Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna birti í dag árlega skýrslu sína um þróun mannkyns þar sem er m.a. að finna lista þar sem mat er lagt á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu á mann. Ísland er nú í fyrsta sæti á listanum sem sú þjóð sem býr við bestu lífskjörin. Norðmenn höfðu vermt fyrsta sætið í sex ár á undan okkur.

Kolbrún Halldórsdóttr alþingismaður benti á að við skipuðum einnig allra fyrstu sætin á öðrum óskemmtilegri vígstöðvum þ.e. eyddum mestu rafmagni á hvert mannsbarn og losuðum næst á eftir Kanada og Bandaríkjunum mestan koltvísýring á hvert mannsbarn eða 17 tonn á ári.

Viðbrögð umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttur var að Ísland ætti að stefna að því að verða fyrirmyndarríki á sviði umhverfismála enda hefur hún lýst þeirri skoðun sinni að Ísland eigi ekki að byðja um undaný águr heldur axla ábyrgð.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók undir á svipuðum nótum og lagði áherslu á að framlög Íslands til þróunarmála þyrftu að skoðast í ljósi þessarar útnefningar enda yrðu fátækustu ríki heims mest fyrir barðinu á áhrifum hlýnunarinnar. Hún sagði ennfremur að Ísland styddi markmið Evrópusambandsins og Noregs um að hámark á hlýnun jarðar verði tvær gráður yfir því sem var fyrir iðnbyltingu. Í skýrslunni er lagt til að svo verði gert.

En Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur ekki undir að velmeguninni fylgi ábyrgð á öðrum vettvangi og hefur undanfarið haldið því fram að Ísland eigi að sækja um að fá losunarundaný águr sínar framlengdar.

Hér kristallast í raun áherslumunur ríkisstjórnarflokkanna og aðeins spurning um tíma hver lætur undan eða hvaða stefna verður ofan á í ríkisstjórninni.

Hvaða loforð má Þórunn taka með í vegarnesti fyrir Íslands hönd?

Það er að sjálfsögðu mikilvægt að ríkisstjórnin sé samtíga og stefnan sé skýr og meitluð í stein helst áður en lagt er upp í ferðina á aðildarríkjaþing Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna á Bali í byrjun næsta mánaðar. Þar sem stutt er til stefnu verður áhugavert að sjá hvort að Þórunn og hennar fylgdarlið fer í leiðangurinn með einbeittan vilja til að axla ábyrgð eða hvort undirtónninn verði að vera að tíminn leiði í ljós hvort Ísland sæki aftur um undaný águr eða ekki af því að enn sé ekki búið að móta framtíðarstefnuna innan ríkisstjórnarinnar.

Það mætti teljast slæmt vegarnesti fyrir umhverfisráðherra sem miklar vonir eru bundnar við. Þórunn ný tur stuðnings þeirra sem berjast fyrir verndun náttúrunnar og varkárni í umhverfismálum.

Birt:
27. nóvember 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Deilt um hvort ábyrgð fylgi velmegun“, Náttúran.is: 27. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/27/deilt-um-hvort-abyrgo-fylgi-velmegun/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. nóvember 2007

Skilaboð: