„Bráðabyrgðaframkvæmdaleyfi“ fyrir borholum og vegum á Stóra Skarðsmýrarfjalli var samþykkt í sveitarstjórn Ölfuss þann 30. 03. 2006. Eina vandkvæðið er að svonefnt „bráðabirgðaframkvæmdaleyfi“ er ekki hugtak sem viðurkennt er í löggjöfinni. Samningur um fimmhundruð milljón króna greiðslu til sveitarfélagsins, fyrir skjóta afgreiðslu umsagna og hröðun leyfisveitinga til OR gekk í gildi milli sveitarfélagsins og Orkuveita Reykjavíkur í kjölfarið (þ. 27. 04. 2006).
Landvernd, Björn Pálsson og Eldhestar hafa kært ofangreint „bráðabirgðaframkvæmdaleyfi“ til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.


Framkvæmdin er ekki í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2002 – 2014 og myndi hún því kalla á breytingu á skipulaginu, segir í úrskurði Skipulagsstofnunar. Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri Ölfuss segist ekki vera sammála túlkun Skipulagsstofnunar sem ítrekar að ekkert sé til sem réttlæti slík ný yrði.

Sjá frétt á vef Landverndar.
Sjá kæruna í heild sinni
.
-
Myndin sýnir „bráðabirgðaefnistöku“ á Stóra Skarðsmýrarfjalli.
Ljósmynd: Björn Pálsson.

 

Birt:
2. nóvember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bráðabirgða-tilrauna boranir og bráðabirgða vegir á Stóra Skarðsmýrarfjalli og við Hverahlíð“, Náttúran.is: 2. nóvember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/skardsmyrarfjall/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 16. maí 2007

Skilaboð: