Morgunverðarfundur Bændasamtaka Ísland, Sunnusal Hótels Sögu verður haldinn þann 29. 11. 2006. kl. 8:15. Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir og veitingar í boði.
-
Valdimar Einarsson, sem búsettur er á Nýja- Sjálandi, heldur erindi um þær breytingar sem orðið hafa í nýsjálenskum landbúnaði og hvort hægt sé að heimfæra þær breytingar á íslenskan landbúnað. Valdimar hefur um árabil starfað við landbúnaðarráðgjöf, bæði á Íslandi og Nýja- Sjálandi, og þekkir því vel til á báðum stöðum.

Aðrir fyrirlesarar eru Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Verkalþðsfélags Húsavíkur og Anna Sigríður Ólafsdóttir lektor í næringarfræði við Kennaraháskóla Íslands. Aðalsteinn mun m.a. fjalla um mikilvægi matvælaframleiðslu í landinu og benda á afleidd störf í kringum landbúnaðinn. Erindi Önnu Sigríðar heitir „Heilsusamleg matvæli af heimaslóðum“ en þar ræðir hún um möguleika sem Íslendingar hafa á sviði matvælaframleiðslu en þar skipta hefðir og hrein ímynd landsins miklu máli. Eftir erindin verða umræður þar sem fundargestum gefst kostur á að ræða málin við framsögufólk.
-
Ath! Fundurinn verður tekinn upp og sendur út á Netinu fyrir þá sem ekki eiga heimangengt til Reykjavíkur. Upptökur af erindum munu verða aðgengilegar á bondi.is.

Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
29. nóvember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Á að vera landbúnaður á Íslandi? - Morgunverðarfundur“, Náttúran.is: 29. nóvember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/landbun_a_isl/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 26. janúar 2008

Skilaboð: