Náttúran heldur áfram að birta sáðalmanak og fyrstu hálfa ár ársins 2016 er þegar komið inn. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti hefur tekið saman efni í sáðalmanak Náttúrunnar. Smelltu hér til að skoða sáðalmanakið. 

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak ...

Matjurtargarður getur verið stór eða lítill, villtur eða ákaflega vel skipulagður eins og Eldhúsgarðurinn hér á vef Náttúrunnar en hann er hugsaður sem einskonar „fyrirmyndargarður“ sem hver og einn getur síðan breytt að eigin geðþótta og aðlagað aðstæðum svo sem;  fjölskyldu- og garðstærð, tíma og nennu.

Hugmyndin að Eldhúsgarðinum* er sú að útfæra matjurtaræktun sem getur verið flókin á einfaldan ...

Mynd: ReGen Villages Holding, B.V. Í Amsterdam stendur til að byggja hverfi sem er hannað með umhverfissjónarmið í huga, þar verða gróðurhús og ræktun, hænsni og annað sem samfélagið þarf til að lifa. Allt í grenndinni. Flutningar langar leiðir á stórum bílum óþarfir og ferskleiki afurða með besta móti. Vörur þurfa ekki eð skemmast í kössum í verslunum heldur gerir nálægðin við neytendur mögulegt að ...

6 dagar frá sáningu. Zuccini summer squash, Black beauty. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir..Sáðtíðin hefur hafist í höfuðstöðvum Náttúrunnar í Alviðru.

Þann 20. mars sl. sáði ég nokkrum kúrbítsfræjum og 6 dögum síðar leit bakkinn svona út (sjá efri mynd).

Daginn eftir höfðu þær næstum tvöfaldast að stærð (sjá neðri mynd) sem þýðir að í síðasta lagi á morgun þurfa þær meira rými, sína eigin potta.

Af reynslunni að dæma veit ég að ...

Á Íslandi er erfitt að gefa fastar dagsetningar um sáningu, plöntun, jafnvel jurtatínslu því allt er þetta háð veðráttu og gangi himintunglanna. Alltaf verður að viðhafa vissa skynsemi. Ef erlendis jurtir eru sterkastar á morgnana áður en sól verður of sterk, getur verið að hér séu þær einmitt orkumestar um miðjan dag þegar sólin er hæst á lofti.

Varðandi ræktun ...

Enn á ný hefst ræktun í samfélagslega grenndargarðinum og gróðurhúsinu Seljagarði við Jökulsel í Seljahverfi.

Í boði eru bæði gróðurhúsarreitir og útireitir fyrir áhugasama ræktendur.  ÓKEYPIS þátttaka í sameiginilega hluta. Hægt er að taka frá lítil beð fyrir einkaræktun gegn umhirðu á sameiginlegu svæðum eða smávægilegu gjaldi.

Endilega hafið samband og gangið frá skráningu. Byrjendur og nýgræðingar í ræktun eru ...

27. janúar 2016

Viktoría Gilsdóttir ormamoltugerðarleiðbeinandi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Námskeið í ormamoltugerð verður haldið í Matrika Studio Stangarhyl 7 laugardaginn 30 janúar frá kl. 14:00-16:00.

Leiðbeinandi er Viktoría Gilsdóttir en hún hefur gert tilraunir með ormamoltugerð og þróað aðferðir sem virka vel við íslenskar aðstæður. Hægt er að hafa ormamoltukassa t.d. í eldhúsinu eða vaskahúsinu enda kemur engin ólykt af moltugerðinni og moltan sem ormarnir framleiða ...

Dill í bland við kartöflugrösÞegar haustar að standa frækrónur dilljurtanna og hreykja sér yfir hinar plönturnar sem eftir standa í garðinum. Þeim sem hafa komist í kynni við þennan sænska rétt, finnst ekkert haust mega líða án þess að bragða á nýjum kartöflum soðnum með dillkrónum. Kartöflurnar og dillkrónurnar eru látnar í skál og borðaðar með smjöri.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur ...

30. júlí 2015

Hindber (Rubus idaeus L.)Hindber eru allt frá miðöldum þekkt fyrir lækningamátt sinn. Hindberið er í raun ekki ber heldur safn um 20 smárra steinaldina. Ber, blöð og rætur hindberjarunnans eru talin hafa lækningamátt.

Hindberjablaðate er talið geta hjálpað börnum með niðurgang, og á að geta unnið gegn krabbameini í slímhúð og um leið styrkja slímhúðina.

Hindberjablaðate er einnig talið geta styrkt móðurlífið og ...

Rauðrófur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Það er ekki auðvelt að rækta rauðrófur úti þótt sumum takist það. En það má líka reyna inni. Þessar fáu er ágætt að borða hráar í sneiðum. Þær eru lostæti. Það er líka hægt að pressa úr þeim safann ef maður á nóg eða súrsa. Þær geymast best af öllum rótarávöxtum. Það er sagt að rauði liturinn stafi af járni ...

30. júní 2015

Jarðarber Ljósm. Guðrún TryggvadóttirReglugerð um plöntuverndarvörur hefur tekið gildi. Markmið hennar er að gera notkun slíkra vara eins örugga og hægt er fyrir heilbrigði manna og dýra og fyrir umhverfið. Sömuleiðis er markmiðið að bæta starfsemi innri markaðarins með því að samræma reglur um setningu plöntuverndarvara á markað. Um leið eru skilyrði við ræktun í landbúnaði og garðyrkju bætt.

Til plöntuverndarvara teljast efni ...

Lífrænar varnir hafa aukist í garðrækt á síðustu árum. Þær felast í því að nota lífveru á móti lífveru. Í þessu skyni hafa verið fundin skordýr og gerlar sem ráðast á meindýrin en láta annað í friði. Þetta er rökrétt og sennilega skárra en eitrun og lyfjagjöf. Ástæða þess að varlega skyldi fara í notkun eiturs er sú að það ...

Sívökvun í gróðurhúsi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ribena flöskur henta vel til sívökvunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Tómatplöntur þurfa mikla vökvun. Það getur tekið stuttan tíma fyrir tómatplöntur að þorna upp ef ekki er hægt að vökva þær daglega eða annan hvorn dag.

Ein leið til að halda nægjanlegum raka í moldinni er að fylla plastflösku af vatni, gera lítið gat (nokkra millimetra) á tappann, loka flöskunni og stinga henni svo í moldina.

Flöskur með löngum stút ...

Rabarbari er ein flottasta matjurt sem til er. Rabarbarinn er í raun okkar besti ávöxtur. Þetta staðhæfi ég því rabarbarinn er ekki bara stór og mikill heldur er hann sterkbyggður og gefur uppskeru tvisvar sinnum á ári, vor og haust. Duglegir hnausar eru farnir að gefa vel af sér og uppskera má langt fram í júní eða þangað til hann ...

Ungar tómatplöntur í forræktun, hægt er að nota alls kyns ílát undir pottana og sem potta. Ljósm. Paulo Bessa.Ef þú ert búsett/ur í íbúð í bæ eða borg og heldur að þú getir ekki ræktað eigin mat þá hefur þú rangt fyrir þér!

Það er mjög einfalt að rækta grænmeti þó að þú hafir engann garð til umráða ef þú ert með smápall eða svalir, jafnvel bara gluggasillu.

Tómatplöntur er einfalt að rækta í ílátum innivið. Finndu ...

12. júní 2015

Á myndinni eru tiltekin 17 atriði eða gildi sem unnin eru út frá teikningu Colleen Stevenson „The living principles and living of principles“ en fært í stíl Náttúrunnar af Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsóttur.

Margt hefur verið skrifað um vistrækt (permaculture) á öðrum málum en lítið á íslensku fyrr en hér á Vistræktarsíðu Náttúrunnar http://natturan.is/vistraekt/. Stundum virka fræðin ansi flókin en samt er það svo að með því lifa með hugmyndafræðinni um skeið verður hún einfaldari og virkar svo sjálfsögð og byggð á skynsemi og náungakærleik. Einmitt það sem að við ...

Mold og jarðarberjaplöntur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á örfyrirlestri sem haldinn verður í Kaffi Loka, Lokastíg 28 101 Reykjavík þ. 10. júní frá kl. 12:00 -13:00 verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa undir fyrirsögninni: Mold og menning.

  • „Var þeim sama um moldina“? - Gróður- og jarðvegseyðing í ljósi samfélagsbreytinga á miðöldum.
    Egill Erlendsson lektor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
  • Ræktað land á ...

Sáð í takt við tunglið. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.Stöðu tunglsins er skipt í fjórðunga. Hver fjórðungur er sjö sólarhringar, enda tunglmánuðurinn 28 sólarhringar. Tvo fyrri fjórðungana er tunglið vaxandi og birtustig þess eykst. Tvo seinni fjórðungana er tunglið aftur á móti minnkandi og birtustig þess minnkar.

Vanir ræktendur vita að staða tunglsins hefur áhrif á gróðurinn og erlendis, þar sem skil dags og nætur á sumrin eru meiri ...

08. júní 2015

Grænkál. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Grænkál á rætur sínar, í bókstaflegri merkingu, að rekja til Tyrklands. Yngri afbrigði grænkálsins eru sætari en þau eldri voru en hafa samt viðhaldið svipuðu næringargildi en grænkál er mjög ríkt af K, A og C vítamínum auk fjölda annarra vítamína og steinefna (sjá nánar á whfoods.com).
Grænkál elskar að deila beði með rauðbeðum, hvítkáli, selleríi, gúrkum (ef ræktað ...

Grænar síður aðilar

Skilaboð: