Hindber (Rubus idaeus L.)Hindber eru allt frá miðöldum þekkt fyrir lækningamátt sinn. Hindberið er í raun ekki ber heldur safn um 20 smárra steinaldina. Ber, blöð og rætur hindberjarunnans eru talin hafa lækningamátt.

Hindberjablaðate er talið geta hjálpað börnum með niðurgang, og á að geta unnið gegn krabbameini í slímhúð og um leið styrkja slímhúðina.

Hindberjablaðate er einnig talið geta styrkt móðurlífið og ófrískar konur drekka það gjarnan til að koma í veg fyrir fósturmissi.

Hindberin innihalda C vítamín, kalíum og ávaxtasýrur þeirra styrkja ónæmiskerfið og hjálpa til við að græða sár. Á miðöldum voru hindber ræktuð í klausturgörðum vegna lækningarmáttar þeirra.

Í lækninghjóli indjána (á þýsku: Das Medizinrad - Astrologie der Erde) er hindberið eitt tákn „Mána (mánuðar) hinna þroskuðu berja“. (Styrja).

Þeir sem fæddir eru á dögunum frá 23. júlí til 22. ágúst eru í merki hinna þroskuð berja. Efni þeirra í steinaríkinu er granat og járn, í jurtaríkinu hindber og í dýraríkinu fiskurinn styrja. Litur þeirra er rauður og þeir tilheyra frumefnafjölskyldu eldingafuglsins.

Ljósmynd: Hindber í Ölfusi, ljósm. Guðrún A Tryggvadóttir.

Birt:
7. júlí 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lækningamáttur hindberjarunnans“, Náttúran.is: 7. júlí 2015 URL: http://nature.is/d/2012/07/20/laekningamattur-himberjarunnans/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. júlí 2012
breytt: 7. júlí 2015

Skilaboð: