Náttúran ræktuð

Náttúran.is er upplýsingaveita og fréttamiðill fyrir allt sem tengist náttúru og umhverfi á einhvern hátt.

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.

Jafnt fyrirtækjum sem félagasamtökum, stofnunum og almenningi er boðið að nýta sér þennan óháða vettvang til að koma upplýsingum á framfæri og eiga skoðanaskipti.

Náttúran.is á að vera náttúrutenging nútímamannsins og „umhverfislögga“ í jákvæðum skilningi.

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

Birt:
21. febrúar 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hlutverk Náttúrunnar“, Náttúran.is: 21. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2007/04/27/hlutverk-og-markmi-nttrunnar/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. apríl 2007
breytt: 2. júlí 2014

Skilaboð: