Í dag er Dagur umhverfisins á Íslandi. Dagurinn er að þessu sinni helgaður endurvinnslu. Þann 25. apríl árið 1999 tilkynnti ríkisstjórn Íslands, að ákvörðun hafi verið tekin um að tileinka „umhverfinu“ einum degi ár hvert og var dagsetningin 25. apríl fyrir valinu. Það er fæðingardagur Sveins Pálssonar en hann var fyrstur íslendinga til að nema náttúruvísindi. Hann lauk námi í nátttúruvísindum við Kaupmannahafnarháskóla árið 1791. Sjá efni um Dag umhverfisins á vef Umhverfisráðuneytisins. Á Degi umhverfisins hefur Umhverfisráðuneytið veitt umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins Kuðunginn síðastliðin ár. Svo mun einnig vera í ár, og verður viðurkenningin afhent á Grand Hótel í dag.


Myndin er tekin á Snæfellsnesi þann 21 júní 2006 og sýnir Hofsóleyjar [Caltha palustris] og Hrafnaklukkur [Cardamine pratensis] við lækjarsprænu.

Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir. Ath! Plöntuheiti hafa tengil á Plöntuvefsjá NÍ.

Birt:
25. apríl 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dagur umhverfisins“, Náttúran.is: 25. apríl 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/dagur_umhverfisins/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 4. maí 2007

Skilaboð: