Framtið byggðar á Vestfjörðum hefur um langa hríð hangið á bláþræði. Framtíð í ferðamannaiðnaði gæti orðið björt enda búa Vestfirðir yfir stórkostlegri náttúrufegurð. Hvað aðra uppbyggingu áhrærir eru bættar samgöngur einna miklivægasti þátturinn og tekur það að sjálfsögðu líka til framtíðar ferðamannaiðnaðarins. Lengi hefur staðið til að bæta úr því en betur má ef duga skal. Óþolimóðir Vestfirðingar vilja bjarga málunum með því að opna fyrir það að olíuhreinslunarstöð verði reist í Arnarfirði. Nú stendur yfir skoðanakönnun um áhuga manna á því hvort reisa eigi olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum eða ekki. Því fleiri sem taka þátt, því skýrari mynd fæst af því hvort að almennur áhugi sé á því að af verksmiðjunni verði. Sjá patreksfjordur.is.
Birt:
14. nóvember 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ert þú fylgjandi olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum?“, Náttúran.is: 14. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/14/vilt-thu-oliuhreinsunarstoo-vestfjoroum/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: