Hver getur skráð?
Hér getur þú skráð upplýsingar um fyrirtæki, félag eða stofnun sem þú ert ábyrg/ur fyrir. Skráningin verður síðan flokkuð í þá flokka sem við eiga, allt eftir eðli starfseminnar s.s. þjónustu í boði, áherslum í starfi, vottunum o.fl.
Þú stofnar aðgang með staðfestu netfangi eða notar Facebook eða Google til að skrá þig inn.

Hvað kostar að skrá?
Grunnskráning er gjaldfrjáls sem og birting vottana og merkinga séu þær fyrir hendi. Hægt er að skrá upplýsingar um þjónustu í boði og áherslur í starfi og birta bæði vörumerki og myndaseríur gegn vægu verði. Textinn skal vera málefnalegur og laus við skrumkenndar yfirlýsingar.

Hvernig er flokkað?
Flokkunin er framkvæmd af sérhæfðu starfsfólki Náttúran.is og fer hún eftir því hvaða viðmiðum sé fullnægt. Náttúran.is notar rúmlega þúsund tög (atriðisorð) til flokkunarinnar en taggaðir aðilar tengjast öllu tengdu efni á Náttúran.is og birtast undir flokknum „Grænar síður“ t.h. á síðunni þegar efni er skoðað og við leit. Greinar og umfjallanir tengdar aðila birtast einnig undir „Tengdar greinar“ t.h. á síðunni. Falli starfsemi aðila undir viðmið þeirra 155 flokka sem eru á Græna kortinu kemur aðilinn einnig fram undir þeim á Græna kortinu. Valdir flokkar birtast svo á prentuðum Grænum kortum sem gefin eru út reglulega á íslensku og ensku og dreift ókeypis.

Hvernig næst bestur árangur?
Með skráningu ítarlegra upplýsinga tengist skráður aðili eðli málsins samkvæmt betur við allt sem honum við kemur sem auðveldar notendum og neytendum að finna það sem þeir leita að.

Dæmi um skráningu

Nánar um Grænar síður.

Birt:
22. júlí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Skráning á Grænar síður og Grænt kort“, Náttúran.is: 22. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/23/skraning-graenar-sidur-og-graent-kort/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. júlí 2014
breytt: 25. nóvember 2014

Skilaboð: