Margfald meira flúor hefur mælst í beinum hesta í Hvalfirði en í beinum hesta af norðanverðu landinu. Ragnheiður Þorgrímsdóttir bóndi á Kúludalsá sagði í viðtali við í kvöldfréttum RÚV í gærkveldi að í byrjun júní 2007 hafi fyrsti hesturinn veikst. Síðan veiktist hver hesturinn á fætur öðrum. Hestarnir eru stirðir í hreyfingum og hófar aflagast og háls og makki bólgna.

Í apríl 2009 fór Ragnheiður fram á að yfirvöld (Umhverfisstofnun) rannsaki málið en þeirri beiðni hefur enn ekki verið svarað. Augljóst að tengsl er á milli mikils magns flúors og nálægðina við Grundartanga.

Ljósmynd: Tengist ekki greininni beint. Hryssa með folöld sín við Laugavatn, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir

Birt:
19. maí 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Margfalt meira flúor í hestum í Hvalfirði“, Náttúran.is: 19. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/19/margfalt-meira-fluor-i-hestum-i-hvalfirdi/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: