Kaffi, te og krydd eru þurrkaðar afurðir ýmissa jurta. Líkt og með lifandi plöntur gildir að ræktun sé sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað. Lífræn vottun eða umhverfisvottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni og að unnið sé með gæði og umhverfisvernd í huga, samkvæmt ströngum reglum. Stundum er rotvarnarefnum eða jafnvel MSG bætt í kryddblöndur til að auka bragð eða endingu. Því er mikilvægt að lesa vel um innihaldið. Hér í deildinni eru skráðar allar upplýsingar sem koma fram á umbúðum vörunnar og upplýst sérstaklega um vottanir. Kaffi er framleitt með því að brenna baunir kaffiplöntunnar. Framleiðsla plöntunnar er eins og önnur ræktun ýmist með eða án tilbúinna efna, s.s. áburðar eða skordýraeiturs. Með því að kaupa lífrænt ræktað kaffi getur þú tryggt að þú sért ekki að menga líkama þinn eða umhverfið. Sanngirnisvottun tekur til bæði te- og kaffiframleiðslu og tryggir að fólkið sem framleiðir vöruna vinni við mannsæmandi aðstæður og kjör.

Matvælastofnun er ábyrg fyrir eftirliti með kaffi, te og kryddi sem selt eru hér á landi.

 

Grafík: Tákn kaffi, te og krydddeildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf.

Birt:
14. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Kaffi, te og krydd á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 14. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/10/21/kaffi-te-og-krydd-nttrumarkai/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. október 2007
breytt: 28. mars 2014

Skilaboð: