Framleiðsla á einföldustu raftækjum hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Þess vegna keppast framleiðendur víða um heim nú um að sýna lit og minnka umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En ekki taka allir þátt í því og bíða þangað til að fyrirskipanir berast t.d. frá ESB sem þvinga þá til að minnka umhverfisáhrifin. Við getum tekið þátt í því að „umhverfisvæni verði markaðsforskot“ með því að velja einfaldlega frekar að versla við umhverfisvæna framleiðendur og velja frekar vörur sem bera umhverfisvottun. Ýmis spilliefni og krabbameinsvaldandi efni, t.a.m. kadmíum og kvikasilfur geta verið mjög skaðleg fyrir umhverfið. Þess vegna er líka mikilvægt að gömlu tölvunni sé ekki bara hent í ruslið heldur henni komið í endurvinnslu. Það sama gildir um rafhlöður. Orkunotkun tækja er skilgreind með orkumerkjum s.s. Energy Star og Evrópska orkumerkinu. CE merkið gefur til kynna að framleiðsla hafi verið skv. Öryggisstöðlum Evrópusambandsins. Allar upplýsingar sem snerta umhverfisáhrif, umhverfismerki og orkunotkun finnur þú við hverja vöru hér á raftækjadeildinni.

Grafík: Tákn raftækjadeildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf.

Birt:
8. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Raftæki á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 8. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/02/raftki-nttrumarkai/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. nóvember 2007
breytt: 20. maí 2014

Skilaboð: