Framleiðslu á hálmkögglum sem undirburð fyrir hross hefur verið í tilraunaferli við Landbúnaðarháskóla Íslands um nokkurt skeið en niðurstöður gefa fyrirheit um að hægt verði að nýta hálminn, sem fellur til sem aukaafurð við byggræktunina, til framleiðslu á vöru sem er jafnvel meira virði en fræ jurtarinnar, byggið sjálft. Bygghálmur er sérlega rakadrægur og hentar því vel sem efni í köggla til undirlags fyrir hross. Hagkvæmni kornræktar myndi aukast verulega ef framleiðsla köggla myndi skila arði til bænda.

Innfluttur undirburður kostar nú gjaldeyri að virði um 120 milljónum IKR en hæglega væri hægt að anna þörfinni innanlands með  því að nota bygghálminn sem fellur til hérlendis til kögglagerðar.

Mynd: Bygg frá Þorvaldseyri. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
26. mars 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Aukaafurð af byggræktun lofar góðu “, Náttúran.is: 26. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/26/aukaafuro-af-byggraektun/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: