Þann 15.11.2005 fóru aðstandendur þessa vefs til fundar við Erik Gotfredsen sem rekur vefsetrið „Liber Herbarum II“ www.liberherbarum.com í Danmörku og innsigluðu formlegt samstarf milli Náttúrunnar og Liber Herbarum II. Bæði Náttúran og Liber Herbarum II eru að vinna að því að skrásetja í gagnagrunna upplýsingar um jurtir m.a. um innihald og virkni. Nokkur áherslumunur eru á verkefnunum en vef okkar er mikill fengur í að fá aðgang að jafn stórum gagnabanka og Liber Herbarum II er orðinn. Þessa dagana að vinna að þýðingum yfir á íslensku sem birtast í fyrstu á www.liberherbarum.com

Með samstarfinu gefst íslendingum nú tækifæri á að fletta upp heimildum, á íslensku, um samhengi jurta, innihalds og tengingu við sjúkdóma og meðferðir. Erik hefur unnið að skrásetningu efnis um jurtir síðan á árdögum tölvuvæðingarinnar, þegar efni var skráð á gataspjöld. Hann tók síðan upp þráðinn aftur árið 1998 og vinnur daglega að því að fullkomna vef sinn sem eins og hann segir sjálfur „verður að sjálfsögðu aldrei tilbúinn“ en vefurinn tekur hug hans allan í frístundum. Erik er tölvunarfræðingur og starfar við þróunarverkefni fyrir tannlæknadeild háskólans í Árósum. Við þökkum Erik fyrir frábæran fund.
Birt:
19. september 2005
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Samstarf hafið við „Liber Herbarum II““, Náttúran.is: 19. september 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/samstarf_liberherbarum2/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 15. maí 2007

Skilaboð: