Grænamörk 10
810 Hveragerði

4830300
http://www.nlfi.is

Á Græna kortinu:

Vottað lífrænt

Undirstaða lífræns landbúnaðar er frjósemi jarðvegs, skiptiræktun, lífrænn áburður og velferð búfjár með nægri útivist, rými og lífrænu fóðri. Afurðir má selja með tilvísun til lífrænna aðferða ef óháð vottunarstofa  staðfestir að framleiðslan uppfylli staðla.

Heilsusamlegur veitingastaður

Áhersla er lögð á hollan og ferskan mat. Hráefni eru gjarnan lífrænt ræktuð, úr héraði. Árstíðauppskera, hráfæði eða grænmetisréttir eru í boði.

Svæði án erfðabreyttra lífvera

Yfirlýst „svæði án erfðabreyttra lífvera“ samkvæmt GMO-Free Regions Europe.

Óhefðbundnar lækningar

Óhefðbundin heilsulind eða staður sem býður upp á meðferðir byggðar á böðum og/eða náttúrulegum lækningum.

Vottanir og viðurkenningar:

Svæði án erfðabreyttra lífvera

Yfirlýst svæði án erfðabreyttra lífvera skráð hjá GMO-free Europe.

 

 

Vottað lífrænt - Tún

Á Íslandi annast Vottunarstofan Tún eftirlit með lífrænni framleiðslu. Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð með lífrænum aðferðum, án eiturefna, tilbúins áburðar, hormóna eða erfðabreyttra lífvera. Vottað er í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um lífræna landbúnaðarframleiðslu og reglur Túns um lífræna snyrtivöruframleiðslu og matreiðslu. Samkvæmt þeim er óheimilt að markaðssetja landbúnaðarvörur sem lífrænar nema þær hafi verið framleiddar í samræmi við ákvæði þessara staðla. Vottunin staðfestir að lífrænum aðferðum hafi verið beitt en metur ekki umhverfisáhrif vörunnar eða umbúða hennar.

Skilaboð: