræða föndurperlur sem eru bleyttar með vatni til að festa þær saman. Upplýsingar um vöruna er að finna á blaðsíðu 64 í jólabæklingi Toys'R'Us.

    Hér á vefnum er fjallað um öryggi leikfanga og í því sambandi leitast ...

    Bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga við Vatnsleysuströnd á Reykjanesi hefur hafnað áætlunum Landsnets um háspennulínulagnir vegna fyrirætlaðs álvers í Helguvík. Áður hafði sveitarfélgaið neitað að taka afstöðu til málsins þar sem ekki var um neinn valkost utan ofanjarðarmastra að ræða. Vogar eru þriðja sveitarfélagið á svæðinu til að hafna línulögnum ofnajarðar á landi sínu. Sandgerðisbær hafnaði línulögnum ofanjarðar strax í vor og ...

    Iðnaðarráðherra hefur nú, að sögn í ljósi atburðanna um OR, REI og Geysir Green, uppgötvað að löggjöf landsins sem varðar orkumál sé meingölluð. Einmitt þetta hafa náttúruverndarsinnar og samtök verið að benda á um áraraðir og hafa hrópað eftir hjálp og reynt að opna augu stjórnvalda fyrir því að stjórnleysi ríki í þessum málaflokki. Hvort sem hinn ný i iðnaðarráðherra ...

    Rjúpnaveiðitíminn hófst í dag. Rjúpnaveiðitímabilið stendur frá 1.-30. nóvember í ár. Mælt er með því að veiddir verði að hámarki 38.000 fuglar. Vakin skal athygli á að veiðar eru aðeins leyfðar á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum.

    Allar skotveiðar eru bannaðar innan þjóðgarða og á 2.700 ferkílómetrum á Suðvesturlandi. Sjá nánar í grein um ákvarðanir umhverfisráðherra varðandi ...

    Viljum við útivisarsvæði eða Iðnaðarhverfi?

    Þessari spurningu er varpað fram á nýjum vef hengill.nu sem gerður hefur verið sérstaklega til að benda á að við höfum eithvað að segja um Hengilssvæðið og að frestur til að gera athugasemdir við virkjanaáætlanir Bitruvirkjun við Ölkelduháls rennur út þ. 9. nóvember nk.

    Í inngangstexta á vefnum segir:

    VIÐ SPYRJUM OKKUR...

    • Hvað þarf ...

    Árið 1992 fengu Michael Oehler og Angela Spieth hugmynd að því að stofna skóframleiðslufyrirtæki byggt á þeirri grunnhugmynd að framleiða sjálf níðsterkan skófatnað eftir hönnunarhugmyndum sínum. Nafnið „Trippen“ varð til. Skórnir skildu vera unnir út frá sjáfbærri hugmyndafræði, í sátt við náttúruna.

    Árið 1994 stofnuðu þau síðan fyrirtækið A.Spieth, M.Oehler GmbH. Trippen er alfarið á móti fólksýrælkun og ...

    Gulrætur, tómatar, gúrkur og kartöflur verða líklega fyrstu fæðutegundirnar til að fá nýja „loftslags-væna vottun“ frá KRAV sem vottar lífræna framleiðslu og Sigull sem stendur að gæðavottun. Bæði fyrirtækin eru sænsk.

    Fyrr á þessu ári lýsti fæðukeðjurisinn Tesco því yfir að fyrirtækið myndi taka upp „loftslags-væna vottun“ í samvinnu við KRAV og Sigull sem nú hafa fengið blessun sænsku umhverfis- ...

    Elsku konur, til hamingju með daginn! Allar konur sem skrá sig á póstlista okkar í dag fá gjöf frá Náttúrunni senda heim. Skráningarlistinn er hér t.v. á siðunni (undir auglýsingunum). Sendið okkur líka heimilisfangið á nature@nature.is svo gjöfin komist til skila. Hinar sem þegar eru á póstlistanum geta auðvitað líka sent okkur línu og fengið gjöf. Sendu ...

    Edda Jóna Gylfadóttir nemandi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands var ein af þeim nemendum skólans sem sýndi verk sín á sýningunni Hönnun og heimili um síðustu helgi. Verkið sem Edda Jóna sýndi er kollur sem hún nefnir „Kollu“ en hugmyndin er komin frá athugunum hennar á íslensku sauðkindinni.

    Hugmyndin er bæði einföld og praktísk og gæti vafalaust orðið hin besta ...

    Brynhildur Pálsdóttir hefur hannað „súkkulaðifjöll“, konfektmola sem eru í laginu eins og þekkt íslensk fjöll og að innan lík jarðeðli þeirra. Hér er auðvitað um súkkulaðifjöll að ræða sem eru hrein listaverk. Hverju fjalli fylgir sérhönnuð askja í formi pappírspíramída. Brynhildur sýndi og seldi súkkulaðifjöllin í hönnunarverslun Brums á sýningunni Hönnun og heimili nú um helgina.

    „Þegar jarðfræði fjalla er ...

    Um síðustu helgi hleypti Morgunblaðið af stokkunum greinarflokki um umhverfismál og loftslagsbreytingar. Greinarhöfundar eru Bergþóra Njála Guðmundsdóttir og Orri Páll Ormarsson. Nú hafa fyrstu tvær greinarnar litið dagsins ljós og því tímabært að minnast á þær hér á Náttúrunni. Greinarnar eru byggðar upp sem saga um fjölskyldu annars vegar og hins vegar eru viðtöl við sérfræðinga og úrtök um einstök ...

    Á undanförnum vikum hefur orðið æ skýrar að landeigendur við Þjórsá hafa í raun verið settir í þá óþægilegu stöðu að „annað hvort semja eða missa allt sitt“ því annars muni Landsvirkjun einfaldlega taka land þeirra eignarnámi. Landsvirkjun á yfir 90% vatnsréttinda í Þjórsá og hefur því í augum viðsemjenda sinna einfaldlega tromp á hendi. Því hafa líka flestir undirritað ...

    Sólarræsting ehf. fékk formlega afhenta umhverfisvottun Svansins að viðstöddum umhverfisráðherra Þórunni Sveinbjarnardóttur þann 8. ágúst sl. Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólarræstingar segir vottunina afar mikilvæga og fyrirtæki leggi í ríkari mæli áherslu á vottun sem þessa sem skili sér aftur í auknum viðskiptum og ánægðari viðskiptavinum.

    Svanurinn er sameiginlegt umvherfismerki stjórnvalda á Norðurlöndunum en Norræna ráðherranefndin setti það á laggirnar árið ...

    IFAW-International Fund for Animal Welfare (Alþjóðlegur sjóður fyrir dýravernd) veitti í gær Árna Finnssyni formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands verðlaun fyrir starf sitt í þágu dýralífs og náttúruverndar. Verðlaunaafhendingin fór fram í Breska þinghúsinu í London. Í tilkynningu frá samtökunum segir að Árni hafi í yfir tvo áratugi unnið að umhverfismálum og nefnir sérstaklega baráttu hans gegn hvalveiðum og stóriðju. Náttúran óskar ...

    Í ritinu Áherslur umhverfisráðherra sem lagt var fram á Umhverfisþingi nú fyrir helgi gerir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra grein fyrir áherslum sínum á hnitmiðaðan hátt. Yfirskrift kaflanna í þessu snotra hefti eru: „Loftslagsbreytingar“, „Sjálfbær þróun og neytendur“, „Náttúruvernd og auðlindir“ og „Lþðræði og fræðsla“.

    Þar sem að öll þessi atriði eru í sérstakri aðhlynningu hér á vefnum langar mig að taka ...

    Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var flutt furðuleg frétt um „nýtt áhættumat“ frá framkvæmdaraðilunum sjálfum varðandi flóðahættu í neðri hluta Þjórsár. Ekkert var minnst á að óeðlilegt megi teljast að Landsvirkjun sjálf standi að nýju mati en síendurtekið hefur verið bent á að varla geti það talist óyggjandi sannindi þegar að framkvæmdaraðili sjálfur annist umhverfis- og áhættumat og birti síðan hluta af ...

    Hollenska skútan „Noorderlicht“ sem Cape Farewell hópurinn siglir á, kom til Akureyrarhafnar í gær. Loftslagsbreytingarnar knúðu David Buckland til að að hrinda af stað verkefni sem felst í því að efna til leiðangra til norðurslóða og vekja athygli á og skapa list í kringum hlýnun jarðar.

    Í raun er um þrjá leiðangra er að ræða þar sem vísindamenn, listamenn og ...

    Yfirtaka Rio Tinto á Alcan hefur verið samþykkt af hluthöfum Rio Tinto og því aðeins formsatriði hvenær kaupin verða handsöluð. Hluthafar Alcan þurfa að tveimur þriðju hluta að samþykkja söluna, sem er næst á dagsrká, en þar sem Alcan sóttist eftir kaupanda má telja það öruggt mál að innan örfárra vikna eða mánaða standi „Rio Tinto Alcan“ við hliðið í ...

    Í dag var samþykkt að stofna SNUÞ samtök um náttúru og umhverfi í Þingeyjarsýslum á fjölmennum fundi á Húsavík. Samtökin verða siðan formlega stofnuð á aðalfundi sem boðað verður til á næstunni. Í undirbúningsnefnd voru skipaðir Hörður Sigurbjartsson, Sigurjón Benediktsson og Hnefill Jónsson.

    Á fundinum flutti Edvard Guðnason frá Landsvirkjun og Jóhannes Hauksson frá Glitni erindi um aðkomu sinna fyrirtækja ...

    Í dag fengu íbúar suðurlands bækling í hendur sem inniheldur upplýsingar frá ábúendum Skálmholtshrauns í Flóa þeim Walter og Danielu Schmitz. Þau hjón slitu ný verið öllum viðræðum við Landsvirkjun þar sem þau álíta að þær jarðfræðirannsóknir sem fyrir hendi eru og liggja að baki ákvörðunum um þrjár nýjar virkjanir við neðri hluta Þjórsár, séu óvandaðar og ófullnægjandi. Að sögn ...

    Í gær hélt Orkuveita Reykjavíkur kynningu á frummatsskýrslu tveggja nýrra jarðgufuvirkjana á Hellisheiðinni, þ.e. Bitruvirkjunar (sem átti áður að heita Ölkelduhálsvirkjun) og Hverahlíðarvirkjunar. Kynngin var haldin í móttökurými Hellisheiðarvirkjunar.

    Framkvæmdasvæði Bitruvirkjunar er í sveitarfélögunum Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Áætlað er að jarðhitavinnsla á Bitru nægi til allt að 135 MWe rafmagnsframleiðslu. Framkvæmdasvæði Hverahlíðarvirkjunar er í sveitarfélaginu Ölfusi. Áætlað ...

    Í gær birtist í Morgunblaðinu grein þar sem Landsnet kemur á framfæri að fyrirtækið hyggist gangast fyrir samkeppni um hönnun háspennumastra. Eins og kunngt er þráast Sandgerðisbær og Grindavík við að leyfa lagningu þrefaldrar háspennumastralínu í gegnum lönd þeirra til fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Landsnet hefur átt undir högg að sækja varðandi línulagnir ofanjarðar undanfarin misseri. Umræðan komst á skrið ...

    Í dag var undirritaður samningur þeirra fjögurra aðila sem standa að verkefni sem beinist að því að binda koltvísýring í berg. Að verkefninu standa Orkuveita Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Rannsóknarráð Frakklands og Columbia háskóli. Tilkynnt var um verkefnið nú í vor og vakti það strax verðskuldaða athygli enda gæti útkoma þess orðið gífurlega mikilvæg til að losa koltvísýring úr andrúmsloftinu.

    Ferlið ...

    Umhverfisráðherra kynnti í dag niðurstöður fyrstu úthlutunar losunarheimilda vegna gróðurhúsalofttegunda. Alls bárust nefndinni níu umsóknir og heildarfjöldi losunarheimilda sem sótt var um var 10.966.585 tonn. Úthlutað var til fimm umsækjenda alls 8.633.105 tonna losunarheimildum. Í greinargerð úthlutunarnefndar er gert grein fyrir niðurstöðum hennar og matsforsendum.

    Alls hafði nefndin 10.500 þús. tonna losunarheimildir til úthlutunar vegna ...

    Í gærkveldi var opinn fundur í félaginu Matur-Saga-Menning í Matarsetrinu Grandagarði 8 undir titlinum „Fróðskaparkvöld um jurtanytjar“. Viðfangsefni fundarins hitti greinilega í mark því gríðarlegt fjölmenni var á fundinum. Þegar mest var voru um tvöhundruð gestir á staðnum. Ræðumenn fundarins voru heldur ekki af lakara taginu og stóðu sig öll með afbrigðum vel.

    Guðfinnur Jakobsson forstöðumaður Skaftholtsheimilisins og lífrænn garðyrkjubóndi ...

    Í dag hefst Norrænt heimilsiðnaðarþing og lýkur því þ. 30. september. Þingið er haldið á Grand Hótel í Reykjavík, fjallar um hvernig handverksmenn og hönnuðir geta sótt innblástur í menningararfinn og samanstendur af fjölbreyttri dagskrá með sýníngum í Norræna húsinu, Gerðubergi og Árbæjarsafni, tíu fyrirlestrum og dagsferðum auk þess sem að mynsturbókin íslenska kemur út.

    Efnahagsleg og félagsleg áhrif handverks ...

    Í dag var opnuð fræðslusýning um sjálfbæra þróun í Gamla bókasafninu, Mjósundi 10 í Hafnarfirði. Sýningin byggir á hugmyndum Jarðarsáttmálans, sem saminn var af nefnd skipaðri af Sameinuðu þjóðunum. Í nefndinni sat fólk frá öllum heimshornum og öllum stigum þjóðfélagsins. Sáttmálinn byggist á þeim grundvallaratriðum sem einstaklingar, fyrirtæki og þjóðir þurfa að tileinka sér til að hægt sé að skapa ...

    Íslensk matarhefð og kynning á möguleikunum sem henni tengist er viðfangsefni félagsins Matur-Saga-Menning, en félagið heldur kynningarfund í Matarsetrinu miðvikudagskvöldið 26. september kl. 20:30. Fundurinn er ókeypis og opinn öllum áhugasömum.

    Meðal þeirra sem koma fram á fundinum er Hildur Hákonardóttir og Hannes Lárusson, bæði myndlistarmenn með sterkar taugar til náttúrunnar. Hildur ræðir um sölvatöku og Hannes um notkun ...

    Í 1.300 borgum Evrópu er um þessar mundir haldin Samgönguvika. Vitundarvakning um nauðsyn þess að draga úr mengun af völdum umferðar og hvatning til breyttra og betri samgönguhátta er hvatinn að átakinu. Samgönguvikan í Reykjavík hófst á sunnudaginn og nefnist „Samgönguvikan 2007 - Stræti fyrir alla“.

    Auknar hjóreiðar er einn af þeim samgöngumátum sem lögð er áhersla á á Samgönguviku ...

    Leigubílastöðin 5678910 tók nú í sumar í notkun leigubifreiðar sem eru knúnar metani. Leigubílastöðin 5678910 samanstendur af Aðalbílum í Reykjanesbæ, BSH í Hafnarfirði og NL í Reykjavík.

    Mörg íslensk stórfyrirtæki höfðu lýst yfir miklum áhuga á að hafa möguleika á vistvænum leigubílum og því hafi þeir hjá Leigubílastöðinni verið að svara aukinni eftirspurn segir Björn Þorvarðarson, framkvæmdastjóra hjá Leigubílastöðinni 5678910 ...

    Í dag opnaði bílaþningin „Visthæf farartæki“ en sýningin er fyrsti liður í átaki Framtíðarorku sem stendur einnig fyrir ráðstefnunni Driving Sustainability ´07 þ. 17. og 28. september n.k.

    Á morgun hefst síðan Samgönguviku í Reykjavík. Formleg opnun Samgönguvikunnar verður á morgun sunndaginn 16. september kl. 14:00 i Perlunni. Sjá sérblað um Samgönguviku í pdf.  Hálftíma seinna verður verðlaunahafi ...

    Tilraunir með að „krydda“ lambakjöt áður en lömbunum er slátrað hefur skilað góðum árangri en fyrstu sérræktuðu hvannarlömbunum var slátrað í Dölunum nú í haust.

    Síðustu vikur fyrir slátrun var lömbunum beitt á hvönn [Angelica Archangelica] og þannig fékkst merkjanlegur munur á bragði kjötsins. Verkefnið er talið vera vísir að skemmtilegri tilbreytingu í lambakjötsframleiðslu og geta gefið framleiðendum forsköt í ...

    Reykjavik Energy Invest, nýstofnað fjárfestingafélag Orkuveitu Reykjavíkur bætist í orku- útrásarsveitina í dag. Undir stjórn Bjarna Ármannssonar fv. forstjóra Glitnis hyggst fyrirtækið standa að djúpborunarverkefnum ásamt Geysir Green Energy og kostnaðarsömum rannsóknum með það að markmiði að flytja út tækniþekkingu á þessu sviði. Útrás REi hefst í raun formlega Í dag þegar forsvarsmenn fyrirtækisins undirrita viljayfirlýsingu um samstarf við stærsta ...

    Þessa dagana er unnið að því að breyta Toyota Prius tvinnbíl í tengiltvinnbíl. Breytingin sem slík er einföld en mjög kostnaðarsöm. Breskir sérfræðingar vinna nú að breytingunum í húsakynnum Arctic Trucks. Aðeins eru til örfáir tengilbílar í heiminum enda tæknin enn á tilraunastigi. Bílaframleiðendur keppast nú um að verða fyrstir til að geta boðið upp á fjöldaframleidda tengiltvinnbíla. Sá sem ...

    Þann 17. september nk. verður fyrsta etanóldælan á Íslandi opnuð. Brimborg er í forsvari fyrir framtakinu sem er tilraunaverkefni en dælan verður staðsett á eldsneytisstöð Olís við Álfheima. Þó að aðeins tveir etanólbílar séu um hituna, báðir innfluttir af Brimborg, markar þetta tímamót á Íslandi. Bílarnir eru af gerðinni Volvo C-30 og Ford C-Max, báðir „flexifuel“ sem þýðir að einnig ...

    Enn og aftur hefur leikfangarisinn Mattel þurft að innkalla framleiðslu frá Kína. Í þetta sinn hafa 850 þúsund leikföng verið innkölluð. Um ellefu einstaka hluti er að ræða, þ.á.m. Barbie-fylgihluti. Neytendastofu barst tilkynning frá Mattel um að tíu af þeim ellefu leikföngum sem um ræðir séu í verslunum hérlendis. Það liggur í augum uppi að ekki tekst að ...

    Náttúrumarkaðurinn bætir stöðugt við úrvalið og getur nú boðið upp á fjórar vörur frá Forever Living Products. Aloe Vera geldrykk til inntöku , Aloe Vera húðgel, Aloe Vera tannkrem og býflugnaprópólistöflur.

    Sjá nánar um eiginleika Aloe Vera plöntunnar.

    Eygerður Þorvaldsdóttir sjúkraliði er sjálfstæður dreifingaraðili fyrir vörurnar og veitir persónulega ráðgjöf í síma 858- 7681 eða á hammers@isl.is. Eygerður er ...

    Náttúrumarkaðurinn vex stöðugt og býður nú einnig til sölu vörur frá Heilsu hf. Mikið úrval af lífrænum matvörum, vítamínum, bætiefnum, hreinlætisvörum og snyrtivörum hafa því bæst við vöruúrvalið á markaðinum.

    Náttúrumarkaðurinn hefur það markmið að vera tengiliður milli neytenda og söluaðila sem stunda vistvæn og umhverfismeðvituð viðskipti og byggja upp óháð markaðstorg til að auka veg umhverfisvænna viðskipta. Vottanir og ...

    Alþjóðlegu samráðsþingi um jarðveg, þjóðlíf og loftslagsbreytingar lauk í gær með hátíðardagskrá á Hótel Selfossi. Landgræðsla ríkisins stóð fyrir samráðsþinginu til að minnast 100 ára afmælis landgræðslustarfs hér á landi. Samráðsþingið var haldið í samstarfi við þrjár innlendar stofnanir og átján erlendar stofnanir og samtök á sviði jarðvegsverndar og þróunarmála.

    Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson flutti hátíðarræðu. Hann byrjaði ...

    Enn hefur bæst í sólarflóruna á Suðurlandi. Í kjölfar stofnun Sólar á Suðurlandi og Sólar í Flóa var nú í vikunni fundað í Rangárþingi þar sem Sólin í Rangárþingi fæddist. Baráttan um Þjórsá og andstaða heimafólks við áformaðar virkjanir i neðri hluta Þjórsár magnast þvi stig af stigi. Rökin gegn virkjununum hrannast upp, sérfræðingar kveða sér hljóðs og skýrslur eru ...

    Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur var í dag tekin fyrir tillaga forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins um að gera Orkuveituna að hlutafélagi. Málið var þó ekki afgreitt en búast má við að ákvörðun verði tekin í byrjun næstu viku.

    Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn halda því fram að hér sé ekkert annað á ferð en upphaf einkavæðingar fyrirtækisins.

    Í dag tilkynnti borgarráð Reykjavíkur um stjórnsýslubreytingu sem felur í sér að samgöngu -og umhverfismálasvið verði sameinuð í eitt.

    Að sögn Gísla Marteins Baldurssonar formanns umhverfissviðs borgarinnar mun samþætting þessara tveggja mikilvægu málaflokka leiða til þess að íbúar komi til með að búa í betri og hreinni borg.

    Í gær fékk Jóhann Óli Hilmarsson 1. verðlaun í í ljósmyndasamkeppni Landverndar „Augnablik í eldfjallagarði“.

    Frú Vigdís Finnbogadóttir verndari Landverndar opnaði við sama tækifæri sýningu með 24 hlutskörpustu myndunum í húsnæði Símenntunar á Suðurnesjum að Skólavegi 1 í Reykjanesbæ. Sýningin verður opin fram yfir Ljósanótt.

    Landvernd efndi til samkeppninnar til að vekja athygli á sérstöðu og fegurðar Reykjanesskagans enda hafi ...

    Gámaþjónustan hf. hefur sett út á nýjung í sorphirðu og endurvinnslu í Reykjavík.

    Fyrir rétt rúmri viku síðan fór Reykjavíkurborg að afgreiða pappírstunnur, bláar tunnur í sömu stærð og venjulegar ruslatunnur en sérstaklega ætlaðar fyrir dagblöð, tímarit, markpóst og annan prentpappír. Um er að ræða safntunnur fyrir pappír af ýmsum gerðum til endurvinnslu. Pappír er auðlind en ekki drasl og ...

    Eitt af „grænum skrefum“ Reykjavíkurborgar sem tilkynnt var um í vor var að verðlauna visthæfa bíla eða réttara sagt eigendur þeirra með því að hafa gjaldfrjálst í bílastæði í Reykjavík. Nokkurn tíma tók að koma þessu í praktík en var síðan leyst á skemmtilegan hátt, með tímaskífum sem hver visthæfur bíll fengi til umráða.

    Eigendur visthæfra bíla voru glaðir og ...

    Efnt verður til tveggja „grænna daga“ til eflingar umhverfisfræðslu í grunnskólum Reykjavíkur á þessum vetri. Annar verður nú í haust og sá síðari að vori. Græni vordagurinn verður helgaður nánasta umhverfi skólans en græni haustdagurinn snýst um umhverfisfræðslu.

    Markmiðið er að auka „umhverfisvitund“ nemenda og hvetja þá til að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og taka ábyrgð gagnvart umhverfinu sem ...

    Listamaðurinn Gerhard König hefur undanfarin sumur unnið að því að gera við verk Samúels Jónssonar í Selárdal við Arnarfjörð. Verkin voru orðin illa veðruð og nálægt algerri eyðileggingu.

    Í kvöld mun Gerhard halda fyrirlestur í Sessljuhúsi að Sólheimum um verk Samúels og framkvæmd viðgerða á verkunum. Fyrirlestrinum er fylgt eftir með myndasýningu og hefst kl. 19:30 og stendru til ...

    Pétur M. Jónasson fór nýlega þess á leit við nýjan umhverfisráðherra Þórunni Sveinbjarnardóttur að fravísun stjórnsýslukæru sinnar yrði tekin til endurskoðunar enda sé ákvörðunin um frávísun kærunnar, byggð á ófullnægjandi undirbúningi og ekki unnin í samræmi við gildandi lög í landinu.

    Pétur Mikkel Jónasson vatnalíffræðingu prófessor emiratus við Kaupmannahafnarháskóla hefur helgað ævi sinni rannsóknum á vatna jarð- og líffræði og ...

    Berjauppskeran hefur verið með ólíkindum í ár, alls staðar á landinu. Bláber vaxa í meira magni en elstu menn muna í Grímsnesinu. Stutt heimsókn í sumarbústað foreldra minna og í mesta lagi 10 mínútna tínsla næstum fylltu kökuboxið mitt. Það þarf ekki að eyða tíma í að leita. Bláber á tveim þúfum nægðu til og því greinilega enga líkamsrækt að ...

    Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, hefur nú kveðið upp úr með að ekki verið gefnir út frekari kvótar fyrir hvalveiðar nema að hægt verði að selja kjötið til Japans. Ekki eru miklar líkur á að það verði hægt. Reutersfréttastofan hefur eftir Einari að tilgangslaust sé að gefa út ný veiðileyfi eftir að núverandi fiskveiðiári lýkur um mánaðamótin ef enginn markaður sé ...

    Það er um auðugan garð að gresja með leiki fyrir börn á netinu. Sumir eru ljótir og grimmir en aðrir ljúfir og upplýsandi. Einn af þeim leikjum sem Daníel Tryggvi, 8 ára hefur fundið á netinu og honum finnst hvað skemmtilegastur er leikurinn „The Farm“ En hann er að finna á leikjanet.is. Ath. til að finna leikinn þarf að ...

    VARMÁRSAMTÖKIN standa fyrir útimarkaði í tengslum við bæjarhátíðina Í TÚNINU HEIMA, í Álafosskvos, laugardaginn 25.ágúst.

    Samtökin stóðu fyrir útimarkaði í fyrra sem tókst afar vel og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum. Áætlað er að hátt í 5000 manns hafi komið á svæðið. Í ár er ætlunin að hafa markaðinn með svipuðu sniði, þ.e. að selja ferska, helst ...

    Í Skaftholti í Gnúpverjahreppi er stundaður lífrænn búskapur. Þar hefur ennfremur verið unnið meðferðarstarf í 27 ár. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar. Þar búa nú um 16 manns en 20 manns koma að starfseminni á einn eða annan hátt. Mikil uppbygging hefur átt sér stað en þeir einstaklingar sem búa í Skaftholti þurfa friðsælt umhverfi og mikilvægur ...

    Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var fjallað um að Kolviðarverkefnið veki upp spurningar hjá sérfræðingum á Náttúrufræðistofnun Íslands og að Kolviðarverkefnið sé nú til sérstakrar athugunar innan stofnunarinnar.

    Náttúrufræðingar segja verkefnið vekja áleitnar spurningar og hafa áhyggjur m.a. af að ræktun erlendra trjáa í miklum mæli gæti ógnað lífríki landsins. Nær væri að endurheimta votlendi til að binda kolefni. Jón Gunnar ...

    Framtíðarorka heitir nýstofnað fyrirtæki í eigu 15 aðila. Fyrirtækið mun vinna að því að finna og innleiða vistvænar lausnir í samgöngumálum á Íslandi. Að sögn Teits Þorkelssonar framkvæmdastjóra félagsins hefur hingað til ekki verið stigið nógu ákveðið niður í þessum málum og t.a.m. sé vöntun á fleiri metanáfyllingarstöðvum svo metanbílar geti orðið fleiri og eins nefndi Teitur að ...

    Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var rætt við Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra þar sem hún lýsir því yfir að hugmyndir um að framkvæmdir við járnblendiverksmiðju í Arnarfirði geti hafist næsta sumar séu óraunhæfar að hennar mati.

    Annars vegar er á döfinni að lækka kolefnislosun Íslands um 50-75% á næstu árum og járnblendiverksmiðja passi alls ekki inn í myndina með þá kolefnislosun sem að ...

    Á grænmetismarkaði í Mosfellsdal, nánar tiltekið við trjáplöntusöluna Mosskóga (keyrt inn Æsustaðarafleggjara) var í dag haldin árviss sultukeppni.

    Þegar greinarhöfund bar að garði voru komnar 21 sultukrukka í keppnina og enn var verið að koma með nýjar sultukrukkur á dómaraborðið.

    Nöfn eins og Sólskin, Krækiberjahlaup, Rifshlaup, Ástarvikan 2007, Ylfusulta, Smásæla og Tómatasprell voru fagurlega rituð á krukkurnar og dómarar á ...

    Náttúruverndaröfl á Suðurlandi eru að taka málin í sínar hendur varðandi framtíð Þjórsár. Það sem hrinti baráttunni af stað er tvímælalaust ákvörðun sveitastjórnar Flóahrepps sem tekin var í byrjun júni sl. en þá tók sveitastjórnin nýjan pól í hæðina varðandi afstöðu til Urriðafossvirkjunar og reiknaði ekki með henni á aðalskipulagi. Breytti síðan um stefnu eftir þrýsting frá Landsvirkjun og kynnti ...

    Olíuhreinsunarstöð virðist vera að verða að veruleika í Arnarfirði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti í fyrradaag einróma að færa verksmiðjuna inn á aðalskipulag til að hægt verði að gefa leyfi til að reisa oliuhreinsunarstöðina.

    Land virðist vera tryggt undir verksmiðjuna. Viljayfirlýsing liggur fyrir frá landeigandanum, bóndanum í Hvestu, um sölu á landi undir verksmiðjuna. Framkvæmdin á þó eftir að fara í umhvefismat ...

    Í gær var tilkynnt um uppsetningu svokallaðrar „aflþynnuverksmiðju“ við Eyjafjörð. Í fréttum ljósvakamiðla var tilkynnt um áætlanir að verksmiðjunni sem um aðeins jákvæða og spennandi „umhverfisvæna“ verksmiðju væri að ræða. Ráðamenn ríkisstjórnar, sveitastjórnar Eyjafjarðarsveitar, eigendur og forsvarsmenn væntanlegrar aflþynnuverksmiðju voru allir í hátíðarskapi á Listasafninu á Akureyri. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra talar um að hér sé um sögulegan áfanga í iðnsögunni ...

    Um næstu helgi verða Berjadagar haldnir hátíðlegir í Ólafsfirði. Hátíðin samanstendur af fjölbreyttri dagskrá, sannkallaðri töfraveröld tóna og hljóða. Frönsk og þþsk náttúrustemning, kveðskapur Fljótamanna, Marimban og víólan, Nostalgíuverk fyrir vanstillta tilfinningastrengi o.fl.

    Listamenn Berjadaga eru: Kristinn G Jóhannsson myndlistarmaður, Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona, Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari, Steef van Oosterhout slagverksleikari ...

    Eyðslueinkunnargjöf fyrir bíla - Orkusetur

    Á vef Orkuseturs er að finna einkunnarreiknivél fyrir eldsneytiseyðslu bíla. Í allri umræðunni um visthæfi, vistvæni og umhverfisvæni bíla er mikilvægt að hafa í huga að stærsti þátturinn hvað varðar umhverfisáhrif (og budduna okkar auðvitað) er eldsneytiseiðslan sjálf. Með þessum snotra reikni Orkuseturs er ekkert mál að sjá hvaða einkunn bíllinn þinn fær. Kolefnisútblásturinn er að ...

    Í kvöld þriðjudaginn 14. ágúst verður haldin hin árlega „kúmenganga“ í Viðey. Upp úr miðri átjándu öld gerði Skúli Magnússon landfógeti ýmsar ræktunartilraunir í Viðey þ.á.m. með kúmen sem tókst afburðarvel. Í dag má sjá kúmen vaxa vítt og breytt um eyjuna.

    Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í kúmengöngunni mæti í Sundahöfn við ferjuna út ...

    Mikil gróska er í hönnun og handverki á Íslandi í dag. Á Handverkshátíðinni að Hrafnagili var auk fjölmargra bása einstakra lista- og handverksmanna m.a. sett upp svokölluð Krambúð þar sem ýmislegt mjög áhugavert í íslenskri hönnun og handverki var til sýnis og kaups.

    Dþr, jurtir og náttúrufyrirbrigði hvers konar eru myndefni sem að aldrei verða úrelt. Þörf fyrir að ...

    Í gær var handverksmaður ársins valin úr hópi þátttakenda á Handverkshátíðinni í Hrafnagili. Kynning á Handverksmanni ársins hljómar á þessa lund:

    • Handverksmaður ársins er landnámsmaður á vettvangi þjóðlegs íslensks handverks.
    • Hann er frumkvöðull sem ber mikla virðingu fyrir viðfangsefni sína.
    • Hann er óþreytandi talsmaður þess að við varðveitum þennan merka menningararf og skilum honum óbrotnum til komandi kynslóða.
    • Hann er ...

    Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir sýndi verk sín á Handverkshátíðinni í Eyjafirði nú um helgina. Guðrún vinnur bæði skartgripi og nytjahluti úr náttúrulegum efnivið. Hún sagar og pússar bein, horn, klaufar og hófa og galdrar úr þeim armbönd, hálsfestar, tölur, nælur, hárspangir o.m.fl. Hlutirnir hafa fínlegt yfirbragð þrátt fyrir að efniviðurinn sé grófur í eðli sínu.

    Guðrún fór á námskeið ...

    Þórey Tómasdóttir sýndi handverk sitt í fyrsta skipti á sýningunni Handverk 2007 í Hrafnagili nú um síðustu helgi. Verkin vöktu mikla athygli gesta og myndaðist örtröð fyrir framan bás hennar enda verkin mjög sérstæð. Þau hafa yfir sér fjarrænan anda og líkjast nokkuð indjánahandverki s.s. draumaföngurum, eða þjóðlegum brúðum í frumbyggjabúningum.

     

    En verkin eiga sér þó enga ákveðna ...

    Forntextaskrifarinn Kristín Þorgrímsdóttir er stjórnmálafræðingur að mennt og mikil áhugamanneskja um hina fornu ritlist. Hún sérhæfir sig í afritun texta úr íslenskum miðaldahandritum og velur einkum í verk sín texta sem gefa innsýn í heimsmyndir miðaldamanna og almennar hugmyndir þeirra um lífið og tilveruna. Kristín sýnir nú verk sín á Handverkshátíðinni að Hrafnagili í Eyjafirði.

    Handskrifuð skinnverk eftir Kristínu eru ...

    Stóruvellir í Bárðardal standa vestan við Skjálfandafljót rúmlega 20 km frá þjóðvegi 1 sunnan við Goðafoss. Áður var stundaður hefðbundinn búskapur á Stóruvöllum en nú er þar bræddur mör og lambafita.

    Útikerti er eitt af framleiðsluvörum Stóruvalla. Kertin eru framleidd úr íslenskri náttúru- afgangsafurð „hamsatólg“. Tólgarkerti voru algeng hér áður fyrr og eru nú endurborin í útikertunum frá Stóruvöllum. Brennslutími ...

    Á Handvershátíðinni í Eyjafirði er margt áhugavert að sjá og skoða þessa helgi. Einn af þeim aðilum sem kynna starfsemi sína á sýningunni er Handiðnaðarsamband Íslands.

    Handiðnaðarsambandið hefur í samvinnu við nemendur í Listaháskóla Íslands unnið gríðarlega stórt verk um íslenska mynsturgerð og arf íslenskra sjónmennta. Prótótþpa af bókinni er kynnt á hátíðinni í Hrafnagili þessa helgi. Nemendur Listaháskólans hafa ...

    Útgáfufélagið Sumarhúsið og garðurinn er rekið af hjónunum Auði I. Ottesen og Páli Pétursyni en þau hafa á nokkrum árum byggt upp fjölbreytt útgáfufélag með einstakri tilfinningu fyrir náttúru og umhverfi.

    Nýverið gáfu þau út bækurnar Lauftré á Íslandi og Barrtré á Íslandi. Þann 27. september nk. stendur Sumarhúsið og garðurinn fyrir ráðstefnunni „Trjágróður til yndis og umhverfsibóta“ í tilefni ...

    Í vor tóku SORPA og Fréttablaðið höndum saman til að hvetja lesendur til að skila Fréttablaðinu til endurvinnslu. Hrundið var af stað auglýsingaherferð með ljósmyndum þar sem dagblöð þjóna ýmsum tilgangi s.s. að vera sófi eða stólar. Auglýsingarnar detta inn þegar að laust pláss er í blaðinu svo auglýsingakostnaður er ekki sá sem sýnist.

     

    Samtök Iðnaðarins eða nánar ...

    Kvikmyndin um Simpsons fjölskylduna er nú sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim við góðar undirtektir áhorfenda. Myndin er ekki bara skemmtileg fjölskylduafþreying heldur hrein og bein ádeila á  stöðu umhverfismála í Bandaríkjunum.  Mengun stöðuvatnsins gengur gersamlega fram af Lísu litlu sem ákveður að gera eitthvað í málunum. Karl faðir hennar  verður þó enn einu sinni það á að fara yfir ...

    Truflun í spennustöð olli því að rafmagnslaust varð á mestöllu landinu nú síðdegis. Truflunin varð í spennsutöðinni í Hvalfirði sem kom höggi á kerfið allt. Rafmagn fór af Vestfjörðum, Austurlandi og Vesturlandi. Rafmagn er nú komið á aftur nema til stóriðju en rafmagnsleysi hefur gríðarlega áhrif sérstakleg í álverum í fullum afköstum.

    Síðastliðið haust kom á markað íslenskt leikfang „Völuskrín“, hönnuður er Lóa Auðunsdóttir og höfundur hugmyndarinnar og frumkvöðull verkefnisins er Þórey Vilhjálmsdóttir.

    Völuskrínið hefur að geyma hefðbundnu íslensku barnagullin og er ætlað sem kynning og endurvakning á hinum eiginlegu íslensku leikföngum.

    Á íslenskum sveitabæjum áttu börnin felustað undir rúmbríkinni í baðstofunni. Þar geymdu þau gersemir sínar, leikföng er búin voru til ...

    Í tilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu segir að óskað hefði verið eftir því að Orkustofnun kalli inn nú þegar öll gögn frá Fjarðarárvirkjun og eftirlitsaðilum vegna hennar. Ráðuneytið vill jafnframt að fulltrúar stofnunarinnar verði þegar sendir á vettvang til að gera úttekt á stöðu framkvæmda. Þar á að kanna hvort, og þá hvernig, framkvæmdir hafi farið umfram heimildir. Ráðherra ætlar að fenginni ...

    Mig rak í rogastans við að lesa auglýsingu frá Brimborg nú á dögunum. Eftir því sem að marka má af auglýsingunni eigum við að „hætta að hugsa um umhverfið“ og „gera eitthvað í málinu“. Því lengra sem ég las, því minna skildi ég og þá er kannski takmarki auglýsingarinnar náð. Þ.e. að rugla okkur svo mikið í rýminu að ...

    Urtasmiðjan er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir húðvörur úr íslenskum heilsujurtum. Framleiðslan byggir á gömlum hefðum við notkun lækningajurta, svo og nútíma þekkingu og rannsóknum á hollustu og heilsubætandi áhrifum jurtanna.

    Gígja Kvam frumkvöðull og eigandi Urtasmiðjunnar hefur nú gert tilraunir með notkun á íslensku korni í jurtavörur sínar. Sjá vef Urtasmiðjunnar.

    Hún notar bygg frá Eymundi Magnússyni í Vallanesi í ...

    Náttúrumarkaðarinn vex stöðugt enda er markmiðið að vera tengiliður milli neytenda og söluaðila sem stunda vistvæn og umhverfismeðvituð viðskipti og byggja upp óháð markaðstorg til að auka veg umhverfisvænna viðskipta.

    Í dag kom Móðir Jörð ehf fyrirtæki Eymundar Magnússonar bónda í Vallanesi í Fljótsdalshéraði inn á Náttúrumarkaðinn. Eymundur er sannkalluður frumkvöðull og hefur um tugi ára stundað lífrænan búskap. Ákafur ...

    Eins og tilkynnt var um með „10 grænum skrefum“* Reykjavíkur fyrr á árinu stóð til að veita þeim sem aka visthæfum ökutækjum undaný águ frá því að greiða í stöðumæla í Reykjavík. Nokkurn tíma hefur tekið að vinna í málinu en nú er s.s. málið komið í gegn og búið að skilgreina hver er vistæfur og hver ekki og ...

    Vetnisframtíð Íslands er björt að áliti vísindamanna Evrópusambandsins en þeir telja að það gæti verið hagkvæmast að framleiða vetni á Íslandi. Vetni gæti orðið framtíðarorkugjafi ESB og því er lögð mikil áhersla á að rannsaka hagkvæmnismöguleikana vítt og breitt.

    Hvað þetta þýðir fyrir Ísland er ófyrirséð og liggur ekki fyrir að hagkvæmninni geti verið náð í nánustu framtið. Íslensk vatns-og ...

    Geysir Green Energy sem er í eigu FL Group, Glitnis, VGK Hönnunar og Reykjanesbæjar hafa keypt Jarðboranir hf. Samhliða kaupunum var gengið frá því að að tæplega 16% hlutur Jarðborana í Enex* fæðist yfir til Geysir Green Energy.

    Geysir Green Energy var stofnað í janúar síðastliðnum í þeim tilgangi að byggja upp leiðandi alþjóðlegt orkufyrirtæki. Þann 7. júlí stofnaði Jarðboranir ...

    Kristbjörg Elín Krstmundsdóttir jógakennari og blómadropahöfundur hefur í marga áratugi unnið í sátt við náttúruna, bæði við bústörf á lífrænu búi sínu í Vallanesi, við kennslu í jógafræðum og námskeiðum í jóga og síðan við þróun náttúru- og blómadropa sinna.

    Íslenskir blómadropar Kristbjargar hafa að geyma innsta eðli ferskrar og óspilltrar náttúru landsins. Þeir eru framleiddir úr tæru, íslensku vatni ...

    Í gærkveldi boðuðu sveitungar í Sól á Suðurlandi til hátíðarstundar í mynni Þjórsárdals þar sem lón Hvammsvirkjunar Hagalón er á áætlunum Landsvirkjunar.

    Þar var þá búið að koma fyrir upplýsingaskiltun sem sýna vegfarendum hæð fyrirætlaðs lóns og þær náttúrufórnir sem Landsvirkjun hyggst færa í von um álver „einhversstaðar“.

    Hagaey myndi t.a.m. næstum hverfa með öllu í vatnsflaum Hagalóns ...

    Celeryfurniture.com er ný legur hönnunarvefur með húsgögn sem raðast saman eins og pússluspil.

    Hugmyndafræðin er í raun enduruppgötvuð aldagömul samsetningartækni sem hefur þó á sér nútímalegt yfirbragð. Allt efnisval er ekki aðeins umhverfisvænt heldur einfalt og hagkvæmt í flutningi og samsetningu auk þess sem að húsgögnin er hægt að stækka eftir því sem barnið vex. Eitt meginefnið er bambus ...

    Barrskógarhögg á Þingvöllum er heitt umræðuefni bæði í heitu pottunum, í eldhúsum og sumarbústöðum landsins og auðvitað í fjölmiðlum þessa dagana.
    Það sem að ruglar fólk sérstaklega í rýminu er að öll umræðan um skógrækt, kolefnisjöfnun og jákvæð áhrif trjáa í umhverfislegu tilliti er eins og gerð að engu með skógarhögginu. En eins og allt hafa barrtré á sér margar ...

    Umhverfiseftirlit Nýja Sjálands hefur lagt hald á og eytt 300 afbriðgum af erfðabreyttum hitabeltisfisktegundum.

    Vafrarar höfðu látið í ljós áhyggjur sínar af furðulegu framboði fisktegunda við yfirvöld eftir að hafa séð zebra danio fisk, vinsælt afbrigði hjá fisk-söfnururm, til sölu á netinu.

    Formaður innrásardeildar Umhverfiseftirlitsins David Yard sagði að erfðabreytingastöðvar hefðu verið gerðar upptækar á fjórum stöðum í gær þar ...

    Um þessar mundir stendur yfir sýningin „Hrein orka - betri heimur“ í Sesseljuhúsi - sýningarhúsi um sjálfbærar byggingar og fræðslusetur um umhverfismál að Sólheimum í Grímsnesi. Á sýningunni sem er styrkt af Pokasjóði er fjallað um vatnsorku, sólarorku, líforku, ölduorku, jarðvarma, sjávarfallaorku og vindorku.

    Auk þess er ýmislegt spennandi í gangi á Menningarveislu Sólheima nú í sumar t.d. listsýningar, höggmyndagarðurinn, trjásafnið ...

    Í gærdag héldu aðgerðir Saving Iceland áfram þegar að fimm umhverfisverndarsinnar hlekkjuðu sig við krana á Grundartanga og um tuttugu manna hópur lokaði veginum að álveri Norðuráls. Að sögn talsmanns samtakanna Saving Iceland, Snorra Páls Jónssonar Úlfhildarsonar, var tilgangurinn að vekja athygli á náttúruspjöllum og þeirri mengun sem verksmiðjan veldur. Mótmælin fóru friðsamlega fram en hjávegur var opnaður svo ekki ...

    Mikill vöxtur er nú í sölu lífrænna og umhverfisvottaðra vara á heimsvísu. Það er ekki bara á Íslandi sem að heilsuvörurverslanir- og matsölustaðir spretta upp og ná fljótt miklum vinsældum. Hraði nútímans kallar á andsvar í meðvitaðri lifnaðarháttum, þó ekki sé nema að fá sér hollan hádegisverð á flottum heilsu-matstað.

    Á höfuðborgarsvæðinu er úrvalið orðið mjög fjölbreytt. Staðir eins og ...

    Sýningin Ó-náttúra er sumarsýning Listasafns Íslands 2007. Sýningin opnar fimmtudaginn 19. júlí.

    Á sýningunni er leitast við að skoða náttúruna í öðru ljósi og frá öðrum sjónarhóli en menn eiga að venjast. Miðlægt verk á þessari sýningu er High Plane eftir Katrínu Sigurðardóttur en innsetning hennar hefur hvarvetna vakið verðskuldaða athygli þar sem hún hefur verið sýnd enda byggir hún ...

    Vissi einhver ekki að Rio-Tinto væri einn alversti umhverfisslóði heims? Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er í fyrsta sinn rætt um það sem staðreynd að Rio-Tinto, sem svo ljúflega gleypir nú Alcan, sé langt frá því að vera fyrimyndarfyrirtæki þó að á heimasíðu þess séu yfirlýsingar um að það stefni að því að verða í fararbroddi á sínu sviði á ...

    Trjásprettan í blíðviðrinu nú er engu lík. Það er næstum hægt að horfa á sprotana verða til og ný laufblöð á trjátoppum eru eins og ný fædd börn með hvíta slykju á nýju laufblöðunum. Með yfir tvöþúsund af þessum elskum í eldi er það þvílík ánægja að horfa á þau flýta sér að stækka.

    Vefurinn Yrkja.is er vefur sem ...

    Hópur náttúruverndarsinna var hent út úr Kringlunni í gær þar sem hópurinn sem tengist mótmælaaðgerðum Savin Iceland gegn virkjana- og stórstíflustefnunni og er af ýmsum þjóðernum, hélt uppi mótmælum gegn virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda.

    Mikil og sterk viðbrögð lögreglu og Securitas en einn af eldri starfsmönnum Securitas tók Reverned Billy nánast kverkataki og þreif til fleira fólks í hópnum.

    Þar sem ...

    Vefverslunin Pug-store.com, sem sérhæfir sig í að bjóða til sölu hönnunarvörur sem eiga það sameiginlegt að taka tillit til umhverfisáhrifa við hönnun og framleiðslu, setur hugmyndafræði sína fram á skemmtilegan og myndrænan hátt á vef sínum:

    PUG UP!

    Hvernig væri það ef að ný i sófinn þinn leystist upp á safnhaug eftir að hann er búinn að gegna hlutverki ...

    Á laugardaginn fylgdust yfir milljarður manna með Live Earth - gegn lofslagsbreytingum tónleikunum sem haldnir voru í hverri heimsálfu. En til að bjarga heiminum þarf að koma meira til en 7 tónleikar þó vel sé út-, net- og sjónvarpað um allan heim. Það erum við, milljónir á milljónir ofan sem að geta knúið fram breytingar með því að vera virk í ...

    Hlíðableikja [Barbarea stricta], erlendur slæðingur sem hefur verið að breiðast út smátt og smátt, bæði um höfuðborgarsvæðið og í Eyjafirði. Einnig hefur jurtin sést miðja vegu við þjóðveginn milli Selfoss og Stokkseyri og Eyrarbakka.

    Greining: Hörður Kristinsson NÍ. Myndin er af hlíðableikju milli Selfoss og Stokkseyrar og Eyrarbakka þ. 21. júní. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

    Um helgina var haldin ráðstefna til bjargar íslenskri náttúru, að Hótel Hlíð í Ölfusi undir yfirskriftinni „Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna“.

    Ræðumenn á ráðstefnunni voru m.a. Dr. Eric Duchemin, adjunct prófessor við háskólann í Québec, Montréal, Kanada og rannsóknarstjóri DREX environnement, hefur verið í forsvari fyrir Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) Sameinuðu þjóðanna. Rannsóknir hans hafa leitt til ...

    Tíu ára löng rannsókn sem fólst í að bera saman lífrænt ræktað og ólífrænt ræktað grænmeti og meta mismunandi áhrif þess á heilsu fólks var birt nú á dögunum. Rannsóknin var gerð í Bandaríkjunum og leiddi m.a. í ljós að næstum tvisvar sinnum meira magn af flavaproteini, sem er andoxunarefni, sé að finna í lífrænt ræktuðum tomötum en ólífrænt ...

    Bílaleigur Hertz bílaleigukeðjunnar í Bandaríkjunum auglýsa nú „Hertz Green Collection“ (Hertz græna safnið) en þar er nú lofað að frá hverjum leigðum bíl renni einn dalur til þjóðgarðasjóðs. Hugmyndafræðin er svipuð og auglýsingahrinan sem fór í gang eftir að Kolviðarsjóðurinn tók til starfa hérlendis, þar sem hvert fyrirtækið á fætur öðru auglýsti sig með bílum með blómahafi út úr púströrurunum ...

    Toyota á Íslandi er áttunda íslenska fyrirtækið til að hljóta umhverfisvottun skv. alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Sjá lista yfir þau fyrirtæki sem hlotið hafa ISO 14001 hér á Grænum síðum. Toyota hefur verið einn fremstur bílaframleiðanda í heiminum til að hanna umhverfsivænni bíla og hefur fyrirtækið svo sannarlega verið í framvarðasveit á þeim vettvangi um árabil. ISO 14001 umhverfisstaðallinn er ...

    Á morgun þ. 5. júlí hefst Risalandsmót Ungmennafélags Íslands í Kópavogi.

    Meðal starfsíþrótta sem keppt er í eru; pönnukökubakstur, jurtagreining og gróðursetning. Á föstudaginn kl. 17:00 verður keppt í jurtagreiningu í Menningartorfunni en þar mun vera komið fyrir á langborði um 40 lifandi villtum íslenskum jurtum og keppendur víðs vegar af landinu þurfa því að þekkja flóru Íslands vel ...

    Nú eru aðeins 5 dagar þar til Live Earth tónleikarnir munu eiga sér stað í öllum heimsálfunum sjö. The Green mun senda út viðtal við Al Gore aðfaranótt fimmtudagsins 5. júlí kl. 5:30 að íslenskum tíma en þar mun Al tala um alheimshlýnunina. Sjá nánar á liveearth.msn.com. Þú getur einnig sent inn spurningar til Al og hlustað ...

    Ef að þær framkvæmdir sem nú eru uppi á borðinu um álver í Helguvík og álver og álgarð i Þorlákshöfn ganga eftir liggur nokkuð ljóst fyrir að virkjanir við neðri hluta ÞJórsár verða að veruleika. Það er staðreynd að virkjanir og álver eru ekki neitt einkamál einstakra sveitarfélaga og því brýnt að Íslendingar fari að gera sér grein fyrir ábyrgð ...

    Nú er von á Norks Hydro til Þorlákshafnar, „til að skoða aðstæður“, en fréttaflutningur hinna ýmsu fjölmiðls af heimsóknum til Þorlákshafnar hafa helst líkst því að í Þorlákshöfn eigi sér nú stað samkeppni um álverslóð og góðvild bæjarstjórans í plássinu, Ólafs Áka sem stillir sér upp fyrir ljósmyndara hvað eftir annað og lýsir því yfir að allt sé að smella ...

    Garðurinn er sælureitur okkar og griðastaður.  Hann getur verið af hvaða stærð sem er. Í garðinum höfum við litla náttúruvin til að heimsækja í dagsins önn, einnig þegar tíminn er stuttur. Heimsókn í garðinn getur gefið okkur mikið jafnvel þótt við horfum einungis á hann út um gluggann eða hugsum til hans.

    Garðar geta verið af öllum gerðum, allt frá ...

    Vegagerðin er veghaldari* þjóðvega. Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. Þeir skulu mynda eðlilegt, samfellt vegakerfi til tengingar byggða landsins.

    Vegakerfinu er stundum líkt við æðakerfi mannslíkamans sem viðheldur starfseminni með því að tryggja eðlilegt blóðstreymi um hina ýmsa hluta líkamans. Með sama ...

    Ryksugur eru mikilvæg heimilistæki en það er margt sem ber að varast, sérstaklega orkueyðslu, hávaða og endingu.

    Nýjar reglur á evrópska efnahagssvæðinu banna sölu á ryksugum sem nota yfir 1600W, ryksuga illa, eru hávaðasamar, losa mikið ryk í andrúmsloftið eða endast illa. Þetta hefur í för með sér betri gæði og minni eyðslu, allt til hagsbóta fyrir neytendur.

    Frá 1 ...

    Grænt Íslandskort er samvinnuverkefni Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ára rannsóknarvinnu á vistvænum kostum í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi.

    Græna kortið er á; íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku, og tengist hinu gríðarlega ...

    Húsgögn samanstanda af ýmsum efnum bæði úr jurta- og steinaríkin s.s. viði, málmum, gleri, trefjum úr plöntum, steinefnum og úr gerviefnum allskonar. Það eru aðallega þau sem að við þurfum að vera með augun opin gagnvart. Ekki aðeins getur útgufun ákveðinna efna verið heilsuspillandi heldur geta umhverfisáhrif verið geigvænleg. Yfir 100.000 efni eru notuð í allskyns framleiðslu í ...

    Útöndun og einangrunargildi í ekta dúnsæng (æðadún eða gæsadún) er auðvitað betri en úr gerviefnum og því í flestum tilfellum hollari. Nauðsynlegt er að viðra sængina reglulega og helst láta hreinsa hana eftir þörfum.

    Með vefnaðarvörur s.s. sængurföt og fatnað þarf að hafa í huga að mörg litarefni og framleiðsluferli fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum ...

    Skór, eins og annað, eru til í mörgum gæðaflokkum. Handgerðir skór eru orðnir sjaldgæfir og fjöldaframleiðslan hefur tekið yfirhöndina. Skóiðnaðurinn hefur færst til Asíu þar sem oft  er erfitt að hafa eftirlit með því hvort að framleiðslan sé umhverfisvæn eða framleiðsluaðferðir skaðlegar bæði þeim sem vinna í verksmiðjunum og umhverfinu. 

    Þó eru til skóhönnuðir og framleiðendur alls staðar í heiminum ...

    Umhverfisvæn, græn eða vistvæn fatahönnun hefur löngu ruðið sér til rúms í nágrannalöndum okkar og er að vinna á hérlendis. Það sem átt er við með umhverfisvænni tísku og hönnun er að grunnhugsun hönnuðanna sé í sjálfbæra átt, þ.e. að hönnunin beri vott um ábyrgð gagnvart umhverfinu og ábyrgð gagnvart heilsu þess sem notar hana.

    Fatnaður er okkur ...

    Ákvörðun sveitarsjórnar Flóahrepps frá 13. júní sl. um að leggja fram aðalskipulag „án“ Urriðafossvirkjunar var eins og fram hefur komið í fréttum síðan breytt í „tvær“ skipulagstillögur, ein með og ein án virkjunarinnar. Landsvirkjun var snögg í Flóann eftir að fyrsta tillagan var kynnt og kom með mótleik sem að íbúum Flóans var nú kynnt og þeir gerðu gys að ...

    Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri.  Við Íslendingar erum sem betur fer menningarþjóð sem leggjum mikið upp úr lestri og kaupum mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða ...

    Öll börn geta teiknað og málað. Jafnvel þótt sumum kunni að finnast myndir þeirra ófullkomnar, þá hafa ölll börn tilfinningu fyrir litum og fegurðarskyn sem hægt er að rækta og þroska með barninu. Það er einnig mjög gaman og ekki síður mikilvægt að tjá sig með því að leika sér að litum.

    Á markaðnum eru margar tegundir af vaxlitum, pastellitum ...

    Sólarrafhlöður eru góður kostur þar sem langt er í tengingu við orkunetið. Til dæmis í sumarbústaði eða fjallaskála. Eins má nota þær til að framleiða rafmagn til eigin nota og hafa þá 12V lýsingu í bland við hið hefðbundna 220V kerfi. Sumir vilja t.d. aðeins hafa 12V ljós í svefnherbergjum til að losna við möguleg áhrif af 220V ...

    Tónlist og myndefni á geisladiskum endast ekki eins lengi og við kannski teljum okkur trú um. Geymsla tónlistar og myndefnis á hörðum diskum eru heldur ekki nein framtíðarlausn. Skjalageymslur eru í raun allar ótryggar gegn tímans tönn.

    Vínylplötunum gömlu má segja til hróss að þær duga lengur en geisladiskar ef þær verða ekki fyrir beinu hnjaski. Það er því blekking ...

    Stofan er sameiginlegt rými þar sem fjölskyldan slappar af og eyðir saman gæðastundum. Þar er lesið, hlustað á tónlist, horft á sjónvarp og tekið á móti gestum. Val á húsgögnum þarf því að vera í samræmi við fjölskyldustærð og ekki hvað sýst miðast við aldur barnanna í fjölskyldunni.

    Val húsgagna getur skipt allan heiminn máli, þ.e. ef að þau ...

    Velkomin í Matarsetrið þar sem matur, menning, líf og starf íslenskra og tékkneskra kvenna í dreifbýlinu verður kynnt; handverk, ferðaþjónusta, saga, upplifun, smakk og ýmislegt annað skemmtilegt verður á boðstólnum!

    Sýningin er haldin í Matarsetrinu að Grandagarði 8 á morgun laugardaginn 23. júní. Opið er frá kl. 13:00 til 16:00

    Sýningin er haldin í tengslum við Evrópuverkefnið „Building ...

    Rafmagnstækjum fjölgar sífellt á heimilum landsins. Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda seytlar hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auðveldasta ...

    Vatn er ein mikilvægasta auðlind jarðar og sú sem að flestar þjóðir eiga of lítið af. Á Íslandi er aftur á móti nóg af góðu drykkjarvatn, heitu vatni í jörðu og vatnsafli til að knýja raforkuver.

    Vatn er þó ekki óþrjótandi auðlind og óþarfa vatnsnotkun er mikil á Íslandi. Á Íslandi notar hver íbúi að meðaltali 200 lítra af vatni ...

    Oft er frystir sambyggður ísskápum, með stærri eða minna frystihólfi. Fyrir stórar fjölskyldur og þá sem tækifæri hafa til að fá heilu eða hálfu skrokkana eða uppskera mikð magn matar getur stór frystir verið brunnur sparnaðar. Mikilvægt fyrir endingu matarins er að hafa hitastigið rétt stillt eða -18 °C og til að spara orku er best að opna frystinn í ...

    Brauðristin er afar orkueyðandi tæki. Hagkvæmast er að kaupa brauðrist sem eyðir eins lítilli orku og mögulegt er og er auk þess sterk og endingargóð. Best er að rista tvær brauðsneiðar í einu.

    Athugið að af brauðristinni getur stafað eldhætta ef brauðið brennur!

    Mörg litarefni og framleiðsluferli vefnaðarvöru fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks. Sum efni eru umhverfisvænni en önnur.

    Bómull er eitt skaðlegasta hráefnið vegna mikillar eiturefnanotkunar við ræktun þess. Fyrir hvert kg. af bómull sem er ræktað þarf ...

    Náttúran bað fuglafræðinginn- og ljósmyndarann Jóhann Óla Hilmarsson að koma með tillögur og leggja til myndir af þeim fuglum sem hann teldi líklegasta sem þjóðarfugla. Hann valdi ellefu fugla og hér kemur níundi kandidatinn sem er kría en tekið skal fram að kynningarröðin er algeraleg óhlutdræg og valin af handahófi af ritsjóra. Náttúran.is heldur áfram að kynna fuglana og ...

    Vatnssparandi sturtuhaus er haus með litlum þröngum götum. Hann notar mun minna vatn en venjulegur sturtuhaus og vatnið spýtist út með meiri þrýstingi. Eldri sturtur nota allt að 24 lítra á mínútu af vatni. Nýir vatnssparandi sturtuhausar nota 6 til 10 lítra á mínútu.

    Ef þú skiptir yfir í vatnssparandi sturtuhaus þá minnka útgjöldin vegna sturtunnar um helming. Vatnssparandi sturtuhaus ...

    Mörg litarefni og framleiðsluferli vefnaðarvöru eins og í gluggatjöldum fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks. Sum efni eru umhverfisvænni en önnur.

    Bómull er eitt skaðlegasta hráefnið vegna mikillar eiturefnanotkunar við ræktun þess. Fyrir hvert kg. af bómull ...

    Skiptar skoðanir eru á því hvort að það að fara í kerbað eða sturtu sé umhverfisvænna (minna umhverfisspillandi). Vatnsnotkunin er það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi. Ef þú ferð í langa sturtu er það hugsanlega skaðlegra fyrir umhverfið en ef þú ferð í hálffullt baðkar. Notkun heita vatnsins kostar pening og því er varhugavert að ofnota það. Daglegar ...

    Klósettið notar mikið vatn og vatnseyðslan fer m.a. eftir því hve oft við sturtum niður. Gömul klósett sturta niður um 15-20 lítrum í hvert skipti, nýrri gerðir um 3-6 lítrum. Í gömul klósett er hægt að setja múrsteina í vatnskassann til að minnka vatnsmagnið í vatnskassanum.

    Þegar við stöndum frammi fyrir því að þurfa að kaupa nýtt klósett ...

    Drasl safnast fljótt upp í geymslunni og því er betra að gefa það, koma því í verð eða til endurvinnslu þegar þú þarft ekki lengur á því að halda. Sumu má koma til Rauða krossins, Góða hirðisins eða til endurvinnslustöðva.

    Bílskúrinn þarf að vera vel loftræstur, og þar ættu umhverfisvæn farartæki eins og reiðhjól og sparneytnir bílar að vera í öndvegi. Bílskúrinn, eins og nafnið segir til um, er hugsaður fyrir bílinn. Eitt af hlutverkum hans er að halda bílnum heitum á vetrum en það lengir líftíma hans og sparar auk þess eldsneyti. Að hafa bílskúr og nota hann ekki ...

    Jón S. Ólafsson líffræðingur, sem rannsakað hefur lífríki háhitasvæði hér á landi segir að Íslendingum beri alþjóðleg skylda til að sinna rannsóknum á háhitasvæðum. Það þýði þó ekki það sama og að rasa eigi um ráð fram og miða rannsóknir eingöngu við að virkja þau. Náttúrufar á háhitasvæðunum sé mjög merkilegt og aðeins um 20 svæði á landinu öllu að ...
    Dagur hinna villtu blóma var fagnað í gær á öllum Norðurlöndunum. Náttúrufræðistofnun Íslands skipulagði 14 blómaskoðunarferðir með leiðsögumönnum um allt land. Greinarhöfundur hafði tækifæri til að slást í hópinn sem hittist við Vatnsenda í Flóahreppi (fyrrum Villingaholtshreppi) og voru leiðsögumenn þær Þórunn Kristjánsdóttir og Krístín Stefánsdóttir. Átta þátttakendur voru í blómaskoðunarferðinni sem var farin í fallegu og kyrru veðri. Blómaskrúðið ...

    Þrátt fyrir að losunarkvóti Íslands á gróðurhúsalofttegundum fyrir árin 2008-2012 séu 10.500 þúsund tonn hafa álrisarnir nú þegar sótt um losunarkvóta fyrir 13.412 þúsund tonn.
    Alcan stimplar sig inn í Þorlákshöfn með umsókn um losun á 940 þúsund tonnum. Eins og fram kom í lok vikunnar hefur Rannveig Rist forstjóri Alcan í Straumsvík kallað til aðstoð frá höfuðstöðvum ...

    Náttúran bað fuglafræðinginn- og ljósmyndarann Jóhann Óla Hilmarsson að koma með tillögur og leggja til myndir af þeim fuglum sem hann teldi líklegasta sem þjóðarfugla. Hann valdi ellefu fugla og hér kemur áttundi kandidatinn sem er fálki en tekið skal fram að kynningarröðin er algeraleg óhlutdræg og valin af handahófi af ritsjóra. Náttúran.is heldur áfram að kynna fuglana og ...

    Í vikunni bárust þær fréttir að á staðfestingu aðalskipulags Flóahrepps væri ekki tekið tillit til óska Landsvirkjunar um að stærsta fyrirhugaða virkjun við Þjórsá, Urriðafossvirkjun væri á skipulaginu. Sveitastjórn Flóahrepps gerði sem sagt ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun á aðalskipulaginu sem kynnt var í vikunni. Ný sveitasjórn hefur því aðra afstöðu til fyrirhugaðra virkjana en sú sem áður sat.

    Náttúran bað fuglafræðinginn- og ljósmyndarann Jóhann Óla Hilmarsson að koma með tillögur og leggja til myndir af þeim fuglum sem hann teldi líklegasta sem þjóðarfugla. Hann valdi ellefu fugla og hér kemur sjöundi kandidatinn sem er skógarþröstur en tekið skal fram að kynningarröðin er algeraleg óhlutdræg og valin af handahófi af ritsjóra. Náttúran.is mun síðan kynna fuglana koll af ...

    Viðskiptablað Morgunblaðsins kemur húðlitað í plastumbúðum inn um lúguna. Það getur ekki talist sérlega umhverfisvænt og er í raun alger tímaskekkja. Plastið á hugsanlega að gefa blaðinu meira gildi og undirstrika mikilvægi blaðs um viðskipti, kannski umfram almenna blaðið. Þó virkar Viðskiptablaðið ósköp vesælt og viðkvæmt húðlitað í plastinu.

    Nú þegar að aðrar þjóðir fara í herferðir gegn plastpokum heldur ...

    Náttúran bað fuglafræðinginn- og ljósmyndarann Jóhann Óla Hilmarsson að koma með tillögur og leggja til myndir af þeim fuglum sem hann teldi líklegasta sem þjóðarfugla. Hann valdi ellefu fugla og hér kemur sjötti kandidatinn sem er rjúpa en tekið skal fram að kynningarröðin er algeraleg óhlutdræg og valin af handahófi af ritsjóra. Náttúran.is mun síðan kynna fuglana koll af ...

    Hver jurt er í rauninni listaverk náttúrunnar og býr yfir ákveðnum eiginleikum sem sumir hafa áberandi áhrif á okkur mannfólkið. Ein af þessum jurtum er hvítkál. Þó að oftast sé ekki hugsað um káljurtir í öðru samhengi en sem góðar jurtir til átu og daglegrar næringar skrifaði daninn Björge Wesereng doktorsritgerð sína um lækningamátt hvítkálsins. Í trefjum kálsins er pektín ...

    Náttúran bað fuglafræðinginn- og ljósmyndarann Jóhann Óla Hilmarsson að koma með tillögur og leggja til myndir af þeim fuglum sem hann teldi líklegasta sem þjóðarfugla. Hann valdi ellefu fugla og hér kemur fimmti kandidatinn sem er álft en tekið skal fram að kynningarröðin er algeraleg óhlutdræg og valin af handahófi af ritsjóra. Náttúran.is mun síðan kynna fuglana koll af ...

    Fyrir bandaríska þinginu liggur nú frumvarp sem felur í sér „árás“ á bandaríska drauminn um stóra bíla að mati Alliance for Automobile Manufacturers (AAM). Samtökin hafa nú hrint af stað auglýsingaherferð „gegn“ umhverfisvæna frumvarpinu og ítreka rétt sinn til að menga að vild, í nafni frelsisins.

    Náttúran bað fuglafræðinginn- og ljósmyndarann Jóhann Óla Hilmarsson að koma með tillögur og leggja til myndir af þeim fuglum sem hann teldi líklegasta sem þjóðarfugla. Hann valdi ellefu fugla og hér kemur fjórði kandidatinn sem er haförn en tekið skal fram að kynningarröðin er algeraleg óhlutdræg og valin af handahófi af ritsjóra. Náttúran.is mun síðan kynna fuglana koll af ...

    Framtíðarlandið bíður til morgunverðarfundar þ. 13. júní, um arðsemi stóriðju. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu, húsið opnar kl. 08:00, dagskrá hefst 08:30 og lýkur kl. 09:30.

    Atvinnulífshópur Framtíðarlandsins tók fyrr á árinu saman skýrslu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði. Þar er þeirri spurningu svarað hvort framkvæmdirnar hafi verið réttar og skynsamlegar miðað við arðsemi ...

    Náttúran bað fuglafræðinginn- og ljósmyndarann Jóhann Óla Hilmarsson að koma með tillögur og leggja til myndir af þeim fuglum sem hann teldi líklegasta sem þjóðarfugla. Hann valdi ellefu fugla og hér kemur þriðji kandidatinn sem er heiðlóan en tekið skal fram að kynningarröðin er algeraleg óhlutdræg og valin af handahófi af ritsjóra. Náttúran.is mun síðan kynna fuglana koll af ...

    Fimmtudaginn 14. júní kl. 20:00 mun Helena Óladóttir verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur verða með leiki og fræðslu í Grasagarðinum fyrir 8 – 12 ára börn og foreldra þeirra.

    Gróðurinn í Grasagarðinum er afar fjölbreyttur og hann býður upp á mismunandi upplifun og fræðslu. Þar eru ævintþraleg skógarrjóður, litskrúðug blóm, íslenskar villtar plöntur og nytjaplöntur. Með skemmtilegum leikjum fræðumst við um plönturnar ...

    Einar K. Guðfinnsson nú bæði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sér ekki fram á stefnubreytingu hjá nýrri ríkisstjórn varðandi útgáfu hvalveiðileyfa. Yfirlýsing ráðherra kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti því hún er þvert ofan í yfirlýsingar ný skipaðs umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttir varðandi veiðarnar.

    Náttúran bað fuglafræðinginn- og ljósmyndarann Jóhann Óla Hilmarsson að koma með tillögur og leggja til myndir af þeim fuglum sem hann teldi líklegasta sem þjóðarfugla. Hann valdi ellefu fugla og hér kemur annar kandidatinn sem er lundi en tekið skal fram að kynningarröðin er algeraleg óhlutdræg og valin af handahófi af ritsjóra. Náttúran.is mun síðan kynna fuglana koll af ...

    Nokkrar uppástungur hafa borist um að kominn væri tími til að velja „þjóðarfugl“ líkt og fyrir þremur árum þegar „þjóðarblómið“ var valið. Varla er þó hægt að gera upp á milli okkar mörgu núverandi þjóðargersema af fuglakyni en umræðan gæti orðið skemmtileg og alveg þess virði að stofna til fagurfræðilegra illdeilna í kringum mikilvægi fugla á mismunandi forsendum. Slíkar umræður ...

    Við heimsóttum Guðfinn Jakobsson í Skaftholti á dögunum og spurðum hann nokkurra spurninga um lífræna ræktun. Ræktun og starfsemin öll í Skaftholti er stunduð eftir mannspekikenningum (Anthroposophie) Rudolph Steiner. Ræktunin er vottuð lífræn og grænir fingur Guðfinns eru margrómaðir. Því fannst Grasaguddu við hæfi að reyna að fá hann til að leggja visku sína á borð fyrir okkur hin ófróðari ...

    Í dag við skólaslit í „hátíðarsal“ Norðlingaskóla, sem er undir berum himni því þessi ungi skóli er enný á í bráðarbirgðarskólastofum, afhenti umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir Grænfána í fyrsta sinn í ráðherratíð sinni. Þórunni fórst verkið vel úr hendi enda naut hún fulltyngis Rannveigar Thoroddsen, þaulreyndum starfsmanni Landverndar.

    Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki Foundation for Environmental Education (FEE) en Landvernd er umsjónaraðili ...

    Augnablik í Eldfjallagarði - Ljósmyndakeppni Landverndar

    Í eldfjallagarðinum eru afar áhugaverð viðfangsefni fyrir ljósmyndara. Náttúrufar býður upp á fjölbreytilegt myndefni allt frá fjörum, brimi og sjávarklettum upp í hverasvæði, gíga og hrauntraðir í hálendislandslagi. Myndirnar verða kynntar á sýningu og á heimasíðu Landverndar.

    Til þátttakenda:
    Í dómnefnd sitja tveir ljósmyndarar þeir Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson auk Guðrúnar Tryggvadóttur myndlstarmanns, fulltrúa ...

    Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar afhenti Bláa lóninu hf. Bláfánann þ. 30. maí sl. Þetta er í fimmta sinn sem Bláa lónið fær fánann bláa en endurnýja þarf umsókn um fánann árlega. Bláfáninn er umhverfismerki fyrir smábátahafnir og baðstrendur sem uppfylla ákveðin skilyrði sem miða að því að auka umhverfisgæði og umhverfisvitund gesta staðanna. Bláa Lónið leggur metnað í að starfsemi ...

    Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi fundaði með forsvarsmönnum Þorlákshafnarbæjar í gær um hugsanlega niðurkomu Alcan í Þorlákshöfn. Í frétt hér á Náttúrunni frá 25. maí (sjá greinina) var sagt frá því að yfirlýsingar hefðu komið frá Jóni Hjaltalín Magnússyni forsvarsmanni Altech um að svokallaður álgarður eða áltæknigarður væri „fullfjármagnaður“. Það vekur þvi spurningar um hvort að hér sé um ...

    Nú nálgast reyklausi dagurinn og því tilvalið fyrir þá sem enn anda að sér eitrinu að hætta. Eftir 1. júní ganga í gildi lög sem banna með öllu reykingar á veitingahúsum, svo nú er að taka sér tak.

    Fyrir þá sem enný á reykja, hinir geta hætt að lesa:

    Nokkrar aðferðir eru til sem geta hjálpað þér að losna undan ...

    Molta ehf. í Eyjarfjarðarsveit hyggst festa kaup á moltugerðarverksmiðju sem í fyrsta áfanga mun framleiða 4.500 tonn af jarðvegsbæti (moltu) úr 9.000 tonnum af lífrænum úrgangi á ársgrundvelli. Áætlað er að árið 2011, í þriðja áfanga, verði framleiðslan komin í 11.000 tonn úr 20.700 tonnum af lífrænum úrgangi. Það munu vera samkvæmt útreikningum um 91% af ...

    Í frétt hér á Náttúrunni frá 07.05.2007 segir frá yfirtökutilboði Alcoa í Alcan sem hljóðaði upp á 73,25 bandaríkjadali á hlut (tilboðið hljóðaði upp á 2.054 milljarða króna). Í kjölfarið var fjallað um það í heimspressunni að barátta um Alcan kynni að vera í uppsiglingu, þá ekki einangrað við Alcoa sem kaupanda heldur gæti það þýtt ...

    Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur, kynnti í morgun skýrslu um áhrif hvalveiða á viðskiptahagsmuni íslenskra fyrirtækja og ímynd landsins á erlendum mörkuðum. Skýrslan er gerð fyrir Náttúruerndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare.

    Af skýrslunni má m.a. ráða að hvalveiðar séu langt frá því að vera arðbær atvinnugrein. 750 milljónum hefur verið sóað af almannafé til rannsókna og stuðningsaðgerða af ...

    Jónína Bjartmarz fráfarandi umhverfisráðherra afhenti Þórunni Sveinbjarnardóttur ný skipuðum umhverfisráðherra lyklavöld að ráðuneytinu nú síðdegis í dag. Náttúran þakkar Jónínu gott samstarf og óskar Þórunni gæfu til að fara vel með ábyrgðina sem fylgir hlutverki „móður jarðar“, eins og Jónína kallaði starf umhverfisráðherra við afhendingu lyklanna.

    Sjá kafla um stefnu í umhverfismálum, úr stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar frá 23.05.2007.

    Í grein á Sudurland.is er talað um að fjármögnun í svokallaðan „Álgarð“ sé lokið.

    Í greininni segir „Fjármögnun á áltæknigarði í Þorlákshöfn er í höfn eftir að fyrirtækinu Artus ehf. var tryggt bolmagn frá erlendum fjárfestum. Samið hefur verið við Línuhönnun um framkvæmd á umhverfismati.
    „Nú á aðeins eftir að tryggja samninga við orkufyrirtæki,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, forsvarsmaður ...

    Þórunn Sveinbjarnardóttir er ný r umhverfisráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, ný fæddri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þórunn er 41 árs að aldri, stjórnmálafræðingur að mennt og hefur sinnt þingmannsstörfum fyrir Samfylkinguna frá árinu 1999. Þórunn var varaþingmaður fyrir Kvennalistann á árinu 1996. Hún sat í umhverfisnefnd Alþingis á árunum 1999-2005. Náttúran óskar Þórunni til hamingju með ráðherrastólinn og óskar ...


    Haglél buldi á gluggum og vakti okkur af værum blundi hér á Suðurlandi í nótt og fram eftir degi ágerðist skþjafarið þvílikt. Hægt var að fylgjast með þungum skþjunum losa úr sér hagli, rigningu og snjó á vixl, hér og þar á Suðurlandi. Skþin voru svo falleg, sum skjannahvít og önnur grá og þung og gríðarlegir skþjabólstrar æddu upp í ...

    Nú rúmri viku eftir að kosningaúrslit eru kunn, hafi þau þá verið kunn, séu þau nú kunn...þinga forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á Þingvöllum og hinir sem eftir sitja, sumir, eru með þvílíkar yfirlýsingar og fýluköst að minnstu börn yrðu skömmuð rækilega fyrir.

    En valdið er vanabindandi, miklu erfiðara að slíta sig frá því en heróíni. Að upplifa „cold turkey ...

    Vorskipið kemur er heiti vorhátiðar Eyrarbakka og Stokkseyrar sem haldið er nú um helgina. Hátíðin var fjölbreytt og vel skipulögð uppákoma sem að aðstandendur geta verið stoltir af. Greinilegt er að þessa fornfrægu smábæi við suðurströndina, byggir nú dugmikið og skapandi atorkufólk sem að veit hvernig draga á til sín gesti og ferðamenn víðs vegar að. Umhverfi þessara fallegu og ...

    „Kolefnisjöfnun“ er sérstakt hugtak sem spratt upp nýlega, í magni, sem virkar næstum óhóflegt í áfergjunni. Allt í einu er ekkert mál að „verða grænn“ því hægt er að kaupa sér syndaaflausn með því að „kvitta fyrir kolefnð“ eða „kolefnisjafna“ sig eða starfsemi sína. Auðvitað er verkefnið Kolviður góðra gjalda vert, stórt verkefni sem styður skógrægt, safnar fé og veitir ...

    Miklar áhyggjur hafa vaknað vegna hvarfs býflugna víða um heim. Talað er um að hvarfið sé í hæsta máta dularfullt, næstum yfirnáttúrulegt. Eins og allir vita eru býflugurnar það mikilvægar í keðjuverkun náttúrunnar að ef að þær hverfa er sagt að „fyrsta árið hverfi býflugurnar, næsta ár á eftir hverfi blómin, þarnæsta ár dýr jarðarinnar og fjórða árið mennirnir. Sjá ...

    Nú þegar að nokkuð ljóst er að við kusum ekki yfir okkur græna stjórn þarf að herða baráttuna fyrir grænni framtíð á annan hátt en í gegnum stjórnmálamennina. Eitt það sem að við getum gert er að lifa vistvænu og ábyrgu lífi dags daglega og að vera vakandi fyrir því sem fram fer í samfélagin og taka þátt í lýðræðislegri ...

    Löng barátta Péturs M. Jónassonar eins helsta vatna-, jarð og líffræðings okkar, gegn lagningu hraðbrautarinnar „Gjábakkavegs“ (vegs #365) um Þingvallasvæðið, fékk stóran skell við ákvörðun ráðherra. Ákvörðunin stríðir ennfremur gegn niðurstöðum Umhverfisstofnunar og stefnir Þingvallavatni sem UNESCO heimsminjaskráðri náttúruperlu i hættu.

    Eftir áratugalangar rannsóknir á vatninu og líffræði þess og eftir útgáfu nokkurra bóka um efnið komst Pétur að þeirri ...

    Þrátt fyrir fréttaflutning fyrir örfáum vikum þess efnis að Reykjavík bjóði ökumönnum vistvænna bíla ókeypis bílastæði í borginni, þá er nú ljóst að aðeins var um „hugmyndir og vangaveltur að ræða“, en það var það svar sem undirituð fékk við fyrirspurninni á skrifstofu borgarstjóra í morgun. Bílastæðasjóður tjáði undiritaðri einnig að slíkt væri í umræðunni en hefur ekki enný á ...

    Alcoa mun leggja fram tilboð í Alcan á morgun. Tilkynnt hefur verið um tilboðsverðið en það munu vera 73,25 bandaríkjadalir á hlut eða sem samsvarar 33 milljörðum dala eða 2.100 milljarða króna fyrir fyrirtækið.

    Miðað við síðustu ársreikninga beggja fyrirtækjanna yrði ársvelta sameinaðs fyrirtækis um 54 milljarðar bandaríkjadala og hagnaður fyrir afskriftir og skatta 9,5 milljarðar dala ...

    Sá fjöldi blaðaljósmynda og sjónvarpsfrétta sem birtast af forsvarsmönnum ríksistjórnarinnar í ýmsum grænum hlutverkum nú rétt fyrir kosningar s.s. við stofnun loftslagstengdra verkefna, verðlaunaafhendingar, opnun umhverfisvænna vefsvæða, gangsetningu háskólaverkefna á sviði orkurannsókna eða annarra „grænna verkefna“, ætti að gefa til kynna einbeittan vilja ríkisstjórnarinnar tll að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda. Má það því teljast undarlegt að ríkisstjórn Ísland ákveði ...

    Skessujurt [Levisticum officinale, e. lovage] er nú að vakna til lifsins og verður orðin mannhæðarhá áður en langt um líður. Jurtina má strax byrja að nota sem súpujurt og jurtakraft og þegar líður á sumarið er tilvalið að skera hana niður og þurrka til vetrarins.

    Í bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins efir Hildi Hákonardóttur segir: „Skessujurt var uppnefnd maggí-súpujurtin, því fyrirtækið ...

    Náttúran hefur mikinn áhuga á að birta hér á vefnum aðsendar greinar sem snerta umræðuna um umhverfismál á einhvern hátt. Hafir þú eitthvað fram að færa í því sambandi og vilt ekki halda því bara fyrir sjálfan þig, þá sendir þú greinina til biritngar á Náttúrunni. Myndefni má gjarnan fylgja greininni. Til að allt sé gert með réttum hætti þarf ...

    Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndar- samtök Suðurlands, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, Náttúruvaktin, Garðyrkjufélag Íslands, Landvernd og Framtíðarlandið kostuðu öll vinnslu við lag Jóhanns G. Jóhannssonar, „Hálendi Íslands“. Útsetningar og upptökustjórn annaðist Pétur Hjaltested.

    Listamennirnir sem að verkinu komu voru, Ásgeir Óskarsson, Björgvin Gíslason, Pétur Hjaltested, Róbert Þóroddsson, Hörður Torfason, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Magnús Þór Sigmundsson, Ragnheiður Eiríksdóttir, Heiða Ólafsdóttir, Steindór Andersen ...

    Á aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Suðurlands sem haldinn var á Laugarlandi í Holtum í gærkveldi, hélt Dr. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur langt og ítarlegt erindi um jarðsprungur á Suðurlandi. Sprungubelti Suðurlands er þéttriðið, svo mjög að fundarmenn gátu þar allflestir eignað sér sprungu/sprungur sem liggja um land þeirra enda af nægum af taka.

    Staðreyndin er að Ísland gliðnar á Atlandshafshryggnum um 18-19 ...

    Á aðalfundi NSS í kvöld var samþykkt eftirfarandi ályktun:

    Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands hvetur umráðamenn lands á Suðurlandi og annars staðar til að lýsa lönd sín „svæði án erfðabreyttra lífvera“, þar með talda bændur og eigendur landbúnaðarsvæða, sveitarfélög sem fara með skipulagsvald, svo og stofnanir og samtök sem annast eða eiga nytjaland.

    Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur tekur gjarnan við yfirlýsingunum, www ...

    Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfisins. Hægt er að sækja um að fá Bláfánann en Landvernd, vottunaraðili fánans hérlendis, sér þá um að leiðbeina umsóknaraðila í gegnum umhverfistjórnunarferlið ...

    Fyrirtækið NOKIA hefur frá árinu 2001 gefið opinberar yfirlýsingar sem tíunda nákvæmlega þau skref sem fyrirtækið tekur til að minnka umhverfisáhrif af framleiðslu og starfsemi fyrirtækisins. Það er ekkert launungarmál að umhverfisáhrirf af framleiðslu fjarskiptatækja eru gríðarleg og neytendur í nágrannalöndum okkar eru sér kannski enn betur meðvitaðir um hve mikilvægt það er að taka á vandamálinu. Einn liður í ...

    Rúmlega hundrað manns mættu á fundinn í Þingborg í gær þar sem viðstaddir frambjóðendur allra flokka nema Sjálstæðisflokksins lýstu yfir andstöðu sinni við fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Í lok fundarins kvað Bjarni Harðarson frambjóðandi í 2. sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sér hljóðs og húðskammaði fundarrmenn og líkti þeim við fótboltabullur sem eingöngu klöppuðu fyrir sínu eigin liði. Samlíkingin ...

    Haustið 2006 hlaut Náttúran.is styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur en sjóðurinn var stofnaður um minningu Margrétar. Sjóðurinn var stofnaður árið 2005 og er markmið hans að stuðla að heilbrigðu líferni og bættu mannlífi, efla menntir, menningu og íþróttir. Markmiðum sjóðsins er fylgt eftir með því að styrkja einstaklinga, verkefni og félög til mennta, framtaks, athafna og keppni - ekki síst ...

    Sumarið 2006 kynntu forsvarsmenn Náttúrunnar Framleiðnisjóði landbúnaðarins verkefnið. Náttúran.is mun fjalla um landið allt á vefnum, bæði náttúruna sjálfa, framleiðendur, frumkvöðla og framleiðsluvörur sem að falla undir hreinar náttúruafurðir og vottaðar afurðir og áhugaverðar nýjungar. Það varð til þess að Framleiðnisjóður ákvað að styrkja verkefnið duglega. Sjá vef Framleiðnisjóðs.

    Náttúran þakkar kærlega fyrir stuðninginn.

    Eitt framsæknasta fyrirtæki landsins á sviði umhverfismála Hópbílar hf. er annað fyrirtækið til að styrkja Náttúruna.is. Hópbílar eru í fremstu röð á landinu á sviði umhverfisstjórnunar, en Hópbílar er eitt tíu fyrirtækja á íslandi sem hafa ISO 14001 alþjóðlega umhverfisvottun og hefur um árabil verið í fararbroddi hvað varðar umhverfis- og gæðastjórnun. Hópbílar fengu Kuðunginn, umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins árið 2003 ...

    Í þrígang hefur Náttúran.is fengið styrk frá Impru Nýsköpunarmiðstöð, úr verkefninu „Skrefi framar“ sem úthlutar styrkjum til frumkvöðla sem ráða þurfa til sín sérfræðinga til þróunarvinnu. Fyrstu styrkina hlaut verkefnið árið 2005 og í þriðja sinn árið 2006. Sjá nánar um Impru nýsköpunarmiðstöð og styrki sam þar eru í boði á vef miðstöðvarinnar.

    Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

    Haustið 2006 veitti Endurvinnslunni hf. verkefninu styrk, sem var fyrsti styrkur til verkefnisins frá fyrirtæki. Náttúran.is áformar að gefa heildaryfirsýn á málaflokkinn endurvinnsla og förgun og fjalla um alla endurvinnslu og förgunarmöguleika á landinu. Auk þess eru vörur á Náttúrumarkaði eyrnamerktar viðeigandi Fenúr-flokki sem segir til um á hvern hátt skuli farga innihaldi og umbúðum á sem umhverfisvænstan hátt ...

    Styrkur úr Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands vorið 2005 var annar styrkurinn sem hlaust til verkefnisins, sem hét þá Grasagudda.is. Verkefnið sótti aftur um styrk ári síðar og hlaut enn á ný styrk úr sjóðnum. Atvinnuþróunarsjóður heitir nú Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og úthlutar styrkjum til frumkvöðlaverkefna á Suðurlandi.
    Sjá nánar á vef Atvinnurþróunarfélags Suðurlands.

    Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!

    Í gær var Kolviðarverkefnið kynnt í Þjóðminjasafni Íslands. Kolviður er kolefnissjóður, stofnaður að frumkvæði Skógræktarfélags Íslands og Landverndar. Upphaflegu hugmyndina má rekja til tónleika er pönkhljómsveitin Fræbbblarnir hélt árið 2003 í samvinnu við Landvernd og Skógræktarfélag Íslands.

    Hugmyndafræði Kolviðar byggir á skógrækt, alþjóðlega viðurkenndri aðferð til að sporna gegn áhrifum koldíoxíðsútblásturs. Hlýnun andrúmsloftsins er að stórum hluta rakin til losunar ...

    Borgarstjórn Reykjavíkur kynnti í dag „græn skref“, sem stigin verða í borginni á næstu misserum. M.a. fá ökumenn að leggja vistvænum bílum ókeypis í bílastæði borgarinnar. Á góðviðrisdögum verður Pósthússtræti meðfram Austurvelli gert að göngugötu. Fram kom á blaðamannafundi, sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, og Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, boðuðu í dag, að til standi að bæta þjónustu ...

    • Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið
    • Bændasamtök Íslands
    • Grænu Farfuglaheimilin
    • Green Map System
    • HNLFÍ
    • Í boði náttúrunnar
    • Land- og ferðamálafræðistofa Háskóla Íslands
    • Landmælingar Íslands
    • Landsbjörg
    • Landsvirkjun
    • Landvernd
    • LiberHerbarum.com
    • loftslag.is
    • 2020.is
    • Náttúrufræðistofnun Íslands
    • Náttúruverndarsamtök Íslands
    • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
    • Orkusetur
    • Reykjavíkurborg
    • Reiknistofa í veðurfræði
    • Samtök lífrænna neytenda
    • SEEDS sjálfboðaliðasamtök
    • Sesseljuhús Sólheimum
    • Slow Food Reykjavík
    • Sorpa bs.
    • Sorpstöð Suðurlands bs.
    • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið ...
    Fyrstu merki um lífræna þróun í dölum Borgarfjarðar:

    Hraundís Guðmundsdóttir á Rauðsgili í Hálsasveit hefur nú fengið vottun Vottunarstofunnar Túns til söfnunar á villtum íslenskum plöntum samkvæmt alþjóðlegum reglum um lífrænar aðferðir. Vottunin nær til ræktaðs og óræktaðs landsvæðis á Rauðsgili sem nýtt verður í framtíðinni til söfnunar og ræktunar á ýmsum plöntum. En þær verða síðan hráefni til framleiðslu ...

    Myndlist er mikilvæg á hverju heimili ekki síður en tónlist og bækur. Hvort sem um verk virtra listamanna eða teikningu eftir börnin gildir að frágangur og upphenging gerir gæfumuninn. Það góða við „góða myndlist“ er að hún er vönduð, fer ekki úr tísku og er því ákaflega umhverfisvæn.

    Um eftirprentanir og tískuskraut gildir það aftur á móti að líftíminn er ...

    Laugardaginn 24. mars n.k. kl. 14.00 - 16.30 verður opin ráðstefna í Hraunseli, Flatahrauni 3 í Hafnarfirði um þá framtíðarsýn, að Reykjanesskagi verði eldfjallagarður og fólkvangur.

    Ráðstefna þessi er í framhaldi af ráðstefnum og fundum Landverndar um framtíðarsýn samtakanna á Reykjanesskaga og hvað hann hefur upp á að bjóða varðandi náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma og jarðhitaefna ...

    Sá fjárhagslegi ávinningur fyrir Hafnarfjarðarbæ sem hvað mest hefur verið flaggað er nú brostinn þar sem að frumvarp sem staðfesta átti samning ríkisins við álverið í Straumsvík var ekki afgreitt sem lög fyrir þinglok. Með lögunum átti Alcan að ganga inn í hið almenna skattkerfi og Hafnarfjarðarbær gæti þannig innheimt fasteignagjöld af verksmiðjunni sem reiknuð höfðu verið upp á um ...

    Eftirfarandi upplýsingar um ál er að finna á vef Alcan á Íslandi:„Ál er þriðja algengasta frumefni jarðskorpunnar, næst á eftir súrefni og kísli, og nemur það um 8%af þyngd hennar. Ál finnst í jarðvegi, flestum bergtegundum og öllum leirtegundum. Íslensk fjöll, þar með talinn Keilir, Hekla og Esjan, eru því að hluta til úr áli. Ál er í ...

    Í frétt á vef Landverndar segir að félagið sýni niðursöðum Péturs M. Jónassonar professor emeritus dr. phil hjá Kaupmannahafnarháskóla, stuðning með bréfi sem sent hefur verið til umhverfisráðherra. Pétur M. Jónasson hefur helgað ævi sinni rannsóknum á vatna jarð- og líffræði og er einn virtasti fagmaður heims á þessu sviði. Hann hefur sérstaklega helgað sig rannsóknum á Þingvallavatni og Mývatni ...

    Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent umhverfisnefnd Alþingis athugasemdir við frumvarp umhverfisráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda. Skoða verður frumvarpið í samhengi við loftslagsstefnu ríkisstjórnar Íslands og samningsmarkmið Íslands á 3. fundi aðildarríkja Kyoto-bókunarinnar sem haldinn verður í Bali, Indónesíu 3. – 14. 12. 2007 og næstu tveggja funda þar á eftir. Mikilvægt er að hafa hugfast að stefnt er að því að á 5 ...

    Bæði Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands undirbúa nú að kæra framkvæmdaleyfið fyrir Heiðmörk. Samtökin segja leyfið ekki í samræmi við aðalskipulag. Þá hafa menn frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur skoðað trén sem fjarlægð voru úr Heiðmörkinni og segja að þau virðist ónýt.

    Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtakanna, segir mikilvægt að Reykjavíkurborg fari að skipulagslögum og vinni mál í réttri röð. Skipulagsstjóri hafi bent á ...

    Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent umhverfisnefnd Alþingis athugasemdir við frumvarp umhverfisráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda. Skoða verður frumvarpið í samhengi við loftslagsstefnu ríkisstjórnar Íslands og samningsmarkmið Íslands á 3. fundi aðildarríkja Kyoto-bókunarinnar sem haldinn verður í Bali, Indónesíu 3. – 14. 12. 2007 og næstu tveggja funda þar á eftir. Mikilvægt er að hafa hugfast að stefnt er að því að á 5 ...

    Náttúruverndarsamtök Íslands undirbúa nú að kæra framkvæmdaleyfið fyrir Heiðmörk.

    Bæði Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands undirbúa nú að kæra framkvæmdaleyfið fyrir Heiðmörk. Samtökin segja leyfið ekki í samræmi við aðalskipulag. Þá hafa menn frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur skoðað trén sem fjarlægð voru úr Heiðmörkinni og segja að þau virðist ónýt.

    Ríkisstjórnin samþykkt í vikubyrjun lagafrumvarp, sem ætlað er að hvetja til aukinnar notkunar á vistvænum ökutækjum. Þar er m.a. gert ráð fyrir að vörugjöld af metanbílum verði felld niður tímabundið (til ársloka 2008). Þá samþykkti ríkisstjórnin að mælast til þess við ríkisstofnanir að þær kaupi vistvæna bíla þegar þær endurnýja bílakost sinn. Markmiðið er að í lok árs 2008 ...

    Almyrkvi á tungli átti sér stað frá kl. 22:44 til 23:58 þ. 03. 03. Tungl var síðan laust við alskuggann kl. 01:12 þ. 04. 03. og við hálfskuggann kl. 02:25. Myndin var tekin kl. 01:37 í nótt, þegar að hálfskugginn af jörðinni var enn vel sýnilegur með berum augum.
    Ljósmynd: Einar Bergmundur.

    Verkefnið Beint frá býli kynnti á þriðjudaginn handbók um heimavinnslu og sölu afurða. Um er að ræða verkefni sem hrint var úr vör fyrir tilstilli landbúnaðarráðuneytisins fyrir þremur árum síðan. Samstarfshópur á vegum Bændasamtaka Íslands, Félags ferðaþjónustubænda, Landbúnaðarháskóla Íslands, Impru, Hólaskóla - háskólans að Hólum og Lifandi landbúnaðar hefur síðan unnið að því að finna form og leiðir til að gera ...
    Stofnfundur Félags umhverfisfræðinga var haldinn síðastliðinn laugardag, þ. 24. 02. 2007. Á fundinum voru kosnir í stjórn félagsins: Guðmundur Ingi Guðbrandsson (formaður), Anna Rósa Böðvarsdóttir, Björn H. Barkarson, Kjartan Due Nielsen og María J. Gunnarsdóttir. Félaginu er ætlað að vera faglegur vettvangur fyrir umhverfis- og auðlindafræðinga og aðra fræðimenn á sviði umhverfismála sem með starfa sínum eða öðru framlagi, styrkja ...
    Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur stendur fyrir fyrirlestri í Norræna húsinu í Reykjavík, fimmtudaginn 1. mars 2007 kl. 16:30
    Terje Traavik prófessor í genavistfræði við háskólann í Troms
    ø flytur opinberan fyrirlestur um áhættu erfðatækninnar, þekkta og óþekkta óvissuþætti.
    -
    Hvaða áhætta fylgir þvi að erfðabreyta lífverum, fóðir og matvælum?
    Hver eru umhverfis- og heilsufarsáhrif erfðatækninnar?
    Setning: Niels S. Olgeirsson, formaður ...

    Umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur boða til verkefnasamkeppni grunnskólabarna.
    Keppnin er ætluð ungu fólki í 5. til 10. bekk. Keppnin á að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði. Mikil vakning er nú að eiga sér stað varðandi nátturukennslu og útikennslu en ...
    Landsþing VG var sett á Grand Hóteli í gær undir yfirsögninni „allt annað líf“. Í stefnuræðu formannsins Steingríms J. Sigfússonar, voru línurnar lagðar í 19 liðum. Eitt af meginmálum Vinstrihreyfingarinnar, græns framboðs eru umhverfisáherslur flokksins. Velgengni VG upp á síðkastið má án efa rekja til staðfestu flokksins á sviði náttúruverndar og umhverfismála. Vinstri grænir sópa nú til sín fylgi, svo ...
    Föstudaginn 23. febrúar heldur Skarphéðinn G. Þórisson fyrirlestur um fugla og mannlíf í Malawí.

    Malaví liggur á 13. gráðu suðlægrar breiddar og 34. gráðu austlægrar lengdar. Landið er 118.480 ferkm en þar af er Malavívatn tæpur fjórðungur. Malavar eru um 13 milljónir og stunda flestir sjálfsþurftarbúskap.
    Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands vilja 72,8% aðspurðra að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. 22.6% telja að flokkarnir leggi hæfilega áherslu á þennan málaflokk og 4,6% svöruðu því til að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á málaflokkinn.
     
    Rúm 37,2% telja að leggja beri miklu meiri áherslu á umhverfisvernd ...

    Sunnudaginn 25 febrúar verður haldið málþing um 6 ára barnið.

    Framsögu hafa: Ellen Koettker frá Waldorfháskólanum í Oslo og fulltrúar frá Waldorfskólunum á Íslandi
    Málþingið er haldið í sal Rósarinnar í Bolholti 4(4 hæð t.v.) og hefst kl. 10:00. Allir velkomnir.
    -
    Myndin er af þremur 6 ára drengjum að safna kröbbum í fjörunni milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka.

    Í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins var fjallað um að uppruni olíumengunar þeirrar sem vart hefur verið undanfarna daga á nyrðri ströndum Reykjanessskaga megi reka til þess að olía seytlar enn úr lestum skipsins. Sjá fréttina.
    -
    Til að skoða eldri fréttir um strand Wilson Muuga, sláðu inn leitraorð í leitarvélina hér efst t.h. hér á síðunni.

    Í dag kynnti Úrvinnslusjóður átak sem á að hvetja fólk til að skila rafhlöðum inn til endurvinnslustöðva. Í dag kynnti Úrvinnslusjóður átak sem á að hvetja fólk til að skila rafhlöðum inn til endurvinnslustöðva. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um að við hendum að meðaltali 80% allra rafhlaðna í ruslið. Á degi hverjum falla um 440 kg ...

    Fundur um stækkun álversins verður haldinn í Bæjarbíói þann 21. febrúar n.k.

    Nú er hafin kosning um hvort stækka eigi álver Alcan í Straumsvík, en sjálfur kjördagurinn verður 31. mars n.k. Samfylkingarfólk í Hafnarfirði heldur opinn fund um þessa spurningu n.k. miðvikudag, 21. febrúar í Bæjarbíói að Strandgötu 6 í Hafnarfirði og hefst fundurinn kl. 20:00 ...

    Hér er á ferð hópur sem strengir þess heit að fara í verslunarbann - frá því þorrinn byrjar og þar til góunni lýkur. Tilgangurinn er að segja markaðsöflunum stríð á hendur, gerast umhverfisvænni, spara peninga og draga úr "hlutaveiki og græðgisvæðingu". Við kaupum mat, hreinlætisvörur, lyf og öryggisvörur. Annað kaupum við NOTAÐ eða fáum á skiptimörkuðum. Netfang hópsins er: thorrioggoa@yahoo ...

    Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra segir að þótt stóriðja á Íslandi sé loftlagsvænni en annars staðar í heiminum, eigi að fara hægt í frekari uppbyggingu hennar meðal annars vegna náttúruverndar.  Umhverfisráðherra segir að ef að eigi takast að leysa loftlagsvandann þurfi að auka hlut endurnýjanlegrar orku. Markmiðið er að minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50% til 75% frá árinu 1990 til 2050. Lesa ...
    Í gærmorgun hófu verktakar á vegum Kópavogsbæjar að grafa 10 -15 m. breiða skurði í miðri Heiðmörk til að leggja nýjar vatnsleiðslur fyrir Kópavogsbæ. Felld voru fjölmörg tré þ.á.m. í „Þjóðhatíðarlundi“ sem gróðursettur var árið 1974 í tilefni ellefu hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar. Áætlað er að vatnsleiðslurnar liggi þvert yfir útivistarsvæðið.

    Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík kynna fyrsta erindi fundaraðar um loftlagsbreytingar og áhrif þeirra á umhverfi Íslands og norðurslóða.

    Snorri Baldursson, forstöðumaður upplýsingadeildar og staðgengill forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, heldur fyrsta erindið um loftlagsbreytingar á norðurslóðum og áhrif þeirra á umhverfið. Mun hann gera grein fyrir umfangi breytinganna, sem að óbreyttu munu hafa áhrif á ...
    Avaaz samtökin kalla nú til samstöðu almennings og samtaka um allan heim til að hafa áhrif á ráðamenn, forseta og forsætisráðherra allra landa, en þó sérstaklega “stóru” þjóðanna sem menga mest; Bandaríkja NA, Kína, Indlands, Rússa, Japans, Frakklands, Þýskalands, Italíu, UK, Kanada, og Brazilíu. Skorað er á þjóðir að hlusta á vísindamenn og kynna sér nýlega skýrslu um loftslagsbreytingar og ...
    Á fundi Framtíðarlandsins í kvöld var tillaga um framboð til Alþingis undir merkjum félagsins felld með 96 atkvæðum gegn 92. Aukinn meirihluta hefði þurft til samþykktar eða 126 atkvæði af þeim 188 sem greidd voru.

    Það er því ljóst að félagið mun starfa áfram sem grasrótarhreyfing og sú afstaða tekin að krefja frambjóðendur hinna hefðbundnu flokka um skýr svör um ...
    Næstkomandi miðvikudagskvöld þ. 07. 02. 2007 heldur Framtíðarlandið fund með félagsmönnum þar sem lagðar verða fram tillögur bráðabirgðastjórnar félagsins um að bjóða fram til þings í Alþingiskosningunum í vor auk þess sem að drög að stefnuskjali verður kynnt.

    Skrifstofa Landverndar er þessa daga að senda bréf til nokkura hafna á landinu til að vekja athygli á Bláfánanum. Í bréfinu segir að hafnarstjórnir sem sækjast eftir Bláfánanum á árinu 2007 þurfa að leggja inn umsókn eigi síðar en 20. febrúar 2007. Í dag flagga tvær hafnir Bláfánanum, Stykkishólmshöfn og höfn Borgarfjarðar Eystri auk þess sem Bláfáninn blaktir við tvær ...

    Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur í hyggju að setja reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla. Markmið hennar er að tryggja neytendum réttar og greinargóðar upplýsingar um þau matvæli sem á boðstólnum eru. Þannig verður komið til móts við vilja almennings um að matvæli sem innihalda erfðabreytt matvæli séu merkt auk þess sem matvælalög mæla fyrir um að neytendur fái upplýsingar um innihald ...

    Í tilefni af 10. ára afmæli gassöfnunar í Álfsnesi verður haldin ráðstefna á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík þ. 8. febrúar næstkomandi.
    -
    Í desember síðastliðnum voru liðin 10 ár frá því að gassöfnun hófst frá urðunarstað SORPU bs í Álfsnesi. Í tilefni þessara tímamóta efna SORPA bs., Metan hf. og Olíufélagið ehf. til ráðstefnu undir yfirskriftinni „Hvernig ökum við ...

    Orkuveita Reykjavíkur kynnti í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins í gær, metnaðarfullar og umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við umhverfsáhrifum af virkjunum á Hellisheiði.
    -
    Aðgerðirnar tengjast vinnu við mat á umhverfisáhrifum nýrra virkjana á svæðinu (Bitru og Hverahlíð) og mannvirkjum sem þegar hafa verið reist. T.a.m. var talað um að röralagnir ofanjarðar á borð við þær sem hrykklast nú undir ...

    Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heiðraði á dögunum Eymund Magnússon í Vallanesi í Fljótsdalshéraði fyrir störf sín og metnað á sviði lífrænnar ræktunar og framleiðslu.
    -
    Eymundur framleiðir 20-30 vörutegundir árlega sem allar bera lífrænisvottun vottunarstofunnar Túns. Auk „hrísgrjóna norðursins“, sem Eymundur kallar byggið ræktar hann fjölda grænmetistegunda sem hann selur bæði sem hrávöru auk þess að framleiða tilbúna grænmetisrétti og olíur s.s ...

    Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Impra nýsköpunarmiðstöð hafa gert samkomulag um nýtt stuðningsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja til fjölbreyttari atvinnusköpunar í sveitum landsins. Verkefnið hefur verið nefnt Vaxtarsprotar.
    -
    Verkefnið er tvískipt, annars vegar hvatning og fræðsla sem stendur yfir í fjóra til sex mánuði og hins vegar stuðningur og handleiðsla sem getur varað í allt að tvö ár. Áhugaverðum ...
    Fyrirtækið Villimey slf., sem er í eigu Aðalbjargar Þorsteinsdóttur á Tálknafirði, hefur nú fengið alþjóðlega vottun Vottunarstofunnar Túns til sjálfbærrar söfnunar á villtum íslenskum plöntum. Vottunin nær til tæplega 80 ferkílómetra landsvæðis í Tálknafirði og Arnarfirði og mun Villimey slf. nýta villtar plöntur af svæðinu til fjölþættrar framleiðslu á lífrænum heilsuvörum, græðikremum og snyrtivörum. Vottorð þessu til staðfestingar var afhent ...
    Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir jógakennari, blómadropaframleiðandi og frumkvöðull með meiru, stendur fyrir þerapistanámskeiði sem hefst nú í byrjun febrúar.
    Eina skilyrðið fyrir þátttöku í námskeiðinu er löngun til að kynnast blómadropunum ítarlega og gera þá að hluta af sínu lífi og þjónustunni við sjálfan sig og aðra. Skráning fer fram hjá Kristbjörgu, en hún hefur áhuga á að hitta viðkomandi persónulega ...
    Landsnet hf. hefur nú um langt skeið undirbúið framkvæmdir við háspennulínur frá fyrirhuguðum virkjunum á Bitru og við Hverahlíð á Hellisheiði að Geithálsi í Reykjavík og þaðan alla leið til Straumsvíkur í Hafnarfirði. Framkvæmdirnar eru matsskyldar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Matsvinnan er hafin og er tillaga að matsáætlun nú til meðferðar hjá Skipulagsstofnun. Ná í ...

    Bush tilkynnti í nótt að hann stefni að 20% niðurskurði á bensínnotkun með aukinni ethanolnotkun en hefur ekki í hyggju að bindast nokkrum sáttmála um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda.
    Ekki voru allir sammála um að tilkynntar aðgerðir eða stefna Bandaríkjaforseta sé nógu afgerandi skref í átt að umhverfisvæni. 
    Sjá frétt á Reuters um State of the Union ræðu forsetans þ ...

    Hver tekur að sér að skrifa sáttmála í átt við þann sem að Nicolas Hulot gerði í Frakklandi. Sáttmála sem að hver stjórnmálaflokkur skrifar undir fyrir sitt leiti og er þannig gerður ábyrgur fyrir því að standa við loforðin „eftir kosningar“? Með öðrum orðum „draga fólk til ábyrgðar hvar í flokki sem það stendur“, höfða til skynsemi og samvisku og ...

    „Framtíðarlandið hefur hafið undirbúning framboðs til þings“ hljómaði skýrt og skorinort í kvöldfréttum Stöðvar 2 (sjá fréttina á Vísi.is) í kvöld. Sú niðurstaða virðist vera byggð á því að Ómar Ragnarsson og fleiri frambærilegir frambjóðendur, hugsa sitt mál nú vel og vandlega og láta skoðanakannanir vera þar það leiðarljós sem leggi grunninn að stofnun ný s flokks eða framboðslista ...

    Í frétt á vef Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna kemur m.a. fram að sjóðurinn hafi verið fyrstur íslenskra stofnanafjárfesta aðili að reglum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um ábyrgar fjárfestingar. Í því felst m.a. að sjóðurinn muni í vaxandi mæli hafa til hliðsjónar við fjárfestingar hvernig fyrirtækin horfa til umhverfisþátta við rekstur sinn þ.e.;
    • að fyrirtækin fari að lögum og reglum um ...

    Í frétt á vef Náttúruverndarsmataka Íslands segir:
    -
    „Stjórnmálaskýrendur hafa spáð því að umhverfismál verði eitt helsta kosningamálið í ár. Vonandi verður það en jafnvíst er að stjórnarflokkarnir munu leita leiða til að komast hjá umræðu um þau mál. Þá verður haldið á lofti hugtökum eins og þjóðarsátt og væntanlegt er frumvarp iðnaðarráðherra undir þeim formerkjum byggt á skýrslu auðlindanefndar“.
    Lesa ...

    Framtíðarlandið hefur gerbreytt útliti vefs félagsins og er þar m.a. að finna nokkrar skemmtilegar útgáfur af hinu nýja Íslandi, myndir sem að gömlu meistararnir hefðu ekki getað séð fyrir. Nýi vefurinn er annars settur upp svolítið í átt við tímarit og hluti vefsins nefnist „tölublað“.
    -
    Á vefnum er að finna þrjú verk gömlu meisaranna sem færð hafa verið nær ...

    Fjölmenni var í gær á fyrirlestri á vegum Umhverfisstofnunar. Fyrirlesari var Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir líffræðingur og þjóðgarðsvörður Þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum og flutti hún erindi sem bar yfirskriftina Náttúrutúlkun.

    Náttúrutúlkun sem er bein þýðing á enska orðinu „nature interpretation“, vísar til þess sem kalla má óformlega fræðslu um náttúru og sögu. Í fyrirlestrinum fjallaði Stella um upphaf og sögu, grundvallaratriði, aðferðir ...

    Skiptar skoðanir varðandi ákvörðunaferlið með eða móti álveri í Helguvík, eru fram settar í ýmsu formi á síðum Morgunblaðsins í dag. Í leiðara er krafan um lýðræðislegar kosningar og ákvarðantöku á lýðræðislegum grunni ítrekuð. Meiriháttar ákarðanir sveitarfélaga skulu settar í hendur íbúanna enda fáist enginn samhugur til framtíðar á annan hátt. Það sanni reynslan af Kárahnjúkavirkjun. Það á heldur ekki ...

    Í lok vinnufundar samvinnuhóps Náttúrunnar um vistvænar og sjálfbærar byggingar afhenti Birgir Þórðarson umhverfisskipulagsfræðingur, Bergþóru Hlíðkvist Skúladóttur forstöðumanni Sesseljuhúss, bókagjöf til hússins.

    Bækurnar fjalla um vistvæna aðferðarfræði og stefnur í byggingarhönnun og skipulagi. Einnig bækur um garðrækt og önnur umhverfistengd málefni. Sesseljuhús hefur nú þegar safnað fjölda bóka um viðfangsefnið og verða bækur safnsins innna tíðar skráðar til útláns. Í ...

    Í gærmorgun var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að „umhverfið verði tekið fram yfir tugi milljóna“. Var þar átt við að Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanessbæjar ætli að sýna þvílíkan nágrannakærleik og umhverfisvitund með því að „ýta hluta álversins fyrirhugaða í Helguvík“ inn á land sem tilheyrir sveitarfélaginu Garði. Í fyrsta lagi hefur það ekki legið fyrir nema sem tillögur ...
    Í dag 07. janúar er hinn árlegi fuglatalningardagur en á þeim degi taka fuglafræðingar og fuglaskoðunaráhugamenn alls staðar á landinu sig til og telja fugla þá sem láta á sér kræla. Síðan er niðurstöðunum safnað saman til að ákvarða fjölda hverrar tegundar og bera saman útbreyðslu þeirra í hinum mismunandi landshlutum.

    Dagurinn er því tilvalinn til að hugsa til fugla ...

    Í umræðunni um hvort að þúsundir geisladiska með söng Björgvins Halldórssonar og undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands sé siðlega kominn inn á hvert heimili í Hafnarfirði eða ekki, hafa margar skoðanir verið viðraðar og flestar eru reyndar á þá leið að PR-tæknin sem hér er notuð komi ekki til með að virka eins og til er ætlast. Sjá frétt á vef Alcan.

    Einn frambjóðanda Framsóknarflokksins til næstu Alþingiskosninga, Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi, sem sækist eftir 2. sæti á listanum í Suðurlandskjördæmi, boðaði til fundar við Urriðafoss í dag kl. 15:00.

    Hann bendir á að „allavega í þessari atrennu“ eigi að þyrma Urriðafossi. Framóknarmaðurinn Bjarni getur þó ekki farið út í umhverfisbaráttu sína án þess að lítillækka aðra umhverfissinna og uppnefna ...

    Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Alcan og Pétur Óskarsson talsmaður Sólar í Straumi tókust á í Kastljósi í kvöld á ákaflega snyrtilegan og faglegan hátt (sjá viðtalið). Í viðtalinu kallar Hrannar eftir dagsetningu á kosninguna þar sem Hafnfirðingum á að vera gefinn kostur á að leyfa eða banna stækkun álvers Alcan í Straumsvík. Sól í Straumi er þverpólitískur hópur áhugafólks um stækkunarmálið ...
    Nýársávarp forsteta Íslands herra Ólafs Ragnars Grímssonar (sjá ávarpið) snerist að þessu sinni í kjarna sínum, auk fjölskylduaðstæðna vegna langs vinnudags og fátæktar, um umhverfismál og þá sérstaklega hlutverk Íslands á sviði orkumála.

    Forsetinn vill sjá Ísland sem miðstöð tækniþróunar til að sporna við hlýnun jarðar af völdum loftslagsbreytinga sem allir viðurkenna nú að stafi af koltvísýringslosun jarðarbúa. Á Íslandi ...

    Um hver jól og áramót „framleiðum“ við gífurlegt magn af rusli. Til að minnka neikvæð áhrif af sorpi sem hlaðið er eiturefnum og óendurvinnanlegum ögnum, bendir Sorpa á bestu leiðirnar til að koma slíku rusli til endurvinnslu eða förgunar.

    T.a.m. flokkast jólapappír með glimmeri og málmögnum ekki undir venjulegt pappírsrusl og verður að flokka sem óendurvinnanlegt sorp.
    Í ...

    Nú stendur hinn árlegi atburður „sprengjum gamla árið í tætlur“ fyrir dyrum. Sprengigleði landsmanna virðist aukast ár frá ári og hafa verð eða mengun þar engin áhrif á. Talið er að hér á landi verði skotið á loft þúsund tonnum af sprengiefni í ár.

    Í stóra samhenginu eru áhrifin gífurlega neikvæð fyrir umhverfið og er í raun ófyrirgefanleg forheimskun að ...

    Rúmlega tvö hundruð manns sóttu baráttufund fyrir verndun Jökulsánna í Skagafirði sem haldinn var í félagsheimilinu Árgarði, þriðjudagskvöldið, 28. 11. 2006 og var þar með orðinn húsfyllir. Á fundinum voru flutt erindi um náttúru, virkjanamál og framtíð Skagafjarðar og Sigurður Hansen bóndi og skáld í Kringlumýri flutti ljóð.

    Fundurinn samþykkti ályktun um að skora á sveitarstjórnir Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps ...
    Afdrif olíunnar í tönkum flutningaskipsins Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes þann 20. 12. 2006 er nú loks ljós. Nokkrir tugir tonna velkjast nú í sjógangnum úti fyrir landi og á ströndinni. Umhverfisstofnun hefur af fremsta megni unnið að því að dæla olíu í tankbíla í landi og hefur nú bjargað 95 tonnum úr tönkum skipsins, sem telja má mikið ...
    Sól í Straumi - þverpólitískur hópur áhugafólks um stækkunina í Straumsvík hefur á vef sínum komið fram með athyglisverðar hugmyndir að hugsanlegum varúðarmerkjun á auglýsingum álbræðslufyrirtækisins Alcan, en þær taka mið af tóbaksauglýsingum, þar sem kvöð er að merkja vöruna og auglýsa hættuna sem reykingar hafa í för með sér á vel áberandi hátt.

    Slík krafa ætti að vera sett á ...
    „Við vissum auðvitað ekkert hvernig viðtökurnar yrðu og vorum því hálfhissa á því að við höfðum bara ekki undan, ísinn rann út eins og heitar lummur,“ segir Guðrún Egilsdóttir í Holtsseli, en hún og eiginmaður hennar, Guðmundur J. Guðmundsson, tóku í notkun ísgerðarvél heima á búi sínum á liðnu sumri. Þau hafa tekið þátt í verkefninu „Beint frá býli“ sem ...
    Því er ekki að neita að það að fylgjast með tilfæringunum við pökkun Geirfuglsins okkar í pappakassa af billegustu gerð eftir heitavatnsleka í Náttúrugripasafninu við Hlemm, nú á dögunum, gerði endanlega deginum ljósara að ekki væri allt með felldu. Þegar að náttúrugersemar heillar þjóðar þurfa að búa við slíkt getuleysi yfirvalda til að hlúa að þeim ber það beinlínis vott ...

    Í leiðara Morgunblaðsins í dag er raforkuverðsleynd Landsvirkjunar boðið í dans.
    Fjallað er m.a. um brotthvarf Álheiðar Ingadóttur af stjórnarfundi1 nú á dögunum þar sem krafa hennar um opinberun raforkuverðs var ekki virt, og „næstum því brotthvarf“ Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur af sama fundi, og lagt út af því þannig að þegar að stjórnarmenn rjúki út í fússi sé ...

    Sól í myrkri - hugvekja Náttúruvaktarinnar við vetrarsólstöður verður haldin í Hallgrímskirkju þ. 21. 12. kl. 20:00.
    Þegar nóttin er lengst og dagurinn stystur - kveikjum við ljós í myrkri - minnumst íslenskrar náttúru og sækjum kraft fyrir komandi tíma.
    -
    Heiðursgestir kvöldsins eru Vigdís Finnbogadóttir og Ómar Ragnarsson.
    Tónlist flytja m.a. Ellen Kristjánsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir, Megas og Súkkat, Bryndís Halla Gylfadóttir ...

    Í opnu bréfi Dofra Hermannssonar til umhverfisráðherra sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins í dag sækir hann um rannsóknarleyfi á tíu náttúruperlum Íslands. Umsóknin felur í sér að staðið verði að rannsóknum á þeirri auðlind sem felst í „núverandi náttúruverðmætum“.
    Máli sínu til stuðnings og til skýringar umsókninni, sem markar tvímælalaust tímamót, nefnir Dofri „lög um auðlindir í jörðu“ þar sem ...
    Af frétt í blaðinu Blaðið í gær, undir yfirsögninni „Framtíðarlandið undirbýr framboð“ mátti ráða að Framtíðarlandið (hið óræða félag með 2.611 félögum, sem þó í raun er ekki enný á félag, heldur lítill innsti kjarni, sem hefur staðið fyrir tveimur uppákomum, stofnfundi og haustþingi, auk þess að baka og ramma gullfallega inn piparkökum til styrktar félaginu) væri að undirbúa ...
    Á heimasíðu Vistverndar í verki er að finna skemmtilega umfjöllun um vistvænt jólahald og, vistvænar jólagjafahugmyndir, jólahreingerninguna, jólapappír, jólatré og fleira.
    Við höfum öll val um á hvern hátt við undirbúum jólin og hvort við tökum þátt í dansinum sem kaupmenn leggja upp fyrir okkur. Við getum spurt sjálf okkur; hvað viljum við? Gamlir vanar geta verið góðir og gildir ...
    Á vefsíðu BBC birtist fyrir nokkrum dögum grein um að eitrun úthafanna af völdum plastikúrgangs. Niðurstöður breskra vísindamanna benda til þess að örsmáar agnir, svokallaðar hafmeyjartár (mermaids tears) frá plastikúrgangi gæti verið að ógna heilbrigði hafsins og beinlínis eitra það. Hafmeyjartárin sem orsakast af iðnaðar og heimilisúrgangi og netadrossum, hafa breiðst um úthöf jarðar og hafa fundist á ströndum fjögurra ...
    Í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins var fjallað um það nýjasta í hvalveiðifarsanum. Rætt var við Baldvin Jónsson sem lýsti áhyggjum sínum af stöðu mála enda Baldvin maðurinn á bak við Áform, sem unnð hefur í 7 ár að því að koma íslenskum vörum á markaði vestan hafs með þeim góða árangri að nú selja 30 af 180 verslunum verslunarkeðjunnar Whole Foods Market ...
    Í auglýsingu frá Framtíðarlandinu segir:
    -
    Piparkökur Framtíðarlandsins eru hin fullkomna jólakveðja í ár! Kökurnar eru lífrænar og ljúffengar og fallegt jólaskraut. Þær eru skemmtileg smágjöf eða þakklætisvottur til vina, samstarfsmanna, fjölskyldumeðlima og gestgjafa í jólaboðum.
    -
    Piparkökurnar eru nú loksins komnar í sölu og kosta 500 krónur. Þær fást fyrst um sinn aðeins hjá Sigfúsi bakara í Brauðhúsinu í Grímsbæ (opið ...

    Sólheimar í Grímsnesi - sjálfbært byggðahverfi, stendur fyrir líflegri og hátíðlegri aðventu í ár, með fjölmörgum dagskrárliðum, hverjum öðrum áhugaverðari og hátíðlegri.
    -
    Um er að ræða tónleika, kvikmyndasýningar, Litlu jólin, handverkssýningar, guðsþjónustur, þátttöku í kertagerð og margt fleira. Nákvæma dagskrá aðventudaganna í desember er að finna í viðburðardagatali Grasaguddu hér til hægri á síðunni. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir ...

    Til að gefa örlitla mynd af því hvernig tekið er á hvalveiðimálum og verndun sjávardýra í útrýmingarhættu og til að sýna fram á hve miklir peningar eru til í heiminum til að vinna gegn hvalveiðum á ýmsa vegu, vill náttúran.is benda á að jólagjöfina í ár er að finna á oceana.com. Hún er gjafabréf upp á ættleiðingu hvala ...

    Umhverfisstofnun og Umhverfissvið Reykjavíkukrborgar hafa gefið út skýrslu starfshóps á þeirra vegum, þar sem lagt er mat á þá áhættu sem kann að stafa af aukinni notkun latexhanska í matvælaiðnaði og annarsstaðar við meðhöndlun matvæla.
    Niðurstöður starfshópsins eru á þessa leið:
    Samkvæmt upplýsingum sem hópurinn hefur undir höndum er ljóst að latex getur borist í matvæli úr hönskum sem notaðir ...

    Í Morgunblaðinu birtist í dag forsíðugrein þess efnis að bandaríska verslunarkeðjan Whole Foods Market (WFM) hafi ákveðið að hætta markaðssetningu á íslenskum vörum undir vörumerkinu „Ísland“ í verslunum sínum sökum ákvörðunar stjórnvalda um að hefja að nýju hvalveiðar í atvinnuskyni.
    Verslunarkeðjan mun þó áfram bjóða upp á íslenskar vörur frá einstökum framleiðendum. Ákvörðunina sendi Kenneth Meyer, aðalforstjóri austurstrandardeildar, Einari K ...

    Inntakið í ráðstefnunni Hver á íslenska náttúru? sem RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, hélt á Grand Hóteli í dag, voru framsetning hagfræðilegra og lögfræðilegra raka fyrir því að trygging eignarréttar yfir landssvæðum og þ.m.t. náttúruauðlindum sé sterkasta og besta leiðin til að tryggja að „nýting náttúrunnar“ sé mannfólkinu til hagsældar.
    Ráðstefnan var vel sótt enda yfirskrift ráðstefnunnar ...
    Af hverju ættum við að vilja stærra álver? - Sól í Straumi heldur fund með fulltrúum Alcan
    Miðvikudaginn 06. 12. 2006 kl. 20:00 heldur Sól í Straumi fund um stækkunarmálið í Straumsvík.
    Gestir fundarins eru Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi og Guðrún Þóra Magnúsdóttir leiðtogi umhverfismála hjá Alcan. Kynntar verða áætlanir Alcan um stækkun og munu bæjarbúar fá tækifæri ti þess að ...
    Niðurstöður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála mun hljóma ankannalega í eyrum þeirra er leið eiga framhjá Ingólfsfjalli um alla framtíð, en fyrir stuttu hlaut áframhaldandi og stóraukin efnistaka ofan af fjallinu blessun nefndarinnar. Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðurlands höfðu krafist ógildingu framkvæmdaleyfis þess sem hreppsnefnd Ölfuss hafði gefið fyrir efnistökunni, þvert á ráðleggingar og niðurstöður Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun sem hefur ekki lengur síðasta ...
    Morgunverðarfundur Bændasamtaka Ísland, Sunnusal Hótels Sögu verður haldinn þann 29. 11. 2006. kl. 8:15. Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir og veitingar í boði.
    -
    Valdimar Einarsson, sem búsettur er á Nýja- Sjálandi, heldur erindi um þær breytingar sem orðið hafa í nýsjálenskum landbúnaði og hvort hægt sé að heimfæra þær breytingar á íslenskan landbúnað. Valdimar hefur um árabil starfað við ...
    Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær kom eftirfarandi m.a. fram í ræðu iðnaðarráðherra Jóns Sigurðssonar.....Þá skipti það meginmáli á næstu mánuðum og í kosningunum að framsóknarmenn „nái þeim mikilvæga árangri að mynda þjóðarsátt um umhverfisstefnuna þannig að allir nái samstöðu nema þá hörðustu ofstækismenn“

    RSE stendur fyrir ráðstefnu um náttúruauðlindir þar sem leitast verður við að varpa nýju ljósi á umræðu um umhverfismál. Hver á íslenska náttúru? Almenningur, ríkið, bændur? Er íslensk náttúra markaðsvara? Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli, miðvikudaginn 6. desember nk. og stendur milli kl. 13:00 og 16:30.
    Á meðal framsögumanna og þáttakenda í pallborði verða Guðrún Gauksdóttir dósent ...

    Myndin sem, Guðrún Tryggvadóttir tók, er af lífrænt ræktuðu káli í Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Álver á Suðurlandi mundi hafa óbætanleg eyðileggjandi áhrif á landbúnað á svæðinu. Hugmynd og texti á plakati koma frá Einari Bergmundi.

    Skín við sólu...
    Baráttufundur gegn virkjunum í jökulám Skagafjarðar


    Þriðjudagskvöldið 28. nóvember 2006, kl. 20:30, stendur Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði fyrir baráttufundi í félagsheimilinu Árgarði í Skagafirði. Þar verða m.a. flutt erindi í máli og myndum um náttúruvernd, virkjanamál og framtíð Skagafjarðar. Þá mun Óskar Pétursson, stórtenór frá Álftagerði, taka lagið. Kaffiveitingar verða á boðstólum. Samkoman ...

    Landsvirkjun hefur veitt kvikmyndaverkefni Ómars Ragnarssonar, Örkinni fjögurra milljón króna styrk. Verkefnið snýst um það að gera heimildarmynd um fyllingu Hálslóns en Landsvirkjun hefur nú þegar látið gera heimildarmynd um mannvirkjagerð Kárahnjúkavirkjunar en það verkefni kostaði Landsvirkjun um 60 milljónir króna. Kostnaðráætlun Ómars fyrir verkefnið Örkina hljóðar upp á 20 milljónir og sótt hafði verið um 12 milljónir til Landsvirkunar ...

    Íslensku jöklarnir og eldfjöllin, Internetið, elsti hluti Jerúsalem, Kóralrif við Hawaii, Maasai Mara þjóðgarðurinn í Kenía, Potala-höllin í Tíbet og Maja-píramídarnir í Mexíkó hafa verið útnefnd sem hin sjö nýju undur veraldar af ABC sjónvarpstöðinni (sjá vefsíðu ABC). Jónína Bjartmarz minntist á útnefninguna á málþinginu „Er sátt í sjónmáli“ hjá Samtökum Iðnaðarins í gær og sagði að henni hafi ekki ...

    Rætt verður um útstreymi frá álverum á Íslandi, stöðu mála og horfur á fundi hjá Samtökum atvinnulífsins þriðjudaginn 21. nóvember. Framsögur flytja Guðrún Þóra Magnúsdóttir leiðtogi umhverfismála hjá Alcan og Óskar Jónsson framkvæmdastjóri hjá Norðuráli.   Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35, 6. hæð og hefst klukkan 8:30 og verður lokið klukkan 10:00. Fundurinn er öllum opinn ...

    Í frétt hér á Náttúrunni frá 11. 11. 2006 er fjallað um kæru Landverndar, Björns Pálssonar og Eldhesta til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, varðandi svokallað „bráðabirgða-framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið Ölfus gaf út til að Orkuveita Reykjavíkur gæti unnið að vegagerð og hafið tilraunaboranir á svæðinu. Eins og fram kemur í kærunni er slíkt leyfi þ.e. „bráðabirgða-framkvæmdaleyfi“ orð sem ekki hefur ...


    Á Orkuþingi 2006 kynnti Vettvangur um vistvænt eldsneyti áfangaskýrslu sem nefnist Stefna Íslendinga í eldsneytismálum (skoða skýrsluna). Í áfangaskýrslunni er m.a. borin fram sú megintillaga Vettvangsins að opinber gjöld af ökutækjum verði endurskoðuð í heild með það að markmiði að skilgreina sérstaklega gjöld fyrir þjónustu og tengja öll önnur gjöld af stofnkostnaði, árlegri notkun og eldsneytisnotkun við losun á ...

    Vel heppnaður fundur Áhugahóps um verndun Jökulsánna í Skagafirði var haldinn þriðjudaginn 14.11.2006 í bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki. Liðlega hundrað manns mættu á fundinn.. Áhugahópurinn hefur ennfremur opnað vefinn jokulsar.org.
    -
    Á þessum fyrsta fundi í fundaröð sem Áhugahópurinn stendur fyrir fjölluðu fræðimennirnir, Dr. Árni Hjartarson jarðfræðingur frá Íslenskum Orkurannsóknum og Dr. Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra ...

    Ómar Ragnarsson var kosinn sjónvarpsmaður ársins á Edduhátíðinni í kvöld. Þjóðin kaus Ómar, en sjónvarpsmaður ársins var valinn með SMS-kosningu sem opin var á meðan að dagskrá Edduhátíðarinnar stóð yfir.
    Grasagudda óskar Ómari til hamingju með kosninguna!
    Myndin er af Ómari að fagna með sonarsyni sínum að lokinni einum af mörgum sigrum í lífi Ómars, „Jökulsárgöngunni“ eða „Mótmælagöngunni miklu“ þ ...

    Á ferðmálaráðstefnu Ferðamálastofu á fimmtudaginn var, hlutu Hópbílar hf umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í ár. Hópbílar hafa allt frá árinu 2001 einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfismálum og árið 2004 fékk það umhverfisstefnu sína vottaða skv. alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001, umhverfisstefnan hefur verið yfirfarin og uppfærð árlega (sjá umhverfisskýrslu 2005) og er orðin hluti af stjórnskipulagi fyrirtækisins.

    Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði halda fund um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík
    Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 19.11.2006 og hefst kl. 16:00 í Hafnarfjarðarleikhúsinu (við hliðina á Fjörukránni).
    -
    Erindi flytja:
    Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri
    Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, VG
    Rósa Guðbjartsdóttir, Sjálfstæðisflokknum
    Pétur Óskarsson, Sól í Straumi
    Hrannar Pétursson, Alcan
    Ómar Ragnarsson, fréttamaður

    Eftir að ræðumenn hafa flutt erindi sín ...

    Sól í Straumi - þverpólitískur hópur um stækkunarmálið í Straumsvík efnir til fundar í þann 21. 11. 2006, kl. 20:00.
    -
    Á nýju ári þurfa Hafnfirðingar að gera upp hug sinn um það hvort þeir vilji að leyfð verði stækkun álbræðslunnar í Straumsvík eins og Alcan, eigandi fyrirtækisins, vinnur nú að. Búið er að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og ...
    Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að ríkisstjórnin lýsi því tafarlaust yfir að öllum frekari stóriðjuframkvæmdum verði frestað. Í ályktun þingflokksins að nú fari fram kapphlaup um byggingu orkuvera fyrir erlendar álbræðslur. Fyrirheit um lágt raforkuverð og ókeypis mengunarkvóta hvetji stórfyrirtæki til að flytja framleiðslu sína til Íslands og loka verksmiðjum í löndum sem gera meiri kröfur um mengunarvarnir og ...

    Norski álframleiðandinn Norsk Hydro hefur opnað skrifstofu í Reykjavík með það í huga að hasla sér völl á álmarkaði.

    Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ítrekar þó statt og söðugt við fjölmiðla að stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar sé löngu lokið. Eina hugsanlega skýringin á orðum ráðherra hlýtur að vera að „markaðsátakinu“ sjálfu sé lokið, þ.e. bæklingunum (sjá bæklinginn: LOWEST ENERGY PRICES!! gefinn út af ...

    Í fréttatilkynningu frá Berg Sigurðssyni framkvæmdastjóra Landverndar kemur fram að samtökin hafa sent umhverfisráðherra áskorun þar sem ráðherra er hvattur til þess að taka kæru Guðrúnar S. Gísladóttur til efnislegrar meðhöndlunar. Umhverfisráðherra er í sjálfsvald sett að túlka ákvæði stjórnsýslulaga um kæruaðild þröngt eða hvort rýmri túlkun, í anda Árósarsamningsins, eigi betur við í málinu.

    Áður en lögum um mat ...

    Ævintýrahellir, brúðuleikhús, barnakaffihús, sirkussýning og kaffisala er aðeins fátt af því sem í boði er á árlegum jólabasar Waldorfskólans í Lækjarbotnum.
    -

    Á basarnum verður að venju m.a. til sölu handgerð og náttúruleg leikföng úr ull, viði og öðrum lífrænum efnum. Skólinn fjármagnar starfsemi sína að nokkru leiti á því sem jólabasarinn gefur af sér. Af ágóða síðasta jólabasars var ...

    Kofi Annan á ráðherrafundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kenía United Nations Framework Convention on Climate Change og fjallaði meðal annars um Nairobi áætlunina, en hún miðar að því að aðstoða þróunarríki við að gerast aðilar að Kyoto-sáttmálanum. Frekari upplýsingar um fundinn og ræðu Kofi Annan og Jónínu Bjarmarz umhverfisráðherra má nálgast á vef Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

    Í fréttum ríkissjónvarpsins birtist í kvöld frétt um að Guðrún Gísladóttir leikkona hafi ásamt 30 listmönnum kært flutning hrafntinnu úr Hrafntinnuskeri. Hópurinn vill með kærunni mótmæla brottnámi hrafntinnu frá Hrafntinnuskeri og benda á að sambærilegar viðgerðir sé vel framkvæmanlegar án þess að vega að sjaldgæfum náttúrugersemum. Enn sé hægt að skila þýfinu til heimkynna sinna. Guðrún bendir réttilega á að ...

    Er sátt í sjónmáli? - Framhaldsfundur Samtaka iðnaðarins um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda í ljósi nýrrar skýrslu auðlindanefndar
    -

    Í ljósi nýrrar skýrslu auðlindanefndar: "Framtíðarsýn um verndun og nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls" efna stjórn og ráðgjafaráð Samtaka iðnaðarins til framhaldsfundar um málið á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 21. nóvember næstkomandi kl. 15:00.
    -

    Helgi Magnússon, formaður SI, segir að Samtök ...

    Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að leggja fram frumvarp um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Frumvarp er feli í sér friðlýsingu alls vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum.

    Þessi ákvörðun ríkisstjórnar Íslands er tvímælalaust viðbrögð við harðri og langvinnri baráttu náttúruverndarhreyfingarinnar á Íslandi fyrir verndun hálendisins, einkum norðan Vatnajökuls. Í þeirri baráttu nutu Náttúruverndarsamtök Íslands fjárhagslegs og faglegs stuðnings Alþjóðanáttúruvernadarsjóðsins (WWF – Arctic Programme ...

    Landvernd hefur sent Nefndarsviði Alþingis umsögn um þingsályktunartillögu um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.

    Það er einlæg von Landverndar að þingsályktunartillaga um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum nái fram að ganga. Mikilvægt er að við ákvörðun á endanlegum mörkum friðlandsins verði horft til náttúrufars og landslagsheilda. Með slíkri nálgun má ætla að svæðið verði mun líklegra en ella til þess að komast ...

    Í dag kl. 15:00 voru reistir 52 krossar við Kögunarhól við Ingólfsfjall í Ölfusi, í minningu fórnarlamba umferðarslysa á Suðurlandsvegi. Hugmyndina að athöfn þessari átti Hannes Kristmundsson garðyrkjumaður. Fjöldi manns var viðstaddur athöfnina og hjálpuðustu allir að við að reisa krossana. Tölu héldu Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Vilmundur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Reykjavíkur, Sigurður Jónsson frá Vinum Hellisheiðar og Samtökum um ...

    Landsvirkjun hefur nú beðið Daníel Magnússon kúabónda á Akbraut í Holta- og Landsveit um að flytja bú sitt, því þeir þurfi að fara að virkja þarna í Þjórsá! Daníel, sem búið hefur þarna batnandi búi alla sína tíð og á sumar nytjahæstu kþr á landinu, nánast sendi út neyðarkall í viðtalinu og spurði af hverju öll náttúruverndarfélög landins fjösuðu eilíft ...

    Þó að Náttúran sé ekki talsmaður eins eða neins stjórnmálaflokks, hefur hún skyldum að gegna gagnvart náttúru og umhverfi og heldur því áfram að fjalla um frambjóðendur flokkanna sem kenna sig við áherslur í umhverfismálum. Í dag er fjallað um prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi, SV-kjördæmi og Suðurkjördæmi.
    Sunnlenska fréttablaðið birti í blaðinu í gær þ. 02.11. grein um álversáætlanir fyrirtækisins Arctus ehf. á Þorlákshöfn. Fyrirtækinu hefur nú þegar verið úthlutuð lóð vestan byggðarinnar í Þorlákshöfn undir svokallaðan „orkugarð“. Í fyrsta áfanga gerir fyrirtækið ráð fyrir að reist verði álver, með 60 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, og endurbræðsla sem bræðir ál til frekari vinnslu. Arctus var ...

    „Bráðabyrgðaframkvæmdaleyfi“ fyrir borholum og vegum á Stóra Skarðsmýrarfjalli var samþykkt í sveitarstjórn Ölfuss þann 30. 03. 2006. Eina vandkvæðið er að svonefnt „bráðabirgðaframkvæmdaleyfi“ er ekki hugtak sem viðurkennt er í löggjöfinni. Samningur um fimmhundruð milljón króna greiðslu til sveitarfélagsins, fyrir skjóta afgreiðslu umsagna og hröðun leyfisveitinga til OR gekk í gildi milli sveitarfélagsins og Orkuveita Reykjavíkur í kjölfarið (þ. 27 ...

    Varðandi haustþing Framtíðarlandsins og fréttir af mögulegu framboði eða undirbúningi lista hefur undirrituð falast eftir eftirfarandi upplýsingum hjá forsvarsmönnum Framtíðarlandsins:
    -

    1. Hvenær hyggst bráðabirgðastjórn Framtíðarlandsins efna til stjórnarkosninga í félaginu?
    2. Hvernig geta skráðir félagar afskráð sig, líki þeim ekki framboðshugmyndirnar af einhverjum ástæðum?
    3. Hvernig hugsar Framtiðarlandið sér að fara með umboð 2.500 skráðra félaga í framtíðinni, án samráðs við þá ...

    Ríkissjónvarpvið birti í kvöld frétt þar sem Tony Blair kynnti skýrslu bresks hagfræðings, þar sem segir m.a. að ef ekki verði gripið „strax“ til aðgerða gegn losun gróðurhúsalofttegunda muni hagkerfi heimsins dragast saman „árlega“ um 5-20%. Kosnaður við aðgerðir til að stemma stigu við losuninni, en hún þarf að dragast saman um 80% til að sporna við umræddum efnahagsáhrifum ...

    Eins og fram hefur komið hélt Framtíðarlandið haustþing sitt á Hótel Nordica í gær. Það er í sjálfu sér ánægjulegt og mörgum af þeim 2509 sem skráðu sig á lista Framtíðarlandsins var vafalaust farið að hlakka til að heyra um hvernig félagið ætlar að starfa í framtíðinni og á hvaða forsendum. En það sem boðið var upp á voru fyrirlestrar ...

    Ber á tré í garði við Grettisgötuna í Reykjavík. Náttúran er sjálfri sér líka!
    Líklega Snjóber [Symphoricarpos albus] þó ótrúlega stórt fyrir runna! Ef einhver veit betur, leggðu þá orð í belg.

    Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir

    Ferðaiðnaðurinn er farinn að finna fyrir áhrifunum sem hvalveiðar Kristjáns Loftssonar hafa á umheiminn. Ferðaskrifstofur sniðganga Ísland sem áfangastað, enda vilja margar þeirra ekki tengja sig og fyrirtæki sín við „hvalveiðiþjóð“. Það þarf í sjálfu sér ekki neinn að furða sig á því að viðbrögð heimsins séu á þessa lund. Heimurinn elskar hvali og hatar þá sem drepa þá, svo ...

    Þó að Náttúran ætli sér alls ekki að verða talsmaður eins eða neins stjórnmálaflokks, hefur hún skyldum að gegna gagnvart náttúru og umhverfi og leyfir sér því að gera örlitla úttekt á þeim frambjóðendum flokkanna sem kenna sig við áherslur í umhverfismálum. Í dag er fjallað um prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer dagana 27. - 28. október 2006.

      ...

    Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Frummælendur eru þingmennirnir Kolbrún Halldórsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Mörður Árnason, Rannveig Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson
    -
    Alþingi ályktar að Þjórsárver, stærsta og gróðurríkasta votlendi á hálendi Íslands, skuli vernduð í heild sinni. Í því augnamiði skuli núverandi mörkum friðlandsins í Þjórsárverum breytt og það stækkað þannig ...

    Undir yfirskriftinni „Ísland á teikniborðinu“ efnir félagið Framtíðarlandið til haustþings á Hótel Nordica á sunnudaginn 29. 10. frá kl. 10:00 - 16:00.
    -
    Hvar erum við núna?
    Hvert viljum við fara?
    Hvernig getur framtíðarlandið litið út?

    -

    Stofnfundur Framtíðarlandsins var haldinn í Austurbæ á 17. júní 2006 að viðstöddu fjölmenni. Nú þegar hafa um 2300 manns látið skrá sig í félagið ...

    Hellisheiðavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur var opnuð við hátíðlega afhöfn í dag, fyrsta vetrardag. 1400 gestum hafði verið boðið til opnunarinnar. Fámennara var þó en búast hafði verið við. Ræðumenn við hátíðahöldin voru Geir H. Haarde forsætirsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson stjórnarformaður OR, Masafumir Wani forstjóri Mitsibushi Heavy Industries (MHI Nippon), og Guðmundur Þóroddsson forstjóri OR. Íslensku ræðumönnunum var tíðrætt um umhverfið, náttúruna ...
    Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir Illuga Gunnarsson undir yfirsögninni „Stjórnmálaskoðanir og umhverfismál“. Þar bendir Illugi m.a. á að ómögulegt sé að skilja hvernig að Hellisheiðavirkjun OR hafi komst í gegnum umhverfismat. Sofandiháttur virðist honum hafa haft mikil áhrif á að ekki voru gerðar meiri athugasemdir við virkjunina en raun bar vitni. Nú stendur eftir minnismerki um sofandaháttinn ...
    Tveir nýir metanknúnir sorpbílar á vegum Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar voru teknir í notkun í dag. Borgarstjórinn í Reykjavík tók við lyklunum og prófaði gripinn fyrir hönd starfsmanna. Bílarnir eru merktir með blómum og á þeim stendur„Hreinna loft“ og „Virkjum okkur“.
    -
    Nýju bílarnir eru visthæfir, hljóðlátir og nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi í stað jarðefnaeldsneytis. Auk þess eru bílarnir ...
    Hvalveiðar hófust við Ísland í nótt. Hvalur 9 er eina skipið sem uppfyllir kröfur sem settar eru um hvalveiðiskip. Skiptar skoðanir eru um réttmæti og skynsemi veiðanna. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands sendi frá sér eftirfarandi í dag:
    -
    Alþjóðlegir fjölmiðlar fjalla töluvert um þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa á ný hvalveiðar í atvinnuskyni (commercial whaling).
    -
    Sjá að neðan grein ritstjóra ...

    Í kvöldfréttum Sjónvarpsins birtist frétt og viðtal við Gunnar Svavarsson varaformann stjórnar Hitaveitu Suðurnesja hf, þar sem kemur fram að Gunnar hefur tvívegis viðrað óskir sínar þess efnis á stjórnarfundi, að ekki verði farið með tilraunaboranir inn á ósnert svæði eins og Brennisteinsfjöll heldur ætti félagið að einbeita sér að því að nýta betur þau svæði sem þegar hefur verið ...

    Er íslensku bújörðinni ógnað? Jákvæð þróun eða ógnun? Hver eru áhrif frístundabyggðar og annarrar búsetu á dreifbýli? Málþing um skipulag og búsetuþróun í dreifbýli verður haldið á morgun þ. 18.10. 2006 í Ásgarði að Hvanneyri í Borgarfirði kl. 13:00 - 17:00.
    -
    Gríðarlegar breytingar virðast nú eiga sér stað á búsetu og eignarhaldi í dreifbýli. Landnotkun breytist ört og ...

    Nýlega birti Ríkisendurskoðun niðurstöður sínar af stjórnsýsluúttekt á starfsemi Umhverfisstofnunar þar sem skipulag og stjórnun UST hlýtur nokkuð harða gagnrýni.

    Í úttektinni segir í lokin m.a.: „Til að leysa úr innri vanda stofnunarinnar þurfa að koma til skipulagsbreytingar innan hennar og/eða hugsanlegar breytingar í starfsmannahaldi. Enn fremur virðist nokkuð tilviljanakennt hvaða mál eru sett í forgang; huga þarf ...

    TILKYNNING UM AÐGERÐIR

    Umhverfisstofnun, matvælasvið - Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga
    -
    Umhverfisstofnun hafa borist upplýsingar frá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur / um óheilnæma matvöru á markaði.
    Nánari lýsing:
    • Vöruheiti: Döðlur frá Himneskri hollustu
    • Framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Himnesk hollusta flytur inn, pakkar og dreifir.
    • Auðkenni / Skýringatexti: Döðlur í 250gr. og 400gr. plastboxum merktar “Himnesk hollusta” allar dagsetningar / Í döðlunum hafa fundist mítlar1)
    • Laga- ...
    Aðalfundur Félags um verndun hálendis Austurlands sem haldinn var á Ekkjufelli
    9. október 2006 samþykkti einróma eftirfarandi ályktun:

    Félag um verndun hálendis Austurlands fagnar þeirri samstöðu sem myndast hefur með þjóðinni um nauðsyn þess að vernda hálendi Íslands. Félagið lýsir stuðningi við hugmyndir sem fram hafa komið þess efnis að ákvarðanir um frekari virkjun á hálendinu verði ekki teknar áður ...
    Eins og við höfum marg oft heyrt þá standa Íslendingar frammi fyrir erfiðu vandamáli.  Okkur vantar eitthvað stórt til að bjarga efnahagnum því að öðrum kosti getum við ekki haldið uppi háum lífskjörum.  Sérstaklega þurfum við snjalla hugmynd til að bjarga landsbyggðinni.
     
    Mér hefur dottið í hug alveg ný hugmynd og það er sko engin aumingjaleg fjallagrasa- og hundasúruhugmynd.  Eyðileggjum ...

     

    Kassi.is hefur ákveðið að hefja styrktaruppboð. Fyrsta styrktaruppboð verður haldið til stuðnings Ómari Ragnarssyni en hann vinnur að því að skapa sátt meðal þjóðarinnar um Kárahnjúkavirkjun. Það er að frumkvæði Jóhann G Jóhannssonar, tónlistar- og mynldistarmanns, sem þjóðhetjan Ómar Ragnarsson varð fyrir valinu sem fyrsta samstarfsverkefnið á þessu sviði en Jóhann hefur gefið olíumálverk sem boðið verður upp ...

    Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi, skrifar reglulega „orð dagsins“, en þar bendir Stefán á það sem hæst ber í sjálfbærri þróun, og umhverfisgeiranum þá stundina s.s. nýjungar, umhverfisvænar lausnir o.m.fl. Í dag fjalla orð dagsins um Fujitsu Siemens Lifebook C1410 sem er fyrsta fartölvan í heiminum sem fær leyfi til að bera norræna ...

    Dagana 13. og 14. október verður haldið leiðbeinendanámskeið hjá Vistvernd í verki. Kennt verður kl. 13:30-19:00 á föstudag og 10:00-17:00 á laugardag. Nemendur fá á námskeiðinu góða innsýn inn í hugmyndafræði verkefnisins, heildaryfirsýn yfir uppbyggingu og framkvæmd ásamt þjálfun í aðferðum sem nýtast vel í allri stjórnun, fundahöldum og ,,mannauðsvirkjun". Umsóknir um þátttöku sendist á netfangið ...

    Í þættinum Kompás á Stöð 2 í kvöld (sjá þáttinn), kom fram að sjóðir Ómars Ragnarssonar náttúruverndartrölls séu tómir, en það stöðvar hann þó ekki frá því að halda ótrauður áfram að kvikmynda fyllingu Hálslóns (sjá nánar á hugmyndaflug.is) - Komið hefur fram hugmynd um að koma af stað einskonar kviksyndasjóði/Hálssjóði eða söfnun með einhverju álíka heiti til að ...

    Sú staðreynd að Umhverfisstofnun hafi gefið undaný águ til töku hrafntinnu1) úr friðlandinu við Hrafntinnusker, til endurnýjunar ystu skorpu Þjóðleikhússins, er farið að valda nokkrum úlfaþyt og vekur upp margar spurningar um stöðu umhverfismála á Íslandi. Þó að allir geti líklega verið sammála um að bjarga þurfi Þjóðleikhúsinu frá hruni, verður efnistaka úr friðlandi að flokkast undir nokkuð dýrkeyptar ...
    Orkuveita Reykjavíkur hefur gert athugasemdir við matsáætlun Landsnets hf. vegna tenginga fyrirhugaðra jarðvarmavirkjana á Hengilssvæðinu. Þar er átt við tengingu áformaðra virkjana Ölkelduháls og Hverahlíðar við tengivirkið hjá Kolviðarhóli, en þaðan verður orkan flutt um háspennulínur til kaupanda. Nú þegar marka háspennumöstur ásýnd Hellisheiðar mjög og með tilkomu frekari mastra má segja að heiðin verði þéttriðin. Möstur þyrftu t.a ...
    Innflutt matvæli menguð óleyfilegum erfðabreyttum efnum?
    Þörf á bættri upplýsingamiðlun um matvælaöryggi

    -
    Nýverið birtust fréttir þess efnis (Morgunblaðið 5. október) að víða um heim hafi fundist matvæli menguð af erfðabreyttum hrísgrjónum frá Bandaríkjunum, sem ræktuð voru í tilraunaskyni fyrir fimm árum, en óheimilt er að framleiða til markaðssetningar og neyslu. Engar óháðar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum hrísgrjónum mtt ...
    Erfðabreytt hrísgrjón frá TORO hafa nýlega verið innkölluð í Evrópu vegna sannanlegra ofnæmistilfella á borð við rauða díla á húð barna. Tilfellið hefur vakið umræðuna hér á landi af værum blundi og ljóst er að staðan er ekki ákjósanleg né sanngjörn gagnvart neytendum.
    Krafan um að erfðabreytt matvæli í hillum verslana hér á landi verði kyrfilega merkt sem slík, verður ...
    Náttúruvaktin leggst eindregið gegn áformum sveitarstjórnar Skagafjarðar að setja virkjunarkosti við Villinganes í Jökulsánum inn á skipulag.
    -
    Villinganesvirkjun hefur í för með sér umtalsverð óafturkræf umhverfisáhrif og er ekki sjálfbær þar sem að lón hennar mun fyllast af framburði á fáum áratugum. Hagkvæmni og arðsemi virkjunar við Villinganes grundvallast á að farið verði einnig í gerð Skatastaðavirkjunar enda virkjunin sögð ...

    Landvernd hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma um virkjun Héraðsvatna:
    Landvernd varar sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar við því að festa virkjunarkosti við Villinganes og Skatastaði inn á aðalskipulag. Engin ákveðin áform eru uppi um virkjun Jökulsár Austari við Skatastaði og því ótímabært að festa þá virkjun inn á aðalskipulag.
    Villinganesvirkjun hefur í för með sér umtalsverð óafturkræf umhverfisáhrif og orkuöflun ...

    Fyrir skömmu var auglýst í sunnlenskum blöðum starfsleyfi fyrir Hellisheiðarvirkjun. Umsagnarfrestur var kynntur þar til 16 október! Orkuveita Reykjavíkur gangsetti virkjunina fyrir þann tíma sem að öllum almenningi var gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin að starfsleyfinu. Drög að leyfinu voru gefin út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir ...
    Hellisheiðavirkjun OR hefur hafið stöðuga framleiðslu 45 MW raforku sem Landsnet hf. leiðir síðan frá tengivirkinu við Kolviðarhól áfram í Hvalfjörðinn. Öll orkuframleiðslan fer til nýstækkaðs álvers Norðuráls á Grundartanga. Haustið 2007 er stefnt á að ræsa 35 MW lágþrýstihverfil. Rafmagnið frá honum mun fara á almennan markað á höfuðborgarsvæðinu. Áætlanir Landsnets sem er nýstofnað hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, Rafmagnsveitna ...

    Samkvæmt tilllögum Ástu Þorleifsdóttur jarðverkfræðings og fulltrúa F-listans í Umhverfisráði Reykjavíkurborgar, myndi 20 metra lækkun Hálslóns hafa í för með sér að mun minna landsvæði færi undir vatn.
    Hér sést hver áhrif breyttrar lónhæðar geta verið, þ.e. hve miklu minna land færi undir vatn. 38 km2 í stað 58 km2 færu undir vatn.
    Þá er spurningin: Er hér um ...

    Ræða forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar
    við setningu Alþingis þ. 02. 10. 2006

    Sagan er okkur ærið hugleikin á þessum stundum; upphaf þings jafnan tímamót, en þó sjaldan eins og nú; þáttaskilin tengd í senn þingheimi og landstjórninni en einnig deilumáli sem í hálfa öld hafði afgerandi áhrif á flokkaskipan, setti mark á átökin í stjórnmálunum, en líka menningu og ...

    Í síðasta tölublaði tímaritsins Útiveru er grein eftir Guðrúnu Tryggvadóttur með yfirskriftinni „Íslensk náttúra“. Í blaðinu er að þessu sinni fjallað um Skaftafellsþjóðgarð, fjallasigra Íslendinga, Mýrdalinn, búnaðarprófun, Stok Kangri o.m.fl. Útiveruútgáfan hefur verið starfrækt síðan árið 2003 og er í sífelldum vexti. Auk þess að gefa út tímaritið „Útivera - tímarit um útivist og ferðalög“, gefur félagið út tímaritin ...

    Í fréttatilkynningu frá Náttúruvaktinni segir að í dag hafi hún sent frá sér athugasemdir við matsáætlun fyrir fyrirhugaðar háspennulínulagnir um Reykjanesskaga. Athugasemdirnar eru svohljóðandi:
    -
    Náttúruvaktin mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur í lofti frá Hellisheiðarvirkjun.
    Það sætir furðu að enn skuli áformað að leggja háspennulínur á möstrum með þeirri gríðarlegu sjónmengun sem þær valda þegar kostur er á ...
    Í kvöld kl. 22:00, verður Reykjavíkurborg myrkvuð og ef að skþ þvælast ekki fyrir, sjást himintunglin í allri sinni glitrandi dýrð. Á tjörninni munu náttúruverndarsinnar standa fyrir kertafleytingu og syrgja þannig drekkingu lands og upphaf fyllingu Hálslóns. Tveim stundum áður eða kl. 20:00 munu íbúar við Lagarfljótið fleyta kertum á Fljótinu. Flotkerti verða seld á staðnum til styrktar ...
    Í morgun um kl 9:47 var lokið við að koma tappanum fyrir í hliðarveggjum Jöklu, sem áður höfðu verið inngangur að hjárennslisgöngunum. Jöklustíflunin kallast þá að Hálslónsmyndun sé hafin. NFS sjónvarpaði beint frá atburðinum og hafa sjálsagt margir horft á stíflunina í beinni. Múgur og margmenni verkfræðinga, fyrirmanna Landsvirkjunar og Impreglio auk fréttamanna í tugatali, voru viðstödd athöfnina. Ábyrgðaraðilar ...

    Um eitt tonn af baneitraðri saltpéturssýru lak út í andrúmsloftið í Hellisheiðarvirkjun í nótt. Enginn var í stöðvarhúsinu þegar lekinn hófst, en viðvörunarkerfi fór í gang og öryggisverðir náðu að loka svæðum umhverfis leikann. Hópur 15 slökkviliðsmanna af höfuðborgarsvæðinu, sem hlotið hefur þjálfun í viðbrögðum við eiturefnaslysum, er nú að störfum í stöðinni og verður fram eftir degi.
    Alls voru ...

    Sama dag og 3,5 - 5% þjóðarinnar gekk niður Laugaveg til að sýna samhug sinn um að þyrma náttúru landsins fyrir „græðgi velferðarríkis“, kynnti ríkisstjórn Íslands loks hvernig hún hefur samið við Bandaríkjamenn um viðskilnaðinn á Keflavíkurflugvelli. Niðurstaða varnarviðræðanna felur í sér „hreyfanlegt öryggi“ sem þýðir að því er virðist að bandaríski herinn komi þegar nauðsyn beri til. Það á ...
    Þátttaka í mótmælagöngunni miklu í gærkveldi, ef við tökum töluna 11 þúsund þátttakendur, sem þá tölu sem bæði lögreglan, fréttamenn og fuglateljarar geta sætt sig við sem meðaltal, þýðir það að um 3,7% þjóðarinnar hafi tekið þátt í göngunni. Ef við teljum þá hafa verið 15 þúsund, þá gerir það um 5% þjóðarinnar. Ekki er auðvelt að ákvarða hvernig ...
    Eins og áður hefur verið greint frá kærði Pétur M. Jónasson úrskurð Skipulagsstofnunar frá 24. maí 2006 um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningar Gjábakkavegar #365, Laugarvatn-Þingvellir, Bláskógabyggð, nú í sumar.
    Þeim fjölgar líka, sem eru komnir á þá skoðun, að fyrirhugaður vegur #365, frá þjóðgarðinum til Laugarvatns, eins og Vegagerðin og Alþingi hefur ákveðið, sé hið almesta kostnaðarsamt glapræði. Nær ...

    Gífurlegt fjölmenni tók þátt í Jökuslárgöngunni í Reykjavík í kvöld. Mönnum ber á klassískan hátt ekki saman um tölulegan fjölda, lögreglan segir 7-8 þúsund manns en aðrir vilja meina að mannfjöldinn hafi verið nærri 15 þúsundum á Austurvelli þegar dagskráin stóð sem hæst. Strax við upphaf göngunnar, á Hlemmi, var mannþröng og hátíðlegt yfirbragð í hlýjunni og myrkrinu. Fólk flykktist ...

    Í framhaldi af ákalli um þjóðarsátt hefur sú útfærsla verið lögð til, að stíflan verði boðin föl, þ.e. að öllum jarðarbúum standi til boða að eignast hlut í stíflunni og fái að launum nafn sitt meitlað á stífluvegginn. Það þyrfti aðeins 1% íbúa OECD-ríkjanna, eða að um 8 milljónir manna borgi af sínum hlut 1.200 kr. á ári ...

    Fréttatilkynning:
    Boðað er til fjöldagöngu með Ómari Ragnarssyni frá Hlemmi að Austurvelli klukkan 20.00 á þriðjudag. Ómar hefur kynnt hugmyndir um nýjar leiðir sem fela í sér að hægt verði að afla raforku til að knýja álverið í Reyðarfirði án þess að fórna þeim náttúruperlum sem færu undir fyrirhugað Hálslón. Ómar leggur til að fyllingu Hálslóns verði frestað og ...

    Á forsíðu Morgunblaðsins sunnudaginn 24. 09. er almenningi boðið að taka þátt í umræðum um fyrirhugaða brúarsmíð yfir Öxará við Drekkingarhyl. Ekki að aldrei hafi verið þar brú heldur er áformað að byggja nýja í stað þeirrar gömlu sem endurbætt var fyrir lþðveldishátíðina árið 1944. Liggur við að uppátækið sé fyndið því hér á þessum fæðingarstað lýðræðisins á loks að ...

    Rjúpnaveiðitímabilið hefur verið ákveðið af umhverfisráðherra og mun það vera, eins og í fyrra á tímabilinu 15.10. - 30.11. Rjúpnaveiðimenn virðast almennt vera ánægðir með ákvörðun ráðherra enda skotleyfi gefið út á 45 þús. fugla í ár. Reiknað er með að 10-15 rjúpur komi í hlut hvers veiðimanns, verði reglum framfylgt. Veiðbann er frá mánudögum til miðvikudaga og því ...
    Á samráðsþingi Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna í New York í gær, ræddi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands við Al Gore fyrrum varaforseta Bandaríkjanna um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Al Gore þáði boð forseta Íslands um að koma bráðlega í heimsókn til Íslands og kynna sér nokkur af þeim verkefnum sem snúa að vistvænni orku og alþjóðlegt verkefni um koltvísýringslosun í ...
    Í viðtali við NFS í dag, sagði Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður að umhverfissinnar ættu að íhuga að bjóða fram lista í þingkosningum í vor. Hann útilokaði ekki að hann myndi sjálfur fara í framboð í þágu umhverfismála og að hann muni skoða hvar hann kæmi helst að gagni. Ómar sagði þetta í viðtali í kjölfar fréttamannafundar sem hann boðaði til.
    Á ...
    Hátt í eitt hundrað manns sóttu málþing um sjálfbærar byggingar sem haldið var í Sesseljuhúsi að Sólheimum í dag. Sænski arkitektinn Varis Bokalders var heiðursgestur málþingsins en hann hefur unnið viðamikið starf á sviði rannsókna og skilgreininga umhverfisviðmiða sem hugtökin „sjálfbær, visthæf, vistvæn, umhverfisvæn“ hús geta eða þurfa að taka tillit til. Í bók sinni „Byggekologi“ eða byggingarvistfræði sem gefin ...
    Staðardagskrá 21 í Hafnarfirði býður til málþings um loftslagsbreytingar undir yfirskriftinni Hvað get ég gert?

    Málþingið verður haldið í Hafnarborg fimmtudaginn 21. september og hefst klukkan 20:00. Því er ætlað að vera vettvangur fyrir almenning að fá skilning á því af hverju loftslagsbreytingar stafa, hvað í daglegu lífi okkar hefur áhrif á loftslag og gagnlegar upplýsingar um það hvað ...
    Loftslagsbreytingar er þema Samgönguviku í Reykjavík í ár. Borgaryfirvöld hafa beint sjónum að því að val á samgöngumáta hefur bein áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag.
    -
    Samgönguvikan var sett á föstudaginn 15. og stendur fram á föstudaginn 22. september. Fyrir utan Ráðhúsið sýna bílaumboð „visthæfa og sparneytna bíla“ segir í dagskrá sem hefur verið vel auglýst í öllum miðlum. Með ...

    Náttúruvaktinni hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

    -Náttúruvaktin mótmælir harðlega þeim áætlunum Landsnets að leggja háspennulínur frá Hellisheiðarvirkjun.
    Það sætir furðu að enn skuli áformað að leggja háspennulínur á möstrum með þeirri gríðarlegu sjónmengun sem þær valda þegar kostur er á að leggja þær í jörðu. Náttúruvaktin sendir jafnframt íbúum á Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð samúðarkveðjur vegna hinna ósmekklegu línulagna sem ...

    Sýningin Málverkið eftir 1980 verður opnuð í Listasafni Íslands þ. 08. 10. 2006 kl. 15:00 og stendur til 26. 11. 2006. Á vef Listasafnsins segir: „Nýja málverkið stendur fyrir alþjóðlegri endurvakningu málverksins sem varð í upphafi 9. áratugar 20. aldar. Áhrif nýja málverksins bárust hingað frá Þýskalandi og einkenndust í fyrstu af nýjum expressjónisma, þar sem róttækar skoðanir, kapp ...

    Rannís (Rannsóknarmiðstöð Íslands) stendur fyrir vísindavöku föstudaginn 22. september en dagurinn er alþjóðlegur dagur vísindamanna um allan heim. Vísindakaffi verður haldið frá mánudeginum 18. til fimmtudagsins 21. 09. þar sem vísindamenn kynna sig og rannsóknir sínar (á skiljanlegan hátt). Til að opna augu ungs fólks fyrir því hvað það þýðir að vinna í vísindageiranum og „að vera vísindamaður“ hefur Rannís ...

    Hver er stefna stjórnvalda? Er hægt að sætta sjónarmið um nýtingu og vernd?
    Á opnum morgunfundi á Hótel Nordica fimmtudaginn 5. október kl. 8:00 - 10:00. taka Samtök iðnaðarins mál málanna „náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda“ fyrir og etja saman þrem fræknum ræðumönnum. Fundurinn er öllum opinn og er þátttaka ókeypis.
    -
    Ræðumenn:
    Jón Sigurðsson
    iðnaðar- og viðskiptaráðherra
    Andri Snær Magnússon ...

    Hróður hins fagra Íslands hefur ratað víða undanfarið. Nú býður Apple.com öllum heiminum aðgang að skjáhvílu (screensaver) með 14 svart-hvítum og lit-ljósmyndum „Images of Iceland“ sem teknar voru af ónefndum ljósmyndara af stórbrotinni náttúru á ýmsum stöðum á landinu. Það er því ekki ólíklegt að myndirnar eigi eftir að vera meiri landkynning en samanlögð átaksverkefni Útflutningsráðs til þessa. Spurningin ...
    Fyrirtækið Móðir náttúra hefur hafið sölu á heilsusamlegum grænmetisréttum fyrir skólaeldhús. Réttirnir eru þróaðir í samráði við næringarfræðinga og ætlaðir sem holl og fjölbreytt lausn fyrir starfsmenn skólaeldhúsa og að sjálfsögðu fyrir börnin. Móðir náttúra framleiðir einnig tilbúið grænmetisfæði fyrir mötuneyti og stóreldhús, auk þess býður fyrirtækið upp á veisluþjónustu fyrir öll tækifæri. Móðir náttúra hefur látið teikna fyrir sig ...

    Sú frétt var að berast að tveir íbúar Fljótsdalshéraðs hefðu í morgun keyrt bifreið sinni upp á sjálfan stíflugarðinn við Kárahnjúka og reist þar fánastöng og flaggað í hálfa stöng. Þeir voru að senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
    -
    „Við, sem Héraðsbúar, finnum okkur knúna til að mótmæla Kárahnjúkavirkjun, þrátt fyrir að framkvæmdir séu komnar svo langt sem raun ber vitni ...

    Frá Félagi um verndun hálendis Austurlands:
    -
    Félag um verndun hálendis Austurlandss hefur lengi barist fyrir verndun hálendisins. Nú berst það einnig fyrir öryggi og heill íbúanna. Þess er krafist að óháð matsnefnd meti áhættu og arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og fyrr verði engu vatni hleypt á Hálslón.
    -
    Við viljum að fólk geti vegið og metið af skynsemi hvort ekki sé heillavænlegast að ...
    Það virðast einhverjir hafa misst af umræðu gærdagsins um STOPP herferð Umferðarstofu haldin var um land allt með þáttöku ráðamanna og almennings. Þessi vinstrisinni ók t.d. á röngum vegarhelming handan óbrotinnar línu og talsvert yfir hámarkshraða. Framundan eru vegamót og undirritaður hefur iðulega lent í því að ekið er framúr á ofsahraða þegar ég hef ætlað að taka vinstri ...
    Nú á dögunum kom til landsins ný r plötuskrifari hjá Guðjóni Ó. Um er að ræða byltingu í forvinnslu í prentiðnaði, þar sem stafrænar upplýsingar rata beint á prentplötuna. Þar sem filma dettur út minnkar notkun spilliefna og tækið er undir það búið að vinna svokallaða þurrplötu. Hönnun á henni gengur vel og reiknað er með þurrplata verði allsráðin hér ...

    Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtak Íslands lýsir eftir loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar:

    Hættulegar loftslagsbreytingar - lýst eftir loftslagsstefnu ríkisstjórnar Íslands
    Með lögum skal land byggja. Á tímum hnattvæðingar verður það einnig að gilda um Jörðina alla og alþjóðasamfélagið sem nú stendur frammi fyrir gríðarlegri ógn af völdum loftslagsbreytinga. Meðalhitnun andrúmslofts jarðar frá iðnbyltingu á 18. öld er nú talin vera 0,7°C og ...

    Á ráðstefnunni A CURRENT THREAT sem haldin var á Hótel Nordica í gær og í dag kom m.a. fram að gróðurhúsaáhrif séu farin að hafa mikil áhrif á hitastig sjávar og þar með fiskistofnana og ætu þeirra. Mælingar hafa leitt í ljós að í fiskistofnarnir við Ísland hafa minnkað geigvænlega mikið síðan árið 1996 og er ástæðan ótvírætt talin ...

    Að fara í réttir var fastur liður í lífi flestra Íslendinga, fyrir ekki svo löngu síðan. Við réttir hittast sveitungar og fagna því að fé sé komið af fjalli og stutt í ný slátrað. Oft er kátt í réttunum og gaman fyrir börn og fullorðna að upplifa óðagotið og lætin. „Oft er miðað við að réttað sé föstudag eða fimmtudag ...

    Í júní sl. birtist fyrst í breska slúðurblaðinu Mail on Sunday frétt þess efnis að hinn sigursæli iPod frá Apple væri framleiddur við ómannúðlegar aðstæður eða öllu heldur í „þrælabúðum“ (sweatshops) í Kína. Apple gekk strax í að rannsaka málið upp á eigin spýtur. Rannsókn þeirra leiddi ekki í ljós að um þrælabúðir í þeim skilningi væri að ræða en ...

    Umræðan um hægri og vinstri græna er að komast á flug. Í Morgunblaðinu í dag birtist opnugrein undir fyrirsögninni „Er hægt að vera hægri og grænn“. Fjórir menn sem tengjast umræðunni eru spurðir svara. Þeir Birgir Ármannson, Hjörleifur Guttormsson, Jón Ólafsson og Illugi Gunnarsson. Sitt sýnist hverjum en ljóst er að innan hægri armsins eru umhverfismál að koma sterkt inn ...

    Hellisheiðarvirkjun - Orkuveita Reykjavíkur.
    Starfsleyfi til kynningar;
    Í samræmi við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér mengun, er til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands að Austurvegi 56 á Selfossi og á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfus, starfsleyfisskilyrði fyrir orkuverið Hellisheiðarvirkjun í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Starfsleyfisskilyrðin eru einnig til kynningar á heimasíðunni www.sudurland.is/hs ...

    Sýningin 3L EXPO opnaði í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem að stór þemasýning er haldin í kringum heilsu og vellíðan á Íslandi. Tæplega 200 aðilar kynna vörur og þjónustu á sýningunni. Sýningin stendur til mánudagsins 11. ágúst. Á sýningartímanum verða jafnframt fluttir fjölda áhugaverðra fyrirlestra.


    Á myndinni sést sýningarturn og bás Heilsuhússins.
    Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

    Fyrirtækið Ísplöntur opnaði nýjan vef fyrir nokkr síðan. Vefurinn er allur unnin af eiganda fyrirtækisins Jóni E. Gunnlaugssyni. Jón er fjölhæfur frumkvöðull sem gerir allt sjálfur. Hann teiknaði myndirnar og hannaði vefinn auk þess sem hann að sjálsögðu stofnaði fyrirtækið og stendur að víðtækri lífrænni ræktun, framleiðslu og vöruhönnun. Ísplöntur framleiða fjölda lækningajurta og jurta sem notaðar eru í fæðubótaefni ...

    Í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir:

    Tuttugu til þrjátíu milljarða tap af Kárahnjúkavirkjun - samkvæmt uppgefnum tölum Landsvirkjunar.
    -
    Náttúruverndarsamtök Íslands hafa ítrekað gagnrýnt neikvæða arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og þá einkum hversu litlar kröfur Landsvirkjun (eigendur fyrirtækisins) gera til arðsemi fjárfestingarinnar. Nú má reikna hana með tölum sem Landsvirkjun gefur upp í nýju og endurskoðuðu arðsemismati sem birt er á vefsíðu fyrirtækisins (sjá ...
    Í frétt frá Umhverfisstofnun segir að fyrirhugað sé á vettvangi Evrópusambandsins að banna notkun 63 efna sem notuð eru í hárlitunarvörur. Þetta er niðurstaða átaks um að draga úr notkun skaðlegra efna í hárlitunarvörum í samvinnu við fulltrúa í snyrtivöruiðnaðnum. Þessi efni eru líkleg til að skaða heilsu fólks hvort tveggja almennra neytenda og starfsfólks á hárgreiðslustofum. Bann þetta mun ...

    Vistvernd í verki sem er íslenska heitið á Global Action Plan for the earth (GAP), alþjóðlegu umhverfisverkefni fyrir heimili en Ísland er eitt af 19 löndum sem verkefnið hefur náð fótfestu í. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér. Vistvernd í verki byggist ...

    Christopher Lund hefur tekið óviðjafnanlega ljósmyndaseríu af hálendinu norðan Vatnajökuls sem hann nefnir Augnablik á Öræfum.

    Sýninguna tileinkar Chris þeim Ástu Arnardóttur og Ósk Vilhjálmsdóttur, fararstjórum hjá Augnabliki sem hafa gefið mörg hundruð manns tækifæri á að kynna sér Öræfin við Snæfell og áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar á sinn einstaka hátt.

    Náttúruskóli Reykjavíkur opnaði nýjan vef þann 31. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni umhverfissviðs, menntasviðs Skógræktarfélags Reykjavíkur og Landverndar. Markmið vefsins er að efla útikennslu í grunn- og leikskólum Reykjavíkur og skapa vettvang fyrir heilsteypt umhverfisstarf í skólum í anda umhverfisstefnu borgarinnar. Helena Ólafsdóttir, verkefnisstjóri og Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar opnaði vefinn við viðhöfn í ...
    Reykjanesskagi og framtíðarsýn - Eldfjallagarður og fólkvangur. Tónlistarmenn af Suðurnesjum leggja málefninu lið og Rokka fyrir Reykjanes í sátt við umhverfið. Í Þjóðleikhúskjallaranum í Reykjavík, fimmtudaginn 14. 09. ´06 og í Frumleikhúsinu í Keflavík föstudaginn 15. 09.´06.

    Fram koma: Deep Jimi and Zep Creams, Heiða og heiðingjarnir, Rúnar Júlíusson, Æla, Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn, Þröstur Jóhannsson, Koja, Tommygun, Victory or death ...
    Landvernd mun kynna framtíðarsýn sína um Reykjanesskagann sem eldfjallagarð og fólkvang í Norræna húsinu þ. 07. 09 kl. 13:00. Fjallað verður um þá fjölmörgu möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða í náttúruvernd, útivist, ferðaþjónustu og nýtingu jarðvarma og jarðhitaefna.
    Fundarstjóri verður Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar.
    Myndin AN INCONVENIENT TRUTH (Óþægilegur sannleikur) var sýnd í Háskólabíói á fimmtudaginn og í gær laugardag. Enn eru tvær sýningar eftir á myndinni og eru önnur í dag sunnudaginn 03.09. kl. 20:00 og hin þriðjudaginn 05.09. kl. 17:40.
    Þessi magnaða mynd er í raun kvikmyndaútgáfa af glærufyrirlestri sem Al Gore hefur ferðast með og haldið fyrir ...
    YFIRLÝSING FRÁ HÓPI FÓLKS SEM LÆTUR SIG NÁTTÚRU OG LÍFRÍKI ÚLFLJÓTSVATNS VARÐA
    -

    Hópurinn fagnar þeirri ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að draga verulega úr áformum um frístundabyggð við Úlfljótsvatn, úr 6-700 lóðum í 60 lóðir. Hópurinn treystir því að við skipulagningu þeirra lóða verði vel gætt að náttúru og lífríki svæðisins þannig að sem minnst rask verði.
    -
    Þá fagnar hópurinn þeirri ...
    Þriðjudaginn 5. september kl. 18:00 mun myndlistarmaðurinn Rúrí flytja gjörninginn „Tileinkun“ við brúna hjá Drekkingarhyl, í Almannagjá að Þingvöllum.
    Hér er um einstakt stórvirki að ræða og eru flytjendur fimm talsins. Verkið verður eingöngu framið þetta eina skipti. Gjörningurinn er hluti af sýningunni “Mega vott“ sem hefst í Hafnarborg þ. 02. 09. 2006.
    Aðgangur er ókeypis og er öllum ...
    Septembergöngur Skógræktarfélags Reykjavíkur eru að hefjast:
    Alla laugardaga í september býður Skógræktarfélag Reykjavíkur upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Um er að ræða léttar fræðslugöngur með skemmtilegu ívafi.
    -
    Allar göngurnar hefjast kl 11:00 og standa í 1-3 tíma. Göngurnar eru léttar og henta öllum aldurshópum. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
    -

    Skilagjald á einnota umbúðum hækkar úr níu krónum í tíu krónur nú um mánaðarmótin.
    Skilagjald mun síðan hækka í takt við vísitölu neysluverðs.
    Skilagjald er lagt á einnota umbúðir fyrir gosdrykki, vatn, tilbúna ávaxtasafa og áfenga drykki.
    Á síðasta ári var 85 milljón eintaka af einnota umbúðum skilað til Endurvinnslunnar eða 83% seldra umbúða.
    Miðað við hækkað skilagjald var verðmæti ...

    Göngum um Ísland er landsverkefni UMFÍ. Verkefnið er unnið í samstarfi við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. Ísland hefur að geyma mikinn fjölda gönguleiða og hafa nú verið valdar útvaldar gönguleiðir í hverju byggðarlagi.
    Leiðabók með tæplega 300 gönguleiðum fæst gefins um land allt. Í Leiðabókinni Göngum um Ísland er lögð áhersla á stuttar, stikaðar og aðgengilegar gönguleiðir.
    Í síðustu viku var kynnt skýrsla starfshóps um stöðu og möguleika lífrænnar framleiðslu á Íslandi, undir yfirskriftinni „Lífræn framleiðsla – Ónotað tækifæri í atvinnulífi landsbyggðarinnar“. Starfshópurinn sem vann að skýrslunni var skipaður fulltrúum Vottunarstofunnar Túns, Staðardagskrár 21 og Byggðastofnunar. Nánari upplýsingar er að finna í frétt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga (sjá fréttina og skýrsluna).
    Í skýrslunni kemur m.a. fram ...
    Sjálfbærar byggingar á Íslandi - Staðan í dag og framtíðarhorfur
    verður haldið í Sesseljuhúsi umhverfissetri að Sólheimum, miðvikudaginn 20. 09. 2006,
    kl. 12:30-17:00. Málþingið er haldið á vegum Sesseljuhúss og Orkuseturs.
    -
    Dagskrá:

    12:30-13:30 Varis Bokalders, arkitekt. Ekokultur Konsulter AB, Stokkhólmi.
    What is a sustainable building and what does it look like?
    13:30-13:55 Árni Friðriksson, arkitekt ...
    Nú þegar mánaðarmótin ágúst, september nálgast, og fyrstu fréttir af næturfrostum á hálendinu hafa borist, er ekki seinna vænna að fara að huga að berjatínslu og vinnslu þeirra verðmæta sem í berjunum felast. Á suður- og vesturlandi er berjatíðin ekki dásömuð líkt og á austurlandi, enda sumarið á suðvesturhluta landsins verið ákaflega sólarlítið og hitinn framan af sumri ekki hvetjandi ...
    Útskurðarmeistarinn Ragnheiður Magnúsdóttir í Gígjarhólskoti í Biskupstungum var valinn Handverksmaður ársins 2006 á Handverkshátíðinni í Hrafnagili nú í mánuðinum. Ranka í Kotinu, eins og hún er jafnan kölluð af sveitungum sínum hefur einstaka formtilfinningu og tæknina fullkomnlega á sínu valdi. Verk hennar eru sannkölluð listaverk og er hún vel að útnefningunni komin. Viðfangsefni hennar eru nátengd næsta nágrenni hennar s ...
    Nýlega náði Hótel Anna á Moldnúpi þeim áfanga að fá vottun Green Globe, en Green Globe eru alþjóðleg samtök sem vinna að umhverfismálum með ferðaþjónustuaðilum og vottun umhverfisvænna starfshátta.
    Til þess að fá vottun Green Globe þurfti Hótel Anna að ná viðmiðum ákveðinna lykilatriða s.s. varðandi vatnsnotkun, sorpmál og orkunýtingu. Fyrirtækið þurfti að vera fyrir ofan viðmiðunarlínu Green Globe ...

    Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Guðlaugur Þór Þórðarson og forstjóri OR Guðmundur Þóroddsson, tilkynntu um áfnám tjáningarhafta þeirra sem legið hafa á Grími Bjarnasyni jarðeðlisfræðingi, starfsmanni Orkuveitunnar, varðandi Kárahnjúkavirkjun, á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag. Afnám haftanna á Grím koma í kjölfar utanaðkomandi þrýstings um að málfrelsi sé undirstaða lýðræðisins og því ekki forsvaranlegt að vísa í starfsreglur fyrirtækisins til að hamla ...

    Laugardaginn 26. ágúst, kl. 14:00 - 17:00 mun lífræna búið Skaftholt í Gnúpverjahreppi opna dyr sínar eins og gert hefur verið undanfarin fimmtán ár. Að Skaftholti er starfrækt heimili fyrir 8 þroskahefta einstaklinga þar sem lifað er og starfað í sátt við náttúruna. Að Skaftholti hefur verið stundaður lífrænn búskapur allt frá árinu 1980 og er heimilið sjálfum sér ...

    Í sólskinsblíðu laugardagseftirmiðdaginn 19. ágúst áttu nokkrir einstaklingar kost á því að fara í fræðsluferð með Pétri M. Jónassyni prófessor um Þingvelli og vatnasvið Þingvallavatns. Fjallað var í ferðinni um margvíslegan fróðleik um náttúru og sögu, en Pétur er einstakur fræðari og mikill eldhugi í náttúruverndarmálum, sem býr yfir einstakri þekkingu um Þingvallavatn, jarð- og vistfræði auk fróðleiks um búsetu ...

    Göngufélagið Líttu þér nær hefur um áraraðir gengið vítt og breytt um Hellisheiði og Hengilssvæðið. Hinn margfróði Björn Pálsson sagn- og jarðfræðingur er leiðsögumaður göngufélagsins og er öllum heimil ókeypis þátttaka. Gönguhraði er miðaður við að sem flestir geti tekið þátt í ferðunum, allt frá fjögurra ára til áttræðs. Að sögn Björns er náttúrufegurðin á svæðinu ólýsanleg og gerist hann ...

    Umfang framkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiðinni verður greinilegra með degi hverjum. Nýuppgerður þjóðvegur 1 um heiðina liðast nú milli risavaxinna pípulagna veitunnar sem hlykkjast í fjörtíuogfimm og níutíu gráða hornum, eins og tölvuleikur, suðureftir. Maður spyr sig hvort að á dagskrá sé að fela rörin eitthvað eða hvort að við eigum að fara að venja okkur á að skoða þau ...

    Í tilefni endurútgáfu bókarinnar Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur verður höfundurinn með leiðsögn í Viðey laugardaginn 19. ágúst. Ætigarðurinn seldist upp á tæpu ári. Aðspurð um tilhögun ferðarinnar sagði Hildur „Það þarf ekki að panta í Viðey, bara koma. Það verða þrjár ferðir í Viðey 2:30 - 3:30 - 4:30 og við ætlum að tala um þetta sem ...

    Námskeið um ræktun og notkun mat- og kryddjurta verður haldið í Grasagarði Reykjavíkur dagana 22. og 24. ágúst nk. Uppbygging matjurtagarðs, lífræn ræktun og notkun afurðanna eru meðal atriða sem tekin verða fyrir á námskeiðinu. Einnig verður ræktun einstakra tegunda rædd, skiptiræktun, sjúkdómar og meindýr. Í mat- og kryddgjurtagarði Grasagarðsins eru um 130 tegundir og yrki í ræktun og í ...

    Stjórn Náttúruvaktarinnar hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:
    -
    Nátturuvaktin skorar á stjórnvöld að efna tafarlaust til úttektar af hópi óháðra sérfræðinga á Kárahnjúkasvæðinu. Nú liggur fyrir að fjöldi sérfræðinga hafa lýst yfir áhyggjum sínum af jarðfræðihættum tengdum botni Hálslóns og virkni á Kárahnjúkasvæðinu. Svo virðist sem þær rannsóknir á vegum Landsvirkjunar sem lagðar voru til grundvallar framkvæmdum við Hálslón hafi ...
    Á Hellu í Rangárþingi ytra voru Töðugjöld haldin hátíðleg í dag. Meðal dagskráratriða hátíðarinnar voru nokkrar verðlaunaafhendingar.
    Hleðslumeistarinn Víglundur Kristjánsson fékk „frumkvöðlaverðlaun“ fyrir stórfelldar hugmyndir sínar um að koma á fót Íslandsveröld þar sem gestum gefst kostur á að kynnast lífi víkinga af eigin raun.
    „Umhverfisverðlaun“ Töðugjalda og Sunnlenska fréttablaðsins hlaut Náttúran.is

    Frumkvöðull verkefnisins er Guðrún Tryggvadóttir.

    Allt frítt - Matur - Skemmtun - Tjaldstæði - Allir velkomnir !
    -
    Fiskidagurinn mikli "Fjölskylduhátíð" er haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð ár hvert á fyrsta laugardegi eftir verslunarmannahelgina. Fiskverkendur og fleiri aðilar í byggðarlaginu ásamt góðum styrktaraðilum bjóða landsmönnnum og gestum landsins í margréttaða fiskveislu milli kl 11:00 og 17:00.

    Sjá vef hátíðarinnar.

     

     

    Uppskera og Handverk 2006 að Hrafnagili var sett með viðhöfn í gær kl. 16:00.
    Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri setti sýninguna og Jón Marinó Jónsson sagði sögu einnar fiðlu. Þar á eftir var frumflutningur á fiðlu Jóns Marinós. Fjölmargir sóttu sýninguna á fyrsta degi og var hún afar litrík.
    Sýningarsvæði handverksfólks er á yfir eitt þúsund fermetra svæði – bæði inni í ...

    Náttúran óskar eftir að fá leiðsögn í sveppatínslu og sveppagreiningu frá einhverjum áhugasömum og upplýstum sveppakunnáttumanni á landinu. Myndin er af sveppaþyrpingu sem ekki tókst að greina til fullnustu, þó komst náttúran.is að því að hér er um hvelfda fansveppi að ræða, en það finnast henni rþrar upplýsingar.

    Ragnhildur Jónsdóttir útskrifaðis úr deild þrívíðrar hönnunar LHÍ nú í vor. Á útskriftarsýningu nemenda í Listassafni Reykjavíkur, sýndi hún m.a. þessi lífrænu leikföng. Hugmyndin byggir á nútíma markaðssetningu gömlu íslensku leikfanganna úr sveitinni; kjálkum, hornum, leggjum og tönnum úr búfénaði. Beinin eru „markaðssett“ í lofttæmdum umbúðum, í neytendapakkningum, undir yfirskriftinni Ímyndun - Lífrænt ræktuð leikföng. Tilvísunin í að ímyndunaraflið hafi ...

    Hafnarborg - 8. júlí til 28. ágúst 2006.
    „Meðan eldurinn brennur hugsar hann ekki um hraunið, og þegar hraunið storknar gleymir það eldinum. Svo kemur mosinn og breiðir gráa sæng yfir landið. Líf án hvíldar er andstaða kyrrstöðunnar. Eldurinn heldur áfram í mosanum, mosinn heldur áfram í lynginu, lyngið í málverkinu. Og allt verður grænt.“ Jóhannes Kjarval.
    -
    Yfirskrift sýningarinnar „hin blíðu ...
    Þjóðgarð eða orkuvinnslu, fuglasöng eða túrbínusuð? Þetta er kannski ekki svona auðvelt. Ekki frekar en að val okkar snúist um sauðskinnsskó og velling eða hagsæla framtíð! Flestir ættu að geta sammælst um að náttúran sé bein og óbein uppspretta lífsgæða okkar og í því felst einmitt þversögnin að með bættum lífsgæðum og meiri frítíma hefur áhugi fólks á náttúrunni og ...
    Helluhnoðri [Sedum acre] blómstrar um þessar mundir á melum og í klettum um allt land. Mjólk, sem helluhnoðri var soðinn í, er góð við skyrbjúgi og munnfýlu. Jurtin purgerar vel og læknar lífsýki. Saftin þar af gjörir hæga uppsölu, hreinsar ný ru. Við hósta, kvefi og brjóstveiki er jurtin alþekkt lækning. Við holdsveiki er það gott og reynt ráð að ...
    Góðviðrisdagar sumarsins eru grasalækninum mikilvægir og nýttir til hins þtrasta. Þuríður Guðmundsdóttir nýtti sér blíðuna í vikunni til að afla fanga í snyrtivörurnar sínar, en hér sést hún í hvannargarðinum sínum að leita ferskustu blaðsprotanna, en eins og sjá má er ætihvönnin [Angelica archangelica] gríðarlega ræktarleg og skákar eiganda sínum að hæð. Hvönn ný tir hún meðal annars í Taer ...

    Fjölskyldudagar við Snæfell (á Kárahnjúkasvæðinu) 21. til 31. júlí 2006

    Í gær hófst ganga Íslandsvina frá hjá Töfrafossi, í 625 metra hæð, við efri mörk fyrirhugaðs Hálslóns. Gengið var niður með Kringislárgljúfri með útsýni inn á Kringilsárrana, að ármótum Jöklu og Kringilsár. Síðan var gengið vestan megin við Jöklu í stórbrotnum lyng- og víðivöxnum gljúfrum, þar sem eru fjölmörg og ...

    Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur undirritað reglugerð um framkvæmd verndunar Þingvallavatns. Reglugerðin byggir á lögum sem samþykkt voru árið 2005, en þau fela m.a. í sér verndun vatnasviðs svæðisins sem er skilgreint frá Hengli til Langjökuls, þ.e. yfirborðsvatns og grunnvatns og tekur til verndunar búsvæða og hrygningasvæða bleikjuafbrigða og urriðastofna í vatninu. Strangar kröfur verða settar um frárennsli frá ...

    Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, húsgagnahönnuður, hefur á síðustu árum einbeitt sér nokkuð að hugtakinu stóll. Eins og skarpt hugsandi hönnuði ber, rúllar hún upp hugmyndum sem tengjast sögulegri hönnun stólsins frá ýmsum tímabilum, áferð, efni, notkun og uppruna, og vinnur úr þessum hugsanatengingum, áþreifanlega þrívíða/tvívíða stóla, oft með lífrænum tilvísunum í mynstrum og formum. Útkoman eru æsandi skemmtilegir stólar sem ...

    Eftir heimkomu sína frá Kaupmannahöfn, um 1858, lagði Sigurður Guðmundson (1833-1874) metnað sinn í að „bæta smekk“ landans, enda mikill þjóðernissinni, og vann í því sambandi að nýjum þjóðbúningi sem prýddur væri með blómamynstrum sem „ekki væru skrumskæling erlendra blóma, heldur byggðist á hinni íslensku flóru, þeirri sem algengust er“. Eftir heimkomu sína frá Kaupmannahöfn, um 1858, lagði Sigurður Guðmundson ...
    Umhverfisstofnun tilkynnti í dag um nýja reglugerð um umhverfismerki fyrir vörur og þjónustu. Það er fyrir norræna umhverfismerkið, Svaninn og umhverfismerki Evrópubandalagsins, Blómið. Með reglugerðinni eru skilyrði fyrir notkun umhverfismerkjanna lögfest t.d. eru þau skilyrði tilgreind sem framleiðendum, innflytjendum og umboðsaðilum umhverfismerktrar vöru ber að fara eftir. Um umhverfismerkin gilda breytilegar viðmiðunarreglur fyrir hvern vöru- og þjónustuflokk. Veiting leyfis ...

    Gífurleg gróska á sér stað í íslenskri hönnun um þessar mundir. Margir hönnuðir sækja innblástur í náttúruna með einum eða öðrum hætti. Síðan að Listaháskóli Íslands tók til starfa, hefur verið starfrækt vöruhönnunardeild sem fætt hefur af sér marga góða hönnuði, þ.á.m. Óðinn B. Björgvinsson sem útskrifaðist á síðasta ári sem vöruhönnuður frá LHÍ. Eitt af lokaverkefnum Óðins ...

    Í nýjastu tölublaði tímaritsins Newsweek eru grænar lausnir og aðferðafræði aðalmálið. Bandaríkjamenn hafa tekið umhverfismálin upp á sína arma. Umhverfisvæn hönnun, uppfynningar og lífsstíll eru nú „það heitasta“. Græna bylgjan er mótsvar við sofandahætti stjórnvalda á sviði orku- og umhverfisverndarmála um áratuga skeið og hinn almenni ameríkani sér ástæðu til að taka á málunum nú, enda ekki undir huliðshjálmi lengur ...

    Íslenski bærinn - Rannsóknar- og kennslumiðstöð er nú að rísa að Austur-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa.

    Íslenski bærinn - Rannsóknar- og kennslumiðstöð er nú að rísa að Austur-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa. Hugmyndafræðingar og framkvæmdaraðilar eru hjónin Hannes Lárusson og Kristín Magnúsdóttir. Þau hafa nú um 20 ára skeið staðið að uppbyggingu torfbæjanna sem stóðu á bæjarhól Austur-Meðalholts en þegar hafist var ...

    Dagana 21. - 31. júli verða haldnir Fjölskyldudagar Íslandsvina við Snæfell.
    Tilgangur daganna er að gefa fólki kost á að upplifa stórkostlega náttúru Kárahnjúkasvæðisins fyrir þann tíma sem áformað er að fylla Hálslón.
    Fjölskyldudagarnir hefjast með dagsferð um svæðið sem fer undir vatn þegar/ef Hálslón verður fyllt. Skipuleggjandi göngunnar er Ásta Arnardóttir en hún er löngu þjóðkunn fyrir skipulagðar ferðir ...

    Man ég grænar grundir,
    glitrar silungsá,
    blómabökkum undir,
    brunar fram að sjá.

    Man ég grænar grundir,
    glitrar silungsá,
    blómabökkum undir,
    brunar fram að sjá.
    Bóndabýlin þekku
    bjóða vini til,
    hátt und hlíðarbrekku,
    hvít með stofuþil.

    Léttfædd lömbin þekku
    leika mæðrum hjá,
    sæll úr sólskinsbrekku
    smalinn horfir á.
    Kveður lóu kliður,
    kyrrlát unir hjörð.
    Indæll er þinn friður,
    ó, mín fósturjörð ...

    Sýningin Að byggja og búa í sátt við náttúruna sem nú stendur yfir í Sesseljuhúsi að Sólheimum, er frumverk ný skipaðs forstöðumanns hússins, Bergþóru Hlíðkvist Skúladóttur umhverfisstjórnunarfræðings. Sýningin lætur lítið yfir sér við fyrstu sýn en þegar nánar er að gáð er hún ákaflega vel heppnuð framsetning á flóknum fræðum, þar sem viðmið þau sem unnið er eftir í hugtakinu ...
    Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ritaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fyrir hönd samtakanna, skorar á iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, að lýsa stuðningi sínum við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Segir Árni að þar með væri tekin af öll tvímæli um að Norðlingaölduveita sé úr sögunni og að verin fái þá vernd sem þeim ber. Fyrrverandi umhverfisráðherra, Sigríður Anna ...

    Í Laugarási í Biskupstungum reka hjónin Þórður G. Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir Garðyrkjustöðina Akur sem sérhæfir sig í lífrænni ræktun grænmetis. Framleiðslan samanstendur af gúrkum tómötum, papriku, og chile-pipar. Auk þess fer fram úrvinnsla afurða og þá fyrst og fremst mjólkusýring grænmetis og þá aðallega súrkálsgerð en einnig niðurlagning og súrsun grænmetis. Starfsemin er vottuð lífræn af vottunarstofunni Tún. Sölu- ...

    Grein sem birtist í tímaritinu Útiveru nr.5, 4. árgang, 2006:

    Ég var áþreifanlegar vör við þörf mína fyrir „íslensku lyktina“ þegar að ég bjó erlendis.
    Í fríum hér heima undirbjó ég heimförina aftur út, með því að pakka vænum poka af mosa og steinum í ferðatöskuna, smá sýnishorn af ættjörðina skyldi fylgja mér út. Í eldhúsinu mínu hafði ég ...

    Landsvirkjun hefur lýst því yfir að fyrirtækið muni una úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær og ekki áfrþja til Hæstaréttar, enda líti Landsvirkjun ekki lengur til virkjunar á svæðinu til að koma til móts við mögulega rafmagnsþörf þeirra álvera sem hugsanlega rísa á suðvesturhorninu. Líkurnar á því að friðland Þjórsárvera muni stækka aukast því með degi hverjum. Myndin er af ...
    Jónína Bjartmarz, hinn ný ji umhverfisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, lýstu því bæði yfir í dag að þau vilji stækka friðland Þjórsárvera og hætta við gerð Norðlingaölduveitu. Ástæðan sem Guðni nefnir er sú að mikilvægt sé að skapa samstöðu um náttúruna og að nauðsynlegt sé fyrir Framsóknarflokkinn að endurskoða stefnuna í stóriðju- og umhverfismálum.
    Ummæli ráðherranna fylgja í kjölfar úrskurðar ...

    Í viðtali við Jonathan Freedland á Channel 4 þann 05. 06. 2006 lýsir Al Gore fyrrum „næsti forseta Bandaríkjanna“ þeirri áskorun sem við stöndum frammi fyrir á þessari stundu. Að hans mati og að áliti virtustu vísindamanna heims, höfum við 10 ár til að snúa þróuninni við áður en loftslagsbreytingar þær sem fylgja gróðurhúsaáhrifum ógna siðmenningunni og lífi á jörðinni ...

    Þessi litli hrossagaukur skreið úr eggi sínu við rætur vesturhlíða Ingólfsfjalls í gær og fannst tvo metra frá hreiðrinu kl. 18:00 í dag. Hrossagaukur [Gallinago gallinago] er farfugl/staðfugl og verður um 28 cm fullvaxinn. Stofnstærð á Íslandi 300.000 varppör.
    Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

    Kæru Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands frá 11.05.2006 var í dag svarað af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála með því að koma til móts við kröfur samtakanna um tafarlausa stöðvun efnistöku úr Þórustaðanámu þar til málið er til lykta leitt. Þó er hér einungis um stöðvun efnistöku samkvæmt áætlun sem landeigendur Kjarrs hafa gert um að taka 2 millj. rúmmetra ...

    Fundur á vegum Bændasamtaka Íslands, landbúnaðarráðuneytisins og Landbúnaðarháskóla Íslands, með tilvísun til ályktunar búnaðarþings 2005.
    Fundurinn verður haldinn í Súlnasal, Radisson SAS Hótel Sögu 21. júní 2006 kl. 13:00 til - 17:00.
    Dagskrá:
    13:00-13:30 Dr. Ólafur S. Andrésson prófessor, Háskóla Íslands:
    Hvað er erfðatækni og hvernig má beita henni?
    13:30-14:10 Dr. Charles Arntzen, prófessor við ...
    Á Grímuafhendingunni í Borgarleikhúsinu í gærkveldi, notaði Stefán Jónsson leikari og leikstjóri sviðið til að snúa við mótmælaslógani því sem f.v. iðnaðarráðherra skipaði lögreglurannsókn á í kjölfar þess að í göngu Íslandsvina þann 25. maí síðastliðinn hafi verið letrað á borða „hótun“ í hennar garð. Nýja slóganið hans Stefáns hljóðar þannig „Drekkjum Íslandi, ekki Valgerði“ og varpaði hann þannig ...
    Á 17. júní kl. 12:00 verður haldin stofnfundur um Framtíðarlandið - félag um framtíð Íslands í Austurbæ.
    Frumkvæðið að stofnun félagsins kemur frá einstaklingum af ólíkum sviðum þjóðlífssins sem telja að nú sé þörf fyrir afl sem upplýsir, gagnrýnir og leggur til hugmyndir að nýrri framtíðarsýn á Íslandi og að nauðsyn beri til að efla lýðræði og lýðræðislega umræðu – og ...
    Dagur hinna villtu blóma verður haldinn á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum sunnudaginn 18. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
    Þann 18. júní 2006 verða plöntuskoðunarferðir skipulagðar á degi hinna villtu blóma á eftirtöldum stöðum:

    Sigríður Anna Þórðardóttir gekk frá ýmsum mikilvægum málum í gær, en eins og kunnugt er tekur ný r umhverfisráðherra Jónína Bjartmarz við starfi umhverfisráðherra í dag. Meðal síðustu embættisverka Sigríðar Önnu var að friða blesgæsina og kúluskít, sérstakt afbrigði græný örungsins vatnaskúfs. Sjá frétt á vef umhverfisráðuneytisins. Einnig ákvað ráðherra í gær að styrkja verkefnið Náttúran.is/Nature.is enda ...

    Sesseljuhús - umhverfissetur á Sólheimum stendur fyrir sýningunni „Að byggja og búa í sátt við náttúruna“ sem opnar fimmtudaginn 15. júní. Sýningarstjóri er ný r umsjónarmaður Sesseljuhúss, Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir. Sýningin er hluti af Menningarveislu Sólheima sem haldin er á tímabilinu 3. júní til 7. ágúst. Í fréttatilkynningu um sýninguna skrifar Bergþóra: „Það þótti viðeigandi að fyrsta sýningin í Sesseljuhúsi fjallaði ...

    Háskóli Íslands efnir til málþings í tilefni af Samráðsfundi um loftslagsbreytingar sem haldið er dagana 12. - 14. júní í Reykjavík. Málþingið er haldið í hátíðarsal háskólans miðvikudaginn 14. júní og hefst kl. 9:00. Málþingið er öllum opið. Þar munu vísindamenn og sérfræðingar fjalla um hreina orkugjafa framtíðar, m.a. vetni og jarðhita, auk þess sem ný stárlegar hugmyndir íslenskra ...

    Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir:

    Forseti Vísindaráðs um lofstlagsbreytingar (IPCC) heldur fyrirlestur í boði forseta Íslands:

    Sjálfbær veröld: Ný stefna og tæknilausnir
    Dr. Rajendra K. Pachauri forseti Alþjóðlegs vísindaráðs um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change), flytur fyrirlestur í boði forseta Íslands miðvikudaginn 14. júní kl. 13:15 í Öskju, húsi Náttúrufræðideildar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið „Sjálfbær ...

    Í „Orði dagsins“ á vef Staðardagskrár 21 gerir Stefán Gíslason samanburð á Íslandi og öðrum löndum hvað varðar tölu fyrirtækja með umhverfisvottunarkerfið ISO 14001.

    Stefán talar um að einn sá mælikvarði sem hægt er að beita til að leggja mat á umhverfisvitund þjóða, er fjöldi fyrirtækja sem hafa komið sér upp vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við staðalinn ISO 14001. Á ...

    Eins og fjallað hefur verið um hér á síðum Náttúrunnar, gaf bæjarstjórn Ölfuss grænt ljós á áframhaldandi efnistöku úr Þórustaðanámu, til a.m.k. 8 ára, þrátt fyrir álit Skipulagsstofnunar þess efnis að aðstandendur Þórustaðanámu yllu óásættanlegum og óafturkræfum umhverfisspjöllum með frekari námuvinnslu í fjallinu. Var um tímamótaúrskurð að ræða þar sem nú reyndi í fyrsta sinn á hvaða vald ...

    Í dag er Umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna. Umverfisdagurinn í ár er helgaður eyðimerkur- og þurrlendissvæðum jarðar. Viðkvæði dagsins er „Don´t Desert Drylands“, sem er áskorun um að gleyma ekki þurrlendinu og vandamálum þess. Um 40% jarðar telst til eyðimerkur- eða þurrlendissvæða. Einn þriðji jarðarbúa sem teljast til fátækustu íbúa jarðar búa á þurrlendissvæðunum. Sameinuðu þjóðirnar vilja vekja athygli heimsins á ...

    Lofstlagsbreytingar af völdum losun gróðurhúsalofttegunda (Co2) og áhrif þess á lífið á jörðinni er viðfangsefni Al Gore í kvikmyndinni An inconvenient truth sem kynnt var á Cannes ný verið og er nú sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim. Eftir að halda fyrirlestra um málefnið í Bandaríkjunum í 30 ár réðst hann í að gera kvikmynd. Al Gore er fyrrverandi varaforseti ...

    Verslunareigendur við Skólavörðustíg halda hátíð í dag frá kl. 12:00 - 16:00 undir yfirskriftinni „náttúrulegt.“ Gefin verða blóm og ávextir í tilefni dagsins. Verslunin Yggdrasill heldur upp á 20 ára afmæli sitt en verslunin hefur frá upphafi selt lífrænt ræktaðar vörur og náttúrulegar matvörur, hreinsiefni o.fl. Í fyrra flutti Yggdrasill af Kárastíg á Skólavörðustíginn þar sem verslunin dafnar ...

    Í Í dag kl. 13:00 gengu Íslandsvinir frá Hlemmi að Austurvelli þar sem flutt var dagskrá undir yfirskriftinni „Virkjum hugann - verndum náttúruna“. Þrátt fyrir að þátttakendur í göngunni hafi talið um eða yfir þrjúþúsund manns þótti fréttastofu Sjónvarps ekkert fréttnæmt við gönguna og minntist ekki orði á hana í kvöldfréttum kl. 19:00. Aftur á móti var sýnt kyrfilega ...

    Þann 12. maí síðastliðinn fengu fyrirtækin Hafsúlan hvalaskoðun og Elding hvalaskoðun leyfi til að flagga bláfánaveifu á skipum sínum. Veifan er viðurkenning fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að reynt sé eftir fremsta megni að stuðla að umhverfisvernd í fyrirtækjunum. Bláfánaveifan jafngildir þó ekki Bláfánanum sjálfum heldur er merki um að fyrirtækið hefur undirritað „viljayfirlýsingu“ og því farið að ...

    Íslandsvinir standa fyrir göngu laugardaginn 27.05.´06 kl. 13:00 frá Hlemmi. Gengið verður niður Laugaveginn og mun 150 manna stórsveit leiða gönguna sem endar með útifundi á Austurvelli, þar sem fram koma margir af okkar helstu tónlistarmönnum, auk skálda og annara listarmanna.

    Þá verður upplýsingabæklingi dreyft í fyrsta skipti. Fræðslumyndbandi verður varpað á símahúsið. Hópur ungmenna munu bera ...

    Í fréttatilkynningu frá starfshóp um stóriðjulausa Vestfirði segir:
    Á ellefta hundrað undirskriftir söfnuðust undir stuðningsyfirlýsingu um stóriðjulausa Vestfirði á sýningunni Perlan Vestfirðir, dagana 6.–7. maí. Að yfirlýsingunni stóðu nokkur af helstu náttúruverndarsamtökum á Íslandi, auk einstaklinga. Tildrög yfirlýsingarinnar var boð Fjórðungssambands Vestfjarða til samstarfshóps helstu náttúruverndarsamtaka landsins sem stóðu að ráðstefnunni "Orkulindin Ísland - Náttúra, mannauður og hugvit", sem haldin ...

    Þrátt fyrir mat á umhverfisáhrifum sem Skipulagsstofnun lagði fram ný verið um að áframhaldandi efnistaka úr Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli yrði bæði neikvæð og óafturkræf hefur bæjarstjórn Ölfuss heimilað áframhaldandi efnistöku með tilheyrandi umhverfisspjöllum til a.m.k. 15 ára í viðbót.

    Efnistaka úr fjallinu, sem undanfarin ár hefur teigt sig upp og yfir fjallsbrúnina og mun lækka hana um s ...

    Í dag kl. 15:00 mun forseti Íslands leggja hornstein að einni umdeildustu framkvæmd Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjun.
    Umhverfisverndarsinnar hafa fengið forseta til að leggja með í hornsteininn, sínar skoðanir á framvæmdinni.
    Hætta hópurinn og Náttúruvaktin o.fl. standa að þessu tilefni fyrir dagskrá til varnar Náttúru Íslands, á sama tíma og hornsteinninn verður lagður fyrir austan.

    Sýning stendur nú yfir á ljósmyndum eftir Hjörleif Guttomsson náttúrufræðing í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands að Sturlugötu 7 og lýkur henni 25. maí næstkomandi.
    Við opnun sýningarinnar 26. apríl sl. afhentu þau hjón, Kristín og Hjörleifur, Lögverndarsjóði náttúru og umhverfis 28 ljósmyndir af náttúru Íslands. Ljósmyndirnar verða til sölu að sýningu lokinni og mun söluverð renna til Lögverndarsjóðs náttúru og ...

    Á vef Eddu útgáfu er frétt um að bókin Íslenski hesturinn sem kom út á íslensku haustið 2004 sé nú komin út á ensku og þþsku. „Íslenska hestinum“ var ritstýrt af Gísla B. Björnssyni og Hjalta Jóni Sveinssyni. Frá upphafi var stefnt að því að þetta stórvirki kæmi einnig fyrir sjónir erlendra unnenda íslenska hestsins þó byrjað hafi verið á ...

    Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð eftir Andra Snæ Magnússon, sem kom út þann 20. mars síðastliðinn, hefur nú verið prentað í 8 þús. eintökum. Sala bókarinnar slær öll Íslandsmet í bóksölu á þessum árstíma. Andri Snær hefur ferðast um allt land til að kynna bókina, hvarvetna fyrir fullu húsi. Annað kvöld kemur hann fram á Skáldaspírukvöldi í Iðu og mun ...

    Samstarfshópi sem stóð að ráðstefnunni "Orkulindin Ísland, náttúra, menntun, mannauður, sköpun, hugvit og menning hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni Perlan Vestfirðir, sem haldin verður nú um helgina í Perlunni. Hópurinn hefur sjálfbæra þróun að leiðarljósi og hefur samið yfirlýsingu sem mun liggja frammi á sýningunni til undirskrifta:

    Dagana 3.-5. maí verður sýningin Perlan Vestfirðir haldin í Perlunni. Að sýningunni standa Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samvinnu við Markaðsstofu Vestfjarða. Markmið sýningarinnar eru að kynna vestfirskt atvinnulíf, fyrirtæki og þjónustuaðila á Vestfjörðum. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á Vestfirði sem áhugaverðs áfangstaðar fyrir ferðamenn og efna til umræðu um framtíðarmöguleikana í atvinnuþróun á svæðinu. Um 150 aðilar taka ...

    Norræna ráðherranefndin hefur gefið út rit sem tengist umhverfisþáttum varðandi smábáta og smábátahafnir. Ritið er ætlað bátseigendum, félögum í siglingaklúbbum, sveitarfélögum, hafnaryfirvöldum og öðrum sem bera ábyrgð á bátum og bátahöfnum. Í ritinu er að finna upplýsingar um skyldur bátseigenda og hafnaryfirvalda til að koma í veg fyrir eða draga úr mengun í höfnum og umhverfis þær. Í ritinu eru ...

    Bergur Sigurðsson tekur við starfi framkvæmdastjóra Landverndar í dag. Hann er með Cand Scient (M.Sc.) í umhverfisefnafræði og Cand Mag (B.Sc.) í efnafræði frá háskólanum í Osló og leggur nú stund á MBA nám við Háskóla Íslands. Bergur var áður sviðsstjóri á umhverfissviði og staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bergur hefur lengi sinnt náttúruverndar- og umhverfisstarfi og hefur m ...

    Árlegur aðalfundur Landverndar var haldinn í Garðaholti í Garðabæ þ. 29. apríl. Meðal fundarefnis var kynning árssýrslu (sjá ársskýrslu Landverndar 2005-2006), almenn aðalfundarstörf og mörg áhugaverð dagskráratriði þ.á.m. að ný ráðinn framkvæmdastjóri Landvernar, Bergur Sigurðsson, var boðinn velkominn til starfa en hann tekur við starfinu þann 1. maí. Tryggvi Felixson, fráfarandi framkvæmdastjóri til sjö ára var kvaddur og ...

    Í gær á Degi umhverfisins hlaut verkfræði- og ráðgjafafyrirtækið Línuhönnun hf. umhverfisverðlaun umhverfsiráðuneytisins „Kuðunginn“.
    Við sama tækifæri kynnti ráðuneytið nýtt vefrit Hreint og klárt sem koma mun út á vegum ráðuneytisins mánaðarlega eða eftir því sem þurfa þykir. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra ritar inngang í tímaritið og þar segir: „Hreint & klárt, vef­rit umhverfisráðuneytisins, hefur göngu sína með þessu ...

    Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Það er álit Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð efnistaka úr Ingólfsfjalli eins og hún er kynnt í matsskýrslu, sé ekki ásættanleg vegna verulega neikvæðra, varanlegra og óafturkræfra sjónrænna áhrifa og áhrifa á landslag sem hún mun óhjákvæmilega hafa í för með sér. Veiting framkvæmdaleyfis bryti ...

    Í dag er Dagur umhverfisins á Íslandi. Dagurinn er að þessu sinni helgaður endurvinnslu. Þann 25. apríl árið 1999 tilkynnti ríkisstjórn Íslands, að ákvörðun hafi verið tekin um að tileinka „umhverfinu“ einum degi ár hvert og var dagsetningin 25. apríl fyrir valinu. Það er fæðingardagur Sveins Pálssonar en hann var fyrstur íslendinga til að nema náttúruvísindi. Hann lauk námi í ...

    Þriðjudaginn 25. apríl verður haldin málstofa á vegum umhverfis-og náttúruverndarnefndar um lífríki Lagarfljótsins og þær breytingar sem verða á því þegar Jökulsá á Dal verður leidd í árfarveg fljótsins í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar. Málstofan er haldin í tilefni þess að 25. apríl er Dagur umhverfisins.

    Málstofustjóri er Þorsteinn Gústafsson, formaður umhverfis- og náttúruverndar.

    Tölvrisinn Apple hefur verið útnefnt sem eitt af tíu umhverfisvænustu* fyrirtækjum í Bandaríkjunum (*most environmentally friendly). Þann 21. 04.2006 birti Apple á vef sínum frétt um útvíkkun endurvinnslustefnu sinnar. Felur hún í sér að frá og með júní á þessu ári gildi sú regla að við kaup á nýrri tölvu taki söluaðilar fyrirtækisins við gömlu tölvunni og fargi henni ...

    Mánudaginn 24. apríl verður haldið málþing á vegum Umhverfisráðuneytisins um svifryksmengunina í Reykjavík. Eins og kunnugt er hefur aukin svifryksmengun í höfuðborginni verið mikið í umræðunni að undanförnu enda hefur magn þess iðulega mælst yfir þeim mörkum sem talist geta heilsusamleg. Málþingið er haldið í Norræna húsinu og hefst kl. 13:15 og stendur til kl. 16:45.

    Dagskrá: Setning ...

    Sýningin Sumar 2006 var opnuð í dag. Sýningin er í Laugardalshöllinni og stendur fram á sunnudaginn 23. apríl. Aðstandendur tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn þau Auður Ottesen og Páll Pétursson standa fyrir sýningunni og hafa unnið ötullega að undirbúningi sýningarinnar sem má með sanni segja að sé glæsilegt framtak. Meðal þeirra 150 þátttakenda sem kynna starfsemi sína á sýningunni er GAP ...
    Á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands á Hótel Sögu þann 6. apríl síðastliðinn opnaði Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra Plöntuvefsjá NÍ við hátíðlega athöfn. Lovísa Ásbjörnsdóttir er verkefnisstjóri Náttúruvefsjár NÍ en Hörður Kristinsson grasafræðingur með meiru er umsjónarmaður gagnagrunna.
    Með plöntuvefsjánni er Náttúrufræðistofnun að taka í sína þjónustu nýjustu tækni í miðlun upplýsinga um netið þannig að notandinn getur nálgast traustar og áreiðanlegar ...
    Krisbjörg Elín Kristmundsdóttir blómadropaþerapisti og jógakennari sem þróað hefur Blómadropa og Náttúrudropa úr orku íslenskrar náttúru um margra ára skeið hefur með atorku sinni tekist að koma Íslensku Náttúrudropunum í 11 Whole Foods Market verslanir í Los Angeles, Las Vegas og San Diego. Kristbjörg Elín er ný komin úr ferð til Kaliforníu þar sem hún þjálfaði starfsfólkið í notkun á ...

    Aðstandendur Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli hafa sent Skipulagsstofnun ítrekunarbréf um að niðurstaða stofnunarinnar varðandi áframhaldandi efnistöku af brún fjallsins verði kynnt sem fyrst. Magn malar sem rutt hefur verið ofan af fjallinu er nú þegar löngu komin yfir það magn sem leyfi var veitt fyrir og því hefur malarnám verið stöðvað. Vísað er til nauðsynjar þess að endurnýja leyfið og virðast ...

    Fyrsta græna sjónvarpsrásin í heiminum er komin í loftið - og á netið. Að verkefninu standa frjáls félagasamtök og fleiri aðilar með stuðningi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP. Á þessari nýju rás verða sýndir þættir um hin margsvíslegustu umhverfismál, svo sem um loftslagsbreytingar, tegundir lífvera og umhverfistækni.

    Slóð græna sjónvarpsins er www.green.tv/.

    Lesið fréttatilkynningu UNEP 31. mars sl.

    Evrópa, Norður-Ameríka og varúðarreglan.
    Svæði án erfðabreyttra lífvera - Er samræktun möguleg?


    Fundur um erfðabreyttar lífverur var haldinn í Norræna Húsinu í Reykjavík, mánudaginn 3. apríl kl. 20:00. Á fundinum flutti Michael Meacher þingmaður á breska þinginu og fyrrum umhverfisráðherra Bretlands fyrirlestur um hver framtíð erfðabreyttrar matvæla- og lyfjframleiðslu er.
    www.erfdabreytt.net stóð fyrir fundinum.

    Styrktaraðilar: Á næstur grösum ...

    Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO stendur fyrir degi vatnsins um allan heim. Þema dagsins í ár er „Vatn og menning“. Nokkur umræða hefur verið um vatn í víðum skilningi undanfarið á Íslandi og hefur hún mest snúist um hver eigi að eiga góssið. Það er spurning hvort að sú umræða teljist menning en í öllu falli er hún nauðsynlegt ...

    Börn náttúrunnar hafa nú opnað verslun að Ingólfsstræti 8, inn af Frú fiðrildi. Opið fimmtudaga til föstudaga 12:00-18:00 og laugardaga frá kl: 12:00-16:00. Einnig er hægt að panta heimakynningu þar sem m.a. er flutt stutt erindi um leik barnsins og varmaskynið. Áhugasamir hafi samband við Sigrúnu og John í síma 869-7673. Leikföngin í versluninni Börn ...

    Í tilefni af útkomu bókarinnar Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, heldur höfundurinn Andri Snær Magnason fyrirlestur í Borgarleikhúsinu mánudaginn 20. mars kl. 20:00. Yfirskrift fyrirlestrarins er Er Ísland draumalandið? Í bókinn fer Andri Snær á kostum þar sem hann ræðst beint á kjarna stærstu mála samtímans og hrærir upp í heimsmyndinni með leiftrandi hugmyndaflugi og hárfínum húmor. KK leikur ...

    Þann 10. mars 2006 verður haldin ráðstefna um atvinnu og umhverfi, undir heitinu Orkulindin Ísland - Náttúra, mannauður, menning og hugvit. Ráðstefnan stendur frá kl.14:00 –17:30. og verður haldin á Hótel Nordica. Að ráðstefnunni standa: Fuglaverndarfélags Íslands, Hætta-hópurinn, Náttúruvaktin og Náttúruverndarsamtök Íslands. Náttúruverndarsamtökum er gjarnan legið á hálsi fyrir að berjast á móti stóriðjustefnu en benda ekki á ...
    SORPA eykur enn við þjónustu sína. Nú má skila pappírsumbúðum ásamt fernum í grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu. Pappírsumbúðir falla til í miklu magni á heimilum flestra. Þetta eru umbúðir utan af morgunkorni, ýmsum skyndiréttum, kexi, þvottefni og óteljandi öðrum vörum. Slíkar umbúðir eru fljótar að fylla hjá okkur ruslaföturnar enda oft plássfrekar. Hingað til hefur ekki borgað sig fyrir SORPU að ...

    Hætt er við að Ingólfsfjall þurfi að sætta sig við nýjar útlínur ef efnistaka í suðurhlíðum fjallsins fá að vinna á því mikið lengur.
    Varla er hægt að tala um náttúruperlu fjarri byggð heldur er hér um eitt fjölfarnasta svæði landsins að ræða. Enda hefur stækkun námunnar stungið vegfarendur þjóðvegsins í augu um árabil. Efnistaka í 15 ár í viðbót ...

    Hópur fólks var á áhorfendapöllum í Ráðhúsinu nú síðdegis þegar tillaga Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa F-listans um að falla alfarið frá Norðlingaölduveitu var tekin fyrir. Tillagan var samþykkt af öllum nema borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna þrátt fyrir að oddviti flokksins hefði í ræðu sinni lagt til að falla ætti frá framkvæmdunum. Sjálfstæðismenn létu jafnframt bóka að þeir ...

    Gagnasafn vefsins Liber Herbarum II - hið ófullkomna uppsláttarrit um lækningajurtir er nú komið út á margmiðlunardisk þannig að þegar leitað er í gagnasafninu þarf ekki endilega að tengjast veraldarvefnum. Haustið 2005 gerðu Náttúran og Liber Herbarum II samstarfssamning sem felur m.a. í sér að Náttúran þýðir efni á íslensku fyrir Liber Herbarum II sem birtist í nýjustu útgáfu af ...

    Á Umhverfsiþingi dagana 18.-19. nóvember 2005 voru kynntar tillögur Umhverfisráðuneytisins um „Stefnumörkun um sjálfbæra þróun á Íslandi til ársins 2020“. Þar var einnig tilkynnt að íbúar landsins hefðu tækifæri á að kynna sér stefnumörkunina og gera tillögur um úrbætur þar að lútandi. Grasgudda vill benda á að frestur til að skila inn athugasemdum rennur út þann 15. janúar svo ...

    Náttúran vill vekja athygli á að almanak SORPU sem kom út um áramótin er hægt að nálgast á öllum starfsstöðvum SORPU og kostar ekkert. Almanakið er að þessu sinni gefið út í 10.000 eintökum og er fáanlegt á endurvinnslustöðvum SORPU, í Góða hirðinum og á vigt móttökustöðvar í Gufunesi á meðan birgðir endast. Almanakið er fullt af fróðlegum og ...

    Í dag fór í gang átak til að virkja borgarbúa til að taka þátt í mörkun umhverfisstarfs borgarinnar í víðum skilningi þess hugtaks. Tekið er á móti hugmyndum í rituðu máli sem og í formi raddskilaboða ef hringt er í síma: 800 1110. Staðardagskrá 21 - umhverfisáætlun Reykjavíkur er nú til endurskoðunar undir heitinu „Reykjavík í mótun“. Umhverfissvið boðar til samráðs ...

    Fullt var út úr dyrum á tónleikum gegn virkjunarstefnunni „Ertu að verða náttúrulaus?“ í Laugardalshöllinni í gærkveldi. Margir mættu snemma enda var mikið um dýrðir í anddyri hallarinnar fyrir tónleikana þar sem náttúruverndarsamtök og hópar höfðu sett upp kynningarbása og útbreyddu hver á sinn hátt boðskapinn um að nú væri komið nóg af vitleysunni. Mikill hugur var í fólki og ...
    Ályktun fundar um stækkun friðlands Þjórsárvera sem haldinn var í Norræna húsinu í dag laugardaginn 07. janúar 2006 að viðstöddu fjölmenni. Ályktun þessi var einróma samþykkt af fundarmönnum með löngu lófataki:

    Fundur til stuðnings verndunar Þjórsárvera, haldinn í Norræna húsinu 7. janúar 2006, skorar á stjórnvöld að stöðva áform Landsvirkjunar um frekari virkjunarframkvæmdir í Þjórsárverum. Þess í stað verði friðlandið ...
    Fyrir rétt rúmum þrem árum síðan var haldinn Baráttufundur í Borgarleikhúsinu til að sýna fram á andstöðu stórs hóps landsmanna gegn stóryðju- og virkjanastefnu ríkisstjórnarinnar. Fullt var út úr dyrum á fundinum og fjöldi listamanna og baráttufólks fyrir náttúru landsins kom þar við sögu og sameinaðist í baráttuanda sem var engu líkur. Fundurinn var stórkostleg upplifun og efldi þá trú ...

    Í frétt frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir:

    Laugardaginn 7. janúar verður haldinn fundur í Norræna húsinu til stuðnings stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Fundurinn hefst kl. 13:30 og lýkur kl. 15:00. Dagskrá verður auglýst fljótlega. Meðal fundarboðenda eru Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruvaktin, Landvernd, Fuglavernd, Náttúruverndarsamtök suðurlands og NAUST.
    Ástæða er til að ítreka að úrskurður umhverfisráðherra frá síðustu viku vegna skipulags ...

    Það hlaut að koma að því; jólapappír, umbúðir, borðar, kassar, ruslið eftir aðfangadagskvöld er komið og allt þarf þetta að fara eitthvert, en hvert. Það er óskaplega freistandi að troða bara öllu í stóra svarta plastpoka og troða ofan í tunnu...eða eitthvað. En ef allir gerðu það...þvílík sóun. Það er til betri leið, allavega fyrir umhverfið og hún ...

    Að heimsækja leiði látinna vina og ættmenna er siður sem að hefur sínar björtu og fallegu hliðar. Á aðfangadag, jóladag og yfir hátíðirnar allar er í kirkjugörðum landsins gjarnan kveikt á útkertum svo loga megi ljós á leiðinu. Við gerðum slíkt hið sama og gengum frá Fossvoginum yfir í Fossvogskirkjugarð eins og síðastliðin ár en okkur rak í rogastans yfir ...

    „Náttúruunnendur“ standa fyrir dagskrá í Hallgrímskirkju á miðvikudagskvöldið 21.12.2005, kl. 20:00 undir yfirskriftinni „Ljós í myrkri“ - tónlist og hugvekjur við vetrarsólstöður til stuðnings íslenskri náttúru.

    Kynnir er Arnar Jónsson.

    Tónlist flytja: Amina, Ólöf Arnalds, Guðrún Ásmundsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Sesselja Óskarsdóttir, Elísabet Waage, Herdís Anna Jónsdóttir, Steef van Oosterhout, Hörður Áskelsson, Kolbeinn Bjarnason, Kristnn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson ...

    „Börn náttúrunnar“ munu vera með söludag í verslun Rögnu Fróðadóttur fatahönnuðs að Laugavegi 28 þann 19. des frá kl. 17:00 - 22:00. Miðvikudaginn 21. des. verður söludagur haldinn í Waldorfleikskólanum Sólsöfum að Grundarstíg 19 frá kl. 17:30 - 22:00.

    Demeter vottaðar vörur eru hluti af vöruúrvalinu.

    Ætigarðurinn – handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur veflistakonu er stórglæsileg, rúmlega 200 blaðsíður, skreytt ljósmyndum og teikningum eftir höfundinn, bókin er í mjúku bandi, þægileg í notkun.

    Um þessar mundir er gríðarlegur áhugi fyrir ræktun og hollum lífsháttum. Þessi bók hittir í mark hjá öllum þeim sem vilja rækta garðinn sinn og hlúa um leið að líkama og sál. Hildur sinnir ...

    Vistvæn jól - er hugtak sem farið er að nota yfir það þegar að ekki er hvað sem er keypt, notað og hent án tillits til raunverulegra nota, eyðslu, mengunar eða endurnýtanleika, til að halda jól. Nútíma jól kalla á óstjórnlegt taumleysi í innkaupum þar sem hin ímyndaða þörf er látin gnæfa yfir afleiðingarnar. Með hugtakinu „vistvæn jól“ er verið að ...

    Má spara þér sporin?
    Gámaþjónutan hf. býður nú upp á nýja þjónustu við einstaklinga sem miðar að því að gera lífið þægilegra.
    Þú færð hjá okkur 240 L tunnu, setur í hana öll dagblöð og tímarit (beint í tunnuna) og bylgjupappa s.s. hreina pizzukassa, setur málma (niðursuðudósir, lok af sultukrukkum, ekki bílvélar!) í plastpoka, fernur í plastpoka og plastbrúsa ...

    Ný verslun með ullarfatnað og leikföng fyrir börn er að taka til starfa á Íslandi. Verslunina reka þau Sigrún og John en þau halda söluhelgi í Waldorf-skólanum í Lækjarbotnum við Suðurlandsveg um næstu helgi. Opið er frá kl. 10:00 - 21:00 þann 10. og 11. desember. Vöfflur og kaffi eru einnig á boðstólum og allir eru velkomnir!
    Demeter* vottaðar ...

    Svifryk var mælt yfir umhverfismörkum í Reykjavík föstudaginn 02. desember. Búist er við kyrru og þurru veðri um helgina sem bætir ekki ástandið. Þó er ekki talað um „hættuástand“, þó er víst varhugavert fyrir fólk með viðkvæm öndunarfæri að vera nærri umferðaræðum. Spurning hvort að skilaboð af þessu tagi séu réttlætanleg. Hvaða áhrif getur svifryk haft á öndunarfæri, er forsvaranlegt ...

    Hætta!-hópurinn kynnir: Ertu að verða Náttúrulaus? Stórtónleikar gegn Virkjanastefnunni! Laugardaginn 7. janúar nk. verða haldnir sannkallaðir stórtónleikar í Laugardalshöll. Þar munu leiða saman hesta sína stórskotalið íslenskra og erlendra tónlistarlistamanna. Tilefnið er náttúra Íslands og umgengni okkar um hana. Með tónleikunum vilja skipuleggjendur og listamenn beina fókusnum að þessar náttúru og að hún sé ekki sjálfsögð uppspretta raforkuvera eða ...

    Handverkstæðið Ásgarður í Mosfellsbæ heldur sinn árlega jólamarkað laugardaginn 03.12.2005. Í boði eru handgerð tréleikföng og hlutir sem eiga sér samsvörun í íslenskum þjóðháttum. Ásgarður er vinnustaður 28 þroskaskertra einstaklinga sem unnið hafa hörðum höndum allt árið við undirbúning markaðarins.
    Allir eru hjartanlega velkomnir og munu þau Diddú og Egill Ólafsson taka lagið og skemmta gestum. Kaffi og ...

    Hinn vinsæli jólabasar Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður haldinn nú á laugardaginn þann 26. nóvember, klukkan 14:00 - 17:00. Í boði eru handgerðir hlutir úr náttúrulegum efniviði unnin af nemendum skólans og aðstandendum þeirra. Má þar nefna t.d. jólaseríur, púsl, dúkkuhús, dúkkur, rótarbörn, dverga, ávexti og grænmeti, kúluspil, ýmislegt annað þæft handverk og tréleikföng. Basarinn er árlega viðburður til ...

    Verkefnið "Rural Business Women" er samstarfsverkefni fjögurra þjóða: Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Íslands, en er undir stjórn Finna. Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins stendur að og fjármagnar verkefnið ásamt þeim stofnunum sem ábyrgjast verkefnið í hverju þátttökulandi. Verkefninu er ætlað að efla atvinnusköpun kvenna í dreifbýli, sem lþtur að nýtingu náttúruauðlinda í víðum skilningi. Þá er átt við gæði lands og sjávar, jafnt ...

    Fjóla Jóhannsdóttir er fædd á Akureyri árið 1933 en flutti árið 1942 til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. Fjóla er einnig með athvarf á Vatnsleysuströndinni þar sem hún og fjölskylda hennar stunda ýmsa ræktun og hlaða batteríin í nálægð við náttúruna. Fjóla er dóttir Bjargar Lilju Jónsdóttur sem var mikil grasakona og lærði sjálf af Þórunni grasakonu (móður Erlings ...

    Gisti- og heilsuheimilið Brekkukot á Sólheimum í Grímsnesi hlaut ný verið umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs. Alls bárust sjö tilnefningar og varð Brekkukot hlutskarpast að þessu sinni. Verðlaunin voru afhent á Ferðamálaráðstefnunni á Hótel Sögu þann 28.10.2005. Brekkukot er sjálfstætt starfandi fyrirtæki og var stofnað árið 1997 en er hluti af samfélaginu á Sólheimum í Grímsnesi sem hefur í áratugi verið ...

    Ráðstefna Orkustofnunar um umhverfiskostnað var haldin þann 27. október.
    Fundarstjóri var Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar.
    Umhverfiskostnaður er hugtak sem rutt hefur sér til rúms á undanförnum árum. Hugtakið vísar til þess að nauðsynlegt sé að verðleggja umhverfið áður en farið er í ýmiskonar framkvæmdir og framleiðslu og að umhverfiskostnaður sé mikilvæg breyta þegar spáð er fyrir um hagnað framkvæmda. Á ...

    „Ecolabels – a marketing tool for the environment “ -The Success of the Nordic Ecolabel the Swan and the status of ecolabelling in the Nordic Countries

    Agenda:
    09:00-09:20 Opening remarks: Helgi Jensson, Chair of the Icelandic Ecolabelling Council
    09:20-09:45 Local Agenda 21 and marketing: Stefán Gíslason, national coordinator for Local Agenda 21 in Iceland
    09:45-10:25 Marketing ...

    Dagana 18. og 19. nóvember var haldið Umhverfisþing 2005 á Hótel Nordica.
    Málefni þingsins voru „endurskoðun á stefnu um sjálfbæra þróun“. Umhverfisþing er haldið annað hvert ár skv. ákvæðum í 10.gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999. Umhverfisþingið í ár var helgað endurskoðun á stefnu ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun sem samþykkt var árið 2002 og gefin út í ritinu ...

    Af vefnum: „Baráttuhópurinn, sem hlaut nafnið Náttúrvaktin eldsnemma á degi Hálendisgöngunnar, varð til vegna þess einfaldlega að allt virtist hafa brugðist í náttúruverndarmálum í forleik síðustu virkjunarframkvæmda. Við höfðum ansi mörg þá óþægindatilfinningu að hafa verið svikin um þau sjálfsögðu mannréttindi að vita í tæka tíð, svikin um upplýsingar og umhugsunarfrest, svikin um orðið, svikin um eðlileg skoðanaskipti og gjörsamlega ...

    Hvað er Vistvernd í verki?
    Vistvernd í verki er alþjóðlegt (Global Action Plan/GAP) umhverfisverkefni fyrir heimili. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér. Verkefnið er hið eina sinnar tegundar í heiminum svo vitað sé og hafa kannanir sýnt að það skilar miklum ...
    Á 70 ára afmæli Sólheima 5. júlí árið 2000 tók Siv Friðleifsdóttir þáverandi umhverfisráðherra fyrstu skóflustungu að Sesseljuhúsi og tilkynnti ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja fram 75 milljónir króna til byggingar hússins. Framkvæmdir hófust í júní árið 2001 og lauk þeim þann 5. júlí 2002 þegar eitthundrað ár voru liðin frá fæðingu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur stofnanda Sólheima. 

    Sesseljuhús
    er sýningarhús um ...
    Haldið var landsþing Garðyrkjufélgags Íslands í KFUM húsinu við Holtaveg þann 7. október. Landsþingið var sett kl. 13:30 í garðskálanum í Grasagarðir Reykjavíkur og hann skoðaður undir leiðsögn Auðar Jónsdóttur og Inngunnar J. Óskarsdóttur.
    Síðan var farið í rútu og einkagarðar skoðaðir í borginni. Kl. 16 hófst síðan fundur í KFUM salnum við Holtaveg. Kristinn H. Þorsteinsson formaður GÍ ...

    Listmálarinn Eggert Pétursson hefur um langa hríð gert íslensku flóruna að viðfangsefni sínu. Eggert býr yfir ótrúlegri næmni fyrir blómvinum sínum og veitir okkur innsýn í undraheima sem ekki er hægt annað en standa agndofa yfir. Eggert hefur verið heiðraður með hinum viðurkenndu „Carnegie Art Award“ verðlaunum. Náttúran óskar Eggerti innilega til hamingju með heiðurinn.

    Sjá fleiri verk Eggerts


    Mynd ...

    Að Klængshól í Skíðadal reka hjónin Anna Dóra Hermannsdóttir og Örn Arngrímsson ferðaþjónustu með áherslu á heilsufæði og nálgun við náttúruna út frá hugleiðslu, yoga, Cranio Sacral Therapy, og gönguferðum svo eitthva sé nefnt. Dvöl í Skíðadalnum er tilvalin leið til afslöppunar og endurnýjunar.

    Að sögn Önnu Dóru býður Klængshóll upp á mikið einnig á þessum árstíma þegar kyrrðin færist ...

    Ráðstefnan „Hreinn ávinningur - hvernig græða fyrirtæki á umhverfisstarfi“ var haldin á Grand Hóteli þann 28.09.2005. Þar voru m.a. fulltrúar fjölda fyrirtækja sem fjölluðuðu um umhverfisstjórnun, þýðingu umhverfisstarfs fyrir ímynd fyrirtækja, menningu og samkeppnishæfni og um fjárhagslegan ávinning fyrirtækja af umhverfisstarfi.

    Biðröð var út úr dyrum á ráðstefnuna kl. 8:30 um morguninn og yfir hundrað manns sátu ...

    Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins boðaði til fundar í tilefni 40 ára starfsafmælis síns þann 23.09.2005. Erindi voru m.a. flutt um „neytendur og viðhorf til fiskneyslu“ sem Emelía Martinsdóttir, RF flutti. Erindið „Lýsi er hollt“ var flutt af Katrínu Pétursdóttur hjá Lýsi hf. Fyrirlestur hennar var einstaklega áhugaverður og rökstuðningur hennar um heilnæmi lýsis byggður á rannsóknum bæði innlendum og ...
    Umhverfisráð Reykjavíkur efndi til opins fundar í Tjarnarsal Ráðhússins þann 21.09.05. Flutt voru stutt erindi um heilsu og umhverfi s.s. „hollustu og hávaða“, „umhverfishamfarir og matvæli“ og „mengun og bifreiðar“.

    Einnig samþykkti Umhverfisráð Reykjavíkur Álaborgarskuldbindingarnar fyrir sitt leiti en borgarráð þarf í framhaldinu einnig að undirrita skuldbindingarnar svo þær taki gildi og Reykjavíkurborg tengist þeim Evrópuborgum sem ...

    Þann 15.11.2005 fóru aðstandendur þessa vefs til fundar við Erik Gotfredsen sem rekur vefsetrið „Liber Herbarum II“ www.liberherbarum.com í Danmörku og innsigluðu formlegt samstarf milli Náttúrunnar og Liber Herbarum II. Bæði Náttúran og Liber Herbarum II eru að vinna að því að skrásetja í gagnagrunna upplýsingar um jurtir m.a. um innihald og virkni. Nokkur áherslumunur ...

    Ragnhildur Magnúsdóttir í Gígjarhólskoti, Bláskógabyggð, kölluð Ranka í Kotinu af sveitungum sínum hefur um langa hríð fengist við að lita ull með íslenskum jurtum. Tilraunir hennar hafa verið nákvæmlega skráðar í gegnum árin og er Grasaskjóðan nú að koma bæði myndum og textum um ullarlitun Ragnhildar í tölvutækt form. Uppskriftirnar eru skráðar í samvinnu við Ragnhildi og aðferðir við litun ...

    John Wilkes frá Emerson College hélt fyrirlestur og sýnikennslu í Sesseljuhúsi að Sólheimum dagana 9. og 10.09.2005. John Wilkes er þekktur fyrir kenningar sínar í rennslifræði vatns og orkubreytingar í vatni og umhverfi og hvernig nýta má þessa þætti bæði í umhverfislegum tilgangi, landslags- og listhönnun, við ræktun og matvælavinnslu m.a. til að auka gæði matvæla og ...

    Þann 03.09.2005 var fyrsti fundur félags um mannspekilækningar haldinn hér á landi. Tillaga um nafnið „Grös og listir“ hefur borist, sem er lýsandi titill fyrir starfsemi félagsins. Ef nafnið þykir þjált og þægilegt í meðförum verður það fest sem nafn félagsins en það mun verða gert á fyrst aðalfundi félgagsins sem boðað verður til fyrir vorjafndægur á næsta ...

    Í tilefni af útkomu „Ætigarðsins - handbókar grasnytjungsins“ eftir Hildi Hákonardóttir, gefin út af bókaútgáfunni Sölka, var haldinn útgáfufagnaðar í hinum eiginlega Ætigarði að Straumum, Ölfusi þann 01.09.2005. Fjölmennt var á fagnaðinum og ljúffengir réttir úr Ætigarðinum á boðstólum. Greinarhöfundur óskar Hildi og Sölku innilega til hamingju með útgáfu þessarar fallegu og fræðandi bókar. Um bókakápu og hönnun bókarinnar ...

    Aðalbjörg Þorsteinsdóttir eigandi Villimeyjar slf. á Tálknafirði, hefur undanfarin 15 ár staðið að þróun smyrsla og áburða sem hún vinnur úr íslenskum jurtum. Nú eru smyrslin komin á markað undir samheitinu „Jurta-galdur“. Um er að ræða 7 tegundir smyrsla. Aðalbjörg hefur verið þátttakandi í verkefninu Fósturlandsins Freyjur og kynnti smyrslin fyrst á sýningunni „Gull í mó“ þann 12.08.2005 ...

    Rit séra Björns Halldórssonar (1724-1794) í Sauðlauksdal voru endurútgefin árið 1983 og fást hjá Bændasamtökunum. Séra Björn var mikill fræðimaður, skrifaði m.a. fyrstu Íslensk-latnesku orðabókina, ýmis búnaðarrit s.s. Atla og Arnbörgu auk „Grasnytja“ sem teljast má helsta heimild um jurtir, virkni þeirra og notkun á Íslandi frá 18. öld. Séra Björn er talinn hafa ræktað fyrstur manna kartöflur ...

    Í sýningu Fósturlandsins Freyja tóku þátt: Grasaskjóða Grasaguddu (upprunalegt heiti á vefnum Náttúran.is), Græni hlekkurinn, Ísplöntur, Jurtaapótek Kolbrúnar grasalæknis, Landvernd, Lifandi landbúnaður, Móa, Náttúrudropar Kristbjargar Elí, Töfri - Jurtamjöður Kolfinnu, Purity Herbs, Vottunarstofan Tún, Ullarvinnsla frú Láru, Urtasmiðjan, Villimey, auk fjölda skoskra, sænskra og finnskra þátttakenda úr evrópuverkefninu Rural Business Women. Sýningarstjóri og skipulagsstjóri verkefna á Íslandi er Guðrún Tryggvadóttir ...

    Nýtt efni:

    Skilaboð: