Á Náttúrmarkaðinum hér á vefnum eru nú hægt að kaupa sjö tegundir af sælusápum frá Sælusápum í Kelduhverfi og fá sendar beint heim.

Þær eru:
Heiðasæla,
Sveitasæla, JurtasælaRósaæla, Sjávarsæla, Skítverkasápa og Jólasæla.

Sælusápur eru handgerðar íslenskar gæðasápur úr náttúrulegum hráefnum. Uppskriftirnar eru allar hannaðar af frumkvöðlinum Guðríði Baldvinsdóttur sem er sauðfjárbóndi og skógfræðingur að mennt.
Hráefnisöflun er sem mest í heimabyggð og lögð er áhersla á að nota íslensk hráefni svo sem tólg og villtar jurtir. Sjá nánar um Sælusápur og staðsetningu hér á Grænum síðum.

Ef þú hefur ekki verslað á Náttúrumarkaði áður getur þú lesið þig til hér. Ef að þú óskar frekar eftir að beingreiða heldur en að greiða með greiðslukorti hefur þú einfaldlega samband við okkur í síma 483 1500 eða á netfangið nature@nature.is.

Skoða og/eða kaupa Heiðasælu, Sveitasælu, JurtasæluRósasælu, Sjávarsælu, Skítverkasápu og Jólasælu hér á Náttúrumarkaði.

Um sápugerð:

 

Sápa í sinni einföldustu mynd er gerð úr fitum/olíum, vatni og basa (yfirleitt vítissóda NaOH). Þegar þessum innihaldsefnum er blandað saman hefst ferli sem kallast sápun (saponification) þar sem efnahvarf verður milli innihaldsefnanna og úr verður algjörlega nýtt efni : sápa. Enginn vítissódi er til staðar í tilbúnum sápum, því sápuuppskrifti reru yfirleitt yfirmettaðar með olíum, bæði til að tryggja að enginn vítissódi sé til staðar og einnig til að tryggja að sápur séu mildari og að auka olía sé til staðar fyrir aukna húðvernd.

Í nútíma iðnaði er iðulega bætt við ýmsum aukaefnum til að stytta framleiðsluferli, tryggja að vörurnar þoli flutning heimshornana á milli, þoli hnjask og geymslu við misjöfn skilyrði. Því eru oft og iðulega notuð rotvarnarefni, sölt og fylliefni, ásamt því að listi ilm-og litarefna er oft langur.

"Gamaldags" sápur eins og framleiddar eru hjá Sælusápum eru afturhvarf til fortíðar hvað varðar framleiðsluferli og innihald, þó nýtt sé nútímaúrval af gæða olíum til að tryggja að sápurnar séu mildar fyrir húðina.

Eftir að Sælusápur eru framleiddar er þeim gefinn 3-4 vikna tími til að þroskast, þorna, harðna og mildast, þannig að tryggt sé að viðskiptavinir fái ævinlega í hendurnar gæðavöru.

Samanburður á innihaldsefnum Sælusápa og "hefðbundinna" sápa:
Mikill munur er á innihaldsefnum hefðbundinna fjöldaframleiddra sápa sem finna má í matvöruverslunum og handgerðra sápa. Hér fyrir neðan er upptalning á innihaldsefnum annarsvegar á Blóðbergssápu frá Sælusápum og hinsvegar ónefndri algengri sáputegund keyptri í stórmarkaði.

Heiðasæla: Ólívu- og kókosolía, tólg, vatn, vítissódi, þurrkað blóðberg og blóðbergsilmolía

Ónefnd hefðbundin sápa úr stórmarkaði: Sodium tallowate, sodium palm kernelate, sodium palmate, aqua, parfum, sodium cloride, glycerin, prunus dulcis, sine adipe lac, pentaerythrityl tetra-di-t-butyl, hydroxyhydrocinnamate, pentasodium pentetate, citric acid, alpha-methyl ilonone, butylphenyl methylpropional, citronellol, coumarin,eugenol, hexyl cinnamal, hydroxyisohexil 3-cyclohexene,carboxaldehyde, linalool, CL 77891.

Grafískur hönnuður að öllu útliti Sælusápa er Hulda Ólafsdóttir.

Ljósmynd: Sápurnar sjö frá Sælusápum sem nú eru til sölu hér á vefnum. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
2. desember 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sjö Sælusápur á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 2. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/02/sjo-saelusapur-natturumarkaoi/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. september 2010

Skilaboð: