Þórey Tómasdóttir sýndi handverk sitt í fyrsta skipti á sýningunni Handverk 2007 í Hrafnagili nú um síðustu helgi. Verkin vöktu mikla athygli gesta og myndaðist örtröð fyrir framan bás hennar enda verkin mjög sérstæð. Þau hafa yfir sér fjarrænan anda og líkjast nokkuð indjánahandverki s.s. draumaföngurum, eða þjóðlegum brúðum í frumbyggjabúningum.

 

En verkin eiga sér þó enga ákveðna fyrirmynd og eru hrein afsprengi hugarflugs Þóreyjar.

Þórey hefur áður fengist við teikningu og vatnslitamálun en brúðugerðina hóf hún fyrir aðeins ári síðan. Skrauthringir og kústar úr skinni, beinum, fuglafótum, hrosshárum, hreindýrshornum, fjöðrum, korni, stráum og fleiri náttúrulegum efnum fylgdu í kjölfarið. Dúkkurnar eru unnar úr kókoshnetum og tré og klæddar leðri, skinnum og handprjónuðum fatnaði með tilvitnun í íslensk mynstur. Sjá nánar á vef Þóreyjar.

Efri myndin er af Þóreyju fyrir framan veggjaskraut sitt. Neðri myndin er nærmynd af einum veggjakransinum eftir Þóreyju. Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
13. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þórey Tómasdóttir - Náttúrulist“, Náttúran.is: 13. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/13/rey-tmasdttir-nttrulist/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: