Umhverfisráðuneytið hefur nú óskað efitr samþykki þess við sveitarstjórn Skafrárhrepps í Vestur-Skaftafellssýslu að Langisjór verði hluti Vatnajökulsþjóðgarðs ein Langisjór er eitt tærasta fjallavatn á Íslandi og rómuð náttúruperla.

Landsvirkjun var með áform um að veita Skaftá í Langasjó og nýta vatnið til virkjunar í Tungnaár og Þjórsársvæðinu en við það myndi vatnið missa rómaðan tærleika sinn. Einnig var ætlunin með þessu að hefta sandburð í Skaftárhlaupum og þótti íbúum svæðisins mikill kostur ef mögulegt yrði að koma böndum á hlaup og aurburð árinnar. Bjarni segir að honum heyrist flestum íbúum svæðisins þykja sú lausn orðin nokkuð langsótt.

Í stefnuyfirlýsingu ríkis­stjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segir í kafla um umhverfismál að „Vatnasviði Jökulsár á Fjöllum verði bætt við Vatnajökulsþjóðgarðinn og tryggt að ekki verði snert við Langasjó í virkjanaskyni".

Myndin af Langasjór er tekin þ. 25. júní 2006. Af Wikipediu, höfundur ekki nefndur.
Birt:
18. nóvember 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Langisjór verði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði“, Náttúran.is: 18. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/18/langisjor-veroi-hluti-af-vatnjokulsthjoogaroi/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: