Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum um leið og þeir hafa notið allt alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lísviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum íslenskrar foldar.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og er undirbúningur fyrir dagskrána í ár hafinn. Einstaklingar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök eru hvött til að efna til viðburða í tilefni dagsins, kynna afurðir sem unnar eru úr villtri, íslenskri náttúru og beina sjónum að þeim fjársjóðum sem í henni felast.

Á Degi íslenskrar náttúru sem nú verður haldinn hátíðlegur fjórða árið í röð, verða tvær viðurkenningar afthentar, annars vegar Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti.

Upplýsingar um viðburði má senda til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á netfangið bergthora.njala@uar.is. Verður þeirra þá getið á sérstöku vefsvæði Dags íslenskrar náttúru.

Sjá þá sem hafa hlotið Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti til þessa hér á Grænum síðum.

Sjá þann sem hlotið hefur Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins til þessa hér á Grænum síðum.

Ljósmynd: Jarðarberið, verðlaunagripur Fjölmiðlaverðlaunanna sem úthlutað verður á Degi íslenskrar náttúru þ. 16. sept. nk. Ljósmyndari: Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
30. ágúst 2013
Tilvitnun:
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dagur íslenskrar náttúru 2013“, Náttúran.is: 30. ágúst 2013 URL: http://nature.is/d/2013/08/30/dagur-islenskrar-natturu-2013/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. september 2013

Skilaboð: