Skilagjald á einnota umbúðum hækkar úr níu krónum í tíu krónur nú um mánaðarmótin.
Skilagjald mun síðan hækka í takt við vísitölu neysluverðs.
Skilagjald er lagt á einnota umbúðir fyrir gosdrykki, vatn, tilbúna ávaxtasafa og áfenga drykki.
Á síðasta ári var 85 milljón eintaka af einnota umbúðum skilað til Endurvinnslunnar eða 83% seldra umbúða.
Miðað við hækkað skilagjald var verðmæti þeirra því 850 milljónir króna.
-
Mikilvægi þess að halda umhverfinu hreinu er augljóst og flestum er það einnig metnaðarmál að búa í hreinu og ómenguðu landi. Einnota umbúðir geta valdið mikilli umhverfismengun. Til að sporna við þessari mengun var lagt skilagjald á öl og gosdrykki og aðra slíka drykki í einnota umbúðum úr málmi, gleri, plasti eða sambærilegum efnum.
-
Móttaka notaðra umbúða er að Knarravogi 4 í Reykjavík. Munið að skila umbúðunum inn hreinum og „ekki“ beygla áldósirnar.

Birt:
31. ágúst 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Skilagjald fylgir vísitölu - Endurvinnslan“, Náttúran.is: 31. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/skilagj_visitolu/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: