Páll Steingrímsson vann á dögunum til verðlauna á Japan Wild Life Film Festival fyrir kvikmynd sína Undur vatnsins.

Páll hefur um áratugaskeið unnið að kvikmyndum, flestum nátengdum náttúrunni og umhverfisbaráttu. Mörg verk hefur Páll unnið með konu sinni Rúrí og eru vatnaverkin orðin æði mörg sem Páll hefur komið nálægt. Páll hefur með starfi sínu sem kvikmyndagerðarmaður og náttúruverndarsinni lagt náttúruverndarbaráttu á Íslandi ómetenlegt lið.

Mynd af Páli fengin góðfúslega að láni hjá kvikfilm.is.

Sjá nánar í grein á vef mbl.is.

Birt:
28. ágúst 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Undur vatnsins verðlaunuð í Japan“, Náttúran.is: 28. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/28/oraefakyrro-pals-steingrimssonar-verolaunuo/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. ágúst 2009

Skilaboð: