Á sýningunni Vistænn lífsstíll sem haldin var í Perlunni þ. 25.-26. apríl kynnti Góði hirðirinn starfsemi sína.

Markmið Góða hirðisins er að endurnýta húsmuni og láta gott af sér leiða, því ágóðinn af sölunni rennur til góðgerðarmála.

Í Góða hirðinum fást m.a. smávörur, bækur, plötur, DVD diskar, barnavörur, raftæki ýmis konar, stólar, sófar, borð, skápar, hillur, hurðir, hjól, skíði, skautar, barnavagnar og kerrur ásamt hinum ýmsu furðumunum sem koma til okkar á hverjum virkum degi.

Góði hirðirinn er staðsettur að Fellsmúla 28 og er opinn frá kl. 12.00 - 18.00 alla virka daga. Síminn er 562 7570. Netfangið er godihirdirinn@sorpa.is. Sjá nánar á vef SORPU.

Myndin er af Sigmari í bás Góða hirðisins á sýningunni Vistvænn lífsstíll. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttirl.

Birt:
27. apríl 2008
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Góði hirðirinn - nytjamarkaður SORPU og líknarfélaga“, Náttúran.is: 27. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/27/gooi-hiroirinn-nytjamarkaour-sorpu-og-liknarfelaga/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: