Morgunfrú [Calendula officinalis] - þetta saklausu garðblóm, eins og skapað til að vera bara garðaprýði, býr yfir kyngikrafti sem nýttur er á ýmsa vegu.

Í bókinni Íslenskar lækningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannsdóttur grasalækni segir svo um notkun morgunfrúar: „Morgunfrú er góð við bólgu og særindum í meltingarfærum, eitlum og vessakerfi. Blómin eru notuð fyrir og eftir uppskurð á krabbameinsæxlum til að varna útbreiðslu krabbameinsins. Morgunfrú hefur mikið verið rannsökuð vegna áhrifa hennar gegn sveppasýkingu og hún er talin mjög góð við þruskusveppasýkingu, jafnt innvortis sem útvortis.

Útvortis er morgunfrú notuð í skol, við særindum og bólgu í munni, hálsi og leggöngum. Smyrsl gert úr blómunum er gott við alls kyns exemi og útbrotum í húð. Stílar úr blómunum eru góðir við gyllinæð og öðrum særindum í endaþarmi.“

Morgunfrú getur fælt lýs frá tómatplöntum, sem gott er að vita fyrir þá sem rækta tómata í glugganum hjá sér eða úti í gróðurskýli/húsi.

Sjá meira um morgunfrú á Liber Herbarum II.

Myndin er tekin af morgunfrúarbeði í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík, þ. 02. 08.2006.

Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
13. apríl 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Leyndarmál morgunfrúarinnar“, Náttúran.is: 13. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/leyndo_morgunfru/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 13. apríl 2014

Skilaboð: