Slow Food í Reykjavík heldur aðalfund sinn nk. sunnudag þ. 25. mars kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á Veitingastaðnum Gló og er aðgangur er ókeypis og opinn öllum.

1. Venjuleg aðalfundarstörf og kosning stjórnar

Dominique Plédel Jónsson, Eygló Björk Ólafsdóttir, Eirný Sigurðardótir, Ingi Steinar Ingason, Sigurrós Pálsdóttir, bjóða sig fram til áframhaldandi setu í stjórn, Nanna Rögnvaldardóttir, og Sigurveig Káradóttir óska ekki að sitja áfram og Ólafur Örn Ólafsson býður sig fram í staðinn. Einn stjórnarmeðlimur í viðbót væri velkominn!

2. Fræðsluerindi og smakk: Brauð og salt.

Ásgeir Sandholt sannar fyrir okkur að brauð er allt annað en brauð og hann er að undirbúa framleiðslu lífrænna súrgeigsbrauða með hveiti úr gömlum korntegundum frá Skandinavíu. Ásgeir gerði garðinn frægan í súkkulaðilistinni en er enn fróðari um brauð. Yngvi Eiríksson og vinir hans (Saltverkið) framleiða það sem kemur við sögu í öllum matvælum, þ.e. salt, á Reykjanesi. Hvernig var hægt að framleiða salt á  Íslandi og hvernig er það enn hægt í dag.

Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn hér; dominique@simnet.is eða eirny@yahoo.com.

Birt:
23. mars 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Aðalfundur Slow Food í Reykjavík“, Náttúran.is: 23. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/03/23/adalfundur-slow-food-i-reykjavik/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. mars 2012

Skilaboð: