„Túnfífillinn [Taraxacum officinale] er sennilega sú jurt sem nú er mest notuð til lækninga. Margir blanda sama rót og blöðum til að nýta verkun beggja hluta sem best. Blöðin, sem eru mjög næringarík, verka lítið á lifrina, en eru þvagdrífandi og innihalda mikið af kalíum. Þau eru því mikið notuð við bjúg, einkum ef hann orsakast af máttlitlu hjarta. Rótin er notuð við öllum lifrar- og gallblöðrusjúkdómum, t.d. gulu, og einnig við meltingartregðu, svefnleysi og þunglyndi. Rótin er mjög góð fyrir fólk sem þarf að styrkja sig eftir langvarandi lyfjatöku eða áfengisneyslu. Rótin er einnig góð við bjúg sem orsakast af vanvirkri lifur. Fíflamjólkina má nota á vörtur og líkþorn.“

Heimild: Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir grasalæknir um notkun túnfífils í bókinni Íslenskar lækningajurtir.

Fyrirtækið Ísplöntur framleiðir bæði hylki og te úr túnfífli. Sjá nánar um túnfífil á vef Ísplantna. Ísplöntur, stofnað árið 1997, sérhæfir sig í framleiðslu á fyrsta flokks heilsuvörum þ.á.m. úr túnfífli. Vörurnar eru unnar úr íslensku hráefni sem er vottað lífrænt af Vottunarstofunni Tún.

Myndin er af túnfífli, 26.05.2005. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
4. maí 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Túnfífillinn - næring og meðal“, Náttúran.is: 4. maí 2010 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/tunfifill/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 2. maí 2010

Skilaboð: