Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðleg óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið sér starfsvettvang innan umhverfistengdra fyrirtækja, samtaka með þátttöku á samdrykkju með grændrykkjufélögum um allan heim.

Í þetta sinn verður hist í Leikjavík, Barónsstíg 3, miðvikudaginn 15. desember kl 19:00-22:00. Allir velkomnir en jólaandinn mun svífa yfir fundinum. Á dagskrá er umræða um borðspil, kökur og te eru í boði og starfsemi hins óformlega félags um græna samdrykkju á næsta ári verður skeggrædd. Sérstaklega er óskað eftir góðum og vænum hugmyndum að jólagjöfum með vistvænt fótspor. Þú getur komið með eitthvað sem þú vilt kynna öðrum, hvort sem það er eitthvað að narta í eða bara jólaandinn sem þú kemur með. Dreifið endilega boði á næsta grændrykkjusamsæti, bjóðið vinum og ykkur sjálfum að eiga stund með öðrum græningjum.

Áformað er að halda Green Drinks hittinga mánaðarlega en þetta er í þriðja sinn sem efnt er til grænnar samdrykkju í Reykjavík í vetur. Fyrstu grændrykkjarsamseturnar voru haldin í Reykjavík tvisvar sinnum árið 2009. Sjá frétt um fyrstu og aðra samsetu og grein um heimsókn Margaret Lydecker stofnanda Green Drinks NYC til Íslands.

Sjá facebooksíðu Green Drinks Reykjavík.

greendrinks.reykjavik@gmail.com.

Sjá alþjóðlegan vef Green Drinks.

Fjöldi skemmtilegra merkja og myndefnis hefur verið unnið til að vekja athygli á Grænum drykkjum um allan heim. Mynd: Merki Green Drinks Reykjavík.

Birt:
10. desember 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Boðað til grænnar jólasamdrykkju“, Náttúran.is: 10. desember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/12/10/bodad-til-graennar-jolasamdrykkju/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: