Viltu deila þekkingu þinni til að rækta nýjan sprota?
Ertu með viðskiptahugmynd en vantar liðsstyrk?
Viltu stofna fyrirtæki en vantar viðskiptahugmynd?

Koma svo! hjálpa þér að finna fólk með þekkingu eða hæfni sem passar við þína hæfileika.
Koma svo! þjálfar teymi um fyrirtæki eða viðskiptahugmynd.

Þrír fundir eru fyrirhugaðir á vegum Koma svo! en að framtakinu standa Kaffitár, Útflutningsráð, Samtök atvinnulífsins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Evolvia, Connected-Women.com og Navia.

Stefnumótin verða haldnir í Kaffitári Höfðatorgi, Borgartúni 10 kl. 10:00-12:00 dagana 29. nóv., 6. des. og 13. des.

Nánari upplýsingar veita Guðrún Magnúsdóttir, runa@tengjumst.is, Matilda Gregersdotter, matilda@evolvia.org, og Svanhvít Aðalsteinsdóttir, svanhvit@navia.is.

Birt:
28. nóvember 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Koma svo! - stefnumót fólks og hugmynda“, Náttúran.is: 28. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/28/koma-svo-stefnumot-folks-og-hugmynda/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: