Nú þegar mánaðarmótin ágúst, september nálgast, og fyrstu fréttir af næturfrostum á hálendinu hafa borist, er ekki seinna vænna að fara að huga að berjatínslu og vinnslu þeirra verðmæta sem í berjunum felast. Á suður- og vesturlandi er berjatíðin ekki dásömuð líkt og á austurlandi, enda sumarið á suðvesturhluta landsins verið ákaflega sólarlítið og hitinn framan af sumri ekki hvetjandi til tímgunar að mati blá- og aðalbláberjalyngs. Krækilyng [Empetrum nigrum] hefur þó látið sig hafa það, í einhverjum tilvikum og þroskað ber. Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að safta úr krækiberjum og nýta sem góðgæti á grauta og skyr yfir veturinn. Nokkrar gamlar og góðar uppskriftir eru í bók Helgu Sigurðardóttur Grænmeti og ber allt árið - 300 ný jir jurtaréttir sem gefin var út í fyrsta sinn árið 1941.

Sjá meira um krækilyng á Liber Herbarum II.
Sjá vísindalegar niðurstöður frá Finnlandi um hollustu berja „Health effects of wild berries“ (Ath. Krækiber heita Crowberries á ensku).

Myndin er tekin af bústnum krækiberjum á Hellisheiðinni þ. 26.08.2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

 

Birt:
27. ágúst 2006
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Krækiberjatíð“, Náttúran.is: 27. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/kraekiberjatid/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: