Fennelblómið Nigella sativa (black seed, black cumin) þarf nú aðstoð okkar til að berjast gegn græðgi Nestlé fyrirtækisins sem sótt hefur um einkaleyfi á fræjum fennelblómsin, svarta kúmeninu, til framleiðslu ofnæmislyfs gegn fæðuofnæmi.

Fennelblómið hefur um árþúsundir þjónað mannkyni, ókeypis, við hinum ýmsum kvillum og sjúkdómum allt frá uppköstum og hitasóttum til húðsjúkdóma og hefur staðið fátækum samfélögum í mið- og austur Así til boða, beint úr ríki náttúrunnar.

Grunnur einkaleyfisumsóknar Nestlé byggir á því að Nestlé hafi „uppgötvað“ lækningmátt svarta kúmensins með vísindalegum rannsóknum og sannað að það hjálpi fólki með fæðuofnæmi að borða samt það sem það hefur ofnæmi fyrir (nutritional interventions in humans with food allergy).

Áður en Nestlé sendi inn einkaleyfisumsókn sína höfðu vísindamenn í Egyptalandi og Pakistan birt rannsóknarskýrslur sem sanna lækningamátt svarta kúmensins.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Nestlé reynir að ná yfiráðum yfir náttúrlegu efni en árið 2011 reyndi Nestlé t.a.m. að eigna sér þá uppgötvun að kúamjólk sé góð til úthreinsunar þrátt fyrir að kúamjólk hafi verið notuð sem laxering í þúsundir ára með góðum árangri.

Sögulegt dæmi um vitneskjuna um lækningamátt svarta kúmensins er að finna í íslamska ritinu Abu Hurairah en þar stendur að svarta kúmenið „geti læknað allt nema dauðann“. Kleopatra er sögð hafa notað olíu svarta kúmensins í baðvatn og Nefertiti sem húðolíu. EInkalæknir Tutenkhamen mun hafa notað svarta kúmenið gegn kvefi en það fannst einmitt í grafhvelfingu Tutenkhamens.

Eitt er víst að við verðum að sporna gegn einkaleyfabylgju stórfyrirtækja sem vilja eigna sér allt og alla, til ágóða fyrir sig sjálf. V

Nú stendur yfir undirskriftasöfnun gegn einkaleyfisumsókn Nestlé og það vær gott ef að þú gætir smellt hér og tekið þátt í henni.

Hægt er að bæta um betur og sniðganga vörur frá Nestlé algerlega og sýna þannig mátt neytenda. Sjá öll vörumerkin sem Nestlé á á vefsíðu þeirra.

 

Birt:
11. október 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nestlé hefur sótt um einkaleyfi á fræi fennelblómsins“, Náttúran.is: 11. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/11/nestle-hefur-sott-um-einkaleyfi-hinu-natturlegri-a/ [Skoðað:28. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: