Að undanförnu hefur Náttúran.is greinilega náð athygli kennara í skólum landsins. Mikið er hringt og spurt um hvort nota megi upplýsingar af vefnum og af Náttúruspilunum okkar til kennslu og kynningar á hinum ýmsu umhverfisþáttum daglegs lífs.

Náttúran.is gefur að sjálfsögðu leyfi til slíks enda hlutverk vefsins að rata sem viðast og hafa sem mest áhrif á neysluvenjur og umgengni okkar við náttúruna. Hægt er að fá Náttúrustokka með góðu ráðunum 52 senda á heildsöluverði beint til skóla og ef áhugi er fyrir að fá plaköt eða myndefni í stærra formati þá getum við sent Pdf-skjöl sem síðan er hægt að prenta út í skólunum sjálfum.

Óskum um kynningar í skólum er einnig tekið opnum örmum. Munið bara að láta vita með góðum fyrirvara hvenær kynningar er óskað. Við hjá Náttúran.is getum bæði sett upp sýningar eða haldið fyrirlestra nema hvort tvegga sé. Hlökkum til að heyra frá ykkur! Netfang er nature@nature.is og símar 483 1500 og 863 5490.

Myndin er frá fyrstu kynningu Náttúran.is í Kringlunni á opnunardeginum þ. 24. apríl 2007. 

Birt:
4. september 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kennarar sýna Náttúrunni áhuga“, Náttúran.is: 4. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/04/kennarar-syna-natturunni-ahuga/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: