Þann 28. febrúar sl. fékk SORPA vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum á þremur starfsstöðvum, móttöku- og flokkunarstöð, urðunarstað og skrifstofu. Innleiðing á öðrum starfsstöðvum er hafin.

ISO 14001 staðallinn nær yfir stefnumótun, markmiðasetningu, framkvæmd og eftirlit allra umhverfisþátta SORPU og byggir á sama grunni og ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn sem fyrirtækið fékk vottun samkvæmt árið 2011. Staðallinn gerir kröfu um að áætlunum og verklagsreglum í umhverfismálum sé fylgt og að skráning og vistun upplýsinga uppfylli skilyrði. SORPA er eitt af elstu umhverfisfyrirtækjum landsins og mun staðalinn tryggja stöðugar umbætur í umhverfisstarfinu.

Náttúran óskar SORPU til hamingju með áfangann!

Sjá SORPU hér á Grænum síðum.

Sjá þá aðila sem hafa vottun skv. umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 hér á Grænum síðum

og á Græna kortinu í flokknum Umhverfisstýrt fyrirtæki.

 

Birt:
5. mars 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sorpa fær ISO 14001 vottun“, Náttúran.is: 5. mars 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/05/sorpa-faer-iso-14001-vottun/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: