Atvinnusköpun á Íslandi mikilvægt málefni einmitt núna. Heimskaffimálþing verður haldið á Háskólatorgi Háskóla Íslands þ. 12. janúar nk. frá kl. 17:45-21:00 og mun það fjalla um það hvernig unnt sé að framleiða íslenska hönnun á Íslandi.

Í svokölluðum heimskaffisamræðum eru engir sérfræðingar og allir taka þátt í að þróa nýjar hugmyndir sjá theworldcafe.com
Allir hönnuðir, frumkvöðlar, fjárfestar, iðnaðarmenn og annað áhugafólk eru velkomnir að koma og taka þátt í þinginu

Skipuleggjendur eru Kristín Vala Ragnarsdóttir ný ráðinn forseti Verkfræði og Náttúruvísindasviðs HÍ en Kristín Vala hefur staðið fyrir heimskaffiþingum í Bristol þar sem hún var deidarstjóri náttúruvísindadeildar háskólans í Bristol og stóð fyrst fyrir heimskaffisamræðum þar og kom vinnuhópum um sjálfbærni af stað sem leiddi síðan til umhverfisvænrar stefnumörkunar í Bristolborg. Steinunn Sigurðardóttir hönnuður vinnur með Kristínu Völu að skipulagningu þessa áhugaverða kaffisamsætis á grænum nótum.

Birt:
7. janúar 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Heimskaffimálþing um framleiðslu hönnunar hérlendis“, Náttúran.is: 7. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/07/heimskaffimalthing-um-honnunarframleioslu-herlendi/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: