Staðardagskrá 21 í Hafnarfirði býður til málþings um loftslagsbreytingar undir yfirskriftinni Hvað get ég gert?

Málþingið verður haldið í Hafnarborg fimmtudaginn 21. september og hefst klukkan 20:00. Því er ætlað að vera vettvangur fyrir almenning að fá skilning á því af hverju loftslagsbreytingar stafa, hvað í daglegu lífi okkar hefur áhrif á loftslag og gagnlegar upplýsingar um það hvað hvert og eitt okkar getur lagt að mörkun til að draga úr þessum breytingum. Dagskráin er fjölbreytt og tekur á beinum aðgerðum sem við getum gripið til jafnt og hindrunum innra með okkur sem við þurfum að yfirstíga til að leggja okkar af mörkum.

Dagskrá:
Kl. 20.00 Setning. Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.
Kl. 20:10 „Loftslagsbreytingar – hverjum klukkan glymur“. Ingibjörg Björnsdóttir, Landvernd.
Kl. 20:30 „Orkunotkun – tækifæri til breytiingar“. Sigurður Friðleifsson, Orkusetri.
Kl. 20:50 „Hjólreiðar - hreinna loft, bætt lþðheilsa, betri fjárhagur“. Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.
Kl. 21:10 Kaffi.
Kl. 21:30 „Loftslagsbreytingar – hvernig fáum við börnin okkar til að breyta til?“ Ingimar Bjarni Sverrisson, ungmennaráði Hafnarfjarðar.
Kl. 21:50 „Loftslagsbreytingar - hvað veldur mótstöðu við breytingar á hegðun?“ Marteinn Steinn Jónsson, sálfræðingur.
Kl. 22:10 „Full af lofti“. Arnheiður Hjörleifsdóttir, Landsskrifstofu Staðardagskrár 21.
Kl. 22:30 Málþingi slitið.

Stjórnandi málþings: Gunnar Svavarsson forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.
Kynning á tvíorku bílum frá Heklu og Toyota verður við Hafnarborg frá klukkan 18:00 sama dag. Allir áhugamenn um bíla eru hvattir til að kynna sér nýja valmöguleika í bílum.
Allir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir

Birt:
20. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvað get ég gert?- Málþing um loftslagsbreytingar“, Náttúran.is: 20. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/malting_loftslag/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: