Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir jógakennari, blómadropaframleiðandi og frumkvöðull með meiru, stendur fyrir þerapistanámskeiði sem hefst nú í byrjun febrúar.
Eina skilyrðið fyrir þátttöku í námskeiðinu er löngun til að kynnast blómadropunum ítarlega og gera þá að hluta af sínu lífi og þjónustunni við sjálfan sig og aðra. Skráning fer fram hjá Kristbjörgu, en hún hefur áhuga á að hitta viðkomandi persónulega við það tækifæri. Í náminu felst mikil sjálfsvinna þar sem gerð er krafa á að nemandinn ástundi hugleiðslu tvisvar á dag og vinni með sig á þann hátt sem kennt er í náminu.

Hér á eftir rekur Kristbjörg helstu atriði varðandi námið:
-
„Markmiðið með náminu er að gefa þjálfun í að vinna með blómadropana, blanda fyrir sjálfan sig og aðra, vinna með og losa tilfinningahindranir, orkuhindranir, gömul áföll og heftandi hugsanagang. Þannig vinnum við að bættum heimi, hjálpum öðrum að öðlast jafnvægi og sætti og blómastra í sínu lífi. Þannig stuðlum við m.a. að friði á jörðinni.
Það hefst með helgi í Reykjavík, 2. – 4. febrúar. Þessa helgi byrja ég að kenna um einstakar jurtir af þeim 44 blómadropum sem nemendur fá afhent þessa fyrstu helgi.
Ég kenni nemanum nokkrar aðferðir til að velja blómadropa fyrir skjólstæðinga sína og eins kenni ég honum aðferðir til að velja fyrir sjálfan sig.

Kennt er m.a. um áhrif tilfinninga, hugsana og ytra áreitis á líkamann, samband líkama, tilfinninga, huga og orkulíkama. Farið verður djúpt í orkuanatómíuna, orkustöðvar skoðaðar og hvernig blómadroparnir vinna inn á þær.
Við skoðum hindranir í verund okkar áhrif þeirra og hvernig blómadroparnir losa þær og skapa jafnvægi og heilun á öllum sviðum.
Nemendur þurfa að hafa að lágmarki 7 einstaklinga til að vinna með á tímabilinu, gera skýrslur um skjólstæðinga sína og skila til mín. Einnig þarf að vinna einstaka verkefni heima og skila inn til mín.
Svo er sjálfsvinna nemenda einnig þó nokkur. Hún fer fram í hópi, með sjálfum sér og með mér allt tímabilið en nær hámarki í Bláfjöllum þar sem við erum í 4 daga að vinna.
Ég fer fram á að allir hugleiði heima tvisvar á dag í 15 mín í það minnsta. Ef nemandinn er að hugleiða sína tækni þá er það fínt, annars kenni ég og vígi nemendurna inn í Kundalini hugleiðsluna og opna orkubrautir, orkustöðvar eins og hverjum og einum henntar. Kundalini hugleiðslan eykur inn sæið og næmnina. Innri skynfærin verða virkari án þess það trufli mann í daglegu lífi.
Fimmtudagskvöld eru svo kennsludagar á meðan á námskeiðinu stendur. Við hittumst ekki alla fimmtudaga en flesta þó.“
Í lok námskeiðs útskrifast nemendur sem blómadropaþerapistar með diplómu frá
Blómadropaskóla Kristbjargar – skóla ljóss og friðar.
-
Sjá vef Kristbjargar. Hafa samband til undirbúnings skráningar: kristbjorg@kristbjorg.is
Myndin er af Kristbjörgu Elínu að kynna blómadropa sína á sýningu Fósturlandsins Freyja í Ráðhúsi Reykjavíkur í ágúst 2005. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
26. janúar 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Blómadropa-þerapista námskeið Kristbjargar“, Náttúran.is: 26. janúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/namskeid_kristbj/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. apríl 2007

Skilaboð: