Sunnudaginn 12. október kallaði Björk Guðmundsdóttir og samstarfshópur um Náttúra.info saman hóp fólks og stefndi til vinnubúða í Háskólann í Reykjavík. Tllefnið var að velta upp möguleikunum sem eru í stöðunni hér á landi til framýróunar og nýsköpunar.

Náttúran.is, Klak nýsköpunarmiðstöð, atvinnuþróunarfélög víðs vegar af landinu, listamenn, frumkvöðlar og fjárfestar tóku þátt í vinnunni sem verður áfram haldið um næstu helgi.

Hugmyndaauðgi Íslendinga er auðlind sem alls ekki er nógu vel virkjuð enda setið á hakanum á meðan að peningum hefur verið ausið í risaverkefni sem renna einhæfum stoðum undir þjóðfélagið. Sterkir frumkvöðlar með góðar hugmyndir eru lykillinn að bjartri framtíð á Íslandi. Mikilvægt er því að velta upp stöðunni nú og sjá hvað þurfi að gerast til þess að nýsköpun á Íslandi geti skapað fjölbreytt og vistvæn störf í sterkum fyrirtækjum um allt land.

Ævar Kjartansson tók saman þátt um vinnubúðirnar og verður honum útvarpað í þættinum Í heyrandi hljóði á Rás 1 í kvöld kl. 21:00.

Myndirmar eru frá fyrri hluta vinnubúðanna í HÍ þ. 12.10.2008. Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
14. október 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vinnubúðir um grænu tækifærin“, Náttúran.is: 14. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/14/vinnubuoir-um-graenu-taekifaerin/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: