Í dag hófust „Grænir dagar“ en félag meistaranema við umhverfis- og auðlindafræðideild Háskóla Íslands standa að uppákomunni. Dagskráin er þétt og spennandi út alla vikuna. Fyrirlestrar og kynningar eru í Norræna húsinu á Háskólatorgi og í fyrirlestrarsölum Háskólan.

Meðal dagskráliða er fatavelta á Háskólatorgi, þar sem menn geta komið með notuð föt og skipt þeim fyrir önnur sem verða á markaðinum, eða keypt notuð föt fyrir lítinn pening. Þrjár kvikmyndir verða sýndar, fyrirtæki í græna geiranum kynna sig og tvenn málþing verða haldin.

Sjá dagskrána á vef Gaiu


 

Birt:
2. mars 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænir dagar í Háskóla Íslands“, Náttúran.is: 2. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/02/natturan-gefur-goo-rao-graenum-dogum/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. mars 2009

Skilaboð: